Liverpool – WBA 0-1

Það hefur komið fyrir að maður sletti frasanum „Same shit, diffrent day“ þegar maður er að horfa á Liverpool leiki þetta tímabilið. Það á svo sannarlega við núna og rétt rúmlega það. Hvernig Liverpool tókst að skora ekki í dag er lögreglumál og ég hef bara aldrei séð lið sem klúðrar svona mörgum góðum færum til að sigra leiki.

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Enrique

Kuyt – Spearing – Henderson – Maxi

Suarez – Carroll

Bekkur: Doni, Coates, Downing, Carragher, Bellamy, Shelvey, Kelly

Fyrri hálfleikur var eign Liverpool frá a-z og eins og svo oft áður var það með ólíkindum að staðan væri ennþá 0-0 þegar flautað var til leikhlés. Á 6.mínútu sendi Andy Carroll boltann á Suarez sem var við það að komast í gegn er hann sendi á Dirk Kuyt sem var í opnu færi sem hann klúðraði átakanlega illa með hörmulegu skoti framhjá markinu. Á 19.mínútu komst Suarez upp að endalínu og sendi boltann fyrir markið þar sem Daniel Agger var mættur en náði ekki að pota í boltann.

Stuttu seinna slapp Suarez í gegn og virtist vera kominn í úrvalsskotfæri en varnarmenn WBA náðu að verjast á síðustu stundu. Strax í kjölfarið kom Johnson með flotta sendingu innfyrir á Suarez kjörstöðu í vítateignum teignum. Suarez skaut í fyrsta en beint á markmanninn þaðan sem boltinn barst til Maxi sem var í úrvalsfæri en skaut hátt yfir markið.

Á 30.mínútu sendi Enrique flotta sendingu á Suarez sem skallaði ofan á þaknetið. Yfirburðir Liverpool héldu áfram en WBA áttu nokkur sæmileg færi eftir skyndisóknir og m.a. þurfti Reina að taka á honum stóra sínum 1-2 en ég held að þetta sé í fyrsta skipti árið 2012 sem markmaður Liverpool nær actually að verja vel áður en við fáum mark á okkur, oftar en ekki gegn gangi leiksins.

Besta færið undir lok fyrri hálfleiks átti síðan Daniel Agger á 41.mínútu er boltinn féll fyrir Agger sem var í þröngu færi inni á markteignum, skot hans var slappt og á leið framhjá þegar Foster varði í horn.

Á 47.mínútu var Suarez enn á ný að skapa dauðafæri fyrir samherja sína er hann tók óvænta spyrnu fyrir markið sem enginn áttaði sig á í tæka tíð. Agger var aftur í besta færinu en náði ekki til boltans. Suarez er eins og Magic Johnson þegar hann kom fyrst til Lakers, samherjar hans kunna ekki á hann ennþá (eða eru ekki nógu góðir til að spila með honum, það er líklegra).

Þremur mínútum seinna var hreint með ólíkindum að staðan yrði ekki 1-0 þegar Henderson fékk gott færi eftir mjög þunga sókn en skot hans fór í þverslánna og niður. Það eru um 30 skot sem hafa farið í tréverkið hjá okkur í vetur.

Á 54.mínútu gerði Suarez bara lítið úr vörn WBA og splundraði henni upp á sitt einsdæmi og kom sér í gott skotfæri sem hann setti yfir markið. Allt frábærlega gert hjá Suarez þar til í lokin þar sem hann var með nokkra samherja í góðri stöðu fyrir framan markið. Ekki að þeir hefði skorað neitt frekar.

Á 60.mínútu var komið að stangarskoti frá Kuyt úr dauðafæri og það eina sem var í raun eftir var misnotuð vítaspyrna. Í kjölfarið fylgdu tvö góð skallafæri sem Andy Carroll setti yfir markið.

Á 65.mínútu komst Shane Long í besta færi leiksins einn gegn Reina en sneri bara við og fór í hina áttina, eftir það fygldi STÓRSKOTAHRÍÐ frá Liverpool og ég missti alveg þráðinn hver gerði hvað en boltinn endaði ekki inni, ég sá það.

Á 67.mínútu setti Carroll boltann út fyrir Henderson sem var í úrvalsfæri en skaut rétt frámhjá. Hreint út sagt fáránlegt að staðan væri ennþá 0-0. Bellamy kom þarna inná fyrir Kuyt.

Það var svo auðvitað fullkomlega eðlilegt þegar WBA komst yfir á 75.mínútu eftir klúður hjá Johnson. Peter Odamwingie skoraði og ég hreinlega hló þegar þetta gerðist. Þetta er fullkomlega fáránlegt lið og það að fótbolti sé ekki sanngjarn leikur hefur verið reynt til fullnustu hjá okkar mönnum í vetur.

Áfram hélt Liverpool að klúðra færum og á 79.mínútu missti Foster boltann í teignum en Carroll og Suarez náðu að glopra því að vanda.

Þetta fjaraði svo jafnt og þétt út hjá okkar mönnum og lokamínúturnar voru ekki sannfærandi og þeir þrír sem komu inná, Bellamy, Downing og Shelvey bættu engu við.

Þetta tímabil er að verða búið það er það eina góða sem við tökum úr þessum fáránlega leik.

Maður leiksins: Mér fannst Suarez enn á ný virka í klassa fyrir ofan samherja sína og fannst oft vanta fleiri menn fram gegn þessu hundslappa WBA liði. Hann átti samt að skora í dag enda er hann þarna til þess en er engu að síður besti leikmaður Liverpool í dag að mínu mati.

Endum þetta á þessu:

Lið sem er ítrekað með svona tölfræði og ekkert mark engu að síður þarf að skoða sóknarmennina sem þeir hafa. Þetta er langt frá því að vera eðlilegt. Þá er ég að meina sóknarmenn, kantmenn og miðju, bara alla.

Eins bara get ég illa t.d. röflað yfir stjóranum í dag, Roy Hodgson t.a.m. hefur aldrei stjórnað liði sem fær eins mörg færi og Liverpool í dag, heilt yfir held ég að þetta skili nú fleiri stigum í hús þó það hafi ekki gert það í dag.

107 Comments

  1. Roy Hodgson er Kriptonít Liverpool.
    Þetta kemur svo sem ekkert á óvart, höfum aldrei ekki unnið 3 leiki í röð á tímabilinu.

    Vaðandi færi, a.m.k. 2 standarskot en ekkert mark, tímabilið í hnotskurn.

  2. ekkert getur bjargað kenny núna.. ég væri persónulega til í að gefa honum annað tímabil, en FSG munu ekki gefa honum það, er frekar viss um það úr þessu

  3. Held að í þau 38 ár sem ég hef haldið með Liverpool hafi ég aldrei orðið eins svekktur yfir einu tapi, mér kvíður fyrir að mæta til vinnu á morgun og fá allan skítin yfir mig, nóg hefur verið……….

    YNWA!!!!!!

  4. að tapa fyrir WBA á heimavelli er ekki góð skemmtun
    þetta tap skrifast eingöngu á sóknarlínuna sem hefur verið steingeld í allan vetur.
    já og glen johnson (dettur ekki í hug að skrifa stóran staf í nafni hans.)

  5. Vááá hvað maður er drulluharður. Ég píndi mig í gegnum 90+ mínútur af versta netlaggi sögunar fyrir þessi ósköp. Shit hvað við erum óheppnir fyrir framan markið. Sakna þess samt ekki að hlusta á Valtý Björn eða Arnar Björns. Gengur betur næst.

  6. Hvað er hægt að segja?

    Fordæmalaust leiktímabil, grínið eitt að hafa ekki skorað minnst 4 mörk hér í dag. Vængmennirnir fjórir ömurlegir, Kuyt og Maxi fyrst, síðan Bellamy og Downing. Aðrir fínir utan Johnson og Reina í markinu.

    En frábær fótbolti úti á vellinum í 70 mínútur og fínt flæði.

    En hins vegar er ljótt að sjá skortinn á sjálfstraustinu heima. Lendum undir og enginn leiðtogi inni á vellinum. Hendo að rífast við dómarana, Skrtel kjánabrýtur og menn þora ekki að sækja af fullum krafti.

    Það þarf svo klárlega að bæta við sóknarmönnum sem taka menn á og skora mörk. Held án gríns að þetta sé súrrealískasta handrit að leiktímabili sem ég hef séð. Það er alls ekki neitt réttlæti til í því að vera svipaðir að stigum og Everton, W.B.A. og Fulham.

    Sjúbbídú, Anna Mjöll. Yfir til þín…

  7. Sælir félagar

    Ég ætla ekki að segja orð um þennan leik né frammistöðu leikmann, uppstillingu á byrjunarliði o. s. frv. Að WBA hafi ekki unnið á Anfield í 45 ár fyrr en í dag segir meira en allt sem ég og aðrir segja um þessa afurð leikmanna LFC.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  8. Vá þetta var lélégt. Næstum hlægilegt.

    Sáuði hvað leikurinn hrundi þegar Bellamy kom inná. Við áttum hægri kantinn en svo kom hann inná fyrir Kuyt og var drullulélégur.
    Fórum bara í einhvern kick and hope bolta. Shiiiittt. Enrique, downing og bellamy gerðu ekkert nema senda inn einhverja ömurlega bolta sem það átti enginn séns í.
    Djöfull voru Bellamy og Downing lélégir

  9. Menn eiga ekki skilið að vinna leiki ef menn geta ekki nýtt öll þessi færi

  10. Ábara eitt orð yfir þetta slaka mark klúðurs lið, farið að vinna vinnuna ykkar.

  11. 59% possesion
    28 skot
    15 horn
    0 mörk

    Það á að vera hægt að fá á sig eitt skitið slysamark og samt vinna leikinn. Happens all the time.

    Skal ekki segja til um hvort kóngurinn eigi að vera áfram við stjórn – en það ætti öllum að vera ljóst að við þurfum markaskorara í liðið. Einn skorandi miðjumann og einn eitraðan framherja fyrir næsta tímabil, kannski reyna við Gylfa og Demba Ba? Ættu að vera raunhæfir kostir fyrir miðlungslið eins og Liverpool.

  12. Ein skelfileg mistök og þeir skora. Við vöðum bókstaflega í færum mest allann leikinn. Ekki hægt að kenna uppstillingunni um þetta eins og SigKarl talar um, kenny getur ekki skorað fyrir leikmennina.

    Hinsvegar býst ég við því að Kenny hætti eftir þetta tímabil.

  13. Hvað er Glen Johnsson á spá í markinu? Af hverju gefur hann ekki aftur á Reina í staðinn fyrir að reyna blinda flikk sendingu úr vörninni, döfullsins rugl. Helvítis getuleysi svo alltaf endalaust upp við markið sem virðist engan enda ætla taka. Það þarf greinilega að taka eitthvað til í sumar. Helvítis fokking fokk!!!

  14. Það er samt ekki hægt að drulla eingöngu yfir Kenny, hann leggur leikinn flott upp og gerir allt sem hann á að gera..
    Svona tap er leikmönnum að kenna, engum öðrum!

  15. Fannst þetta góður leikur og menn að spila vel… þar til Kenny gerði breytingar á liðinu og Johnson gerði mistök sem kostaði mark :/

  16. #15 þetta eru hans leikmenn, Andy Carroll og fleiri. Þannig jú þetta skrifast algjörlega á hann.

  17. Samkvæmt fréttum í Bandaríkjunum eru Henry og FSG-menn á krýsufundum í Boston yfir helgina þar sem Red Sox-liðið hefur byrjað tímabilið með allt lóðrétt niður um sig … þannig að þeir eru sennilega ekki að hlaupa til að gera neitt hjá Liverpool fyrr en í lok tímabilsins í fyrsta lagi. En ég verð að viðurkenna það að það fyrsta sem ég hugsaði þegar sigurmarkið kom var að þar væru örlög Dalglish ráðin. Ég er ekki viss um að sigur í FA bikarnum geti bjargað honum eftir þessa deildarkeppni – maður hefur náttúrulega enga hugmynd um hvað FSG-menn eru að hugsa en ég myndi giska á að þeir velji breytingar í vor, hvort sem liðið vinnur bikarinn eða ekki.

    Um leikinn ætla ég ekki að tjá mig. Það eru bara snillingar eins og Laxness, Kundera, Dostojevskí og Babú sem geta fengið eitthvað vit í það sem ég horfði á í dag. Mig svimar allavega ennþá.

  18. Er enn flökurt, hvernig var hægt að tapa þessum leik??? Það þarf að ráða sálfræðing í full time job þarna og krukka í hausinn á þeim. Sjálfstraustið er bara ekki neitt!! Hvernig í ósköpunum geta menn ætlast til að við vinnum Chelsea þann 5. maí nk. Enn og aftur, er búinn að vera alger geðklofi þegar kemur að KD og akkúrat núna stórefast ég um að hann sé “meðetta”. Er nokkuð viss um að engum líður jafnilla akkúrat núna og KD. Kæmi ekki á óvart að hann hætti bara eftir tímabilið, burtséð frá því hvort við vinnum þessa FA-dollu eða ekki.

  19. Sem betur fer horfði ég ekki á þennan leik, enda hættur að horfa á deildina.

    Við verðum að sníta okkur vel fyrir FA-bikarinn til að landa honum!!!!!!!!!!!!!!

    ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!

  20. Það er ofboðslega erfitt að átta sig á þessu liði. Við lékum á köflum frábærlega og lékum alveg nógu vel til að vinna þennan leik 4-0. En við bara skorum ekki.

    Þýðir það þá að allt sé ómögulegt? Nei. En það er eitthvað mikið að þegar að liðið spilar svona vel jafn oft án þess að ná að vinna leiki. Hvað það er nákvæmlega hef ég ekki hugmynd um.

    Og ég efast um að FSG telji sig geta leyst málið með því að reka þjálfarann. Persónulega finnst mér þetta lið á köflum leika miklu betri bolta en liðið gerði undir stjórn Benitez til að mynda.

  21. Veit einhver hvað “sóknartvíeykið” er búið að skila mörgum deildarmörkum í vetur? Ég man í fljótu bragði bara eftir markinu í hinum leiknum gegn Hodgson og hans mönnum þegar Suárez stakk innfyrir á Carroll. Annars er ég nokkuð viss um að þessir tveir fremstu menn liðsins (samtals 60 mill. punda virði) hafi ekki saman átt þátt í fleiri mörkum.

    Vandamálið að mínu mati liggur í því að þetta er eiginlega ekki eitt lið heldur tvö. Annarsvegar ertu með alþjóðlega fótboltamenn (Suárez, Maxi, Kuyt, Bellamy og restin af Benitez mönnunum) sem vilja spila stutt sendingaspil og sækja hratt upp miðjan völlinn þegar þeir vinna boltann. Hinsvegar ertu með gamaldags enska spilara (Carroll, Downing, Adam, Henderson) sem vilja bara spila eins og miðlungsliðin sem þeir koma úr. Áherslan er á að koma boltunum út á kantana eða upp á stóra manninn frammi. Þetta gera þeir því þeir þekkja ekkert annað: enginn þeirra hefur verið í toppbaráttu, spilað í meistaradeildinni eða í útsláttarkeppni á stórmóti.

    Þessar tvær leikaðferðir eru einfaldlega ósamrýmanlegar. Downing lítur út eins og hann sé frá allt annari plánetu þegar hann spilar við hlið Suárez og Kuyt er eins og einhver grínari þegar að honum er sagt að keyra upp kantinn og gefa fyrir.
    Skallarnir og flikkin frá Carroll eru síðan sennilega versta leiðin til að koma boltanum á eins flinkan leikmann og Suárez. Þeir sem að hafa séð hann spila fyrir landsliðið vita hvað hægt er að fá út úr þessum leikmanni með því að spila rétt inn á hann.

    Leikmannakaupin í fyrrasumar eru x-faktorinn í þessu, það er ekkert hægt að byggja upp alvöru lið úr svona sundurleitum leikmannahópi (Og ekki reyna að segja að þetta taki bara tíma, liðið er að spila verr og verr í deildinni og búið að gera í rétt tæplega ár eða frá Tottenham leiknum á síðustu leiktíð). Það sem þarf að gera er að finna skýra stefnu; 90’s leikkerfið er ekki að gera sig, hvað á að koma í staðinn? Þetta þarf að gerast áður en að ákvarðanir verða teknar í leikmannamálum, annars gerist bara það sama aftur.

  22. Hvað er hægt að biðja um meira sem þjálfari en þessa tölfræði?

    Ekki neitt. Nema að skora mörk. Kjánalegt að ætla að benda á Suarez og Carroll í dag sem aðalsökudólgana. Kuyt, Maxi, Henderson og Agger fengu bestu færin. Þeir verða að horfa í eigin barm.

    Mér finnst þetta lið vera að gera margt vel, er sammála Einari Erni að leikstíllinn og spilið úti á vellinum er afbragðs gott og betra en í langan tíma. Hins vegar hafa bara nokkurn veginn allar himinsins gáttir lokast fyrir leikmenn sem hafa skorað undanfarin ár, þá eru Carroll og Suarez auðvitað með, en aðeins að hluta.

    Ég veit ekki hvort Dalglish kvaddi liðið í dag. En eftir viku þar sem fjallað er um að Kuyt vilji byrja fleiri leiki og að “loksins” sé komið að þætti Maxi þá hljóta þessir tveir að eiga erfitt með svefninn.

    Fyrsta verk sumarsins er að uppfæra kantstöðurnar í þessu liði. Alveg sama hvort verið er að spila 4-4-2 eða 4-2-3-1 þarf meiri ógn á breiddina.

    En að því sögðu þá ítreka ég það að 28 skot, þar af 12 sem markmaðurinn þarf að verja á að þýða sigur í 95% tilfella og það er einfaldlega lögreglumál eins og Babu segir hversu mörg stig þetta lið okkar er með eftir frammistöðuna í leikjum. Fjölleikahús fáránleikans á Anfield twittaði KAR á leiknum og það segir allt.

    By the way, flott samlíking Babu með Magic. Segi það sama með Carroll og skallaboltana. Hendo og Spearing voru aldrei tilbúnir í það að éta frá honum bolta, hann vinnur 90% skallabolta og menn verða að fara að vera klárir í það.

    Súrt er það maður!

  23. Ég held stundum í alvöru að þetta lið gæti verið kandidat fyrir Bretland á Special Olympics…

  24. Enn og aftur skil ég engan veginn af hverju það eru ekki allavega 2-3 ungliðar á bekknum þarna sem myndu mjög líklega nýta færin betur en þessir klunnar þarna sem voru inná. Hverju hefur maðurinn að tapa að leyfa þeim að sanna sig?

  25. > Alveg sama hvort verið er að spila 4-4-2 eða 4-2-3-1 þarf meiri ógn á breiddina.

    Ég ætla að gerast svo djarfur að vera ósammála þessu. Hvaða topp lið eru að ógna svona mikið “á breiddina”? Eru það ekki fyrst og fremst bakverðir sem eru að koma á seinna hlaupinu, frekar en klassískir kantmenn sem hanga úti við hliðarlínu?

    Ég lít þvert á móti það sem eitt af vandamálum liðsins í dag hvað það er mikil áhersla á breiddina í sóknarleiknum í dag. Liðið er sífellt með boltann lengst úti á kanti og með fáa menn úti í teig. Öll áherslan á að koma tuðrunni út á kant og svo fyrir, í stað þess að spila í gegnum vörnina. Spilið versnaði að mínu mati í dag þegar Liverpool var komið með kantmenn inn á völlinn. Fram að því var Liverpool hvað eftir annað að komast í gegn – en klúðra færum á einhvern ótrúlegan máta.

  26. Hef sagt það áður og get sagt það aftur,vandamál Liverpool liggur ekki í stjóranum og mun ekki lagast þó KD verði rekinn,vandamálið liggur miklu dýpra,það liggur við að maður haldi að það sé eitthvað gegnrotið í innviðum klúbbsins,einhver iðandi ormagryfja sem bókstaflega verður að moka út áður en nokkuð annað lagast,að menn séu svo gersamlega sneyddir öllu sjálfstrausti að þeir þoli ekki að fá á sig mark á heimavelli gegn wba,já hodgson´s wba!!! það segir bara að menn eru í ruglinu andlega.

  27. Ég nenni ekki að pirra mig á þessu tapi.Við og kaupum svona 3-4 leikmenn í sumar með meiri knatttækni og hraða. Og ef það klikkar þá skal ég fyrst viðurkenna að Dalglish minn sé rangur maður. Og að lokum kæru vinir, við vinnum F.A. og ég er sko búinn að kaupa mér miða á Wembley og ég get ekki beðið.

  28. “Ég veit ekki hvort Dalglish kvaddi liðið í dag.”

    @ Maggi (#24)

    Fyrir viku síðan var Dalglish “ósnertanlegur” að þínu mati. Fullyrt og staðfest. Er hann það ekki lengur?

  29. Eitt enn varðandi þessa possession tölfræði: ástæðan fyrir því að menn setja samasem merki milli possession % og marka er sú að góð lið eru yfirleitt líklegri til að sjá mikið af boltanum og þau liða skora fleiri mörk. Það þýðir hinsvegar ekki að það sé nauðsynleg fylgni þar á milli. Það er alls ekkert sjálfsagt að lið sem hefur háa % sé endilega betra (sbr. Real um helgina). Betra liðið er það lið sem tekst að láta leikaðferð sína ganga upp.

    Nákvæmlega svona hafa þessir Anfield leikir spilast. Liðin vita að Liverpool er ekki að fara að gera neitt með boltann og þessvegna leyfa þeir þeim að hafa hann. Þau vita að Carroll skallar bara yfir markið, að Downing skýtur bara framhjá og að boltinn lendir alltaf í miðjum teignum eftir hornspyrnur. Þau vita líka að miðjan er illa búin undir skyndisóknir og að það eru “weak spots” í bakvarðarstöðunum.

    Þetta er að mínu mati ekki spurning um að það vanti bara herslumuninn, ef svo væri þá myndi þetta ekki gerast í hverjum einasta leik. Vandinn er sá að liðin leyfa Liverpool að vera með boltann á heimavelli og þeir hafa ekki hugmynd um hvernig eigi að koma honum í netið. Fæst þessara færa eru að koma eftir einhvern frábæran sóknarleik, mest eftir einleik frá Suárez eða eitthvað krafs í teignum þar sem milljón skot koma í röð og allt lið andstæðinganna er komið í vörn. Það er bara alls ekki einkenni vel skipulagðs sóknarleiks jafnvel þó að skotin séu mörg.

  30. “What if” eða “hvað ef” er ein mest notaða greining innan viðskiptanna. Þar setja menn saman reiknilíkan, t.d. til að reikna út hagnað, með nokkrum breytum og síðan eru mismunandi gildi sett inn og áhrif þeirra á hagnaðinn skoðuð.

    OK, “hvað ef” okkar menn hefðu skorað eitt eða tvö mörk úr öllum þessum færum og unnið leikinn naumlega? Er þá líklegt að þessi fordæmingakomment um leikmenn og þjálfara hefðu litið dagsins ljós? Ónei séra Samúel, þá hefðu menn verið með besefann beinstífann og ekki átt orð yfir hvað liðið spilaði vel og Kenny gjöf guðs til fótboltans. Sem er nákvæmlega það sem LFC og Kenny gerðu í dag en aulaleg einstaklingsmistök kostuðu okkur mark ásamt því að við klárum ekki færin. En það mun að sjálfsögðu vera lagað fyrir næsta tímabil. Vandamálið er þekkt og lausnin verður fundin svo mikið er víst!

    Ég ætla ekki að gera lítið úr þeim fótboltalegu mannvitsbrekkum sem ausa hér úr sínum andlega hlandkoppi en það sér hver maður að félagið er á réttri leið. Sama hvað menn hrauna yfir Kenny og ungu strákana. Á köflum spilaði LFC frábæran fótbolta, bjó til helling af færum og Suarez, drottinn minn dýri, hvað sá strákur er góður og á þó mikið inni! Kuyt verður sérstaklega illa fyrir barðinu á kamarmokurunum á síðunni. En hvað ef hann hefði skotið í stöngina og inn en ekki út? Væri hann þá maður leiksins kannski?

    Hættið þessu blóðrúnki! Það er erfitt að tapa leik og alveg sérstaklega jafn óverðskuldað og í dag. En þessi yfirskita dauðans á það sem er verið að gera innan félagsins er algjör firra í ljósi þess hvað liðið er vel spilandi.

    Annað sem fer í mínar fínustu taugar. Hvað sem um Hodgson má segja er hann fyrrverandi knattspyrnustjóri Liverpool FC. Sem slíkur er hann hluti af sögu félagsins. Hann var rekinn og enginn söknuður er af honum. Hann á hins vegar skilið virðingu okkar. Heldur einhver að Hodgson hafi ekki gefið það sem hann gat í starfið? Það var hins vegar ekki nóg sem er allt annað mál. Hodgson réði sig heldur ekki sjálfur til LFC. Pardon my French en það er eitthvað attitúd vandamál í gangi að nenna að ergja sig yfir Hodgson sem er hættur fyrir löngu og gerði það eitt rangt að taka við djobbi sem vitleysingarnir sem réðu á Anfield buðu honum.

    Skítt með það en þessi endalausu niðurrifsskrif um okkar ástkæra félag sem er svo augljóslega á fullri ferð til fyrri sæmdar eru vart sæmandi að mínum dómi þegar það stríðir við mótlæti á vellinum.

    Leikurinn í dag var á köflum frábærlega spilaður hjá okkar mönnum og veit á gott fyrir úrslitaleikinn gegn Chelsea. Þá skulum við tala saman!

  31. Jafnvel þó Gerrard sé ekki inná þá er andi og slen fyrirliðans yfir liðinu sem fyrr. Þegar hlutirnir eru ekki að ganga byrjar hann að hengja haus, vorkenna sjálfum sér og spá í afhverju hann sé ekki hjá Real Madrid eða öðru stórliði vinnandi titla á hverju ári. Þetta attitúd er búið að smitast yfir hópinn og menn hafa bara ekki trú lengur á að nýta færin.
    Það þarf að taka fyrirliðatignina af honum og setja yfir á Suarez og byggja liðið í kringum hann sóknarlega. Eins og Babu bendir á er Suarez bara í sérklassa innan liðsins. Ég skil Stuart Pierce og co. vel að hafa gengið framhjá Gerrard að þessu leyti hjá enska landsliðinu.

    Hef talað um það áður hér á kop.is að við ættum að selja Glen Johnson. Það er engin tilviljun að Mourinho henti honum útí horn hjá Chelsea. Hann kemur bara endalausri óreglu á vörn síns liðs með slæmum staðsetningum og einbeitingarskorti. Hvaða barnalega flottræfilshátt hann var að reyna í þessu forljóta marki WBA veit enginn. Hann eins og Gerrard oozar voða litlu sjálfstrausti til annarra leikmanna og er hættur að skila jafnmiklu sóknarlega og hann gerði hér áður fyrr. Það myndi komast mun meiri ró og yfirvegun á vörnina að fá heilsteyptari leikmann í hægri bakvörðinn. Fá einhvern eins og Vargas með Kelly til að skipta þessari mikilvægu stöðu á milli sín.

    Sammála þeim sem sagði að Dalglish væri að reka nagla í eigin líkkistu með þessu tapi. FSG eru bara ekki menn sem sætta sig við svona meðalmennsku og móralsleysi. Þeir munu eðlilega krefja kónginn svara á afhverju maðurinn sem þeir ráku til að koma honum að hafi tekist að vinna með slakan mannskap á Anfield.

    Að öllu þessu sögðu þá gæti tímabilið í ár ennþá endað frábærlega. Man City gæti unnið rest þannig að Utd ynnu ekkert í ár. Á meðan ynnum við 2 bikartitla og styrktum stöðu okkar sem sigursælasta lið enskrar knattspyrnu. Voða asnalegt að æsa sig um of núna yfir þannig séð þýðingarlausum deildarleikjum þó viðbjóðslegt sé að tapa gegn þessum andfótbolta sem Roy Hodgson tilbiður. Slökum á og skoðum stöðuna í lok maí.

  32. Sælir félagar

    SB 13# ég vil benda þér á að ég segi í minni athugasemd: “Ég ætla EKKI að segja orð um þennan leik né frammistöðu leikmann, uppstillingu á byrjunarliði o. s. frv.”. Sem sagt ég segist ekki ætla að tjá mig um neitt sem varðar þennan leik. Það er það sem ég segi en ekki eitthvað annað. Ég kann betur við að það sé vitnað rétt í mín fátæklegu ummæli, nóg er nú samt sem einstakir menn ergja sig á því sem ég segi hérna á þassu spjalli.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  33. Eitt sem ég tók eftir undir lok leiksins í dag, nánar tiltekið tók ég eftir því þegar Jonjo fékk gula spjaldið sitt, og tók ég eftir því vegna þess að ensku lýsendurnir voru að tala um það þegar dómarinn var að spjalda hann.. Merkilegt hvað uppgjöfin var greinileg í mönnum, það voru svona 6-7 leikmenn sem voru bara röltandi um völlinn, á meðan Jonjo var hlaupandi á milli 2-3 West brom manna að reyna að vinna boltann..

    Þetta er augljóslega orðið sálfræðimál þetta sjálfstraust leikmanna okkar ástsæla liðs.. eitthvað sem þarf að vinna vel í í sumar, og myndi ég mælast til þess að liðið verði látið leika við mun lakari lið æfingaleiki, leiki sem við eigum að vinna, og vinna þannig stabílt í að reyna að “búa til” sigurhefð í hausum þessara leikmanna sem við höfum..

    Maður vill nú ekki vera að horfa upp til manu liðsins, en manni dettur í hug að ef þeirra lið hefði verið í þessari stöðu, og 5 mín af venjulegum leiktíma + uppbótartími hefði verið eftir, þá hefði nánast verið maður á mann út um allann völlinn með hápressu og þvílíkri baráttu.. Maður spyr sig…

  34. @ Matti (#27)

    Sammála þér með þetta. Rétt greining að mínu mati. Það eru mun frekar vængframherjar hjá stórliðunum sem spila fjær hliðarlínunni og leyfa sókndjörfum bakvörðum að fara í utanáliggjandi óverlapp. Hafa líka frelsi til að sækja inn á miðju og finna sér pláss milli varnarlínu og miðju.

    Mér finnst þetta vera galli á þeirri taktík og kerfi sem Dalglish beitir og hann virðist ekki hafa mikinn áhuga á að notast við menn í holunni. Fyrsti kostur á heimavelli er í a.m.k. langoftast hefðbundið 4-4-2. Það hefur gefið af sér heila 5 heimasigra í deildinni í vetur.

    Auðvitað er frekar sérstakt að 28 skot gefi ekki af sér einu sinni eitt mark. Svona mikill fjöldi skota trekk í trekk gefur klárlega vísbendingu um sóknarvilja, en mér þykir oftast nær sem þetta sé líka dæmi um að skjóta fyrst og hugsa svo. Oft vantar yfirvegun og hugsun til að halda lengur pressu og spila upp á betra færi heldur en að láta vaða fyrir utan teig.

    T.d. spilaði ManYoo við WBA fyrir nokkrum vikum síðan og í 2-0 sigri skutu þeir 20 skotum. Maður hefur jafnvel séð þá dóminera leiki og skora fleiri mörk en skjóta sjaldnar en 20 sinnum. Þeir sýna oft mun meiri stillingu og stjórnun á sínum sóknarleik sem gefur af sér fleiri mörk í færri skotum.

  35. Vitið þið um góðan sálfræðing sem heldur með Liverpool?

    Ég held að við verðum samt að hætta að svekkja okkur á þessu þótt við virðumst varla geta unnið liðin í neðri hlutanum. Deildin er töpuð fyrir löngu EN við eigum ennþá úrslitaleikinn í bikarnum eftir. Ég segi að sigur þar bjargi tímabilinu þrátt fyrir allt og það er dolla sem er góð á ferilskránni og telur gegn erkióvininum. Það þarf mikið að laga fyrir næsta tímabil og í vanmættinum sem Púllari verður maður bara að trúa að það gerist. Uppbygging tekur (aftur) tíma. Hvort eigendurnir haldi tryggð við KK kemur í ljós á næst dögum en ég er sammála þeim sem segja að vandamálið virðist vera djúpstæðara en þjálfarinn einn. Svo er ég líka sammála því að við eigum ekki að atast út í gamlan þjálfara sem gekk ekki vel hjá á sínum tíma. Hann á skilið virðingu fyrir það eitt að hafa verið þjálfari á Anfield. Og, jú, hann var sigurvegarinn í dag…

  36. Glen Johnson og Roy Hodgson eiga
    það sameiginlegt að þeim gæti tekist að
    láta Liverpool tapa úr gröfinni.

  37. Þessir menn eiga heima á haugunum. það er aðeins einn maður sem á skilið að spila í Liverpool treyju að það er Luis Suarez
    Restin má fara og svo mætti reyna kaupa Hugo Loris staðinn fyrir Reina. Hann átti að a verja þetta auma skot.

  38. Alveg eins og Commoli hvarf eins og dögg fyrir sólu, þá held ég að í innsta hring Liverpool sé búið að ákveða að Kenny hætti eftir tímabilið. Það er erfitt að útskýra í orðum hvers vegna, en þeir sem horfa á liðið sjá það strax. Það er ekkert chemistry í gangi, ekkert passion, engin brjáluð liðsheild sem vill hefja félagið aftur til vegs og virðingar. Þetta bara er ekki að virka.

  39. Same shit, diffirent day er eitthvað sem lýsir þessu vel. Ég held reyndar að örlög Dalglish hafi ráðist fyrir þennan leik enda voru orð hans í viðtali einkennileg þar sem hann ræddi að hann myndi ekki erfa það að vera rekin, það væri klúbburinn sem skipti máli en ekki hann og svo framvegis. Þannig ég held hann sé leynt og ljóst að undirbúa fólk fyrir sína brottför og það sé einhver á kantinum sem eigi að taka við.

  40. Sóknarleikur Liverpool var mjög góður á köflum í dag. Hreyfing á mönnum, boltinn að ganga og leikmenn að stinga sér inn á milli línanna.

    Vandinn að mínu mati var að liðið var hálf “klofið” í skipulagi. Stillt upp með Suárez, Maxi og Kuyt, eins og oft gerðist á seinni hluta síðasta tímabils með góðum árangri, en fjórði maður var ekki Meireles eins og þá, heldur Carrol, sem er eins ólíkur honum á velli og hægt er að vera.

    Carrol hefur verið að gera ágæta hluti undanfarið, en hann hentar ekki alveg í spilamennskuna sem þarna var í gangi, enda ekki stillt upp með kantmönnum. Vissulega fékk hann færi, en þau voru ekki mjög mörg.

    Taktískt fannst mér því vera þversögn í uppstillingunni. Stillt upp með hreyfanlegum spilandi leikmönnum í takt við það besta sem við sáum seinni part síðasta tímabils, en svo Carrol að auki og 4-4-2.

    Ég er ekki að kenna Carrol um að þetta gekki ekki, en mér þykir blasa við að þarna hefði átt að stilla öðrum upp, t.d. Bellamy eða Shelvey.

    Á þessu tímabili hefur Liverpool gjarnan stillt upp með kantmönnum sem halda sig á kantinum og eiga að koma boltanum á kollinn á Carrol. Sú taktík virðist m.a. hafa komið frá Comolli miðað við tölfræðiumræðuna um daginn (að lið sem eiga margar fyrirgjafir skori mörg mörk) Í dag var augljóslega ekki verið að spila eftir þeirri hugmyndafræði. Ég fatta því ekki alveg pælingu á bak við liðið.

    Miðað við hvernig Hodgson leggur upp, með vörn sem hleypir mönnum upp kanta og háa miðverði sem gleypa fyrirgjafir, held ég satt að segja að það hafi verið mistök að vera með Carrol þarna, jafnvel þó hann hafi skorað í síðustu leikjum. Við áttum að spila boltann sem var í gangi, en með einn hreyfanlegan sókndjarfan leikmann í viðbót inni á vellinum. Carrol virkar best inni í teig eða fyrir að nikka boltanum á mann fyrir framan sig. Þegar lið bakkar jafn mikið og WBA gerir eru fá tækifæri til að nikka boltanum inn fyrir og þegar lið þrífast á að verjast skallaboltum, er fyrri taktíkin ekki líkleg til að ganga upp.

    Hefðu Kuyt, Maxi, Henderson eða Agger nýtt færin sín værum við svo væntanlega ekkert að spá í taktíkinni sem liðið spilaði í dag – og ég því sennilega bara að rembast við að vera vitur eftirá.

  41. Mér finnst nú ósanngjarnt að vera að benda á Henderson enn eina ferðina, þó að oft vinni hann svo sannarlega fyrir því.
    Aftur á móti þegar hann kemst inná miðja miðju þá er þetta allt annar leikmaður. Mér fannst hann virkilega duglegur í dag og vann vel fyrir kaupinu sínu.
    En aftur á móti sorglegt að koma ekki allavega inn einu marki.

  42. Þó að liðið spili að mörgu leyti skemmtilegri fótbolta en það hefur gert í háans herrans tíð þá er þetta bara ekki að virka.En Dalglish á ekki einn sök á þessu,það þarf aðra eins hreinsun og þegar Dalglish tók við og hver veit kanski smellur liðið saman ef réttir menn koma inn í staðinn.En jú jú margir af þeim sem komu inn fyrir síðasta tímabil hafa verið vonbrigði.Spurning um að leggja þennan leik niður á Anfield hver getur skotið oftast í slána í röð Hendo er víst kóngurinn í því og átti eitt sláarskot í dag.

  43. Yfirvegunin hjá Liverpool í færum er engin. Það þarf nú aðeins að fara skerpa á sóknarleiknum og fara enda með almennilegum skotum heldur en það sem er í gangi núna. Í þessum leik var WBA og ekki fyrsta liðið í vetur gjörsamlega rústað úti á vellinum. En einbeitingarleysið og kæruleysið sem er í gangi í marktækifærum hjá öllu liðinu og annars staðar á vellinum t.d hjá Reina er bara ekkert að leysast. Þannig er bara staðan. Þetta er lélegasta síson frá upphafi hjá mér og það með Kenny the Legend Dalglish við stjórnvölinn.

    Ég verð að segja að FA Cup og Carling Cup eru ekki að breyta mínum skoðunum að skipta um stjóra. Metnaðarleysið er ekkert að leysast í liðinu. Menn eru kæruleysir, allt of góðir við hvern annan, að sjá nýja leikmenn koma inn og gera ekkert í málunum þegar liðið er að tapa leik eftir leik.

    Þetta er ekki málið. Fá bara Benitez aftur tilbaka Takk.

  44. Mjög athyglisverðar umræður. Held að flestir séu sammála um að við séum oft að spila frábæran bolta og þetta lítur oft ansi vel út. EN hvað gerist eiginlega? Af hverjum erum náum við ekki að klára þessa leiki? Við getum ekki tekið þá einföldu skýringu að við séum alltaf “óheppnir”. Þú skapar þína heppni sjálfur, við getum ekki talað um óheppni heilt season, það er að mínu mati cheap skýring á slæmri stöðu í deildinnni. Kannski búið sé að byggja of mikla pressu utan frá og leikmennirnir séu einfaldlega ekki að höndla hana. Þetta liggur allavega að miklu leyti í hasunum á leikmönnum og maður sér að sjálfstraustið er bara ekki til staðar. Haldið þið t.d. að Spearing skjóti alltaf upp í stúku af 20 metra færi á æfingum? Svo hljótum við að vera sammála um það að töluverður skortur á hreyfingu á mönnum án bolta. Ekki það að ég vilji mæra sérstaklega keppinaut okkar nr. 1. ManUtd., en það er áberandi hvað þeir sækja á miklu fleiri leikmönnum en við og það er enn meira áberandi hvað leikmenn þeirra hafa mun meira sjálfstraust með boltann og gera eitthvað upp á eigin spýtur. Það er einstaklega áberandi hvað margir leikmenn LFC eru óöryggir með boltann og geta bara ekki beðið eftir að losa sig við hann um leið og þeir fá hann í fæturna. Svo er að mínu mati alveg klárt mál að okkur vantar heimsklassa striker. Umræðan mætti oft vera aðeins málefnarlegri hérna og það á líka við pollyönnurnar hér. Þeir taka gagnrýni á liðið mjög illa og stundum er eins og verið sé að ráðast á þá persónulega. Skýringin á þessum pirringi þeirra er auðvitað augljós. Þeim líður, eins og okkur hinum, illa yfir ömurlegu gengi liðsins. Ágætu pollyönnur, málefnaleg umræða um LFC er af hinu góða. Við höfum öll okkar skoðun á spilamensku liðsins. Ef þið eru himinlifandi með liðið eins og það er í dag, þá er það bara fínt hjá ykkur. Pössum okkur samt á því að vera ekki í einhverju persónulegu skítkasti og tala niður til hvors annars. Virðum skoðanir hvors annars.

  45. sammála #45
    henderson var allt annar leikmaður á miðjunni í dag, efnilegur miðjumaður þar á ferð. Mér finnst munurinn á honum og downing og adam sá að hann á ferilinn framundan á meðan hinir tveir eru að fjarlægast toppinn á þeirra ferli, allaveg downing.

  46. Ég missti af leiknum í dag sem betur fer. Las á netinu að Kenny Dalglish og Roy Hodgson ættu það sameiginlegt að þeir hafa báðir unnið einn deildarleik á Anfield á þessu ári. Það er bara vandræðilega niðurlægandi!

  47. Einn scum vinur minn benti mér á facebook á eftirfarandi staðreyndir:
    Árangur Hodgeson og Dalglish er hinn sami á Anfield eftir áramót.
    1 sigur.
    Over and out.

  48. Guderian skrifar athyglisvert svar, en ég er ekki jafn sannfærður og hann um ýmsa hluti. Til dæmis:

    “En það [þ.e. færanýting] mun að sjálfsögðu vera lagað fyrir næsta tímabil. Vandamálið er þekkt og lausnin verður fundin svo mikið er víst!”

    Hvað, nákvæmlega, fær til þig til þess að trúa því, að lausnin verði fundin fyrir næsta tímabil, og við fáum að sjá miklu betri færanýtingu?

    Vandamálið er þekkt stærð – Liverpool skorar ekki nóg. Sóknarmennirnir eru einstaklega óheppnir/lélegir að nýta færin, en ég get með engu móti séð, hvernig hægt er að fullyrða að menn muni bara finna hina einu réttu lausn í sumar. Menn töldu að leikmannakaup fyrir ÞETTA tímabil væru þess eðlis að sóknarleikur liðsins myndi færast upp á næsta level. Downing, Henderson og Adam, í bland við nýju sóknarmennina Carroll og Suarez væru menn sem kynnu að byggja sóknir, færi og klára dæmið. Annað hefur heldur betur komið á daginn.

    “… en það sér hver maður að félagið er á réttri leið. Sama hvað menn hrauna yfir Kenny og ungu strákana.”

    Aftur spyr ég, hvað, nákvæmlega, bendir til þess að félagið er á réttri leið?

    Jú, sigur í deildarbikarnum og úrslit í FA bikarnum. Það segir ekki meira en að liðið sé stemmingslið, í besta falli. Birmingham vann deildarbikarinn í fyrra, þeir voru samt ekki betri en svo að þeir féllu með sæmd. Saga bikarkeppna er ekki síður saga “litlu” liðanna sem hafa náð að koma verulega á óvart. Sum þeirra unnið keppnina, en svo ekki söguna meir.

    Þó það sé óneitanlega gaman að sigra bikarkeppnir, þá er deildarkeppnin alltaf lifibrauð fyrir öll félög. Það er stærsti titillinn sem er í boði, og sigur í öllum bikarkeppnum kemur ekki í veg fyrir þá staðreynd, að ef lið stendur sig illa í deildinni sjálfri, þá er liðið einfaldlega ekki nógu gott. Það er töluvert auðveldara að mótivera menn upp fyrir stöku leiki, líkt og gerist í bikarkeppnum, en ef við líkjum þessu við hlaupaíþróttir, þá eru bikarkeppnir 200 m grindahlaup á meðan deildarkeppnin er maraþon. Og það er maraþonið sem við viljum og eigum að vilja að vinna, fyrst og fremst.

    Og hvaða “ungu stráka” ertu að tala um, sem menn hafa hraunað yfir?

    “En þessi yfirskita dauðans á það sem er verið að gera innan félagsins er algjör firra í ljósi þess hvað liðið er vel spilandi.”

    Liðið má mín vegna vera betur spilandi en sjálft Barcelona, en á meðan liðið getur ómögulega skorað mörk, þá skulu menn bara gjöra svo vel og taka þeirri gagnrýni eins og menn. Það er töluvert miklu augljósara en að liðið sé á réttri leið, að það er eitthvað stórkostlegt að hjá liðinu. Hvort sem það eru innviðir félagsins eða hreint og klárt lélegir leikmenn, veit ég ekki. En það er ljóst að það er eitthvað rotið í Liverpool-veldi, og ég tek því ekki með neinni sérstakri ánægju. Á meðan liðið skorar ekki, þá vinnur það ekki leiki. Flóknara er þessi íþrótt ekki. 🙂

    Að öðru leyti þá var póstur þinn fínn og vel rökstuddur. Færð þumal upp frá mér, alveg hiklaust, fyrir jákvæðni og að líta björtum augum á framtíðina, jafnvel þó ég deili þeirri Liverpool-skoðun ekki með þér 🙂

    Annars er ég alveg viss um að næsta tímabil verði “okkar” tímabil …

    Homer

  49. Eftir að dómarinn flautaði til leikhlés þegar það var enn markalaust þá hálfpartinn vissi ég að sagan mundi endurtaka sig í dag. LFC spilar frábæran, flæðandi bolta, veður í færum, finnur auðveldlega glufur í vörn andstæðinga, skýtur mikið en skorar ekki. Svo missa þeir loks boltann og hitt liðið skorar úr skyndisókn. Eftir það fer öll gufa úr liðinu og sagan einfaldlega öll.

    Svekkjandi en kom ekki á óvart. Ég ætla að leyfa mér að segja að þrátt fyrir herfilega markaþurrð þá hef ég aldrei séð Suarez spila svona vel fyrir liðið! Algör milljón hvað hann spilaði vel!

  50. Þetta er svekkjandi, en þetta er hætt að koma manni á óvart… Menn tala um að við vorum betri jú jú við sóttum og sóttum, þeir vörðurst og vörðust (vörn er líka hluti af fótbolta), við skoðuðum ekki, þeir skoruðu… hverjir voru betri ? Það er eitthvað mikð að hjá klúbbnum það þarf engan snilling til að sjá það, hvort það lagist með því að láta KK fara, það veit maður ekki einfaldlega að við vitum ekki hvað er í gangi á bakvið tjöldin hjá klúbbnum og við fáum ekki að vita það fyrr en þetta tíma bil er búið… Svo það er bara best að hætta að velta sér upp úr því…. Það eina sem ég ætla að gera, hvort sem við vinum eða töðum þá ætla ég að halda áfram að halda með LIVERPOOL.

    Áfram LIVERPOOL… YNWA…

  51. Hér er athugasemd sem var skrifuð undir þráð á RAWK:

    “Boils down to mentality to me. Resilience is a part of that. We did play great stuff today, some of the movement (especially leading up to henderson hitting the bar) was breathtaking, wouldnt of been out of place at the Nou Camp.

    I dont mind henderson hitting the bar from there, good effort. We still created alot of chances, even when we forced it, we created openings. The problem for me is everybody wants to score so bad (suarez, carroll, kuyt). They snatch at there chances, they get flustered. Things dont go our way after half an hour and they try even harder, become even more inaccurate with there finishing. Then you get to the 60’th-70’th….long balls, balls aimed aimlessly in from wide positions. There is little composure. Its like every chance we miss the opposition grows in confidence, without doing much in an attacking sense themselves. I think Roy and the rest of the WBA team felt they would get a chance, we’d wasted so many and they knew they could take it, they did just that.

    I couldnt fault the line-up, the style of play we started with but there just so fragile, mentally that you know its gonna go from a great positive start to dissapointment in the end. That’s why there is so much negativity in the post-match thread. Even at half time, we’ve seen it so much this season.

    I just feel that there aren’t enough experienced players in there. Henderson will be a fine player, but is he really experienced, the same for Andy. I thought the CC final, despite not being a walk in the park would really give the lads confidence, a winning mentality, a belief. It hasnt.”

    Margir góðir og áhugaverðir punktar sem þessi kemur inná. Sumarið verður þá vonandi nýtt til þess að núllstilla “confidence-levelið” með nýjum leikmönnum og jafnvel nýjum þjáfara.

  52. Þið fyrirgefið ef ég er í ruglinu, en er ekki ennþá möguleiki á því að Liverpool vinni fleiri titla þetta keppnistímabilið heldur en ManUtd og Barcelona samanlagt?

  53. 56: Hmm nei Barcelona er búið að vinna World club cup og tvo Super Cup leiki og United vann góðgerðarskjöldinn. En ég skil hvað þú átt við.

  54. Ég verð að viðurkenna að mér finnst töluvert fyndið að lesa umræðurnar hérna, og hvernig menn tapa sér í þessum greiningum á leikjunum. Teljandi upp hina og þessa leikmenn, of mikið kantspil, “kofinn” leikmannahóp, Miðjumennirnir ekki að nýta Carroll nógu vel, ekki nógu margir inni í teig, gamaldags leikskipulag og ég veit ekki hvað og hvað. En þegar allt kemur til alls er þetta niðurstaðan:

    – Kuyt fékk 2 dauðafæri en skaut framhjá og í stöng
    – Suarez fékk 2 dauðafæri en lét verja frá sér og skaut himinhátt yfir
    – Agger fékk dauðafæri og skaut framhjá
    – Maxi fékk dauðafæri en skaut yfir
    – Henderson fékk 2 mjög góð færi en skaut í slánna og framhjá
    – Carroll fékk 3 góð færi, 2 eftir góðar fyrgjafir sem hann skallaði og skaut yfir, og eitt þar sem hann settist á rassgatið og hitti ekki boltann

    Vandmálið er ekki leikskipulagið, mér finnst það aldrei vera vandamálið í þessum heimaleikjum. Vandamálið er að menn SKJÓTA EKKI FÓTBOLTANUM INN Í MARKIÐ! Ég veit ekki af hverju, ég skil ekkert í þessu. Færin eru alltaf nógu góð til þess að Erik Meijer gæti skorað þrennu í hverjum leik, en menn bara skora ekki. Enginn skilur af hverju. Þetta er með ólíkindum. Ég trúi þessu ekki. Þarna var ég að horfa á sama heimaleikinn í 17 skiptið í vetur, og vandmálið er alltaf það sama.

  55. Eina ferðina enn segi ég það sama hérna, það mun engu máli breyta hvort Dalglish eda einhver annar stjóri kemur í sumar því á endanum er þetta undir Henry komið, ef hann setur ekki lágmark 70-100 milljónir punda í leikmannakaup í sumar erum við á næsta tímabili að fara að berjast aftur um 5-8 sæti um það er ég sannfærður.

    Jújú liðið spilar vel á köflum en getur ekki skorað mörk, af hverju ? jú það vantar FUCKING GÆÐI Í LIÐIÐ og GÆÐI kosta peninga það er bara þannig. Svona sé ég þetta. Annaðhvort kaupir Henry 3-5 alvöru leikmenn sem hafa þau gæði sem uppá vantar og þá væntanlega kosta félagið hátt í 100 milljonir punda eða þá að liðið hans eða liðið okkar er ekkert að fara vera neitt meira en 5-8 sætis lið og kannski skilar einni og einni bikardollu ef heppnin er með okkur.

    Svo væri gaman ef Henry og félagar færu að segja okkur eitthvað um þennan nýja völl sem þeir ætla að byggja eða endurnýja og stækka anfield, af hverju heyrist ekkert frá þeim hvað það varðar einu og hálfu ári eftir að þeir keyptu félagið ? er ekki að skilja þetta…..

  56. Það virðist gleymast í þessari umræðu að WBA skoraði eitt mark í leiknum og hefði, með smá heppni, getað skorað tvö í viðbót.

  57. Daglish hefði getað reddað þessu tímabili með því að opna budduna í janúar, kaupa einhvern sæmilegan – góðan striker og þá værum við í allt annari stöðu en í dag.. en þess í stað erum við í sama ruglinu og allt tímabilið, endalaust af færum, lélegir menn að klára þau.

  58. Ég er farinn að hallast að því að Kenny fái annað tímabil með Liverpool. Ég held að kallinn sé með þetta. Liðið spilar oft á tiðum frábærlega, einn bikar kominn í hús og annar úrslitaleikur á Wembley framundan. Þetta deildarform er ömurlegt en mjög svo ósanngjarnt. ‘Eg myndi ekki vilja hafa Hodgson við stjórnvölinn og 10 stig í viðbót með einverri ömurlegri varnar spilamennsku etc etc

    Þetta er langhlaup hjá okkur og mér sýnist að þetta sé allt að færast í rétta átt. Hefðuð þið td viljað vera í baráttu núna við Newcastle; chelsea og Tottenham um 4 sætið en enda svo kannski í því 5 og með enga bikara ?

    Þetta er að koma hjá kallinum og ég held að með því að skipta honum út erum við bara að byrja enn einu sinni upp á nýtt.

  59. Flott umræða og langflestir mjög málefnalegir. Ég set samt oft spurningamerki við það að svarið við öllu neikvæðu hjá Liverpool sé að kaupa rándýra leikmenn og eyða miklum peningum. Vissulega þurfum við góða leikmenn en góður leikmaður er ekki bara góður leikmaður ef hausinn á honum er ekki kaldur og rétt stilttur. Eins geta margir góðir leikmenn verið lélegir saman í liði ef mórallinn er slæmur, þjálfarinn ekki að mótvera liðið sem og fyrirliðinn. Það væri eindregin ósk mín að við getum keypt nokkra frábæra leikmenn fyrir næsta tímabil sem gætu gert frábæra hluti en það myndi gleðja mig ennþá meira að sjá núverandi leikmenn ná meiri árangri en náðst hefur í vetur.

  60. Hér er einn púntur. lið í dag sem ætlar að gera atlögu að Englandsmeistaratitli þurfa að hafa nokkra heimsklassa leikmenn í sínum hópi

    Man Citi hefur 6-8 heimsklassaleikmenn
    Man Utd hefur 5-6 heimsklassaleikmenn
    Chelsea hefur ci 7 heimsklassaleikmenn og eru 4 komnir á seinni hlutan
    Arsenal hefur 5-6 heimsklassaleikmenn
    Tottenham hefur ci 3 heimsklassaleikmenn
    Liverpool hefur 3 heimsklassaleikmenn og eru 2 af þeim komnir á seinni hlutan

    Fyrir mér liggur alveg ljóst að ef Liverpool ætlar sér að berjast um 1 sætið þá þurfum vantar okkur fleiri heimsklassaleikmenn í hópinn okkar, við verðum að vera raunsæir klúbburinn okkar hefur ekki nægja getu í dag til að gera tilkalls til Englandsmeistaratitils.
    Mín skoðun er sú að KK muni ekki koma okkur á toppinn í Englandi.

  61. #33

    Ertu að tala um að selja Johnson og fá Juan Manuel Vargas í staðinn?

    Örfættann miðju/vinstrikanntmann?

    Nú er ég pass….

  62. #65
    Hvaða 3 Liverpool leikmenn ert þú að tala um?
    Í mínum huga mætti flokka Suarez, Gerrard, Lucas, Reina og Agger sem heimsklassa leikmann sem gætu komist í flest lið í Evrópu.

    Málið er að margir af þessum “heimsklassa leikmönnum” í hinum liðunum líta vel út í dag þar sem hlutirnir eru að ganga upp. Á góðum degi tel ég að við séum ekki með síðri hóp en Arsenal, Tottenham og já jafnvel manutd ef því er að skipta. Málið er að við þurfum bara að fjölga þessum góðu dögum því í mínum huga er þetta alveg nægilega góður mannskapur til þess að vinna með eins og sést í bikarkeppnunum. Þetta er að stóru leyti sálfræðilegs eðlis og með auknu sjálfstrausti fara þessir boltar að detta inn, vörnin gerir færri mistök, Reina fer að verja fleiri bolta og svo framvegis. Kannski er þetta stjórinn ég veit það ekki en þessi mannskapur hefur þá hæfileika sem þarf til, það þarf bara að ná því besta út úr honum. Held að Ferguson væri alveg til í að vera með þennan hóp í höndunum. Það sem ég er að reyna að segja að þessi hópur með bullandi sjálfstraust gæti alveg gert flotta hluti í deildinni. Væri alveg til í 1-2 leikmenn í viðbót en ég held að útlitið sé ekki alveg svona dökkt.

  63. Haha nr.67 flokkaru Lucas í alvöru sem heimsklassa leikmann? hann átti hálft gott tímabil áður en hann meiddist og hann er heimsklassa? ef hann er heimsklassa eru svona 9 leikmenn úr öllum liðum í deildinni heimsklassa

  64. Ég horfði stóran hluta leiksins aftur í gærkvöldi og ég verð að játa að mér fannst spilamennska liðsins ágæt fyrstu 75 mín mín. Liverpool stjórnaði leiknum frá fyrstu mín. en eins og í allan vetur gekk ekkert að skora mörk. Það sem mér fannst einna sorglegast var hve auðveldlega menn gáfust upp og köstuðu handklæðinu strax eftir markið. Þá kom berlega í ljós að liðið hefur lítið og viðkvæmt sjálfstraust. Ef Utd. eða City hefði verið í sömu sporum þá, hefðu þau komið hærra á völlinn, aukið pressuna, þar sem 15 mín + uppbótartími verið nægur tími til þess að snúa leiknum og gera tvö mörk. Í staðinn kóðnaði Liverpool niður og leikurinn var búinn. Hugsanlega hefði mátt pota inn tilviljunarkenndu jöfnunarmarki á þessum tíma en viljin og áræðnin var ekki til staðar.

    Nú eru fjórir leikir eftir í deild. Ef allt fer á versta veg getur liðið farið í 14. sæti. Í dag er liðið í 8 sæti með jafnmörg stig og Fulham. Liðið hefur unnið 5 heimaleiki af 17. Það eitt og sér er náttúrulega óafsakanlegt og algjörlega óviðunandi. Þó svo að árangurinn á útivelli er ekkert til að hrópa húrra fyrir þá er hann svipaður og hjá Tottenham og Newcastle.

    Ég held að eitt stærsta vandamálið hjá Liverpool í dag felist í að liðið hefur ekki hugmynd um hvaða leikstíl það ætlar að tileinka sér. Þá er ég ekki að tala um 4-4-2 eða 4-3-3 taktík heldur leikstíl. Hvernig eru hreyfingar manna án bolta í vörn og sókn? hvernig sækir liðið gegn liðum sem liggja aftarlega? Hvaða svæði ætlar liðið að sækja í gegnum? Hvernig á að verjast liðum sem beita skyndisóknum? Vill liðið spila á djúpt áður en það leikur breitt? Hvernig er staðsetning leikmann leikmanna þegar leikur í jafnvægi og síðan í ójafnvægi?

    Fyrir mér eru öll þessi atriði tilviljunarkennd hjá Liverpool. Mér finnst að leikmenn séu ekki klárir á hlutverkum sínum sem gerir það að verkum að leikmenn sem koma til félagsins eiga eðlilega erfitt með að aðlagast. Liverpool þarf að gera það uppvið sig hvernig leikstíl þeir vilja tileinka sér sem væri einskonar Liverpool Style og akademían á að miðast við að ala upp leikmenn í þann leikstíl. Þessi leikstíll var til á árum áður en á sá stíll hefur breyst með tilkomu nýrra stjóra. Ef til vill varð breytingin mest þegar að Houllier kom, þá fór liðið að tileinka sér leikstíl eftir framkvæmdastjórum. Það má alveg deila um það hvort hafi verið farsælla fyrir Liverpool að hafa kastað út Liverpool leikstílnum á sínum tíma og má jafnvel færa rök fyrir því að leikstíll liðsins hafi verið færður á meira á Evrópskt-Level, sem gerði liðið samkeppnishæfara.

    Það sem ég er einfaldlega að benda á er að klúbburinn þarf að gera upp við sig hvernig leikstíl það ætlar að spila, því fyrir mér virðist engin stefna í gangi. Það er bara staðreynd að leikstíll liðsins breytist þegar Carroll eða Gerrard eru inná. Meira er um langar sendingar upp völlinn á Carroll sem er oft einn og yfirgefinn í framlínunni gegn tveimur hafsentum. Þegar Gerrard er inná gengur sóknarleikurinn á að finna hann í fætur og treysta á að hann skapi eitthvað.Svona á þetta ekki að vera. Það á nákvæmlega ekki að skipta neinu máli hvaða leikmenn eru inná þegar lið hefur tileinkað sér ákveðinn leikstíl og leikmenn vita hvert hlutverk þeirra er.
    Er það tilviljun að Man Utd sé í þeirri stöðu sem þeir eru í dag, þrátt fyrir meiðsli lykilmanna í vörn í allan vetur, vandræðagang í markvörslu? er það tilviljun að Scholes var kallaður tilbaka og féll eins og skot inní leik leiðsins? Nei, þar vita menn nákvæmlega hver leikstíll liðs síns er, hver er ætlast af þeim og hvaða hlutverki þeir gegna.

  65. Fín umræða.

    Auðvitað er Lucas heimsklassa djúpur miðjumaður. Veit ekki um marga betri í þeirri stöðu aðra en Busquets og Yaya Toure. Hann er töluvert betri í mínum augum en t.d. Carrick, Parker eða Ramires sem eru í svipuðum leikstöðum hjá ensku toppliðunum. Og við höfum saknað hans, mikið. Einaldlega magnaður sópari til að stöðva skyndisóknir andstæðinganna og þess hefðum við nú þarfnast held ég.

    Annars er þetta bara þannig að maður hristir enn hausinn á þessum leikjum okkar. Sá einhvers staðar að metið í PL hingað til yfir stangarskot hafi verið 14 á tímabili, en við erum komin upp í 30!

    Í gær fannst mér liðið ekki beita neinum löngum sendingum fyrr en við vorum lentir undir. W.B.A. eyddi gríðarlegu púðri í að reyna að stöðva Carroll og Suarez og við það losnaði um aðra, Kuyt, Maxi, Hendo og Agger náðu ekki að klára þau færi í gær og við svo búið má ekki ganga. Öll varnarlínan og tveir miðjumenn W.B.A. voru alltaf rétt undan senterunum og þá verða hinir að stíga upp.

    Svo rispaða platan Maggi segir stillið upp enn meiri gæðum í sóknarstöðurnar því senteraparið er að draga þá athygli til sín sem þarf. Er sannfærður um að Gerrard hefði sett hann í gær…

  66. Carrick, Ramirez og Parker eru nátturulega ekki djúpir miðjumenn. Þeir eru svona týpískir box-to-box.

    Týpískir djúpir miðjumenn væru t.d. Mikel hjá Chelsea eða Song hjá Arsenal og jú Yaya Toure þegar hann spilað fyrir Barca þó hann sé orðinn öllu meira sóknarmiðjumaður hjá City.

    Lucas var góður á síðasta tímabili fyrir okkar og gjörsamlega frábær þá leiki sem hann spilaði á þessu tímabili. Því er ég sammála 🙂

  67. til Éli #65

    Ég er gríðarlega spenntur fyrir því hverjir þessir 5-6 heimsklassaleikmenn hjá Arsenal eru, værir þú vinsamlegast til í að henda þeim í mig?

    mbk.

  68. Annars fynnst mér öllu verra að Dalglish virðist vera ónæmur til að gera eitthvað í þeim vandamálum sem við glímum við í markaskorun.

    Af hverju var t.d. ekki keyptur striker í janúar?
    Af hverju leyfir hann ekki yngri leikmönnum að spreyta sig þegar öllum í aðalliðinu virðist vera fyrirmunað að skora?
    Af hverju breytir hann ekki um taktík? Spilar með þrjá frammi t.d.

    Vandamálið hefur verið til staðar síðan í október/nóvember á síðasta ári og hefur svo sannalega verið eins og snjóbolti sem vefur utan á sig meira og meira og vandamálið verður enn stærra með hverjum leiknum.

    Eins og maður er nú mikill aðdáandi Kenny Dalglish þá verður að viðurkennast að hann er enginn maður til að lyfta þessum klúbbi neitt hærra heldur en í það sæti sem við erum í PL núna, þó að vissulega óski maður þess heitast að hafa rangt fyrir sér.

    Það er ekki bara vegna þess að hann er með úreltar hugmyndir um hvernig á að spila fótbolta, kaupa leikmenn eða mótivera lið, heldur einfaldlega vegna þess að hann er ekki maður til að bregðast við vandamálum sem upp koma í kring um liðið sem hann á að vera að stjórna. Aldrei hefur maður séð stórlið í annari eins krísu og Liverpool hefur verið á þessi tímabili eftir að hafa fjárfest í leikmönnum eins og raun ber vitni.

    Við erum í frjálsu falli.

    12 stig af síðustu 45 mögulegum í 15 leikjum segja allt sem segja þarf.

  69. Ben… breyta um taktík, spila með þrjá frammi og hvað annað? Meðan við erum að yfirspila lið eins og WBA, heldur þú að það myndi skila okkur einhverju að breyta um taktík? Þetta eru ennþá sömu flækjufæturnir fyrir framan markið og áður. Mér finnst verðugt verkefni að spila þeim framherjum sem við höfum í gang með öllum tiltækum ráðum. Þeir eru búnir að vera að spila betur og betur undanfarnar vikur/mánuð og það sem vantar er að koma boltanum yfir línuna.

    Ég sé ekki að lausnin sé að skipta um þjálfara, hafa fengið inn nýjan striker í janúar sem myndi örugglega finna sömu pressu á herðum sér og allir aðrir í liðinu og klúðra enn fleiri færum (getgátur ég veit), eða henda inn unglingum. Ég vil að Dalglish fái annað tímabil en í þjálfarateymið yrði ráðinn “finish specialist”, einhver með járn í enninu og sögu á bakvið sig (virðingu frá leikmönnum) sem ynni með sóknar/miðju/vængmönnum í að dúndra boltanum í netið og berja sjálfstrausti, áræðni og gæðum í hvern einasta andadrátt þeirra. Plús auðvitað að fá inn 1,2 eða 3 leikmenn sem virkilega skipta máli fyrir næsta tímabil = Quality > Quantity.

    …og svona í endann, ætla menn virkilega í Lucasar umræðuna einu sinni enn? 😉

  70. Kæri Bjöddn,

    You’re missing the point.

    Fyrsta lagi þá er ég ekkert endilega að segja að Dalglish ætti eða hefði átt að gera eitthvað af eftirtöldu, aðeins og koma því á framfæra að MÉR fynnst að hann hafi brugðist í því að leysa þau vandamál sem upp hafa komið. Sbr. það að skora mörk.

    Liðið sem skorar fleiri mörk vinnur, ekki satt?

    Vandamálið hjá Liverpool hefur ekki snúist um að yfirspila einn né neinn, enda kem ég hvergi inn á það en mér væri nokk sama þó að Liverpool myndi ekki yfirspila nokkurt lið svo lengi sem við vinnum, en til þess þarf jú að skora mörk.

    Sem ég held að allir geti verið sammála um að sé vandamál liðsins í dag.

  71. Losa okkur við gerrard og carra og byrja að byggja liði í kringum suarez tími gerrards og carra er liðin þýðir ekkert að vera með smákónga gerrard hefur ekki getað rass í bala síðan xabi fór held að þessir tveir séu meira vandamál enn menn halda.

  72. Ben #66.

    Sló eitthvað út fyrir mér. Vargas er fjölhæfur leikmaður sem ég hef margtalað um hér að Liverpool þyrfti að kaupa. Hélt einhverra hluta vegna alltíeinu að hann væri hægri bakk, ruglaði saman við annan leikmann. My bad.

    Sammála þér að við hefðum eftir áramót að reyna spila 3 frammi. 4-3-3 eða prófa betur 3-5-2 sem er að njóta vinsælda í Evrópu núna. Miðjan hjá okkur verið það slök og fáir í boxinu leik eftir leik að það hefði alveg mátt reyna þessi leikkerfi. Það er allavega augljóst að við erum ekki núna með mannskap í að spila 4-4-2 eða 4-2-3-1 vegna hversu kantframherjarnir okkar og vara miðjumenn eru reynslulitlir/slakir.

    En nei Dalglish hefur sennilega bara ekki vitað af valmöguleikanum þegar hann var stanslaust að troða Henderson á hægri kant og Carroll á topp til að reyna breyta Liverpool 2012 í Blackburn ´93-94. Einföldun auðvitað en gamli karlinn verður að sýna að hann sé up to date og hafi þennan taktíska sveigjanleika sem þarf í nútímafótbolta.

    Að endingu legg ég til að Gerrard verði sviptur fyrirliðatigninni, af miðjunni og settur á hægri kant framvegis fyrst Dalglish neitar að nota nokkurn mann í holunni.

  73. Siggi #72 og “67

    Ég held að við getur verið sammála um að Gerrard , Suarez,Reina séu heimsklassaleikmenn, Agger er mjög góður leikmaður en er búinn að vera mikið frá og hann er núna fyrst að nýtast okkur mjög vel og vonandi mun hann komast í þennan stall , eins er með Lucas hann er mjög góður djúpur miðjumaður enn hann þarf fyrir mitt leyti að vera eins góður í 1-2 ár í viðbót eins góður og í vetur til að flokkast sem heimsklassa.

    Arsenal hefur mjög marga frábæra leikmenn, enda ekki tilviljun að þeir eru búnir að berjast um 1 sætið í mörg ár, Van Persie, Bacary Sagna hefur tvö síðust ár verið kosinn besti hægri bakvörður Englands ( og hefði líklega verið það núna líka ef hann hefði ekki fótbrotnað, Song einn besti djúpi miðjumaður heims, hann getur spilað sem frábær miðvörður og eins box tu box, td er ótrúlegt að djúpur miðjumaður skuli vera búinn að eiga 14 stoðsendingar í vetur,Laurent Koscielny er búinn að vera besti varnaðmaður Arsenal í vetur og eins er hann búinn að stimpla sig í Franska landsliðið,Wilshere vá þvílíkt búinn að stimpla sig inn sem einn besti miðjumaður Englands og heims,strax farið að tala um hann mannin sem byggja á Enska landsliðið upp á, ef hann hefði ekki meiðst þá væri endalaust verið að tala um þennan heimsklassaleikmann. Ég hefði átt að segja 4-5 heimsklassa menn í Arsenal, auðvita má alltaf deila um svona upptalningu enn eitt er víst ef við færum að setja Agger og Lucas í þennan lista þá þurfum við líklega að bæta td 2-4 mönnum bara frá Man City.

  74. Ég er orðlaus enn og aftur yfir því hversu margir telja Steven Gerrard eiga eitthvað annað skilið en endalausa virðingu okkar.

    Ef einhver knattspyrnumaður hefur fórnað sér meira fyrir Liverpool FC þá vill ég að þið bendið mér á hann. Þessi strákur hefði getað farið frá Liverpool, oft, og hefur þurft að þola alls konar jólasveina með sér í liði og við stjórnvölinn.

    Mítan um að við vinnum meira ef hann er ekki með kom nú kannski í ljós í gær þegar mér fannst svo augljóst að sjá höfuð allra detta niður við mark W.B.A. – enn kemur gamla rispaða platan Maggi, en mér finnst fótbolti 90% vera í haus manna og með Gerrard inná þá eru einfaldlega meiri líkur til að menn haldi þeim haus. Spearing og Hendo breyttu um takt, sendingarnar urðu “dúndra fram” og Skrtel og Enrique lentu í algeru brotarugli.

    Svo að ég frábið mér það að við missum Steven Gerrard sem á minnst þrjú heimsklassaár í viðbót og síðan önnur tvö mjög góð. Þó reyndar meiðslin séu vandi. En það er með hann eins og suma aðra (lesist Carra og Dalglish) að það er alveg ljóst að þeir hafa lagt líf sitt í klúbb sem hefur ýmislegt gengið á í en ólíkt sumum “rottum” hafa þeir ekki stokkið frá, heldur haldið fast í borðstokkinn og þannig farið inn á lygnari sjó.

    Slíkt er vanmetið í dag, kannski FIFA, FM og fjölmiðlavæðingu fótboltans. Sjáið t.d. róna sem kom yfir United þegar Scholes kom til baka. Það snýst ekki um fótboltahæfileika heldur yfirvegun og never-say-die attitude sem er meðfætt og verður aldrei æft.

    Það attitude er að mínu mati stærra hjá Gerrard en nokkrum öðrum knattspyrnumanni sem hefur leikið í rauða búningnum, og hafa þeir nú verið þónokkrir sem hafa haft þennan eiginleika!

  75. Og er í alvöru einhver til í heiminum sem telur Alex Song heimsklassamann en Lucas ekki.

    Sá er þá allavega ekki Arsenal-aðdáandi, svo mikið er á hreinu. Sorry – hló upphátt!

  76. Siggi says:
    23.04.2012 at 10:42
    Haha nr.67 flokkaru Lucas í alvöru sem heimsklassa leikmann? hann átti hálft gott tímabil áður en hann meiddist og hann er heimsklassa? ef hann er heimsklassa eru svona 9 leikmenn úr öllum liðum í deildinni heimsklassa

    Þessi ummæli hjá Sigga er ég klár á að eru ömurlegustu skrif sem meika minnst sens sem ég hef lesið á þessari síðu og hef ég lesið hana í mörg ár eða nánast frá því hún kom fyrst á yfirborðið.

    Lucas er sennilega okkar besti leikmaður og ég veit ekki um betri varnarsinnaðan miðjumann í heimninum í dag og er langt frá því að vera sammála Magga um að Busquets sé betri en hann. Allir sem eitthvert vit hafa á knattspyrnu vita að Lucas er frábær knattspyrnumaður og með þeim allra bestu í sinni stöðu í heiminum.

    Bestu leikmenn Liverpool eru klárlega Lucas, Reina, Suarez og Gerrrard á góðum degi. Við eigum svo nokkra fína leikmenn í Agger, Skrtel, Johnson, Enrique, Downing, Bellamy, Carroll og kannski nokkrum öðrum en það er bara alveg á hreinu að það vantar meiri gæði í liðið til þess að ætla okkur í topp 4.

  77. Er sammála Éli #71

    Song er klárlega betri leikmaður en Lucas, Lucas er frábær leikmaður en því miður er Song einfaldlega betri,14 stoðsendingar á tímabili er ekkert venjulegt miðavið “holding midefilder”,ekkert að gera lítið úr Lucas,Lucas er kannski betri til baka en Song en það vantar ekki mikið uppá og Song er betri í öllu öðru, Koscielny og Agger eru mjög svipaðir, Kos er frábær varnalega eins og Agger and Kos er betri á boltanum, Hef séð nokkra marga leiki með Koscielny sem hann hefur verið algjörlega frábær í t.d á móti Barcelona á Emirates í fyrra, báðir leikrnir á móti chelsea þetta ár og á móti Milan á Emirates til að nefna dæmi, ef menn eru að tala um að Agger og Lucas séu heimsklassaleikmenn þá eru Koscielny,Song og mögulega Arteta og Vermalean það líka, Wilshere þarf reyndar að spila aðeins meira til að flokkast undir að vera heimsklassa en hann var gersamlega frábær á sýnu fyrsta tímabili með Arsenal og var þeirra besti miðjumaður en trúi því að hann verði heimsklassa eftir 1-2 ár,En auðvita er hægt að deila um hverjir eru heimsklassa og hverjir ekki, allir hafa sínar mismunandi skoðanir, en Liverpool þarf einfaldlega að kaupa fleiri gæða leikmenn í sumar því það er ekki ástætanlegt að vera í 8 sæti, og fyrir neðan Everton í deildinni þegar rúmlega 4 umferðir eru eftir..

  78. Strákar Lucas er í raun búin að spila mjög vel fyrir Liverpool í 3-4 ár en menn fóru kannski margir ekki að sjá hversu frábær hann var fyrr en Mascherano fór því um leið og hann fór þá fór Lucas fyrir alvöru að fá það hrós sem hann átti skilið. Það er engin tilviljun að maðurinn sé fastamaður í einu besta landsliði heims.

    Lucas er frábær leikmaður sem gerir hlutina einfalda inná vellinum, skilar sínu hlutverki 110%, aldrei vesen á honum utan vallar, ekkert væl inná vellinum og leggur sig ALLTAF 110% í hvern einasta leik. KLÁRLEGA besti leikmaður Liverpool og fyrir mitt leyti má kjósa hann mann vetrarins hjá okkar mönnum, spilaði stórkostlega fyrstu 3 mánuði vetrarins og síðan hann meiddist hefur það einfaldlega sést hversu mikilvægur liðinu hann er því liðið hefur ekki getað rassgat síðan hann meiddist.

  79. Vandamál Liverpool er bara þessi fjandans markaskorun liðsins sem er ömurleg.
    Í 34 leikjum höfum við skorað 40 mörk sem hlýtur að vera það versta í mörg ár.
    Það eru bara
    Swansea(39)
    Stoke(32)
    Aston Villa(35)
    QPR(39)
    Wigan(34)
    Bolton(37)
    og Wolves(34) sem hafa skorað rétt færri en við.
    Það liggur ljóst fyrir hvað þarf að laga fyrir næsta tímabil.

  80. Koncielny er gríðarlega langt frá því að vera á sama stalli sem varnarmaður og Daniel Agger. Nema náttúrulega það að hann skorar mun fleiri sjálfsmörk.

    Get als ekki tekið undir það að Bakary Sagna sé heimsklassa leikmaður, góður leikmaður já, en ef hann er heimsklassa þá er José Enrique í sama heimsklassa, sem hann er ekki.

    Að Song sé betri leikmaður en Lucas Leiva er að mínu mati bara rangt, og ekkert meira um það að segja.

    … Ég þarf ekkert að tala um Arteta.

    Í Arsenal eru 2 leikmenn sem ég myndi segja að væru heimsklassa, Van Persie og Vermaelen.

  81. Lucas er frábær leikmaður og við höfum saknað gríðalega, af hann væri td að gera það sem Song hefur gert í vetur gefið 14 stoðsendingar þá mundum við ekki halda vatni yfir hrifningu á honum, samt er Lukas frábær leikmaður en Song er betri að mínu mati, þvílíkt sem hann dreyfir spili hann hefur það sem Lukas hefur og eins það sem Alanso hefur bara í einum manni ekki slæmt að hafa afturliggjandi miðjumann sem verst vel en gefur líka frábærar sendingar og skorar mörk.
    Ég er sammála Siggi #82 bestu leikmenn okkar eru Suarez,Reina,Gerrard,Lukas eins eru Agger,Skrtel,Carroll og Bellamy góðir leikmenn enn það vantar samt 2-4 toppleikmenn í viðbót til að geta barist um Englandsmeistaratitillins,

  82. #86 Siggi O

    Van Persie og Vermaelen einu heimsklassaleikmenn Arsenal?hefuru actually séð koscniely spila? í fyrsta lagi þá er Koscielny betri en Vermaelen, getur spurt hvaða arsenal mann að því og reyndar hvaða mann sem er sem hefur séð arsenal spila fleiri en 20 leiki í ár, og hérna er skemmtileg grein um Koscielny sem er skrifuð af arsenal manni og hann segir að Kos sé búinn að vera betri en Verm í ár og ég er sammála honum :
    http://football-talk.co.uk/62294/laurent-koscielny-analysis-of-bosscielny-rating-out-of-10/
    Sagna er klárlega besti hægribakvörurinn í ensku úrvalsdeildinni og búinn að vera það undanfarinn ár og klassa betri en Enrique þótt Enrique sé góður leikmaður þá er hann alls ekki góður til baka,Sagna gæti spilað í hvaða liði í heiminum sem er, ekkert meira um það að segja..
    og Mér finnst persónulega Song betri en Lucas..

    Van Persie, Sagna, Song, Koscnielny og Vermalean að mínum mati, en ef þú telur Kos og Verm með hjá Arsenal þá geturu alveg eins sagt að Agger og Skrtel séu heimsklassa hjá liverpool… erfitt að deila um þetta

  83. Ég vil meina að það mætti til dæmis selja Kuyt, Maxi, Adam, Joe Cole, Aquilani og kannski spearing og láta Aurelio fara, fá fyrir þessa kalla einhverjar 25-30 milljónir punda og í staðinn þarf að kaupa 3-5 mjög góða leikmenn.

    Það vantar allavega einn SÚPER striker, 1-2 mjög góða, tekníska og hraða kantmenn og hugsanlega einn klassa miðjumann. Fá inn 4 alvöru leikmenn sem styrkja liðið verulega þá tel ég að við ættum séns að blanda okkur í topp 4.

    Fá senter á borð við Cavani hjá Napoli eða Tevez.

    Fá einn súper vængmann eða helst 2 stk, þá er ég að tala um mjög hraða, leikna og tekníska kantmenn og svo hugsanlega einn flottan miðjumann sem getur tekið miðjustöðurnar með Gerrard, Lucas og Henderson. Það veitir ekkert af því að eiga Downing, Bellamy og 2 aðra frábæra vængmenn til að taka þessar 2 kantstöður og eiga svo 4-5 miðjumenn.

    Vörnin og markvörðurinn er eitthvað sem ég tel að þurfi ekki að styrkja neit fyrir næsta vetur.

    Bara fá 2 kantmenn í súper klassa, súper miðjumann og einn frábæran framherja…

  84. Siggi #86

    Ein staðreynd Bakary Sagna er búinn að vera kosinn besti hægri bakvörður England tvö síðustu tímabil,um þetta þarf ekki að deila.

    Ein spurning heldur þú að Enrique verði einkvern tímann kosin besti hægri bakvörður á Englandi ?

    Að segja að Enrique sé í sama klassa er bara rugl, ég batt miklar væntingar til Enrique þegar hann kom og ég vona að hann fari að sína betri leiki enn að sagja að hann sé í sama klassa og Sagna er bara óskhyggja ( ég vildi að Enrique væri betri en Sagna) sem þú segir þetta líklega bara vegna þess að okkur þykir vænt um klúbbinn okkar, við verðum að passa okkur á því að þó við séum Púlara þá megum við ekki vanmeta andstæðinga okkar eða gera lítið úr þeim, núna ætla ég ekki að tjá mig meira um Arsenal í þessu samhengi ég er púlari og hef verið í 44 ár, ég er búinn að upplifa bæði súrt og sætt með Liverpool og mun gera áfram, þú ert líka púlari og því erum við samherjar og það er oft gaman að skiptast á skoðunum og ég ber virðingu fyrir þínum skoðunum þó að ég sé ekki sammála.YNWA

  85. Hvernig í ósköpunum á Enrique að vera kosinn besti hægri bakvörðurinn á Englandi? 😉

    Svo ég svari AP.

    Já, ég hef séð Kocielny spila, margoft. Líka áður en hann fór til Arsenal enda er ég mikill áhugamaður um franskann fótbolta.

    Kocielny á einn landsleik fyrir frakka, það er góð ástæða fyrir því. Athugaðu samt að ég er ekki að segja að maðurinn sé lélegur. Bara að hann sé ekki í heimsklassa.

    Ef maður sem á einn landsleik fyrir Frakka verandi 27 ára er heimsklassa þá er hugtakið orðið algerlega gengisfellt.

    Svo er náttúrulega algerlega stórfurðulegt að nota grein sem er skoðun eins manns sem rök í einhvers konar umræðu.

    Eitt enn:

    Ef Arsenal er með betri varnarlínu, betri hægri bakvörð og betri djúpan miðjumann. Hvers vegna í ósköpunum er þá Liverpool vörnin töluvert betri?

  86. Sæl öll.

    Engin gargandi af gleði hér enda var þetta enn einn tapleikurinn. Ég sat í Kop stúkunni og horfði á liðið spila vel og eiga fullt af færum en aldrei fór boltinn á réttan stað. Það var deyfð yfir Kop og ekki mikið sungið það er eitthvað að þarna. Helgin í borginni helgu var samt frábær veður gott og einstaklega skemmtilegur hópur þarna á ferð og myndaðist fín stemming. Vel skipulagt hjá klúbbnum okkar og Vitafólki og allir ánægðir fyrir utan niðurstöðuna. Ég skora á alla sem hafa tök á að skella sér í svona ferð borgin er frábær fullt af skemmtilegum veitingastöðum og þarna má maður sko vera Poolari ….

    Þangað til næst….You never walk alone

  87. Til Siggi O, seinasta kommentið mitt sem tegnist þessu máli, er það ekki augljóst afhverju arsenal hefur verið að fá á sig svona mörg mörk? heyrði fyrir svona viku að þeir hefðu spilað yfir 20 mismunandi varlínur á þessu tímabili, þ.e.a.s. öfustu fjórir og notað yfir 13 varnamenn í vetur sem er ótrúlegt og langt mest af öllum liðum í deildinni,
    í 8-2 leiknum á mótu Utd voru þeir með Jenkinson-Djourou-Kos -Traore í vörninu og Song var í leikbanni sem útskýrir þessi 8 mörk sem þeir fengu á sig.. líka í byrjun janúar spiluðu þeir svona 4 leiki án þess að hafa einn einasta bakvörð í liðinu, Sagna,Jenkinson,Gibbs og Santos voru allir meiddir svo þeir neiddust til að spila Djurou,Yennaris,Miquel og Vermaelen sem bakvörum í mörgum leikjum og útkoman var að þeir töpuðu 3 leikjum í röð og unni ekki mikið í Janúar/Febrúar. svo það er erfitt að segja að vörnir hjá liverpool sé betri en vörnin hjá arsenal því Sagna-Kos-Verm-Gibbs sem eru líklega besta vörn arsenal hafa ekki spila nema u.þ.b. 5 leiki saman allt tímabilið.

  88. Það vantar striker á sama caliberi og Suarez, það sást í leiknum í gær þegar Kuyt, Carroll og Maxi voru einfaldlega ekki að tengja vel við hann í góðum færum. Ef Suarez fer í sumar (sem ég held að sé 50/50 líkur) þá þarf að setja enn meiri pening í liðið aftur og það væri erfitt að finna góðan staðgengil miðað við stöðuna í dag.

    Hægri kantur. Muna Liverpool aðdáendur hvað það þýðir? Hefur góður hægri kantur spilað í liðinu síðan Macca var og hét?

  89. Er ekki hægt að fara að koma með opinn þráð ?
    Það sökkar að sjá þetta Liverpool 0-1 WBA

  90. “Held að Ferguson væri alveg til í að vera með þennan hóp í höndunum. Það sem ég er að reyna að segja að þessi hópur með bullandi sjálfstraust gæti alveg gert flotta hluti í deildinni.”

    @ Ingi Torfi (#67)

    Er það ekki málið? Betri þjálfari gæti gert meira með þennan hóp? Spilað betur upp á styrkleika leikmanna og í réttum stöðum, skipulagt sóknarleikinn betur, fundið lausn á klúðrinu á miðsvæðinu og metið gæði leikmanna ögn raunsær. Byggt upp karakter liðsins, sjálfstraust og dug.

    Jafnvel svarað betur fyrir sig í fjölmiðlum. “This is Liverpool Football Club” með skoskum hreim er ekki algilt svar við öllum spurningum.

    Það er einhver Wizard of Oz fílingur í gangi þegar endalaust er leitað að hjarta, heila og hugrekki. Follow the yellow brick Anfield road!

    Það á að vera hægt að gera betur.

  91. “en mér finnst fótbolti 90% vera í haus manna og með Gerrard inná þá eru einfaldlega meiri líkur til að menn haldi þeim haus.”

    @ Maggi (#80)

    Ég er hjartanlega sammála því að velgengni í fótbolta og íþróttum almennt ráðast að mestu á andlega sviðinu. En það þarf meira en bara að “halda haus” þegar á móti blæs. Það þarf líka að spila með hausnum og berjast með hjartanu. Sýna andlegan styrk við mótlæti og miklar eftirvæntingar en einnig yfirvegun þrátt fyrir pressu og tímaskort.

    Þarna skilur á milli sigurvegara og tapara. Ég hefði haldið fyrirfram að þetta væru sterkustu hliðar KKD sem stjóra. Hann hafði þetta svo sannarlega sem leikmaður og líka stjóri áður en aldamótin síðustu gengu í garð. Hann virtist heldur engu hafa gleymt í byrjun endurkomu sinnar en síðasta hálfa árið hefur e-ð verið alvarlega að sem hann virðist úrræðalaus til að vinna sig út úr. Þar þykir mér skortur á hugsun, taktík, skipulagi og öllu því sem þörf er á til að ágæt lið hefji sig upp yfir meðalmennskuna og séu í sérflokki. Að úthugsa andstæðinginn er einnig partur af hinu andlega að mínu mati. Sér í lagi trú leikmanna á kerfið og skipulagið sem lagt er upp með.

    Nú mætti segja að stórleikir og bikarleikir væru sönnun um hið gagnstæða en þannig stemmningsleikir eiga það til að búa til nægan drifkraft fyrir leikmenn til að hálft starfið sé unnið fyrir stjórann. Oft er meiri þörf á góðri leiðsögn og að hemja mannskapinn heldur en mótiveringu í þess háttar leikjum. Anfield sem 12.maður eða ferða-Kop hafa þann meðbyr sem gerir LFC ennþá einstakt við stór tækifæri.

    En hafa leikmennirnir sem KKD hefur keypt það sem til þarf andlega?
    Er Carroll nógu einharður og einbeittur?
    Er Adam nægilega yfirvegaður og úthugsaður?
    Er Henderson nógu sterkur karakter og leiðtogi?
    Er Downing sannur sigurvegari?

    Í sjálfu sér tel ég flesta þeirra viðbjargandi ef þeir eru rétt notaðir, en þó hef ég alltaf haft efasemdir um Downing (sérstaklega á 20 millur). Gæti annar stjóri náð meira út úr þeim? Kannski. Því að þrátt fyrir það góða sem goðsögnin kemur með mér sér þá fylgir honum einnig aukin pressa um að feta í eigin glæstu fyrri fótspor. Sama gildir um leikmennina sem eru óneitanlega mældir saman við fyrri meistaralið Kenny hjá LFC og Blackburn og grunsamlega mörg líkindi finnast með. Eftirvænting skapar pressu sem breytist í örvæntingu.

    Í það minnsta lítur þetta ekki vel út þessa stundina. Jafnvel svo að Tomkins sem hefur hingað til stutt KKD nokkuð dyggilega er orðinn 50/50 í sinni skoðun á stöðu mála.

    http://tomkinstimes.com/2012/04/kenny-has-to-go-kenny-has-to-stay/

    Að lokum sé ég ekkert svar frá Magga við einfaldri spurningu minni frá kommenti #30 í gær. Þætti vænt um svar. Já eða nei dugar.

    “Ég veit ekki hvort Dalglish kvaddi liðið í dag.”

    @ Maggi (#24)

    Fyrir viku síðan var Dalglish “ósnertanlegur” að þínu mati. Fullyrt og staðfest. Er hann það ekki lengur?

  92. Menn geta sagt að þessir leikir skipti engu máli. Að mínu mati er það kolrangt. Fyrir félag eins og Liverpool að vera í svona meðalmennsku er dýrkeypt. Smám saman læðist það að mönnum að þarna eigi þeir heima. Skyndilega verður félagið bara komið í sama pakka og Everton og Tottenham.

    Sigrar í bikarkeppnum mega ekki alveg blinda menn. Staðreyndin er að stóru félögin leggja sífellt minni áherslu á þessar keppnir og er nánast sama um þær. Markmikið fyrri tímabilið var einfalt: Að komast í meistaradeildina. Það hefur gjörsamlega mistekist.

    Menn hlógu að Arsenal í upphafi tímabils. Hefur Wenger haft úr miklu meira að moða en Kenny? Missti Fabregas og Nasri rétt fyrir mót og átti varla ómeiddan varnarmann mánuðum saman. Nú stefna þeir á þriðja sætið.

    Menn verða að líta raunsætt á hlutina. Staðan er grafalvarleg og ljóst að eigendurnir eru ekki sáttir með gang mála. Hins vegar er líka ljóst að Kenny verður ekki leystur af hólmi af hverjum sem er. Það þarf mann til framtíðar í brúna. Mér dettur helst í hug gæjann hjá Dortmund. Virkilega töff gaur og búinn að gera Dortmund að meisturum tvö ár í röð. Búinn að vera þar síðan 1998 og hlýtur að vera freistandi fyrir hann að prófa nýja hluti, sérstaklega því það virðist ómögulegt fyrir þýsk félög (nema Bayern) að halda sér á toppnum lengur en 1-2 ár í einu.

    Annar möguleiki að mínu mati væri Villas-Boas.

  93. Ég er nú ekki alveg sammála þér Óli 99 um að lið leggi sífellt minni áherslu á bikarkeppnirnar. Það var reyndar staðreynd hér fyrir nokkurm árum en nú finnst mér þetta einmitt hafa snarbreyst. Það eru fleiri lið um hituna og menn vilja ná í bikara, hvað sem þeir heita. Þetta mátti vel sjá í vetur.

    En mikið rosalega er maður eitthvað dofinn yfir þessu liði í auknablikinu. Get ekki sag að maður sé spenntur fyrir næstu leikjum í deildinni. En við eigum eftir einn stórann og skemmtilegann leik og það væri algjör snilld að sigra Chelsea í úrslitum FA bikarsins þó erfitt sé.

  94. sælir ég var úti á leiknum og er ekki alveg sammála annars mjög góðri skýrslu… að mínu mati og fleirum sem ég rætti við þarna úti en þá var andy carroll maður leiksins.. það var honum að þakka að við áttum miðjuna.. hann átti alla háuboltana frá reina og frá foster og hann var sí vinnandi loka á menn og pressa.. það leyt út einsog suarez beði á meðan andy van allt og svo ætlaði suarez að gera það flotta í staðinn fyrir það einfalda.. en hann var líka mjög góður í leiknum en að mínu mati þá á ANDY allt hrós skilið fyrir sinn leik.. Kærastan mín sem veit ekki mikið um fótbolta var með og hún hafði orð á því við mig í leiknum að hún skyldi ekkki afhverju allir eru að drulla yfir Carroll, henni fyndist hann gera mest þarna……

  95. og ég er nokkuð viss um að king kenny verði ekki rekinn og hann segjir aldrei upp sjálfur.. liverpool byrjaði í keppni um 3 bikara.. eru komnir með einn og eiga 50% sjéns á öðrum.. þannig að 2 af 3 er nátturlega bara geðveikt gott og þar af leiðandi er hann MJÖG öruggur í sínum stól(þar að segja ef hann vinnur 2) og það gæti jafnvel endað þannig að manchester united endi tittlalausir… á þá að reka fergie??????

  96. #89″ Bara fá 2 kantmenn í súper klassa, súper miðjumann og einn frábæran framherja…”
    Einfalt: fáum okkur Ronaldo, Robben, Iniesta og Van Presie = málið dautt.

  97. Var að lesa að Liverpool sé nánast örugglega að fara kaupa Jackson Martinez, kólumbískan leikmann sem spilar með Jaguares í Mexíkó. Eigum að vera búnir að borga 3m punda út í kaupverði sem endar í 9m. Hér er gott yfirlit um hann. http://paisleygates.com/?p=7826

    Lookar bara nokkuð vel ef þetta er satt. Sú týpa af leikmanni sem gæti smellpassað með Luis Suarez. Out & out goalscorer sem er hreyfanlegur í teignum, ekkert frábært touch en getur notað báða fætur og ágætis skallamaður líka. 0.73 í goal ratio. Ekki ólíkur Darren Bent, bara mun ódýrari og vonandi meira potential.

    Þetta verður kannski eitthvað.

  98. þetta var mjög góð grein um Jackson martinez… væri eiginlega bara meira en til í að sjá hann hjá okkur eftir summarið og jafnvel einhvernannan líka svona aðeins til að hrista upp í framherjunum hjá okkur á næsta tímabili….

  99. Ég er eins og þið öll agalega svekktur með þennan leik og tímabilið í deildinni í heild. Það var ekki góð tilfinning að sitja í stúkunni eftir að W.B.A. tókst að skora. Það er erfitt að greina hver rót vandans er hjá klúbbnum en það er a.m.k. ljóst að liðið er ekki að skora nógu mörg mörk – ekki að nýta færin.

    Ég hugsa samt stundum að þetta sé kannski ekkert svo skrítið miðað við þá hreinsun sem átti sér stað eftir að FSG keyptu klúbbinn. Kannski tekur bara tíma að slípa liðið til. Kannski styttist í það að liðið fari að nýta þessi færi.

    Enrique, Adam, Henderson, Downing, , Bellamy, Suarez og Carroll eru að spila sitt fyrsta tímabil saman. Allir eru þeir með nýtt þjálfarateymi – eins og hinir leikmennirnir. Getur verið að við þurfum bara að anda með nefinu og gefa þessu lengri tíma?

    Ég veit það ekki – en hver veit það svo sem?

Liðið gegn WBA

Opinn þráður – JACKSON MARTINEZ?