Kop.is Podcast #20

Hér er þáttur númer tuttugu af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 20.þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum sem fyrr og með mér að þessu sinni voru Einar Örn, Maggi, SSteinn og Babú.

Í þessum þætti gerðum við upp tímabilið sem var að ljúka, ræddum stöðu Kenny Dalglish, væntingar til eigendanna í sumar og framtíð leikmannahópsins.

10 Comments

  1. Hlakka MJÖG til að hlusta þegar eg fer ad sofa i kvold, þessi podcöst eru tær snilld, svipað og sunnudagsmessan svona klassa fotboltaumræða. Eg er frekur en eg vil fa podcast einu sinni i viku næsta timabil og vona að það komi sem flest i sumar þar sem þið fræðið okkur um silli season og hvað er i gangi. Annars takk fyrir veturinn allir a þessari siðu og þið sem skrifið a þessa siðu eigið mikið hrós skilið, standið ykkur mun betur en liðið okkar það er a hreinu: )

  2. þetta video þitt var mjög flott 🙂 (byggir manni vonir um að næsta season muni ganga betur 🙂 )

    það allveg særir mann hvað við hittum oft í tréverkið :'(

    þetta gengur vonandi betur næsta season!

    YNWA!!! YNWA!!! YNWA!!! YNWA!!! YNWA!!! YNWA!!! YNWA!!! YNWA!!! YNWA!!! YNWA!!! YNWA!!! YNWA!!! YNWA!!! YNWA!!! YNWA!!! YNWA!!! YNWA!!! YNWA!!! YNWA!!! YNWA!!! YNWA!!! YNWA!!! YNWA!!! YNWA!!!

  3. Vill commenta á Moses, Hoilett kaupin sem að þið talið um þarna, sé ekk þörf á því þar sem að við erum með alveg eins týpu í Sterling.

  4. Fínn þáttur eins og alltaf. Hef endalaust gaman að hlusta á ykkur blaðra fram og til baka um okkar ástkæra 🙂 Góð samsetning manna “á línunni” og líflegar umræður. Spurning hvort það mætti samt ekki oftar vera með “gest” í þessum köstum líkt og þegar óheppinn maður var með, sá heldur nebbnilega með Man Utd.. Gaman að hafa svona gestsauga í umræðunum.

    Hvað í fjáranum kemur til með að gerast hjá okkur í sumar verður alveg klárlega fróðlegt að fylgjast með og vonandi verður útkoman góð þannig að við getum tekið stórt skref fram á við næsta tímabil. Er alveg sammála mönnum að það þarf að auka gæðin og þá helst stórauka þau í hverjum og einum sem kemur til okkar. Verð líka að taka undir og undirstrika ákveðið mikilvægi þess að það þíðir lítið að láta Downing ganga plankann þar sem Maxi og Kuyt virðast vera á förum. Það þarf einhverja inn fyrir þá tvo og fram að því er algert glapræði að láta Downing fara. Þær stöður sem augljóslega eru að fara missa mann/menn (hvernig svo sem augljóst er) þarf að bæta strax. Svo má fara að spá í næstu gluggum hvernig hægt er að þróa hópinn betur. Efa að við séum að fara að kaupa 7 leikmenn í hverjum sumarglugga héðan í frá.

    Ég er klikk og allt það, ég veit, en ef maður skoðar pínulítið hvað Downing hefur gert í vetur þá verður varla hægt að dæma hann fyrir það að sóknarmenn eða aðrir sem komnir eru inn í box nái ekki að nýta það sem kemur frá honum. Skoða má videóið hér í pósti #1. Nú ætla ég ekki að segja að þessi herramaður sé sá fullkomnast en það hafa varla nokkrir verið fullkomnir hjá okkur í vetur. Held því að hann verði hjá okkur næsta vetur en þá þarf hann, líkt og allir aðrir, heldur betur að bæta sig. Skemmtilegra væri það nú ef aðrir mikilvægari menn stigu upp og bæru liðið áfram og tækju hina meðal-Jónana áfram með sér.

    Vinstri bak er vandræðabarnið hjá okkur og það þarf að finna einhvern króa í þá stöðu. Tvo fremst á völlinn sem geta spilað allar stöður og svo eitt stk markamaskínu. Það eru 4, svo bætum við liðið enn frekar næsta sumar.

    Fór annars að leika mér í huganum smá með hvernig það væri nú í framtíðinni að fá þennan hérna til að stýra liðinu? http://visir.is/sami-hyypia-verdur-afram-thjalfari-leverkusen/article/2012120519430 Nei segi svona bara 🙂

  5. Hvernig væri bara að kaupa Owen Hargreaves á miðjuna?

    Liðin sem hann spilar með vinna oft titla…

  6. Flott að venju. Mér fannst þið skauta ansi mikið framhjá leikkerfinu í umfjölluninni um leikmannahópinn. Þessi hópur hentaði aldrei í klassískt 4-4-2 (helsta ástæðan fyrir hrikalegu gengi) og það getur ekki verið leiðin fram á við. Lavezzi og Muniain eru ekki nálægt því að vera menn í það kerfi og henta frekar í þriggja manna lína fyrir aftan einn stræker. Carroll og Suárez myndu þá deila með sér framherjastöðunni (gætu kannski báðir spilað minni leiki) og Gerrard, Bellamy, Shelvey og 2-3 nýjir menn kæmu þar fyrir aftan.

    Þá vantar líka partner fyrir Lucas á miðjuna. Gott signing þar (Aquilani?) og Henderson sem backup myndi leysa það ágætlega. Varnarlínan finnst mér vera nokkuð góð en það er hægara sagt en gert að finna almennilega vinstri bakverði í dag (Michael Cox hefur m.a. talað um þetta sem vandræðastöðu allstaðar í Evrópu) og Enrique getur mun betur en hann hefur sýnt hingað til. Með sterkari miðju og (vonandi) betri þjálfun held ég að hann hafi alla burði til að leysa hana. Maður myndi samt ekkert hata að sjá betri mann þar, en að mínu mati liggur meira á að manna aðrar stöður vallarins. Í uppbyggingarstarfi er mikilvægt að gleyma ekki þeim hlutum sem hafa gengið vel og lengst af á þessu tímabili hefur það verið vörnin.

  7. Frábær þáttur! Sammála mörgu. Mín niðurstaða varðandi leikmenn.

    Reina: Var hrikalega slakur. Verðum líklega að gefa honum annan séns en ef hann hefði varið eins og áður væru töluvert fleiri stig á töflunni.

    Vörnin: Heilt yfir góð en Kelly, Flan og… Enrique eftir áramót arfaslakur. Lánum Flan, höldum Kelly og prófum hann í miðverðinum næsta vetur í ,,litlum” leikjum. Enrique fær annan séns en kannski þarf að kaupa vinstri bakk til öryggis.

    Miðja: Spearing – Maxi – Kuyt…OUT

    Sókn: Hvað lífið hefði verið betra ef Carroll hefði dottið fyrr í gírinn! Wow!!!

    Bæta við: Varnar-nagla fyrir Spearing, creative miðjumann og sóknarmann. Alveg sama hvað þeir heita og hvaðan þeir koma, bara að þeir geti eitthvað!

Opinn Þráður / Könnun: Á Dalglish að halda áfram með liðið?

Um Moneyball og stefnu Liverpool í leikmannamálum