Norwich á morgun

Enn rúllar þessi blessaða Úrvalsdeild. Þrátt fyrir einlægar óskir um sumarfrí frá þessari stöðugu uppsprettu vonbrigða eiga okkar menn enn fjóra leiki eftir óspilaða og sá fyrsti þeirra kemur á morgun þegar við heimsækjum nýliða Norwich.

Ég nenni þessum leik varla, og flest ykkar eflaust ekki heldur. Deildarkeppni Liverpool lauk 3. mars síðastliðinn með tapi á heimavelli gegn Arsenal, allt síðan þá hefur meira og minna verið tilgangslaus tilraun til að láta eins og leikmönnunum sé ekki skítsama.

Fyrir mér þjónar leikurinn á morgun aðeins einum tilgangi. Auk Norwich á morgun á liðið leik á Anfield á þriðjudag gegn Fulham en þá tvo leiki mun Dalglish alveg örugglega nota til að láta leikmannahópinn sinn spila svo að allir séu heitir og fínir fyrir bikarúrslitaleikinn á laugardag eftir viku. Lucas Leiva og Charlie Adam eru frá út tímabilið en aðrir eru heilir. Hér eru þeir sem ég myndi segja að muni pottþétt spila annan eða báða af þessum leikjum í byrjunarliði:

Mark: Reina
Hægri bak: Johnson og Kelly.
Vinstri bak: Enrique.
Miðverðir: Agger, Skrtel, Carragher.
Miðja: Gerrard, Spearing, Henderson, Shelvey, Maxi, Downing.
Sókn: Suarez, Carroll, Kuyt, Bellamy.

Þetta eru þeir leikmenn sem ég myndi segja að eigi möguleika á að byrja bikarúrslitaleikinn og því mun Dalglish örugglega reyna að gefa þeim öllum séns í byrjunarliði í næstu tveimur leikjum. Eina undantekningin er Martin Kelly, ég held að Glen Johnson byrji alltaf bikarúrslitaleikinn en til að halda Johnson ferskum get ég alveg séð Kelly byrja annan hvorn leikinn.

Þetta eru 17 leikmenn og það eru 11 stöður í boði á morgun. Ég spái liði morgundagsins svona:

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Enrique

Kuyt – Henderson – Spearing – Bellamy

Suarez – Carroll

Sem sagt, Kuyt og Bellamy fá séns til að minna á sig á köntunum, Gerrard er nýkominn inn eftir að hafa misst úr síðasta leik vegna hnjasks og verður því bara á bekknum á morgun, Suarez/Carroll-combóið fær áfram séns saman og okkar sterkasta vörn byrjar þar sem við erum á útivelli.

Ef þetta lið gengi eftir myndi ég þá líka nánast ábyrgjast að Carra myndi hvíla Agger, Maxi myndi hvíla Bellamy og Downing myndi hvíla annað hvort Kuyt eða Carroll á þriðjudaginn kemur. Og Gerrard kæmi inn fyrir annað hvort Spearing eða Henderson á þriðjudag og yrði þar áfram á Wembley.

MÍN SPÁ: Norwich hafa aðeins unnið 2 af síðustu 10 deildarleikjum sínum, slakað talsvert á eftir að þeir tryggðu sér áframhald í deildinni, og eins og ég sagði hér að ofan eru okkar menn í hlutlausa gírnum í deildinni. Þetta verður jafntefli en vonandi með mörkum. Segjum 1-1.

Annars minni ég bara á að Liverpool-klúbburinn verður á Górillunni yfir leik ásamt öðlingnum Sammy Lee. Við strákarnir á Kop.is verðum þar líka yfir leiknum þannig að ef þið eruð fastakúnnar hér á Kop.is og kannist við okkur megið þið endilega koma og kasta á okkur kveðju. Ég biðst fyrirfram afsökunar á því hvað Babú verður illa tilhafður.

Áfram Liverpool, jafnteflið er ykkar!

65 Comments

 1. Er ekki rétt að reikna með að mörkum fjölgi og sláar- og stangarskotum fækki? Ég spái Liverpool sigri. Óheppnin tekur enda.

 2. Við Selfyssingar erum alltaf að biðjast afsökunar á Babu. Það er gott að aðrir eru byrjaðir á því líka enda veitir ekkert af 🙂

 3. Blanda af byrjunarliðs og varamönnum sem eiga eftir að blómstra og vinna 3-0

 4. Finnst líklegt að það mæti öflugt lið til leiks á morgun og lykilleikmenn verða síðan hvíldir á þriðjudaginn eða spili í stuttan tíma.

 5. “Ég nenni þessum leik varla, og flest ykkar eflaust ekki heldur. Deildarkeppni Liverpool lauk 3. mars síðastliðinn með tapi á heimavelli gegn Arsenal, allt síðan þá hefur meira og minna verið tilgangslaus tilraun til að láta eins og leikmönnunum sé ekki skítsama.”

  Þetta er fáránlegt! Ömurlegt hugarfar sem að ég vona að enginn leikmaður Liverpool deilir með þér!

 6. Við sjáumst alla vega hress annað kvöld á Árshátíðinni, annars held ég að Liverpool taki Norwich á morgun 1-2, Suarez og Henderson með mörkin 🙂

 7. Þetta er fáránlegt! Ömurlegt hugarfar sem að ég vona að enginn leikmaður Liverpool deilir með þér!

  Ef þú hefur ekki tekið eftir því þá spila ég ekki fyrir Liverpool. Ég bý á Íslandi og horfi á liðið í sjónvarpinu. Hvort ég er spenntur eða ekki fyrir leik hefur nákvæmlega engin áhrif á frammistöðu liðsins.

 8. Já, snúðu út úr orðum sem að eru skrifuð í bræði! Slepptu því bara að styðja Liverpool fyrst að þú nennir varla að horfa á leiki liðsins! Lélegur stuðningsmaður

 9. #7 kristján þetta var einn sá lélegasti útursnúningur sem sjést hefur…
  það sem kauði átti við að ef stuðnigsmenn hugsa svona þá gera leikmenn það líka.. og hann vonar að þú sért einn um þennan hugsunar hátt….

 10. vá hvað 8 og 9 eru tuchy á þetta.

  þar sem ég vissi ekki að Kristján væri með beinum hætti að spila fyrir Liverpool get ég nú ekki séð hvað það skipti máli hvort hann nenni að horfa á fleiri leiki eða ekki sé ekki að það sé dealbraker fyrir það hvort liðið standi sig vel eða ekki. og við sem erum búnir að horfa á alla leiki með þeim á þessu tímabili sjáum að margir leikmenn eru fyrir löngu hættir að nenna þessu og það hefur áhrif á okkur ekki öfugt þar sem við (og efast um að Kristján fái greitt frá þeim við að standa sig fáránlega vel hérna) fáum ekki greitt millur á viku eins og þeir.

  gæði stuðningsmanna fer ekki eftir því að styðja blint eins og strútur með hausinn í sandinum þegar allt er í skít heldur sína það með verknaði að svona gegngur ekki þar sem venjulegur einstaklingur sem er í vinnu er rekinn ef hann stendur sig ekki.

  þetta eru t.d. stuðningsmenn sem þrátt fyrir blinda ást á félagið láta þeir í sér heyra þegar leikmenn standa sig ekki.

  http://www.youtube.com/watch?v=StRkn8iae2M

 11. Sammála hh um að það eru leikmennirnir sem hafa áhrif á okkur en ekki öfugt – sbr. tilvísunin í þær hundruði milljóna (króna) sem þeir fá í laun. Ég er stundum byrjaður að vaska upp potta og pönnur og kominn inn í þvottahús að taka úr þurrkaranum eða e-ð þegar leikirnir detta í eitthvað “rugl”, efast um að leikmennirnir skynji það að ég er hættur að horfa og byrjaður að hlusta.

  Mistök einstakra leikmanna, vanhæfni sumra, lágt sjálfstraust annarra, meiðsli, bönn og endalaust af klúðruðum marktækifærum súmma upp deildina hjá Liverpool í vetur, að mínu mati. Hún er algjörlega ónýt, það liggur einfaldlega fyrir og að engu að keppa þar. Þótt ábyrgðin á því liggi auðvitað hjá Kenny (og áður Comolli – sem hlýtur að hafa klikkað rosalega, á hverju veit ég ekki) vegna einhvers þessa, þá hafa það verið leikmennirnir sem hafa brugðist algjörlega.

  Skrtel og Bellamy hafa verið einna bestir (stöðugastir) á þessu tímabili – og þá tel ég Suarez ekki með þar sem hann hefur ekki verið eins drjúgur fyrir okkur og hann á að vera. Við vinnum deildina þegar Gerrard, Suarez, Carroll (vonandi að hann detti í einhvern gír og festist þar), Agger, Johnson, Lucas, Reina og miðjumaðurinn og kantmennirnir sem við eigum eftir að kaupa verða bestir.

  Annars hlakka ég til leiksins á morgun, ekki eins mikið og Wembley kannski, eða þegar við spilum við ManU, Chelsea, Arsenal, City og Spurs í alvöru leikjum. En samt… ætla að taka allan leikinn, með upphitun á lfc.tv og öllum pakkanum og horfa á allt. Jafnframt heiti ég því að horfa á meðallangt highlights úr leiknum á opinberu síðunni ef við vinnum. Ef þetta dugar ekki til að mótivera leikmenn, þá veit ég ekki hvað gerir það.

  Það er Norwich er það ekki… vinnum þetta, án spaugs. Setjum Gerrard, Johnson, Agger, Skrtel, Suarez, Carroll, Maxi, Reina, Bellamy, Kelly og annan miðjumann í byrjunarliðið. Ég kysi helst Shelvey, þar sem vörnin okkar er nokkuð hröð og góð – ooog mér finnst hann 3. besti miðjumaðurinn okkar. Og sammála Kristjáni Atla með að slípa e-ð frambærilegt lið til fyrir úrslitaleikinn á Wembley.

 12. “lélegur stuðningmaður”
  Þetta er fyrir löngu orðið klassík : )

  Annars er ég sammála KAR að flestu leiti, ég er ekki spenntur, en mun þó örugglega horfa á leikinn.
  Og spái líka jafntefli, Holt setur fyrir Norwich og Skrtel fyrir LFC : )

 13. Ég vorkenni stundum kop.is strákunum. Það er eins og þeir fái miklu verra feedback fyrir sínar skoðanir en allir aðrir. Við skulum ekki gleyma því að þessir strákar eru í sjálfboðavinnu á þessari síðu svo við getum nöldrað, vælt, hrósað og gleðst með liðinu sem við elskum. Haldið áfram frábæru starfi kop.is menn!

 14. Sælir félagar

  Enn og aftur eru einhverjir ofurstuðningsmenn sem telja sig þess umkomna að draga menn í dilka sem alvöru- eða lélega stuðningmenn. Þvílíkt rugl og rembingur verð ég að segja. Ég ætla að horfa á leikinn og vona að menn girði sig í brók og vinni nú einn helv . . . leik. En ég tel nú samt að ég sé ekkert btri stuðningmaður liðsins en einhver annar sem nennir ekki að horfa. Þetta er einfaldlega smekksatriði og val á því í hvað menn og konur vilja nota tíma sinn.

  Liðið hefur ekki verið að ná þeim árangri í leikjum að mann endilega langi eitthvað ofboðslega til að sjá leikinn. Og oftar en ekki hefur maður verið fúll í meira lagi eftir leiki. Allavega eftir áramót. Því skil ég fólk vel að fólk vilji gera eitthvað annað í vorblíðunni en ergja sig á frammistöðu liðsins. En ég bara sleppi ekki leik ef ég get séð hann. Samt tel ég mig ekkert betri stuðningsmann en einhver sem vill frekar gera eitthvað annað við tíma sinn. Annars spái ég 1 – 3 og er vonglaður um að við náum 7. sætinu í það minnsta.

  Það er nú þannig

  YNWA

 15. Gæti ekki verið meira sammála KAR í þessum málum, ég er grjótharður stuðningsmaöur sem græt og lélegt Liverpool, hvernig Liverpool gengur nánast stjórnar því hvernig mér líður. En ég hef bara ekki nokkurn áhuga á þessum leik en ég horfi á hann og kem til með að verða í því skapi eftir þennan leik nákvæmlega eftir þvi hvernig hann fer, En svona fyrir fram er ég bara akkúrað NÚLL spentur fyrir þessu.

 16. var ekki bannað að telja einhverja stuðningsmenn síðri en aðra á þessari síðu ? yndislegt að sjá menn setja sig á háan hest, frammistaða liðsins í deild á þessu tímabili er ÓVERJANDI .. sama hvort menn telji sig vera ofurstuðningsmenn eða ekki

 17. Ég er einn af þeim sem er harður stuðningsmaður en nenni þessum leik ekki. Þeir sem telja mig eða aðra sömu skoðunar vera lakari aðdáendur Liverpool fyrir vikið mega hoppa upp í Manchester United-ið á sér!

 18. Við sem tjáum okkur hér stundum (oft) erum að sjálfsögðu allir stuðningsmenn Liverpool, sumir vilja KK burt ( td ég) aðrir ekki , ég td þoli ekki Adams aðrir fíla hann, og elska Bellamy ( eins og allir), ég bíð spenntur eftir leiknum á morgum eins og öllum okkar leikjum , ég hef trú að okkar menni girði sig í brók og vinni þennan leik, sumir tala um að það skipti ekki máli úr þessu hvernig síðustu leikir okkar í deildini fari, ég er algjörlega ósammála það skiptir mjög miklu fyrir framtíð Liverpool að liði sýni sitt rétta andlit (viðhorf) sem fyrst, það skiptir máli td hvernig fjölmiðlar í Bretlandi tala um gengi okkar ef skitan heldur áfram og þannig hefur það áhrif hvernig okkur gengur að fá til okkar gæða leikmenn, gæðaleikmenn vilja ekki koma í sökkvandi skip.

  Við þurfum að vinna dolluna og klára deildina með reisn og horfa framm á við og byggja upp nýtt stórveldi í enska boltanum, YNWA

 19. ég segi 7-1 fyrir okkar mönnum og allar flóðgáttir opnast! ekkert rugl lengur!

 20. Af hverju ættum við að taka upp á því að nýta færin og vinna? Í fyrsta skipti ætla ég að spá tapi. Við munum eiga 35 skot á markið en Norwich 7. Það mun þó ekki duga. Því miður…en við tökum hinsvegar FA dolluna, það er klárt!

 21. Sammála valda að það er bara eitt sem skiptir máli í deildinni og það er að vera fyrir ofan Everton.

  Á morgun er gleðidagur og leikurinn er bara byrjun hans. Við erum enn einu sinni að fara í lokaleiki í deildinni sem eru ekki að skipta miklu máli varðandi lokaútlit deildarinnar hjá okkur sem verður slakt. En að sjálfsögðu horfum við á og njótum þess, því það er stutt í að við missum af drengjunum okkar í þrjá mánuði. Svo við sitjum og klöppum fyrir mörkum og verðum fúl yfir klúðri. Enginn meiri stuðningsmaður en annar.

  Hins vegar að leik loknum vonast ég til að sjá hreina gleði á árshátíð klúbbsins þar sem algert legend mætir. Veit ekki hvort allir gera sér grein fyrir því en Sammy Lee hefur sýnist mér starfað fyrir Liverpool í alls 24 ár og það eru nú ekki margir sem státa af því.

  Svo megiði ekki taka Kristján of alvarlega. Babu er búinn að lofa að láta hjálpa sér við klæðaburð og svoleiðis, er viss um að hann verður til sóma!!!

 22. Hvernig væri það nú að leifa Bellamy að spila frammi með Carroll og hvíla Suarez.Mér fynnst Bellamy miklu betri frammi heldur en út á vængnum og það myndi að sjálfs sýna Suares að hann sé nú ekki sjálfskipaður byrjunarliðsmaður.
  Bellamy var einmitt að spila best þegar Suarez var í banni,ekki rétt? 😀

 23. ég vil fara að sjá skot fyrir utan teig sem endar með marki.oft flott spilamennska hjá liðinu en það er stundum eins og það eigi að labba með boltann inn í mark andstæðinga.Ætli GERRARD bænheyri mig ekki bara og komi með einn þrumufleyg af 28 metra færi:)

 24. Leik dagur á morgun, klárlega mjög erfið viðureign á sprækum nýliðum Norwich. Spái 3-2 fyrir okkur Suarez og Carroll með mörkin. Skil Kristján vel, vissulega ekki vel orðað en held að hann sé bara orðinn ofur spenntur fyrir FA og hugur hans ekki mikið við deild.

  En aðeins að öðru, ef maður lítur á töflunna sér maður að okkar menn séu heilum 37stigum frá efsta sæti og 16stigum frá meistardeildarsæti. Úff eru fyrstu viðbrögð og svakalega eigum við langt í land. Kannski er ég á einhverju bleiku skýi og sé þetta ekki réttu ljósi. Ég held að við eigum ekkert svo langt í land. Þetta tímabil er búið að vera mjög skrýtið, því ég hef ekki sé okkar menn spila svona vel síðan 08-09 tímabilið. Liverpool skapar sér fjölmörg dauðafæri í flest öllum leikjum, ræður ferðinni og er mikið með boltann. Hugsa sér liverpool með heitan framherja væri á allt öðrum stað í dag. Svo vissulega eru nokkrir leikir sem liverpool mætti ekkert í og var sér til skammar. En svona heilt yfir er ég sáttur með framfarir liðsins, vissulega er ekki að sjá það í stigum en spilamennskan er góð og úrslit hljóta að koma. Einn bikar kominn í hús og vonandi annar á leiðinni. Ef Liverpool kaupir rétt í sumar verð ég bjartsýnn á næsta tímabil.

 25. Ömurleg skýrsla, algerlega ÖMURLEG. Ég hætti að lesa eftir fyrstu tvær málsgreinarnar enda ljóst að þetta rusl væri ekki þess vert að lesa! Leiktímabilið er EKKI búið, að þú skulir voga þér að halda því jafnvel fram að við(þar á meðal ég) séum á því er þér til skammar. Allir leikir Liverpool eru mikilvægir og góð skemmtun, þó þú hafir gefist upp og sýnt úr hverju þinn stuðningur er gerður þá erum við fjölmargir sem deilum þeirri uppgjöf og aumingjaskap ekki með þér.

  Ætla að spá 1-3 í skemmtilegum leik þar sem Suarez setur eitt og Carroll tvö.

 26. Voðalega eru menn nöldurgjarnir þessa dagana.

  Verð bara að taka undir með Fóa hér að ofan, pennar síðunar eru að gera þetta á sýnum eigin forsendum, svo að við getum lesið ÞEIRRA pælingar og tjáð okkur í framhaldinu…held að þeir séu ekki að setja inn sínar vangaveltur til þess að einhver geti drullað yfir þær. Finnst að KAR eigi alveg rétt á því að segja hvernig honum finnst tímabilið og framhaldið vera án þess að einhver kemur og hraunar yfir hann, en kannski er það bara persónulegt mat.

  Ég er nú einn af þeim stuðningsmönnum sem dæsir yfir þessu lélega gengi og get ekki sagt að maður sé að deyja úr spenningi fyrir leik dagsins en samt sem áður horfir maður. Ég held að einhverjir verði kvíldir og liðið verði ca. svona:
  Reina; Johnson, Skrtel, Agger, Enrique; Bellamy, Spearing, Shelvey, Downing; Suarez og Carroll.

  Spái þessum leik 1-2 fyrir okkar mönnum með mörkum Shelvey og Carroll.

  P.S -> Verð að taka undir með félaga mínum sem ég sat hjá á Górillunni þegar okkar ástkæra lið sem tapaði gegn WBA í seinustu umferð, mikið rosalega væri góður eiginleiki á þessari síðu að maður gæti valið vissa aðila sem maður þyrfti ekki að lesa comment eftir….mörg ummæli hér sem draga síðuna niður. Sad but true.

  YNWA – King Kenny we trust!

 27. Èg ætla að nota daginn í að halda upp á 5 ára afmæli dóttur minnar og sleppa þessum leik. Vona að ég verði ekki talinn lélegur stuðningsmaður fyrir vikið.

  Vona að þið sem horfið njótið vel og skapið verði betra en verra að leik loknum.

  YNWA

 28. úff ég er sámmála mönnum hér þetta er hrikaleg upphitun……ætli það sé ekki best að þú farir að blogga fyrir útfarastofu…. það hlítur að vera eitthver annar sem er ekki að deyja að innann… kommon, liverpool var fótbrotið á báðum fyrir ári síðan,, gjaldþrota,, eigum við að ræða það eitthvað,,2 titlar í boði og menn eru að deyja úr sjálfvorkunn.. við hverju voru menn að búast……hahahha…. Allir leikir eru skemmtun er það ekki????
  ÁFRAM LIVERPOOL 😉

 29. Ætla að taka pásu á Liv, leiki en horfi væntanlega á bikarleikinn, Þetta er ekki einu sinni fyrir augað þetta klaps en áfram LIVERPOOL.

 30. #5:

  Þetta er fáránlegt! Ömurlegt hugarfar sem að ég vona að enginn leikmaður Liverpool deilir með þér!

  #8

  Slepptu því bara að styðja Liverpool fyrst að þú nennir varla að horfa á leiki liðsins! Lélegur stuðningsmaður

  #9

  kristján þetta var einn sá lélegasti útursnúningur sem sjést hefur…

  #28

  Ömurleg skýrsla, algerlega ÖMURLEG. Ég hætti að lesa eftir fyrstu tvær málsgreinarnar enda ljóst að þetta rusl væri ekki þess vert að lesa! Leiktímabilið er EKKI búið, að þú skulir voga þér að halda því jafnvel fram að við(þar á meðal ég) séum á því er þér til skammar. Allir leikir Liverpool eru mikilvægir og góð skemmtun, þó þú hafir gefist upp og sýnt úr hverju þinn stuðningur er gerður þá erum við fjölmargir sem deilum þeirri uppgjöf og aumingjaskap ekki með þér.

  #31

  úff ég er sámmála mönnum hér þetta er hrikaleg upphitun……ætli það sé ekki best að þú farir að blogga fyrir útfarastofu…. það hlítur að vera eitthver annar sem er ekki að deyja að innann…

  Andvarp.

  Til hvers er ég eiginlega að reka þessa síðu? Ef þetta er það sem ég fæ fyrir að voga mér að segja að mér finnist deildarleikir Liverpool (þið vitið, öll töpin undanfarið) ekki spennandi þessa dagana þá veit ég hreinlega ekki til hvers ég ætti að vera að þessu áfram.

  Ég ætla að skemmta mér í dag, árshátíð og svona. Svo kannski spjalla ég við Einar Örn um að loka þessari síðu bara. Við höfum báðir takmarkaðan tíma í þetta orðið og þetta er bara ekki þess virði þegar snúið er út úr öllu sem ég segi.

  Fokking andvarp. Ég nenni þessu rifrildi ekki, ég nenni ekki þessum endalausu skömmum á minni eigin síðu, ég bara nenni þessu ekki.

  Góða helgi.

 31. Í guðanna bænum Kristján Atil ekki loka þessari síðu. Þó ég sé ekki Liverpool stuðningsmaður þá kem ég nokkrum sinnum á dag hérna inn, þar sem mér finnst þið félagar sem haldið þessari síðu úti bestu fótboltapennarnir á Íslandi í dag.

  Þó það séu nokkrir “frábærir” stuðningsmenn sem draga allt niður hérna. Er ekki hægt að forwarda bara kommentin þeirra beint inná barnaland.

  Endilega haldið áfram því frábæra starfi sem þið vinnið hérna. Það yrði alger synd ef að eina almennilega stuðningsmannasíðan legðist af útaf nokkrum vælukjóum.

 32. Það frábæra við þessa síðu er að menn segja það sem þeim finnst.Það þýðir samt ekki að maður þurfi að vera sammála öllu sem sagt er.Kristján Atli við þig segji ég haltu þínu fína starfi áfram það öfunda allir þessa síðu (allir sem halda með öðru liði en Liverpool).En svona karp skilar engu,Áfram Liverpool!

 33. Þetta snýst ekki um að vera sammála eða ósammála mér, Ari Óla. Við höfum alltaf fagnað því að menn séu ósammála, til þess stofnuðum við síðuna, til að fá málefnalega umræðu um hlutina. En það er engin umræða í gangi hér fyrir ofan, bara verið að hrauna yfir mig fyrir að vera lélegur stuðningsmaður út af einhverju sem ég voga mér að segja.

  Og þessi ummæli eru orðin það algeng að þau eru að drepa síðuna og stundum finnst mér hreinlega best að sleppa því að taka þátt í umræðunni, vitandi það að menn munu snúa út úr mínum orðum þannig að það er líklega betra að leyfa öðrum að ræða málin í samlyndi.

  Og ef það er orðið það slæmt að ég þarf að halda mig fjarri umræðum á minni eigin síðu til að þær geti gengið er eðlilegt að ég spyrji mig hvort ég eigi að vera að standa í því að reka síðuna áfram. Kannski er betra að einhver annar taki þá bara við henni, fyrst það virðist vera orðið að sporti að hrauna yfir okkur sem rekum síðuna. Umræðurnar geta haldið áfram án okkar, en þá gera þær það á síðu sem einhverjir aðrir eiga og reka og eyða frítíma sínum í.

  Ég ætla að melta þetta aðeins. En ég get ekki leynt því að ég er svekktur. Mér finnst frábært þegar fólk er ósammála, mér og öðrum, en ég græði nákvæmlega ekkert á því að vera skammaður nánast daglega fyrir að vera ömurlegur stuðningsmaður. Það er ekki umræða, það er niðurrif og sem slíkt virðist það vera að virka. Ég nenni þessu varla lengur.

 34. Ef hann væri lélegur stuðningsmaður þá væri hann ekki að reka þessa síð, og það vel.Þið eruð nú meiri rasshausarnir

 35. Þetta er nú meira bullið drengir. Þetta er mögnuð síða, og frábært framtak af þeim aðilum sem halda þessu uppi. Einnig alltaf gaman að diskutere misjafnar skoðanir á málum málanna… Ég kíki oft hérna inn, enn neikvæðnin og nöldrið sem er í gangi er of mikið. Þetta elífa bitch-fight gerir það bara að verkum að þeim skiptum sem maður fer hérna inn fer ört fækkandi… Nóg um það 🙂

  Leikurinn í dag verður nettur, við tökum hann tiltörulega létt þar sem boltarnir detta í stöngina inn í staðinn fyrir stöngina út. Vill sjá sterkustu liðsuppstillingu í þessum leik til að skapa smá momentum fyrir úrslitaleikinn. Hinsvega má skipta þreyttustu og mikilvægustu leggjunum útaf snemma í seinni. Ef ég myndi velja liðið myndi ég stilla því svona upp.

  Reina
  Johnson-Agger-Skrtel-Enrique
  Bellamy-Shelvey-Gerrard/Spearing-Downing
  Carroll-Suarez

  Svo vill eg sjá Sterling koma inná ekki seinna enn á 65 mín ! Jafvel fleiri ungstirni sem kóngurinn metur klára í smá test.

  Mín spá:
  1-3
  Carroll 18 min
  Some random Norwich dude 35min
  Carroll 49 min
  Shelvey 75 min
  man of the match: Jonjo Shelvey/Andy Carroll

  P.S Vill gjarnan sjá King Kenny áfram eftir sumarið að því gefnu að hann: – játar mistök sín selur Adam, tekur Shelvey framfyrir Henderson í bili, kaupir alvöru hægri kannt (t.d Affellay), alvöru striker til að auka samkeppnina (t.d Higuain), líka kannski gríðarsterkan miðjumann, leyfir Kuyt að fara heim og þakkar fyrir gott starf, og þetta lítur bara alls ekkert illa út fyrir næsta tímabil. 😉

 36. @Kristján Atli and co.:
  Hold your head up high,

  at the end of the storm
  there´s a golden sky…


  walk on…

  Keep up the good work !
  YNWA

 37. tad væri algjør synd ad loka tessari sidu !!

  KAR tad er natlega aldrei vinsælt ad lesa svona neikvædar upphitanir serstaklega ekki ef hun er skrifud fyrir studnings menn Liverpool, tetta attu ad vita 🙂
  En tid hinir vitleisingarnir sem rakkis hann nidur fyrir tad erud natlega bara ad lata eins og smakrakkar!
  Hverslags rugl er tetta ? Buid bara til ykkar eigin sidu ef tid getid ekki sed ad ykkur ad hundskamma manninn fyrir ad skrifa ekki upphitun ad ykkar hætti

  ps er i norskri tølvu

 38. Liðið er að spila vel að því að það eru góðir leikmenn í liðinu. Liðið er að tapa leikjum vegna þess að baráttan er ekki til staðar. Hver ber ábyrgðina á því?

  Deildarkeppnin í ár er sú slakasta síðan Ronald Reagan var unglingur og það þrátt fyrir að nýjir eigendur hafi keypt bunch af leikmönnum og feel good factor ætti að vera til staðar.

  Hvernig væri að menn og konur myndu ranka við sér og viðurkenna að fá stjóra sem hefur ekki komið nálægt fótbolta í 10 ár er einhver glatasta ákvörðun seinni tíma. Sterkustu rökin líklega sú að ef Kenny er svona frábær afhverju var hann þá ekki fenginn fyrr?

  Að leiknum þá spái ég auðvitað að við eigum frábæran leik eins og venjulega en því miður töpum. Óheppninni að kenna en þetta kemur í næsta leik.Shjjjjjitttt!

 39. Nenni nú ekki að skrifa oft hérna, sérstaklega ekki þegar ástandið hefur verið eins og það er. En takk frábæra síðu. Frábært að geta droppað hérna inn og út eins og manni lystir. Þið sem nennið að halda þessu úti eigið hrós skilið.
  Er mættur í sófann tilbúinn til að taka út þær þjáningar sem fylgja því að vera LIVERPOOL stuðningsmaður.

 40. Kristján Atli ekki láta einhverja 12 ára bjána draga úr ykkur eldmóðinn ! Þetta er hrikalega flott síða sem má ekki loka !

 41. Til: Þeirra sem eru að hrauna yfir upphitunina:

  Hvernig væri, fyrst þetta fer svona mikið fyrir brjóstið á ykkur “alvöru” stuðningsmönnunum, að þið farið bara eitthvert annað?

  Ég meina við erum í 8. sæti ..ÁTTUNDA SÆTI, eruð þið hissa á því að menn séu neikvæðir í spám miðað við það sem á undan er gengið? Við erum fimm fokking stigum (með leik til góða reyndar) á eftir EVERTON. Ég skil alveg að fólk sé með þetta “hey, ekki gefast upp!” attitude, því ég er alveg þannig líka, en let’s face it, það eru 4 leikir eftir og með sigri í dag getum við saxað forskot Everton niður í 2 stig ..en þá erum við ennþá 2 stigum frá SJÖUNDA sætinu og 3 leikir eftir. Þetta tímabil er algjört trainwreck og þetta “jákvæðnis” attitude ykkar breytir því ekkert.

  ..og hvað þá að hrauna yfir mann sem er að halda úti síðu (ykkur til ánægju) í sínum frítíma

  Þú átt ekki að loka þessari síðu Kristján Atli, það sem þú átt að gera er að skella “thumbs down” aftur inn svo það sé hægt að láta almúgann ritskoða skítasvörin..

  Ég viðurkenni að ég hef ekki stundað þessa síðu jafnmikið og ég gerði, ástæðan er augljós og ætti ekki að þurfa að útskýra fyrir neinum sem les kommentin hérna reglulega. Í dag vaknaði ég hinsvegar í góðu skapi og ákvað að kíkja á upphitunina og koma mér í eins góðan gír og ég gat miðað við aðstæður hjá LFC en samt enda ég á því að vera brjálaður að skrifa eitthvað komment hérna inn.

  Að hafa skoðanir á einhverju gefur ykkur ekki rétt til þess að hrauna yfir skoðanir annarra.

  Helvítis fokking fokk vona að þetta meiki eitthvað sense þar sem þetta var skrifað í mikilli bræði

 42. Ef menn eru ekki sáttir við upphitanir frá KOP.is strákunum, þá plís ekki lesa þær og verið í ykkar smábarna fílu annarstaðar, þeir reka þessa síðu fyrir okkur frítt, deila skoðunum og leifa okkur og fylgjast með og tjá okkur á málefnalegan hátt.

  Haldið áfram þessari góðu sjálfboðavinnu strákar!

  Y-N-W-A !

 43. Það sem er gert að skyldurækni eða það sem er gert með “passion” er náttúrulega ekki sama.Það sem þessi síða hefur er ástríða á Liverpool og ástríða á fótbolta vona innilega að það haldið ótrauðir áfram Y.N.W.A

 44. Ég myndi nú segja að viðhorf KAR sé frekar raunsæi heldur en neikvæðni, veit ekki um stuðningsmann neinna annara liða sem halda út svona flottri síðu um liðið sem þeir halda með, hvergi annars staðar hér á Íslandi alla vegna. Ég held að það sýni að KOP strákarnir séu alvöru stuðningsmenn og sennilega með þeim hörðustu.

  Það er væntanlega ekki hægt að búast við neinu öðru af liði sem er ekki í fallhættu og ekki í séns fyrir Evrópusæti eða neitt slíkt, er búið að vinna 3-4 deildarleiki síðan um áramótin og skora undir 50 mörk í vetur. Hvernig er þá hægt að búast við öðru en tapi/jafntefli, eða tæpum sigri. Auðvitað vonast allir eftir því að liiðið vinni en það eru ekki miklar líkur á því. Deildin er búinn og það eina sem menn eru að hugsa um er FA úrslitaleikurinn.

  Hins vegar eru menn að tala um neikvæðni í stuðningsmönnum, þá finnst mér það frekar mikil neikvæðni að vera að hrauna yfir aðra stuðningsmenn og fara inn á bloggsíður og segja að skoðanir annarra hafi ekki rétt á sér og ættu ekki að viðgangast. Það er neikvæðni.

  Annars takk fyrir frábæra síðu og vonandi heldur hún áfram sem lengst.

 45. Þetta er ein besta fótboltasíða á Íslandi og Besta stuðningsmannasíða á landinu.
  Af þeim fá pistlum sem ég hef lesið af Tomkins Times þar sem ég er ekki í áskrift í Tomkins Times þá finnst pistlarnir hér vera með sama quailty og eru podcast virkilega skemmtilegir og mæti kannski hafa stundum gesti í podcastinu en allt þetta umgjörð kringum Kop.is er virkilega til sóma fyrir Liverpool og sýnir hverjir eru bestu stuðningsmenn á landi.

  Það væri virkilega gaman ef viðtal af Sammy Lee birtist hér á Kop.is svona svipað og verður hjá fotbolti.net ekki má gleyma þess að fyrir tveimur árum þega allt drama kringum gömlu eigendur var Kop.is á plúsinum hvað að gerist hjá klúbbnum.
  Ein mest spennandi var að ýtta fimm takkann á hinu fræga dóms mál hjá Judge Justice plús að Kop.is hafði sláð met í hversu margir koma á síðuna.

  Virkilega halda því Góða starfi sem Kop.is hefur gert og hlakka til í næsta podcast

  leikurinn fer 2-1 fyrir Liverpool

 46. Hvet þessa alvöru stuðningsmenn til þess að stofna sýna eigin síðu og halda sig þar – við hinir sem vitum minna höldum okkur hér 🙂

 47. Það er EKKERT til þreyttara en umræðan um “meiri og minni” stuðningsmenn. Bara alls ekki neitt.

  Í guðanna bænum hendum því þvæluæluatriði út í hafsauga! Kristján er stuðningsmaður sem er ekki að missa legvatn yfir deildarleik. Það er hans skoðun og margra annarra. Hann stjórnar ekki leikmönnunum, hvað þá leiknum en ég veit að hann mun fagna mörkum í dag eins og við hin.

  Við erum stuðningsmenn Liverpool. PUNKTUR!!!

 48. Ég held að það hljóti nú að vera fullkomnlega eðlilegt að vera ekki að missa sig yfir leik dagsins. Eðlilega er fókusinn á úrslitaleik FA-Cup. Þetta hefur að sjálfsögðu ekkert með það að gera hvað menn eru ,,miklir” eða ,,litlir” stuðningsmenn Liverpool! Ég vona innilega að þeir félagar haldi áfram með þessa frábæru síðu þar sem faglegri umfjöllun um fótboltalið er vandfundin. YNWA.

 49. Farið nú ekki að loka síðunni, þetta er eiginlega eina heildstæða fótboltaumfjöllun sem ég finn á íslensku á netinu. Að vísu út frá þeim vinkli að vera Liverpool-aðdáandi, en ég tek kop.is yfir fotbolti.net alla daga.

  Ég held að við tökum þetta 2-1 í dag en það verður ennþá sveimandi vofa frá síðasta leik gegn WBA.

  Á öðrum nótum – Chelsea eru búnir að kaupa Marko Marin, 23 kantmanninn frá Werder Bremen og það á 7 milljónir! Mikil synd, einn mest spennandi bitinn á markaðnum meðal þeirra sem við eigum ,,raunhæfan” möguleika á.

 50. Liverpool: Reina, Johnson, Carragher, Agger, Jose Enrique, Downing, Gerrard, Henderson, Shelvey, Bellamy, Suarez. Subs: Doni, Maxi, Coates, Kuyt, Spearing, Kelly, Skrtel.

 51. Hver er það sem ákveður hversu mikill stuðningsmaður hver og einn er ? Er til einhver tafla yfir þetta eða… Það er enginn minni eða meiri stuðningsmaður, höfum bara mismunandi skoðanir á hlutunum, og það hlýtur að vera gott mál.

 52. Guð minn góður að lesa þetta rugl sem er að koma frá sumum!!!
  Þetta er bloggsíða í einkaeign, þeir sem koma hingað inn eru að lesa hugrenningar manna á þeirra eigin síðu, ef þið eruð ósáttir við þessar hugrenningar so be it. Ef ykkar skoðanir eru mikið betri og þið mikið “harðari” stuðningsmenn, sýnið þá stuðninginn í verki og bloggið um ykkar hugrenningar á ykkar eigin bloggi.
  Almennur ágreiningur og karp um hlutina er krydd í umræðuna en skítkast er barnaskapur sem á heima á barnalandi….. nei annars það á ekki heima neinsstaðar.

  “Deildarkeppni Liverpool lauk 3. mars síðastliðinn með tapi á heimavelli gegn Arsenal,”
  Hjartanlega sammála þessu commenti. Þegar þessi leikur tapaðist, þrátt fyrir að vera betri aðilinn, þá gaf maður endanlega upp vonina um baráttuna um fjórða sætið. Mér hefur einmitt þótt það skína í gegn í leikjum liðsins líka, því miður.
  Jæja best að drífa sig niður á Sportvitann og gleðjast yfir leik sinna manna.

 53. Ég bjóst nú við svari, og að þú myndir svara fast Kristján Atli, en að þú myndir henda fram fórnarlambsspilinu og hóta að hætta með síðuna er auðvitað bara fyndið.

  Mesti brandarinn er þó þegar þú segir okkur, sem neitum að tala liðið niður og viljum standa af okkur stormin upprétt og sýna liðinu stuðning, vera með niðurrif….en þín neikvæðni er hvað, uppbygging??

  Ég segji fyrir mitt leyti að þó ég vilji ekki missa þessa síðu þá myndi ég ekki sakna þín sem penna á henni. Neikvæðni þín og hvernig þú talar liðið mitt niður er óþolandi og smitar út frá sér. Ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta byrjaði sem bloggsíða, en í dag er hún orðin það stór og vinsæl að þeir sem á hana skrifa verða að vanda skrif sín því það eru margir sem lepja það upp. Þetta er staðreindin hvort sem Kristján Atla líkar það betur eða verr. Neikvæðnin þín smitar út frá sér. Ef þér finnst leiðinlegt að fá glósur þegar neikvæð skrif þín um liðið lita síðuna þá einfaldlega ertu ekki maður til að standa í þessu. Ég hvet þig eindregið til að breyta um skrifstíl, þeas að reyna vera hvetjandi og tala liðið upp….ef þú getur það ekki og getur ekki tekið gagnrýninni sem fylgir neikvæðum skrifum þínum um liðið þá er best fyrir þig að hætta og láta aðra taka við, einhverja sem eru tilbúnir að vera sá penni sem þú varst á Benitez tímabilinu þegar þú reyndir að sjá jákvæða punkta úr öllu…þar fannst mér þú standa þig vel.

  Góða skemmtun á árshátíðinni, við sjáum hugsanlega þar í kvöld 🙂

 54. gulli, augljóst að þú ert einn af þessum já stuðningsmönnum sem bara mallar í gegnum öll tímabil án gagnrýninnar hugsunar . hvernig er útsýnið úr hásætinu ? frábært að það séu til öðruvísi stuðningsmenn en þú sem krefjast þess að hlutirnir séu lagaðir og sætta sig ekki við stöðu liðsins eins og er.

  ég persónulega hef stutt liðið í 20 ár og er brjálaður útí það hvert einasta tímabil sem það situr ekki í 1 sæti og mun ekki slaka á gagnrýninni þar til það næst ár eftir ár. þetta er amk mín sýn á stærsta lið englands, hver þín er veit ég ekki . það eru ekki alltaf jákvæðir hlutir í öllu, það þarf að segja hlutina eins og þeir eru en ekki reyna að fegra þá í hvert einasta helvítis skipti !

 55. Þetta er einhvað aumasta svar sem ég hef séð hérna inni höddij, þvílíkur útúrsnúningur. Ertu í alvöru að setja samasem merki á milli þess að vilja ekki tala félagið niður og vera með algera uppgjöf og að vera já stuðningsmaður(þín orð) og sjá ekkert athugavert við gengið? Í alvöru? Þú ert ágætur.

  Auðvitað er gengið ekki gott og margt sem er gagnrýnivert, t.d. hefur Peter Beardsley gert það listavel hérna inni oft er ég honum sammála. En það er ekkert samasem merki á milli þess og að vera með uppgjöf og vilja ekki eða nenna ekki að standa með liðinu og drulla yfir allt og alla eins og margir eru farnir að gera.

  Gagnrýni er góð sé hún vel sett fram, og oft í vetur hefur hún heldur betur átt rétt á sér, en það er uppgjöfin og hvernig menn sjá liðinu, leikmönnum og Dalglish allt til foráttu sem er óþolandi….sérstaklega hjá manni sem sér um og skrifar á jafn vinsæla síðu og þessa og margir lepja upp það sem þeir segja.

  Endilega svaraðu mér og vertu mér ósammála, en ekki gera mér upp skoðanir eða leggja mér orð í munn!

 56. gat ekki séð kristján vera að tala félagið niður á neinn hátt, bara að benda á hið augljósa að árangur liðsins í deild sé óásættanlegur og á þá vegu að menn ættu erfitt með að horfa á deildarleiki, skiljanlega .

 57. Fannst þér “nenni þessum leik varla” commentið bara í góðu eða “allt bara tilgangslaust”?

  Það eru þessi comment sem ég er að tala um sem mér finnst leiðinleg. Gengið er lélegt og það má gagnrýna margt, en þessi uppgjöf er eitthvað sem við meigum ekki.

 58. Ég skil þetta sjónarmið bara mjög vel.. Það hafa ekki allir sömu þolinmæðina fyrir liðinu, og gengið í deild hefur verið það lélegt, að allmargir nenna ekki að horfa á liðið lengur spila þar (Þótt fíklar eins og ég séum ekki í þeim hóp). Annars finnst mér Kristján Atli gagnrýna liðið of lítið frekar en of mikið, og flestir penna kop.is hafa of mikla þolinmæði fremur en of litla.

 59. Ég er nú bara rétt núna í morgunsárið að skríða saman aftur eftir ársátíðina á laugardag og því var ég ekki búinn að sjá neitt af ummælum Gulla fyrr en núna. Gulli gerir eitt sem er gott, hann er ósammála mér. Það er í fínasta lagi. Hins vegar eru öll ummælin hans ad hominem sem er bannað samkvæmt reglum Kop.is. Að setja út á skoðun mína er eitt, að úthúða mér persónulega fyrir skoðunina er bannað.

  Gulli hefur verið settur í ‘kælingu’ í einhverja daga. Ég hleypi honum inn á umræður á síðunni eftir bikarúrslitaleikinn en ef hann heldur þá áfram að brjóta reglur síðunnar verður hann settur í varanlegt straff.

  Það er á leiðinni upphitun fyrir Fulham-leik morgundagsins en eftir þann leik mun ég skrifa frekar um þessi mál hér á síðunni. Það gerist svona 1-2 sinnum á ári að jafnaði að við Einar Örn þurfum að taka fast á umræðum hér á síðunni svo þau leiðist ekki út í vitleysisgang og mér sýnist vera komið að því aftur. Stay tuned.

STAÐFEST: Heimildarþættir um Liverpool í sumar!

Byrjunarliðið komið