Liverpool 0 – Fulham 1

Vona innilega að fáir móðgist þegar ég viðurkenni fúslega að þessi leikur kvöldsins vakti mér ekki mikla spennu, svo algerlega ljóst að við værum að sjá leik sem myndi lítið líkjast því sem við munum sjá næstkomandi laugardag. Enda kom í ljós liðsskipan sem við sjáum liklega ekki aftur í vetur.

Doni

Kelly – Skrtel – Coates – Aurelio

Henderson – Spearing
Kuyt – Shelvey – Maxi

Carroll

BekkurinnJones, Sterling, Downing, Robinson, Enrique, Flanagan, Carragher.

Reina, Johnson, Agger, Gerrard, Bellamy og Suarez bara geymdir í jakkafötunum uppi í stúku, og Downing og Enrique settir á bekkinn. Leyfi mér að fullyrða að þessir sjö munu líklega byrja bikarúrslitaleikinn á laugardag.

Mótherjinn Fulham stillti upp þremur fyrrum Rauðliðum, kempunum Murphy og Riise sem fengu góðar móttökur og síðan Alex nokkrum Kacanicklic sem fór þangað auk efnilegs framherja í stað Konchesky. Og skulum ekki gleyma að VIÐ borguðum 3,5 milljónir aukalega fyrir þann díl! Nuff said.

Fulham byrjaði sterkt og eftir vandræðagang inni á miðjunni fengu þeir ógn upp vinstri kantinn og sendu fyrir markið, þar sem Skrtel karlinn varð fyrir honum og þaðan í netið. 0-1 og við höldum heppni áfram.

Tempóið i leiknum var verulega lítið og í raun var bara afskaplega lítið að gerast fram að hálfleik, þó átti Carroll skalla sem var varinn og bjargað var á línu skoti frá Jonjo Shelvey. En þeir tveir voru þeir einu sem eitthvað ógnuðu. Þannig stóð í hléi.

Eftir hléið var skipting – Henderson fór út og í stað hans kom Downing. Þannig tippa ég á að Henderson sé leikmaður númer átta í byrjunarliðið gegn Chelsea. En áfram hélt það sama. Lágt tempó, þögn á vellinum og yfirþyrmandi rólegheit. Maxi reyndar var nálægt því að sleppa í gegn og hefði nú sennilega fengið aukaspyrnu og rautt með því að falla frekar en að reyna að skora og Fulham skaut í stöng.

Aurelio karlinn fékk svo skiptingu af velli eftir 65 mínútur, væntanlega síðustu mínúturnar hans á Anfield og Enrique kom inn. Áfram veginn!

Á 75.mínútu kom svo það sem við höfðum öll beðið eftir, þegar Raheem Sterling leysti Dirk Kuyt af hólmi. Hollendingurinn geðþekki átti hræðilegan leik og ef hann vill fá mínútur með LFC sáum við ekki mikið til hans sem studdi það, svosem reyndar eins og hinn sem er pirraður yfir fáum mínútum, Maxi nokkur. En Sterling kominn inn, hvað gerist?

Lítið er svarið. Vondar sendingar okkar of margar, Dempsey skyndilega einn í gegn og Doni ver frábærlega. Mikill pirringur í stúkunni. Leikurinn fjaraði út og kvöldstundin fullkomin tímasóun svo við tölum bara íslensku. Hávært baul var það sem kvaddi leikmenn á Anfield. Þeir áttu það held ég alveg skilið bara!

Endurtekið efni frá vetrinum í raun, enn eitt heimatapið. Sennilega bara allir glaðir með að leikurinn leið án meiðsla og rauðra spjalda, til að uppfylla skyldur mínar hér vel ég Alexander Doni mann leiksins og Carroll næstan á eftir honum, þá Shelvey.

Aðalspurningin héðan af er bara það hvernig stillt er upp á laugardaginn, á næsta tímabili þarf að endurbyggja Fortress Anfield – það er á hreinu.

Ég held eftir kvöldið að við sjáum pottþétt Reina, Johnson, Skrtel, Agger, Enrique, Henderson, Gerrard, Bellamy, Downing og Suarez. Það er bara spurningin hvort við sjáum 4231 með Spearing eða 442 með Carroll. Ég tippa á fyrri kostinn. Aðrir eiga varla séns held ég…

Bring on Wembley.

73 Comments

 1. Alger gúrku uppstilling hjá karlinum og það er ekki kjaftur inná þarna sem á að vera annars staðar á Wembley en í stúkunni, nema kannski Doni og Carroll á bekknum.

 2. Hrikalega er að verða erfitt að sannfæra sig um að Kenny sé maðurinn sem færir okkur englandsmeistaratitil á næstu árum! Mér er nokk sama þó það sé stórleikur á laugardaginn, það er enginn afsökun fyrir að tapa á móti enn einu drulluliðinu á heimavelli.

 3. Síðustu fjórir leikir á Anfield: Wigan (tap), Aston Villa (jafntefli), WBA (tap) og Fulham (tap). Ekki gæfulegt það, þrátt fyrir góðan árangur í bikarkeppnum.

 4. Sælir félagar

  Mér er sama þó þarna hafi verið leikur sem engu máli skipti. Frammistaða leikmanna í þessum leik var með þeim hætti að ekkert gladdi mann – nema inkoma Sterling. Loksins fékk þessi strákur að koma inná því miður hálftíma of seint og hefðu bæði Maxi og Kuyt mátt vera farnir útaf fyrir hann.

  Enrique og Downing komu inná og hefðu eins mátt vera í picnik á vellinum eins og spila eins og þeir gerðu. leið Enrique hefur legið nánast án breytinga hægt og sígandi niður á við eftir mjög góða byrjun leiktíðar. Carrol og Jojo á pari og Doni góður. Leikur liðsins sem sagt ekki stuðningmönnum bjóðandi á Anfield en hvað getur maður svo sem sagt. Þeir leikmenn sem fengu tækifæri í þessum leik og hafa leikið lítið á leiktíðinni sýndu einfaldlega hvers vegna þeir hafa komið svo lítið við sögu.

  Nú er það bara laugardagurinn og bara þola biðina án þess að fara á taugum.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 5. Kenny verður ekki sakaður um að hvíla leikmenn fyrir helgina, en afsakar það þrettánda tapið? 24 stig í 17 leikjum á Anfield í deildinni þetta tímabil. Er þetta eitthvað til að byggja á?

  Vissulega óðum við í færum gegn WBA, Arsenal og fleiri liðum.

 6. þetta er orðið þreitt.

  hátt í 40 ár hef ég haldið með þessu liði og það er ótrúlegt að það skuli ekki vera búið að drepa einhvern þarna út af þessari spilamennsku sem er í gangi núna hjá Liverpool.

  “en við erum í úrslitaleik fa og unnum blabla bikarinn og þá skiptir deild engu” þeir sem segja þetta eru veruleikafyrtir. deildinn skiptir öllu máli jújú gott að vera í bikarkeppnum en peningurinn er að vera sem hæst í þessari blessuðu deild og því hærri sem þú ert því meiri hlut færðu þannig að jú það skiptir máli hvort þú lengdir í 6 eða 9 peningalega séð og einnig hvaða TOPP leikmaður vill fara til liðs sem er að berjast um 8-9 sæti heldur meistardeildarsæti.

  Kenny verður að fara.

  þetta er ekki að ganga hjá honum, að spila vel í útsláttarfyrirkomilagi er ekki nóg.

  ef þið sjáið það ekki sorry en wake up and smell the coffey hann er ekki í takt við raunveruleikan en vá hvað ég vona að hann nái að troða þessu upp í rassgatið á mér en nei því miður efast ég um það og ef hann verður áfram mun hann því miður draga liðið niður…

  ég græt það að ég mun örugglega ekki lifa að sjá liðið mitt verða enskur meistari fyrr en eigendur sem eru aðdáendur eiga liðið og eru tilbúnir að henda tugi og hundruði milljóna punda í þetta lið og fá þjálfara sem er með killer atitude og er ekki hræddur við að taka leikmenn og slátra þeim ef þeir síendurtekið drulla á sig.

  hvernig er það svo á ekkert að fara að byggja nýjan leikvöll?

  mjög mikið farið að hljóma eins og spades in the ground kjaftæðið sem við könnumst við.

 7. Ekki til neins að reyna að verja ömurlegt gengi á heimavelli, það er til skammar og alveg ljóst að framtíð Kenny Dalglish liggur algerlega í því á næsta ári að koma liðinu ofar í deildinni.

  Að sjálfsögðu dæmist þessi vetur út frá bikarkeppnunum, en þær munu ekki duga á næsta ári. Karlinum hefur sviðið hávært baul í hnakkann á leiðinni í klefann í kvöld, það er alveg ljóst.

  Svekktastur er ég yfir að sjá Kelly, Coates, Maxi og Kuyt vera svo slaka sem þeir voru. Maxi og Kuyt eru að spila sig frá klúbbnum, mér finnst leið Kelly hafa legið þráðbeint niður á við frá í desember og hrikalegir sendingafeilar Coates lagast því miður lítið.

  Vona virkilega að Jonjo fái bekkjarsæti á Wembley næsta laugardag á undan öllum þessum fjórum.

 8. hh #7

  Ég er sammála þér með eitt , Liverpool mun aldrei vinna deildins með King Kenny sem þjálfara, ég er sanfærður um það, ég er búinn að fylgjast með Liverpool ó um 45ár og þetta sem er í gangi er alls ekki viðunandi.

  Minn draumur er að við vinnum FA bikarinn og KK hætti með reisn og Liverpool byrji alvöru uppbyggingu á Anfield með nýjum þjálfar,þjálfara sem er með púng og 2-4 gæðaleikmenn, við þurfum að losa okkur við Maxi,Kuyt,Adam,Henderson og Downing og byggja alvöru lið.

 9. Leikmenn Liverpool sýndu áhugaleysi og virðingarleysi við stuðningsmenn Liverpool eftir þessa framkomu í dag.
  Nú fer maður í það að reyna að undirbúa sig fyrir tap í FA cup.

 10. #8 “að framtíð Kenny Dalglish liggur algerlega í því á næsta ári að koma liðinu ofar í deildinni”.

  Ég mundi frekar segja að nær væri að koma honum ofar innan klúbbsins, í svipað starf og hann hafði áður en hann fékk stjórasætið. Vissulega væri sætt að sjá liðið lyfta FA bikarnum, en slíkt gæti ráðist af heppni á vítapunktinum. Þó náðst hafi stemning og góður árangur í þessum bikarleikjum þá mælist styrkur og stöðugleiki liðsins að mínu mati á genginu í deildinni.

 11. Áður en leikurinn hófst glotti ég við tönn þegar ég sá liðsuppstillinguna. Það var bæði vegna þess að ég vissi nánast að þetta væri að fara svona. Hitt var að ég hafði pínu gaman af þessu og hlakkaði til að sjá hvernig menn myndu bregðast við þessum leik.

  Því miður þá fannst mér alltof margir klúðra kallinu sem þeir fengu. Mér fannst flestu ungu strákarnir að Coates undan skildum vera undir pari í kvöld. Spearing átti of margar fail sendingar, Shelvey virðist vera reyna of mikið en kallinn fær samt prik fyrir að reyna og Kelly fannst mér vera hálf óöruggur í flestum sínum aðgerðum.

  Carroll fékk úr litlu að moða en kom sér þokkalega frá leiknum. Ég held hinsvegar að Kuyt gæti hafa verið að spila sinn síðasta leik fyrir klúbbinn. Eins leiðinlegt og það hljómar þar sem hann hefur verið okkur frábær seinustu árin. Hann virtist ekki spila með hjartanu lengur og fannst mér á honum eins og hann væri hreinlega bara komin með hugan frá Anfield.

  Ég held einnig að Enrique hafi hjálpað Dalglish gífurlega með þessari hörmulegu innkomu sinni. Ég þori að setja frekar háan skylding á það að Agger verði í vinstri bak á Laugardaginn.
  En maður leiksins var klárlega Doni.

  Dalglish verður seint skammaður fyrir þennan leik nema þá að hafa ekki verið búinn að skipta Sterling inn um 20 mín fyrr. Drengurinn átti enga stór innkomu en ég vil fá að sjá meira af honum. Ég held að leikmennirnir geti tekið þetta á sig sjálfur.

  En varðandi laugardaginn þá tel ég að liðið verði svona skipað

  Reina
  Johnson – Carra – Skrtel – Agger
  Bellamy – Henderson – Gerrard – Downing
  Carroll – Suarez

  Hinn möguleikinn er sá að Spearing komi inn fyrir Carroll. Á bekknum verða svo Doni, Coates, Spearing, Shelvey, Kuyt, Maxi, Enrique

  En jæja, bring on Saturday!!!

 12. Einn púntur fyrir okkur, deildin hefur breyts mikið bara á 2 árum, núna eru lið eins og Chelsea og Man City að kaupa gríðalega mikið af heimsklassa leikmönnum og Arsenal og Man united reyna að fylga á eftir, á næstu leiktíð verða öll þessi lið komin skrefi framan og ef Liverpool ætlar að byggja upp lið með nýlegum leikmönnum eins og Adam , Henderson , Downing og Enrique þá er voðin vís, þá má vera ljóst að á næstu árum verðum við að láta okkur dreyma um 4 sætið og verðum líklega í 4-7 sætið næstu árinn.

  Eini möguleikinn fyrir mitt leyti er að KKI hætti og ein ný uppbyggingi hefjist í sumar,hinn mögulleikinn verður þá að KK verði eitt ár enn með drullu og síðan hættir hann með enga reysn.

 13. ef að FSG gerir ekki eitthvað rótækt í sumar þá held ég sökum geiðheilsu og til að halda í konuna horfi ég frekar á dart á eurosport næsta season því þetta er borderline stupid að á ekki lengir tíma en þessum (hámarkið 2005 meistaradeildina og svo 2 sætið 4 stigum frá sigri út af betri markatölu seasonið 08-09) þá var by the way fulham í 7, tott í 8 sæti og westham í 9 sæti og funny funny city í 10…. þannig að ef við töpum fyrir annaðhvort chelsea og/eða swansea og fullham vinnur sína eða bara annan þá eru þeir komnir fyri ofan og by the way wba er 3 stigum á eftir og ef þeir vinna báða sína bolton (lýklegt) arsenal (ólíklegt en hvað veit maður) þá getum við lent í 10-9 sæti og þá getum við allveg farið að hætta að rífa okkur við alla um hvað við vorum geðveikt góðir hérna í den því við verðum bara miðlungs lið og félagi minn sem heldur með notthingam forrest hefur næstum því sama rétt á því að segja að hans lið hafi veirð geðveikt hérna í den og komist upp með það…..

  við gerum þá kröf nei heimtum að FSG truflist á undanförnu gengi og taki puttan úr hafnaboltanum sínum og geri eitthvað eða selji klúbinn til einhvers sem á money til að gera eitthvað því þetta er hætt að vera fyndið….

  scums vinir mínir eru hættir að grínast með gengið því þeim finnst ekki lengur fyndið að sparka í liggjandi mann og eru farnir að vorkenna manni…..

 14. Það er alveg ljóst að tímabilið og mikil saga er undir í bikarúrslitunum. Ef liðið vinnur, þá er tímabilið gott. Eftir þrjú ár mun enginn muna eftir deildinni án þess að vera sama en við horfum stolt á titlana sem félagið á. Kenny getur borið höfuðið nokkuð hátt, hann gerði sitt besta en náði ekki öllu úr liðinu. Hann getur hætt í sumar og allir skilja sáttir við hann.

  Tap. Tímabilið er ömurlegt, einn “skítabikar” vannst, allt annað ömurlegt. “Hverjum er ekki sama þó að við komumst í úrslitaleik ef hann tapast? Hver man eftir liðinu í öðru sæti,” er td eitthvað sem á eftir að heyrast eftir leikinn. Kenny er dæmdur af þessum árangri og það er horft til hans sem slaks stjóra sem gerði lítið merkilegt. Hann hættir í sumar og menn sakna hans ekki neitt. Menn minnast hans eftir nokkur ár sem stjóra sem gerði lítið af viti.

  Ansi mikið undir í bikarleiknum. Leikurinn í kvöld skiptir ekki öllu máli (þrátt fyrir að tapið sé ömurlegt, og spilamennskan léleg osfv), mestu skiptir að allir eru heilir fyrir leikinn gegn Chelsea. Það er það sem skiptir öllu máli.

 15. En hvað í ósköpunum gerið Jonjo Shelvey í þessum leik sem réttlætir bekkjarsetu í úrslitaleiknum… getur einhver komið með vitiborið svar handa mér, skítkast jafnvel vel þegið….

 16. Sá fyrstu 15 og síðustu 10, og jesús minn hvað það var of mikið.
  Þetta heimavallar ó-form er auðvitað bara hlægilegt…..reyndar grátlegt, og hver segir að það verði að kosta skitu í deild að komast í úrslitaleiki í bikar?

  Sorgleg frammistaða hjá Kuyt og er hann væntanlega búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Liverpool, kann ég honum bestu þakkir fyrir þau ár sem hann var óþreytandi baráttu hundur og skoraði mörk í mikilvægum stórleikjum.

  Enrique?
  Hvað gerðist hjá þér kallinn minn um áramótin?
  Þú sem varst óumdeilanlega kaup tímabilsins, ert varla skugginn af sjálfum þér og óhætt að segja að það er vandræðalegt að horfa á hversu oft þú missir klaufalega boltann, og þá er ég að tala um flesta leiki á þessu ári.
  Já og takk fyrir þessa frábæru aukaspyrnu á lokasekúndunum, ekki að það hefði neitt komið út úr henni hefðirðu drullað boltanum inn í teig, en þú hefðir allavega náð að lyfta áliti mínu á þér svolítið með því.

  Æji, það alltaf fúlt að tapa leik, og það að Anfield sé hætt að vera sú ljónagryfja sem áður var er auðvitað bara sorglegt.
  Ég er bara svo feginn að þetta tímabil er að verða búið svo maður geti enn einu sinni byrjað að byggja upp væntingar fyrir það næsta.

  Eins gott að við tökum FA dolluna, annars er þetta tímabil hörmung, þrátt fyrir að ein dolla sé í húsi.

 17. Afsögn Kenny eftir þetta tímabil takk. Bikar eiður ei skiptir ekki máli þetta er til skammar. öll met sleginn á Anfield í að vera lélegir.

 18. STRÁKAR, ÞETTA ER MJÖG EINFALT, við erum ekki nógu góðir í fótbolta. shelvey, henderson, kelly, spearing, coates, kuyt maxi, kæmust ekki í man utd, man city, chelsea, arsenal og tottenham………en jú þeir komast í Liverpool, þvílíkt andskotans metnaðarleysi…….. kelly, er það fóboltamaður?….við verðum að hætta að plata okkur aftur og aftur að þeir séu svo efnilegir…Henderson og Shelvey???? burt með þá strax, eða hvar eru þeirra mörk, assist ? þeir eru ekki nógu góðir…..en alltaf byrjar Henderson inná, meira að segja á væng ef miðju stöðurnar eru uppteknar!!!! í dag er Liverpool loosera lið með miðlungs leikmönnum, því miður…..hvern var Arsenal að kaupa = Podolski, klassa leikmann…..erum við á sama tíma að kaupa einhvern nobody Svía? ef þetta er rétt, þá er þetta vonlaust mál með king kenny

 19. Jákvæðir punktar úr leiknum, nóg af neikvæðum hér fyrir ofan og ég hef ekkert við það að bæta:

  * Þarna fengu leikmenn sem hafa kvartað yfir litlum spilatíma tækifæri til þess að sýna fram tilverurétt sinn á Anfield. Þeir sýndu að þeir séu ekki verðugir að fá fleiri mínútur. Grunar að Aurilio, Maxi og Kuyt hafi verið að spila sínar síðustu mín. á Anfield í Liverpool treyjunni. Held að frammistaða kvöldsins hafi hjálpað mönnum í að auðvelda þá ákvörðunartöku.

  * Við eigum fínan varamarkvörð.

  * Deildarleikjum tímabilsins fækkaði um einn, aðeins tveir leikir eftir að þessu tímabili. Með hverjum tapleiknum færist liðið neðar á töfluna, sem auðveldar liðinu að bæta sig á næsta ári, sem þýðir að við getum talað um framfarir og að liðið sé á réttri leið þegar þar að kemur.

  Annars nenni ég ekki að pirra mig meira yfir þessum leik enda er hugurinn fyrir löngu kominn til Wembley líkt og hjá leikmönnum Liverpool.

 20. #18 er sammála því. Frekar valt að láta framtíð stjóra liggja á einum úrslitaleik sem gæti unnist með heppni, tapast með óheppni. Dómari gæti ráðið úrslitum, eða taugar leikmanna í vítakeppni.

  Í heild sinni hefur enginn stígandi verið í frammistöðu liðsins. Liðið hefur aldrei komist á neina sigurbraut svo heitið geti, flestum sigrum í bikarkeppnum hafa fylgt ömurlegar frammistöður í deildinni. Menn tala jafnvel um að liðið spili nokkuð sexy bolta á köflum en samt hefur liðið ekki skorað nema 43 mörk í deildinni. Persónulega fæ ég ekkert út úr því að sjá liðið spila reitarbolta og klúðra færum.

 21. Maggi: “Að sjálfsögðu dæmist þessi vetur út frá bikarkeppnunum, en þær munu ekki duga á næsta ári.” Hvaða tegund af bulli er þetta? Hvernig dettur þér í hug að segja þetta?

  Þetta er nákvæmlega það sem er að hjá þessu félagi okkar, þ.e. að neita að horfast í augu við raunveruleikann. Staðreyndin er sú, aðvið erum í 8. sæti með sama stigafjölda og Fulham. Við höfum unnið jafnmarga leiki og við höfum tapað (13) og gert 10 jafntefli, 5 mörk í plús og það er styttra í fallsæti en toppsætið hjá okkur.

  Þrátt fyrir framangreint ert þú, og fleiri hér, enn á því að KD sé rétti maðurinn fyrir liðið til framtíðar. Ég bara skil ekki hvernig þið getið réttlætt þetta!

 22. Var þetta keppni um það hver gæti skotið hæst yfir markið???!!! Kann enginn að sparka bolta öðruvísi en að sparka boltanum langt yfir markið???!!!Enginn einbeiting og hugsun í sendingum og skotum!!!

 23. TIL MAGGA: Ég hef fylgst í nokkurn tíma með pistlaskrifum þínum á þessari síðu og finnst þeir fróðlegir og vel rökstuddir. Því langar mig að fá þitt álit á leikmanni að nafni Jordan Henderson?? Er þetta leikmaður sem á einhverja framtíð hjá Liverpool??

  Annars er ég sjálfur búinn að halda með Liverpool síðan 1974 þegar Kevin nokkur Keegan sá um að afgreiða Newcastle í bikarúrslitaleik í svarthvítu hjá Bjarna Fel. Búinn að upplifa sigursæld Liverpool í gegnum árin (þá var gaman!) en því miður hefur leiðin legið niður á við síðustu árin og ekki laust við að manni finnist botninum vera náð um þessar mundir! Og þá er vægt til orða tekið!

  Því miður er ég sammála mörgum sem hér skrifa, Liverpool er ekki svipur hjá sjón og það þarf eitthvað stórkostlegt að gerast svo liðið fari að berjast um efstu fjögur sætin!! En í dag er þetta bara miðlungslið með alltof marga miðlungsleikmenn innanborðs!!

 24. Jæja nú megið þið sjá hvaða menn mega fara,,,,, þessir sem voru í byrjunarliðinu , eða flestir.

 25. Er ekki réttast að fara að afskrifa Anfield sem heimavöll og einbeita sér að byggja upp Stanley Park? Hvar er heimavallargreddan sem hefur einkennt Liverpool FC?

  13 leikir af 18 án sigurs heima!!!!! Vonandi er þetta viljandi gert til að sætta stuðningsmenn við hið óhjákvæmilega.

  Bless Anfield. Þig átti að rífa fyrir 30 árum eða stækka! Hættum að lifa í VHS myndum fortíðar og drullum okkur upp í hugsunarhætti.

 26. Ég skil ekki hvað sumir eru að kvarta yfir eigendunum hérna. Ég veit ekki betur en að Dalglish hafi keypt alla þá menn sem hann vildi. Þeir gerðu okkur skuldlausa og seldu Torres á 50 millur og leyfðu Kenny að splæsa 35 millum í Carroll. Það var ekki þeim að kenna að öll kaupin séu að floppa.

  En annars var þessi leikur skelfilega leiðinlegur. Langskemmtilegasti parturinn af leiknum var þegar ísbíllinn kom fyrir utan húsið mitt og ég fór að kaupa ís.

 27. versta við þetta tap er það sýnir að þegar Liverpool er ekki spila með sína bestu leikmenn þá eiga þeir enga möguleika til vinna gegn liði eins og Fulham með fulli virðingu til þeirra en mér finnst að Liverpool ætti vinna Fulham þótt þeir hvíldu lykill leikmenn.

 28. Skiptir mig engu máli hvernig staðan er í deildinni. Þetta tap er til háborinnar skammar. Heimaleikja reckordið í vetur er búið að brjóta öll þolmörk hins þolanlega í þeim efnum og þá skiptir engu máli hver skipperinn er. Þetta er bara ekki boðlegt fyrir Liverpool FC. Einfalt.

  YNWA

 29. Vil bara benda mönnum á það að ef við lendum í 9. sæti, sem er alveg möguleiki miðað við spilamennskuna undanfarið, þá er það versti árangur í deildinni síðan 1954/55 tímabilið þegar við lentum í 11. sæti. Tvisvar síðan þá höfum við lent í 8. sæti og þrisvar í 7. sæti.

  Það er bara drullu, drullu lélegt …

 30. LIVERPOOL á að vera með það góða breidd svo að þeir geti unnið svona miðlungslið á heimavelli. Guð minn góður hvað er að, menn eru að væla yfir spilatíma í liðinu og koma svo inná sjálfan ANFIELD og sýna stuðningsmönnum svona DRULLU frammistöðu. Það á ekki að þurfa að mótivera leikmenn Liverpool í leiki. Þeir eru að spila með LIVERPOOL FOOTBALL CLUB, ekki einhverju andsk. áhugamannaliði. Margir leikmenn spiluðu vonandi þarna sin síðasta leik á Anfield, aurelio, kuyt,maxi, og vonandi fleiri fara burt. Ég hélt að liðið ætti að hafa nóga breidd í að spila í allavega þremur keppnum, en ekki skíta uppá bak í öðrum hverjum leik á móti liðum sem við eigum að rúlla yfir, með eðlilegri frammistöðu.

  ÚFF, vonandi gengur betur á laugardaginn. Tek þann leik vonandi somewhere í mið evrópu.

  YNWA

 31. Ég held að sumir hérna ættu aðeins að anda áður en þeir fara að skirfa hérna inn eftir tapleiki, þetta tímabili er búið að vera drulla það er ekki hægt að seyja annað í þeim málum en það sem fer aðlega taugarnar á mér er þegar það er verið að drulla yfir leikmenn sem eru frá 19-22ára gamlir og eru að stíga sín fyrstu skref í aðalliðinu, þessir leikmenn verða ekki betri nema að þeir geri mistök og þessir gæjar eru ekki að fara neitt því þeir eiga eftir að bera þetta lið og gera þá að meisturum bíðið bara, þótt að það sé ekki að fara að gerast á næsta tímabili þá er ekki langt í það að Liverpool verður komið á þann stall sem þá á heima á sem er á Toppnum! 🙂
  YNWA!!

 32. Er það bara mér sem finnst Coates 10 kg of þungur og alltof seinn? Ef hann er ekki betri og fljótari en þetta þá á hann ekki sjéns í þessa deild.
  Kyut,Maxi,Downing,Henderson og Enriqe sýndu mér allir að þeir ættu aldrei að vera í byrjunarliði fyrir Liverpool,eru bara ekki nógu góðir fótboltamenn til þess.
  Ég kvíði fyrir laugardeginum.

 33. Aurelio er svo miklu betre en Enrique, veit vel að hann er mikið meidur… En hugsa að þeir séu á pari ef að Aurelio er í gifsi því hægri fóturinn á Enrique er bara notaður til að passa í stuttbuxurnar….

  drauma lið fyrir næsta leik.

  Reina
  Johnson – Agger – Skrtel – Aurelio
  Bellamy – Henderson – Gerrard – Downing
  Carroll – Suarez

  tippa á

  Reina
  Johnson – Carra – Skrtel – Agger
  Spearing – Henderson
  Bellamy – Gerrard – Downing
  Suarez

 34. Hvernig er það, dettur ekki inn 1 stk. podcast fyrir stórleikinn – Það yrði snilld.

 35. Er orðinn svo rosalega þreyttur á gengi liðsins okkar að ég er byrjaður að slökkva á sjónvarpinu í hálfleik. Hundleiðinlegt að horfa uppá þetta leik eftir leik. En saensku kallarnir sem voru ad lýsa leiknum í gaer töludu um thad að þessi ungi svíi sé í raun bara útlánaður frá lpool til fulham? Getur það verið?

 36. Með þessari spilamensku á heimavelli í vetur höfum við ekkert að gera með nýjan heimavöll. Skelfilegt að horfa uppá þetta leik eftir leik.

 37. Sammála með að Doni, Carrol og Shelvey hafi verið bestu menn Liverpool lítið annað um leikinn að segja, best að fara bara að hugsa um næsta leik og finna Liverpool kittið og drífa sig á Wembley.

 38. #8
  Ef ég hefði ráðið mann í vinnu, veitt honum nær ótakmarkað frelsi til fjárfestinga hjá fyrirtækinu og árangurinn væri svipaður og Kenny Dalglish er með hjá Liverpool, þá væri ég búinn að skrifa uppsagnarbréfið.

  Afsakið orðbragðið en það er nú meira helvítis kjaftæðið ef maðurinn fær að halda áfram með liðið á næsta tímabili. Skiptir engu þó hann sé einhver fornfræg hetja. Árangurinn talar sínu máli.

  #12
  “Dalglish verður seint skammaður fyrir þennan leik nema þá að hafa ekki verið búinn að skipta Sterling inn um 20 mín fyrr. Drengurinn átti enga stór innkomu en ég vil fá að sjá meira af honum. Ég held að leikmennirnir geti tekið þetta á sig sjálfur. ”

  Dalglish er maðurinn sem stjórnar… Velur byrjunarlið, kaupir leikmenn og mótiverar þá fyrir leiki. HANN BER ALLA ÁBYRGÐ Á SVONA SPILAMENSKU OG ÁHUGALEYSI LEIKMANNA.

  Ef það á að skamma einhvern, þá á að skamma Dalglish…

 39. Ég er svo engann veginn að gráta þennann leik. Þegar ég sá uppstillinguna þá vissi ég að það lið yrði ekki líklegt til árangurs. Þarna var hópur manna sem hafa lítið sem ekkert spilað saman og hafa verið með fáar mínútur í vetur.

  Þarna var verið að hvíla lykilleikmenn fyrir úrslitaleikinn og svo voru nokkrir leikmenn þarna sem hefðu getað spilað sig inní byrjunarliðið í þeim leik. Maxi, Kuyt og Carroll voru þeir sem maður hélt að myndu stíga upp og vera virkilega grimmir og hungraðir. En það var bara Carroll sem mætti til leiks, hinir tveir fannst mér hálf ósýnilegir…..

  Ég bíð spenntur eftir laugardeginum. Það verður töluvert betra lið sem mætir til leiks þar.

 40. Menn tala hér um áhugaleysi hjá mönnum sem spiluðu í gær og það er vegna þess að flestir eru á förum burt frá Liverpool og það skiptir ekki máli hvar við endum,,,,, en það getur verið að við séum að taka 2 fokking bikara og KD var ekki að nota mennina sem gera það, og það er ekki verið að sýna hvernig þeir vinna þennann bikar, allavegana gera þeir það ekki með spila menskunni sem var í gær er þetta ekki einhver taktík að vera lélegir svo að Chek#”!”# mæti nokkuð öruggir að slátra svona slöppu liði, 🙂

 41. Þessi leikur var alveg eftir bókinni. Rafa gerði þetta líka árin 2005, 2006 og 2007, í öll skiptin átti hann fram undan stóran úrslitaleik í maí og stillti upp nánast varaliði í síðasta deildarleik fyrir. Tapaði þeim öllum en vann tvo af þessum þremur úrslitaleikjum.

  Með öðrum orðum, liðið hafði að litlu að keppa í gær og það að “fórna” þessum Fulham-leik mun reynast algjörlega þess virði EF liðið vinnur Chelsea á laugardag.

  Hins vegar þarf að líta á frammistöðuna í gær á eftirfarandi hátt:

  Dalglish var ekki bara að gefa skít í leikinn með því að hvíla leikmenn. Hann var líka að gefa leikmönnum séns, og hefur pottþétt lagt það þannig upp. Hann hlýtur að hafa sagt við þessa leikmenn, eins og t.d. Kuyt, Maxi, Carroll, Spearing, Henderson, að ef þeir vildu vera í byrjunarliðinu á laugardag yrðu þeir að sýna honum að þeir hefðu það sem til þarf … og að mínu mati var bara Carroll eitthvað nálægt því í gær.

  Kuyt og Maxi áttu sennilega sína slökustu leiki fyrir félagið og Spearing, Henderson, Coates, Shelvey og Kelly eiginlega líka. Aurelio var allt í lagi og slapp ómeiddur, sem er það besta sem maður vonast eftir frá honum, og Skrtel var óheppinn í markinu en ágætur þess utan. Doni var fínn í markinu og Carroll var góður en allt of einangraður.

  Aðrir þurfa að líta í eigin barm eftir þennan leik. Það skiptir leikmennina engu máli þótt þetta sé ‘þýðingarlaus’ leikur rétt fyrir bikarúrslit. Ef þú spilar vel í þessum leik gætirðu fengið stærra hlutverk á Wembley en ella og ef það er ekki nóg til að mótivera þessa stráka til að reyna meira á sig eiga þeir ekkert erindi lengur á Anfield.

  Þannig að já, það er auðvitað hægt að skjóta á Dalglish fyrir að undirbúa liðið ekki nógu vel eða fyrir að hvíla lykilmenn en að mínu mati flokkast þetta bara undir leik þar sem Dalglish punktaði hjá sér hverjir hafa alvöru metnað og hverjir ekki.

  Þar stendur efst á blaði hjá mér að Dirk Kuyt og Maxi Rodriguez fóru langt með að stimpla sig út í sumar í gærkvöldi.

 42. 1. Ég finn til með þeim aðdáendum liðsins sem voru jafnvel búnir að kaupa sér miða á þennan leik fyrir löngu síðan. Þessi frammistaða var grátleg.

  2. Ég er hissa á mörgum leikmönnum sem spiluðu þennan leik. Hafa menn engan áhuga á að spila í bikarúrslitaleiknum?

  3. Ég er kannski gamaldags, en mér finnst það óvirðing við mótherjann, aðdáendur og jafnvel fótboltann í heild sinni í hvert skipti sem ekki er stillt upp eins sterku liði og völ er á. Það á að fara í alla leiki til þess að vinna þá.

  4. Ég hef sagt það áður með kónginn Kenny að það er ákveðin áhætta að ráða mann í stjórastöðu sem er í guðatölu hjá okkur öllum. Það er mjög erfitt að reka hann og ég persónulega gæti það aldrei.

 43. Ég sé ekki hvernig menn geta sagt að þetta tap gegn miðlungsliði hafi bara verið vegna leiksins á laugardaginn. Hvað með töpin gegn West Brom, Wigan, QPR og Bolton? Voru þá líka bikarúrslitaleikir framundan? Hvað með Fulham leikinn á Craven Cottage sem fór líka 1-0? Þetta hljómar fyrir mér bara eins og léleg afsökun og flótti frá vandamálinu.

  Liverpool aðdéndur eru ekki vanir því að vera í svona slæmri stöðu án þess að geta skrifað hana á eitthvað einfalt. Fyrst voru það eigendurnir sem vildu ekki setja neina peninga í liðið og svo var liðsandinn ekki nógu góður og svo kom Hodgson og þá var allt honum að kenna o.s.frv. Núna höfum við reyndan þjálfara sem nýtur stuðnings og virðingar hjá klúbbnum, liðsandinn virðist góður og fáránlega háar fjárhæðir voru settar í leikmenn á síðasta ári (miklu hærri en hjá t.d. Everton, Newcastle, Tottenham og Arsenal).

  En samt er liðið bara um miðja deild og þarf að vinna báða leikina sem eftir eru til að sleppa við að setja met í lægsta stigafjölda Liverpoolliðs í PL frá upphafi. Það þýðir verri árangur en á Sounesstímanum, Evans/Houllier tímabilinu fræga og síðasta ári Benitez þar sem allt var í rugli. Þetta er þrátt fyrir c.a. 100 mill. eyðslu og konungborinn stjórnanda.

  Þessar bikarafsakanir duga skamt að mínu mati, þetta eru ekki nema tólf leikir aukalega (5 þeirra gegn neðrideildarliðum) sem lið sem er ekki í Evrópu á bara vel að ráða við. 2001 liðið gerði þetta plús alla Evrópuleikina og það náði 69 stigum í deild. Það er bara ekkert sem segir að lið þurfi að fórna deildinni fyrir einhverja nokkra bikarleiki og er það yfirleitt mark lélegra liða sbr. Birmingham og Portsmouth.

  Þetta er löngu hætt að vera spurning um að nýta færi eða eitthvað slíkt, liðið er bara að spila fáránlega illa og það er ekkert sem bendir til þess að neitt muni skána með þessu áframhaldi.

  En svo er líka bara hægt að kenna Kuyt og Maxi um þetta, djöfull sem þeir kunna ekki að gefa fyrir!

 44. Tek það fram að ég las ekki öll comment.

  En ég ætla að synda á móti straumnum!
  Ég trúi því þegar flautað verður til leiks á næsta tímabili að Liverpool verður Englandsmeistari sama hvaða þjálfari er við stjórnvölin! Ef það er ennþá KK þá bara vinnur hann titilinn! Hann trúlega myndi setja meira kapp í að vinna deildina þar sem hann er búinn að spila í úrslitum FA (Sigur/Tap) og vinna litla bikarinn árinu áður..

  Liverpool mun pottþétt styrkja sig í sumar, trúlega skella þeir sér í verslunarferð til Hollands og Frakklands og viti menn.. þar er hægt að gera góð kaup! Sjáið Suarez, Papiss Cissé, Cabaye, og fleiri hafa sýnt það í deildinni í ár að þú getur alveg komið frá “minni” deildum í evrópu og gert góða hluti í ensku úrvalsdeildinni.

  En ég hef trölla trú á mönnum eins og Henderson, Carroll, Coates, Flanagan! Þeir eiga eftir að gera góða hluti í framtíðinni og maður veit aldrei hvenær þeirra tímabil mun koma! Gæti verið á næsta ári.. hver veit!

  King Kenny! You Never Walk Alone! en ég er samt ekki sáttur við þig akkurat núna 😉

  Tökum Chelsea á Wembley um helgina og fögnum FA bikarnum eins og aldrei áður! Syngjum söngva og níðumst á united stuðningsmönnum! Gerum það sem við kunnum best! Vera sannir Liverpool stuðningsmenn! 🙂

  Elskum friðinn og strjúkum kviðinn! Áfram Liverpool YNWA!

 45. lélegt, að það skuli vera hægt að bjóða manni upp á svona vitleysu. Þeir sem spiluðu á miðjunni í þessum leik ættu að finna sér önnur lið til að spila í. Og hvar var stjórinn, alveg freðinn á línunni. hefði átt að taka út af og engan inn á staðinn ( þekkt dæmi) til að sýna mönnum hnefann…..

 46. Ég skil þá hugsun mætavel, að þessi leikur hafi ekki skipt máli, því deildarkeppnin er búin. Liðið hefur hvort eð er ekki að neinu að keppa.

  Ég er samt ekki alveg 100% sammála því – allavega ekki í dag! Liðið er að slá hvert vafasama metið á fætur öðru – lið mæta á Anfield og ganga í burtu með fyrsta sigur sinn þar í sögunni – liðið tapar fleiri stigum á heimavelli en þekkst hefur í áratugi – árangur liðsins í deildinni er sá versti frá því að elstu menn muna (næstum því!).

  Og ég gæti haldið áfram.

  Það er eiginlega aðeins tvennt í stöðunni:

  Í fyrsta lagi eru leikmennirnir annaðhvort metnaðarlausir par exellance.

  Eða, í öðru lagi, leikmennirnir eru ekki betri en þetta.

  Ég er ekkert endilega að tala um Fulham-leikinni, heldur tímabilið í heild sinni. Þetta er eiginlega þyngra en tárum taki, að horfa upp á deildarkeppnina á þessu tímabili. Það er jafnaugljóst og að himininn virðist blár að lit, að liðið er meðallið. Ekkert meira og jafnvel nær því að fara í hina áttina. Það er þó huggun harmi gegn, árangur liðsins í bikarkeppnunum. En ég vil þó leyfa mér að benda á eitt – Liðið hefur ekki unnið FA bikarinn, þó menn hér séu býsna bjartsýnir á það.

  Ég les út úr ummælum manna hér undanfarið, að það eina sem bjargar tímabilinu sé sigur í FA bikarnum. En ég spyr á móti, hvað ef sigur næst ekki þar? Hvernig munum við dæma tímabilið?

  Það verður ekki góð lesning, svo mikið er víst.

  Ég er ekki bjartsýnn fyrir bikarúrslitin. Mig grunar að ónefndi fimmtíumilljónpundamaðurinn eigi eftir að gera okkur mikinn óleik, nú þegar hann virðist vera kominn í gang.

  Enn svartsýnni er ég á það, hvernig verður umhorfs hér eftir leik, þ.e.a.s. EF Liverpool tapar. Ég býð ekki í það, held ég.

  Áfram Liverpool!
  Homer

 47. Ég er ekki eins svekktur yfir þessum leik og flestir sem skrifa hérna. Tímabilið er fyrir löngu farið í vaskinn nema hvað varðar mögulega FA cup. Að sjálfsögðu spilaði hann á mönnum sem eru ekki í byrjunarliðinu og gaf þeim um leið séns á að sanna sig eins og svo margir sem hér hafa skrifað hafa óskað eftir. Mér fannst vera barátta í liðinu en gæðin voru sennilega ekki meiri en þetta. Með þessu móti er hægt að mæta á laugardag með óþreytta menn og gera atlögu að því að sigra.

  Ég er síðan hrikalega á báðum áttum með Kenny, þ.e. hvort hann eigi að hætta eða fá lengri tíma. Mér finnst einhvern veginn líklegt að hann klári bikarleikinn og stígi síðan til hliðar. Ég tel jafnvel svo að Kenny taki sjálfur þessa ákvörðun því hann veit manna best að árangurinn í vetur er óviðunandi fyrir okkar ástkæra félag.

 48. Deildinni lauk með marki Van Persie á Anfield.

  Eftir það hefur klúbburinn einbeitt sér að FA bikarnum, sló út Stoke og Everton og hefur síðan verið að skoða það hvaða leikmenn eru tilbúnir til að spila alvöru leiki aðallega, en auðvitað reyna að safna stigum líka.

  Eftir leiki gærdagsins er ég sammála því hjá KAR að Maxi og Kuyt munu fara, en ég er ekki síður stressaður yfir Martin Kelly í bakverðinum sem og því að treysta Coates til að vera backup í hafsentinum fyrir Skrtel og Agger. Þess utan er ég handviss um að verið er að skoða stöðu Charlie Adam, en hann verður víst ekki dæmdur héðan af. Hins vegar langar mig til að félagið reyni að halda Alexander Doni á næsta ári, án vafa besti varamarkmaður okkar lengi.

  Jordan Henderson er ég spurður um. Ég er rólegur yfir honum um sinn, hann leikur fínt inni á miðjunni og er að mínu mati keyptur til að spila þar. Þegar við spilum 4-2-3-1 á næsta ári með Lucas inni þá vona ég að við sjáum Hendo spila með honum og þá sjáum við betur hvað við eigum. Það má heldur ekki gleyma því að þarna er á ferð ungur strákur sem er að koma til stórliðs og sú pressa hefur komið honum á óvart. Hann tapar líka á því að menn fóru að tala um “hinn nýja Gerrard” sem er einfaldlega ósanngjarnt gagnvart nokkrum. En mér finnst þessi strákur þrælefnilegur og ekki nokkur ástæða til að hamast á honum. Hann hefur lært mikið á þessu ári, fær sumarið til að undirbúa sig og ég er handviss um að hann verður sterkari strax á næsta ári.

 49. Deja vu ?

  5/02/2012 12:30:00 PM
  Sacked! Ruthless FSG fire two more high-profile LFC employees. Dalglish next…?

  FSG have shown their ruthless side once again and fired another two high-profile members of Liverpool FC’s staff.

  After the recent sackings of Damien Comolli and Peter Bruckner, two high-flying LFC executives have been now been dumped.

  The newest employees to join the Anfield scrapheap are:

  * Jean Crisp, the head of customer experience

  * Stephen Turner, head of international soccer schools.

  Both were part of the commercial team led by the recently departed Graham Bartlett

 50. Maggi nr. 50 Þetta er náttúrulega ótrúlegur málflutningur. “Deildinni lauk með marki Van Persie á Anfield”. Hvað í ósköpunum áttu við með þessu? Frá þessum leik hafa verið endalaus tækifæri til þess að koma sér í baráttuna um 4 sætið aftur. Við höfum spilað 10 leiki í deildinni eftir þetta, og ef menn hefðu nú bara drullast til að vinna ALGJÖRA SKYLDUSIGRA gegn QPR, Aston Villa, Wigan, WBA og Fulham þá værum við með 63 stig núna og í 4 sæti! Við fengum eitt stig í þessum 5 leikjum gegn þessum liðum, en samt voru 4 af þessum leikum á Anfield! Við hefðum getað leyft okkur að tapa fyrir Newcastle og Sunderland úti, en værum samt með 63 og í fjórða sæti! Þannig að það er gjörsamlega út í hött og óafsakanlegt með öllu ef menn hafa bara pakkað saman og hætt að nenna að spila fleiri deildarleiki eftir þetta tap gegn Arsenal. Ótrúlegt ef menn ætla að nota þetta sem einhverja afsökun, eða telja þetta á einhvern hátt réttlætanlegt þessi HÖRMULEGI árangur í deildinni eftir þennan Arsenal leik bara af því að þessi eini leikur tapaðist. Það var heill hellingur eftir af mótinu á þessum tímapunkti, og menn hefðu bara þurft að vinna algjöra skyldusigra gegn nokkrum smáliðum á Anfield til þess að vera í bullandi baráttu um CL sætið.

 51. Haha, Maggi, núna ertu alveg farinn með það. Deildinni lauk með marki Van Persie á Anfield?

  Er ekki verið að selja inn á þessa leiki? Af hverju er ekki ókeypis aðgangur þá bara? Eða endurgreiðsla á miðum? Eru þessir menn (leikmenn og þjálfarateymi) ekki ennþá á launum? Eða gildir það bara í bikarleikjum?

  Ég á bara ekki orð.

 52. Maggi no 50 Það er ekki boðlegt að halda svona þvælu framm þegar 11 leikir eru eftir
  af deildinni.

 53. Vildi bara taka það fram að mér fannst Coates frábær allan leikinn utan við kannski 2 lélegar sendingar fram völlinn, maður leiksins hjá Liverpool því að Shelvey og Carroll voru slakir í seinni hálfleik.

 54. No 42 Kristján Atli,,,, er fullkomlega sammála þér, komið og sýnið mér hvað þið getið, ég er búinn að setja verðmiða (strikamerki) á ykkur sem ekki standa sig.

 55. Veit nú ekki alveg hversu mikið þarf að ýta við einhverri hörundsárri umræðu hér.

  Það sem ég meina er að þegar við töpuðum fyrir Arsenal áttum við ekki lengur neinn möguleika á CL sæti og þá varð Stoke í FA cup mikilvægasti leikurinn og öllu snúið um hann. Eftir þann sigur varð það Everton og síðan þá Chelsea.

  Með því er ég ekki að draga neitt yfir það að deildargengið er ömurlegt, en ég er alveg sannfærður um að þjálfarateymið ásamt sjúkraliði hafa stillt allt inná þessa keppni og á meðan að við förum áfram og vinnum þá leiki þá er það umræðan sem fer fyrir eigendurna.

  Það er meiningin mín, ekki það að sætta sig við úrslitin. Hins vegar skulum við nú ekki líta alveg framhjá því að sum þessara liða, t.d. Wigan og QPR hafa náð góðum úrslitum gegn liðum sem hafa haft að meiru að keppa en okkar menn.

  En við skulum nú ekki láta þetta skemma umræðuna og tilhlökkunina fyrir helginni, úrslitaleikur FA cup er næst stærsti leikur í Evrópu og við eigum að gleðjast og plana fyrir þátttöku okkar manna i þeim leik – saman!

 56. Maggi, áttum vid ekki lengur möguleika á CL sæti? Um hvad ertu ad tala? Lestu endilega kommentid mitt, nr. 52, og reyndu svo ad halda thessu fram!

 57. Ef að menn álitu að baráttu um fjórða sætið væri lokið eftir leikinn við Arsenal lýsir það engu öðru en algjör metnaðarleysi og það er í raun það sem mér þykir verst því ef þetta er rétt settu Kenny, leikmenn og allir aðrir í kringum liðið deildina til hliðar á þessum tímapunkti! Þetta finnst mér hafa endurspeglast í algjöru metnaðar-og einbeitingarleysi í deildinni og það er eins og Kenny hafi frekar ýtt undir þetta rugl í stað þess að berja menn áfram í baráttunni um meistaradeildarsætið, við höfum jú fengið fullt af tækifærum til að koma okkur aftur í þá baráttu. Trúi því ekki að þetta sé karakter sem menn vilja að leikmenn og þjálfari Liverpool sýni…ef svo er skulum við bara sætta okkur við að vera miðlungslið sem vinnur einn og einn titil en ekki lið sem er til í baráttu á öllum vígstöðum.

 58. Í stað þess að herða sig upp eins og alvöru karlmenn hefður gert í héldu áfram og drulluðust til þess að neita að gefast upp værum við núna ú 4 sæt, þá gáfust menn upp á deildinni sem er ekkert annað an argasti aumingjskapur. Það er ekki eins og álagið hafi verið að drepa menn, þetta er jú það sem allir vilja spila nokkra leiki í viku. Deild, bikar og meistaradeild. Hvað ætlum við að gera ef við komumst einhverntíman í meistaradeildinna gefa allar hinar keppninar uppá bátinn um jólinn ef það kemur smá brekka.

  Ekkert annað en aumingjaskapur að mínu mati.

 59. Ég held, að það sem Maggi er að reyna að koma frá sér, sé það, að markið hjá Robin van Persie hafi slökkt neistann hjá leikmönnum Liverpool. Þeir hafi, við þetta mótlæti – og ranglæti – séð sitt brothætta sjálfstraust fara í þúsund mola, og hreinlega ekki náð sér á strik eftir það.

  Þetta er ekki flóknara en það.

  Hitt er svo annað mál, hvort það hafi verið réttlætanlegt eða skiljanlegt af leikmönnum og þjálfurum Liverpool FC að leyfa slíku að gerast. Það er hins vegar allt önnur Ella, og sjálfsagt að ræða þann hlut út af fyrir sig.

  En Maggi er svo sem fullfær um að svara fyrir sig sjálfur … ég læt hann bara um það (enda þekki ég manninn ekki neitt)

  Homer

 60. Sammála Magga varðandi Henderson. Mér finnst hann vera í svipaðri stöðu og Lucas fyrir c.a. tveimur árum. Hann hefur liðið mikið fyrir taktíska vanhæfni Dalglish en nú loks þegar hann fær að spila sína stöðu (aftastur á miðjunni) er hann að stíga upp. Leikur liðsins í gær var miklu betri þegar hann var inná, en hann átti flestar sendingar og best hlutfall heppnaðra. Hann vinnur líka mun meira en bæði Adam og Gerrard. Það er algjör óþarfi að hamast í honum og það sama gildir um Coates sem mér fannst heilt yfir bara fínn í gær þó hann sé kannski ekki alveg tilbúinn í enska boltann strax. Þetta eru ungir strákar sem eiga fullt inni, annað en margir í þessum vesæla leikmannahópi.

  Hversvegna segja menn t.d. að Kuyt sé að stimpla sig út úr liðinu en að Downing eigi að byrja úrslitaleikinn og vera maður til framtíðar? Kuyt skoraði sigurmarkið á lokamínútunni gegn Utd. í bikarundanúrslitunum og á Wembley í deildarbikarnum auk krúsjal vítis í keppninni í lokin. Án hans værum við aldrei að spila á Wembley á laugardaginn. Í mínum huga er þetta frekar Kuyt að beila á Liverpool en öfugt. Þeir sem hafa fylgst með Hollenska landsliðinu vita að þessi maður er langt frá því að vera búinn. Ókei hann hefur verið lélegur suma leiki en hvað hefur Downing gert? 0 mörk á leiktíðinni þrátt fyrir að vera með tæplega þrjár marktilraunir að meðaltali í leik? Langflestar fyrirgjafir í deildinni sem rata ekki á samherja? Mér finnst hann hafa toppað El Hadji Diouf sem lélegustu kaup Liverpool ever.

 61. Held ég láti hér kyrrt liggja.

  Podcast á eftir vonandi svarar einhverju og stillir fókusinn á mikilvægasta leik Liverpool í rúm fimm ár.

  Til hans hlakka ég mikið!

 62. En vá hvað mér finnst illa gert að nefna Downing í sömu setningu og Diouf. Það er beinlínis út í Hróa hött!

 63. Eitt að fáum skiptum sem ég er ósammála vini mínu honum Magga. Aðdáendur LIVERPOOL eiga kröfu á þá leikmenn sem spila fyrir LFC að þeir leggji sig fram 120% í þá 38 leiki sem deildarkeppnin er. Við gætum alveg sagt að deildinni lauk hjá arsenal þegar þeir voru rassskelltir af scum 8-2. En þeir hafa haldið áfram og komið tilbaka tvíefldir, og sjáið hvar þeir eru í deildinni.

  Ef illa fer á laugardaginn, þá er enn súrara að enda um miðja deild 🙁

  YNWA

 64. Downing er með 0 mörk 0 stoðsendingar í 26 leikjum sem byrjunarliðsmaður í deildinni. Í þessum leikjum skoraði liðið 34 mörk og hann átti ekki þátt í neinu einasta þeirra. Diouf ætti frekar að skammast sín fyrir þennan samanburð.

 65. Ég vil bara að menn leggi sig 100% fram. 120% er bara bull, hvað gera menn ef þeir leggja sig 120% fram? Spila í 18 mínútur í viðbót eftir að hitt liðið er farið í sturtu?

 66. Þetta var lélegt.Menn verða að fara að girða sig í brók.Hvað er í gangi með heimavöllinn Not good enough mr Dalglish.

 67. Hjalti, sammála með Downing o stoð og 0 mörk, en segðu mér statikina hjá Henderson?…..0 og 1 ….þetta er snilldin og Hjalti og Maggi sáuð þið U-21 í sumar ? sáuð þið Henderson????? burtu með hann , Liverpool á ekki að vera tilraunastofa……og fannst ykkur Shelvey góður? hann var arfaslakur, sendingar, skot…..akkúrat engin ógnun

 68. álit manna á Henderson virðist öllu meira á þessari síðu víðast. Hann fær auðvitað endalausa sjensa fyrir að vera ungur og spilað út úr stöðu. Hann hefur jú þokkalegt work rate en ég hef því miður ekki komið auga á neitt í hans fari sem bendir til þess að hann hafi nokkra hæfileika til að stíga upp úr meðalmennskunni. Auk þess virðist sjálfstraust hans molna við minnsta mótlæti og ég hreinlega get ekki bent á leik sem hann hefur heillað mig síðan ég fór að fylgjast með honum á með u21 sl. sumar.

  Nokkrir kunningjar mínir sem halda með öðrum liðum eru fanir að tala um Henderson sem mesta djók sem komið hefur fram í langan tíma. Það er kannski fullmikið sagt,, Henderson hefur átt örfáa leiki sem hann hefur komist sæmilega frá. Mér hefur aldrei þótt hann eiga góðan leik.

  Vissulega er ekki gott að segja hvað framtíðin ber í skauti sér og eiginlega er of snemmt að afskrifa hann strax. Ég sá þó strax á Lucas að þarna var hæfileikamaður á ferð, en það var ansi augljóst að enska deildin hentaði honum ekki, og hefur þurft langan tíma til að aðlagast henni og finna sig í stöðu varnartengiliðs. Henderson hefur leikið 3 ár í úrvalsdeildinni og lék lengst af á hægri kanti hjá Sunderland. Satt best að segja hef ég enga trú á þessum leikmanni, nema hann spili sem varnartengiliður og fái hugrekki til að fara í tæklingar, sem hann hefur að mestu forðað sér undan hingað til.

 69. Ég hefði haft fyrirsögnina á þessari leikskýrslu svona: Liverpool B – Fulham 0 – 1

 70. Ég ætla að horfa á björtu hliðarnar Carrol átti langbesta leik sem hann hefur spilað fyrir liverpool þótt hinir hafi gert upp á bak loksins sást af hverju við keyptum hann þvílíkt grimmur gaf ekkert eftir bara snilld hann á svo sannarlega skillið að spilla úrslitaleikinn.

Byrjunarliðið komið

Kop.is Podcast #19