Byrjunarliðið komið

Síðasta æfing fyrir Wembley framundan.

Liðsskipanin mætt:

Doni

Kelly – Skrtel – Coates – Aurelio

Henderson – Shelvey – Spearing – Maxi

Kuyt – Carroll

BekkurinnJones, Sterling, Downing, Robinson, Enrique, Flanagan, Carragher.

Agger, Gerrard, Johnson, Suarez og Reina í jakkafötunum bara og ég held að við sjáum Enrique og Downing á bekk í allt kvöld!

Ekk vanaleg uppstilling en nógu gott lið til að skila þremur stigum, en auðvitað skiptir mestu að fá ekki meiðsl eða rauð spjöld.

Koma svo!!!

67 Comments

  1. mikið ánægjuefni að sjá uppstillinguna í kvöld… sérstaklega að sjá sterling á bekknum… vonandi fær hann nokkrar mínútur í kvöld… einnig að sjá shelvey þarna hef trú á stráknum… og maxi setur hann pottþétt í kvöld!!!
    YNWA!!

  2. Segir þetta okkur að Carroll sé ekki að fara að byrja á laugardaginn?

  3. Bellamy er líka hvíldur. Greinilegt að þessi leikur skiptir engu máli nema að gefa tæpum mönnum eins og t.d. Maxi, Spearing, etc. séns á að stimpla sig inn fyrir Wembley.

    Annars finnst mér gífurleg kaldhæðni í því að í dag, daginn sem Roy Hodgson tók við Englandi, skuli táningurinn Alex Kacaniklic byrja inná hjá Fulham á Anfield. Kacaniklic var eitt mesta efni Liverpool en Hodgson lét hann upp í kaupin á Paul Konchesky í ágúst 2010. Stórkostleg viðskipti, það!

  4. Bjarni (#2) spyr:

    „Segir þetta okkur að Carroll sé ekki að fara að byrja á laugardaginn?“

    Ég myndi, eftir að sjá liðið og þá sem eru hvíldir í kvöld, nánast veðja á að liðið gegn Chelsea verður nákvæmlega eins og gegn Norwich um síðustu helgi. Það er einna helst spurning hvort Skrtel verður inni á laugardag, þá annað hvort fyrir Carra eða Enrique (og Agger þá í bakverði eins og gegn Everton).

  5. Tippa á fulham
    ég segi 2-0 fyrir Fulham og mér er alveg sama. Bara vinnum þennan bikar og þá er ég sáttur

  6. Gott að hafa að engu að keppa og geta hvílt menn, ólíkt Chelsea sem eru ennþá að berjast á þremur vígstöðvum… um fjórða í deild, FA og CL.

  7. eg hef ekki streemad svo lengi 🙂

    hvada sidur eru med linka a sopcast aftur ?????

  8. Í alvöru KAR, hvernig nennirðu þessu? Hodgson er farinn fyrir löngu, hvað viltu meira? Horfum fram á við!!!

  9. Það er eins og maður sé að horfa á jarðarför á Anfield, þögnin er yfirþyrmandi! Reynið þó allavega að skemmta áhorfendum víst þið hafið engu að tapa…

  10. Svona til að lýta á björtu hliðarnar: Þessi Shelvey lofar virkilega góður. Ég held að hann geti orðið góður liðsauki í framtíðinni.

  11. Ömurlegar sendingar hjá þeim. Þetta er bara eins og ad horfa á 2 deildina hérna heima.

  12. #8 Kiddi, ertu ekki að grínast? Þetta er áhugaverð staðreynd sem margir vissu ekki af og þar á meðal ég. Slakaðu svo á þessu böggi. Að Hodgson sé farinn fyrir löngu er svo ekki rétt, hann er alltaf í fréttum og núna hefur FA ráðið hann sem landsliðsþjálfara sem magnaður skítur.

  13. 16 :

    Segðu mér endilega hvað við græðum á því að væla yfir Hodgson? Lifum við ekki í núinu?

  14. Verð að segja það að Andy Carrol er alger skepna. Hann er búinn að eiga alla bolta sem að hafa komið í áttina að honum í þessum fyrrihálfleik. Þvílík umskipti sem hafa orðið á þessum strák. Þetta er gaurinn sem við keyptum frá Newcastle!

  15. Kiddi #8 og #18 finnst hann nú lítið vera að væla yfir Hodgson… Meira að benda á að hann setti efnilegan ungan leikmann sem er að spila í dag með Fulham upp í kaupin á sennilega lélegasta vinstri bakverði sem hefur spilað fyrir Liverpool og þó víðar væri leitað…

  16. Sama hvað fólk vælir yfir sendingum, thá er Aurelio búinn að eiga stórleik sendingalega séð. Margar hørku sendingar frá theim dreng, og maður vorkennir honum bara að vera með thetta meiðslavandamál.

  17. 21 :

    Ef þetta væri ‘isolated incident’, þá gæti ég tekið undir það með þér. En þetta er systematískur pirringur og væl út í Hodgson frá KAR og síðustjórnendum. Ég bara skil það ekki, maðurinn er farinn fyrir 1oghálfu ári síðan. Move on!!!

  18. Sælir félagar

    Sá fótbolti sem liðið hefur boðið uppá í fyrri hálfleik er með þeim hætti að þeð er vonlaust að hæla nokkrum manni. Staðan er að vísu óverðskuldað 0 – 1 fyrir Fulham sem ekki er að spila merkilegan bolta. En þess heldur ætti heimaliðið að vera að gera betur. Það sést vel hvað Maxi er í raun takmarkaðu knattpyrnumaður og Aurelio hefur ekki bætt sig frá sem hann var hér áður.

    Okkar menn hafa þó heldur hresst eftir því sem liðið hefur á leikinn og áttu sæmilegar sóknir undir lokin. Ég legg samt til að , Sterling, Downing, og Robinson komi inn fyrir Kuyt, Aurelio og Maxi strax í hálfleik og fái að klára þetta.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  19. SigKarl, það má nú hrósa Carrol. Hann er að vinna alla bolta en þá eru aðrir víðsfjarri sem er hægt að laga og þá steinliggur þetta.

  20. #23 Kiddi, þitt væl um að KAR sé sívælandi er orðið þreytt, hættu þessu væli.

  21. Henderson með 40 sendingar í fyrri hálfleik (flestar í leiknum) og 98% heppnaðar, tekinn útaf í hléi. Glæsilegt.

  22. Henderson er hvíldur…….ekki tekinn útaf vegna lélegrar framistöðu.

  23. Sýnist vera margt líkt með þessum heimaleik og öðrum,Liverpool er 10-1 yfir í markskotum en 0-1 undir í mörkum!

  24. og miðað við stöðuna núna fer að verða ansi ´plíklegt að Liverpool endi fyrir ofan everton,þeir eru að vinna stoke!

  25. okkur vantar svo mikið að versla leikmenn í sumar og losa okkur við þó nokkuð marga

  26. Vá hvað Maxi er lélegur leikmaður,,úff hann kann ekkert í fótbolta
    Vá hvað kuyt er takmarkaður kallinn.

    Shelvey og Cuates eru bara efnilegir, ég hef mikla trú á Cuates

    Maxi getur ekki verið á kantinum, þar vinnur hann EKKERT og ógnar ekkert, það er hægt að nota hann í boxinu og ekkert meira.

    Carroll er búinn að vera mjög ógnandi, hann er sí ógnandi og valdandi vandræðum.

  27. Maggi segir:
    “Ekk vanaleg uppstilling en nógu gott lið til að skila þremur stigum”.

    Bull. Þetta lið er engan veginn nógu gott til að skila þremur stigum gegn nokkru öðru úrvalsdeildarliði.

    Hins vegar er gott að sjá lykilmenn hvílda fyrir laugardaginn.

  28. Í sjálfu sér er Liverpool ekkert að spila illa miðað við seinni hálfleikinn en mikið finnur maður hvað hópurinn þarf að styrkjast fyrir komandi tíð.

    Carroll búinn að vera góður en mátti setja hann þegar hann hoppaði 2m yfir D.Murphy.

  29. Eruð þið að segja mér að enn eitt miðlungsliðið sé að fara með 3 stig frá Anfield!!!

  30. Þetta er hræðilegt. Allir lekmenn LFC ættu að skammast sín nema Doni maður leiksins fyrir LFC.

  31. man þegar aðkomuliðið var eiginlega búið að tapa áður en leikur hófst á Anfield en nú er öldin önnur!!!

  32. Fulham fer yfir okkur í 8 sæti og LFC í 9 eftir þennan leik ef þetta endar svona.

  33. Kelly er að mínu mati búinn að eiga arfaslakan vetur – sér í lagi núna seinni hlutans. Sendingarnar hans eru bara týndar!!!

  34. Hahahha, ég held að þetta sé bitlausustu sóknartilburðir Liverpool í mörg ár. Svo er sendingargetan fyrir neðan allar hellur. Já fínt, já sæll !!

  35. Þetta heimavallagrín hlýtur að vera nægt motivation fyrir FSG að byrja á nýjum velli um leið og síðasti heimaleikur verður flautaður af.

  36. Við að tapa við miðlungsliðið
    Bíddu hvað er liverpool annað en miðlungslið. Eins og staðan er í dag þá er liverpool miðlungslið og það á eftir að taka gott ár að koma okkur uppúr því

  37. En Liverpool sem miðlungslið ætti nú stöku sinnum að geta unnið annað miðlungslið á heimavelli!!!

  38. Þetta er klárt.. Minn maður leiksinns á Anfild á móti Fulham er markmaðurinn okkar.. Doni !! Hversu súrt er það..

  39. Ad madur skuli vera ad oska ser tess ad lidid jafni vid fulham er sorglegt. Tetta lid er drasl. Kenny a ad hafa vit a tvi ad segja af ser þott ad hann vinni fa. SKAMMARLEGT VID ERUM I SAMA SAETI OG FULHAMM OG EVERTON ER FYRIR OFAN FUUUUUUUUUUUUKKKKKK

  40. Þó þessi leikur skipti litlu máli og flestum sé sama hvort við endum í 7. eða 9. sæti þá er sorglegt að sjá hvað við erum slappir og andlausir á heimavelli og hvaða skunkalið sem er virðist geta mætt á Anfield fullir sjálfstrausts og spila til sigurs. En ef við tökum bikarinn á laugardaginn mun enginn muna í hvaða sæti við lentum í deildinni…

  41. Gott fyrir menn að draga djúpt andan áður enn valtrað er yfir leikmenn Liverpool. Man ekki betur en sumir hafi verið að kalla eftir því að ýmsir sem spiluðu þennan leik væru oftar inná. Sá nú ekki snillina hjá Maxi og fleirum stórstjörnum…… Vonum að þeir sem spila næsta leik verði með powerið í lagi YNWL

  42. Þetta er orðið skammarlegt hjá Liverpool, 1sigur í síðustu 8 heimaleikjum,,,skömm skömm, Guð hjálti mér ef við töpum um helgina, ég tel sigurlíkur okkar þar ekki meira en ci 30% , það eru mjög margir hér sem eru mjög sigurvissir á þann leik sem flokkast líklega vegna lélegs árangur okkar í deild og við þá að setja allt okkar á þennan leik.

    Enn samt ef við vinnum dolluna um helgina þá er búið að bjarga andlitinu þetta tímabil, við munum mæta liði í bullandi sjálfstrausti, lið sem er með mjög marga frábæra leikmenn sem geta unnið svona leik upp á sitt einsdæmii,,,,en við erum Liverpool samt sem áður og hvaða lið á að þekkja svona aðstæður betur en við.
    YNWA

  43. Liverpool þurfa að hugsa um þrennt núna Liverpool – Chelsea úrslit í FA Cup, kaupa og selja leikmenn í sumar og ná miklu betri árangi

  44. Ekkert bjargar þessu ömurlega tímabili ekki einu sinni sigur í þessum bikar næstu helgi. Hvað er í gangi, afhverju eru menn að sætta sig við þetta kannski er kominn tími á að hætta algjörlega að horfa á þetta lið. Það þarf stórar breytingar, alltof margir sem hafa ekki þetta liverpool hjarta sem þarf til að spila með okkur.

  45. Það er alltaf verið að tala um eins og þessi FA bikar sé bara kominn í bikarskápinn okkar. Hvað ef við töpum? 9.sæti og Carling Cup (sem við unnum í vító gegn Cardiff) tel ég vera ansi slæman árangur. Reyndar fáranlega slappan árangur.

    Ég er ekki að segja að það þurfi að reka Kenny nema að það sé annar betri stjóri sem getur komið inn fyrir hann.

    En það þarf eitthvað að gerast, mér er slétt hvað það þurfi að gera, þeir þarna í Bítlaborginni (eða í Boston) þurfa að bregðast fljótlega og finna út hvað það þurfi að laga við svo hægt sé að lagfæra sem þarf að lagfæra í sumar svo við getum byrjað nýtt tímabil af krafti.

  46. Fyndið, sú litla gleði sem fylgdi síðasta sigri er strax skotin niður með frammistöðu sem er búin að vera á repeat frá áramótum. Liðið hefði getað spilað í viku án þess að skora. Hver er eiginlega árangurinn hjá Spearing með Liverpool?

  47. Leiðinlegt hvað Anfield virkið er orðið slappt :-/ Enn !!! Ef það koma tveir Chelsea sigrar í röð og ein flott dolla í hús… þá getur maður aðeins byrjað að brosa aftur 🙂

  48. Það er ekkert sem afsakar þetta lélega gengi í deildinni í vetur. Dalglish er og verður alltaf Legend, en það er ekki eðlilegt eða ásættanlegt hjá Klúbbi eins og Liverpool að að enda í 8.sæti í deildinni þó að hann sé kannski að skila 2 bikurum í hús. Hann hlýtur að átta sig manna best á því ef hann virkilega elskar þetta félag. Síðan væri það líka bara flott plott hjá honum sjálfum að segja af sér eftir að hafa unnið vonandi 2 bikara.

  49. Það verða einhver óvæntustu úrslit vetrarins ef Liverpool vinnur á laugardaginn!

Fulham annað kvöld & #HodgsonforEngland

Liverpool 0 – Fulham 1