Yfirferðarpælingar – opinn þráður.

Best að reyna stytta tímann fram að árshátíð Liverpoolklúbbsins og skoða aðeins hvað verið er að ræða um okkar ástkæra.

Töluvert af fréttum hefur verið undanfarið af Aquilani karlinum og því að sennilega mun AC Milan nú frysta hann fram á vor til að hann leiki ekki þann fjölda leikja sem þarf til að virkja kauptilboð upp á 6 milljónir punda. Ég leyfi mér að vorkenna þessum strák mikið, hann er fullur af hæfileikum finnst manni en allt frá fyrsta tímabili hjá okkur hafa einhvern veginn hlutir æxlast þannig að hann á lítinn séns. Rafa notaði hann mjög lítið þar til í lok síðasta tímabils síns, Hodgson virtist vilja nota hann en hans hugur stóð til Ítalíu og Juve tók hann á láni og ætluðu að borga 13 milljónir punda fyrir hann, voru ekki glaðari með frammistöðuna en að þeir hættu við og fengu annan leikmann vel á fertugsaldrinum til að spila. Hann kom aftur, maður var einhvern veginn ekkert viss um hvernig honum, Dalglish og Comolli kom saman en þegar hann fór til AC Milan komu upplýsingar um að hann vildi fara til fjölskyldunnar á Ítalíu og nú var upphæðin orðin 6 milljónir og einungis 25 leikir myndu virkja það. Surely búið?

En svo virðist ekki vera. Hann er ekki búinn að ná þessum leikjakvóta, missti úr þrjá mánuði vegna meiðsla og hefur ekki náð að setja mark sitt á liðið svo neinu nemi, þannig að sumarið 2012 virðist ætla verða sama sagan. Aqua kemur til Liverpool að æfa og umbinn reynir að koma honum til Ítalíu. Vont fyrir hann heldur betur!

Joe Cole er á háum launasamningi hjá okkur og Lille er búið að gera honum ljóst að hann þarf að taka á sig mikla launalækkun ef hann vill fara þangað varanlega. Í raun bara sama sagan og með Aqua og eitthvað sem ræðst ekki fyrr en í sumar.

En slúðrið er enn frekar rólegt, ekki er búið að staðfesta neitt með Martinez og stærsta slúðrið núna er um Luc Castaignos sem er 19 ára hollenskur framherji sem fór til Inter í fyrra og hefur litlum árangri náð þar. Þekki hann ekki neitt og satt að segja langar mig nú í meira “djúsí” nöfn en þetta.

Á heimavelli fannst mér gaman að lesa þessa frétt í Echo-inu um ánægju Mike Marsh með U-18 ára liðið okkar. Þeir urðu í þriðja sæti í sinni deild, þremur stigum frá efsta liðinu sem var Manchester City. Sá marga leiki þessa liðs í vetur og það leit afar vel út í mörgum þeirra. Marsh virðist vera hörkuþjálfari, hann er ákveðinn og grimmur, lætur liðið spila fínan bolta og hikar ekkert við að breyta um taktík þegar hlutir ganga ekki vel. Held ég týni engin nöfn upp af einstökum leikmönnum, við erum að verða eilítið brennd af því.

Svo skýt ég hér inn viðtali við Pepe Reina, en hann er algerlega á þeirri skoðun að klúbburinn sé í mikilli framför og ef að hann hefði fengið bikar, úrslitaleik í FA cup og 7.sæti í deild gefið upp fyrir tímabil hefði hann þegið það. Ég er rispaða platan, veit, en ég hlusta alveg heilmikið á þá menn sem að vinna fyrir klúbbinn – leikmennina – og er glaður að heyra þetta hjá Pepe. En sennilega segir þetta bara enn og aftur hversu langt frá því klúbburinn okkar var frá því að vera toppklúbbur…

En, opinn þráður þýðir að hver má segja sitt. Spjall away…

26 Comments

  1. Hvað er þetta lélegur boltaþáttur sem er núna á X-inu, eru með Sóla Hólm hjá sér sem gest sem titlar sig Liverpool mann en svo eru þau bara að tala um að Liverpool sé algjörlega á botninum núna og hefur meira segja ekki enn náð allra mesta botninum þó Lpool séu komnir með einn titil og annar líklegast á leiðinni þarnæstu helgi. Gerrard á endastöð og Kenny á bara að vinna í mötuneytinu á Anfield. Nenniði KOP pennar plís að hringja niður í Xið og segja þeim að bjalla frekar í ykkur þegar þeim vantar Liverpool aðdánendur í viðtal ?

  2. “Ef að Aquilani er ekki betri en það að AC ætla ekki að spila honum til að kaupa hann á minni pening en við greiddum fyrir Charlie Adam þá bara sýnir það enn frekar, í kjölfar þess að Juve vildi hann ekki heldur, að þar fer nú ansi langt frá því einhver afburðaleikmaður.”

    @ Maggi (#30) af fyrri þráð um sama efni.

    Oft er nú betra að skoða málin ofan í kjölinn áður en ályktanir eru dregnar. Þetta þarf ekkert bara að snúast gæði leikmannsins heldur einnig fleiri þætti eins og meiðslasögu, launakostnað og aðra leikmenn hjá félaginu. Aquilani byrjaði mjög vel hjá AC Milan í vetur, komst aftur í landsliðið og setti mark þar og allt í góðum gír þar til hann meiddist. Þau meiðsli héldu honum frá í um 3 mánuði og miðað við fyrri meiðslasögu þá spilar það eflaust stóra rullu í þankagangi Galliani um hvort kaupa eigi AA.

    Hann er einnig á nokkuð háum launum (um 80 þús.pund) og ef þú ert óviss um líkamlegt ástand á honum þá er það stór séns að taka þrátt fyrir að kaupverðið væri lágt miðað við gæði hans sem leikmanns. Hver veit, kannski er Galliani að plotta um að þvinga umboðsmann AA í viðræður um pay-as-you-play-díl til að minnka áhættuna á þessum ágæta hálauna meiðslapésa. En Aquaman er klárlega mjög góður leikmaður þegar hann er heill heilsu.

    Til viðbótar við þetta þá er AC Milan mjög hlaðið miðjumönnum eins og van Bommel, Gattuso, Seedorf, Flamini (meiddur), Ambrosini, Boateng, Muntari og Nocerino. Reyndar ekki allir sömu týpur (varnarsinnaðir eða sókndjarfir) en það eru sjaldnast fleiri en 3 stöður í boði á miðri miðjunni og ásamt nokkrum yngri mönnum (Merkel og Strasser) þá erum við að tala um 10-11 leikmenn að berjast um 3 stöður. Og AA var alveg að spila reglulega fram að meiðslunum þrátt fyrir þessa sterku samkeppni.

    Stóri faktorinn í þessu er þó annar leikmaður, en AA sem kom til AC Milan 25.ágúst í fyrra og var ætlað að yngja upp hina öldnu miðju og allar líkur á að hann yrði klásúlukeyptur ef allt gengi eðlilega fyrir sig. En á lokadegi sölugluggans kom upp sú ótrúlega staða að Antonio Nocerino nokkur var til sölu á algjörum tombóluprís frá Palermo. Ástæðan var sú að Palermo hafði klúðrað í forkeppni CL og dottið út fyrir Thun frá Sviss og því þrengt að þeim fjárhagslega. Galliani brást snöggt við á síðustu stundu og keypti kauða á 500 þús.pund en það er líklega bara um 5% af raunvirði hans á þeim tíma og enn minna eftir það sem eftir frammistöðu hans síðan.

    Nocerino fékk sitt stóra tækifæri þegar Aquilani meiðist og hefur síðan þá brillerað á miðjunni, bæði með vinnusemi og markaskorun (kominn með 9 deildarmörk). Hann er sjálfkjörinn kaup ársins á Ítalíu og er kominn landsliðshóp Ítalíu.

    http://forzaitalianfootball.com/2012/03/ac-milans-antonio-nocerino-signing-of-the-season-and-symbol-of-the-rossoneri/

    Nocerino er stóra ástæðan fyrir því af hverju AA er í þeirri stöðu að komast ekki í liðið (AC og Ítalíu) og af hverju AC Milan eru efins um að kaupa hann. Meiðsli og há laun eru svo hinar ástæðurnar en það er frekar ósanngjarnt að mínu mati að fella palladóma yfir knattspyrnugetu Aquilani útaf þessari stöðu. Svo er ekkert útséð með hvernig þetta fer með AA og hann gæti allt eins endað með að fara til AC áður en yfir lýkur.

    Það væri samt að vissu leyti spennandi að fá hann aftur til Liverpool og gefa honum góðan séns á að sanna sig, þó ekki væri nema að fá einhvern botn í þrasið um hann sem hefur verið margtuggið bitbein frá því að hann var keyptur fyrir inneignarnótu og með vottorð í leikfimi. En ég er sammála Magga í að vorkenna AA í að vera ansi oft fórnarlamb meiðsla eða aðstæðna.

    YNWA

  3. Ég hef alltaf haft trú á Aquialani, hann þurfti meiri tíma hjá okkur til að komast í form eftir erfið meisli, hann fékk aldrei tækifæri eða tíma hjá okkur, okkur vantar miðjumann með hans kosti.
    Að sjálfsögðu verða og eiga leikmenn Liverpool/(Reina) að tala um að hlutirnir séu á réttri leið, bæði leikmenn og allir hjá Liverpool munu að sjálfsögðu tala upp vandamál okkar enda ekki við öðru að búast ( þeirra hlutverk), en samt vitum við öll hversu vandamál Liverpool eru gríðalega mikið, við vitum allir hér að þetta er mikil krisa sem klúbburinn er í og vandamálið ekki einfalt, vonandi mun sumarið verða okkur gott, ég mun búast við að það muni ýmislegt breytast hjá okku á næstu vikum, kannski mun sumt koma á óvart ( vonandi).

  4. Pæling: Eins skrýtið og það hljómar þá held ég að það væri best fyrir Liverpool ef Torres, Meireles og félagar vinni Meistaradeildina. Það myndi þýða að aðeins þeir, Manchester liðin og (líklega) Arsenal færu í CL á næsta ári. Það væri sannarlega betra en að Meistaradeildarpeningarnir færu til keppinauta okkar í Tottenham og Newcastle, sem myndi fara langt með að tryggja áframhaldandi stöðu þeirra fyrir ofan Liverpool. Chelsea mega alveg fá þessa peninga fyrir mér því þeir eiga hvort sem er endalaust fjármagn.

    (Það sama myndi gerast ef Chelsea myndi lenda í 4. sæti en þá þyrftu þeir helst að vinna gegn Liverpool)

    Við eigum klárlega að vona að Newcastle og Tottenham gangi sem verst. Því færri lið fyrir ofan okkur því betra og ég held að fæstir geri ráð fyrir því að Chelsea og Arsenal séu að fara að lenda fyrir neðan Liverpool á næsta tímabili.

  5. Já góðan daginn

    Mér líst bara gríðarlega vel á að fá þessa tvo til baka, Joe Cole og Alberto Aquilani. Ég skil ekkert hvað gerðist hjá Joe Cole og Liverpool. Skil ekki af hverju hann fékk svona fá tækifæri. Þessi leikmaður hefur margoft sýnt að hann er frábær fótboltamaður og hann tapaði ekki hæfileikunum á að skipta um lið. Enda er hann að sýna það núna í Frakklandi enn og aftur.

    Aðalvandamál okkar er markaskorun. Ekki leikskipulag, vörn, markvarsla eða eitthvað annað. Vandamálið er að menn sparka ekki boltanum í markið. Þetta hefur gengið svona í allan vetur og ekki hægt að kenna um óheppni í um 40 leikjum. Færanýtingin hjá okkur er þannig að ef hún myndi batna um helming þá yrði hún ömurleg. Okkur vantar klárara, einhvern fagmann sem er proven markaskorari. Að mínu mati væri það algjörlega málið að fá þessa 2 frábæru fótboltamenn sem við sendum á lán til baka, selja kannski einhverja 1-2 sem hafa valdið vobrigðum (Af nógu að taka þar!) og eyða svo ÖLLU sumarbudgetinu í alvöru framherja, kaupverð og laun. Mér dettur helst í hug Falcao, Gomez eða Huguain. Nú spretta eflaust einhverjir brjálaðir á fætur og vilja benda á að svona leikmenn myndu aldrei koma til Liverpool á meðan við erum um miðja deild, en það er bara ekki rétt. Peningar skipta ótrúlega miklu. Bara bjóða svona manni risasamning og þá kemur hann. Framherji í hæsta gæðaflokki myndi skila okkur beint í toppbaráttuna tel ég, því í raun þá eru rosalega margir góðir hlutir í gangi hjá okkar liði. Við erum yfirleitt alltaf betri liðið í þeim leikjum sem við spilum og spilum á löngum köflum frábæran bolta, en vandamálið byrja þegar menn þurfa að klára færin sín. Bara borga toppverð og kaupa leikmann til að laga þetta vandmál.

    Ég er svo líka á því að við ættum að senda Andy Carroll á lán. Ég er ekki búinn að gefast upp á honum, og vil ekki selja strax aftur mann sem við vorum að borga 35 milljónir punda fyrir, en ég bara meika það ekki að reyna að eyða öðru tímabili í að keyra hann í gang. Við höfum ekki efni á því vegna þess að við verðum að að fara að hætta þessu andskotans miðjumoði og koma okkur í toppbaráttuna og CL aftur. Ef að Andy Carroll skorar 1 mark í viðbót í deildinni þá er hann búinn að jafna VERSTA árangur Emilie Heskey hjá Liverpool. Þetta bara er ekki boðlegt og við getum ekki eytt meiri tíma í þetta. Í augnablikinu lítur hann út eins og flóðhestur inni á vellinum. Frekar lána hann eitthvað þar sem hann fær að spila alla leiki og vonast til að við fáum alvöru framherja til baka ári síðar, eða allvega betri leikmann sem væri þá hægt að fá einhvern pening fyrir.

    Annars held ég bara að Kenny eigi að halda áfram á sömu braut þó að allt hafi farið í vaskinn í deildinni á þessu tímabili. Þetta var náttúlega freaky tímabil hvað margt varðar eins og t.d stangarskot. Ef bara um 1/4 af stangarskotunum okkar hefði farið inn værum við líklega í baráttuni um CL sætið. Ég er enn á því að Kenny hafi gert mjög góð kaup í Jordan Henderson og er viss um að hann muni vaxa mikið með tímanum. Svo líta Spearing og Shelvey gríðarlega vel út og ég hef fulla trú á því að þeir verði lykilmenn í framtíðinni hjá Liverpool. Stærstu spurningamerkin eru Adam og Downing. Spurning hvort þeir lifa sumarið af hjá Liverpool. Ég hefði svosem ekkert á móti því að hafa þá áfram, þeir eru nú bara nýkomnir, en það er ljóst að þeir verða að gera miklu betur á næsta tímabili.

  6. Eru menn í alvöru enn að rökræða um gæði þessa spagettístráks sem Aquilani er? Allt við hann lyktar af Ryan Babel nr.2. Hæfileikaríkur en einfaldlega ekki með rétta attitúdið, vinnusemi eða líkamlegt atgervi til að virka í enska boltanum. Meiðist auk þess alltaf allavega 1/3 úr leiktíð og skorar frekar lítið.
    Ég er alltaf að tala um hér hvað Liverpool sárvantar alvöru leiðtoga á miðjuna og mjúkmála Ítali sem vill ekkert heitar en heim að kúra í faðmi fjölskyldunnar er pottþétt ekki að sú týpa.

    Annars er ég orðinn pínu spenntur að sjá hvað gerist með Guardiola hjá Barca. Eitthvað segir mér að hann gæti tekið við Liverpool á næstu árum. Hann talaði eftir tapið gegn Chelsea að hann þyrfti að setjast niður með forseta Barcelona og ræða framtíðina. Hann hefur líka margoft talað um dálæti sitt á boltanum sem Liverpool spilaði á 9.áratugnum og alltaf verið hlýtt til okkar liðs.
    Ég er viss um að það sé mjög þrúgandi og vanþakklátt að stjórna þessum snilingum hjá Barcelona og sitja undir því að ótal sófaspekingar segja að amma þeirra gæti unnið titla sem þjálfari liðsins. Er viss um að hann vilji komast í enska boltann og sanna sig sem alvöru toppþjálfari. Hann líka smellpassar við hugmyndir FSG. Mjög spennandi kostur.

    Að endingu legg ég til að Steven Gerrard verði sviptur fyrirliðatigninni.

  7. 2 : Palermo datt út í forkeppni EL, ekki CL og þeir voru nú varla í fjárhagskröggum, nýbúnir að selja Sirigu og Pastore til PSG fyrir ótrúlega upphæð.

    Þessi sala á Nocerino hefur verið mjög umtöluð á Ítalíu og það hlýtur eitthvað meira að liggja þar á bak við, þetta er jú Ítalía eftir allt saman, og Zamparini, sá allra skrautlegasti í bransanum.

  8. Ein viðbót:

    Síðan Aquilani kom aftur úr meiðslum þá hefur hann spilað í 6 af síðustu 8 deildarleikjum AC Milan (1 í byrjunarliði og 5 sem varamaður). Hann er því alls ekki í einhverju helfrosti og var ónotaður á bekknum í leik í gær gegn Genoa. Kominn með 21 deildarleik + 1 bikar + 6 í CL. Segir sig sjálft að leikmaður sem missir 3 mánuði úr tímabili mun ströggla við að spila 25 domestic leiki.

    http://soccernet.espn.go.com/player/_/id/13752/alberto-aquilani?cc=5739

    Spurning hvort þetta sé einhver oftúlkun blaðamanna um að AC veigri sér að nota hann því þeir vilji ekki virkja klásúluna eða hvort raunin sé bara að hann komist ekki í byrjunarliðið svona nýlega kominn úr meiðslum. Hann er a.m.k. að spila í 75% deildarleikja síðan hann kom aftur.

    Og þegar AC tilkynnti dílinn í fyrra þá er talað um bæði valkost og skyldu til að kaupa hann, væntanlega háð leikjafjöldanum yfir eða undir 25. Þeir virðast því geta keypt hann á sama prís þó hann nái ekki þessu lágmarki. Einnig eru þeir með samning við hann til 2014 ef díllinn gengur í gegn:

    AC Milan have completed the signing of Alberto Aquilani on a loan deal with the option/obligation to buy at the end of the season. Aquilani has signed a contract until June 30th 2014.

    Smá leiðrétting:

    Nocerino fékk tækifæri sitt til fastamennsku í byrjunarliðinu áður en AA meiddist og leiðréttist það hér með. Spiluðu þeir nokkrum sinnum saman á miðjunni og tækifærið kom til vegna meiðsla á Ambrosini, Boateng, Flamini og Gattuso. Nocerino er engu að síður ein aðalástæðan fyrir því að AA hefur ekki komist í byrjunarliðið síðan hann kom úr meiðslum.

  9. @ Kiddi (#7)

    Rétt er það Kiddi. Ég át þetta hrátt upp úr Wikipedia sem er með þessa rangfærslu:

    In the 2011–12 season, after playing two matches in the Champions League’s third qualifying round against Swiss side FC Thun, he left Palermo, making a total of 122 appearances and scoring six goals during his tenure.

    http://en.wikipedia.org/wiki/Antonio_Nocerino

    Takk fyrir þetta. Ágætis áminning um að treysta ekki Wikipedia of mikið 🙂

  10. ég er búinn að sjá það undanfarið að menn eru að tala um að svipta Gerrard fyrirliðatigninni…. af hverju er það?

  11. Hér hafa menn m.a. dissað Downing og notað tölfræðina sér til stuðnings. Mér skilst að AA sé með 1 mark og 1 stoðsendingu í ítölsku deildinni í vetur…hann er því ekki að fara að hjálpa Liverpool að skora fleiri mörk í framtíðinni….aðal punkturinn er þó sá að maðurinn vill ekki búa á Englandi…og vill ekki spila fyrir Liverpool. Sjá menn og konur ekki að það eitt er nóg til að við viljum hann ekki aftur!!!!

  12. Hjalti B. Valþórsson says:
    26.04.2012 at 12:39
    Pæling: Eins skrýtið og það hljómar þá held ég að það væri best fyrir Liverpool ef Torres, Meireles og félagar vinni Meistaradeildina. Það myndi þýða að aðeins þeir, Manchester liðin og (líklega) Arsenal færu í CL á næsta ári. Það væri sannarlega betra en að Meistaradeildarpeningarnir færu til keppinauta okkar í Tottenham og Newcastle, sem myndi fara langt með að tryggja áframhaldandi stöðu þeirra fyrir ofan Liverpool. Chelsea mega alveg fá þessa peninga fyrir mér því þeir eiga hvort sem er endalaust fjármagn.

    Þetta er svo rosalega satt en aftur á móti finnst mér hræðilegt að þurfa að hugsa svona 🙁

  13. Ég væri alveg til í að sjá Guardiola sem næsta þjálfara Liverpool

  14. Sæl öll.

    Ég fékk hugljómun áðan …í vor eftir að við höfum unnið FA cup mun Dalglish taka við stöðu Damien Comolli og nýr þjálfari verður kynntur til leiks hann heitir Pep Guardiola og var áður hjá Barcelona. Með honum munu koma tveir leikmenn og þeir heita Lionel Messi og David Villa. Liverpool mun hægt að sígandi á næstu 3-4 árum vinna allt sem hægt er að vinna og verða sigursælasta lið allra tíma. Við stuðningsmennirnir munum fá nóg af allri þessari velgengni og að geta ekki kvartað og kveinað og munum öll fara að halda með Man.Utd. sem berst í bökkum fjárhagslega og þar sem Sirinn fór á eftirlaun gengur illa að finna eftirmann hans. Jose M. reyndi en gekk ekki og hætti og fór með Sirnum á eftirlaun…..Nei bara grín en þetta væri samt voða gaman ef þetta myndi gerast. Mátti bara til með að leggja orð í belg og ég veit að það má alveg grínast hér annað slagið.

    Þangað til næst YNWA

  15. Ein spurning, hver er staðan á Adebayor? Er hann ekki á láni hjá Spurs frá City? Samkvæmt þessu..

    http://soccerlens.com/redknapp-and-mcleish-deserve-to-be-sacked/92477/

    Virðist hann ekkert vera of hrifinn af núverandi stöðu (þetta gæti auðvitað verið rangt) en mundi maður vilja fá svona mann til Liverpool?

    Ég mundi klárlega vilja hann fram yfir marga aðra.. þ.e.a.s. ef hann er til sölu…

  16. Ég hljóma eins og biluð plata þegar ég byrja að tala um AA þannig ég ætla sleppa því en benda bara á eina ágætis tölfræði (sem er þó óljós að einhverju leyti þar sem þetta var 2009) –

    Liverpool Prem 9 9 1

    Aquilani með 6 assists í 9 byrjunarliðsleikjum, er með sama fjölda í ár í 21 byrjunarliðsleik. Þessi tala hefði dugað í efsta sætið í liðinu á þessu tímabili. Var með 3 stoðsendingar í einum pre-season leik í haust.

    Hann kæmi með óumdeilanleg gæði inn á fremur staðnaða miðju sem að samanstendur af fyrirliða sem er að eldast (faðir tími) og tveimur arguably flopp kaupum í Adam og Henderson (þó ég sé ekki til í að kalla JH kaupin flopp enn).

  17. Vantaði inn töluna sex þarna bak við í þessu mjög svo lélega copy/paste mínu. Hann spilaði semsagt 9 leiki, skoraði 1 mark og lagði upp 6.

  18. Nú ættu forráðamenn Liverpool að leggja allt kapp á að fá Pep Guardiola sem næsta framkvæmdastjóra Liverpool FC í ljósi eftirfarandi: SKY: Guardiola hættir með Barcelona eftir tímabilið.

    Klúbburinn gat leift sér að eyða 35 miljónum punda í Andy Carrol, c.a. 20 miljónum punda í Stuart Downing. Menn hljóta að sjá svigrúm til að ná í þjálfara af þessum “calibera” sem mun að öllum líkindum skila margfalt meiri gæðum (árangri) inn í liðið en hinir ágætu fyrrgreindu leikmenn.

    EF King Kenny skilar FA-Bikarnum í hús, þá væri það fullkominn endir á öskubuskuævintýri hans með Liverpool liðið. Hann myndi þá í framhaldinu skila liðinu í hendurnar á einum öflugasta framkvæmdastjóra heims um þessar mundir.

    Ekki má gleyma þeirri hugmyndafræði er unglingalið Liverpool spilar eftir og hverjir sjá um það starf (svo kallað 4-3-3 kerfi).

    Ég held að allir séu sammála um það að mun eðlilegra og skynsamlegra er að unglingastarfið sé byggt á sama leikkerfi og hugmyndafræði og aðal liðið spilar eftir.

    Að lokum vil ég árétta það að, ef klúbburinn getur eytt 35 miljónum punda í leikmann, þá held ég að sú fjárfesting muni borga sig margfalt betur með 35 miljóna punda samninga við Pep Guardiola.

  19. Sammála kommenti #19. Hef haft þann blauta draum lengi vel að fá Pep Guardiola til okkar. Sá hefur oft talað ansi vel um okkar klúbb og þá sérstaklega gullaldarár okkar, spilamennskuna,hefðina og allt það. Ef hann fengist til okkar yrði það feitt statement af hálfu eigenda okkar.

    Algerlega bannað að klípa í mig þannig að ég vakni og ætti að dreyma 🙂

  20. Er engin að sjá hvernig þetta er að spilast upp í hendurnar á okkur? Liverpool verður nýja Barca innan fárra ára.

    Rodolfo Borrell heldur áfram að koma með la Masia leikstílin í akademíuna, KKG verður football director og Johan Cruyff verður með hlutverk líka. Til að fullkomna svo barca tenginguna verður Pep Guardiola þjálfari.

    Þetta er klárt.

  21. Já – var nú búinn að lofa því að hætta að skrifa um Aqua karlinn, en ég sé ekki neina ástæðu til að við höldum honum. Ef á að bæta við miðjuna okkar núna þarf að losa nokkra, og þá fá miklu betri leikmann en hann, óumdeildan. Trúi því ekki að við ætlum að telja það nóg að slá Adam út er það? Sama með Cole, ég vill þá miklu frekar sjá Shelvey og Henderson vera að rótera inn á miðjuna og þá kaupa miðjumann sem er hið minnsta í óumdeildum byrjunarliðsklassa, sem Aquilani hefur ekki verið hjá þremur okkar þjálfurum. Nýjasti slúðrið hefur verið þrálátt, Gaston Ramirez og hann væri ég til í að sjá á minn disk, allan daginn og nóttina framyfir Cole og/eða Aqua.

    Sagði svo í podcasti í vetur og stend við það að peningaflaumurinn hans Romans hefur klárlega verið á leið í vasa Guardiola um sinn. Þar fær hann risalaun og fullt af peningum til að skipta um lið hjá Chelsea í sumar. Þá voru ekki allir sammála og sögðu enga ástæðu fyrir Pep að skipta. Peningar og völd eru eitt, en sá grunnur hjá Chelsea að hafa farið framhjá Barca og í CL-úrslit held ég að hafi hjálpað þeirra málstað. Mikið. Svo ég er enn sannfærðari en áður að Pep fer til London, töluvert af nöfnum fer og þeir taka annað “Mourinho-sumar” með 6 – 8 heimsklassamönnum sem verður fóðrað með því að eitthvert fyrirtæki tengt Roman gerir milljarðasamning um auglýsingu á Chelsea-hótelinu. Lásuð það fyrst hér 😉

    En svona enn og aftur, það er langt frá því að yngri liðin okkar hjá Liverpool séu alltaf að spila 4-3-3. Það er bara ekki rétt. Vissulega er það leikkerfi sem dettur upp, sérstaklega í varaliðinu og þá eru Suso og Adorjan undir senter. Í U-18 ára liðinu er oftar spilað 4-4-2 en 4-3-3 að undanförnu. Enda er ég alveg handviss um það að ef að Lucas hefði verið heill, ásamt Stevie og Suarez þá hefðum við séð 4-2-3-1 miklu oftar.

    Dalglish hefur alla tíð róterað leikkerfum, eins og samborgari hans frá Glasgow, og við munum sjá tilfærslur í taktík á meðan að hann er við stjórn. Engin ein ákveðin taktík, nema þá ef að við náum upp leikmannahóp sem ræður við sama leikkerfið óháð mótherjum. En það er töluvert í land með það!

  22. Haha, Guardiola á anfield, hvernig dettur nokkrum manni í hug að láta þetta útúr sér? Ef hann hættir hjá Barca verður hann eftirsóttasti þjálfari í heiminum, og ég get ekki ímyndað mér að City/Chelsea/Inter séu minna heillandi kostir en Liverpool, og betur borgaðir, þó það er fallegt að dreyma.

  23. Vil byrja á því að koma því á framfæri að ég vil ekki losna við King Kenny Dalglish, en afhverju ekki Pep Guardiola.

    Hér keppast menn við það að benda á að önnur lið í EPL séu vænlegri kostur fyrir hann (ef hann ætlar sér þá ekki taka sér frí frá þjálfun) Man. City, Man. utd, Chelsea Ef hann væri á höttunum eftir auðveldum árangri afhverju þá að hætta með Barcelona þeir eru besta félagslið í heimi, þó svo að þeir vinni ekki meistaradeildina né titilinn á spáni í ár eru þeir klárlega bestir. Besta liðið vinnur ekki endilega alltaf.

    Afhverju ekki Liverpool, Liverpool er eitt stærsta lið í heimi og það lið sem hefur verið eitt mest Underachiever lið í Evrópu í áratugi, sofandi risi sem hefur rétt rumskað öðru hverju en síðar sofnað aftur. Ég er ekki á sjá það gerast að Pep taki við en eins og ég sagði AF HVERJU EKKI?
    Að taka við Liverpool hlítur að vera einstaklega spennandi og eitt allra mest krefjandi verkefni sem völ er á í þjálfaraheiminum í dag. Sá þjálfari sem tekst það verkefni að vekja risan og hefja hann á þann stall sem hann á heima myndi gera þann þjálfara að ódauðlegum guði

    Það eru ekki allir eins og jose mourinho sem eltir peninganna og fer til liða sem eru þegar best í sínu landi eða alveg þar uppi með ótakmarkaða fjármuni til þess að taka hænuskrefið á átt að titli. Hjá Liverpool er það stærra verkefi og tvö eða þrjú góð skref uppá við það sem vantar.

    Pep vantar að sanna sig hjá öðru liði, hjá Barca tóka hann við liði sem nánast átti sjálfkrafa að vinna titla og það gerði hann og gerð mjög vel, hverig væri nú að taka áskorun. Liverpool er það og verðlauninn sem í boði eru fyir að takast það sem svo mörgum hefur mistekist yrðu meiri en hjá nokkru öðru liði.

Vilt þú hitta Sammy Lee?

STAÐFEST: Heimildarþættir um Liverpool í sumar!