Swansea 1 Liverpool 0

Liverpool lauk deildarkeppninni í dag með slöku tapi 1-0 á útivelli gegn Swansea. Þessi dagur verður í minnum manna hafður sem einhver sá aldramatískasti í sögu enskrar knattspyrnu enda virtist lífið liggja við á hverjum einasta velli í Úrvalsdeildinni í dag. Hverjum einasta velli nema þar sem Liverpool var að spila.

Dalglish stillti upp þessu liði í dag:

Doni

Kelly – Carragher – Agger – Johnson

Downing – Henderson – Shelvey – Maxi

Suarez – Carroll

Bekkur: Jones, Coates, Enrique, Spearing, Kuyt (inn f. Maxi), Bellamy (inn f. Downing), Sterling.

Um fyrri hálfleikinn er lítið að segja. Okkar menn spiluðu mjög kæruleysislega, með hangandi hendi að mér fannst og það var bara góð markvarsla Alex Doni sem hélt okkur á sléttu í hálfleik. Í seinni hálfleik lék liðið örlítið betur og Andy Carroll var í tvígang nálægt því að skora fyrir okkar menn en allt kom fyrir ekki og á lokamínútunum skoraði Danny Graham sigurmark heimamanna og það verður að segjast að það var verðskuldað.

Maður leiksins: Doni. Hélt okkur inní þessum leik löngum stundum.


Þá er deildarkeppnin búin þetta árið. Manchester City tryggðu sér sigur í Úrvalsdeildinni með sigurmarki gegn QPR á 94. mínútu. QPR héldu sér uppi þrátt fyrir tapið þar sem Bolton náðu bara jafntefli gegn Stoke og falla því ásamt Blackburn og Wolves. Arsenal unnu W.B.A. og tryggðu sér 3. sætið, Tottenham tryggði sér 4. sætið en þarf þó að bíða eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar um næstu helgi til að sjá hvort Chelsea hirðir af þeim Meistaradeildarsætið á næstu leiktíð. Everton unnu Newcastle og enda því fyrir ofan okkur þetta árið.

Okkar menn? Hér er lokastaðan … geri það hver upp við sig hversu óglatt mönnum verður við að horfa á þetta:

8. sætið er nákvæmlega 7 sætum neðar en við viljum vera, og í ár var það einfaldlega langt frá því að vera ásættanlegt. Fyrir tímabilið fannst manni þetta einmitt vera árið sem við hefðum möguleika á að nýta okkur vesen á öðrum liðum til að “laumast” inn í Meistaradeildarsætið en þess í stað var mesta ruglið á okkar mönnum og önnur lið nutu góðs af því. Arsenal voru í tómu tjóni framan af tímabili, Chelsea skiptu um stjóra eftir áramót, Tottenham hrundu í kjölfar dómsmáls Harry Redknapp og það nýtti annað lið sér. Því miður var það Newcastle, ekki Liverpool, sem blandaði sér í baráttuna.

Nú hefst rannsóknarrétturinn og stærsta spurningin á dagskrá er einföld: fær Kenny Dalglish tækifæri til að bæta úr þessari ömurlegu deildarkeppni á næsta tímabili eða verður einhver annar kallaður til? Við verðum að bíða og sjá, það er ómögulegt að ætla að giska á hvað eigendurnir eru að hugsa. En ég verð ekki hissa, hvort heldur sem er.

Ég þakka ykkur lesendum KOP.is fyrir að hafa fylgt okkur í gegnum þetta viðburðarríka tímabil. Upphitanirnar og leikskýrslurnar eru hér með komnar í sumarfrí og við tekur silly season. Skemmtið ykkur vel í sumar, við verðum á vaktinni með ykkur hér á Kop.is!

81 Comments

 1. Manni er eiginlega slétt sama. Manchesthair Unibrow unnu ekki deildina. Auðvitað vorum við glataðir í þessum leik en núna er þetta búið og sumarruglið að byrja. Vonandi að FSG verði til í hörkuna.
  Pís át brothas and sistahs

 2. Ég er ennþá hlæjandi að þessum svakalegu lokamínútum hjá citeh. Djöfull er þetta gott á scums.

  Kannski bara ágætt að þessi leikur hjá okkar mönnum endar eins og mjög margir á leiktíðinni. Það vonandi ýtir frekar við mönnum að það þurfi í alvörunni að gera eitthvað ef Liverpool ætlar í CL sæti á næstu leiktíð.

  Við þurfum að horfast í augu við raunveruleikann og kaupa heimsklassa miðjumann.

 3. 2 mörk í uppbótartíma hjá Man.City, ótrúlegt sjónarspil. Langt síðan maður hefur fagnað jafn mikið. Sýnir hvað hatrið til MUFC er mikið. Hell yeah!!!

 4. Kannski ekki alslæmt að tapa , það undirstrikar bara lélegt tímabil, sumir mundi kannski fara að halda að þetta væri ekki svo slæmt ef við hefðum unnið þennan leik, sem er bara rugl því gengi okkar er ekki okkur til sóma.

  Við vitum það flestir að þetta er ekki að ganga bæði með KK og eins eru of margir miðlungs leikmenn í liði okkar.

  Mín ósk er KK burt og eins þarf að styrkja hópinn okkar með alvöru leikmönnum en ekki leikmönnum eins og KK hefur verið að kaupa ( flestir ekki allir).

 5. Þegar ég skoða töfluna blasa við þrjú atriði sem sannfæra mig að Dalglish eigi að segja þetta gott og fara aftur í sendiherrastarf (fyrir utan þá staðreynd að Liverpool endaði í 8. sæti og fyrir neðan Everton):

  Það er er styttra í fallsæti heldur en meistaradeildarsæti.

  Liverpool er með jafnmörg töp og Heskey og félagar í Aston Villa.

  Everton, Fulham, Norwich og Blackburn skoruðu fleiri mörk en Liverpool.

  Það sáust nokkrar vonarglætur í vetur um að hlutirnir væru á réttri leið en þá tók liðið tvö skref afturábak í næsta leik. Nú þarf bara að finna nýjan þjálfara sem fær meira út úr þessum leikmannahóp sem er að mínu mati mun betri en hann hefur sýnt í vetur.

 6. Þvílík dramatík í þessari loka umferð, glæsilegt hjá City að taka dolluna á þennan hátt,Ferguson hefur haldið að titillinn væri þeirra í lokinn á leiknum !

 7. Spurning er það ásættanlegt fyrir Liverpool að lenda í 8 sæti – ef ekki þá er klárt að KD verður ekki áfram.

  Havð 14 ca. stig af hvað 50 – vonandi að einhver leiðrétti með ef þetta er rangt.

  ynwa

 8. Oft þegar ílla gengur hjá liðum þá eru þau þó að sýna að einkvað er í þau spunnið, þetta lið hans KK er lið sem hefur frekar lélagan prófíl ( lítið í það spunnið,, lélegur andi allt of oft,, lið með engan alvöru fyrirlinða á vellinum, lið sem þolir ílla mótlæti,, lið sem hefur ekki haft plan 2 í allan vetur,,lið sem hefur allt of marga miðlungsleikmenn,, lið sem hefur keypt leikmenn til framtíðar sem eru alls ekki í Liverpool klassa, og svofr.

 9. Today’s message to FSG (@John_W_Henry) “Show me the MONEY!” #ManCity #summertransfer #LFCchampions13

 10. Ég sé alls ekki eftir því að hafa sleppt því að eyða tíma í þennan leik enda mun sagan líklega segja frá þessum City leik sem einum magnaðasta fótboltaleik í sögu Úrvalsdeildarinnar. En nú er sumarið fram undan og ég hlakk mikið til þeirra tíðinda sem J. W. Henry og félagar munu bjóða upp á. Mín spá; KD verður rekinn.

 11. Ég ætla að leggja vandamál Liverpool til hliðar vitandi að menn verða keyptir í sumar og næsta tímabil verður betra, en njóta þess í staðinn að manutd vann engan titil á árinu og því verður ekki breytt.

 12. Vá hvað þetta er búið að vera erfitt tímabill er eiginlega bara feginn að vera laus við það og ég kalla á mikla endurnýjun í klúbbnum hvernig svo sem hún verður….

 13. Runnið eftir áramót í deildinni er liðinu og King Kenny til háborinnar skammar. Þetta er ekkert svo flókið, þetta er ekki að virka og mun ekki virka nema einhverju verður breytt. Leikmenn munu eiga dapra daga og góða daga, nó matter, en Kenny er ekki að ná til þeirra. #Beisik.
  Það verða vonandi einhverjar breytingar til batnaðar, núna þarf maður að hlusta á það að Liverpool er litla liðið í Liverpool í heilt ár. #takkfyrirþað.

 14. Ég þakka sömuleiðis ágætu Kop.is menn. Síðan ykkar er þó smá huggun harmi gegn.

  Það er rosaleg grein eftir Tomkins sem lænar þessu upp giska vel: http://tomkinstimes.com/2012/05/final-of-contempt-season-of-discontent/

  Það er ótrúlegt en satt að LFC er enn einn ganginn á byrjunarreit. Alveg sama hvað mikið mér þykir vænt um Kenny þá blasir við að sú framkvæmdastjóratilraun mistókst. Eins og Tomkins rekur skilmerkilega stendur ekki steinn yfir steini hvað innkaup nýrra leikmanna varðar og varla heldur nokkur skyni borinn maður því fram að taktíkin hans Kenny sé á vetur setjandi.

  Það þarf ekki að ræða þetta neitt; skipstjóri sem ekki velur rétt veiðarfæri og dregur varla bein úr sjó, þótt útgerðarmaðurinn hafi látið hann hafa mökk af peningum, stýrir ekki skipinu á næstu vertíð. Skiptir þá engu máli hvað hann gerði einu sinni í gamla daga. Þess utan held ég að Kenny þyldi sjálfur ekki annað svona tímabil heilsu sinnar vegna. Hann og LFC er svo nátengd tilfinningaböndum að mótlæti er hreinlega eyðandi fyrir þennan gamla snilling og heiðursmann. Ég nánast táraðist þegar Henry vildi ekki taka í höndina á Kenny eftir FA leikinn sem var ómerkilegt. Svipurinn á Kenny var svipurinn á buguðum manni.og Henry þurfti ekki að strá salti í sárið. En svona er þessi bransi like it or not og Kenny er líklega orðinn hluti af sögunni nú þegar.

  Nú þarf nýjan mann sem fyrst í brúnna.

  Í fyrsta skiptið nokkru sinni tók ég annan leik framyfir LFC leik og sé ekki eftir því. Það er engin skemmtun fyrir mig að sjá flest lið vinna LFC sem er bitur staðreynd að kyngja.

 15. vá hvað þetta var lélegt, áhuglaust og getuleysi….og versta við þetta er það eins og venjulega var stjórinn frosinn á línunni….úrræðalaus eins og venjulega,,,,láta hann fara og hann má taka marga með sér……það voru ekki margir inná i dag sem maður vill sjá næstu leiktíð…..hópur fullur af miðlungsleikmönnum og verri…………..vona að eigendur hafi pung og síní enga miskunn í sumar. Það á að reka þetta eins og fyrirtæki en ekki eins og KFUM klúbb þar sem allir mega vera og allir vinir…..nei ef þú ert lélegur þá ferðu……….!!!!

 16. Guði sé lof að þessu hörmungar tímabili er lokið. Allir Púllarar í heiminum hvar sem þeir eru, vilja róttækar breytingar af einhverju viti. Svona gengur ekki lengur, við héldum að Kenny D. myndi breyta þessu til batnaðar, en honum mistókst hraparlega, því miður. Maður bíður spenntur eftir fréttum hvað muni gerast. Vona að þessi frábæra vefsíða okkar fylgist vel með og segi fréttir af því hvað gert verður. Ekki meira af þessarri HÖRMUNG.

  Áfram, Liverpool!!!!!!!!

 17. Swansea hafa verið að missa buxurnar niður á hæla undir lok tímabilsins. Samt vinna þeir sanngjarnan sigur á Liverpool.

  Menn geta flaggað þeirri stemningu sem náðist í bikarkeppnunum í ár. Hins vegar getur maður spurt sig, hvers vegna liðið mætti ekki til leiks í báðum þessum úrslitaleikjum eftir frekar glæsilegan aðdraganda að úrslitaleikjunum báðum?

  Liðið tapar 14 leikjum á tímabilinu og gerir 10 jafntefli eftir gríðarlegar breytingar á leikmannahópnum, þar sem keypt er fyrir 100 milljón pund og selt fyrir 70.

  Liðið skorar 47 mörk í deildinni eða 1,2 að meðaltali í leik og endar með 52 stig í deildinni. Oft höfum við séð það svart en aldrei eins svart og núna.

  Ég efast samt ekki um að fjölmargir póstar verði skrifaðir til varnar kónginum, þrátt fyrir eitt misheppnaðasta comeback knattspyrnusögunnar, og ömurlegasta transfersumar sem sögur fara af þar sem 47 milljón pundum var eytt í eintóman kjúklingaskít. (undanskil þó Coates frá þessum tölum, þar sem engar forsendur eru til að leggja mat á þau kaup).

  Ef sá orðrómur á við rök að styðjast að eigendur liðsins ætli ekki að skera niður launakostnað og sáralitlum fjármunum verði varið til að styrkja liðið. Þá er ég skíthræddur um að Liverpool sé að dragast aftur út.

 18. Guderian. Hvað ertu að segja með að Henry hafi neitað að taka ì hönd Kenny? þetta fór alveg framhjá mér. Er það staðreyndin?

 19. Það var umræða um dægin að við ættum ekki að óska Dalglish burt nema að fá einhvern góðan í staðin, en núna vill ég hann bara burt. Ég er viss um að amma mín mundi standa sig betur en hann. Leikmennirnir mundu allavega ekki þora örðu en að leggja sig 100% fram með hana við stjórnvölin. Ég er orðin svo þreyttur á þessari afsökun með helvítis Van Persi markið. Engin ástæða til að hætta í fótbolta þó að hann hafi skorað þetta mark.

  Daglish mistókst bara næstum allt sem hann gerði, nema þá Carling cup. leikmannakaupin voru skelfileg, þannig að við erum eiginlega búin að taka eitt skref afturábak síðan síðasta sumar.

  Það er orðrómur á teamtalk að Roberto Martinez sé inní myndinni að taka við, mér lýst sæmilega á það, allavega er Hjörfar Hafliða voða hrifinn af honum.
  Draumurinn væri Gardiola eða Klopp, en ólíklegt að þeir nenni að koma til Liverpool þannig að Martinez er kannski það skársta í stöðunni.
  Samt er Wigan þannig lið að það tapar leikjum við minni liðinn en vinna svo öll stóru liðið, eitthvað sem við könnumst við.
  Þannig að kannski er það bara ávísun á sama árangur, vera bara bikarlið.
  Ætla samt ekki að dæma Martinez áður en hann fær kannski starfið.
  Allavega verður að breyta til það er á hreynu!

 20. Ólafur – “neitað” er vissulega ofmælt en ekki tókust þeir í hendur og svipurinn á þeim félögum segir allt sem segja þarf.

 21. Loksins eru þessar hörmungar yfirstaðnar, lélegasta Liverpool lið í hálfa öld nær lélegasta árangri frá því við féllum síðast fyrir 50 og eitthvað árum. Hef fylgst með þessu liði síðan 1976 og hef aldrei séð annað eins. Ég reyni að halda í eitthvað jákvætt þe að þetta geti ekki versnað en verð að viðurkenna að ég er hreinlega ekki viss um að það gerist ekki. Ef eitthvað vit er í þessum eigendum þá sjá menn það, sér í lagi eftir árangur Man City, að það verður að henda helling af pening í liðið til að vinna nú til dags. Liverpool liðið í dag er í þeirri stöðu að það þarf að henda tvöföldum helling til að það eigi einhvern möguleika í framtíðinni á að ná þeim hæðum sem við vorum í. Ef eigendurnir setja ekki fullt af peningum í réttu leikmannakaupin þá verðum við bara að horfast í augu við það að við getum ekki talist til þeirra stóru lengur, verðum þá bara miðlungslið sem getur í mesta falli keppt um 4 sætið og einstaka deildarbikar af og til. Ef núverandi eigendur geta ekki fjármangað þau leikmannakaup sem til þarf þá verða þeir að selja liðið til einhvers sem er nógu fjárhagslega vel stæður til að gera það og þám að fara í að byggja nýjan völl strax, það er algerlega lífsins nauðsynlegt að liðið komast á nýjan og stærri völl til að vera samkeppnishæft ef það á að berjast við þau bestu.
  Þessi staða á liðinu nær ekki nokkurri átt og ætti engum sem stendur að liðinu að vera ásættanleg.
  Eins og veturinn er búinn að vera er nokkuð ljóst að KK er ekki maðurinn til að fara með liðið áfram til hæstu hæða en er tilbúinn að gefa honum séns í eitt tímabil í viðbót en þá verður að fylgja fjármagn, það gildir reyndar líka um ef ákveðið verður að skipta um þjálfara en þá verður að vanda sig og ekki taka hvaða jólasvein sem er.

 22. Þurfum ekki frekari staðfestingu á þessu.
  Nú þarf að taka til á öllum vígstöðvum og moka vel út hjá okkur, enda komnir vel undir meðalmennskuna. Kenny búinn að vera of lengi frá þessu öllu saman og þarf að fara. Enda á að fara að byrja aftur í meðalmennskukaupum eins og t.d. (Rasmus Elm sem öll stórlið í evrópu eru EKKI á eftir) Þurfum að fara að kaupa fótboltamenn í þennan klúbb 5-6 worldclass playera, ekki körfuboltamenn eins og þannan nr.9 sem hleypur hægar en ALLIR í deildinni og svo frv. Þetta er orðið óþolandi fyrir löngu síðan.

 23. Þakka kop-pennum kærlega fyrir veturinn og fyrir frábæra síðu, vonandi búum við Liverpool aðdáendur enn yfir þessum forréttindum (að eiga lang bestu stuðningsmanna síðuna á íslandi) á næsta seasoni.

  Áfram LFC

 24. Að gleðjast yfir því að annað lið hafi unnið titilinn er eins og gleðjast yfir því að einhver annar fullnægði konunni þinni.

  Þetta tímabil var alger hörmung og þaað þarf eitthvað mikið að gerast í sumar, sérstaklega á miðjunni, veit að það er aldrei að fara að gerast en það væri flott að fá 1 hægri kant (Kuyt búinn,Maxi að fara),1 vinstri(Downing flopp), playmaker( Adam ekki að gera sig, shelvey ágætur en hef efasemdir um hann) og mögulega einhvern til að taka við af Gerrard, finnst hann búinn að vera slakur og svo er það aldur sem spilar inní (vill ekki að hann fari bara að hann verði notaður skynsamlega) og annan sóknarmann ef að Suarez og Carrol ná ekki að halda út þetta form sem þeir hafa verið að sýna

 25. Hvað eiga Blackburn, Chelsea og Man City sameignlegt ?

  Jú öll þessi lið hafa unnið ensku deildina með Sykurpöbbum Jack Walker (Blackburn), Roman Abramovich (Chelsea) og Mansour bin Zayed Al Nahyan (Man City)

 26. Ég ætla ekki að segja neitt gáfulegt um þetta tímabil. Þetta er búið að vera mikil vonbrigði, trekk í trekk, og ef menn muni ekki læra af þessu tímabili og koma sterkir tilbaka á því næsta er alveg eins gott að loka búllunni. En til ykkar koppara segi ég, takk fyrir frábærar leikskýrslur og frábæra vefsíðu. Ef að leikmenn Liverpool hefðu sama metnað og þið væri liðið á toppnum og við að fagna titli í dag 🙂 Takk fyrir mig og hafið það gott í sumar 🙂

 27. Það góða við að tapa þessum síðasta leik er það að það auðveldar mönnum að reka Daglish í sumar með góðri samvisku. Minni efi.

 28. Ætlum við að vera eins og sykurpabba liðinn og heimta nýjan þjálfara hvert einasta ár þegar illa gengur, ég segi nei.
  Ég vil gefa Kenny eitt ár í viðbót. Þetta er búið að vera ömurlegt ár og fjandinn það getur ekki versnað meira.

 29. Sá þetta e-s staðar á netinu, er þetta satt?

  6 home wins all season.
  Lowest amount of goals for 21 years.
  Lowest points total for 31 years (when it was 2 points for a win).
  Lowest league finish for 19 years.

 30. Strákar hvað er í gangi þetta gengur ekki lengur. Þetta var síðasti leigurinn og við töpuðum honum.En vonandi gengur næsta leiktíð gangi betur:)
  Y.N.W.A

 31. Þakka síðuhöldurum sömuleiðis frábært framlag í vetur.

  Ég held að næsta tímabil verði okkar tímabil 🙂

  Let the silly season begin …

 32. Þakka ritstjórunum fyrir að halda uppi frábærri síðu í vetur, skemmtilegar og ítarlegar upphitanir og skýrslur, snilldarpodköst og bara almenna snilld.

  Besti leikmaðurinn í vetur fannst mér Skrtl.

  Sá versti var Downing, ekki spurning. 0 mörk og 0 stoðsendingar í deildinni. Konchesky hefði verið betri!

 33. Það er ljótt að segja það en tíminn sem nú er að fara í garð er oftast sá tími á árinu sem manni líður hvað best sem púlara. Þá getur maður látið sig dreyma og haft vonir fyrir næsta tímabili og þarf ekki að svekkja sig á slæmu gengi. Svona hefur þetta verið hjá manni ár eftir ár um nokkurt skeið.

  Ég ætla samt að taka Pollýönnuna á þetta einu sinni enn og hafa trú á næsta tímabili. Í þetta skipti hef ég trú á því að eigendurnir viti hvað þeir eru að gera. Eg hef þá tilfinningu að það sé eitthvað í pípunum sem mun opinberast í sumar. Það er hreinlega útilokað að við séum að fara að mæta til leiks í ágúst öðruvísi en að miklar breytingar hafi átt sér stað á liðinu. Þetta sjá allir.

  Þakka svo fyrir veturinn. Kop.is er svo sannarlega búið að standa fyrir sínu.

 34. Tímabilið er loksins búinn og það var mjög slakt. Ég vil þó halda KD. Það tekur tíma að koma breyta og skila árangri með þeim breytingum sem eru gerðar, sérstaklega eftir að móral liðsins var rústað og ekkert viðhald á liðinu þegar menn voru að eldast og versna sem leikmenn. Breytingar eru í gangi. Ég veit bara ekki um neinn sem væri betur til þess fallinn að halda því starfi áfram eða gera það betur.

  Til þeirra sem segja að KD eigi að vera rekinn fyrir slæm kaup, var það ekki aðallega starf Damien Comolli?

 35. Klinsmann eða einhvern álíka á Anfield, einhvern sem hefur aðdráttarafl, pung og þor til að rífa upp liðið sitt. Ömurlegt gengi liðsins í deildinni er til skammar og sæmir ekki LFC. Ég er ótrúlega svekktur með gengi liðsins í deildinni og bikarleikirnir sýndu alveg að leikmenn LFC gátu lagt sig fram þegar einhver hvati var í gangi.

  Annars var stórkostlegt að sjá í ræktinni fréttaskot að þeir ljósbláu unnu því staðan 20 mín fyrir leikslok vísuðu bara á annað fokkings manjú sigurtímabil. Eina rétta í stöðunni er að fara í ræktina og pústa út óþægindin.

  Ég krefst nýrra tíma, nýs stjóra og meiri metnað leikmanna Liverpool. Ef menn hafa ekki vilja eða áhuga á að spila fyrir okkar lið þá geta þeir farið, það er enginn leikmaður stærri en okkar ástkæra fótboltafélag.

  YNWA!

 36. Jú Óli, Damien Comolli var yfirmaður knattspyrnumála, en eins og KD sagði um daginn, að öll kaup sem gerð hafa verið í hans tíð hefðu verið þeirra samvinna og hann bæri líka ábyrgð.
  Því segi ég að það sé kominn tími á að þessi klúbbur fari nú að stíga út úr þessari fortíðardírkun og stígi inn í nútíðina, og ráði mann sem er af því kaliberi sem þarf til að koma okkur þar sem við eigum að vera. Nr.1

 37. Það er allavega nokkuð ljóst að því að reka KD þarf að fylgja ávísun á leikmenn, eða massíft replacement… annars verður allt vitlaust.

 38. Stewart Downing er verstu kaup í sögu Liverpool, maður sem margir hér voru að dásama framyfir Ashley Young. Annars er ég ánægður með að tímabilinu sé lokið, og ég vona það sé langt í það næsta. Er kominn með nóg af Liverpool í bili. Vonandi tekur KD hausinn útúr ****gatinu á sér og versli inn leikmenn sem sæma okkar liði.

 39. jah Sverrir get ekki verið meira sammála, en til að versla hlýtur að þurfa að losa út ruslakalla eins og t.d.”Shelvey-Carroll-Henderson-Downing-Skrtel-Spearing-Adam-Kuyt-Maxi-Aurélio-Agger” bara svo eitthvað sé nefnt. Stór hluti að þessum mönnum eru á hreint út sagt sturluðum launum hjá okkur og þar með hrikalega erfitt að losna við þessi slitti sem ekkert hafa sýnt í vetur annað en stórkostlegan óstöðugleika.

 40. Jæja! Samstilling varnar, miðju og sóknar er sem kemur fyrst í hugann eftir þetta tímabil eða öllu heldur skort á samstillingu. Liðið er í mótun. Mér finnst að við gætum einnig horft á það sem vel var gert. Þó svo tímabilið hefur verið slakt í deildinni verð ég að viðurkenna að mér finnst sumir hér alltaf vera neikvæðir. Þegar okkur gekk sem verst í deildinni fór það fram hjá fjölmörgum að á því vonda tímabili slóum við út nágranna okkar út úr tveimur bikarkeppnum Sumt er jákvætt, annað ekki en svo virðist að stundum sé aðeins rætt um það neikvæða – það er leiðinleg umræða.

  Miðjan: Ég veit ekki betur en að við höfðum dóminerað miðjuna í mjög mörgum leikjum, sérstaklega þegar Lucas naut við, en einnig eftir það sbr. Arsenal-leikurinn og ekki náð að vinna leikina.

  Sóknin: Við sköpuðum okkur fjölmörg færi og hittum rammann oftar en nokkuð annað lið svo ekki sé talað um mökk hornspyrna! Var miðjan þá vandamálið? Sóknarmenn okkar (þar með miðjumenn svo allrar sanngirni sé gætt) fundu einfaldlega ekki netmöskvana. Ég finnst þó Suarez og Caroll góðir og sé ég þá klárlega sem framtíðarmenn.

  Vörnin: Vorum við ekki lengst af með eina bestu vörnina í deildinni? Reina átti sitt versta tímabil frá því hann hóf að spila fyrir okkur. Þó voru það bara nágrannar okkur sem fengu færri mörk á sig.

  Hvar liggur þá vandinn? Mér finnst hann vera sá að við skorum ekki nægilega mörg mörk! Okkur vantar einn markheppinn mann, einn til viðbótar á miðjuna, sérstaklega þar sem Gerrard hefur dalað og virðist oft meiðast og svo loks einn í vörnina, vinstri bakvörð. Suarez og Carroll drógu sig oft til baka og voru ekki mættir í teginn þegar fyrirgjafir komu, sérstaklega framan af leiktíðinni. Carroll hefur “komið til baka” síðustu leiki en þá hefur miðjan ekki verið að standa sig.

  Getur það verið þegar margt gekk okkur í mót hafi tiltrúin og sigurviljinn einfaldlega dalað? Kannski má kenna Dalglish að hluta um það. Það er miklu auðveldara að mótivera líðið þegar vel gengur. Ég styð að Dalglish verði áfram og vona eftir betra starti á næstu leiktíð og þá er aldrei að vita nema við komust á gott skrið. Mannskapurinn er töluvert betri en árangur leiktíðarinn gefur til kynna.

  Að lokum vil ég þakka þeim sem standa að kop.is kærlega fyrir góða síðu.

  Áfram Liverpool. YNWA. Yashin

 41. Dossena var algjört rusl ekki satt?
  FT
  Napoli
  2 – 1
  Siena

  2′ Andrea Dossena 1 – 0
  6′ 1 – 1 Mattia Destro
  34′ Andrea Dossena 2 – 1
  Report | Match Stats | GameCast | Commentary

 42. Árangur leiktíðarinnar er út af mannskapnum og manninum í brúnni.Tölurnar segja allt sem þarf að segja. Ég er allavega með það á hreinu að ef t.d.Roy Hodgson væri með þennan árangur hjá okkur,þá væri verið að klára að smíða gálgann fyrir utan Anfield í þessum töluðu 🙂

 43. Það hefði verið gaman að sjá hvað Benitez hefði gert undir nýjum eigendum.

  Annars er ég mjög sáttur við að Man City varð meistari í dag. Þvílíkur leikur!
  Það er fullt af góðum leikmönnum í Man City og þeir kosta peninga. Enska deildin er betri vegna þess að menn eru tilbúnir að fjárfesta í ensku liðunum.

  Við spilum betur á næsta ári. Ekki alltaf lausn að reka þjálfarann eins og sást með Benitez og Hodgson.

  Gleðilegt EM sumar.

 44. Ég er feginn að þessu tímabili er lokið. Það var svo margt sem fór úrskeiðis hjá okkur á þessu tímabili. Síðustu tvö tímabil hafa einkennst af miklu mótlæti og rugli. Þetta hefur haft mjög slæm áhrif á geðheilsu mína, þar sem ég hálfpartinn kvíði því í hvert einasta skipti sem Liverpool eiga að spila. Já, ég segi það satt að ég er orðinn hræddur við að Liverpool tapi. Þetta er tilfinning sem ég hafði síðast í brjósti mér þegar Greame nokkur Souness var við stjórnvölinn.

  Þegar ég skrifa þessar línur, þá verður mér óglatt við hugsa um stigatöfluna. Í upphafi árs 2011 var Kenny Dalglish ráðinn sem stjóri Liverpool. Ég gladdist í hjarta mínu yfir því að kóngurinn væri kominn á þann stað sem hann átti að vera á og hefði átt að vera á öll þessi ár. Í staðinn höfum við verið með Souness (misskilinn gaur), Evans (góður gaur), Houllier (klassagaur), Benitez (fagmaður), Hodgson (óskiljanlegur gaur) og síðan Dalglish. Það sem ég elska við Dalglish er það sem er kannski hans akkilesarhæll. Hann er svo stórt númer hjá klúbbnum og í fótboltanum almennt. Hann er stærsta númerið hjá klúbbnum fyrr og síðar. Þess vegna er eiginlega ekki hægt að reka hann. Ég gæti ekki rekið hann. Aldrei!

  Hvort sem okkur líkar betur eða verr, þá held ég að við sitjum uppi með hann (Fyrirgefiði mér orðbragðið). Kannski hef ég rangt fyrir mér.

  Ég þakka kop.is sérstaklega vel fyrir að halda uppi þessarri síðu. Þetta er (oftast) málefnanleg umræða um Liverpool og fótboltann. Það má heldur ekki gleyma því að snillingarnir sem standa að þessarri síðu hafa oft þurft að skrifa erfiðar leikskýrslur og tjá skoðanir sínar í misglaðlegum poddköstum.

  Við sem höldum með Liverpool skulum hefja okkur yfir skítkast og að gleðjast yfir óförum annarra. Nóg eigum við með ófarir okkar manna um þessar mundir. Ég var sérstaklega ánægður með málflutning Kristjáns Atla (held ég fari rétt með það að hann hafi verið mest áberandi) í Suarez-Evra málinu. Það mál var erfitt fyrir okkur alla og mig minnir að sá ágæti maður hafi talað mjög málefnanlega um þetta og á sanngjarnan hátt.

  You’ll never walk alone

 45. FOKK!! var að vonast til þess að þeir myndu að minnsta kosti klára tímabilið á jákvæðum nótum.

 46. Ég verð að viðurkenna að ég fæ sting í hjartað þegar ég les sum commentin hérna.
  Ég pikka sérstaklega eitt út:

  43

  en til að versla hlýtur að þurfa að losa út ruslakalla eins og t.d.”Shelvey-Carroll-Henderson-Downing-Skrtel-Spearing-Adam-Kuyt-Maxi-Aurélio-Agger” bara svo eitthvað sé nefnt

  Eru stuðningsmenn virkilega þetta veruleikafirtir? Það eru þarna leikmenn sem mega missa sig eins og Maxi, Aurelio og Spearing að mínu mati en að voga sér að nefna menn eins og Skrtel og Agger finnst mér vera guðlast. Við erum alls ekki að fá á okkur gífurlega mörg mörk. Skrtel og Agger hafa verið frábærir þegar þeir hafa verið saman. Það sjá það allir að markaskorunin hefur verið vandamálið. Blackburn skorar meira segja einu marki fleira en við. Hefðum við verið skorað svipað mikið og liðin sem eru á svipuðu caliberi værum við að berjast um 5-3 sæti.

  Ég held að reka Dalglish verði ekki lausnin sem við erum að leita að nema við ráðum þjálfara sem er hugsaður til lengri tíma og telst mjög hæfur. Í frekar langan tíma hefur stöðugleiki verið það sem vantar. Sjáið árið sem við lendum í öðru sæti en fyrir það tímabil kaupum við lítið sem ekki neitt merkilegt. Jú við kaupum Robbie Keane og Riera en það voru ekki leikmenn sem sáu um að koma liðinu upp í annað sætið. Ég tel að það hafi verið stöðugleikinn sem fólst í að vera með lið sem hafði fengið að spila saman.

  Fyrir næsta tímabil verðum við að vera sniðugir. Ef við fáum 35 millur eins og talað hefur verið um verðum við að kaupa rétt. Við eigum að stilla upp liðinu eins og við sjáum það sem best. Í dag er ég sáttur með liði sem hljómar svona:

  Mark: Reina
  Vörn: Johnson, Agger, Skrtel, Enrique/??
  Miðja: Henderson, Lucas, Gerrard
  vængmenn: Downing, Suarez
  Senter: Carroll.

  Að mínu mati verðum við að kaupa miðjumann sem getur verið meiri attacking midfielder eins og Gerrard var. Ég vil ekki vera týpiskur Íslendingur og segja mann eins og Gylfa en samt. Einhver sem hefur góða sýn á leikinn og er fínn spyrnumaður. Í þann leikmann mega fara peningar. Svo þurfum við annan vinstri bak ef Enrique skyldi verða aftur jafn hræðilegur og hann var eftir áramót. Við sáum það fyrir áramót að það býr margt í honum. Draumur væri maður eins og Baines en ég tel það ólíklegt.
  Svo finnst mér að við þurfum að vera sniðugir. Horfa til liða sem eiga fína leikmenn en þeir eru ekki að fá að spila. Adebayor var t.d. þannig leikmaður. Higuain er annar. Þetta eru leikmenn sem geta komið og verið að berjast um senter sætið en þurfa ekki að vera alltaf að spila. Svo getum við haft unga og efnilega stráka sem banka upp á stöðurnar ef þeir sem eru annar valkostur eru ekki að spila vel eða geta ekki spilað. Við þurfum að fara sýna akademíuni meiri áhuga. Þessir leikmenn sem ég ræddi um fyrr eru til staðar.

  Ég trúi enn að það búi e-ð í Downing. Mér finnst hann og Henderson hafa verið dæmdir alltof mikið út frá tölfræði en ekki það að fólk hafið verið að horfa á leikina. Ég er t.d. viss um að ef litið væri á það hversu margir boltar Downing hefur sett fyrir en framherjinn okkar klúðraði ótrúlegu færi þá væri Downing með svona 7 assist. Ef hann hefði skorað í þeim skotum þar sem hann hefur verið virkilega óheppinn væri hann með í kringum 4 mörk.
  Og að Henderson. Í seinustu leikjum hefur hann staðið sig vel og það var eiginlega ekki fyrr en hann fékk að fara í sína náttúrulegu stöðu á miðjuni. Dalglish var alltof mikið í mun að nota kaupin hans þannig hann skellti honum bara á kantinn þrátt fyrir að hann sé enginn kantmaður.

  En ég horfi spenntur á sumarið og vonandi að Dalglish geti fundið leikmenn sem stoppa í þau göt þar sem virkilega vantar.
  Annars þakka ég öllum á kop.is fyrir veturinn. Hlakka til að fá upplýsingar um sumarið beint í æð hérna og ræða um möguleg kaup og sölur.

 47. ertu sáttur við 7 assist fyrir 20 milljónir punda ?? annars væri það yfir meðaltali hans í deild sem er í kringum 4 assist á ári, er það ekki til fullmikils ætlast ?

 48. Raven, hvað er þetta maður við kláruðum þetta á jákvæðu nótunum, fengum bara á okkur eitt og enduðum fyrir ofan stórlið Fulham. Og svo er til fólk sem telur að liðið sé frábært og sendi boltann vel á milli sín og leggji gríðarlega á sig í hverjum einasta leik. jahh KD segir þetta allavega í hverju einasta viðtali eftir leik sama hvernig hann fór, alltaf mjög ánægður með vinnuframlag sinna manna´. Ótrúlegt!

 49. Birgir Örn,
  ég veit ekki með þig en ég er í það minnsta kominn með nóg af meðalmennskunni hjá þessum leikmönnum í þessum risaklúbbi,og þetta lið
  Mark: Reina
  Vörn: Johnson, Agger, Skrtel, Enrique Miðja: Henderson, Lucas, Gerrard
  vængmenn: Downing, Suarez
  Senter: Carroll.
  endaði í áttunda sæti í deildinni og eru búnir að sýna fram á sín gæði að mínu mati.

 50. það er einmitt þessi Dalglish rómantík sem er stórvarasöm

  Newcastle aðdáendur vilja meina að Dalglish sé stjórinn sem rústaði hinu frábæra Newcastle liði sem Keegan hafði byggt upp. Undir stjórn Dalglish endaði Newcastle liðið í 13 sæti, eftir að hafa náð öðru sæti með Keegan árinu áður. Dalglish kaupir leikmenn eins og Ian Rush, John Barnes og Stuart Pearce og selur Peter Beardsley, Les Ferdinand og David Ginola. Skemmst er frá því að segja að Dalglish var rekinn eftir 20 mánuði í starfi.

  Eftir stutt tímabil með Celtic í Skotlandi er samningur Dalglish keyptur upp.

  Siðan var hann á golfvellinum í áratug.

  Vissulega náði Dalglish frábærum árangri á sínu fyrra tímabili með Liverpool og síðar með Blackburn. Samt ber að hafa í huga að hann fær langbesta lið á Englandi upp í hendurnar þegar hann tekur við LFC í fyrra skipti og hjá Blackburn hafði hann álík forréttindi og Mancini hjá City í dag. Sumir myndu kalla þetta ákveðið forskot.

  Álíka rómatík finnst mér einkenna Gerrard og Carragher sem báðir hafa verið skugginn af sjálfum sér í þrjú ár. Þeir eru með launahæstu leikmönnum deildarinnar og að flestra mati sálin í þessu Liverpool liði. Er kannski kominn tími á þá báða líka?

  Hvað skyldu Henry og co vera að hugsa? Menn sem vissu ekki hvað knattspyrna var, þegar Dalglish var og hét.

 51. Ég er ánægður með innleggið frá Megaz..

  Er að hugsa það sama.

  Kenny er ekki góður stjóri og sagan sýnir það.

  Burt með hann!

 52. Bara hafa þetta stutt, þetta var frekar lélegur leikur, Liv var oftast betra liðið á tímabilinu en skoruðu ekki vegna rammaskota sem gefa ekkert og ekki er það KD að kenna, heldur leikmönnum eingöngu. SJÁUMST EÐA HEYRUMST.

 53. 54 Heiðar

  Vil byrja á því að þakka þér fyrir nefna mig rangt.

  En ég hef ekki haft gaman af þessu tímabili frekar en einhver annar Liverpool maður en það sem ég er að segja er að mín skoðun sé sú að stöðugleikinn gæti skilið okkur meira. Við verðum að vera raunsæir og horfast í augu við að við höfum hvorki fjármagn eða meistaradeildarsæti til að bjóða í drauma mennina sem okkur langar í sbr. Hazard, Cavani og fleiri.

  Mér finnst einnig fráleitt að heyra einhvern tala um meðalmennsku og síðan er horft til varnarinnar. Og já þetta lið skilaði okkur 8 sæti í ár en ég trúi að með heilt tímabil á bakinu og með auknum stöðugleika getur liðið getur betur á næsta ára. Ég hef oft sagt þetta og held áfram að segja þetta að ef hlustað væri að svona stuðningsmenn þá værum við að skipta um hálft liðið eftir hvert tímabil og engin fengi séns. Við ættum í dag engan Lucas og jafnvel engan Skrtel. Carroll væri í farinn og fleiri leikmenn hefðu aldrei fengið að sanna sig.

  Sú skipti sem varð á liðinu í fyrra var ótrúleg. Það var hreinsað burtu þvílíkt og nýtt starf hófst. Það að endurbyggja lið upp eins og mér finnst vera í gangi tekur tíma. Getið horft til City. Þegar eigendurnir komu með sínar millur fyrir nokkrum árum síðan gerðist ekkert. Þeir hafa treyst á Mancini og haldið sig við sitt plan og það skilaði FA cup í fyrra og PL í dag. Ég veit að við eigum ekki eigendur sem eru með ólíu aur bakvið sig en þetta tekur allt saman tíma!

 54. nr 57

  “Kenny er ekki góður stjóri og sagan sýnir það.”

  Væntanlega er þetta írónía, en merkilegt hvað allir eru gjarnir á að vitna í söguna þegar talið berst að Dalglish.

  Dalglish og auðævi Jack Walkers geria Blackburn að meisturum árið 1995. 17 ár er langur tími í fótbolta. T.d. var Dennis Bergkamp þá ekki kominn í Ensku deildinna. Sumarið 1995 kemur holskefla erlendra leikmanna til Englands og byltir deildinni.

  Síðan þá má skoða árangur Dalglish með Newcastle og í vetur með Liverpool og spyrja hvort Dalglish hafi þróast samhliða EPL.

  En sagan. Frábær árangur hjá Kenny 1985-90. T.d. hefur Alex Ferguson talað um að þegar hann tekur við Manch. árið 1986 að þá hafi hann þurft að taka á gríðarlegum áfengis og agavandamálum í herbúðum liðsins. Tímarnir breytast.

 55. Megaz Dalglish þurfti að ráðast í gagngerar breytingar á Liverpool liðinu þegar hann tók við því. Þannig að það er ekki eins og hann hafi fengið hóp af leikmönnum á besta aldrei og hann þurfti bara að stilla þeim upp. Hann hélt við sigurliðinu og gerði að sínu. Það er það sem menn horfa til þegar þeir tala um glæsta fortíð Dalglish sem stjóra.
  Það var líka hann sem endaði með Newcastle liðið í öðru sæti. Keegan hafði reyndar gert það árið áður líka. Hann tók við því í janúar. Svo má vissulega efast um ákvarðanir hans, sér í lagi þá að selja David Ginola.
  Hann tok við Blackburn í annari deildinni og kom þeim í fjórða sætið árið á eftir, svo þriðja að mig minnir áður en hann vann titilinn. Þarna var btw utd. t.d. ekki með slakt lið.
  En það þarf vissulega að setjast niður eftir tímabilið og meta hvað er rétt að gera. Ég segi það sama og ég sagið þegar umræðan um Benitez stóð sem hæðst. Ef það er til betri stjóri, hann er á lausu og vill þjálfa Liverpool þá er það sjálfsagt mál. En að láta stjórann fara og ætla síðan að spá í hver á að taka við er arfavitlaus hugmyndafræði sem ber ekki mikinn vott um framsýni. Persónulega myndi ég vilja sjá KKD fá eitt tímabil til viðbótar.

 56. nr. 59

  “Sú skipti sem varð á liðinu í fyrra var ótrúleg. Það var hreinsað burtu þvílíkt og nýtt starf hófst.”

  Hvað var svona ótrúlegt? Sú bylting sem varð eftir að hafa skipt Meireles út fyrir Carlie Adam. Joe Cole út fyrir Suart Downing?

  Þvílíkt nýtt starf? Ertu þá að vísa í Comolli og undrabörnin sem hann fann í fyrra?

  Jæja ágætt að einhverjir hafi trú á því að liðið sé á réttri leið í uppbyggingunni og noti sér samanburðinn við Mancini og Man City til rökstuðnings. Minni á að við höfnuðum 37 stigum á eftir Manchester liðunum.

 57. nr. 61
  “Dalglish þurfti að ráðast í gagngerar breytingar á Liverpool liðinu þegar hann tók við því.”

  Og þær breytingar hafa verið kostnaðarsamar vegna þess að leikmennirnir sem hann hefur fengið til liðsins hafa floppað.

  Væri svosem ágætt að líta á stigatöfluna, þó taflan sé svört þá talar hún sýnu máli.

  Að mínu mati er þetta enginn árangur til að byggja á.

 58. Sælir fótboltaáhugamenn. Ég vil þakka síðuhöldurum fyrir frábæra stuðningsmannasíðu og ykkur L´pool fans fyrir málefnalegar umræður oft á tíðum. Og áður en ég byrja að kvarta, þá skil ég það að mönnum hérna finnist gaman að United hafi tapað titlinum á lokamínútunum. Rígurinn á milli liða okkar gerir það að verkum. En að því sögðu þá vil ég bendaá nokkra punkta. United voru tveimur mínútum frá að vinna titillinn. Tæpara gat það ekki verið, og hentum við honum frá okkur, með t.d. jafntefli á móti hinum bestu vinum ykkar, Everton. Þeir enduðu fyrir ofan ykkur. Þannig ég spyr ykkur, hvort er betra, að Everton hafi endað fyrir ofan ykkur, eða að þeir hafi unnið titilinn fyrir City? Ég er ekki að vera með neitt diss, ég skil alveg að ykkur finnist gaman að þessu. En að fagna því að annað lið vinni en það lið sem maður heldur sjálfur með, ber vott um að liðið manns sé alls ekki nógu gott. Ég geri mér grein fyrir því að Liverpool endaði með titil á þessu ári. Ef sá titill er nóg til að fullnægja þörfum ykkar sem stóveldisins sem Liverpool er, þá gott og vel. Stuðningsmenn á mínum aldri, sem sáu þá vinna allt, alltaf, munu svara þessu neitandi. Liverpool, með alla þeirra sögu og titla, eiga að vera að berjast um deildina á hverju ári í stað þess að vona að önnur lið vinni titilinn af United. Að lokum, City er komið til að vera. Þeir hafa endalaust fjármagn, og núna eru þeir byrjaðir að vinna titla, sem laðar að fleiri stjörnur. Unitd liðið mitt, er eina liðið sem veitti þeim samkeppni þetta árið. Og ef það var erfitt og leiðinlegt að berjast við okkur, því við vorum að vinna mikið síðustu ár, hversu erfitt verður að berjast við bæði okkur og City næstu árin? Ég held því að þið séuð að fagna af röngum ástæðum, þið eruð í raun að fagna því að nú er enn lengra í næsta PL titil ykkar. Kv. tapsár, en raunsær United maður. Gangi ykkur vel næsta tímabil, og ég vona innilega að ykkar lið með alla ykkar sögu, gangibetur næst og náið í alla þá leikmenn sem þið viljið, liðsins og sögunnar vegna, en ekki peninganna vegna. Sorry samt með langlokuna.

 59. Kenny á að vera áfram – 5 ástæður
  1. Hvar er þolinmæði manna???
  Ferguson fékk á sínum tíma nokkur ár til að byggja upp sitt lið og var á tímabili í fallhættu ef ég man rétt?
  Viljum við vera í hópi með RM og Chelsea sem skipta um þjálfara hægri vinstri? Að mínu mati er algerlega óraunhæft að ætlast til þess að vinna deildina á svo skömmum tíma. 1 bikar og bikarúrslit er ekki fráleitur árangur miðað við það sem á undan er gengið – vitanlega undir væntingum (miðað við titlasögu liðsins) en ekki alslæmt. Deildin er ekki upphaf og endir árangurs, þó svo það sé það sem allir vilja vinna.
  2. FSC
  Það eru eflaust margir búnir að lesa um það hvað gekk á í stjórnarherbergjum þegar Benitez stýrði liðinu. (ekki það að ég vilji fá hann aftur, þoldi hann ekki, en er farinn að trúa því að hann hafi í raun unnið kraftaverk með liðið miðað við aðstæður hjá klúbbnum þegar hann var þar) Við vitum lítið sem ekkert hvað hefur gengið á í vetur. Eitt vitum við þó, að FSC vissu ekkert um fótbolta (soccer) áður en þeir keyptu liðið – hversu traustvekjandi er það?
  3. Peningar
  FSC eru ekki að setja neinar fúlgur í liðið, annað en Man City og Chelsea. Sú staðreynd að við erum ekki með sömu sjóði og „heitustu“ liðin þýðir að við verðum að vera með baklandið extra traust og alla umgjörð alveg tipp topp – þannig hefur það engan vegin verið undanfarið. Kenny þekkir betur en flestir „Liverpool way“ það er sagan okkar og það er það sem við viljum fá aftur.
  4. Nýjir leikmenn – þolinmæði
  Comolli var fenginn til að kaupa leikmenn, nú er búið að reka hann. Honum voru á sínum tíma eignuð bestu kaup Spurs en samt sem áður látinn fara þaðan við misjafnan orðstýr. Hann var fenginn til Liverpool tveimur mánuðum áður en Kenny kom og á því væntanlega stærstan heiðurinn af Suarez og Carroll. Kenny hefur hins vegar lýst því yfir að hann beri jafna ábyrgð á öllum kaupum félagsins frá því hann var gerður að stjóra. Sjálfur trúi ég því að Kenny sé með þessu að axla „sína“ ábyrgð eins og sönnum heiðursmanni sæmir. Ég er mjög misjafnlega hrifinn af nýju mönnunum en tel þó að miðað við allt og allt eigi sumir þeirra eftir að sanna sig betur. Það er einfaldlega ekki hægt að ætlast til þess að menn falli inn í lið 1,2 og 3. Það eru þó tveir leikmenn sem mér finnast klárlega vonbrigði en það eru Downing og Enrique. Enrique er að mínu mati af sama kaliberi og Riise. Riise er að mínu mati einn takmarkaðasti leikmaður sem hefur klæðst rauðu peysunni. Riise er þó samviskusamur og duglegur, líkt og Kuyt – eiginleiki sem margir stjóra horfa mikið til.
  Leikmenn eins og Henderson, Carroll og fleiri verða að mínu mati að fá meiri tíma. Þetta eru ungir leikmenn sem hafa spilað stórt hlutverk í U21 liði Englands og verða að fá tíma. Það er ekki hægt að ætlast til þess að þeir blómstri á fyrsta tímabili.
  Kenny kynnti okkur fyrir Flanno og Kelly og Spearing sem mér finnast allir hafa átt mjög góða spretti en vissulega gert sín mistök. Við þurfum að hafa Liverpool blóð í liðinu í bland við aðkeypta.
  5. Eldri leikmenn
  Carra og Gerrard eru búnir.
  Ég sagði fyrir 3 árum að Carra var útbrunninn og sennilega áttu Skrtel og Agger að leysa hann af hólmi þá en meiðsli þeirra til skiptis gerði það að verkum að hann hélt stöðu sinni fram á þetta season. Coates lofar góðu en líklega vantar okkur annan þar, sérstaklega ef Skrtel er að fara…?
  Við erum fínir í hægri bakk en vinstri bakk er rugl hjá okkur. Við höfum reyndar látið fína vinstri bakk fara undanfarin ár, Warnock, Insua, Dossena… Kannski ekki á heimsmælikvarða, en allir 1000 betri en Enrique og Riise til samans.
  Gerrard þarf að fara úr liðinu – Þetta er væntanlega guðlast í augum flestra. En við áttum að selja hann þegar hann vildi fara til Chelsea á sínum tíma. Hann er of stór fyrir liðið. Ekki misskilja mig hann er frábær leikmaður, hefur gefið okkur ótrúleg mörk, ótrúlegar stoðsendingar, ótrúlegan kraft en nú er tími hans liðinn og liðið spilar betur án hans en með honum (og hefur gert of lengi).
  Lucas er orðinn of mikilvægur þessu liði. Leikmaður sem var drullað yfir (ég taldi reyndar alltaf að hann þyrfti meiri tíma). Svo meiðist hann og liðið hrynur í kjölfarið. Vörnin og akkerið dettur út. Adam nær svo að stíga upp nokkrum vikum síðar en meiðist svo og þá er botninn endanlega farinn úr liðinu. Henderson ekki tilbúinn og Gerrard meiddur eða nær ekki að eiga stjörnuleiki.
  Framundan er því vesen með miðjuna – hver vildi ekki fá Alonso, Gerrard og Mascherano aftur? Við þurfum þannið miðju á ný – erum bara með Lucas. Veit ekki með Adam og Hendo…? Hvað þá þegar 2 þeirra eru meiddir. Shelvey er „promising“ að mínu mati en spurningamerki.
  Kantmenn – af hverju er Maxi ekki notaður? Bellamy er frábær en en ekki maður í að spila 90 mín í hverri viku. Kuyt þarf að fara, frábær kraftur og djöfulganginn vantar ekki. En ef ég væri með sama úthald og hann, gæti ég gert jafn mikið fyrir liðið. Ekkert auga, engin tækni, lélgar sendingar en slysast einstöku sinnum á að pota boltanum yfir marklínuna.
  Suarez og Carroll líta mjög vel út en okkur vantar meira bit í sóknina, hvort sem það eru sókndjarfir kantmenn (Maxi, David silva style) eða baneitraða sluttara sem hvorki Suarez né Carroll eru.
  Svo reyndar grunar mig að við séum að fara að missa Reina í sumar – e-ð sem segir mér það…?
  Summary – liðið vantar:
  Stöðugleika í stjórnun liðsins
  (markmann)
  Vinstri bakk og sennilega miðvörð
  Miðjumenn 2x
  Kantmenn 2x
  Eitraðan slúttara
  Liðið má missa:
  Enrique, Kuyt, Downing (ég hef mínar efasemdir um Adam)

 60. Annað – hættum að drulla yfir Torres, hann gaf okkur bestu stundir síðasta áratugar, magnaður leikmaður. Hann skildi við liðið á leiðinlegum tímapunkti og ekki með meiriháttar reisn. Hver(t) ykkar myndi ekki skipta um vinnu ef að ykkur biðist hærri laun, betri staður (London vs Liverpool) meiri líkur á bónusum (titlar) hjá fyrirtæki með “traustan eiganda” vs fyrirtæki þar sem öll yfirstjórn væri í fullkomnu rugli. Þessu til viðbótar að hafa nánast misst af HM vegna of mikils álags í síðustu leikjum tímabilsins fyrir HM, þar sem Liverpool var að rembast við að ná CL sæti.

 61. @Siggi United maður.

  Ég held að þú þurfir bara að lesa ummælin hérna til að sjá að það er enginn Liverpool maður sáttur við tímabilið þrátt fyrir eina dollu, laaaangt frá því.
  Ég vil svo bara benda á að annar klúbbur sem hefur ótakmarkað fé milli handa er búinn að vera í tómu bulli undanfarin tímabil.

  City eru eflaust komnir til að vera, en þeir eru ekki og munu ekki verða ósigrandi, ekki frekar en Chelsea.

 62. Kiljan (#66) segir:

  Annað – hættum að drulla yfir Torres, hann gaf okkur bestu stundir síðasta áratugar, magnaður leikmaður

  Torres var hvergi nærri í Istanbúl ’05 eða Cardiff ’06 og hann vann ekki þrennuna ’01. Frábær leikmaður en um leið og hallaði á hjá liðinu hugsaði hann meira um eigið rassgat. Við höldum upp á haug leikmanna meira en Torres af sömu ástæðu og við höldum meira upp á Gerrard, Carra, Hamann, Hyypiä og fleiri en Owen. Owen og Torres hugsuðu um sjálfa sig, hinir hugsuðu um Liverpool og uppskáru eftir því. Istanbúl og Cardiff.

 63. Smá innlegg í umræðuna. Ég las í gær að frá því ullarhattarnir keyptu City hafa þeir eytt sem nemur 930 milljónum punda í liðið og umgjörðina. Níuhundruð og þrjátíu milljónum punda – segi ég og skrifa. Það eru 26 Carrollar og 19 Torresar til að setja upphæðina í samhengi.

  Liverpool eyddi nettó 2,5 milljónum punda frá 2007 til 2011.

  Og svo eru menn hissa á árangrinum hjá Liverpool.

  Einhversstaðar stendur að þú verðir að eyða peningum til að græða peninga.
  Liverpool er ekki að fara að gera neitt næstu árin nema veruleg innspýting af fjármagni komi til – horfum bara blákalt á það….

 64. Jæja gott að þetta tímabil er búið. Þetta er nú búið vera meiri hörmunginn þessi deildarkeppni.

  Mig langar samt að koma með einn punkt inn í þessa “sykurpabba” umræðu. Hvernig er það með þessar nýju reglur, financial fairplay eða hvað sem þetta heitir? Hvenær taka þær gildi? Verður það nokkuð hægt í sumar að spreða langt umfram hagnað? Eru menn kannski hættir við þessar reglur, því mér finnst öll umræða um þetta hafa snarhætt, og menn tala bara eins og það sé hægt að sprauta endalaust af peningum í liðið. Veit einhver hvernig staðan á þessu er? Ef að John Henry vildi eyða 200 milljónum punda í liðið í sumar, má hann það útaf þessum reglum?

 65. Podcast framundan þar sem við ræðum hlutina væntanlega töluvert. Langar samt að benda á eitt nú þegar.

  Eftir veturinn stendur eftir ein staðreynd sem argar á okkur og er í raun eina ástæða þess hversu ömurlegt tímabilið er. Ef við horfum á töfulna þá er LFC í þriðja sæti í deildinni yfir sigurleiki á útivöllum, á eftir Manchesterliðunum. Fann ekki awaytöflu í heild en sýnist við vera í CL sæti ef bara útileikir eru taldir. Flottur árangur í bikarkeppnum – því verður varla neitað.

  En það er vandræðalega lélegt gengi okkar á Anfield sem verður okkur að falli, bara hvernig sem við reynum að fela það þá tekst það ekki. Í vetur náðum við ekki að klára ótal leiki á heimavelli sem við hefðum átt að gera og það er næsta skref sem liðið verður að taka. Við verðum að búa okkur til heimavöll þar sem við vinnum 85% leikjanna okkar og það finnst mér verða að vera í fyrsta sæti í kaupum sumarsins.

  Ég reyndar er á því að ef að Carroll og Suarez verða í sama gírnum í ágúst og þeir hafa verið í vor, auk þess að Lucas komi heill til leiks séum við töluvert líklegri í haust en við vorum í október í fyrra. En styrkingin þarf að verða í sóknarleiknum að öðru leyti. Bellamy, Kuyt og Maxi hafa ekki sannfært mig um neitt núna í vor og Downing auðvitað situr með heilt tímabil án marks eða stoðsendingar þó ég telji enn vera möguleika á að hann nýtist, en þá með meiri gæðum.

  Að auki finnst mér ekki hægt að horfa framhjá því að ekkert hefur komið sóknarlega frá vinstri bakvarðarstöðunni okkar frá áramótum og það hefur veikt okkar málstað verulega. Ógnin frá vængjunum hefur verið slök og í leikjum á Anfield hafa liðin bara lagst til baka, þétt miðjupakkann sinn og trekk í trekk klárað leiki með jafntefli (áður en Lucas meiddist) og síðan sigrum þegar “sópið” á miðjunni var lélegt.

  Hin spurningin verður svo hvaða leikmenn við getum keypt sem styrkja okkur í þessum stöðum? City stimplaði sig inn sem risalið í gær og það voru mjög blendnar tilfinningar í gærkvöldi, gleði að United náði ekki no. 20 en það er ljóst að með því að vinna enska titilinn mun verða auðveldara fyrir City að fá leikmenn. Í dag veðja ég á að Van Persie t.d. fari til vina sinna á Etihad.

  Ég held t.d. að við getum bara gleymt Hazard, hann mun spila fyrir City. En það er ekki bara City. Það sjá allir í dag að Fair Play reglurnar í fjármálunum eru hriplekar, og Roman mun fara í víking í sumar. Hann mun væntanlega sleppa frá sér leikmönnum sem hann ekki vill nota og í staðinn kaupa stórstjörnur. Ég held að hann byrji á Cavani og Lavezzi, en líka reyna við Van Persie og jafnvel nöfn eins og Ribery og Ronaldo. Meistaradeildarsigur mun tryggja honum töluvert góða stöðu en ef það klikkar fer hann bara í ofurlaunapakkann.

  United og Arsenal eru í annarri stöðu, lið sem þurfa að taka fjármagn úr rekstrinum og ná að gera það, misjafnlega mikið þó. Lið með mikla sögu og Meistaradeildarsæti sem mun skipta máli fyrir einhverja leikmenn næsta sumar, alveg eins og var hjá Clichy, Jones og Young í fyrra.

  Eftir stendur að við þurfum að styrkja liðið okkar í sóknarstöðunum og til þess þarf fyrst og fremst að eiga fullt af peningum. FSG keypti Liverpool til að taka þátt í markaði samkvæmt “Fair Play” – sem virðist einfaldlega prumpureglur og nú er stóra spurningin hvernig þeir munu bregðast við því.

  Því málið snýst um það að ef mann langar að verða meistari fljótlega þá þarf maður að borga.

  Í fyrrasumar keyptu City leikmenn fyrir 80 milljónir punda, eftir að hafa verið í toppbaráttu og unnið FA cup. Það skilaði þeim titlinum.

  Ef að maður á að trúa því að budget LFC sé 20 milljónir punda þá hlýtur öllum að vera ljóst að það er bara ekkert í stöðunni sem segir að þar felist sú upphæð sem mun verða til þess að við förum í einhvern titilslag, heldur er þá bara verið að taka eitt skref í einu.

  Svo að í dag er ég að horfa fast til þess hvað FSG ætla sér að gera. Ég vill fara að heyra frá þeim um völlinn okkar og síðan verða þeir að átta sig á því að ef þeir ætla í CL haustið 2013 þurfa þeir að ná sér í þrjá leikmenn í hæsta gæðaflokki, sem þurfa þann helsta eiginleika að skapa og skora mörk.

 66. Ég tékkaði á Statto.com og þetta er því miður ekki alveg rétt, Maggi. Við erum með 8. besta útivallarárangurinn í deildinni í vetur (25 stig, jafn mörg og Chelsea) en svo erum við með 12. besta árangurinn á heimavelli (27 stig, 12 stigum minna en Chelsea). Þannig að 9. sæti er bara nokkuð sanngjörn staða okkar miðað við gengi á bæði heima- og útivöllum.

  Við getum orðað það þannig að 25 stig af 57 mögulegum á útivelli er lélegt en 27 stig af 57 mögulegum á heimavelli er skandall. Og í því felst klúður vetrarins. Þetta lið vann aldrei nema 2 leiki í röð mest í deildinni, skoraði aðeins tvisvar 3 mörk eða fleiri í leik og skeit á sig á heimavelli.

 67. Mig langar að þakka fyrir veturinn.
  Kop.is er einfaldlega heimsins besta stuðningsmannasíða – staðfest!

  Að öðru.
  Þegar maður les í gegnum kommentin hér að ofan, þá virðist sem svo að mun fleiri vilji Kenny í burtu en þeir sem vilja halda honum. Þó eru allnokkrir sem standa með Kónginum og hafa trú á honum til betri árangurs.

  Mig langar því að biðja stjórnendur þessa stórkostlega vefsamfélags um að setja inn könnun og leyfa henni að vera í nokkra daga – með eftirfarandi spurningu:
  Vilja menn hafa Kenny áfram eða ekki?
  Eða jafnvel; hver á að vera manager á næsta tímabili? – og slá upp nokkrum möguleikum að Kónginum meðtöldum.

  Enn og aftur, takk fyrir frábæra síðu!

 68. Takk fyrir þetta Kristján.

  Barry Horne var að lýsa í gær og fyrir leik talaði hann um að Liverpool væri í þriðja sæti yfir sigraða leiki í úrvalsdeildinni og ætti möguleika á að enda tímabilið með þrðja besta útivallarárangurinn. Sem ég sé núna á statto að hefði orðið að vera með sigri. Og með útisigri í gær fór Arsenal yfir okkur í útisigrum svo við endum í fjórða sæti þar en í því áttunda í stigum, 2 á eftir Arsenal í þriðja sæti.

  En það breytir ekki skoðun minni með það að stóri vandinn er ömurlegt heimavallarform og á því þarf að gera bragarbót.

  Annað sem Horne sagði sem mér fannst athyglisvert. Það var þegar var verið að tala um að Liverpool gæti náð sínum versta árangri í 50 ár í deildinni með að verða í áttunda sæti. Þessi fyrrum Bluenose leikmaður fór að velta því fyrir sér hvort svoleiðis árangur væri ekki einsdæmi í stærstu deildum heims, þ.e. að lið færi ekki neðar í 50 ár. Það er morgunljóst að sú er staðreyndin í Englandi og spurning um önnur lönd.

 69. Maggi. Mér finnst nú betra að þú greinir frekar frá nettó tölu varðandi kaup og sölur hjá City, þar sem þú hefur örugglega tekið upp hanskann fyrir LFC varðandi “leikmannakaup fyrir yfir 100 milljónir punda.”

  Nettó eyðsla City í fyrra var um 50 milljónir, tæplega það. Þeir keyptu bara tvo dýra leikmenn (Aguero á 38 og Nasri á 22) hinir voru Savic (6 milljónir), Clichy (7 milljónir), Pantilimon (3 milljónir) og þeir fengu Hargreaves frítt.

  Svipað og við að mörgu leiti (Bellamy, reyndur jaxl eins og Hargreaves frítt, Coates, ungur og efnilegur miðvörður eins og Savic á 7 og öflugur vinstri bakvörður á 6,3, Enrique) en stóru kaupin standa upp úr, og við sjáum hvað þeir fá úr því (þá sérstaklega Aguero, Nasri ekki brillerað). Á meðan kaupum við Downing á 20 og Henderson á 16.

  Semsagt, City keypti fyrir 76 milljónir og seldi fyrir tæpar 28. Nettó eyðsla tæpar 50, nettó eyðsla Liverpool rúmlega 35. Þarna munar 15 milljónum punda, og munar þar meðstu um heimsklassaleikmanninn Aguero.

  Heimild: Transferleague.co.uk. (Kíkti á Liverpool og sýnist þetta vera fín heimild.)

 70. Takk fyrir veturinn! Eins leidinlegur og ömurlegur hann hefur verid, thá hafa thad verid forréttindi ad geta fylgst med öllu í sambandi med lidid í gegnum thessa sídu. Frábaerlega stýrd og ég verd bara ad taka ofan af mér hattinn fyrir ykkur!

  Takk fyrir mig.

 71. Doldið mögnuð tölfræði

  Liverpool’s Stewart Downing had 72 shots without scoring (more than any other player) and created 55 chances without supplying an assist (more than any other player) in the Premier League. He also took one penalty and hit the woodwork five times.

 72. Og meira:

  Liverpool were the only team to convert fewer than 10% of their shots into goals this season. If all shots were goals, Liverpool would have finished third, behind Chelsea and Manchester City.

  Sacked Chelsea manager André Villas-Boas had a higher win percentage in league games (48.2%) than Roberto di Matteo (45.5%).

Síðasta byrjunarlið tímabilsins:

Opinn Þráður / Könnun: Á Dalglish að halda áfram með liðið?