Aston Villa á morgun

Mikið lifandis skelfingar ósköp er nú erfitt að mótivera sig fyrir leikinn á morgun.  Ef ég á svona erfitt með það, hvernig skyldi leikmönnunum þá líða?  Jú, það er talsvert meira í húfi fyrir þá heldur en mig, eina sem í húfi er hjá mér er að taka við háðsglósum enn eina vikuna.  Fyrir þá?  Þeir hljóta að átta sig á því að þeir eru að spila upp á framtíð sína hjá Liverpool FC.  Þeir hreinlega geta ekki leyft sér það að vera með ræpu upp á hnakka endalaust og þeir verða að sýna fram á það að þeir hafi trú á verkefninu, og í rauninni trú á því að þeir eigi einhverja framtíð hjá félaginu.

Deildin er í mínum huga búin þetta tímabilið, það skiptir mig akkúrat engu máli hvort við endum í sjötta, sjöunda, áttunda eða níunda sæti.  Peningalega skiptir það ekki svo miklu máli heldur, eða eitthvað í kringum 500 þúsund pund pr. sæti.  Það sem máli skiptir er að halda sér í standi fyrir bikarinn, tímabilið mun ráðast hjá okkur þann 14. apríl.  Komumst við áfram í þeirri keppni og vinnum hana, þá er alveg hægt að gleðjast heilan helvítis helling, því ekki gleður deildarstaðan nokkurn mann.  Maður er engu að síður í þessum vítahring, ég er lítt mótiveraður fyrir morgundeginum, en það er ekki fræðilegur að ég sleppi leik með mínum mönnum, sama hvernig tíðar og sama hver staðan er, ég hætti ekki, ég mun ALDREI hætta að fylgjast með mínum mönnum og hvetja þá áfram hver sem fjarlægðin við þá er.

Þannig var það í síðasta leik, þannig verður það á morgun.  Þetta er fótbolti.  Fótbolti er mín ástríða og hún hverfur ekki svo auðveldlega, í rauninni sé ég ekki hvernig hún ætti nokkurn tíman að hverfa.  Ástríða mín á fótbolta er einmitt í gegnum Liverpool FC og ótrúlegt en satt, þá spila þeir leik á morgun.  Það er misjafnt hvernig menn taka á pirringi yfir gengi síns liðs, sumir vilja fá útrás á einhvern hátt, til að mynda á netinu.  Minn stíll er sá að ég nenni hreinlega ekki að ræða boltann, hvorki á netinu né in person.  En maður kemst ekki hjá því að þjóna lesendum og skella inn eins og einni upphitun.

Það góða við að mæta Aston Villa á morgun er að þeir eru búnir að vera næstum því jafn slakir og við undanfarið.  En það hefur svo sem ekki verið neitt suddalegt “rönn” á liðum eins og Wigan og QPR þegar við mættum þeim og ekki fengum við neinar jólagjafir frá þeim.  Villa eru hálf vængbrotnir, Bent er frá, Petrov er frá, N’Zogbia er frá og Dunn er frá.  Ég ætla ekkert að fara neitt frekar yfir lið þeirra.  Shay Given er í markinu hjá þeim og hann hefur átt allaveg helming allra stórleikja sinna gegn okkur.  Agbonlahor er einnig góður, bæði fljótur og hæfileikaríkur.  En það er vert að minnast á að Aston Villa hafa skorað færri mörk í deildinni en Liverpool, ekki á hverjum degi sem maður getur sett slíkt fram sem staðreynd.

Þá að okkar mönnum. Lucas, Agger, Johnson, Adam, Kelly og Robinson eru allir fjarri góðu gamni.  Nú vil ég að menn fái sénsinn á að sanna sig.  Ef Coates fær ekki að spila á morgun, þá er eitthvað að.  Ungur miðvörður sem hefur sýnt fína leiki, en vantar fyrst og fremst eitt, FLEIRI LEIKI.  Hvað er betra en að nota hann í svona leikjum þar sem lítið sem ekkert er undir og Agger meiddur?  Inn með hann ekki seinna en strax.  Restin velur sig sjálf, þó svo að ég yrði ekkert hoppandi hissa ef maður sæi Coates í miðverðinum og Carra í bakverðinum.  En nei, bæði Flanagan og Coates eiga að spila þennan leik.

Sama gildir um miðjuna, ég væri mikið til í að sjá Shelvey fá áfram tækifærið á miðjunni, ég meira að segja geng svo langt að segja að ég vilji hreinlega sjá þá Henderson og Shelvey saman inni á miðri miðjunni og Gerrard úti hægra megin.  Það væri draumur í dós, með Downing vinstra megin og þá Carroll og Suárez frammi.  En ég man ekki eftir að hafa fengið margar óskir uppfylltar í gegnum tíðina (fékk eina þann 25.05.2005) og því held ég að Spearing verði þarna áfram.  Ætli ég giski ekki bara á að þetta verði svona hjá Kenny:

Doni

Flanagan – Skrtel – Coates – Enrique

Henderson – Spearing – Gerrard – Downing

Carroll – Suárez

Ekki eins og ég vil hafa það, en líklega eins og Kenny vill hafa það.  En ég vil bara sjá góðan leik hjá okkar mönnum, ég vil sjá smá vilja, smá hungur, smá svona stapp í stálið til handa okkur stuðningsmönnunum.  Er ég að fara fram á mikið?  Það er allavega algjört lágmark að menn sýni smá áhuga og sama gegnir um þig King Kenny, sýndu það í verki að þú getir brugðist við aðstæðum.  Ef þetta lítur illa út í hálfleik eða eftir 50 mínútur, þá ÞARFTU að bregðast við.  Ég neita algjörlega að spá einhverju öðru en sigri, eigum við ekki bara að segja 2-0 sigur þar sem Suárez og Gerrard setja mörkin.

38 Comments

 1. Ég bíð spenntur eftir leiknum, ó já svona er maður skrítinn ég held að við tökum þennan leik, ég er sammála að hafa Coates inn á , eins vil ég sjá Carrol og Suarez frammi, mikið fannst mér vitlaust hjá KK að taka Carrol út af í síðasta leik, hann átti að vita að það væri bara að strá salti í sárið fyrir Carril og Púlara að taka hann út af þegar 10mín voru eftir og leikurinn tapaður, en einkvað virkar ílla þá er það svona skipting á svona augnabliki.
  Áfram Liverpool.

 2. Sælir félagar

  Algjörlega sammála fínni uppphitun hjá SSteini í svakalegu fótboltastuði. Ein breytingin við hans óskalista er Sterling inn Carrol svona í tilefni dagsins.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 3. Fín upphitun og algerlega rétt að setja Coates inn og það er hverju orði sannara að drengurinn þarf að fá leiki og alveg eins og þú segir STRAX. Ég vill líka sjá Flanagan inni og ég vill fá Sterling inn, sem þýðir einfaldlega að KK þarf ad sýna kjark og þor. Er núna að horfa á Swansea – Newchastel og það er bara unun að sjá Swansea spila fótboltinn eins og hann á að vera, svona spiluðum við í fyrri hálfleiknum á móti QPR, en síðan hefur bara allt gengid á afturfótonum. Ef við vinnum ekki Villa og það sannfærandi þá geum við ekki unnið neinn af þeim leikjum sem eftir eru svo einfalt er það.

  Áfram. LIVERPOOL… YNWA…

 4. Þetta Sterling hype er svona svipað og með Pacheco á sínum tíma, þetta er frekar kjánalegt. Þessi strákur á bjarta framtíð hja Liverpool en hann er ekki það góður að hoppa beint í byrjunarlið Liverpool og sterkustu deild í heimi.

  Góða helgi

 5. 14 stig í Newcastle! Það leggst yfir mann ákveðið þunglyndi að horfa á töfluna þessa dagana, kannski betra bara að sleppa því 🙁
  Þessi Cisse er annars einhver þau rosalegustu janúarkaup sem ég man eftir, 9 mörk í 8 leikjum! Hvað keyptum við aftur í janúar?

 6. Það yrði frábært að ná stigi en eins og liðis hefur verið að spila þá er ekki von á góðu.

 7. Snorri #4
  Ég held að Sterling hinn ungi mætti alveg fá sjensinn. Þessir guttar þurfa jú að öðlast reynslu á þessum level. Það er í raun ekki að neinu að keppa í deildinni, þannig að hví ekki?
  Annars er ég hræddur um að kóngurinn fari ekkert að breyta miklu. Vona það samt en eins og þeir segja upp á enska tungu “I’m not holding my breath”

 8. Ég segi 1-0 sigur, Suarez skorar og breytist í súkkulaðihænu þegar hann fagnar. Góður dagur!

 9. #nr. 4 Snorri

  En málið með Pacheco er að hann var alltaf bara efnilegur hjá okkur en fékk bara aldrei nógu mörg tækifæri til þess að öðlast þá reynslu til þess að stíga þetta skref upp frá því að vera efnilegur og að verða nógu góður fyrir okkur. Til þess að búa til Premier League leikmenn þá þarf að gefa þessum ungu leikmönnum séns og hví ekki að nýta tælifærið núna þegar við höfum engu að tapa og ekkert að vinna í deildinni?

 10. Hversu lengi getur vont versnað? Það kemur i ljós í næstu leikjum en við erum ekki að fara að vinna Villa. Kannski janftefli en ekki meira en það.

 11. ég hef það á tilfinningunni að við verðum aðeins sáttari með okkar menn á morgun en undanfarið ég er hræddari við Blackburn leikinn nú í vikunni (er ekki blackburn á þriðjudag) en ef vel gengur á morgun þá fáum við smá blóðbragð í munninn og jafnvel tökum tvo í röð. Engin spá bara rúlla þeim upp á orgun bið ekki um meira.

 12. Sterling á að fara á Lán til liðs sem er ekki í keppni um top 6 sætin á næsta tímabili og fá spilatíma, sjáið t.d. Wellbeck…..

  Annars þá trúi ég því að Spearing verði frábær í treyju Liverpool í framtýðinni 🙂 Þú sem ert að lesa þetta ræður því hvort þú sérð það inná vellinum eða uppí stúku hehe 🙂

  Leikurinn fer 2-1 og við sjáum Downing skora gegn sínu gamla liði og jafnvel sjáum við Skrtle setja eitt úr horni… Aston Villa kann ekki að verjast hornum!

  Áfram Liverpool!

 13. Hvar er horft á Liverpool leiki á Akureyri, félagar? Eða hvar get ég séð þennan réttara sagt?

 14. @15 Sigmar

  Sportvitinn er heimavöllur LFC á Akureyri. Rétt hjá eimskipsbryggjunni.

 15. Sterling má sko alveg koma inn og ekkert kjaftæði með aldur, þarf reynslu og hann er líklegri til að hitta rammann en allir hinir, aldur skiptir ekki máli nema undir 16 ára. Carroll þarf að létta sig og staðsetja sig betur, verður bara að æfa sig eins og menn hafa talað um í vetur, og þeir verða bara að skjóta meira á markið og hætta að spila fyrir framann það eða inn í það, sem hefur frekar gefið lítið sl, 10 ár. þeir taka ekki stóra bikarinn ef þeir halda svona áfram og að vera meira með boltann hefur ekkert gert fyrir okkur, það þarf að SKORA OG SKORA OG SKORA, heyri’ði það. Tökum þennann FOKKING leik, eða þannig.

 16. Kalt mat, töpum 1-2, og King kenny skilur ekkert í þessu, eru svo sprækir á æfingum.

 17. Frábært að vita það að vita að allar skoðanir eiga ekki uppá bátinn á þessari síðu, hef komið með herskáar setningar í garð burger king kenny og nokkura leikmanna undanfarið og fengið kick í bæði skipti. Ég elska þetta félag ekkert minna en aðrir hérna inni. BTW ég hef haft þett álit á þessum svokallaða kóngi frá því hann tók við, hann er ekki rétti maðurinn fyrir Liferpool FC, klúbburinn þarf að horfa til framtíðar ekki fortíðar.

 18. Nei, það skilur enginn þessa meðferð á þér gRJÓN, sérstaklega þegar þú slengir fram svona smekklegum samlíkingu á Kenny og ódýrri hamborgarabúllukeðju.

 19. #gRJÖNI. Það er eitt að gagnrýna liðið en það er allt annað að hrauni yfir menn sem eiga stóran þátt að koma liðinu á þann sögulega stall sem það er á í dag. Án manna eins og King Kenny værir þú væntanlega ekki stuðningsmaður Liverpool í dag. Ætti bara hreint að skammast þín fyrir að láta frá þér svona ummæli.

 20. ætla að gera það sama og siðustu 3 leiki… Sleppa þvi að horfa. Spài 0-0 jafntefli og Kenny verður glaður með stigið i viðtölum eftir leik.

 21. Hef trú á þessu í dag. Downing á stórleik með tvær stoðsendingar og eitt mark.

  Hvet síðuhaldara til að setja inn þráð með ölum jákvæðu hlutunum sem eru í gangi hjá klúbbnum og eyða öllum neiðkvæðum “commentunum” sem koma í þeim þræði. Seize hvað þessi neikvæðna umræða allstaðar er að plaga klubbinn.

 22. Maður hefði haldið það að það eina að vera atvinnumaður í fótbolta væri nógu mikil mótivering fyrir hvaða knattspyrnu mann sem er. Þ.e. að hann gæfi þá 100% í alla leiki. EN , svo virðist ekki vera. Hvað með það. Ég virðist hafa misst trúna á liðinu mínu , en horfi þó á alla leiki . Mín spá er þó sú að í dag náum við að rífa okkur upp úr þessu slumpi.. Ætla ekki að koma með tölur eða hver skorar , ég einfaldlega spái sigri okkar manna.

 23. Vitiði hvort hægt sé að nálgast leikinn á netinu eftir leik ? Ég er að vinna í dag og langar að loka mig frá umheiminum í dag og horfa á leikinn í kvöld, stöð2sport endursýnir aldrei liverpool leiki seinna sama dag…
  Anyone ?

 24. Emil “25” , Stöð2sport2 endursýnir jú Liverpool leiki sama dag þegar það eru tapleikir…. kemur oft fyrir að ég ætla að liggja og horfa á eitt stk. leik sem var spilaður á sama tíma og Liverpool leikurinn fór fram og nei það þýðir ekkert því ekki nennir maður að horfa AFTUR á Liverpool tapa sama daginn 😉

 25. Liverpool og Everton með 68 skoruð mörk samanlagt, mu með 76 og mac með 75…..
  Ég veit ekki með ykkur en mér finnst eitthvað mikið að hérna…. Liverpool með 36 og everton 32…… Torres fór, hann hætti að skora, á sama tíma þá hætti Liverpool í heild sinni að skora…… Leikurin í dag fer akkurat eins og maður á von á, Aston Villa kemur á Anfield og spilar leik leiktíðarinnar og gerir okkur að enn meiri kjánum, ég elska Liverpool meira en allt annað, en ég er orðin eins og alkahólisti, mér kvíður orðið fyrir hverri helgi nú orðið…

  YNWA…….

 26. Beggi, alkinn hlakkar til helgarinnnar, ef hann þarf yfir höfuð að spá í hvort það er helgi eða ekki, þar sem hann er jú alki.
  Það eru aðstandendur sem kvíða helgunum…og við erum jú aðstandendur Liverpool og þjáumst með mismunandi hætti…en þjáumst samt öll.

  Ég segi nú bara eins og einn hér áður…þetta er hætt að vera sárt!
  ….þar sem það er ekki eftir neinu að keppa og einn tapleikur til eða frá skiptir ekki öllu. Lít frekar á þetta sem einskonar prófraun á minn stuðning við liðið. Get ég staðið með liðinu mínu sem ég hef stutt í 35 ár þegar þeir eru komnir niður á hnén og standa í sínu versta runni ever.
  Eða heimta ég að hausar fjúki og kem hingað inn og sótbölva öllu og öllum?

  Nei ….þetta er hætt að vera sárt og stundum hef ég gripið mig við að brosa bara kjánalega þegar andstæðingurinn skorar þvert gegn gangi leiksinis.

  Ég skil upp að vissu marki augljósa líðan leikmanna, þeir rembast við að spila góðan fótbolta, koma sér í færi og…skjóta í stöng. Aftur. Og aftur….Og aftur.
  Markmenn eiga leik lífs síns á móti okkur. Við yfirspilum andstæðingana stundum gjörsamlega….en þeir vinna samt.
  Bahh….
  Þetta eru að verða eins og einhver álög, sama hvað er gert, við töpum!
  Það skal enginn segja mér að þannig hlutir sem ganga yfir ítrekað hafi ekki gríðarlega slæm áhrif á leikmenn og það verður alltaf erfiðara og erfiðara að rífa menn upp eftir hvern taplekinn á fætur öðrum. Menn eru bara búnir að missa það í hausnum og bíða eftir að tímabilið klárist.

  Ég hef engin svör, nema kannski að leyta uppi töfralækni og fá hann til að setja á gagnálög. Sjáið bara Torres….hann er í svipuðum málum þó að það sé aðeins farið að birta til hjá honum greyinu…já ég var löngu hættur að hata drenginn…. hann er búinn að taka út sína refsingu.

  Og við líka…því þetta er hætt að vera sárt og það er verst….

 27. Ég held bara því miður að það verði ekkert úr þessum strák hjá Liverpool, hef miklu meiri trú á strákum eins og Jack Robinson, Martin Kelly og Flanno. En ég vona það svo sannarlega, bara í gegnum tíðina hafa alltaf Púlarar verið að missa vatnið yfir næsta Owen eða Fowler í varaliðinu og svo verður aldrei neitt úr þeim. Þessi grjóthörðu gaurar eins og Flanno og Spearing sem hafa ekki beint mikla fótbotla hæfileika, en það sem skilar sér er hversu duglegir þeir eru gefa sig alltaf fram. Þeim hef ég miklu meiri trú á.

 28. ssteinn af hverju viltu hafa Henderson inná? hvert er leyndarmálið við hann ? hvað hefur hann gert ? þessi drengur er ekki í Liverpool klassa…….nefnið atriði, nefnið leik

 29. hvað er að kk.. hafið þið séð liðsuppstyllinguna?

  hvað þarf að gerast svo t.d. coates fái leik í staðinn fyrir caragher. og hvað er málið með að vera með 1 frammi en ekki 2 eða jafnvel 3………

  stefnir í leiðinlegt tap á Andfield…

  stuð.

 30. Skil ekki alveg komment um að mönnum sé orðið sama í hvaða sæti Liverpool lendir,fimmta,sjötta,sjöunda,áttunda,níunda……. Þá finnst mér vera farið að slá ansi mikið í stuðninginn.

 31. spearing er ekki nog of godur fyrir thetta liverpool lid akkuru er hann tharna inn a eg hef aldrei sed hann vinna einn einasta skallabolta eg spai 3-1 sigri villa

Opinn þráður

Byrjunarliðið mætt