Liðið gegn Everton á Wembley

Byrjunarliðið er svona í þessum risaleik:

Jones

Johnson – Skrtel – Carrgaher – Agger

Henderson – Spearing – Gerrard – Downing

Suarez – Carroll

Bekkur: Gulacsi, Enrique, Maxi, Kuyt, Shelvey, Kelly, Bellamy.

Ekkert sem kemur mjög á óvart nema kannski að Agger byrjar í bakverði og Carrgher í miðverðinum. Þetta þarf samt ekki að koma mönnum á óvart, ef það er einhver leikur sem Carra spilar þá er það þessi og Agger hefur verið að koma ferskur inn í vinstri bak undanfarið á meðan Enrique hefur verið mjög slappur. Suarez og Carroll saman frammi sem verður spennandi líka.

Þetta verður eitthvað.

105 Comments

  1. Ok. Þar með dett ég út og treysti því að menn klári þetta án mín, verð á ferðinni í dag og sé lítið af leiknum.

    Hallast samt alveg að því að Carra sé í hægri bak, Johnson í vinstri (þar sem hann var þar gegn Blackburn) og Agger í hafsent.

    Líst vel á þetta, koma svo!!!!!!!!!!!

  2. Fæ alltaf pínu taugahroll þegar ég sé Carragher í liðinu. Eins og ég hef dýrkað þennan leikmann í gegnum árin og þann baráttuanda sem hann hefur sýnt þá hefur hann verið afleitur í vetur. En kannski er það rétt sem kemur að ofan að þetta sé akkúrat leikur sem hann á að spila í. Það má allavega vera ljóst að ekki mun hann skorta viljann. Þetta verður mikið fjör, svo er víst.

    Velti því fyrir mér hvort að KK sé með hausinn í gapastokknum fyrir þennan leik og fallöxin verði látin falla ef við töpum. Verður spennandi að sjá.

  3. @ Rúnar (#2)

    Manni finnst Carra alveg hárréttur maður í derbys-slag á Wembley. Hefur hjartað í svona bardaga, sama hverjir vankantar hans geta verið fyrir aðra leiki. Ég vil samt frekar sjá hann í miðverði en hægra bakverði.

  4. Gæti líka trúað því að þetta verði þriggja manna varnarafbrigði með Downing og Johnson hreyfanlega upp og niður. Henderson dregur sig þá meira inn á miðjuna. Hefði samt viljað sjá Maxi í liðinu, annað er eftir bókinni. Bara game on og líf og fjör!!

  5. Kuyt ætti að byrja þennan leik, vona að hann eigi jafn góða innkomu og seinast á Wembley. Ég er stressaður fyrir þennan leik eins og alla aðra Everton leiki

    YNWA – vinnum þetta 2-1 Gerrard og Kuyt

  6. Ekki orð um það meir ,,,, koma svo og hitta á rammann. Rústum þessu.

  7. @ Ívar Örn (#4)

    Það er ansi margt í boði hvað taktík varðar miðað við mannskapinn. Gæti verið þrír miðverðir með wingbacks a la 3-5-2. Carra væntanlega hægra megin í þríeyki þar og getur aðstoðað Johnson í að mæta Baines sem verður þeirra helsta vængógn. Miðja væri þétt með þrjá og Henderson í sinni bestu stöðu og Spearing með aðstoð í fjöldanum, SteG með leyfi til að sækja fram.

    En svo gæti þetta líka verið miðvörður í öðrum hvorum bakverðinum með Carra eða Agger að fylla í skarðið öðru hvoru megin. Og svo spurning hvort Carroll væri einn upp á toppi með Suarez og Downing í sóknarvængframherjanum eða hvort Suarez og Carroll myndi tvíeyki frammi með hefðbundnari 4-4-2.

    Styttist í að við fáum svör við þessu. Spennan magnast. Best að skella sér í rauðu treyjuna og græja trefilinn.

    COME ON YOU REDS.

  8. Þetta lið vinur ekki Everton, það er bara þannig… Carra, Henderson út og Maxi og Enrique inn…..

    Vona bara að þetta gangi upp hjá konginum, það bara verður að gera það, nú eru taugarnar hreinlega að gefa sig…..

    Áfram LIVERPOOL… YNWA…

  9. Einhver með link á leikinn, svona fyrir menn eins og mig sem eru fastir í vinnu en vinna reyndar við tölvu 🙂

  10. Þrír uppaldir Liverpool-menn menn í okkar byrjunarliði. Tveir uppaldir ManYoo-menn í byrjunarliði Everton (þ.m.t. fyrirliðinn) plús einn fyrrum ManYoo til viðbótar (Howard).

    Who´s the peoples club of Liverpool?

    Just saying 🙂

    YNWA

  11. Hef slæma tilfinningu fyrir þessum leik. Held að við eigum eftir að sjá eitthvað klúður í dag því miður.

  12. Howard Webb strax farinn að láta til sín taka. Blokkar sendingu sem hefði komið Suarez beint í gegn. Orðnir einum manni færri strax eftir 1 mínútu. 11 gegn 12.

  13. Líst vel á þetta í dag, fyrir utan það að ég er ekki en búinn að átta mig á hlutverki Henderson í liðinu eða hvað hann gerir svo vel að hann verðskuldi stöðuna. Það er kannski einhver sérfræðingur hérna sem getur skýrt það fyrir mér, svo verður þetta kannski hans dagar. Það er vonandi.

    Góða skemmtun.

  14. Er Henderson virkilega ekki fullreyndur á hægri kanti? Vonandi ekki… en óttast það þó. Carroll sprækur í byrjun og þetta stefnir í góðan leik! ÁFRAM NÚ!!!

  15. þeir eru allir verulega stressaðir yfir að gera mistök, í báðum liðum….væri flott að fá mark í leikinn til að rífa þetta í gang. bara réttu meginn 🙂

  16. Hvaða rugl var þetta?! Gamla Everton hjartað að kikka inn hjá Carragher?

  17. Fokking Howard Webb…. Er það ekki annars málið að kenna honum um? Af hverju er Carra annars að spila þennan leik?

  18. Þetta er ekki hægt að hafa Carra þarna. Þetta er bara tilfinningabull í Kenny.

  19. Er menn ekki að grínast!!! nú þurfum við að færa okkur framar á völlinn og sýna hvort liðið er stærra.

  20. Veit einhver um beina textalýsingu af leiknum? Er fastur í rútu á meðan leikurinn er í gangi

  21. Þetta var það sem þurfti til að LFC fari í gang. Ef þetta þurfti þá er betra að fá það strax svo menn hafi tíma til að gíra sig í gang og setja tvö kvikindi

  22. Þetta var jafnmikið Agger að kenna og Carra. Óþarfi að rakka Carra einan niður fyrir þessi mistök þó hann sé kominn á eldri ár.

    Þessi leikur er ekkert að fara enda 0-1 fyrir Everton. Liverpool á eftir að skora!

    Komasvo!

  23. Þó að menn virðist stundum vera fljótir að kenna Carra um hlutina, þá fannst mér þetta nú ekkert minna Agger að kenna. Hann gerir sig líklegann til að þruma fram og hættir við og skilur Carra eftir í ruglinu.

  24. Rangstæða….. sést í endursýningu…. vel gert línuvörður…

    Þessi leikur getur ekki farið 0 – 1 …

  25. Jæja hver ætli verði rekinn í staðinn fyrir Kenny eftir þennan leik ?

  26. Er að horfa á ESPN og þulurinn sagði um markið “technicly he was offside but that is nitpicking” WTF!

  27. Það var svo miklu miklu meiri kraftur í liðinu sem byrjaði á móti Blackburn á þriðjudaginn að það er ekki einu sinni fyndið.

  28. Held að það sé hárrétt hjá þessum ESPN þuli. Maðurinn var eflaust einhverjum 4cm fyrir innan vörnina – tæknimönnum sjónvarps tókst að sýna fram á það eftir 5 mín leit að nógu góðu sjónarhorni.

    Minnir að það hafi verið lögð áhersla á það eitt sinn að sóknarmenn eigi að njóta vafans, og þetta er klárlega vafamál fyrir línuvörð sem sér hlutina á hálfu sekúndubroti – held menn ættu frekar að spá í þessum tugum mistaka sem okkar menn hafa sýnt á vellinum frekar en þessu eina sem línuvörðurinn hefur gert.

    Ágætis byrjun fyrir Liverpool væri að fara að skjóta á markið, menn skora ekki ef þeir reyna ekki.

  29. Mjög dapur fyrri hálfleikur og hörmuleg mistök hjá Carra og Agger. Við vinnum þetta samt 3 – 1. Erum með mikla betra leið og EIGUM að vinna þennan leik. Leikmenn þurfa að girða í brók og það strax. Ég leyfi mér að fullyrða að þetta er leikur upp á líf og dauða hjá KD. Hann fær ekki annað tímabil með liðið ef þessi leikur tapast. Koma svo rauðir!!!!!! Ef ekkert breytist fyrstu 10 mín. í seinni hálfleik vil ég sjá Bellamy og Kuyt inn á.

  30. Ætlar fólk að halda fram að sóknarmaður eigi ekki að njóta vafans? Carra á þetta mark, hann er miðvörður og á að sparka svona bolta í burtu og ekki treysta á bakverðina.

    CARRA er besti sóknarmaður Everton í þessum leik.

  31. Úúúúfff ég get nú ekki gert annað en brosað yfir frammistöðunni í fyrri hálfleik. Menn ekki mættir til leiks sýnist mér.

    Koma svo…..

  32. Nú þarf Suarez að fara að einbeita sér að fótbolta í seinni hálfleik ef við eigum að eiga séns. Einnig myndi ég vilja sjá Carra útaf, Agger í miðvörð og Enrique inná. Agger er ekki að virka þarna, hann kemur allt of innarlega upp völlinn og styður lítið sem ekkert við kantmann með utanáhlaupum. Agger er ágætur þarna en hann er mikið betri í miðverði.

    Nú þarf að snúa þessu algjörlega við í hálfleik. Myndi einnig setja Henderson undir Carroll og Suarez út á kantinn til að stríða Baines í staðin fyrir að slást við Heitinga allan leikinn!

    Girða sig í lang-brók drengir!!!

  33. Ef að við töpum þessum leik þá hendi ég mér í sjóinn!

  34. Enn einu sinni er það þrjóskan sem ræður ríkjum í liðsvali og uppstillingu. Carra og Skrtel miðverðir þó þeir hafi ekki spilað vel saman í vetur. Henderson á kantinum hefur aldrei virkað. KD og SC eru bara ekki með þetta.

  35. Þetta sýnir mér að Carra er kominn fram yfir síðasta söludag… hann á bara að skella sér í þjálfarann eftir tímabilið

  36. Það er vonlaust fyrir línuvörð að greina hvort þetta hafi verið rangstaða eins og þetta gerist. Ég hef ekkert við það atriði að athuga. Sóknin nýtur vafans ef dómarar eru ekki öruggir.

    Ég sé nú smá eftir orðum mínum frá #3 um að það væri “hárrétt” að spila Carra en manni finnst sú ákvörðun samt ekki svo slæm. Verra finnst mér að sjá Agger í tómu tjóni í bakverði sem er aldrei hans staða nema í neyð. Hefur margsinnis farið úr stöðu og kominn langt inn á miðju varnarinnar í tómu rugli. Einnig er pínlegt að sjá hann koma upp vænginn með boltann og geta hvorki komist framhjá varnarmanni né krossað.

    Talandi um menn úr stöðu þá hélt maður einmitt að Henderson á hægri væng væri búið dæmi. Hvað þá þegar hann og Downing eru látnir svissa og þá er hann kominn í enn fáránlegri stöðu. Þá eru a.m.k. þrír menn úr stöðu: Agger, Downing og Henderson.

    Lélegt shape á liðinu og óbalanserað. Back four eru óöruggir og Keown, Barnes, Keegan og Sharpe tæta þá í sig á ESPN.

  37. eins og ég sagði Carra var alltaf að fara að spila þennan leik. Dalglish er hreinlega ekki með pung til að segja nei við vinai sína.

  38. #44 Menn þurfa ekki að vera hiss, enda voru hættulegustu mennirnir Bellamy, Maxi & Shelvey teknir út. Svo ég minnist ekki á þá ákvörðun að henda Carragher inn í liðið.

  39. Áhugavert að hlusta á sérfræðingana á ESPN fjalla um leikinn. Þeir tala um að skipulagsleysið sé algjört hjá Liverpool og menn viti ekki sitt hlutverk á vellinum. Það hafi í raun verið undirrótin af þessu marki. Skipulagsleysi og það að menn viti ekki sitt hlutverk hlýtur að skrifast algjörlega á þjálfarann.

  40. Svo er þetta ekki leikurinn til að byrja á einhverju nýju, kallinn vildi bara koma Carra inn í hópinn og tekur þá upp á því að spila okkar lang besta miðverði í bakverði. Tómt rugl og kenny verður að bera ábyrgðina.

    En þessi leikur er hvergi nærri búinn

  41. Þýðir ekkert að tuða yfir rangstöðu í markinu, hann er nánast samhliða og á að fá að njóta vafans. Það er fyrst og fremst klúður hjá CarrAgger sem skapar þetta mark. Mér líst annars frekar illa á vörnina svona, skil ekki af hverju Skrtel og Agger eru ekki í miðvörðunum…bara skil ekki af hverju það er verið að troða Carra þarna. Agger líður greinilega ekkert sérstaklega vel í bakverðinum og það er eitthvað óöryggi yfir Carra og Skrtel. Menn eins og Gerrard verða svo að stíga upp í seinni, hann hefur verið algjör áhorfandi í fyrri og við þurfum meira frá honum. Við þurfum líka ógn af hægri kantinum, Henderson virkar ekki þarna og mér finnst eins og menn viti eiginlega ekkert hvað þeir eiga að gera á síðasta þriðjung, spilið er hægt og það tekur engin af skarið.

    Menn hafa núna 45 mín + til að redda tímabilinu…koma svo!!!

  42. Hvaða rugl er þetta með Henderson á köntunum, við vitum allir hér að það er ekki að ganga, þetta var ömurleg hreinsun hjá Carra engum nema honum að kenna, við verðum að taka Henderson útaf sem fyrst og spíta í lófan og byrja að spila fótbolta, koma svo…..

  43. Miðsölumaðurinn verður örugglega rekinn núna í staðin fyrir KD ef þessi leikur tapst

  44. Mín (rétt eftir) hálfleiksspá. 2-2, vító, Jones verður hetjan og ver a.m.k. 2 víti, töpum svo úrslitaleiknum seinna.

    Þið heyrðuð það fyrst frá mér.

  45. Fall Liverpool er Carra að kenna. Hann knésetti Liverpool í byrjun leiktíðar, gaf mörk til hægri og vinstri. Hann ætlar svo að toppa tímabilið með gjöfum, án glanspappírs og slaufu. Í þessum mikilvæga leik! Bara að vera með er Olympiuhugsun. Út af með Carra ,Carrol og Henderson. Inn með Enrique, Maxi (Kuyt) og Bellamy.

  46. ætla menn að halda áfram að væla yfir lélegum sendingum frá Downing??

  47. Gríðarlega spræk byrjun hjá okkur… það eina sem þarf er síðasta sending(utan við sendinguna frá Downing) og að klára! Koma svo, við setjum næsta!

  48. Hryggjasúlan Carroll – Gerrard – Carragher sett inn (með Henderson á hægri kant) eftir Blackburn sigurinn og göngubolti dauðans tekur völdin.

    Carragher er svo tæknilega heftur að hann getur ekki sparkað með vinstri nema fljúga á hausinn. Afhverju sparkar blessaður maðurinn ekki í horn eða tilbaka á Jones? Liverpool er eina liðið í ensku úrvalsdeildinni í ár sem getur fengið svona kjaftæðismark á sig í undanúrslitum FA Cup. Það er bara ekkert sjálfstraust í liðinu, leikskipulagið í rugli og besti miðvörður okkar undanfarinn áratug þarf nær undantekningarlaust bleyju þá sjaldan sem hann spilar.

    Tómt rugl að nota stærsta leik tímabilsins í einhverja tilraunastarfsemi með Agger í vinstri bakverði. Styður bara það sem ég hef sagt lengi Carragher og Gerrard eru smákóngar sem ráða alltof miklu í þessu liði.
    Eins gott að Bellamy/Maxi komi inná og við förum að spila eitthvað skiljanlegt leikkerfi. Menn eru horfandi á hvern annan eins og hauslausar hænur í augnablikinu…

  49. Jæja þetta lýtur nú miklu betur út í byrjun seinni en eins og oft áður er það færanýting og síðasta sending sem er að klikka hjá okkur.

    Hef fulla trú á að liðið komi tilbaka og vinni þennan leik.

    Downing hefur verið að koma með frábæra bolta fyrir og eins og mér þykir nú slæmt að viðurkenna það held ég að við verðum að fara koma kuyt inn á í baráttuna um boltana í boxinu fyrst þeir eru nú að koma góðir inn

  50. Væri ekki vit að koma með Enrique og sjá hvort það komi ekki meiri hraði í vængspilið. Finnst ekki koma mikið út út Agger þarna í bakverðinum. Annars er að hitna í kolonum þannig að ég spái því að það lið sem fyrst missir mann útaf tapar. Það verða ekki 22 leikmenn inná í leikslok.

  51. Léleg frammistaða fram að 57 mín allavega. Nýtum ekki þessi fáu færi sem við fáum. Ég vill BELLAMY inná STRAX núna á 60 mín. Þetta lið sem er inná er ekki að fara að gera neitt. Úff hvað þetta er lélegt. Tvö miðlungslið, að spila lélegan bolta. Everton kann bara betur að spila sem miðlungslið.

    DAPURT ! ! !

  52. Þetta var æðislegt, sá commentið frá LFCforever #76 og var ekki að trúa því. Svona er það að horfa á stream sem er amk mínútu á eftir 🙂

  53. Frábært hjá Suarez,,,, ég vil fylgja þessu eftir og setja Bellamy inná .

  54. Game ON!

    Snjallt hjá Kenny að bridda upp á sömu sóknartaktík og Everton í fyrri hálfleik. Skilar klárlega mörkum hehehe

    En við höfum klárlega sýnt meiri kraft í seinni hálfleik og Everton bakka alveg aftur. Þrátt fyrir allt annað þá eru styrkleikar Kenny þeir að geta mótiverað mannskapinn og vonandi hefur hálfleiksræðan gert gæfumuninn.

    Brad Jones virkar svakalega óöruggur í öllum sínum aðgerðum.

  55. hann er allavega ekki alltaf frosinn á línunni eins og Reina er búinn að vera í allan vetur

  56. Hvernig væri nú að vinna leikinn einu sinni með eðlilegum hætti án þess að láta menn fá blóðtappa og hjartaflökt í framlengingu og vítakeppni. Jæja, Maxi að koma inn að klára þetta !!!

  57. Carroll næstum því maðurinn….
    Jæja það er ekki almennilegur derby leikur nema við sjáum rautt spjald….vona að það lendi réttu meginn þó 🙂

  58. dísus, hvað þarf carrol eiginlega að fá marga sénsa til að koma tuðrunni inn??

  59. ER að missa af því að fara á Liverpool – Chelsea þann 5. maí ………..en mér er andskotans sama, við erum komnir í úrslitaleik í FA Cup þann 5. maí!!!!!!!!!!!
    Yes!!!!!!!!!!!! Áfram Liverpool!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  60. Elsku krakkar….

    Þetta var bara skrifað í skýin …þessi sigur var fyrir þá 96 stuðningsmenn sem komust ekki nema í anda og fyrir litla manninn hans Jones sem varð að fylgjast með að handan.

    Þarna sannast bara einu sinni enn að við göngum aldrei ein.

    Ný ferð á Wembley í maí STÓRKOSTLEGT AÐ VERA POOLARI Í DAG.

    YNWA

  61. Carrol að komast í gang. Verður samt að bæta sig slatta í leikskilning og greddu og vera mættur á svæðin í teignum þegar boltinn kemur!!!

Everton á morgun

Liverpool – Everton 2-1