Hillsborough: 23 ár

Í dag eru liðin 23 ár frá Hillsborough-harmleiknum. Í dag minnumst við 96 stuðningsmanna Liverpool sem fóru að horfa á fótboltaleik og sneru aldrei heim. Megi þeir hvíla í friði.

Nú er í gangi á Anfield minningarathöfn sem er sjónvarpað beint (og frítt) á opinberu síðunni. Þá mæli ég líka með frábærri grein á Fótbolta.net, skrifuð af Hafliða Breiðfjörð ritstjóra þeirra síðu, um málið.

Í gær vannst sigur á Everton í bikarnum í gríðarlega mikilvægum leik. Í dag erum við minnt á það að sumt er mikilvægara en fótbolti.

You’ll never walk alone.

33 Comments

 1. John Alfred Anderson (62)
  Colin Mark Ashcroft (19)
  James Gary Aspinall (18)
  Kester Roger Marcus Ball (16)
  Gerard Bernard Patrick Baron (67)
  Simon Bell (17)
  Barry Sidney Bennett (26)
  David John Benson (22)
  David William Birtle (22)
  Tony Bland (22)
  Paul David Brady (21)
  Andrew Mark Brookes (26)
  Carl Brown (18)
  David Steven Brown (25)
  Henry Thomas Burke (47)
  Peter Andrew Burkett (24)
  Paul William Carlile (19)
  Raymond Thomas Chapman (50)
  Gary Christopher Church (19)
  Joseph Clark (29)
  Paul Clark (18)
  Gary Collins (22)
  Stephen Paul Copoc (20)
  Tracey Elizabeth Cox (23)
  James Philip Delaney (19)
  Christopher Barry Devonside (18)
  Christopher Edwards (29)
  Vincent Michael Fitzsimmons (34)
  Thomas Steven Fox (21)
  Jon-Paul Gilhooley (10)
  Barry Glover (27)
  Ian Thomas Glover (20)
  Derrick George Godwin (24)
  Roy Harry Hamilton (34)
  Philip Hammond (14)
  Eric Hankin (33)
  Gary Harrison (27)
  Stephen Francis Harrison (31)
  Peter Andrew Harrison (15)
  David Hawley (39)
  James Robert Hennessy (29)
  Paul Anthony Hewitson (26)
  Carl Darren Hewitt (17)
  Nicholas Michael Hewitt (16)
  Sarah Louise Hicks (19)
  Victoria Jane Hicks (15)
  Gordon Rodney Horn (20)
  Arthur Horrocks (41)
  Thomas Howard (39)
  Thomas Anthony Howard (14)
  Eric George Hughes (42)
  Alan Johnston (29)
  Christine Anne Jones (27)
  Gary Philip Jones (18)
  Richard Jones (25)
  Nicholas Peter Joynes (27)
  Anthony Peter Kelly (29)
  Michael David Kelly (38)
  Carl David Lewis (18)
  David William Mather (19)
  Brian Christopher Mathews (38)
  Francis Joseph McAllister (27)
  John McBrien (18)
  Marion Hazel McCabe (21)
  Joseph Daniel McCarthy (21)
  Peter McDonnell (21)
  Alan McGlone (28)
  Keith McGrath (17)
  Paul Brian Murray (14)
  Lee Nicol (14)
  Stephen Francis O’Neill (17)
  Jonathon Owens (18)
  William Roy Pemberton (23)
  Carl William Rimmer (21)
  David George Rimmer (38)
  Graham John Roberts (24)
  Steven Joseph Robinson (17)
  Henry Charles Rogers (17)
  Colin Andrew Hugh William Sefton (23)
  Inger Shah (38)
  Paula Ann Smith (26)
  Adam Edward Spearritt (14)
  Philip John Steele (15)
  David Leonard Thomas (23)
  Patrik John Thompson (35)
  Peter Reuben Thompson (30)
  Stuart Paul William Thompson (17)
  Peter Francis Tootle (21)
  Christopher James Traynor (26)
  Martin Kevin Traynor (16)
  Kevin Tyrrell (15)
  Colin Wafer (19)
  Ian David Whelan (19)
  Martin Kenneth Wild (29)
  Kevin Daniel Williams (15)
  Graham John Wright (17)

  Rest in Peace

 2. Það er sorglegt að sjá allan þennan hóp ungmenna sem létust í þessu hörmulega slysi. Þeim og aðstandendum þeirra votta ég mína dýpstu samúð.

  YNWA

 3. Til fyrirmyndar að sjá Tottenham með sorgarbönd til minningar um Hillsborough en Chelski menn ekki mikið fyrir að sýna sína virðingu, en verst fannst manni að sjá Júdasinn Torres taka þátt í því …

  Nú er bara vinna þetta Chelski lið og leyfa Torres og Meireles njóta þess að sjá Gerrard og félaga labba upp tröppurnar á Wembley og lyfta bikarnum !

 4. Var að lesa að það´hefðu chelsea stuðningsmenn verð að syngja nýðsöngva um þennan hörmulega atburðu þegar það var 1min þögn er ekki hægt að sekta chelsea fyrir að vera með svona ógeðslega stuðningsmenn?
  JTF96 YNWA

 5. Félagar

  Megi minning þeirra 96 sem létust þennan örlagaríka dag lifa í hjörtum allra stuðningsmanna Liverpool.

  YNWA

 6. megi þessir 96 stuðningsmenn hvíla í friði og megi chelsea tapa þann fimmta maí.Y.N.W.A

 7. We keep you in our heart,
  where ever we go.
  We keep you in our heart,
  in what ever we do.
  Nothing in this life,
  can keep us apart.

  You´ll Never Walk Alone

 8. #11 hvad meinar thu “sja…torres taka thatt i thvi” – hverju nakvaemlega?

 9. Það voru nokkrir leikmenn Chelsea sem báru ekki sorgarbönd í dag, Torres var einn þeirra.

 10. A schoolboy holds a leather ball
  in a photograph on a bedroom wall
  the bed is made, the curtains drawn
  as silence greets the break of dawn.

  The dusk gives way to morning light
  revealing shades of red and white
  , which hang from posters locked in time
  of the Liverpool team of 89.

  Upon a pale white quilted sheet
  a football kit is folded neat
  with a yellow scarf, trimmed with red
  and some football boots beside the bed.

  In hope, the room awakes each day
  to see the boy who used to play
  but once again it wakes alone
  for this young boy’s not coming home.

  Outside, the springtime fills the air
  the smell of life is everywhere
  viola’s bloom and tulips grow
  while daffodils dance heel to toe.

  These should have been such special times
  for a boy who’d now be in his prime
  but spring forever turned to grey
  in the Yorkshire sun, one April day.

  The clock was locked on 3.06
  as sun shone down upon the pitch
  lighting up faces etched in pain
  as death descended on Leppings Lane.

  Between the bars an arm is raised
  amidst a human tidal wave
  a young hand yearning to be saved
  grows weak inside this deathly cage.

  A boy not barely in his teens
  is lost amongst the dying screams
  a body too frail to fight for breath
  is drowned below a sea of death

  His outstretched arm then disappears
  to signal thirteen years of tears
  as 96 souls of those who fell
  await the toll of the justice bell.

  Ever since that disastrous day
  a vision often comes my way
  I reach and grab his outstretched arm
  then pull him up away from harm.

  We both embrace with tear-filled eyes
  I then awake to realise
  it’s the same old dream I have each week
  as I quietly cry myself to sleep.

  On April the 15th every year
  when all is calm and skies are clear
  beneath a glowing Yorkshire moon
  a lone scots piper plays a tune.

  The tune rings out the justice cause
  then blows due west across the moors
  it passes by the eternal flame
  then engulfs a young boys picture frame.

  His room is as it was that day
  for thirteen years it’s stayed that way
  untouched and frozen forever in time
  since that tragic day in 89.

  And as it plays its haunting sound
  tears are heard from miles around
  they’re tears from families of those who fell
  awaiting the toll of the justice bell.

  Dave Kirby 2002

 11. Gleymi þessum atburði aldrei. Hræðilegur harmleikur. Minning þeirra lifir.

  Leiðinlegur blettur á leik tottenham og celski í dag er lítil hópur “aðdáenda” celski virti ekki mínútu þögn til minningar um Hillsborough og Ítalska leikmanninn sem lést í leik um helgina. Það er svona fólk sem kemur óorði á fótboltann. Vonandi verða þeir settir í bann af celski. Algjört virðingarleysi, hve lágt geta menn lagst.

  YNWA

 12. “Ich bin ein Berliner” sagði JFK við Berlínarmúrinn til að undirstrika að við erum öll sammála um frelsi mannsins og mannréttindi. Á sama hátt syrgja allir góðir menn íþróttamennina sem fórust í flugslysinu í Munchen 1958 þótt þeir hafi spilað fyrir ManU. Í þeim skilningi erum við öll stuðningsmenn ManU því slysið hefur ekkert með íþróttir að gera. Við finnum til og hörmum fráfall þessara anndstæðinga okkar á vellinum af því að samkennd með öðru fólki þegar það líður nauð er einkenni góðra manna.

  Fréttirnar um hegðun sumra stuðningsmanna Chelsea þegar fórnarlamba Hillsborough var minnst er óþægileg áminning um skítlegt eðli. Ekki dettur mér í hug að neinn verulegur fjöldi vitleysinga frá Chelsea hverfinu hafi verið þarna að verki. En nógu margir til að félagið þarf að skammast sín fyrir þá og ekki í fyrsta skiptið. Hér var leikið á Wembley en stemmingin á Brúnni er alltaf hálf ömurleg að mínum dómi. Fyrir utan að þarna eru aðallaega einhverjir túristar í pakkaferð eru þessir svokölluðu stuðningsmenn Chelsea fyrst og skamma og bölva en minna fyrir að styðja og hvetja. Ég hef farið á 21 völl í 7 löndum og Stamford Bridge er leiðinlegasti völlurinn af þeim öllum. So what, ekki mitt vandamál.

  Enn á ný er það dómaraskandall sem í raun ræður úrslitum þarna á Wembley. Mér er með öllu fyrirmunað að skilja þau mistök sem urðu í dag. Talið er að boltinn hafi farið yfir línuna og mark er dæmt þótt dómarinn hafi verið víðsfjarri og línudómarinn augljóslega ekki séð neitt!

  Síðan er það áhugaverð pæling hvað Bale átti að gera? En vitanlega gerði hann rétt út frá sjónarmiðum íþróttarinnar. Tottenham á hrós skilið fyrir þá virðingu sem þeir sýna íþróttinni og sárt að sjá þá gjörsigraða svona óverðskuldað.

  Fyrr um daginn fær ManU víti eftir dauðans dýfu frá Ashley Young! Er þetta boðlegt, leik eftir leik, viku eftir viku, spyr ég bara?

  Ég hefði frekar, út frá sigurlíkum, viljað fá Tottenham svona fyrirfram. Þeir kunna ekki á svona stóra leiki að mínum dómi. Chelsea liðið er ólseigt með nokkra af helstu nöglunum í deildinni innan sinna raða. Þetta verður miklu erfiðari leikur að mínum dómi.

  En samt er ég í raun feginn að LFC fái tækifæri til að vinna Chelsea en ekki Tottenham. Ég tel að Liverpool séu klárir underdogs og tel að líkurnar á sigri séu um 35%. En ef við vinnum verður sigurinn svo sætur að deildin og allt fokkings vesenið í vetur er ekki meiri áþján en hvert annað þýnkukast sem maður hendir út með ruslinu. Að sigra þetta Chelsea lið, sem er fótboltanum til skammar allt frá glæpamanninum sem á liðið til stuðningsmannanna sem hafa ekki sómakennd til að sýna hluttekningu þegar 89 saklausra fórnarlamba er minnst, er hin fullkomna ánægja!

 13. Dagur sem við megum aldrei gleyma, bara aldrei. Breytti mörgu í heimsfótboltanum og án vafa stærsti einstaki atburður í sögu félagsins okkar. Hirkalegt og hræðilegt í alla staði.

  Fín grein hjá Hafliða, þó mig langi til að leiðrétta það að vegaframkvæmdir hafi verið ríkur þáttur í hversu seint fólk kom á völlinn. Aðalástæðan var sú á seinkun ferðalaganna að lögreglan fékk skilaboð um að stoppa alla bíla á leið á völlinn og aðgæta hvort áfengi væri með, þ.á.m. rúturnar. En það er smáatriði og Hafliði gerir þetta fínt.

  Ekki á nú að koma á óvart að minnihluti aðdáenda Chelsea hafi ekki kunnað að haga sér, þeir eiga í vanda með ákveðinn hóp þeirra sem eru þekktir vandræðamenn og eru klúbbnum til vansa. Ég er hins vegar ekki enn tilbúinn að trúa að einhverjir leikmannanna hafi ekki borið sorgarbönd. En það hjálpar bara til við mótiveringu fyrir úrslitaleikinn.

  Ef Júdas var einn þeirra, þá sýnir það bara enn frekar að hann hefur lent á einhverjum vegg gagnvart því fólki sem dáði jörðina sem hann gekk á – um leið og hann skrifar nafn sitt ofar á “shamelist” aðdáenda LFC en jafnvel sjálfur Owen. Allavega mér.

  En hann er í aukahlutverki, á þessum degi minnumst við 96 LFC aðdáenda sem fóru að heiman til að horfa á stórleik með sínu liði en komu aldrei heim.

  JUSTICE FOR THE 96!

 14. R.I.P og hversu flottir eru stuðningsmenn Ajax sunga Fyrir okkur Respect!

 15. Ég horfði í sjónvarpi á atburðina á Heysel og Hillsborough. Þeir gleymast aldrei. Mikil skömm fyrir Chelsea þessir stuðningsmenn sem eru ekki skarpari en svo að geta ekki virt mínútuþögn til að heiðra minningu saklausra fórnarlamba, sem dóu vegna áhuga síns á fótbolta.

  Það vakti athygli mína að sjá tilvísanir fotbolti.net í dag á twitterfærslum þar sem bæði Benayoun og Alonso minnast þeirra 96 sem fórust fyrir 23 árum sem og Stan the man Collymore. En Englendingurinn Michael James Owen, sem er fæddur og uppalinn í nágrenni Liverpool og sló í gegn sem leikmaður Liverpool. Hann ákveður að twitta í dag um núverandi lið sitt. Hræsnari. En ég vona að þessum Chelsea mönnum verði refsað af klúbbnum og enn fremur af leikmönnum Liverpool, þar sem þá svíður mest, með því að Liverpool vinni Chelsea á Wembley 5. maí næst komandi. YNWA RIP 96.

 16. Fyrir þann hrylling sem hluti af stuðningmannahóp Chelsea lét útúr sér, þegar mínútu þögnin var fyrir leik Chelsea og Tottenham, um Hillsborough slysið og andlát Ítalska leikmannsins, finnst mér bara sanngjarnt að Chelsea fái færri miða en ætlað er á úrslitaleikinn, ef þá einhverja, á því tapar Chelsea auðvitað hellings tekjum, sem mér fyndist ágætis refsing fyrir svona hegðun.

  R.I.P.
  YNWA !
  JFT96.

 17. Viðar #27
  Ég verð nú að taka upp hanskann fyrir Owen. Hann “twittaði” sex sinnum í dag og fyrsta færslan var einmitt um Hillsborough. Þannig að ekki hengja strákgreyið fyrir eitthvað sem hann gerði ekki. Hér má sjá Twitter acount-inn hans:
  http://twitter.com/#!/themichaelowen

  Rest in peace.
  You’ll never walk alone.

 18. Krullinhærði “grínistinn” Alan Davies, sem helst hefur gert sér til frægðar að vera heimski gaurinn í bresku spurningarþáttunum QI var staddur í Arsenal podcasti á dögunum og áður en hann hraunaði yfir K. Dalglish var hann að hneykslast á því hvers vegna Liverpool spilaði ekki á þessum degi og að það ætti að láta okkur spila þann 15.
  Eðlilega þá hefur hann ekki fengið mikið hrós fyrir þennan fávitaskap. Svo til að klóra í bakkann þá reyndi hann að gefa 1000 pund í Hillsborough Justice Campaign en framlag hans var kurteisislega afþakkað.
  Frábær náungi.

 19. #29 Theodór Ingi.

  Þakka þér fyrir ábendinguna. Ég bið Michael James Owen fyrrum leikmann Liverpool afsökunar á ásökunum mínum. Enda birti ég þetta bara þar sem þetta stakk mig illa í augun, en ég viðurkenni mistök mín að hafa notað þá félaga á fotbolti.net sem frumheimild fremur en tvítið hjá Owen.

 20. er það rétt hjá mbl að Carrager hafi líkt sigrinum á everton við Istanbul ævintýrið við sorptímaritið the sun?eru menn gengnir af göflunum

Liverpool – Everton 2-1

Mánudagur eftir stóran áfanga – opinn þráður.