Liðin komin – Carroll og Torres á bekk!

Það er komið að þessu! Byrjunarliðin eru komin í hús og eru þau sem hér segir. Byrjum á okkar mönnum:

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Enrique

Henderson – Spearing – Gerrard

Downing – Suarez – Bellamy

Bekkur: Doni, Carragher, Kelly, Shelvey, Kuyt, Maxi, Carroll.

Athyglisvert lið. Sókndjarft, þrír á miðju og sama sóknarlína og gegn Norwich um síðustu helgi. Carra missir einnig af og Enrique fær kallið í vörninni. Vonandi standa Enrique, Downing, Spearing og Bellamy, sem við vorum ekki viss um að fengju að byrja, undir traustinu.

Hér er svo Chelsea-liðið:

Cech

Bosingwa – Terry – Ivanovic – Cole

Ramires – Mikel – Lampard

Kalou – Drogba – Mata

Bekkur: Turnbull, Essien, Meireles, Malouda, Ferreira, Torres, Sturridge.

Feykisterkt Chelsea-lið þar á ferðinni.

Nú er ekkert eftir nema að spila leikinn sjálfan. Biðin er búin, fram undan er leikur sem við eigum eftir að muna eftir ævilangt … annað hvort brosandi eða grátandi.

Áfram Liverpool! Bring the cup HOME! YNWA!

85 Comments

 1. Þetta verður sennilega 4-2-3-1, Henderson og Spearking á miðjunni, Gerrard fyrir framan. Ég er ánægður með þetta lið, held þetta sé það sterkasta sem Liverpool getur styllt upp í dag. Nú þurfa Gerrard og Suárez að ná saman í sókninni og gaman væri að sjá Downing mæta til leiks 🙂

 2. Þetta er ekki spurning um uppstillingu og nöfn, heldur hugarfar, dagsform og að áhætturnar borgi sig.

  Bikarinn heim takk.

  #YNWA.

 3. Gott að sjá Kuyt á bekknum. Þó hann hafi átt slæmt tímabil eins og margir aðrir í liðinu þá er hann ennþá stórhættulegur. Þetta er kjörinn leikur fyrir hann til að skora sigurmarkið. 2-1 sigur okkar manna, Kuyt með sigurmark.

  Áfram Liverpool.

 4. Ekkert út á þetta að setja… Dalglish hefur farið í og í gegnum fleiri úrslitaleiki en ég og ég treysti honum fullkomlega fyrir því að velja þá sem hann telur að geti lagt Chelsea! Nú er stressið laglega byrjað að segja til sín… þegar ég er stressaður þá á ég það til að fá mér að borða til að dreifa huganum… við skulum orða það þannig að það er ekkert til lengur á heimilinu!

  Allt tómt og leikurinn er ekki byrjaður!

 5. hell yeee !! anægdur med byrjunarlidid !!

  vid tøkum tetta 4 – 3 potttett i geggjuydum leik, torres skorar ekki

 6. Liverpool 2 Chelskí 1, Suarez og Gerrard með mörkin, koma svo LIVERPOOL, YNWA 🙂

 7. 2-2 eftir venjulega leiktíma 3-3 eftir framlengingu Reina sýnir að hann er VÍTABANI,,,,

 8. Jæja….hver er með frábæran link?

  finn voða lítið nothæft eins og er….allavega engin stormandi gæði…

 9. Það hefur víst bara þrisvar gerst í síðustu 18 bikarúrslitaleikjum að bæði lið skori. Tveir þeirra voru hinsvegar Liverpool-leikir. Þetta lið spilar bara í skemmtilegum úrslitaleikjum og vonandi verður þessi ekki undantekning.

 10. Þarna sjást veiku hlekkirnir okkar. Lélegt touch á miðjunni hjá Spearing og hryllilegur varnaleikur hjá Enrique.

  FML

 11. Spearing að sýna enn og aftur að hann hefur skapgerðina í stóru leikina…

 12. Flottir stuðningsmenn,leikurinn varla byrjaður og þá er búið að afskrifa liðið,dragið nú andann og think happy thoughts!!!

 13. Hvaða neikvæðni er þetta, staðan er nú bara 1-0 og við búnir að vera nokkurn veginn betri aðilinn.

  Tökum næstu 2 mörk og sjáum til með framhaldið!

 14. Er þetta ekki bara týpískur úrslitaleikur hjá Liverpool að lenda fá sér mark á sig svo hafa skemmtileg comeback.

  spá 2-1 fyrir Liverpool

 15. Man ekki betur en að í síðasta KOP pod kasti þá hafi menn þar mikið rætt um veikleikan í vinstri bakverði og það væri jafn vont að fórna Agger í vinstri bakk eins og að vera með Carrager á miðjunni.
  En jæja, þá er bara að vona að hrollurinn fari úr mönnum, þeir færi sig fram á völlin og geri usla bláliðameginn. Þið megið ekki gefast upp !!!

 16. Spearing, Enrique og Reina. Allir að sök í markinu.

  Annars er uppstillingin ekki góð, Suarez algjörlega einangraður þarna. Eigum ekki break í þessa miðju. Gerrard að detta of aftarlega. Hann er aftastur á miðjunni en er ekki að styðja Suarez.

  Carroll inn fyrir Spearing hefði verið mín ósk varðandi byrjunarliðið.

  Vonandi glæðist þetta samt!

 17. Málið er bara að við neglum boltanum bara strax fram þegar við fáum hann og svo er liðið alltof aftarlega á vellinum.

 18. Liverpool verður að reyna að halda boltanum betur innan liðsins

 19. kanski ekki nýjar fréttir en liðið okkar er bara ekki nógu gott til að standast toppliðunum á England snúning!!!

 20. Það eina sem ég hefði viljað sjá öðruvísi í byrjunarliðinu er Kuyt inn fyrir Downing, Kuyt er maður stóru leikjanna á meðan Downing er ekki einu sinni maður litlu leikjanna. Í svona leikjum skiptir hjartað gríðarlega miklu máli og þar hefur Kuyt vinninginn. Dalglish gerði rétt í því að hafa Carrol á bekknum enda held ég að það væri betra að setja hann inn þegar Chelsea fara að bakka og menn fara að reyna háu boltana af krafti.
  Þetta er allavega mitt (ó)faglega mat 🙂

 21. Þetta er eiginlega vandræðalega á að horfa, Chelsea stjórnar leiknum frá a til ö og gamla “góða” getuleysið er allsráðandi þegar kemur að sóknarleik okkar manna.
  Suarez kemst ekki nálægt boltanum.

 22. Enrique er lunkinn leikmaður og ágætis spilari en undir meðallgai góður varnarmaður. Ég hafði einungis áhyggjur af honum fyrir leikinn, kom aldeilis á daginn. Newcastle er ekki að berjast um meistaradeildarsæti með miðlungsgóða (varnarlega) bakverði, ekki frekar en LFC. Carrol er maður stóru leikjanna, inná með hann. Ég sakna Káts, hann er amk lunkinn að koma sér í færi. FML

 23. Var ekki leikur hjá Liverpool í dag? Er að horfa á úrslitaleikinn í FA Cup og hélt að okkar menn ættu að vera þar en það er bara eitt lið á Wembley og þeir eru í bláu!!

 24. Enrique er ekki med i thessum leik. Verdum ad fa Kuyt inn i seinni halfleikinn, tha klarum vid thetta!

 25. Klárlega ekki góður hálfleikur hjá okkar mönnum.
  Mín tilfinning er sú að ef við eigum að komast á blað í leiknum verður það vegna þess að Chelsea skori sjálfsmark : (
  Vörnin hjá Chelsea er ekki í neinum vandræðum með auman sóknarleik Liverpool, og ég heimta að skotvissir menn eins og t.d. Gerrard reyni skot af færi þar sem við erum lítið að komast inn í boxið.

  1-0 núll er ekki óyfirstíganlegt, en við verðum að ógna meira ef við eigum að eiga séns…….og hætta að gefa á Enrique, einu sendingarnar sem heppnast hjá honum eru til baka.

 26. Enrique er betri í ad stoppa sóknir liverpool en chelsea….tad er slæmt ! Enrique ut- Kelly inn. Bellamy ut – Carrol inn og Suarez a vænginn !

 27. Vonandi kemur sama lið inná í seinni og spilaði seinnihálfleikinn á móti Everton.
  Og þá meina ég Carroll og svo eru okkar menn bara altof varkárir og verst hvað sjaldan tekst að koma á ferðinni þegar boltinn vinnst.
  En Reina hefði einhver tíma varið þetta skot.

 28. Inná með Carroll núna! Suaerez er ekki targett center og þetta er veisla fyrir buffinn þarna í vörninni hjá bláu. Enginn i boxinu og suarez fær ekkert boltann í lappir því hann er einn einangraður frammi. Ef kenny setur ekki Carroll inná í hálfleik verð ég brjálaður!

 29. Auglýsi eftir Liverpool miðju.

  Gerrard er settur í holuna en þarf liggur við að mæta niður í sweeperinn til að sækja boltann. Spearing og Hendó að hlaupa í hringi á miðjunni og eiga því miður ekki mikið í miðjumenn Chelsea.

  Kantspilið okkar tilgangslaust eins og venjulega, þegar við loksins komumst upp að endalínu og náum góðri fyrirgjöf þá er ENGINN rauður sjáanlegur!

  Suarez varla snert boltann í leiknum, þegar hann hefur gert það hefur Terry verið löngu mættur í bakið á honum.

  Ég ætla samt að halda áfram að ljúga því að sjálfum mér að ég hafi trú á því að við getum unnið leikinn.

 30. Gerrard er farinn að spila of aftarlega og það kemur ekkert út úr væng spilinu sem átti greinilega að byggja á . Suarez er of einangraður og við erum ekki að ná í nein færi með þessu spili. Ergó: Chelsea er gjörsamlega með LFC í vasanum.

  Það sem vantar er að pikka up pace-ið og reyna að breyta tempóinu, svo hægt sé að búa til einhver færi.

  En það eru 45 mínútur eftir and then some ….

 31. > “Gerrard er settur í holuna en þarf liggur við að mæta niður í sweeperinn til að sækja boltann.”

  Hann þarf ekki að gera það, en hann gerir það.

  Vinstri hlið liðsins er vægast sagt ekki að virka.

  Chelsea spilar leikskipulag sem virkar á móti Liverpol og hafa gert eftir að Di Matteo tók við. Án bolta bakkar liðið og verst skipulega.

 32. Liðið eru kannski komin, en Liverpool liðið er ekki mætti í fyri hálfleik. Þvílík frammistaða í fyrri hálfleik 🙁

  Vona að Kenny öskri þá áfram í hálfleik og geri þeim grein fyrir að fyrri hálfleikur var til skammar.

  Vonum það besta.

 33. vaa hvad tetta var lelegt hja okkur i markinu !!
  suarez er aleinn tarna frammi, carroll inn i haøfleik takk og va hvad eg vildi ad auralio væri a bekknum !

 34. Smá statík hér….

  Liverpool hefur spilað 13 FA-Cup Finals og aðeins skorað 2 mörk í fyrri hálfleik í þeim öllum.

  Við eigum góða von 😉

 35. önnur statistík hérna….. jay spearing hefur litið út eins og smákrakki í 2 mörkum sem liverpool hefur fengið á sig í dag……. burtu með þennan ofvaxna krakka og inn á með Carroll strax

 36. Sjaldan sem maður hefur séð svona ráðalaust Liverpool lið og gjörsamlega gæðalaust frammi.

  Bæbæ Kenny

 37. Spearing gaf Lampart heila flugbraut af plássi með að æða í hann þarna í öðru markinu… 2 mistök og 2 mörk, vel gert!

 38. Hvers vegna i andskotanum var ekki keyptur djupur midjumadur thegar Lucas meiddist? Kenny burt strax eftir leik!

 39. Nú er að sjá hverjir eru tilbúnir til að BERJAST og JAFNA. Hverjir eru stríðsmenn þarna inná. ?????

  YNWA

 40. Nú verður það sem eftir er að leiknum þannig að Liverpool liggur í sókn og celski beitir skyndisóknum, það gæti reynst okkur hættulegt´því ekki erum við að nýta nema eitt af hverjum 25 skotum á rammann. Erum svoldið langt frá því núna. 🙁

  YNWA

 41. Það er stóra vandamálið,það eru engir stríðsmenn í liverpool!!!

 42. Rak augun í Rush,Aldridge og Fowler í stúkunni,drífa þá inná og þeir verða búnir að jafna eftir 10 mín.!!

 43. Hræðinlegt. Hræðinlegt. Hræðinlegt.
  Þarf að segja meira?

  Þetta var síðasta von okkar stuðningsmanna. Nú er von úti, og við verðum bara að viðurkenna að tímabilið 2011/2012 var hörmung. Venjulega er ég ekki einn af þeim sem að hraunar yfir liðið, en ertu að grínast hvað þessi leikur undirstrikaði ömurlegheit liðs okkar. Það eru engin gæði að….

  Þetta var ég að skrifa þegar að Carrol skoraði!!!

  He’s got long hair but we don’t care Carroll Carroll
  He’s six foot four or maybe more Carroll Carroll
  He joined us from the Geordie toon
  And we all ask “Fernando who?”
  Andy Carroll Liverpool number nine

 44. Það er ALLTAF VON meðan leikurinn er enn í gangi. Það er allavega einn stríðsmaður þarna, AC.

  YNWA

 45. 66 mín liðnar af leiknum þegar Liverpool ákvað að vera með : )
  Koooma svooooooo!

 46. Koma svo með KUYT inná í restina og. Let´s make a memory for the fans.

  YNWA

 47. Ef að $%&%/(/()%=$( hann drogba hefur tognað í nára þá gæti hann ekki komið aftur inná og hamast svona í leikmönnum. Af hverju sjá dómarar ekki í gegnum þennan viðbjóð hjá honum. Svo tala enskir þulir um að þetta sé einhver snilli í þessum ó ……. leikmanni….

  KOMA SVO, …10 mín plús eftir, jafna þetta. ! ! ! ! !

 48. Hef aldrei skilið af hverju það þarf að stöðva tímann við hverja skiptingu. Taka handboltann og taka þessa þrjár skiptingar á meðan leikurinn er í gangi.

 49. Kallinn var ekki med thetta i dag. Byrjadi ekki med besta lidid, ekki fyrr en eftir 60 min.:(

 50. “Hef aldrei skilið af hverju það þarf að stöðva tímann við hverja skiptingu. Taka handboltann og taka þessa þrjár skiptingar á meðan leikurinn er í gangi.”

  Hvort viltu að miðjumaðurinn í liðinu þínu fari útaf, þegar liðið er í sókn eða vörn? Þetta gengur upp af því að handbolti er leikinn á litlu velli.

 51. YNWA – mér leit á það sem ég sá síðustu 30 mín !

  2011-2012 season: Get a fuck out of here, and never come back

BIKARÚRSLIT á morgun

Liverpool 1 Chelsea 2