Damien Comolli yfirgefur Liverpool (staðfest)!

Allir helstu fjölmiðlarnir ytra eru rétt í þessu að segja frá því að Damien Comolli hafi verið sagt upp störfum hjá Liverpool.

Við staðfestum þetta og fjöllum meira um málið um leið og við fáum skýrari fréttir af þessu, en þetta eru stórar fréttir ef satt er.

Uppfært: Það tók ekki langan tíma, núna er þetta staðfest á LiverpoolFC.tv. Henry þakkar honum fyrir framlag sitt, Comolli sjálfur þakkar fyrir sig en það sem vakti helst athygli mína voru orð Tom Werner:

“The Club needs to move forward and we now have a huge game on Saturday. It is important that everyone joins us in supporting the manager and gets behind Kenny and the team and focuses on a strong finish to the season.”

Lykilatriði: Það er mikilvægt að allir sameinist að baki Kenny fyrir lokasprett tímabilsins. Á maður að lesa þetta sem svo að Dalglish hafi verið að vinna einhverja valdabaráttu við Comolli, að sá franski hafi tekið sökina fyrir leikmannakaup síðasta árs og Dalglish sé enn traustur í sessi? Ég veit það ekki, það er erfitt að spá í þetta svona strax eftir að fréttirnar eru kunngjörðar. En það er tvennt athyglisvert í þessu að mínu mati:

1. Það grunaði þetta engan. Við höfum ekki einu sinni heyrt langsótt slúður um að Comolli væri í einhverri hættu eða ósætti innan klúbbsins.
2. Þetta virðist gerast mjög hratt. Tímabilið er ekki einu sinni búið og FSG-menn eru byrjaðir að taka til. Það er athyglisvert að sjá hvað þeir eru fljótir að sverfa til stálsins.

Það koma eflaust frekari fréttir og innsýn í málið á næstu klukkutímum og dögum. En það er greinilega stórt sumar í vændum hjá Liverpool, og Comolli var ekki treyst fyrir þeirri vinnu sem liggur fyrir, það er alveg ljóst.

145 Comments

  1. Er verið að gera hann ábyrgan fyrir breskum flopp kaupum (Downing, Adam) ???

    Maður hélt alltaf að þar hefði Kenny verið á ferðinni.

  2. Er þetta ekki frekar sterkt statement að eigendurnir eru mjög ósáttir með kaup sumarsins?

  3. Það stendur nu i yfirlysingunni að þetta hafi verið samkomulag a milli þeirra og hann se að fara aftur til Frakklands vegna fjölskyldu aðstæðna.

    En það hlomar auðvitað mun betur en að klubburinn hafi rekið hann a þessum timapunkti.

  4. Auðvitað er allt gert til þess að fegra brottrekstur Comolli. Liggur í augum uppi að eigendur félagsins treysta honum ekki til þess að sinna þessu starfi.

  5. Þetta var ekki eitthvað sem maður bjóst við.
    En, þá er bara spurningin, er KD að fara að stjórna öllum kaupum þetta sumarið og munum við sjá mjög marga breta kom til liðsins þetta sumarið?

    Persónulega líst mér ekki baun á það, vill fara að fá erlenda leikmenn sem eru kandídatar í að klára leiki, menn eins og Lavezzi eða Hazard (ekki séns á þessum tveimur en svona típur).

    YNWA – King Kenny we trust!

  6. Damien Comolli commented: “I am grateful to have been given the opportunity to work at Liverpool and am happy to move on from the Club and back to France for family reasons. I wish the Club all the best for the future.”

    Ekki er alveg víst að hann hafi verið rekinn…
    En ef svo, af hverju ?

  7. Einhver þarf að bera ábyrgð og ekki geta þeir látið Dalglish bera hana. Svo þetta er þeirra lausn, í bili allavega.

  8. Sýnir þetta ekki bara að Kanarnir séu óhræddir við að taka erfiðar ákvarðanir og eru ekkert að básúna rugli í fjölmiðla og Twitter?

  9. Það hefur alltaf verið tekið skýrt fram að Dalglish og Comolli stýrðu leikmannakaupum saman. Það er, leikmaður var ekki keyptur nema þeir væru báðir samþykkir því. Þannig að það þýðir ekkert að reyna að kenna bara öðrum þeirra um þennan eða hinn leikmann. Þeir eiga þessi kaup saman.

    Hitt veit maður ekki hvort hann var rekinn eða fékk að hætta af fjölskylduástæðum. Ég les það í orð Henry og Werner að hann hafi verið látinn hætta en Comolli sjálfur lætur í veðri vaka að hann hafi hætt af fjölskylduástæðum. Hvort heldur sem var er ljóst að þetta gerðist mjög snögglega, úr því að engan ytra grunaði neitt.

  10. Sáttastur er ég í heiminum við eitt í þessu máli.

    Klúbburinn er aftur farinn að vinna “The Liverpool Way”. Enginn endalaus veltingaleikur í blöðum, hvort sem þetta er einfaldlega Comolli að bjarga hjónabandinu (fjölskyldan hans flutti ekki með honum til Liverpool) eða að eitthvert ósætti er innan félagsins. Það munum við sennilega aldrei fá að vita um, sem er fínt og eins og það á að vera.

    Væntanlega koma einhverjar fleiri fréttir þegar líður á daginn, einn möguleikinn er nú t.d. sá að Kanarnir séu á því að svona staða (sem er klæðskerasaumuð úr amerískum íþróttum) eigi ekki við í enskum fótbolta þar sem valdamesti maðurinn er vanalega sá sem þjálfar líka liðið.

    En fróðlegt er þetta og sérlega vel til fundið hjá Liverpool að setja þetta í loftið rétt fyrir kop.is podcast. Segið svo að þeir lesi ekki kop.is!!!

  11. Thetta er stadfesting a tvi ad eigendurnir eru mjog osattir med kaup sidasta glugga og yfirhofud kaupstefnu theirra felaga.
    Megum buast vid mikid betri glugga i sumar !!
    Lyt a thetta sem jakvætt.

  12. Þetta er svo mikil undirstrikun á því að The Liverpool Way sé í gangi og að allt gerist á bak við tjöldin að það er ekki eðlilegt.

  13. Það er nú spurning hvort það hefði ekki verið hægt að velja einhverja aðra viku en þessa, í þetta mál.

  14. Athgylisvert sem Dalglish segir

    “He has been really helpful in every transfer target we’ve gone for. Everyone who has come into the club since Damien has been here was of my choice. Once I made the choice who I wanted Damien went away and did a fantastic job of bringing them in. It is sad to see anyone leave the football club and he goes with my best wishes and hopefully it is not long before we meet again. We wish him well with everything that he does.”

  15. Sammála Einari Erni, maðurinn segir ekki upp starfi hjá Liverpool á þessum tímapunkti. Enda væri það líka ferilslegt sjálfsmorð fyrir hann, hver ræður mann sem hoppar út bara sí svona? Það hlýtur líka að vera augljóst að hann færi ekki frá klúbbnum á þessum tímapunkti ef liðið væri að berjast um sæti í top 4. Það er greinilegt að hann hefur verið látinn fara. Það að kóngurinn standi jafn fast með honum og er að koma fram í fjölmiðlum núna bendir til þess að hann verði sennilega ekki mikið lengur í sínu starfi, því miður. En þessir kanar eru sprækir og heimta árangur..sem er gott…sem er MJÖG gott!

  16. Það er spurning hvort ekki sé verið að láta hann hætta núna (eins og Einar Örn bendir á hættir enginn á ÞESSUM tímapunklti), til að rýma fyrir nýjum manni fyrir sumarið? Þá einhverjum sem mun sjá um leikmannakaup, með Dalglish.

    Afar athyglisvert svo ekki sé meira sagt.

  17. Alltaf eitthvað action í gangi. Það þarf engum að leiðast að halda með Liverpool.

  18. Vorhreingerningarnar á Anfield byrjaðar….hér á landi hefði verið byrjað á að reka skúringarkonuna ef fyrirtækið hefði gengið illa……Veit ekki alveg hvort ég á að gleðjast eða syrgja ætla að bíða aðeins og sjá hvað gerist meira. Kannski maður ætti að hætta að segja in King Kenny we trust og segja í staðin in Fenway sports we trust þeir eru greinilega “meðetta”

    YNWA

  19. Ja hérna, það á nú einkvað eftir að koma meira úr þessu öllu saman, er einkvað í gangi með KK er hann kannski að fara eftir þetta tímabil ? ,, eitt er gott við þetta og það er að eigendur LFC virðast bregðast fljótt við og það undirstrikar að þeir hafa háleitt markmið og stefna á toppinn.

  20. Nákvæmlega sama og gerðist hjá Comolli hjá Tottenham.

    Slæmt epli þessi gaur.

  21. Þeir leikmenn sem Comolli keypti og hafa legið hvað mest undir gagnrýni verða sennilega með niðurgang eitthvað fram eftir degi, því þeir vita hvað þetta þýðir. Eigendur Liverpool eru að staðfesta algjöra óánægju með þeirra framlag til klúbbsins…sjáum til hvort þeir verða ekki óvenju sprækir í næstu leikjum!

  22. Einhvernveginn heldur reiknar maður með því að hann hafi verið látinn hætta, getur eiginlega bara ekki annað verið í mínum huga nema að hann sé það vitlaus einfaldlega…

    En hvað um það, mikilvægur leikur framundan og skildusigur. Persónulega vona ég að þetta þýði að R.Benitez sé að koma til félagsins í hvaða starf sem er, væri flottur scout!!!

    YNWA – FSG we trust…….þetta hljómar ekki eins :-/

  23. Spurning hvað maðurinn hafi gert rangt þar sem það eina sem hann virðist hafa gert er að kaupa leikmenn sem Dalglish óskaði eftir.
    Skv. Dalglish sjálfum

  24. Gæti verið að Comolli hafi verið mjög ósáttur með þá leikmenn sem KK vildi fá og það hafi orðið stirt á milli þeirra. KK segist hafa viljað alla þessa nýju bresku leikmenn og Comolli síðan unnið við að fá þá til Liverpool ? , veit ekki en það verður spannandi að fylgjast með gangi mála næstu daga og vikur, kæmi mér ekki á óvart ef við munum sjá breytingar hja okkur í sumar,YNWA.

  25. Hver er framtíð leikmanna eins og Carroll, Henderson,Downing og Adam ef maðurinn sem keypti (ásamt Kenny) er látinn fara? Og hver er framtíð Kenny Dalghlish?

    Kannski var Comolli ekki að ná að fylgja moneyball stefnu Henry rétt eftir. Henderson og Carroll eru ungir leikmenn sem engan veginn eru búnir að auka verðmæti sitt samkvæmt moneyball stefnunni. Downing og Adam er leikmenn sem keyptir og eiga að vera á sínum besta fótbolta aldri og flokkast því ekki undir moneyball og sömuleiðis eru þeir klárlega fallnir í verði. Enrique er á svona sléttu eða rétt undir kaupverði í verðmæti. Þá er Suarez einn eftir sem mögulega væri hægt að fá hærra verð en kaupverð (vandræðigangur í honum lækkar hann samt) og því er þessi moneyball stefni farin fyrir lítið.

    Síðan er afar undarlegt hvort sem þetta er fjölskylduástæða eða rekstrarleg ákvörðun að Comolli skyldi fara fyrir einn mikilvægasta leik tímabilsins. Afar undarlegt og klárlega ekki til að hjálpa mönnum í einbeitingunni!

  26. Það gæti nú samt verið að þetta sé góð tímasetning, ef það hafi td verið komið ósætti og spenna milli Comolli og aðra stjórnenda þá gæti svona leikur hrist upp í mannskapnum og fengið alla til að spíta í lófa og klára verkefni vetrarins ( tímabilið).

  27. jæja sma samsæri herna. Eigendurnir hafa akveðið að hreinsa til i klubbnum þvi þetta er augljoslega ekki að ganga. Þetta er fyrsta skrefid i ad Kenny fari i sumar.

    Þeir byra að reka Comolli þvi undirbuningur fyrir sumarkaupin er hafinn i samraði við nyjan stjora sem buid er að gera samkomulag við. Kenny veit tetta sennilega en fær að klara timabilid með reisn en akveður svo “sjalfur” að hætta eftir sidasta leik i vor.

  28. Getur ekki verið að hann hafi sjálfur viljað fara frá klúbbnum?

    Kannski er hann með mikin metnað fyrir sinni vinnu og klúbbnum. Ef við gefum okkur það að Dalglish hafi ráðið hvaða leikmenn voru keyptir þá er skiljanlegt að hann sé fúll með nýju leikmennina og spilamennsku liðsins í ár. Hann hefði örugglega gert þetta allt öðruvísi og franski hrokinn hefur náð völdum?

    Bara pæling.

  29. Íslands-, evrópu- og heimsmet í samsæriskenningum eru fljót að birtast, og Manchesterblaðið Guardian með stærstu greinina hingað til.

    Þetta mun engu breyta fram á vor held ég, allavega ekki ef við vinnum á laugardaginn. Held að Comolli hafi ekkert um Rafamálin að segja, sú umræða kemur frá þeim sem FSG keyptu félagið af og unnu með Rafa síðustu árin þeirra, bæði stjórn og leikmenn.

    Í mörgum “hvíslpistlum” er talað um að FSG muni ekki ráða Rafa eftir þá umsögn sem hann fékk þaðan, man ekki lengur einhverja þræði þar á, en Comolli hefur enga vigt þar held ég.

    Og ég held að það væri algerlega vonlaust að setja Dalglish í stöðu Comolli og yfir einhverjum öðrum. Dalglish myndi skyggja á alla, nema kannski einn Strigakjaft…

  30. Ekki láta alzheimerinn sem ég talaði um í síðasta pósti hlaupa með ykkur í gönur. Flestir LFC menn eiga rómantískar minningar um árangur Benitez þegar hann skilaði CL dollunni í hús. En ef menn kafa aðeins dýpra í minnið, þá eru góðar ástæður fyrir því afhverju menn vildu fá hann burt á sínum tíma.

    Þeir sem ekki muna þær, eða eru of ungir, get flett upp í bloggsafni kop.is og fréttasafni liverpool.is og rifjað upp þær ástæður.

    Hvað varðar Benitez í stöðu Comolli, þá ættu menn aðeins að rifja upp kaup Benitez. Hann átti vissulega góð kaup í mönnum, en það var í lang flestum tilvikum menn sem voru búnir að sanna sig í öðrum deildum, sbr. Torres, Alonso, Lucas, Johnson, Mascherano og Kuyt

    Hvað með Josemi, Pellegrino, Nunez, Morientes, Mark Gonzalez, Zenden, Crouch, Paletta, Kromkamp, Aurelio, Pennant, Voronin, El Zhar, Insua, Babel, Degen, Dossena, Ngog, Aquilani, Keane, Plessis,. Og þá eru ekki taldir með tugir ungra leikmanna sem aldrei hafa komið upp í aðalliðið.

    Í raun eru þeir nánast teljandi á fingri annarrar handar þeir leikmenn sem mér finnast hafa verið óvænt góð kaup hjá Rafa: Agger, Arbeloa, Garcia, Reina, Shelvey, Sissoko.

    Þannig að mitt mat, sem er þó ekki endilega hið eina rétta, er að endurnýjuð kynni við Benitez væru álíka skammgóður vermir og að sofa hjá fyrrverandi kærustu aftur.

    Ég vil frekar sjá klúbbinn taka skref inn í framtíðina heldur en til baka.

  31. @ Maggi (#15)

    “Væntanlega koma einhverjar fleiri fréttir þegar líður á daginn, einn möguleikinn er nú t.d. sá að Kanarnir séu á því að svona staða (sem er klæðskerasaumuð úr amerískum íþróttum) eigi ekki við í enskum fótbolta þar sem valdamesti maðurinn er vanalega sá sem þjálfar líka liðið.”

    Þó að staða yfirmanns íþróttamála komi upprunalega frá USA þá er langt síðan helstu stórlið í Evrópu komu sér upp þess háttar fyrirkomulagi. Real Madrid, Barcelona, Bayern Munchen, AC Milan o.fl. eru öll með director of football, sporting director eða álíka. Þetta er strúktúr sem hefur augljósa kosti með sérhæfða verkaskiptingu og skipurit. Gallinn er þó helst ef samstarf knattspyrnustjóra og sportistans gengur illa og þeir ekki á sömu blaðsíðu, en þess háttar samskiptaörðugleikar geta allt eins gerst í breska módelinu milli chairman og manager ef því er að skipta.

    http://en.wikipedia.org/wiki/Director_of_football

    Tjallinn hefur verið að taka þetta hægt og sígandi upp en eins og með margt annað þá er hann íhaldsamur í sínum háttum. Auðvitað eru margir stjórar vel er treystandi til að stýra öllu sjálfir líkt og dæmin sanna (Ferguson, Wenger) en þá er verið að treysta á að stjórinn sé algert ofurmenni. Chelskí, Man City, Stoke o.fl. eru með þetta fyrirkomulag og einnig önnur lið þó að titlarnir séu ekki alltaf eins á starfsheitinu. Núna fyrr í vikunni var Steve Coppell skipaður director of football hjá Crawley þannig að þetta er hægt og sígandi að detta inn.

    En eins og með allar stöður innan vallar sem utan þá er þetta spurning um getu og frammistöðu viðkomandi. Er menn úthugsaðir eins og Uli Hoeness eða Txiki Begiristain eða eru þeir ólíkindatól eins og Jorge Valdano? Hið áhugaverða er hver verður ráðinn í staðinn eða jafnvel hvort Kenny fái tímabundið að stýra öllu í leikmannamálum. Ég er nokkuð viss um að til lengri tíma verði ráðinn nýr director of football, í einu formi eða öðru.

    En þetta er mjög óvænt og þar til annað kemur í ljós þá ætla ég að taka Henry og Damien trúanlega um að þetta sé by “mutual consent” og “for family reasons”. Ég ætla í það minnsta að láta samsæriskenningarnar bíða í bili 🙂

  32. Það er klárt að þetta er undirbúningur fyrir að “nýr” stjóri verði kynntur til sögunnar í vor. Það þarf enginn að verða undrandi á því að Rafa mæti aftur á svæðið og KKD verði honum til halds og traust til hliðar við hann. Þetta er skrifað í skýin.

  33. Guð minn góður, Samsæriskenningarnar hérna eru efni í margar skáldsögur. Maðurinn er farinn, það er leikur á laugardaginn. Er það ekki raunveruleikinn í dag ???????

    YNWA

  34. Er ekki bara verið að rýma til fyrir Lindu hans John Henry, hef heyrt að hún sé að leita að vinnu.

  35. Það verður seint sagt að það sé lognmolla í kring um klúbbinn okkar. Þessar fréttir koma í raun eins og þruma úr léttskýjuðu lofti og ég er sammála mönnum um ágæti þess að þetta var ekkert að spyrjast út fyrr en orðið var. Það hlýtur að ala á gremju sumra blaðasnápa og er það vel. Gott að geta feisað þá.

    Hvað þetta kemur til með að þíða þegar fram í sækir…..vita sennilega tveir menn. Guð og Páll Páfi II sem er örugglega enn að horfa á leiki með okkar mönnum. Skemmtilegar samsæriskenningar engu að síður hér inni sem og á öðrum stöðum. Það sem ég sé eftir lauslegt ráp um vefheima er helst það að KK vilji stjórna þessu einn og að FGS séu að bakka hann upp í því. Annars er svo lélegt samband hjá mér þarna upp þannig að ég get ekki spurt þessa tvo út í þetta.

  36. Sælir félagar

    Þetta er einfalt. Comolli er einfaldlega að fara heim, til að bjarga hjónabandi, erfið leikar vegna barna, alvarleg veikindi í fjölskyldunni eða guð veit hvað.
    Þetta er einfaldlega það sem klárt er og ekki ástæða til að gera sér neinar grillur. Ef eitthvað annað er í gangi (ólíklegt) þá mun það koma í ljós á næstu dögum. Ég ætla því að anda með nefinu (ráðlegging sem oft er notuð hér) og bíða frétta frá klúbbnum ef einhverjar eru eða verða.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  37. Á þessu máli eru eflaust margar hliðar og fæstar þeirra eru þær sýnilega almenningi, þegar svona hlutir gerast hjá klúbbum er það gömul sannindi og ný að um samkomulag sé að ræða. Einhvern vegin finnst manni að eitthvað meira sé hér að baki, Dalglish hefur sagt að hann beri alla ábyrgð á þeim leikmannakaupum sem áttu sér stað fyrir tímabilið, spurning hvort það sé ekki partur af prógramminu.

    Hvað sem því líður þá er alveg ljóst að FSG eru ekki sáttir við gang mála og nú á greinilega að taka til hjá klúbbnum, spurningin er verður Dalglish nsætur ? Nokkuð gott sem kemur fram hér í ingangnum, menn voru ekki á nokkurn hátt að eiga von á þessu en það góða við þetta er að líklega eru menn að fara gera stóra hluti í sumar eða það skildi maður ætla. Verður fróðlegt að sjá hvert næsta skref verður í þessu þ.e.a.s. Verður ráðin eftirmaður hans eða verður þessi staða lögð niður…

    Yfirlýsing Dalglis um að hann beri alla ábyrgð á leikmannakaupum er að ég held eitthvað sem sé staðfesting á því að staðan verði lögð niður þar sem of mikklir árekstrar séu á milli stjóra og yfirmanns knatspyrnumála, eitthvað sem stjórar eru ekki sáttir við, þeir einfaldlega vilja ráða hlutonum sjálfir, og þannig finnst mér að að eigi að vera…

    Er algerlega sammála Tom Werner að nú þurfa allir að leggjast á eitt um að veita liðinu og stjóranum fullan stuðning, það sem eftir er af tímabilinu veltur að mikklum hluta á því….

    Áfram LIVERPOOL… YNWA…

  38. come on. Tímasetningin er engin tilviljun. Hann var rekinn, svo einfalt er það nú. Hætta sjálfviljugur tveimur dögum fyrir LEIKINN, líklegt!
    Framtíð Dalglish ræðst sennilega á laugardaginn. Ef við töpum þeim leik þá tapar Dalglish starfinu í lok leiktíðar. Þetta er ekkert flókið mál.

  39. Nafn David Dein er mikið bendlað við Liverpool þessa stundina og ekki lækka þeir orðrómar eftir þessa mynd (http://twitpic.com/98tgdy) af þeim Comolli og David Dein á leiknum gegn Blackburn. Paul Tomkins heldur því fram að John W. Henry sé mikill aðdáandi Dein og að sá síðarnefndi hafi verið á tveimur síðustu leikjum liðsins.

    Tony Barrett og fleiri halda því svo fram að þetta er mögulega ekki fyrsta nafnið sem mun verða fyrir öxinni hjá Liverpool í dag eða næstu daga. Voða skrítin tímasetning á svona stórum breyting en vissulega mjög jákvætt að svona birtist bara sem staðfesting og sleppur alveg við eitthvað fjölmiðlafár og sögusagnir um það.

    Hvort sem að Comolli var rekinn eða ekki þá verður mjög svo fróðlegt að sjá hvað mun gerast í kjölfarið. Hafa FSG gefist upp á því að reyna að koma þessari stefnu inn í félagið, hafa þeir annan mann sem þeir vilja fá í staðinn eða á að gefa knattspyrnustjóranum aukin völd? Gæti jafnvel verið að fara að skipta um knattspyrnustjóra?

    Það vakna nokkrar áhugaverðar spurningar í kjölfari þessarra frétta og verður afar fróðlegt að sjá hvað næstu klukkustundir, dagar, vikur eða mánuðir munu bera í skauti sér. Ég hef á tilfinningunni að eitthvað frekar stórt gæti verið í vændum.

  40. Er ég að muna rangt en talaði John W Henry ekki svolítið um það að liðið ætti að vera orðið samkeppnishæft um titilinn í kringum árið 2013?

    Ef það er rétt og ég er ekki að tala út um rassgatið á mér hérna þá kemur mér að mörgu leyti ekki á óvart að það gætu hugsanlega verið að koma nokkrar hreinsanir hjá félaginu. Ekki bara í leikmannahópnum heldur líka stjórnendum og mögulega þjálfara líka. Ef félagið á að vera samkeppnishæft á næstu leiktíð eða þeirri næstu þá kemur mér ekki á óvart að FSG muni skoða það að láta einhverja hausa fjúka og reyna að fá betri menn inn í vissar stöður í félaginu. Hvort sem það komi einn eða tveir titlar í hús á tímabilinu þá nær það að mínu mati ekki að breiða nægilega vel yfir þann árangur sem liðið hefur (ekki) náð í deildinni.

    FSG hafa það orðspor á sér að geta verið frekar ruthless þegar kemur að því að lið/félög þeirra ná ekki tilsettum árangri. Það er því spurning hvort þeir séu farnir að sveifla öxinni að þeim sem hafa ekki skilað sínum verkum nægilega vel frá sér.

  41. Hvað er David Dein gamall, 70 ára?

    Annars góðar fréttir að FSG séu ósáttir með gang mála. Var orðinn hræddur um að Daglish og Comolli fengu annað sumar á leikmannamarkaðinum.

  42. Fleiri farnir …
    Dan Roan (BBC) á twitter.

    “I can confirm that Liverpool’s Head of Sports Medicine & Science Peter Brukner has also left the club – he was a Purslow appointment”

  43. Spurning hvort thetta hafi verid í bígerd í einhvern tima en sidan hefur verid akvedid ad gera thetta nuna til thess ad setja pressu a Kenny ad vinna bikarinn eftir vandraedalega lelegt gengi I deildinni

  44. Ef minni mitt svíkur mig ekki áttu Dalglish og Comolli að skrifa niður ástæður þess að þetta tímabil fór í vaskinn (deildarlega séð) og skila til Henry og Co. fyrir ekki svo löngu síðan. Gæti verið að það sem kom fram í skrifum Comolli hafi valdið því að hann sé hættur? Ég tel það ekki ólíklegt. Með þetta í huga er það ekki óhugsandi að eina ástæða þess að Dalglish sé enn við stjórnvölin sé að liðið á enn möguleika á titli, þ.e. að ef liðið væri dottið útúr FA cup værum við núna að lesa tilkynningu um nýjann stjóra.

  45. af hverju í ósköpunum ættu þeir að reka Peter Brukner?

    Er þetta ekki einn virtasti maður í sinni grein?

  46. Breaking: Liverpool’s Head of Sports Medicine & Science Peter Brukner has also left the club.

  47. Ja hérna. Brukner er farinn líka. Þetta er dagur hinna löngu hnífa á Melwood, það er ljóst. Á að rýma fleiri skrifstofur fyrir dagslok eða láta þessar tvær nægja?

  48. þetta fer bara að vera eins og janúarglugginn. maður á fullu á síðunum og nýr F5 takki í pöntun. dammmmm

  49. Eins og ég sagði ofar þá veit ég ekki baun í þessi mál. En miðað við skrif sumra að Dalglish sá mögulega á leið út núna eru furðuleg svo ekki sé meira sagt. Það væri í líkingu við að taka af sér hausinn með teskeiðarskafti að reka hann korter í undanúrslit á Wembley. Kannski fer hann eftir tímabilið og þá sjálfur en ekki í dag.

  50. Það er klárt að Comolli ber sína ábyrgð á leikmannakaupum ásamt kenny og alls ekki hægt að afgreiða það þannig að kenny hafi samþykkt þessa leikmenn og beri þá alla ábyrgð. Önnur spurning er líka hversu mikla ábyrgð ber Commolli á leikmannaverðinu á þeim mönnum sem við höfum keypt kæmi mér ekki á óvart ef eigendunir séu reiðir út i hann út af því að við höfum eytt of háum upphæðum í leikmenn sama hafa ekki verið peningana virði

  51. Þetta er allt mjög skrýtið og verður eiginlega enn skrýtnara eftir þetta viðtal við Tom Werner: http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/werner-on-comolli-decision. Hann segir beisiklý að þeir séu mjög ósáttir við árangurinn á tímabilinu. Samt séu þeir 100% ánægðir með Kenny Dalglish. Þeir reka Comolli en samt segir Dalglish að hann hafi ákveðið öll kaupin og Comolli hafi bara verið sá sem kláraði málin. Eitthvað er ekki að ganga upp. Ef Dalglish verður áfram stjóri hlýtur að vera ljóst að hann missir öll áhrif á innkaupastefnuna. Nú verður einhver nýr sem verður settur í það mál og Dalglish verði eingöngu í að þjálfa liðið. Er óánægjan kannski frekar með það að við vorum þvingaðir til að borga allt of hátt verð fyrir þessa leikmenn sem við vorum að kaupa og að þar hafi Comolli verið eitthvað linur í samningum?

  52. Er athugasemd Jóns nr. 40 í alvöru komin með 28 þumla upp.

    Þessir stuðningsmenn verðskulda núverandi stöðu!

  53. Þetta er nú hálf skrítin svör hjá Werner. Byrjar á að tala um að það sé engin ánægður með gengið í ár og því þurfi að breyta en síðar í greininni talar hann um að hann hafi fulla trú á leikmannahópnum og á Kenny. Eru þeir ekki að reka vitlausan mann ef þeir eru ósáttir við gengið en sáttir við leikmannahópinn?

    http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/tom-werner-on-comolli-decision

  54. athyglisvert í viðtali við Tom Werner á heimasíðu LFC hversu afdráttarlaus stuðningurinn er við KD.

  55. 64 :

    Af því hann þorir að segja hlutina eins og þeir eru í stað þess að vera í djúpri afneitun?

  56. varðandi comment nr 40. Við verðum að muna það líka að Benitez fékk nánast aldrei að kaupa sinn fyrsta kost í þær stöður sem hann vildi. Yfirleitt var það þriðji eða fjórði valkostur sem varð fyrir valinu því ekki voru til peningar í klúbbnum. Ég meina kommon Kromkamp kostaði 1 mills punda. Það er ekki hægt að skíta yfir Benitez fyrir að finna ekki betri leikmann fyrir jafn lága upphæð.

  57. > Af því hann þorir að segja hlutina eins og þeir eru í stað þess að vera í djúpri afneitun?

    Maður sem gerir lítið úr kaupum á Torres, Xabi og Reina vegna þessu að þau voru ekki “óvænt” er í hverju öðru en afneitun?

    Leikmenn sem hann telur upp sem slæm kaup voru margir hverjir alls ekkert slæm kaup.

    Hvað hefur Liverpool fengið greitt fyrir leikmenn sem Benitez keypti?

  58. http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/tom-werner-on-comolli-decision

    Greinilegt á þessu að Comolli var sagt upp miðað við þessi orð Werner. Einnig að þeir ætli að vera áfram með director of football og eru að leita að einum slíkum. Eins og Ziggi 92 (#62) segir þá er Txiki á lausu og er frábær valkostur og það myndi passa vel með Rodolfo Borrell.

    Ástæðurnar fyrir uppsögninni sem Werner nefnir eru slæm úrslit og að Comolli hafi ekki uppfyllt þeirra strategíu eins og ætlast var til. Hið síðarnefnda er klárlega á ábyrgð Damien en hið fyrra ætti að ansi miklu leyti að vera ábyrgð KKD líka. Ef Comolli er látinn fjúka útaf úrslitum þá er ansi heitt undir KKD líka.

    Ég held að Kenny sé á útleið í sumar nema að hann vinni FA Cup og nái stoppa hörmulegheitin í deildinni. Auðvitað væri hann aldrei rekinn fyrr en að tímabili loknu og FSG mun styðja hann í orði fram að því. En þeir eru alveg ófeimnir við að grípa til aðgerða ef þörf þykir og ráku t.d. sigursælasta manager Red Sox eftir álíka hörmungarkafla og óuppfylltar væntingar.

    Bikarar er bónus og silfruð sárabót en Henry hefur sagt að það væru mikil vonbrigði ef við næðum ekki 4.sætinu í lok tímabils. Comolli (og Kenny) hafa ekki uppfyllt það skilyrði og hafa því fallið á prófinu.

  59. Ég held að geimverur komi við sögu og svo vöknum við öll eftir fjögur ár – þá var okkur bara að dreyma þetta.

  60. Stefnir í hressandi podcast! Flott tímasetning hjá LFC á þessum stórfréttum 🙂

    Þetta með Comolli þarf held ég ekkert að koma á óvart. FSG hefur séð hvernig sl. sumar hefur farið og er að reyna bregðast við fyrir næsta tímabil.

    Segjum sem svo að það sé satt að Dalglish ráði því einn hverjir eru keyptir og Comolli sjái bara um að ganga frá kaupum á þeim. Hvernig finnst ykkur það hafa gengið hjá honum?

    Suarez tók mjög langan tíma en hafðist að lokum á 22,5 m. Flottur díll en engin uppgvötun eða brjálað undirverð.

    Andy Carroll var langtímatakmark en ákveðið að kaupa hann með engan tíma til stefnu á rosalegum yfirverði. Það réðst auðvitað mikið til af verðinu á Torres, en helvíti mikið þrátt fyrir það. Að selja Tores og fá í staðin 15 m og einn efnilegasta sóknarmann Englands er ennþá ekkert vitlaus viðskipti og þannig var þetta lagt upp. En það þurfti engan snilling til að afgreiða þetta.

    Hann náði ekki að landa Charlie Adam frá stórliði Blackpool í janúarglugganum.

    Í sumar náðum við ekki Phil Jones og ekkert við því að segja svosem. Við náðum Henderson á töluverðan pening (ca. 13 m og getur hækkað), svo mikinn pening að það þarf engan ofurnjósnara til að klára þann díl.

    Downing kemur á ca 16-20 m ef ég man rétt. Við vorum aldrei að fara fá enskan kantmann í hans gæðaflokki á minni pening en var þá svona mikil þörf á að kaupa enskan kantmann? Hann hefur svo alls ekki náð að fylgja eftir góðu síðasta tímabili en við vissum það auðvitað ekki í sumar. Kaupin á honum er eitthvað sem allir gætu séð um fyrir þennan pening.

    Coates kemur á ca 6 m beint frá S-Ameríku sem er nú líklega toppverð. Hann gæti reynst mjög góð kaup en hversu mikið það verður Comolli að þakka veit ég ekki. Charlie Adam kemur fyrir nokkuð eðlilega upphæð o.s.frv.

    Í janúar var ekki keypt neinn leikmann þrátt fyrir brýna þörf á því.

    Ég veit ekkert hverjum hægt er að kenna um leikmannakaup eða hvað er að innan herbúða Liverpool. Efast stórlega um að Comolli beri einn sök þar en á móti skil ég ekki og hef ekki skilið lengi hvað Comolli er að gera svona vel? Í dag hefur það svo verið staðfest að líklega var hann ekki að standa sig nógu vel í sínu starfi. EKki er það leikmannakaup, ekki er það yfirsýnin á aðal lið vs yngri lið og að þar sé sama stefna í gangi og ekki var hann að finna óslípaða demanta sem átti að vera hans sérgrein.

    Ekki nema hann eigi eitthvað af þeim pjökkum sem hafa komið núna undanfarið en líklega þurfti ekki hann til að finna bestu ungu leikmenn Englands.

    Ég sé ekki að þetta komi til með að skaða okkur á nokkurn einasta hátt, en þó veit maður auðvitað ekki hvert hlutverk hans var nákvæmlega.FSG var klárlega ekki sátt við hann og það er gott að sjá að þeir taka á málunum.

    Ég býst líka fastlega við því að hlutverk Ian Ayre breytist aðeins þegar nýr maður kemur inn. Hátt talað um David Dein sem var áður hjá Arsenal og líklega væri þannig maður flottur svo lengi sem það er réttur maður. Við megum ekki við því að fá enn einn Parry eða Purslow og FSG virðist hafa puttann á púlsinum með að fá rétta menn í rétta stöður. Ef það klikkar bregðast þeir hratt við.

  61. Kiddi #66 þú ert að misskilja þetta skemmtilega.

    Af því hann þorir að segja hlutina eins og þeir eru í stað þess að vera í djúpri afneitun?

    Það var Nr. 64 sem var að segja hlutina eins og þeir eru og ekki í djúpri afneitun.

  62. Var Bruckner yfirmaður í “lækna”deildinni sem Benitez lenti upp kannt við í Torres málinu?

  63. Ja hérna. Verð nú bara að hrósa þessum kana gaurum. Þeir vilja árangur og hann skal nást sama hvort þurfi að reka mann og annan.

  64. Ætla menn í alvöru að taka pro/con Benítez umræðuna einu sinni enn?

    Torres kostaði 24m punda. Gaf okkur stórkostleg þrjú og hálft ár og fór svo fyrir 50m punda.

    Alonso kostaði 10m punda. Gaf okkur frábær fimm ár og fór svo fyrir 30m punda.

    Reina kostaði 10m punda. Hefur verið einn besti markvörður heims þessi 6 ár hjá okkur og ef við myndum selja hann færi hann fyrir lágmark tvöfalt þessa upphæð. Arsenal reyndu að fá hann 2010 eftir brottrekstur Rafa og buðu þá 30m í hann.

    Hvað við þetta er flókið að skilja? Rafa vann Meistaradeildina með Traore, Biscan, Smicer og fleiri slíkum, skilaði okkur í 82 og 86 stig í Úrvalsdeildinni og fyrstu alvöru titilbaráttuna (2009) í tæp 20 ár þangað til bjánarnir frá Bandaríkjunum kipptu teppinu undan honum með pólitískum brögðum og því að selja leikmenn uppí skuldir án þess að Rafa fengi pening fyrir.

    Haldiði að Aquilani hafi verið fyrsti valkostur Rafa þegar Alonso fór? Nei. Hann fékk að kaupa frá þeim liðum sem skulduðu Liverpool pening og því komu Johnson frá Portsmouth (Crouch) og Aquilani frá Roma (Riise). Ætlar einhver í alvöru að dæma hann af mönnum eins og Kromkamp, Kyrgiakos, Voronin eða álíka þegar það er fullljóst að hann fékk ekki neina peninga til að kaupa leikmenn?

    Rafa átti sárafá flopp. Flopp er þegar þjálfari nær í sinn fyrsta valkost og það gengur ekki eftir. Hér erum við að tala um Morientes, Ryan Babel og Robbie Keane. Babel kom eftir að Malouda sagði nei við okkur og í Keane-sögunni var Rafa svikinn um Gareth Barry sem átti ásamt Keane að vera lykilmaður í nýrri uppsetningu aðalliðsins. Barry kom ekki og því var Keane eins og fiskur á þurru landi, fór hálfu ári seinna fyrir sama fé og við keyptum hann á (nefnið annan þjálfara sem hefði haft hreðjar í þá ákvörðun og náð að selja hann á svona góðu verði burt aftur) … og Rafa fékk svo aldrei að eyða því fé aftur.

    Og augljós kaup? Plís. Fyrir utan Alonso, Reina og Torres sem margborguðu sig Moneyball-style fékk hann Mascherano úr varaliði West Ham, ef það er ekki Moneyball veit ég ekki hvað. Svo gerði hann sér góðan mat úr mönnum eins og Riera (seldur m. gróða), Kuyt (hefði verið hægt að selja hann f. mikinn gróða fyrir þrítugt), Crouch (seldur m. gróða), Bellamy (seldur m. gróða), Pennant (seldur m. gróða) og svo endalaust fokking framvegis.

    Og eins og til að tryggja það að það ætti ekki að vera hægt að halda því fram að Rafa Benítez hafi verið slæmur fyrir Liverpool hangir augljós spurning ennþá eins og ský yfir öllu sem gengur á hjá Liverpool: hvernig hefur liðið staðið sig eftir að hann fór?

    Þetta er svo þreytt umræða að það hálfa er nóg og ég trúi varla að árið 2012 skuli ennþá finnast Liverpool-aðdáandi sem haldi að Rafa hafi verið vitleysingur sem átti ekkert heima á Melwood. Ég tek heilshugar undir með Matta, ég á í alvöru erfitt með að vera ekki dónalegur við þá sem halda því fram að Rafa sé bara einhver bjáni úti í bæ.

  65. Það er nú eiginlega svolítið fyndið að fylgjast með umræðunni núna. Annars vegar brjálæðislegar samsæriskenningar, óskir um hina og þessa í burtu, allsherjar hreinsanir í klúbbnum og svo framvegis.

    Án þess að vita nokkuð meira en aðrir um hvað er í gangi hjá klúbbnum þá langar mig að giska á (og vona) að verið sé að fara yfir hvert einasta smáatriði sem snýr að aðalliðinu, m.a. ástæður fyrir slakri frammistöðu leikmanna. Þá verður þjálfaraliðið allt skoðað og vonandi fundnar ástæður þess að t.d. Reina hefur spilað eins og kjáni í vetur, af hverju menn koma sér ekki inn í teiginn, tölfræði skoðuð og slíkt en eins og bent var á í athugasemd um daginn þá eru leikmenn Liverpool að hlaupa mörgum km minna í leik en leikmenn Barcelona. Það hlýtur að koma inn á leikskipulag og þrekþjálfun.

    Eitt langar mig að biðja síðuhaldara að setja inn hérna. Í haust kom pistill um snilli Comolli og Dalglish á leikmannamarkaðnum. Sumir voru á þeirri skoðun að kaupin væru öll stórkostleg, aðrir töldu að of mikið væri greitt, enn aðrir töldu að bíða ætti og sjá með að dæma. Það getur verið auðvelt að vera vitur eftir á og það væri fróðlegt að sjá hvernig við sparkspekúlantarnir sáum þetta þá og hvernig við sjáum þetta núna, hvort mikill munur sé á skoðunum okkar.

  66. Einhvernvegin er ég farin að vera sammála því að Dalglish muni bara klára þetta season.

    Hver kemur veit nú engin enda virðast menn geta haldið hlutum innandyra nú orðið. Var að horfa á Þýska boltann í gær og þar var Rafa einmitt einn af sérfræðingunum og manni lýður hálf skringilega að sjá hann annarsstaðar en á hliðarlínu Liverpool.

    Rafa Benitez. Já takk. Kristján Atli skýrði ágætlega frá því hvers vegna

  67. Nr. 77 Ívar Örn
    Þetta er góður punktur og á við í fleiri tilfellum. Ég var t.d. að lesa um það þegar Hodgson kom og það er fyndið eftir á í sumum tilvikum.

    En það er þó eðlilegt að vera bjartsýnn og þessi kaup fyrir sumarið litu alls ekkert hærðilega út þá, sérstaklega ekki m.v. tímabilið á undan hjá flestum þeim leikmönnum sem voru keyptir.

    Comolli var hrósað fyrir að hreinsa burt deadwood og gerði það líklega mjög vel (hann er auðvitað ekkert alslæmur) en eftir þetta timabil er enginn sáttur og því eðlilegt að skoða stöðuna aftur.

    Kaup Comolli líta illa út núna en þannig var staðan líka hjá Spurs, tíminn leiðir í ljós hversu slæmt síðasta sumar var hjá okkur. En mig grunar að það sé alls ekki bara verið að reka hann fyrir leikmannakaup. Enda er það ekkert hans eina hlutverk hjá liðinu.

    Já og amen Kristján Atli, steindrepur þessa fáránlegu vitleysu.

  68. Algerlega sammála Kristjáni Atla #76, frábær skrif. Að menn skuli leyfa sér að efast um að hann sé mjög hæfur þjálfari, come on! Árangurinn, þ.m.t. stigafjöldi i deildarkeppninni, ekki bara dollurnar sem hann skilaði í hús, tala sínu máli.
    Annars er ég ansi hugsi yfir viðtali við Tom Werner á LFC. Algerlega afdráttarlaus stuðningsyfirlýsing við KD og auðveldlega má draga þá ályktun út frá henn að hann sé alveg safe með djobbið sitt hvernig sem tímabilið endar hjá okkur. Mér finnst engan veginn sjálfgefið að KD eigi að vera með liðið áfram á næsta tímabili.

  69. Var að heyra það að markmannaþjálfari Liverpool væri líka á förum. Tek þó þessu með fyrirvara!

  70. Djöfull er ég sammála Kristjáni Atla (#76). Tjái mig ekki oft hér aðalega vegna þess að ég verð svo brjálaður oft yfir skrifum sumra hér gagnvart Benitez. Því ef ég skrifaði eitthvað þá yrði því hvort sem er hent út vegna blótsyrða.

  71. Ég ætla nú svosem ekki að blanda mér mikið í þessa hatrömmu deilu milli þeirra sem elska Rafa Benites og geta ekki viðurkennt að hann hafi nokkurntíman gert mistök, og svo þeirra sem hata Benitez og geta ekki viðurkennt að hann hafi nokkurntíman gert eitthvað af viti. Báðir hópar finnst mér jafn kjánalegir. Kristján Atli kemur samt hérna með punkt sem margir hafa talað um og ég verð að minnast á:

    “Barry kom ekki og því var Keane eins og fiskur á þurru landi, fór hálfu ári seinna fyrir sama fé og við keyptum hann á”

    Þetta finnst mér alltaf jafn fyndið. Robbie Keane gat ekki plummað sig með Liverpool af því hann hafði ekki Gareth Barry með sér. Ótrúlegt samt hvað Keane tókst að skora mikið með sínum félagsliðum fram að þessu án þess að hafa spilað eina mínútu með Gareth Parry! En hjá Liverpool gat náttúrulega varð hann að hafa Gareth Barry með sér. Tær snilld!

    Robbie Keane skoraði 5 mörk í deildinni fyrir jól með Liverpool, sem er meira en Suarez gerði fyrir jól núna t.d. Salan á honum var forkastanlega rugluð, og það furðulegasta sem Rafa hefur gert á sínum ferli. Að sjálfsögðu á Robbie Keane að fá lengri tíma.

  72. Frábært innlegg hjá Kristjáni Atla.

    Mikið væri stórkostlegt að hafa Rafa eða einhvern á svipuðum kaliber og með traust bakland. Næga fjármuni til að versla sterka leikmenn og púsla saman heimsklassaliði.

    Krossa fingur fyrir góðum fréttum á næstunni!!

  73. Halli (#85) – þú snýrð út úr orðum mínum. Þú segir að Rafa-menn geti aldrei viðurkennt að hann hafi gert mistök? Það sagði ég aldrei og ég m.a.s. sagði að hann hefði átt flopp, taldi þau upp og allt. Bara ekki eins mörg flopp og menn vilja meina.

    Svo varðandi Keane. Sumarið 2008 var tekin ákvörðun um að selja Alonso og fá í staðinn Barry og Keane. Breyta taktík liðsins, þar sem Barry átti að vera vinstra megin við Maschearno, Gerrard hægra megin við hann og Keane og Kuyt sitt hvorum megin við Torres að öllu eðlilegu. Barry vinstra megin, Keane vinstra megin. Þess í stað varð ekkert af Barry-sölunni (örfættur miðjumaður) og það hafði þau áhrif að Gerrard hélt áfram að spila í ‘holunni’ fyrir framan Mascherano og Lucas og Keane var látinn spila í tveggja manna framlínu með Torres, sem hentaði hvorugum þeirra.

    Þetta snerist ekkert um það að Keane þarfnaðist nákvæmlega Barry eins og þeir væru e-r perluvinir. Þú snýrð út úr með því að halda því fram. Þetta snerist um að Rafa var með mjög skýrar hugmyndir um taktíkina en var svikinn um Barry-kaupin (þökk sé Rick Parry, aðallega, en líka Gillett og Hicks sem buðu 16m í hann þegar Villa vildu 18 – nánasir) og fyrir vikið varð hann að sleppa breytingunum og aðlaga Keane að kerfi sem hentaði honum ekki. Vinstrisinnaði miðjumaðurinn var lykilatriði að velgengni Keane.

    Og fyrir þá sem vilja meina að Keane hefði átt að fá meiri tíma hjá Liverpool, eigum við þá að rifja upp gengi Liverpool frá febrúar-maí 2009 eða eftir að Keane var seldur aftur?

  74. #76 AMEN!!!! Hef aldrei verið jafn sammála neinu sem hefur verið skrifað á internetinu.

  75. Sæll! komment númer #76 er eins og köld vatnsgusa framan í komment númer #40 (sem 42 manns eru búnir að þumla upp as we speak..), Djöfull er ég sammála þér Kristján !

    BRING RAFA BACK

  76. Af því að við erum farnir að tala um fyrsta valkost í leikmannamálum þá voru til að mynda, Jose Enrique, Stewart Downing, Andy Carroll og Coates ekki fyrstu valkostir heldur… Við værum með Clichy, Ashley Young, Llorente og Phil Jones ef við tölum um fyrstu valkosti…

  77. 76 :

    Pennant seldur með gróða? Keane seldur á sama verði og hann var keyptur á?

    Alveg viss um það KAR?

    Annars er augljóst að erfitt er fyrir þig að sjá annað en að Benitez sé bestur.

    Ég ætla bara leyfa mér að vera hjartanlega ósammála þér.

    Liverpool á að horfa til framtíðar, ekki fortíðar.

    Benitez fékk 6 ár, vann Meistaradeildina á fyrsta ári og enska bikarinn á öðru ári. Síðan ekki söguna meir (jú, reyndar Góðgerðarskjöldinn 2006), en já, endilega kennum öllum öðrum um en honum. Þetta er í alvöru orðið þreytt.

  78. Eg væri mjög til í að vita hvort comolli hætti sjalfur eda var rekinn. Annars stend eg fastur a mínu sem eg hef sagt ykkut i svona 2-3 àr sem er það að það vantar 2-3-4 ALVÖRU LEIKMENN til félagsins pg þà er eg ekki að tala um 10 milljón punda kalla heldur 25-35 milljón punda leikmenn. Það vantar meiri gæði í liðið og það skiptir ekki máli hver tekur starf comolli eda hver verður framkvæmdastjóri à næsta seasoni þetta er undir eigendunum að stóru leyti komið hversu miklu þeir tíma að eyða í leikmenn í sumar. Manskapurinn í dag er bara ekkert betri en fyrir àri síðan við seljum td Meireles og fàum Adam þar er ekki verið að fà betri leikmann i staðinn fyrir þann sem fór. Liði í dag er ekkert betra en 5-6 sæti að mínu mati ef það spilar à sinni bestu getu en er augljoslega vel undir getu i 8-9 sæti. Það vantar ekki marga leikmenn heldur 3-4 alvöru kalla og þà er eg ekki að tala um Adam og Downing klassa heldur 1-2 klössum betri leikmenn. Nenni heldur ekki að hlusta a það að við getum ekki fengið bestu leikmennina því við höfum ekki meistaradeildina ad bjóða, við vitum allir að það er kjaftæði sjàum bara city sem fékk risanöfn àn meistaradeildarbolta. Flestum knattspyrnumönnum er sennilega skítsama hvort þeir spili í meistaradeildinni eða ekki þeir hugsa bara um peninga hvort sem er. Ef það a að kaupa 3-4-5 leikmenn i sumar sem kosta a bilinu 10-15 milljónir punda þa mun það ekki duga til að taka 3-4 sæti um það er eg sannfærður. Það þarf meiri gæði en það og kaupa 3-4 alvöru leikmenn og þeir leikmenn kosta meira en 10-15 kúlur þótt auðvitað se einstaka sinnum hægt að vera heppinn og fà fràbæran leikmann a 10 milljónir. Það kostar peninga að eiga lið í fremstu röð og það ættu Henry og félagar að vita og þeir ættu líka að vita að þeir geta fengið hvaða leikmann sem er til Liverpool ef þeir týma að borga alvöru verð fyrir gæði og i framhaldi af því laun i hærri kantinum. Til þess að sjà meistaradeildarbolta a anfield þarf að kaupa fàa en mjög góða leikmenn ef þeir vilja komast í meistaradeildina annars er þetta lið okkar bara að fara valsa þarna í 5-7 sæti held ég. Eg vil sja risann sem félagið okkar er vakna núna, landa FA bikarnum og sja Henry. sýna risametnað í sumar og sýna öllum. að hann ætlar með liðið í. fremstu röð

  79. Ég held að menn séu að gleyma einu með Keane og Benitez. Trendið var yfirleitt þannig að Keane skoraði í einum leik (jafnvel tvö) og var kominn á bekkinn í næsta leik. Hvernig á framherji að ná stöðugleika undir slíkri stjórn?

    Ef hann gat ekki látið Keane skora útaf því að það vantaði einn mann, þá er hægt að setja spurningamerki við hæfni hans sem stjóra.

    Benitez er góður stjóri, hann hefur sýnt það. En hann er líka fýlupúki eins og hann hefur svo sannarlega sýnt líka.

    Ég held að þið Liverpool menn ættuð að líta í aðra átt eftir nýjum þjálfara en Benitez, auðveldlega hægt að telja upp 10 menn framyfir hann sem eru hæfari, en kannski spurning hvort þeir kostir séu raunhæfir…

  80. Djöfull er ég þreittur á þessari Rafa þvælu alltaf aftur og aftur , liðið spilaði ömurlegan fótbolta þegar Rafa var stjóri og það yrði alger skelfing að mínu mati að fá hann og alls ekki gæfuskref til framtíðar fyrir klúbbinn. Það er fullt til af metnaðarfullum skemmtilegum þjálfurum sem hefðu klárlega áhuga á að þjálfa þetta dásamlega knattspyrnufélag sem okkar ástkæri klúbbur er og gætu komið því aftur í fremstu röð bæði í Englandi og á heimsvísu !!

  81. rekinn frá liverpool – rekinn frá inter – hefur ekki fengið vinnu síðan – frábær ferill …. afhverju er þetta fyrsti valkostur hjá svona mörgum aðdáendum ?

  82. Haha þið eruð nú meiri Rafa lovers and haters hverjum er ekki sama hann var góður að mörgu leiti og slæmur að mörgu leiti og ég leifi mér að efast um að hann sé að fara taka við liðinnu….og það sem ég held að sé í gangi er að eigendur liðsinns hafa verið að rannsaka allt starfið hjá klúbbnum og sé nú að losa sig við rotinn epli

  83. Eitt með þetta Rafa mál sem þið dýrkendur hans getið kannski svarað.
    Hvers vegna tók hann þá ákvörðun að fara í samningaviðræður á miðju tímabili þegar liðið var í bullandi toppbaráttu og gátu orðið enskir meistarar. Leið og þetta gerðist fór allt í fokk og liðið tapaði stigum. Þið voru væntanlega ánægðir með stigametið og 2 sætið?
    Annað með Rafa, hvers vegna gat hann ekki stjórnað Inter ef hann var svona góður stjóri? Inter sem voru ríkjandi ítalíu,bikar og CL meistara. Gátu samt ekkert undir hans stjórn.

    Rafa gerði margt gott fyrir klúbbinn og annað ekki jafnvel. Menn hljóta að geta horft fram á veginn og séð einhverja aðra stjóra en Rafa. Ég sé Rafa ekki koma til baka og stjórna Liverpool. Ég sé það sem skref aftur til fortíðar. En það er mín skoðun og ég veit að stjórendur þessara síðu sjá ekki sólina fyrir þessum manni 😉

  84. Manni finnst nokkuð ljóst að fyrst þeir fara þrír sama daginn (og dagurinn ekki búinn), þá eru þeir ekki að fara út af persónulegum ástæðum.

    Ég held að þetta sé bara statement frá klúbbnum, og held að tímasetningin sé líka engin tilviljun. Þetta eru skilaboð til leikmanna: “ef þið standið ykkur ekki í næsta leik, þá verður ykkur skipt út”. Og sjálfsagt til Dalglish líka.

  85. loksins eitthvað að gerast sem sýnir að klúbburinn sé ekki KFUM klúbbur. Það á að fara alla leið og taka stjóran næst. Hann hefur tekið ábyrgð á þessum velheppnuðu kaupum hjá okkur, auk þess er hann búinn að fá nokkra mánuði til að laga dæmið en því miður hefur honum ekki tekist það og er reyndar langt frá því. Fá hinn” eina útvalda! til að taka við rífa þetta upp,,,,koma svo..

  86. Kristján Atli þú getur ekki alvörunni haldið því fram að Robbie Keane hafi ekki getað virkað hjá Liverpool útaf því að Gareth Barry var ekki keyptur til að spila vinsta megin á miðjunni fyrir aftan hann. Í alvöru talað ekki vera með svona steypu. Robbie Keane var á þessum tíma frábær leikmaður sem hafði spilað á vængjunum, í holunni og sem fremsti maður fyrir Spurs og staðið sig frábærlega. Mér er alveg sama um eitthvað leikkerfi sem Rafa var með í huga. Auðvitað gat hann stillt liðinu upp á allan mögulegan máta í kringum Robbie Keane og Fernando Torres þó svo að Gareth Barry, sem hefur aldrei spilað með Robbie Keane, hafi ekki verið keyptur.

    Fyndið svo að þú viljir tala um árangurinn eftir að Robbie Keane var seldur máli þínu til stuðnings. Þú manst greinilega ekki hvernig ástandið var. Robbie Keane átti frábæra jólatörn, en af einhverjum óskljanlegum ástæðum var hann tekinn úr liðinu og spilaði nánast ekkert í janúar, sem endaði svo með sölunni til Spurs. Um áramótin voru Liverpool á toppnum, en örfáum vikum síðar voru við lentir 10 stigum á eftir Manutd, og enduðum svo á að tapa titilbaráttunni.

    Í alvöru Kristján Atli, þú hlýtur að geta viðurkennt að salan Robbie Keane var stórfurðuleg. Ef ekki þá ertu blindari Rafa stuðningsmaður en ég hélt. Keane skoraði 5 mörk í deildinni á þessum 4 mánuðum, og 7 mörk í heildina. Það er bara síður en svo óásættanlegt hjá leikmanni sem er að stíga sín fyrstu skref með stóru liði. Að sjálfsögðu átti hann að fá meiri tíma, það sjá það allir.

  87. Sögur segja að ef maður lemur meðlim FSG í punginn eru meiri líkur en minni að maður handleggsbrotni

  88. Sælir félagar

    Ég er einn af þeim sem gæti hugsað mér Rafa aftur á Anfield. Það breytir því erkki að meðferð hans á Robbie Keane var stórfurðuleg og í reynd óskiljanleg. Undir leka af því tagi yrði að setja ef hann kæmi aftur. Hagsmunir liðsins eiga alltaf að vera meiri en eins manns. Hinsvegar eru ´túrsnúningar á málflutningi KAR ömurlegir aflestrar.

    Hvað brotthvarf markmannsþjálfarans varðar þá er ég mjög ánægður með það. Ég kenni honum alfarið um hvað Reina hefur sett niður í frammistöðu á þessarri leiktíð. En sem sagt allt að gerast og bara alltaf jafn gaman að vera púllari.

    Það er nú þannig

    YNWA

  89. Aðeins varðandi #76

    “fór hálfu ári seinna fyrir sama fé og við keyptum hann á (nefnið annan þjálfara sem hefði haft hreðjar í þá ákvörðun og náð að selja hann á svona góðu verði burt aftur)”

    Well hvernig væri að lesa sig aðeins til?

    LFC keypti Robbie Keane fyrir 19 milljón punda skv. Wiki og LFC history. 1,3 milljón pund áttu að bætast við þá upphæð, árangurstengt. Við seldum hann til baka til Spurs á 12 milljón pund með samning upp á 4 milljón “adds on”. Spurs losuðu sig við hann áður en kom að því að greiða nokkurt “adds on” svo tapið á Keane var 7 milljón pund á 6 mánuðum. Gríðarmikið tap að mínu mati og það vitlausasta af öllu var tímasetningin á sölunni. Þó Keane hafi ekki staðið undir væntingum, þá gæti þessi sala hafa kostað okkur titilinn þetta ár, vegna þess að Ngog var eini framherjinn til að leysa hinn símeidda Torres af hólmi og brást Ngog í flest öll skiptin sem hann fékk tækifæri í byrjunarliðinu. Hefðum verið mun betur settir með Keane en Ngog.

    Ég hreinlega veit ekki hvað hægt er að segja um þá hugmynd að Keane hafi floppað vegna þess að Barry kom ekki. Var hann eitthvað verr settur með Alonso fyrir aftan sig (sem var að spila sitt besta tímabil). Veðjaði Rafa einfaldlega ekki á rangan hest?

    Og aftur vitna ég í glórulaus ummæli KAR í #76
    “Pennant (seldur m. gróða) og svo endalaust fokking framvegis.”

    Skv. wiki kostaði Pennant okkur 6.7 milljónir plús 1,3 í “adds on”. Hann yfirgaf okkur, samningslaus 3 árum seinna. “subsequently became a free agent when his contract expired on 1 July 2009”.

    Hvernig reiknast gróðinn?

    Merkilegt þykir mér líka hvernig menn geta endalaust varið kaupin á Aquilani. Svona í ljósi þess að okkur voru boðnir menn eins og Van der Waart, Schneider, Robben ofl. upp í kaupin. Þó Roma hafi skuldað okkur einhverjar greiðslur af Riise þá fóru 60% af Alonso peningnum eða uþb. 17 milljón pund til þess að kaupa þennan meidda Ítala (og það var vitað að hann var meiddur þegar kaupin voru framkvæmd). Rafa verður ekki fríaður allri ábyrgð varðandi þennan glórulausa díl. Nógu mikið hafa menn gubbað hérna á kaup eins og Konschesky og Poulsen (báðir fengnir sem ódýrir kostir sökum fjársveltis). Samt má afsaka mörg af floppum Rafa sökum fjársveltis?

    Vissulega gerði RB nokkur frábær kaup, það má hann eiga.

  90. Annað sem mér finnst merkilegt er að tala um þetta blessaða season hjá Reina. Það er talað um hann eins og einhvern skúrk á tímum. Reina hefur vissulega ekki verið sami gamli Reina sem menn bera hann saman við. En það er ekki svo langt síðan að við vorum búnir að fá á okkur fæst mörkin í deildinni og allt leit svo sem vel út. En síðan kom þessi hræðileg kafli sem búin er að standa allt of lengi, og þrátt fyrir mikla reynslu þá held ég að það sé bara eðlilegt að menn detti niður á sama plan. Það má nefna mörg dæmi um slíkt t.d. hjá Van der Sar. En Reina er hreinlega leikmaður á þeim caliber að hann mun alltaf standa fyrir sínu.

    Þetta er nú reyndar farið að líta út þannig að það skuli endurnýja mikið og breyta vinnu umhverfi Dalglish og co. Vonandi er það nóg.

  91. Haha þvílík moneyball sala á Masc!

    Keyptur á 18,6 milljónir
    Seldur á 17,25 milljónir

    Það er nú meira bullið að lesa þetta!

  92. #98 Fuglinn

    Það er akkúrat engin orsakatengsl á milli þess að Rafa hóf samningaviðræður og hvernig gengi liðsins hrundi í kjölfarið. Nákvæmlega ekkert. Menn byrja samningaviðræður hvenær sem er, en það kemur aldrei í veg fyrir að menn vinni vinnuna sína. Þú og félagi þinn Júlli, sem er á sömu skoðun, ef mig misminnir ekki, látið eins og að menn hætti bara að sinna vinnunni sinni þegar þeir standa í samningaviðræðum. Svo er alls ekki.

    Eðli samningaviðræðna eru einmitt þannig gerðar í þessum heimi, að þjálfarar geti haldið áfram að einbeita sér að vinnunni sinni, og umboðsmenn hans sjá um að standa í sjálfum samningaviðræðunum.

    Sama gildir um leikmenn. Þeir sitja ekki sjálfir fyrir framan peningakarlanna við hringborðið, skrifa tölu á blað, snúa því á hvolf og senda áfram. Nei, þvert á móti þá mæta þeir á allar æfingar á hverjum degi, alla daga, og mæta í leiki. Allt gert svo að menn geti unnið sitt starf án þess að láta utanaðkomandi hluti trufla sig við það.

    Með þessum rökum þínum þá væri aldrei hentugur tími til þess að standa í samningaviðræðum því það myndi alltaf trufla eitthvað. Ef ekki á miðju tímabili, þá tæki það tíma frá undirbúningstímabilinu sem myndi óhjákvæmilega verða til þess að tímabilið sjálft yrði ónýtt. Ekki má heldur gera þetta í júní, því þá eiga menn að vera að skoða leikmannamarkaðinn og allt annað myndi óhjákvæmilega leiða til þess að félagið keypti verri leikmenn en ella.

    Það er heldur ekkert samasem merki á milli þess að Rafa sé ekki með vinnu og að hann sé lélegur stjóri. Hann var látinn fara frá Liverpool vegna þess að við höfðum asnalegustu eigendur allra tíma sem stjórnendur. Og já, hans tími var líka búinn hjá félaginu. Hann hélst ekki lengi í starfi hjá Inter því enginn maður getur unnið með Moratti, eiganda félagsins. Mourinho var til að mynda fljótur að hlaupa frá félaginu þegar tækifæri gafst. Rafa erfði svo félagið eftir hann, stútfullt af reynslumiklum en gömlum leikmönnum sem voru hreinlega búnir á því. Saddir sinna knattspyrnulífdaga.

    Enda hefur Inter verið í ruglinu síðan Mourinho hætti með þá. Enginn með réttu viti myndi reyna að halda því fram að það væri Rafa að kenna.

    Og lái honum hver sem vill, að hann vilji vanda sig töluvert betur við að velja næsta félag til að stýra, eftir hans reynslu af slæmum eigendum.

    Ég spyr bara eins og KAR – er þetta í alvörunni enn einn helvítis þráðurinn þar sem við tölum um Rafa? Díses maður, þetta er jafnþreytt umræða og að Liverpool sé sigursælasta félag Englands út af einhverjum titlum sem það vann fyrir mörgum áratugum síðan á síðustu öld!

    Homer

  93. Amen við #76.

    Og við þá sem virðast ekki skilja þær aðstæður sem hann vann við síðustu tvö ár sín á Anfield – þá var honum boðin hlaupabretti til að bæta þá leikmenn sem til staðar voru í stað meiri peninga í leikmannakaup.

    Það er enginn að segja að Rafa hafi ekki gert neitt rangt – hann er ekki yfir gagnrýni hafinn frekar en aðrir. En þær aðstæður sem hann vann við voru fáránlegar. Legg til að sem flestir lesi Epic Swindle.

    Og til #95 – ömurlegan fótbolta undir Rafa ? Horfðir þú ekki á fótbolta fyrr en á síðasta tímabilinu hans ? Jahérna, ekki er nú öll vitleysan eins. Meira að segja það hörmunartímabil hefur verið mun betra en það sem við höfum þurft að horfa uppá s.l 2 ár eða svo.

  94. Verð aðeins að draga til baka varðandi það sem ég sagði í #109 varðandi söluna á Keane. Minnið brást mér aðeins, það var tímabilið eftir sem Ngog leysti Torres af. Torres hélst merkileg heill vorið 2009(og Ngog spilaði fáa leiki). Gengið í deildinni vorið 2009 var með besta móti, þrátt fyrir 2 jafntefli og 2 töp, einnig vorum við slegnir út í meistaradeildinni og FA cup eftir að Keane var seldur.

    Engu að síður stend ég við það liðið mátt alls ekki við neinni blóðtöku á þessu tímabili, og þrátt fyrir að margt jákvætt hafi verið í gangi þá enduðum við tómhentir og eru ekki allir að tala um að það sé silfrið sem telji?

  95. Það er rétt að Pennant fór á frjálsri sölu. Mig misminnti. Og að Mascherano var seldur með 1m tapi. Mig misminnti.

    Breytir það einhverju um rök mín? Það myndi ég ekki halda. En ykkur er frjálst að afskrifa allt sem ég sagði af því að mig misminnti tvö lítil atriði.

    Annars nenni ég Rafa-umræðunni ekki lengur. Færslan snýst ekki um hann, heldur. Langur dagur að kveldi kominn og podcast-þátturinn er kominn inn. Hann er 90 mínútur, við tókum hann upp rétt áðan og ég gekk frá honum og var að setja hann í loftið. Á meðan þið voruð að fletta upp verðinu á Mascherano.

    Að lokum legg ég til að Everton verði lagt í rúst á laugardag!

  96. Sammála tillögunni í #115. Má ég bæta við tillögu þess efnis að uppfæra “næsta leik” hægra megin á síðunni?

  97. 115 :

    Sumir eru bara ósammála þér, lítið við því að segja.

    Algjör óþarfi að vera eitthvað pirraður út í okkur, hamra einhvern reiðipistil hérna í athugasemdum og segja svo að pistillinn snúist ekki um Benitez.

    Sumir okkar viljum ekki sjá Benitez aftur, face it.

  98. Það er svolítið skrítið varðandi þessa Benitez umræðu og þá vörn sem er haldinn honum til heiðurs að hann hafi þurft að díla við peningaleysi og ömurlega eigendur. Það sama var upp á teningnum með Roy Hodgson en hann fékk akkúrat ekkert svigrúm af hálfu stuðningsmanna þrátt fyrir sömu aðstæður, ekki neitt! Var í rauninni tekinn strax af lífi úti á torgi fyrir framan alla….

    Annars að fréttum dagsins, ef það er verið að taka til og Comolli rekinn vegna lélegra kaupa. Er þá fjöldaútsala framundan hjá ykkur í sumar? Þessir leikmenn verða allavega ekki betri þótt hann sé farinn… eða maður myndi ætla það:S

  99. Er virkilega verið að ræða sölur og kaup Rafa Benitez á þessum þræði?????
    Seriously??

  100. Rafa keypti fyrir 232 og seldi fyrir 168, finnst mönnum það mikil eyðsla á sex árum hjá LFC, þá eru menn á villigötum, sirka 10 milljonir punda ad medalltali á ári

  101. Ja…hérna dúdda mía… Bara læti tveim dögum fyrir mikilvægasta leik tímabilsins! Er ekki alveg að fatta tímasetninguna. Þar sem greinilega ekki nokkur einasti kjaftur átti von á þessu þá hefði FSG verið í lófa lagt að fresta þessum brottrekstrum fram yfir helgi. En hér er einhver úthugsuð sálfræði í gangi sem erfitt er að koma auga á! Getur verið að Comolli hafi ekki verið tilbúinn til að bíða og þess vegna fór skriðan af stað. En hvað veit maður!

    Ef King Kenny er á leiðinni út og Rafa kæmi heim þá verð ég fyrstur manna til að fagna. En mér finnst ólíklegt að ný Rafalution sé í bígerð. EF FSG… og þetta er stórt EF, ætla að skipta um Stjóra þá eru þeir mjög líklega núþegar komnir með hann. Hann bara bíður á hliðarlínunni! Mér segir svo hugur að svo sé og að það val eigi eftir að koma öllum í opna skjöldu! Ég held að Dalglish sé á útleið og þá skiptir ekki máli hvernig fer í FA Cup. Það á að gefa honum tækifærið á því að taka þennan titil en hann er ekki að taka aðra leiktíð hjá Liverpool FC. Það er mín spá.

    Koma svo á Laugardaginn…. Þrisvar á Wembley með Kónginum væri nú alveg Magnað. 🙂

    YNWA

  102. Eins og þið allir eða öll ættuð að sjá, gaf Tom Werner það út í dag, að King Kenny fengi fullan stuðning frá þeim, þá spyr ég nú bara…. Hversu oft höfum við séð menn koma með svona yfirlýsingar, og svo líður ekki um langt þangað til að maðurinn er rekinn, AVB fékk tildæmis að mig minnir, mikið hrós og lof frá Roman, þar sem hann sagðist ætla að gefa AVB tíma því hann væri ungur og enn að hreinsa til, og ætlaði að leyfa honum að klára samninginn, en svo leið ekki á löngu þangað til AVB var farinn að sóla sig í Portugal á ný, að monta sig á að vera kominn með númerið hjá Massimo Moratti (forseta Inter Milan) eða eitthvað álíka… Þetta gerist það hratt að þið takið ekki einusinni eftir því, hvað þá þegar á við um ”The Liverpool Way” þar sem allt gerist bakvið tjöldin og ekki einusinni flugan á veggnum getur skilið og komið til fjölmiðla, enginn bjóst við þessari hreinsun í dag og ekkert lá í loftinu, þar til sprengjan sprakk og Comolli, Brukner, markmannsþjálfarinn og lögfræðingurinn eru allt í einu orðin atvinnulaus… Ég segi það einusinni enn, mér finnst þetta vera stór vísbending á eitthvað nýtt og stórt muni koma til með að verða í lok tímabils, eða þessvegna eftir Neverton leikinn þar sem ég finn á mér að KD verði rekinn.

    Hastalavista Pungsi…

  103. KK á klárlega skilið að fá meira en eitt tímabil. Minni á að Fergie endaði sitt fyrsta tímabil með djöflana í 11. sæti og margir vildu hann burt.

  104. Ég efast um að það sé búið að taka ákvörðun hvort Dalglish verði áfram eða ei.Leikurinn á laugardaginn ræður miklu um framtíð Dalglish og ef leikmennirnir vilja hann áfram þá vinna þeir leikinn svo einfalt er það.Persónulega vona ég að við vinnum leikinn og kallinn verði áfram.Ekki viljum við fara í sama farsa og chel$kí.Y.N.W.A

  105. eru allir búnir að gleyma hvernig rafa var þegar liverpool skoraði ? það var eins og honum gæti ekki verið meira sama. Keane fékk bara 60 mín. í leik en skoraði meira en suarez og þegar hann skoraði var hann settur á bekkinn og þannig var það líka með Crouch… ég gleymi aldrei hvað ég átti erfitt með að skilja það.
    Suarez skoraði 4 af 5 mörkum sínum frá upphafi tímabils þar til í febrúar í fyrstu 7 leikjunum. og svo ef þið spáið í það þá fór okkur ekki að ganga hræðilega illa fyrr en hann kom aftur úr banninu….. ( svo annað ! í þessari svaðalegri tapleikjahrinu hefur charlie adam verið meiddur mestallan tímann, eftir arsenal tapleikinn hrundi allt segja flestir, og adam hefur bara spilað í 113 mín í 2 leikjum samtals þannig að hann á varla sökina á þessu illa gengi okkar liðs)
    og svo annað !!! munum hvað allir hötuðu lucas en hvernig er það i dag ? þetta mun kannski eiga við fleiri eftir 1 til 2 ár… það er ekki hægt að segja að þetta eigi ekki eftir að virka eftir einhver ár… er ekki verið að segja að scum vinni þetta á reynsluni ? erum við með reynslu ? nei, en hún á eftir að koma…
    tökum 2 bikara í ár og náum að komast í meistaradeildina að ári….

  106. Ég er því miður ekki á hraðasta internetinu í bænum þessi dægrin og lét því vera að gera tilraun til að hala niður podcast þættinum að sinni. Það má því vel vera að einhverjir þeir punktar og þær spurningar sem ég kem hef hafi verið svarað þar.

    Áður en lengra er haldið ætla ég þó að lýsa undrum minni á þeim sem eru að tækla Benitez tímann enn og aftur. Held að öllum sé það ljóst að brotthvarf Comolli og hinna hafi ekkert með Rafa Benitez að gera, hvorki fortíða hans né framtíð.

    En aftur að efni dagsins. Comolli farinn. Margir voru til að lýsa yfir ánægju sinni með komu hans á sínum tíma enda átti hann að hafa verið maðurinn sem fann flesta þá leikmenn sem eru að gera góða hluti fyrir Tottenham í dag, s.s. Modric og Bale. Þetta bendir til þess að menn hafi álitið hann vera góðan í því að finna menn. Nú þegar hann er rekinn (held að allar aðrar ástæður séu fjarstæðukenndar eftir brotthvarf hinna úr starfi) kemur hins vegar í ljós að það var Kenny sem vildi fá þessa tilteknu menn til félagsins.
    Starf Comolli ætti skv. þessu að felast í því að hlusta á Kenny og framkvæma með sem bestum árangri (þá væntanlega fjárhagslegum). Þetta tel ég ekki standast skoðun. Hjá hvaða félagsliði hefur Director of Football séð um sjálf leikmannakaupin? Þetta eru oftar en ekki fyrrverandi leikmenn (Mijatovic hjá Real, Bettega hjá Juve) sem hafa ekki þá þekkingu sem til þarf að ganga frá kaupum á leikmönnum. Slíkt ferli er flókið og því er það í höndum framkvæmdastjóra félaganna (ath. ekki knattspyrnustjóra) sjálfra að gera þetta. Einn illræmdur úr heimi knattspyrnunnar er sennilega Luciano Moggi. Þrátt fyrir hneykslið sem skók Juve um miðjan síðasta áratug og varð til þess að Moggi fékk hvorutveggja bann frá knattspyrnu og fangelsisdóm var hann þekktur fyrir að vera gríðarlega góður samningamaður og fá leikmenn á góðu verði (og lágum launum).

    Hvert var þá eiginlegt hlutverk Comolli? Vissulega hefur maðurinn lögfræðigráðu og því líkast til hæfari en fyrrnefndir DoF til að sinna sjálfum kaupunum á leikmönnum. En, hann var líka knattspyrnuþjálfari og njósnari (e. scout) á sínum yngri árum í franskri knattspyrnu. Þetta þykir mér eindregið benda til þess að hans hlutverk hafi verið að finna þá menn sem Kenny vildi. Með því á ég við að Kenny bað líklegast um ungan breskan miðjumann, eða vinstri kantmann á sama tíma og það vantaði enska leikmenn í liðið vegna reglubreytinga.

    Mér þykir ummæli Kenny í dag benda til þess að hann sé að taka pressuna af leikmönnunum. Hann kemur ekki fram og segir „Ég fékk engu ráðið um þessi kaup, þau voru á hendi Comolli.“ Með því væri hann að gefa í skyn að leikmennirnir hefðu ekki staðið sig, sem er auðvitað augljóst, en væri glæpsamlegt að viðurkenna rétt fyrir einn mikilvægasta leik tímabilsins.

    Svo að ég dragi þetta saman. Comolli var gert að finna ákveðnar týpur af leikmönnum og það besta sem hann fann voru Adam, Henderson, Downing o.s.frv. sem einfaldlega hafa ekki staðið sig. Því var hann látinn taka pokan sinn.

    Um hina sem nú hverfa á braut er vandséðara hverjar ástæðurnar þar að baki séu. Vissulega hefur markmannsþjálfaranum verið legið það á hálsi að vera af gamla skólanum og Reina hefur hreint ekki litið út fyrir að vera í sama klassa og fyrri tímabil. Gagnrýni á þennan þjálfara kom fram hér hjá SSteini ef ég man rétt fyrir ekki svo löngu síðan þannig að eitthvað hefur verið að krauma þar undir.

    Varðandi þrekþjálfarann og lögfræðinginn get ég lítið tjáð mig en spyr þá sem hafa aðgang að RAWK og öðrum góðum síðum hvort að eitthvað hafi kvissast út um raunverulegar ástæður fyrir brotthvarfi þeirra.

    Allt að einu er tímasetningin á þessu stórundarleg og gerir leikinn um helgina nokkuð stærri fyrir vikið. Það er komin smá auka pressa sem leikmenn geta annað hvort notað og stigið upp ellegar sett hökuna niður í bringu. Undanfarið hefur það virst sem að félagið sé að tækla sín mál innanhús og lítið hefur borist í fjölmiðla. Eflaust voru þessar uppsagnir óhjákvæmilegar en tímasetningin er slæm og báturinn er byrjaður að rugga óþarflega mikið aftur.

  107. Ummæli #76 björguðu geðheilsu minni eftir að hafa byrjað að lesa þennan helvítis þráð, Takk fyrir það Kristján Atli, I owe you one.

    Legg einnig til að ummæli #76 verði sett í stjórnarskrá og samþykkt sem lög. Með þessari lögsetningu yrðu allir LFC aðdáendur að samþykkja annars leyta sér að öðru félagi til að styðja í framtíðinni.

    Mitt fyrsta verk á morgun verður að fara og kaupa löggildann skjalapappír og prenta “UMMÆLI#76” (Eins og þau verða töluð um meðal greindra LFC stuðningsmanna á komandi árum og allir vita hvað er verið að tala um.) prenta þau út og ramma fyrir ofan tölvuskjáinn.

    Svo að lokum verð ég að segja að mér gæti ekki verið meira um brotthvarf Commoli. Var alltaf efins eftir að hann var ráðinn, fannst skrítið að ráða mann sem “fór” frá bæði Arsenal og Tottenham. Fínt að láta menn vita að það eru kröfur hjá þessum klúbbi.

  108. Það er nú eitt sem mér finnst magnað hjá sumum Liverpool mönnum þegar þið eruð að reyna að finna út hversu slappur stjóri Benitez er/var. Þá eru tekin saman kaup á leikmönnum sem ekki heppnuðust og sagt að hann sé alveg glataður. Í mínum huga þá voru flest kaupin sem ekki heppnuðust menn sem kannski var ekkert búist við að yrðu einhverjar stórstjörnur.
    Menn mega svo endilega láta mig vita um einhvern stjóra í heiminum sem hefur ekki átt léleg kaup. Ég man allaveganna ekki eftir einum einasta stjóra sem hittir alltaf á það.
    Er kannski einum of hlutdrægur þar sem ég hef alltaf haft soft spot fyrir Benna frá því hann var að berjast við liðið mitt á Spáni. Í mínum huga þá er hann einn af betri þjálfurum heimsins í dag.

  109. “Dutch legend Johan Cruyff, who splits his time between Ajax and Mexican side Chivas, and Louis van Gaal have been mooted as potential replacements [fyrir Comolli].”

    Okei…

  110. Benitez var sennilega eini maðurinn á jarðkringlunni sem hafði trú á lucas og lét hann spila leik eftir leik á meðann við hinir hraunuðum yfir hann.. nú væla allir yfir að ástæða gengis liverpool núna er vegna að lucas er meiddur.og hann er ómissandi fyrir liðið okkar .. komm on.. maðurinn á skilið stórt kredit

  111. Spurning um að vera rolegir með að kaupa sögur um að Johan Cruyff sé á leiðinni.

    Ætla menn í alvörunni að trúa því að sömu blöðin og höfðu ekki minnstu hugmynd um að það ætti að reka stóran part af yfirstjórn klúbbsins, hafi nokkrum klukkutímum síðar aðgang að trúnaðarupplýsingum um hvern er verið að skoða til að koma í staðinn fyrir Comolli?

    0

  112. Þórir Hrafn 140# BBC og Sky sports eru ekki einhver blöð, en þar hefur þetta komið fram um Cruyff! Það eru töluvert áreiðanlegri miðlar en t.d The Sun og fleiri. Ekki það að mér finnist það líklegt að Cruyff komi..

  113. Steini Þorra, þú hefur brotið eina af helstu reglum Liverpool Football Club, þú nefndir einhvern djöfulsins sora á nafn, mér ofbýðst að sjá þetta og vill þetta fjarlægt, STRAX !

  114. kanarnir eru aldrei nokkurntímann að fara reka dalglish… það gerist ekki!!

    þeir gefa sig út fyrir að hlusta á aðdáendurnar og þeir eru ekki að fara niðurlægja eina af hetjum liverpool… alveg sama hversu illa gengur hjá honum að þjálfa liðið þá fær hann klárlega að halda reisn sinni gagnvart öllum utanaðkomandi og hættir eftir sinn samning eða stígur til hliðar fyrir nýjum stjóra. Það er alveg klárt mál.

    kanarnir hafa sínt það að þeir eru snillingar þegar kemur að fjölmiðlum og þeir eru kárlega ekki að fara gera neina vitleysu þar…… dalglish á fullt af stuðningsmönnum sem yrðu alveg vitlausir ef hann yrði rekinn….

  115. Kenny Dalglish could be moved upstairs to pave way for a new Liverpool manager!

  116. Eitt sem ég hef verið að spá í er það að Comolli er jú rekinn og fleiri þar á meðal markmannsþjálfari. Afhverju er markmannsþjálfari rekinn. Ég meina Dalglish hlýtur að hafa ýmislegt að segja um það, og þar með er hann á kafi í þeim ákvörðunum um það hver verður fyrir öxinni og hver ekki. Ég bara neita að trúa því að Dalglish sé ekki með öll völd þegar kemur að því hvaða þjálfarar eru í kringum hann.

    Þetta finnst mér bara koma fram sem mjög sterk traust yfirlýsing á Dalglish.

    Er sjálfur í “Benitez klíkunni” en ég verð samt að viðurkenna það að það yriði ekkert sætara en að sjá Dalglish koma okkur á toppinn aftur. Þó ég þurfi þá að éta ótrúlega mikið ofan í mig (en maður er svo sem vanur því, haldandi með þessu liði(

Stórir dagar…

Kop.is Podcast #18