Opinn þráður

Jæja, þessi leikskýrsla er búin að vera nægilega lengi efst á síðunni, sérstaklega þar sem hún er ekki sérstaklega skemmtileg.

En það er svo sem lítið að frétta af Liverpool. Breskir fjölmiðlar eru uppfullir af pistlaskrifum misgáfaðra blaðamanna um orsakir slæms gengis Liverpool. Ég hef lesið þær nokkrar, en þar er svo sem ekkert að finna sem hefur ekki verið rætt á kop.is fram og tilbaka.

Jú, Vegard Heggem er á opinni Twitter línu á LFC.tv á eftir. Ég man að í Istanbúl þá hitti ég hann vel í glasi labbandi á völlinn. Hann er eldheitur stuðningsmaður Liverpool og stundar núna laxeldi í Noregi.

En allavegana, orðið er laust.

104 Comments

  1. Skelfilegt tímabil í deildinni versnaði enn í gærkvöldi,man ure komnir með 5 stiga forskot og á hraðri siglingu að tuttugasta deildartitlinum sínum!!!

  2. Ég er á þeirri skoðun að Kenny verði að stíga til hliðar það er ekkert sem bendir til að það ´se eitthvað að breytast þarna, eru menn enn á þeirri skoðun að hann geti gert eitthvað fyrir liðið?,það var soldið broslegt þegar Gerrard rak hann í burt þegar hann ætlaði að mótmæla brottrekstri pepe,hver er kóngurinn?

  3. Þetta er krísa samkvæmt Aldridge:

    http://www.independent.ie/sport/soccer/shambolic-embarrassing-liverpool-are-in-deep-crisis-says-club-legend-john-aldridge-3069626.html

    Þetta er einnig áhugavert. Starfsmat.

    Dalglish has been told to provide a full written report to the club’s American owners at the end of the season to explain an unacceptable league slump.

    As part of a wide-ranging review into what has gone wrong during an appalling Premier League run, Dalglish, director of football Damien Comolli and assistant manager Steve Clarke will be called upon to dispatch a thorough debrief across the Atlantic. They are under no illusions that the current position is considered far below the expectations of the club’s owner, Fenway Sports Group.

    Each senior figure will be required to provide their insight into why a season that began with aspirations to qualify for the Champions League has rapidly deteriorated.

    Most significantly, the trio will be asked to provide details of how they intend to rectify the problems that have led to the alarming dip in form in the past few months. Their proposed solutions will be just as important.

    The pressure has intensified on Dalglish in recent weeks, with the team’s results since winning the Carling Cup undermining the feelgood factor the club’s first trophy in six seasons was meant to provide.

  4. Sælir félagar

    Gott að það er kominn annar þráður og ný umræða. Eins og ég sagði í lokin á síðasta þræði þá sýnist mér að þegar menn hafa róað sig og andað um stund með nefinu þá eru flestir á því að KD haldi áfram með liðið og helst klári nýtt tímabil. Að minnsta kosti. Ég er kominn á þá línu þó ég hafi efast stórlega tímbundið eftir “rönnið” á okkar mönnum undanfarið.

    Í enska slúðrinu er verið að segja að hinir nýju eigendur séu farnir að krefja KD um skýrslur og skýringar á slöku gengi liðsins. Held að þetta sé bull en hitt er annað að eigendur hafa ekki gefið neitt út sem túlka má sem ánægju/óánægju með KD. Ég held að meðan ekkert heyrist sé í raun ekkert að gerast sem álitið er að eigi að koma fyrir almenningssjónir. Það er ekki hefð hjá LFC að vera að bera á torg það sem fram fer innan vébanda klúbbsins fyrr en hlutir eru klárir og óhætt að birta þá. Það er góður siður og ber að halda honum.

    Nú þegar ég hefi andað með nefinu í nokkurn tíma og pælt í gegnum pælingar manna sýnist mér að það sé einboðið og kristaltært að KD verður með liðið fram yfir næstu leiktíð. Ég veit að það er erfitt að spá og þá sérstaklega um framtíðina en samt er ég viss um þetta. Nýir eigendur eru þeirrar gerðar að þeir hlaupa ekki upp til handa og fóta þó eitthvað gefi á dolluna um tíma. Þeir hafa langtímamarkmið og það eigum við að hafa líka. Látum ekki bugast þó illa gangi í svipinn. Að byggja upp lið er langhlaup það hefur verið sýnt fram á í uppbyggingu annarra góðra liða sl. áratug og jafnvel lengur.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  5. Áhugaverð grein sem Peter Beardsley vísar í #3 Kemur alveg inn á það sem manni finnst að leikmenn eru einhvernvegin ekki með toppstykkið í gangi þessa dagana. Og það að stjórinn þurfi eitthvað endilega að ná að berja það í gang hjá mönnum finnst mér hálf skrítið stundum. Get ekki ímyndað mér að þetta þurfi að vera eins og í Hollywood bíómynd með einhverja eldræðu fyrir leik eða í leikhléi. Tek það fram að ég er ekki að segja að allt sem KK gerir sé gott og blessað en ég efast ekkert um metnað hans til félagsins.

    Leikmenn eiga að sýna það að þeir vilji spila og berjast fyrir sæti sínu. Sagði það í hinum þræðinum að ég held að stjórnendur LFC þurfi nú að sýna pung í leikmannamálum á komandi sumri og jafnvel það sem eftir er af þessu tímabili. Láta þá sem vilja spila fara inn á völlinn þótt jafnvel “betri” leikmaður fari á bekkinn eða komist ekki í liðið. Sýna hver ræður takk fyrir.

    Varðandi það hvort að KK eigi að vera með liðið áfram á næstu tíð eða ekki skiptir kannski ekki öllu. Hann sagði það sjálfur að ef það kæmi einhver betri en hann eða einhver annar sem eigendur LFC vildu frekar þá stigi hann til hliðar án þess að hika. Held að vandamálið liggi mest hjá leikmönnunum og þeir sem eru uppaldir verða að ganga fram fyrir skjöldu. Það er ekki hægt að biðja aðra um það.

  6. Varðandi þetta meinta “diss” hjá Gerrard þegar hann sendir Dalglish útaf, einhverjir kjósa að líta á þetta atvik sem einhvert “powerplay” hjá fyrirliðanum og sýni að hann ráði meiru en gott þykir.
    Þetta finnst mér fáránlegt sjónarmið, Gerrard var algerlega í rétti þegar hann brást við innágöngu Kenny með því að benda honum á að fyrirliðinn væri málsvari liðsins inná vellinum, og forðaði Kenny frá mögulegri stúkusetu í framhaldinu.

    Að mínu mati það eina sem Gerrard gerði af viti í leiknum, en það er önnur saga.

  7. Rúnar #1 Talar um það að tímabilið hafi versnað í gær þar sem Man Utd unnu og færðust nær 20 titlium sínum, mér personulega gæti ekki verið meira sama um hvar Man Utd eru í töflunni á þessum tímapunkti, meiga alveg vinna deildina mín vegna, sé ekki hvernig tímabilið getur versnað við það fyrir mig Liverpool stuðningsmanninn.

    Vil bara fara sjá betri leik hjá mínu liði, hvernig það á að takast eða hver á að kalla fram betri leik veit ég ekkert um, rót vandans virðist vera óþekkt, vonandi fer King Kenny að setja upp betri gleraugun og sjá þennan vanda.

  8. Veit svo sem ekkert hversu áreiðanlegar fréttir þetta eru frá #3. En hitt er svo annað mál að þær ættu ekkert að koma á óvart. Það væri í raun í hæsta máti óeðlilegt ef eigendurnir væru ekki orðnir eitthvað órólegir eftir hörmulegt gengi liðsins eftir áramót. Er enn þeirra skoðunar að ef KK mistekst að fara í úrslit í FA cup og liðið heldur áfram að vera í frjálsu falli í deildinni þá fær hann að taka pokann sinn í lok leiktíðar.

  9. já hafliði nr.7

    það má kannski vera rétt hjá þér að Gerrard hafi verið að gera rétt með að segja honum að fara af velli….. en það breytir því ekki að það sýndi sig algjörlega að virðingin fyrir stjóranum er að snarminnka hjá leikmönnum…. t.d. suarez með allann sinn asnaskap á þessu tímabili, kuyt að rífa kjaft í fjölmiðlum, carroll að strunsa inn í klefa, reina að snappa á vellinum…. ef kenny hefði stjórn á liðinu og það væri agi til staðar þá held ég að staðan væri öðruvísi í dag… þetta er mitt álit á málunum… það virðist vera sem svo að þegar liði er ekki að skora þá fer einhver ” blamegame” í gang og stjórinn ræður ekki neitt við neitt, það þarf líka að hafa kjark í að segja mönnum að halda kjafti og taka þá úr liðinu ef þeir eru ekki að standa sig…. eitthvað sem er ekki gert í liverpool í dag.. þess vegna er okkar ástkæra lið að drulla uppá bak…

  10. Ég vill Kenny burt í sumar og ég vill fá Jurgen Klopp í staðin.
    Ég var að hlusta á podcast frá Teamtalk
    http://www.teamtalk.com/liverpool/7646393/TT-Podcast-Should-Kenny-stay-or-go-
    Þar sem er verið að spjalla um Liverpool og meira. En það sem mér fannst sorglegast í þessu að þeir eru að tala um mögulega stjóra hjá Liverpool þá nefna þeir Klopp og Rogers. Svo tala þeir um mögulega stjóra hjá Tottenham (Ef Redknapp tekur við landsliðinu í sumar) og þá nefna þeir Rogers, þá segir einn af þeim að þeir vilja öruglega meira high profile stjóra en Rogers og hinir janka því og fara að tala um Morinho til Tottenham.
    Sorglegt að vita til þess að einhverjir podcast “fræðingar” eru farnir að líta á Tottenham sem hærra skrifaðir klúbb heldur en Liverpool þar sem Rogers átti að vera nógu góður fyrir Liverpool en ekki Tottenham.

  11. Munið samt að þó svo ekkert heyrist í eigendunum þá þýðir það engan vegin að það sé ekkert í gangi á bakvið tjöldin, enda hafa þeir gefið það út að þeir vilja vinna í hljóði en ekki gjamma öllu í fjölmiðla

  12. Já það er alltaf gott að anda með nefinu í smá tíma, nú hef ég aðeins jafnað mig eftir þessa síðustu 3 ömurlega leiki , ég er alveg á því ef Liverpool vinnur ekki FA Cup og ef liðið heldur áfram að sýna jafn lélega Frammistöðu í lokaleikjunum þó að einhver stig komi í hús þá VERÐI KK að stíga burt,fyrir mitt leyti þá hefur hann þetta ekki lengur. Það er skelfileg hugsun ef KK verður með liðið líka á næstu leiktíð og engar framfarir verða þá erum við í ansi slæmum málum, þá verður þessi breyting sem varð þegar nýjir eigendur tóku við orðin ansi dapurleg og hætt við að sá kraftur sem fylgir nýjum eigendum gufi upp og menn fara að hengja.

  13. Fyrst að orðið er laust langar mig að spyrja hverjir hérna eru með SKY pakka og gervihnattadisk. Hvernig er reynslan af þessu og sjáið þið alla leiki í einhverjum íþróttapakka, enska, FA cup, meistaradeild og kannski stærstu leikina á ítalíu og spáni.

    Er að spá í þessu fyrir næsta tímabil.

  14. Sjáið þetta fyrir ykkur: það er komið fram í miðjan maí og Liverpool endaði tímabilið í 8 sæti deildarinnar. Það skiptir hins vegar engu máli því að við erum á Wembley að lyfta FA bikarnum eftir sannfærandi sigur á liði frá London. Daginn eftir stígur Dalglish fram úr sigurvímunni og tilkynnir að hann muni taka að sér fyrra starf sitt hjá klúbbnum og að nýr, ungur og ferskur stjóri taka við í sumar og byggja á þeim grunni sem hann hefur reyst.
    Fullkomið scenario fyrir mér, Dalglish hættir með sæmd og klúbburinn horfit fram á við.

  15. Liverpool goals this season in Premier League: 36

    Lionel Messi goals in La Liga: 36

    Ótrúlegt….

  16. Mín skoðun er sú að við verðum að gefa honum daglish meiri tíma, hann tók við liðinu í algjörum molum og náði að rífa það upp. Framan af þessu tímabili vorum við að spila frábæran bolta og vorum gríðarlega óheppnir að ná ekki í fleiri stig erum að setja met í stangarskotum og klúðruðum vítum. Arsenal leikurinn var frábærlega spilaður en því miður eftir það höfum við ekki verið upp á marga fiska. Eg held að öll sú óheppni sem að við erum búnir að lenda í á þessari leiktíð komi til baka í heppni á næsta tímabili og með því að kaupa 2-3 leikmenn einn góðan hafsent-vængman og sóknarmann þá náum við að þjarma að efstu liðum á næsta timabili. Það verður lítil pressa á næsta tímabili og liggur núna leiðin aðeins uppávið spyrnan er best frá botninum.
    +
    Legg til að menn verði jákvæðari og lýti á björtu hliðarnar

    YNWA

  17. #18 – Það sem er ennþá ótrúlegra er að Ronaldo er með 37 mörk í deildinni, eða einu marki meira en Liverpool og Messi 😉

  18. Eina sem þarf að gera er að koma þessum mannskap í skilning um það að það þarf að skora MÖRK!!!!!! Heild fótboltalið búið að skora minna en t.d Messi common!!!

  19. Þessi grein sem number three vitnar endurspeglar fréttirnar af LFC að undanförnu, eigendurnir vilja vita hvað hafi farið úrskeiðis, hvernig núverandi stjóri, aðstoðarmaður hans og yfirmaður knattspyrnumála ætli að laga það. Þetta bendir augljóslega til þess að þeir ætli að vera þolinmóðir en að þeir vilji fá svör, það myndi ég líka vilja ef ég hefði fjárfest í öllum þessum leikmönnum og ætti LFC, sem væri í áttunda sæti. Mér þætti athyglisvert að vita hvort að Suarez-málið hafi setið meira í mönnum en þeir hafi látið uppi, hver sé raunveruleg ástæða fyrir markaleysi Carroll og af hverju Downing blómstraði ekki…
    Þessar fréttir benda hins vegar til þess að amerísku eigendurnir séu mun meiri mannvitsbrekkur en aðrir eigendur knattspyrnufélaga (nefnum ekki nein nöfn). Hlutirnir eru skoðaðir frá öllum sjónarhornum og ákvarðanir teknar í kjölfarið. Það verður prófsteinn á nýju eigendurna þegar þeir fá þessar skýrslur í hendurnar því þær mega auðvitað alls ekki leka í fjölmiðla (þótt maður gæfi auðvitað hægri handlegginn fyrir að komast í þær).
    Það verður líka forvitnilegt að sjá hvernig bandarískir eigendur taka í þær skýringar, hvort þeim finnist þær trúverðugar eða hvort þeir álíti að Dalglish hafi misst tökin á djobbinu. Aðdáendur LFC eiga eftir að geta lesið í niðurstöðurna þegar nýtt tímabil hefst…
    En eins og ég segi, maður er hálfgerður Ragnar Reykás í þessum havaríi og endar yfirleitt á því að lýsa yfir blindri hollustu við klúbbinn, Kenny og leikmennina….(how wierd is that!)

  20. Eitt hérn alveg úr samhengi og kannski full snemmt….. En hverjar verða breytingarnar á mannskapnum næsta tímabil? Ekki koma méð þá sem þið viljið losna við, heldur þá sem eru líklegastir til að fara.

    Aurelio verður pottþétt ekki með og ég held að Maxi fari líka vegna þess að hann er ekki að fá að spila mikið. Kæmi mér heldur ekki á óvart að Kuyt fari líka og Doni. Aquilani og Joe Cole fara líka.

    Það væri gaman að fá Hazard, Lavezzi eða Cavani. Finnst það ekki líklegt samt. Keita hefur verið orðaður við LFC, sáttur með það og líka ungur úrugvæi, Gaston Ramirez. En hann mun vera gríðarlegt efni.

  21. Sælir
    Mig grunar að aðeins fa-cup og runn sem þá þyrfti að byrja strax geti bjargað KK, eigendurnir eru einmitt þekktir fyrir að hika ekki við að taka erfiðar og jafnvel mis vinsælar aðgerðir til að tryggja uppgang félaga sinna og uppbygginginn hefur farið fyrir fyrir ofan garð og neðan (kannski wishfull thinking) allavegna þetta seasonið.

  22. Ég bíð spenntur eftir næsta Podcast þætti frá ykkur félögunum!!!

  23. Þessar öndunaræfingar sem að þú bendir á Sigkarl eru ekkert að virka fyrir mig, ég vildi í fyrsta lagi aldrei að Kenny tæki við liðinu til langtíma af þeirri einföldu ástæðu að ég hafði ekki trú á að hann myndi ná viðunandi árangri, sem hefur líka komið á daginn að allt frá þeirri fáránlegu hugmynd að versla sem flesta Enska leikmenn og helst á margföldu markaðsvirði var komið í framkvæmd hefur leiðin legið niður á við og það er einfaldlega ekkert í spilunum sem að bendir til þess að ástandið verði viðunandi. Nei Sigkarl ég þarf engar öndunaræfingar, hvorki með munni, nefi eða öðrum opum til að vera viss.

    Kenny has to go !!!!!!!!!!!!!!!!!!

  24. Ég lít svo á að KD hafi tekið við frekar lélegu búi af Hodgeson í fyrra, klárað það tímabil og reynt eftir bestu getu að kaupa til liðsins leikmenn (um sumarið) sem gætu komið því á rétta braut. Kannski mistókust þessi kaup hrapalega (miðað við stöðuna í deildinni núna já), kannski þarf meiri tíma með þennan leikmannahóp og auðvitað þarf að styrkja hann í sumar, en það tekur tíma að slípa svona lið saman og það tekur líka tíma fyrir KD að komast í takt þetta aftur (að stjórna liði í þessari deild). Ég hef trúa á að kallinn komi okkur á rétta braut, hann þarf bara nokkur tímabil í viðbót, Ferguson þurfti jú 5 tímabil á sínum tíma.

  25. Æji hættið þessu ,,Ferguson fékk 5 ár!”

    Viljið þið að Kenny sé í fimm ár að setja saman lið og taki þá run í 20 ár og verði á hliðarlínunni í hjólastól með súrefniskút, bara 86 ára?

    Ferguson fékk þessi 5 eða 6 ár sín þegar fótbolti var allt önnur íþrótt (umhverfið) en hann er í dag. Og ef ég man rétt, þá var hann að koma flamboyant með 10 titla frá Skotlandi(Evrópu, bara 45 ára.

    Ég held að best væri að hann fengi eitt ár í viðbót með Carra sem aðstoðramann sem síðan tæki við. Það er ekki vitlausari hugmynd en að reyna að fá einhvern Frakka eða Þjóðverja sem þekkir ekki neitt til innanbúðar hjá LFC.

    Annars finnst mér þetta tímabil ekki vera neitt svo slakt. Við sjáum að við erum ekki topp 6 lið og munum vita í umar hvar við þurfum að bæta okkur til að geta gert atlögu að topp 4. Og þegar sá árangur næst, þá getum við byggt ofan á það og farið að gera okkur væntingar um topp 1-3.

    Þetta kemur allt. Við þurfum bara að loka augunum og bíta í tunguna þegar við töpum fyrir kjánaliðum. Það mun ekki alltaf verða þannig!

  26. 3 stjórar á stuttum tíma og svipuð staða virðist koma upp. Leikmenn virðast ekki hafa metnað og pung til þess að spila af fullum krafti og fyrir lífi sínu. Nú hefur mikil endurnýjun átt sér stað og fáir eftir af þeim sem voru hjá Rafa. Nú kemur sprengjan…… Ég held að Steven Gerrard okkar ástsæli fyrirliði sé stór partur af okkar hrakförum enda hefur hann borið fyrirliða bandið í gegnum þennan ólgusjó. Ég tel að í dag hafi hann ekki það sem til þarf til þess að þjappa mönnum saman og kveikja von í brjóstum leikmanna. Ég hef nákvæmlega ekkert fyrir mér í þessu en þetta er bara mín tilfinnig. Allt látbragð og yfirbragð ber með sér að mórlinn sé ekki eins góður og hann var(eðlilega kannski) en þegar reynslumesti leikmaður liðsins virðist ekkert gefa af sér finnst manni eitthvað bogið við það. Þó svo að leikmenn séu ekki jafn ungir og þeir voru og meiðsl setji strik í reikninginn þá á carakterinn alltaf að vera til staðar, get ekki nefnt þá á nafn en ákveðnir gamlingjar í manutd hafa þetta element og drífur það að miklu leyti liðið áfram. Æ ég veit ekkert hvað ég er að segja enda að skrifa þetta í símanum og löngu búinn að missa þráðinn 🙂

    Niðurstaðan er sú að mér finnst Gerrard hafa brugðist okkur á ákveðinn hátt. Hann hefur brugðist ungu leikmönnunum og ekki reynst sá svaðalegi mótor sem menn töldu hann vera (sem hann vissulega var) og umfram allt held ég að hann hafi brugðist sjálfum sér og ég held að hann sé búinn að miss trúna og það í þriðja skiptið á stuttum tíma.

  27. # Ingi Torfa 29

    Hef lesið eitthvað í bresku pressunni um það að Gerrard sé að klikka og völd hans séu of mikil. Svona Lampard/Terry dæmi.

    En trú nú ekki öllu sem ég les hjá þeim ensku.

    En það er samt slappt hvað hann spilar illa og er óstöðugur. Á frábæra leiki en hverfur þess á milli. Sérstaklega þegar honum mikið eldri menn (næstum fertugir) geta verið að vinna titla eins og enginn sé morgundagurinn í næstu borg.

    Aldur á ekki að vera afsökun í nútíma fótbolta.

  28. Vilja menn virkilega leyfa Dalglish og Comolli að eyða pundi meira eftir þessi kaup þeirra seinasta sumar?
    Og að menn skuli segja að þeir höfðu tekið við búi Hodgeson og Benitez er fáránlegt.
    Þeir eru sjálfir búnir að kaupa 8 leikmenn, nánast heillt fótboltalið og sjáið hvað kemur út úr því!
    Ég myndi allaveganna ekki treysta þeim fyrir krónu af mínum peningum.

  29. Freysi (#31) segir:

    Ég er nú farinn að hafa áhyggjur af Kristjáni Atla og Temple Run.

    Ég er á leið í afvötnun. Þetta er orðið vandamál.

  30. Ég vil benda mönnum á sem eru hér að tala um að þeir vilji Dalglish burt að lesa færsunar hér neðan þar sem menn eru búinir að skrifa marga góða pistla um þetta málefni.

    Annars var ég að lesa þetta á BBC gossipinu þessi frétt kemur víst frá caughtoffside.com
    Liverpool are keeping close tabs on Fulham forward Moussa Dembele with a view to a summer transfer, as they look to bolster their goal-shy front line.

    Verð að segja að það svolítið fyndið að ætla að auka markaskorun með leikmanni sem er búinn að skora 4 mörk í 54 leikjum fyrir Fulham og þar af aðeins 1 mark á þessari leiktíð klárlega maður sem Liverpool vantar.

    En annars verð ég að benda mönnum á þennan sketch hérna svona til að lyfta mönnum upp úr þunglyndinu http://www.youtube.com/watch?v=xN1WN0YMWZU

  31. Var að sjá þetta á Fésinu frá einni af þessum fjölmörgu aðdáendasíðum leikmanna okkar. Ef þetta er allt satt og rétt, hversu súr er þá þessi staðreynd:

    No Liverpool FC player has made more tackles this season than Lucas, who’s been out since November.

    Enda hef ég sagt það áður að mér finnst vanta grimmd í leikmenn okkar.

    Svo verður maður að vitna í einn svona til gamans:

    If you’re absent during my struggle, don’t expect to be present during my success. – Will Smith

    Maður er drullufúll yfir þessu tímabili en það þíðir ekkert að slökkva á imbanum eða að hætta að lesa Kop.is – Já ég veit það, sjálfspíning en það hefur aldrei ringt svo mikið að það stytti ekki upp einhverntíman.

  32. 10 þumlar upp á sketchinn sem Auðunn linkar á. Setur þetta í skemmtilegt samhengi. Kannski Viðar Skjóldal ætti að tékka eitthvað á þessu ; )

  33. Hvað er skemmtilegast við það að horfa á fótbolta ? Líklega Það þegar liðið sem maður heldur með stendur sig vel, vinnur önnur lið og nær í titla. Hvernig geta áhorfendur hjálpað sínu liði þannig að því gangi vel ? það er eð hvatningu og því að missa ekki trú á liðinu þó að illa gangi. Þannig að þetta elti skott hvers annars, það er líklegra að lið vinni ef áhangendur hvetja liðið frekar en að rakka það niður (þó að það eigi það stundum skilið). Vilja menn ekki að liðið sitt sé líklegra til að standa sig vel ?
    Þegar ég var staddur á Ataturk Stadium í Istanbul í maí 2005 og staðan var 3-0 í hálfleik hefði verið auðvelt að brjálast og sjá eftir þeim þúsundköllum sem ég hafði eytt í þessa ,,vitleysu“. Það hefði mögulega veitt manni einhverja fróun að hreyta fúkyrðum í leikmenn þegar þeir gengu til búningsherbergja og þegar þeir komu út á völlinn eftir leikhlé, það hefði verið svolítið gott að fá útrás fyrir ergelsið. En eins og Liverpool-elskara er háttur höfðu menn von og trú og YNWA var sungið hástöfum um alla stúkuna allt leikhléið og þegar menn komu út á völlinn, þannig að það heyrðist ekki í AC mönnum. Ég er viss um að þessi von og trú áhangenda Liverpool hjálpaði verulega upp á ná fimmta titlinum í höfn og ég er líka viss um að engir áhangendur annarra liða hefðu gert það sem Liverpool áhangendur gerðu í hálfleik, engir.
    Það eru því forréttindi að halda með þessu liði þó að það væri ekki nema fyrir það Liverpoolfjölskyldan stendur saman í gegnum súrt og sætt og það er líklegra að sætu skiptin verði fleiri ef hugafar flestra áhangenda okkar mótast af hvatningu frekar en niðurrifi. Hvort er líklegra til árangurs? Ekki fara í sama far og áhangendur annarra liða sem drulla yfir ,,sín“ lið um leið og eitthvað bjátar á, Liverpool klúbburinn á það ekki skilið.
    Mr. Barnes

  34. Mikið rosalega sem það fer í taugarnar á mér þegar við í nútímanum teljum eitthvað merkilegri íþrótt fótboltinn í dag en hann var áður. Það er að mínu viti fullkomið kjaftæði. Fótboltinn er í dag Hollywoodútgáfa íþróttar þar sem oflaunaðir dekrungar eru að mörgu leyti komnir svo langt frá raunveruleikanum að þeir eru ekki alveg tilbúnir að leggja á sig. Þeir fá sínar 35 – 50 milljónir á viku óháð því hvernig þeir spila ansi oft.

    Enda oftast tilbúnir að benda vandamálum annað, á samherjana, stjórann eða eigendurna.

    Ég hef horft á enskan fótbolta “live” síðan byrjað var að sýna hann á Íslandi. Það eru u.þ.b. 20 ár. Ég FULLYRÐI að liðið sem vann tvennuna 1985 – 1986 myndi vinna hana í dag. Það sem hefur breyst í fótboltanum er fyrst og fremst að mínu mati betri umgjörð, bæði varðandi æfingar, styrk og næringu. Engin stórvísindi sem hafa breyst í leiknum nema það að markmaður má ekki taka boltann upp með höndunum og hann Brúsi hefði nú farið létt með það.

    Og óþolinmæðin sem nú er komin upp varðandi framkvæmdastjóra og þjálfara er örvænting skuldsettra eigenda og á lítið skylt við skynsemi. Slík “skynsemi” hefði hugsanlega kosið okkur þann mann sem bjó félagið okkar til upp á nýtt.

    Árið 1964-65 unnum við FA bikarinn í fyrsta sinn. Deildin? 7.sæti. Árið eftir meistarar vissulega. En svo? SEX ár titlalaus. 3.sæti einu sinni og 2.sæti einu sinni. Annars bara 5.sæti. Sá var nú “metnaðarlaus” og “náði ekki að mótivera” sinn mannskap. Þvílíkt sem stjórnendur félagsins hafa “ekki verið með þetta” þá.

    Hvað hefur breyst?

    Bara eitt. Fjölmiðlaumræðan. Það eru þúsundir vefmiðla, tugir sjónvarpsstöðva. Það er búið að loka aðgangi að leikmönnum og æfingasvæðum vegna þessa, og banna þeim að haga sér á ákveðinn hátt utan vinnunnar.

    Því stærsti hlutinn þessa fjölmiðla selur neikvæðar fréttir sem við lepjum upp og smjöttum á áfram. Fótboltaþættir sýna fótbolta í 15 mínútur en svo “spekinga” tala í 45 mínútur. Þar er hvað mikill tími jákvæður?

    Kannski ég skrifi meira seinna, en þetta er það sem mér finnst og pirrar mig töluvert þessa dagana. Alls ekki bara um Liverpool en í dag erum við að sjálfsögðu skotmarkið!

    Jákvæðar fréttir selja ekki – skulum ekki gleyma því. Hversu oft hefur t.d. íslenskur fjölmiðill vitnað í góðar greinar John Aldridge? Hann skrifar vikulega…..

    Legg málið í dóm!

  35. Ég las kommentið hjá Mr. Barnes og fór svo inná mbl íþróttasíðuna og fyrsta fréttin sem ég sá var eitthvað frá Aldridge.

  36. Sælir félagar!

    Við erum komnir með eina dollu, en samt tala menn um að við séum “aðhlátursefni”??
    Hvað með öll hinn liðinn s.s. Newcastle, Arsanal, City, Chelsea….?
    Við erum en í bikarkeppninni. Við verðum í Evrópukeppinni á næsta tímabili!

    Jú við erum í lægð en Við erum ekki fallnir! Við erum með enga breidd og þeir sem áttu að bjarga okkur hafa reynst annsi slakir! Flestir í liðinu tala saman tungumálið og vilja berjast fyrir klúbbinn. 🙂 Við erum búinn að fara í gegnum annsi mörg ský þetta tímabil en það birtir alltaf upp að lokum! YNWA!

  37. Nefið á robba hlýtur að vera stútfullt af vatni. Ekki það að mig langi eitthvað til að kíkja á það.

  38. Sælir félagar

    Ég vil segja vegna þess sem Jonas H #26 segir að ég telji að umræðan hafi sveigst síðustu dagan frá því að vera KD mjög andstæð yfir í að vera honum frekar vilhöll. Það segir ekki að allir hafi skipt um skoðun. Síður en svo en hinsvegar hefur mörgum gengið betur að höndla stöðuna með því að anda út og anda inn með þeim líffærum sem til þess eru ætluð 😉

    Auðvitað er að nokkur stokkur af stuðningsmönnum telur að KD eigi að hverfa af vettvangi og þeir sem það segja hafa fullan rétt á sinni skoðun og geta alveg rökstutt hana. Ég dæmi ekkert um það hvor skoðunin er betri og er ekki alltaf viss um það. Það eina sem ég er að tala um er bara hvernig umræðan hefur róast og KD og liðið fær meira svigrúm en var fyrst eftir leikinn.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  39. Maggi, John Aldrige er í viðtali í dag við breska blaðið The Sun og þar talar hann um að stuðningsmenn liðsins skammist sín fyrir stöðuna á Liverpool og það hafi ekki gerst í háa herrans tíð (hann segir reyndar líka að leikmennirnir verði að líta eigin barm, ekki nægi að skella skuldinni á stjórann).
    Það er hins vegar furðulegt að grípa til þess að gagnrýna fjölmiðla fyrir fréttaflutning; það er krísa hjá einu stærsta fótboltafélagi heims og það er frétt, sama hvað hverjum finnst um það. Stjórnendur Liverpool hafa líka ansi oft kallað neikvæða fjölmiðlaumfjöllun yfir sig; nægir þar að nefna fact-ræða Rafa Benitez og allt Suarez-klúðrið….
    Þegar King Kenny náði að rífa liðið upp í fyrra þá var rauði herinn hafinn upp til skýjanna og jákvæðu fréttirnar hreinlega fylltu íþróttasíður bresku og íslensku blaðanna. Ekki var nú kvartað þá, eða hvað?
    En nú gengur okkur flest í mót og þá á að fara kvarta undan fjölmiðlum og umfjöllun um liðið. Þetta er eins og leikari sem sættir sig ekki við vonda gagnrýni og finnst gagnrýnandinn hafa lítið vit á leiklist. En svo, þegar sami gagnrýnandi hrósar honum í hástert, þá er viðkomandi allt í einu orðinn mikil mannvitsbrekka sem þekki hverja fjöl í leikhúsinu.
    Staðreyndin er þessi, Maggi: don’t shoot the messenger, L’pool hefur verið lægð síðastliðinn tvö ár, lykilmenn hafa brugðist, kaup hafa floppað, stjórar verið reknir og félagið verið á leið í gjaldþrot. Þess vegna hafa fréttirnar af L’pool verið neikvæðar og það er ekki fjölmiðlum að kenna…

  40. Ég hef nú ekki lagt mikið til málanna hér varðandi gengi Liverpool á þessari leiktíð en samt komið með einstaka komment. Ég held að ef við ætlum að skoða gengi Liverpool á þessari leiktíð þá verði að taka alla þætti með í umræðuna. Þegar Dalglish tók við voru flestir á því að þar væri réttur maður komin til að stýra skútunni (eins og alltaf eru þó skiptar skoðanir á hver sé réttur maður og er það bara hið besta mál), og vissulega lofaði árangur síðasta tímabils undir stjórn Dalglish góðu, ungir leikmenn í sambland við reyndari leikmenn fengur tækifæri og stóðu undir væntingum og vel það. Staða liðsins þegar Dalglis tók við var ekki neitt sérlega glæsileg, en gengi liðsins eftir að hann tók við varð til þess að mikill meirihluti þeirra manna/kvenna sem hér skrifa töldu að nú lægi leiðin bara upp á við.

    Þesar væntingr urðu æ sterkari eftir að við fórum að kaupa leikmenn og enn og aftur voru flestir á því að við værum bara að koma sterkir til leiks fyrir þetta tímabil, ekki minkuðu þessar væntingar þegar Steve Clark var fengin sem aðstoðarmaður Dalglish, og ég er einn af þeim sem hafði fulla trú á liðinu. Það eina neikvæða (á þeim tímapunkti) sem maður sá var að Torres fór frá klúbbnum, og voru menn almennt mjög sárir og svektir, og það skiljanlega, en lífið heldur áfram og við fengurm Carrol til að fylla hans skarð, sem hefur að vísu ekki gengið upp, nema ef litið sé til þess hvernig Torrse hefur gengið hjá Chelsea, báðir búnir að eiga frekar slakt tímabil.

    Það lyggja margar ástæður að baki slöku gengi Liverpool á þessari leiktíð, og það verður að taka allt með til að fá einhverja heildarmynd svo raunhæft geti talist. Það getur vel verið að mér yfirsjáist einhverjir þættir varðandi slagt gengi liðsins, en þetta verðum við að taka með í pakkan.

    Meiðsli lykilmanna (Lucas, Gerrard, Johnson, Agger)
    Röng kaup á leikmönnum
    Áttal leikja bann Luis Suarez
    Ungir og efnilegir leikmenn hafa ekki fengið tækifæri sem skyldi

    Þetta tel ég vera aðal ástæðru þess að árangur okkar hefur ekki verið eins og við flest héldum að hann myndi verða. Auðvitað koma aðrir þættir hér að líka s.s. leikskipulag og motevering leikmanna o.fl. Og það hefur alvega komið fram hér í umræðunni hvað mönnum finst um það og þar hefur Dalglish fengið skömm fyrir, og vissulega á hann þátt í því hvernig okkur hefur gengið, en ég tel það engan vegin vera allt á hans ábyrggð.

    Hvort það sé rétt að láta Dalglish fara, veit ég ekki, en við þurfum að vinna okkur úr vandanum sem við erum í og það er ég alveg viss um að það er það sem er verið að gera hjá klúbbnum. Margar og misjafnar skoðanir eru á því sem við eigum að gera og er það bara gott mál. Flestir finnst mér vera á því að láta Dalglish fara og fá nýjan ungan stjóra nú eða Rafa aftur, margir vilja gefa ungum stjóra séns á að byggja upp lið til framtíðar en ekki gefa Dalglish séns á að byggja upp lið til framtíðar. Menn tala um að Rafa hafi verið að byggja upp tiltekið munstur með því að láta öll lið Liverpool spila sama kerfi til að gera menn betur undir það búna að koma að aðalliðinu, og eflaust eitthvað til í því. Hver sem niðurstaðan verður þá verður hún umdeild, það er bara þannig að það er alldrei hægt að gera öllum til hæfis og svo mun verða áfram.

    Ég hef fulla trú á að Liverpool muni rísa aftur upp og verða á þeim stalli sem ég vill sjá liðið vera á, sem er í topp 4 ár eftir ár. Ég hef fulla trú á að við eigum eftir að vinna deildina innan fárra ára. Hvort það verður gert með Dalglish eða einhverjum ösðrum stjóra, það veit ég ekki, en ég er einhvernvegin að komast á þá skoðun að ef Dalglish verði látin fara séum við að fara copera það sem t.d. Chelsea eru að gera, sífellt að reka stjórann, spurningin er, eigum við ekki að standa með okkar manni. Eins og segir í textanum, You´ll Never Walk Alone…

    Áfram LIVERPOOL… YNWA….

  41. Er ekki fræðilegur möguleiki á að við gætum fallið á þessu tímabili ef við gerum ráð fyrir að fá a.m.k. 1-3 stig úr þeim leikjum sem eftir eru?

  42. robbi 42# og 45#
    Mikið rosalega finn ég til með þér, finnst leiðinlegt að Man Utd stuðningsmenn vilji ekki vera vinir þínir og spjalla við þig á þeirra spjallvef (ef þeir eiga hann þá). En í raun skil ég þá vel ef þú hefur ekkert gáfulegra til málanna að leggja en þessi tvö innlegg þín hér að ofan. Þú þarft ekkert að vera feimin við að segja það bara eins og er að þú ert hér inni til að læra og sjá hvernig á að blogga… Ég er viss um að ef þú vandar þig við að skrifa á ykkar spjallvef að þá færð þú að vera með. Byrjaðu bara á að segja lítið og reyndu að hafa það málefnalegt og ég er viss um að þú færð að vera með hjá þeim. Það er stundum erfitt að segja það sem maður hugsar og ekki öllum gefið, þá er gott að lesa hvað aðrir segja og svo bara reina að læra af þeim alveg eins og þú ert að gera hjá okkur…. Gangi þér vel vinur….

  43. Enskir. Þú hefur ekki lesið það sem ég skrifaði.

    Ég er alls ekki bara að tala um Liverpool, heldur tískuna í dag að rífa allt niður. Annars svara ég þér ekki, viðurkenni andstyggð á að þú vísar í skítasnepil. Margir aðrir möguleikar.

    Eyddi robba, hann verður blokkaður ef hann bætir við hef ég trú á.

  44. Tískan í dag er ekkert önnur í alvöru fjölmiðlum en hún var fyrir tíu eða tuttugu árum. Aðgengi okkar, sem búum á Íslandi, hefur bara batnað til muna og við erum því loksins færir um að geta lesið aðra íþróttaumfjöllun en þá íslensku enda vill hún oft verða ansi fátækleg og einsleit.
    En miðað við það sem þú, Maggi minn, hefur skrifað á þessa síðu, þá hafa bara sumir miðlar rétt fyrir sér, aðrir ekki. Mér hefur stundum blöskrað þær samsæriskenningar sem hafa fengið að fljóta óáreittar um þessa síðu um að þessir og hinir, ákaflega virtir breskir fjölmiðlar, hafi horn í síðu Liverpool. Það er algjör fjarstæða að halda slíku fram. (´þegar ég meina virtir fjölmiðlar þá er ég ekki að meina götublöðin svokölluðu, þau eru bara alltaf í stríði).
    Liverpool hefur undanfarið gert risastór mistök í samskiptum sínum við fjölmiðla og málaði sig algjörlega útí horn í Suarez-málinu. Raunar þarf félagið á markvissri herferð til að endurheimta glæst orðspor sitt utan vallar því það er rúið inn að skinni…

  45. Hef ekki haft tíma til að lesa þennan þráð en stoppaði við þetta

    Maggi, John Aldrige er í viðtali í dag við breska blaðið The Sun

    WTF? Án gríns?

    Annars er eini munurinn núna á kvabbinu í fyrrum leikmönnum Liverpool og t.d. þegar Benitez var með liðið að þetta er núna öllum að kenna ekki bara stjóranum. Þó gengið sé mikið mikið verra. Þeir eru margir hverjir (Hansen, Aldridge, Lawrenson o.s.frv.) leigupennar sem eiga að segja “eitthvað áhugavert”. Ég er ekki endilega að gera lítið úr skoðun Aldo eða segja að ég sé ósammála henni en þetta er þrátt fyrir það bara hans skoðun.

    En var hann í alvöru að tala við The S*n? Trúi því varla.

    Uppfært:
    Er verið að meina þennan pistil?
    http://www.liverpoolecho.co.uk/liverpool-fc/liverpool-fc-news/2012/04/03/john-aldridge-liverpool-fc-are-in-crisis-and-action-is-needed-to-stop-the-rot-100252-30680274/
    Þetta er a.m.k. alls ekki The S*n.

  46. Nei, Babu, þetta er sennilega rétt hjá þér, Th# S””” tóku þetta af vefsvæðinu án þess að geta heimilda. Sem er nú kannski ágætis vitnisburður um vinnubrögð þeirra.

    En þetta er hins vegar aukaatriði í þeirri umræðu sem ég var að starta og tók til umræðu um fjölmiðla og fótbolta. Punkturinn er þessi; þegar liðum gengur illa er eðlilegt að fjölmiðlar reyni að velta við öllum steinum og finna einhvern flöt. Og það er undarlegt að halda því fram að neikvæðar fréttir selji; fréttir selja, sumum finnst bara neikvætt að vera í fjölmiðlum, það er hins vegar allt annar handleggur.

  47. Aftur.

    Er ekki bara að tala um Liverpool heldur þá lensku að frekar velja neikvæðar fréttir en jákvæðar. Bara alls ekki bara um LFC og ekkert um samsæriskenningar.

    Þú hefur t.d. ekki svarað hvort Shankly hefði verið rekinn í nútímanum. Ef ekki, hvers vegna þá ekki. Og ef hann væri rekinn, væri það skynsamlegt?

  48. ég held að Shankly hefði ekki verið rekinn því þótt gengi hans hafi á köflum verið rysjótt þá vann hann alltaf titla með reglulegu millibili. Hann átti jafnframt í mjög sérstöku sambandi við aðdáendur og er talinn eiga mestan heiðurinn af andrúmsloftinu á Anfield og þeirri nálægð sem leikmenn upplifa við aðdáendur liðsins. Hið sama má segja um King Kenny, ef einhver annar stjóri sæti við stjórnvölinn á Merseyside væri hann fokinnn.
    En um þetta snýst málið.
    Í fyrsta skipti núna í langan tíma hefur L’pool tekist að stjórna umfjöllun um liðið ákaflega vel, engar óánægjuraddir úr hópnum eru farnar að heyrast á opinberum vettvangi og menn hafa nett þurft að geta í eyðurnar hvað sé á seyði. Sem er magnað.
    Þar að auki eru það ekki fjölmiðlar sem reka framkvæmdarstjóra heldur eigendur félaganna. Þeir hafa fjárfest í liðinu og vilja fá sinn skerf aftur. Ég held til að mynda að ekkert blað hafi látið reka allan þann fjölda stjóra sem hefur setið í stólnum hjá Chelsea.
    Það eru ekki fjölmiðlar sem hafa búið til pressu á leikmenn heldur félögin sem greiða þeim asnalega háar fjárhæðir. Mönnum hættir oft til að skella skuldinni á fjölmiðla þegar illa gengur þegar fólk ætti í raun að líta sér nær.

  49. Loftur #15

    Eg er með sky pakkann, þar borgar þu X upphæð fyrir uppsetningu sem er nalægt 100 þus. svo borgaru manaðarlegt afnotagjald sem er mismikið eftir þvi hvort þu sert með HD og svo framvegis.
    Innifalið i þessum pakka eru svo ymislegar afþreyingarstöðvar sem syna allar helstu sjonvarpsseriur, leiknar og teiknimyndir, nokkrar rasir sem samsvara biorasinni, heimildastöðvar a borð við Discovery og annað i þeim dur og svo siðast en ekki sist sportrasirnar.
    Þar ber helst að nefna Skysports1-4, Eurosport1-2 og Espn.
    Byrja a göllunum. Eg horfi lang mest a fotbolta af ollum iþrottum og þa helst þann enska.
    Malið með skysports er að þeir eru bundir af breskum landslögum sem miða af þvi að fa folk a vollinn um helgar, þeir syna þvi aldri neinn leik ur miðjunni a laugardögum. möo þeir syna leik i hadeginu og svo seinni partinn en sleppa alveg ur aðalumferðinni þegar flestir leikjanna eru leiknir.
    Þeir syna svo 2 leiki a sunnudögum og þa yfirleitt svona fyrirfram betri leikina.
    Þetta þyðir að stöð2sport getur synt mun fleiri leiki og eg t.d. ekki næstum þvi öllum liverpool leikjum her heima.
    Þetta gæti þo verið að breytast hja stöð2 og þa i þa attina að þeir megi bara syna 1 leik a laugardögum kl. 14/15.
    Hinsvegar reyna menn hja sky að setja upp eins mikið af spennandi leikjum og þeir geta i hadeginu a laugardögum eða seinni partinn og svo setja þeir oft upp svokallaða SuperSundays sem eru yfirleitt frabær afþreying fyrir alla fotbolta unnendur þar sem umfjöllun og leikir spanna einhverja 6 tima a leiðinlegasta degi vikunnar.
    Meistaradeildar umfjöllunin er svo til fyrirmyndar þar sem syndir eru allir leikirnir i einu og goð umfjöllun fyrir og eftir. (hvað eg sakna þeirrar keppni)
    Varðandi ensku bikarkeppnirnar þa eru syndir 1-2 leikir ur hverri umferð a sky, bbc eða itv. (held að bikarkeppnirnar i bretlandi seu i opinni dagskra)
    Annars er eg með aðgang að LFC.tv a ser ras ekki hliðarras sem dettur ut ef það er verið að syna aðra leiki.
    Skysports syna svo spænska boltann og sinna þvi nokkuð vel.
    Espn er með Italska boltann og það er sama fyrirkomulag, ekki allir leikir en samt goður slatti og þa svona helstu leikirnir.
    Það er svo goður slatti af öðrum iþrottum sem rulla i gegn a þessum stöðvum, breskar og lika ameriskar. Rugby, Basket, baseb, Amer Foot, MMA, Darts, etc etc

    Bottom line i þessu er að þratt fyrir gengishrun er þetta ekki miklu dyrara (ef þu tekur bæði s2s og s2s2), þu færð minni aðgang að þinu liði (ekki alla leiki) en samt sem aður meiri aðgang að iþrottum almennt.
    Ekki endalausar endursyningar og skjamyndir.
    Og ef þu þarft að selja konunni þessa hugmynd þa er hellingur að efni sem hun getur haft gaman af inni þessu öllu eins og eg taldi upp aðan.
    Það eru svo engin orð sem fa þvi lyst hversu miklu miklu miklu miklu miklu betri umfjöllunin er i kringum iþrottirnar uti.
    Það eru ekki nema 1-2 a islandi sem eg get hlustað a heilan leik an þess að fara reita har mitt, restin er svo otrulega ***** ætla ekki að eyða frekari orðum i það.

    Eg ss. mæli með þessu inna hvert heimili enda er stöð2sport pakkinn mesta peningaplokks ripoff sem a jörðinni finnst.

  50. Enskir – nú erum við farnir að tala saman.

    Þarna erum við sammála með Shankly og Kenny. LFC var komið ansi langt frá rótum sínum eftir stjórnun síðustu ára, sér í lagi G&H tímabilsins og það er einfaldlega enginn betri í að endurvekja félagið og þau gildi sem það stendur fyrir, eins og t.d. að halda vandamálum “in-house” sem er það sem alvöru lið gera, sjáum t.d. United og Barca.

    Hins vegar held ég að ég geri pistil til að ræða hitt atriðið, þ.e. veruleika fótboltans í dag og hroka nútímans gagnvart íþróttinni áður. Þar er sko LFC ekki eina dæmið, þau verstu nýlega tengjast frekar Ferguson og Mourinho. Þó Móri sé nú ekki vinur minn var meðferðin á honum í bresku pressunni til skammar og átti án vafa þátt í því að hans ferli á Englandi lauk. Ekki nokkur spurning. Sama má vissulega benda á varðandi Rafa og með öfugum formerkjum þegar Roy Hodgson var “skrifaður” inn í stjórastarf af pressunni.

    En ég er líka sammála þér að hluti bullsins liggur í óstjórnlegum peningum sem félögin hafa sett í þetta og það er einmitt þess vegna sem ég óska þess að okkar lið taki ekki þátt í launasirkusnum og ofdekrunarsukkinu sem mörg önnur gera.

    Þetta er ekki íþróttinni til nokkurs gagns, en fyllir vasa sumra af seðlum…

  51. “Ég hef horft á enskan fótbolta “live” síðan byrjað var að sýna hann á Íslandi. Það eru u.þ.b. 20 ár. Ég FULLYRÐI að liðið sem vann tvennuna 1985 – 1986 myndi vinna hana í dag.”

    @ Maggi (#39)

    Eins innihaldslítil fullyrðing og hugsast getur enda engin leið að sannreyna hana eða hvað þá diskútera á röklegu plani (ég mun nú samt reyna það). Tímaflökk eru ekki gerlega ennþá (svo vitað sé) og nostalgíutrippin eru orðin ansi ýkt þegar svona er skellt fram. En svona fullyrðingar og vangaveltur veita innsýn inní það af hverju Magga & mörgum öðrum finnst sem KK hafi ekkert misst frá fyrri tíð og sé alveg jafngildur öllum nútímaþjálfurum. Ég er ósammála því.

    Það hefur heill hellingur breyst á yfir 25 árum í fótboltanum. Að halda öðru fram er stórfurðuleg fullyrðing. Hraði, úthald, skipulag, taktík, boltar, skófatnaður, dómgæsla, matarræði, áfengisneysla o.fl. Allt hefur þetta stórbreyst til batnaðar og þegar maður horfir á leiki frá þessum tíma er eins og þeir séu í hægri endursýningu. Það sem helst mætti segja að standist tímans tönn er karakter, sigurvilji og boltahugsun, en þó er erfitt að bera það saman sökum gerbreyttra aðstæðna, launa og alþjóðlegrar samkeppni.

    Ég tel fullyrðingu Magga ekki á rökum reista, svo ég orði það kurteisislega. Ég tel að Beglin og Nichol ættu varla roð í hraðann á Bale eða Lennon. Whelan, Molby og McMahon myndu ströggla við að eltast við Silva, Aguero og Nasri, hvað þá að hemja þá. Hansen og Lawrenson ættu fullt í fangi með Rooney eða Chicorito. Rush, Walsh og Johnston ættu erfitt með að sleppa úr klónum á Kompany, Richards og Toure. Ætli Grobbelaar myndi ekki spjara sig best enda minnsta breytingin á þessum tíma er markmannsstaðan.

    Liðið sem vann tvöfalt árið 1985-86 fékk 88 stig í 42 leikjum. Það er um 2,1 stig að meðaltali á leik og myndi duga þeim í 3.sæti í deildinni í dag miðað 31 leik spilaðan og væru þá með 65 stig, 11 stigum frá toppsætinu. Þeir myndu í raun ekki vinna í dag miðað við gengi sitt frá þessum tíma, jafnvel þó þeir væru ekki að spila við nútímalið sem væri mun erfiðara að vinna stig gegn.

    Menn geta svo sem velt þessari fullyrðingu fyrir sér ef að liðið 1985-86 hefði fengið nútímaþjálfun að hvernig gengi þeim þá en það er of vísindaskáldsögulegt til að nenna að eyða tíma í það. Pirringur út í nútímann og eftirsjá eftir gömlu góðu dögunum þegar Ómar hafði hár munu ekki gera okkur mikið gagn. Yljum okkur við minningarnar af gullöldinni en í gvöðanna bænum: Get real!

    Nútíminn er trunta með tóman grautarhaus.
    Hjartað það er hrímað því heilinn gengur laus.
    – Hinn Ízlenski Þursaflokkur.

  52. Já. En þú mátt samt ekki gleyma því að united borgaði himinháar sektir fyrir sinn mann vegna þess að hann neitaði að tala við BBC eftir heimildarmynd um son hans. Ferguson hefur einfaldlega lært að nýta fjölmiðla á meðan aðrir stjórar, eins og okkar ágæti Benitez fékk að kynnast. Hann veit hvernig þeir virka og virkja þá í sínu stríði við önnur félög; sjáið bara stríðið við Mancini, hver kemur on top þar.
    Trúðu mér, þegar ég segi, allir breskir fjölmiðla vilja skrifa eitthvað krassandi um United, skv. öllum könnunum er United hataðasta félagið á Bretlandseyjum og ef einhverjum tækist nú að sigra vondu gæjana, þá væri það “field day” fyrir fjölmiðla. Og bresku blöðin hafa nú fengið vænar flísar á sinn disk; þegar Ferguson sparkaði skó í andlit Beckham, þegar Jaap Stam skrifaði ævisöguna sína og Roy Keane gagnrýndi aðra leikmenn félagsins. Allir eiga þessir leikmenn það hins vegar sameiginlegt að hafa verið látnir fara fyrir að fylgja ekki fjölmiðlalínu Sör Ferguson.
    Mourinho má hins vegar stundum sjálfum sér um kenna; þegar hann fór að tala um að hann væri the special one og þar fram eftir götunum þá gróf hann hægt og bítandi sína eigin gröf. Hið sama er uppá teninginum á Spáni, þegar liðinu gengur illa þá missir Mourinho stundum kúlið og beinir spjótum sínum í allar áttir.

    Þótt Ferguson sé auðvitað holdgervingur hins illa í augum okkar Púlara þá hefur hann lært á fjölmiðla, þróast með þeim og nýtt sér styrk-og veikleika þeirra. Og þetta er eitthvað sem stjórar í toppklúbbum þurfa að læra. Kenny Dalglish líka. Þess vegna er augljóst, eins og sakir standa hjá okkar ágæta klúbb, að það hefur verið gefinn út ákveðinn lína í kringum LFC og alla sem snertir félagið; það talar enginn nema yfirmennirnir…Og það er vel því liðið má ekki við ummælum sem hugsanlega verða tekin úr samhengi og valda eingöngu meiri særindum.

  53. Mér sýnist að Maggi sé bara alveg búinn að missa það.

    Nostalgían er rómantísk, en það er svo langt sem hún nær.

    Tímarnir eru breyttir og Liverpool mun ekki breytast nema að hugsunarháttur klúbbsins og stuðningsmanna eins og Magga breytist einnig.

    Klúbburinn er í rosalegri tilvistarkreppu og svona halelúja-ræður frá Magga gera ekkert annað en að skemma fyrir.

  54. Sælir félagar

    Mér finnst umræðan milli Magga, Ensks og Beardsley frábær og málefnaleg. Þó Maggi fari heldur halloka í henni þá finnast mér athugasemdir eins og Kidda#59 fullkomlega óþarfar og algerlega lausar við að vera málefnalegar.

    Hvað umræðuna sjálfa varðar er ég sammála Enskum í raunsæju og fordómalausu viðhorfi til fjölmiðlaumræðunnar. Við erum ansi hörundsárir Púllarar og þegar illa gengur þá viljum við helst kenna öðrum um og bölvum fjölmiðlum fyrir að segja óþægilega hluti.

    Eins hneigist ég að viðhorfi Beardsley varðandi tvennuliðið og nútímafótbolta. Þó fótboltinn hafi ekki breyst í grundvallar atriðum þá er gífurlegur munur á þeim kröfum sem gerðar eru til leikmanna varðandi getu og hegðun frá því sem áður var. Því held ég að skoðanir Magga verði undir þar ef kalt er metið. Þó stend ég alltaf með gömlum og góðum nemanda sem er svo gegnheill púllari að leitun er á öðrum eins. Eru þó margir ansi öflugir hér á kop.is

    Hinu hefi ég þó meiri áhuga á nú um stundir hvað er í raun að gerast árbökkunum í Liverpool borg og hver framvindan verður. Greinilegt er að eitthvað er í gangi. Annað væri líka skrítið því það getur enginn litið fram hjá því að það er krísa í LFC. Hvernig hún verður leyst fáum við örugglega að vita í fyllingu tímans en lausn þarf að finna og leikmenn og aðrir þurfa að stíga upp úr bosinu og standa sína plikt. Annað er ekki í boði – eða þannig.

    YNWA

  55. Ég hef lokað íþróttarásinni fyrir enska boltann, aldrei gert það áður. Var bara búinn að fá nóg. Fylgist spenntur með hvað gerist í bikarnum. Vona að okkar menn komst í úrslitaleikinn.

    Áfram Liverpool!!!!!!!!!!!!!!!!

  56. Annars bara get ég ekki annað en verið sammála Beardsley í kommenti 57. Ótrúlegt að reynda að halda því fram að liðið frá 85-86 myndi vinna deildina í ár!!!!

  57. Algjörlega, Mr. Beardsly, mjög merkileg grein.

    Ég er aftur á móti ekki sammála honum með að starf Commolli sé öruggara en Dalglish, ég tel að ef einhver verði látinn fara verði það Commolli. Eigendurnir virðast vera nokkuð naskir á sögu LFC og, eins og blaðamaður Daily Mail bendir á, er þetta furðuleg staða að vera í. Að Dalglish gæti raunverulega orðið sigursælasti þjálfari LFC síðan Houllier stýrði liðinu til fernunnar en samt stjórnað liðinu á einu versta “rönni” sem heimildir geta til um.

    Mér finnst hins vegar merkilegust þögnin í kringum klúbbinn um þessar mundir. Blaðamannafundur Dalglish á morgun verður merkilegur, svo mikið er víst. Það er eins og menn séu í þagnarbindindi, það heyrist hvorki hóst né stuna frá einum eða neinum. Og var þó af nógu að taka; rautt spjald á Reina, meint blótsyrði Carroll í garð Dalglish.

  58. Robbi hefur verið bannaður frá síðunni og ég henti út öllum svörum honum tengdum.

    Hvað er annars að frétta með þessa United-menn sem eru uppteknari af lélegu gengi Liverpool en eigin yfirvofandi titilsigri? Þetta er undarlegur þjóðflokkur. Sjá engan tilgang í að stofna sína eigin síðu og ræða sitt eigið lið þegar það er frekar hægt að koma inn á Kop.is og spjalla um Liverpool.

  59. Ég verð mjög leiður ef að Kuyt fer í sumar, en skil þá ákvörðun svo sem alveg ef það kemur eitthvað stórt nafn í staðinn sem getur gert eitthvað!

    Eina jákvæða við að Kuyt fari er að ég get keypt mér treyju með nafninu hans aftan á með liði sem vinnur einhverja fjandans fótboltaleiki… Annað en er uppi á teningnum hjá Liverpool þessa dagana…

  60. Kominn úr ferðalaginu og sé það að ég þarf víst að passa mig á hvernig stuðningsmaður ég er. Takk fyrir það Kiddi.

    Ég aftur á móti fullvissa ykkur um það að ég er enn jafn sannfærður um það að þeir leikmenn sem unnu tvennuna 1985-86, í nútímanum væru líka yfirburðamenn. Haldiði að ég sé svo einfaldur að halda því fram að þeir myndu áfram æfa eins og þeir gerðu þá, færu á pöbbinn eftir leiki og hryndu í það í jólafríinu? Nei, svoleiðis alls ekki.

    Á þeim tíma var LFC mjög framarlega í sinni uppbyggingu á félaginu og því er auðvitað 1000% á hreinu að þeir leikmenn sem voru með 1986 yrðu að fylgja nútímanum í æfingum og næringu. Það var aldrei nokkuð annað framundan í minni skoðun en það að á tímabilinu 1985 – 1990 gekk ansi mikið á hjá félaginu en þó náði það sínum hæstu hæðum á því tímabili, vegna þess að þar fóru afskaplega góðir knattspyrnumenn sem voru í afburðaþjálfun, agaðir og miskunnarlausir. Þá kosti þarf lið að bera. Svo þetta varðandi að horfa á hægt, þá legg ég til að menn horfi á okkar menn hluta næstbesta lið vorsins 1988, Nottingham Forest í sundur með fimm mörkum gegn engu og tala um að sýnt sé hægt. Svo að þegar ég ber saman liðin þá er ég að horfa til þeirra hæfileika sem prýddi íþróttamennina og reikna með að þeir nenni að æfa eins mikið og þeir þurfa. Sá var nú mælikvarðinn minn, það væri líka hægt að snúa honum við og spá í hvað Gerrard og co. hefðu gert í þeirra raunveruleika, á þeim launum og við þær aðstæður sem voru í gildi þá.

    En þetta er ekki umræða nútímans og vel má vera að aldur minn og ofangreind trú sé þess valdandi að skoðanir mínir eigi ekki við á kop.is. Það þarf bara að skoða.

  61. Æi, í fyrsta sinn í ansi langan tíma, nenni ég ekki að horfa á liðið mitt spila. Er eiginlega alveg áhugalaus yfir því hvort þeir nái jafntefli eða ekki gegn Aston Villa um helgina. Finnst meira segja svona Liverstoke brandarar pínu fyndnir.

    Ætla bara að horfa á Gylfa og Swansea spila sitt pass and move og leyfa Kenny og félögum að eiga sig þessa helgina.

    Á meðan liðið spilar skítabolta nenni ég ekki að eyða tíma í þá, Carling cup eða ekki. Leiðindafótbolti er bara leiðindafótbolti.

  62. Árangur liðsins er skelfilegur en það er ekki hægt að klína því öllu á K Kenny.Hann gerir skurk í leikmannahópnum þegar hann kemur og samkvæmt nýjustu fréttum er önnur vorhreingerning framundan.Stuðningsmenn eru með háleit markmið á hverju ári sem virðist vera erfitt að uppfylla.Það tekur meiri tíma að bæta fyrir óráðssíu undangenginna ára.Ég er á því að við eigum að sýna hvað það er að vera með alvöru LIVERPOOL hjarta og styðja kallinn í þessari uppbyggingu Y.N.W.A

  63. Ætli CR7 fari yfir 60 mörkin a leiktíðinni og meistari Messi yfir 70? Ég veit að þetta tengist ekki Liverpool en hvað haldið þið?

  64. Ég held að stóra áhyggjuefni okkar púlllara sé hverja KD kaupir til liðisins í sumar.

    Miðað við hina stórbrotnu skitu í leikmannakaupum sem maður varð vitni að síðasta sumar, þá er maður ansi langt frá því að vera bjartsýnn fyrir næsta tímabil.

    En ég hreinlega neita að trúa því að KD sé svona freðinn, svo gjörsamlega vanhæfur til að setja saman lið. Henderson, Downing, Adam… Hvurslax sturlun er það eiginlega…? Hann hlýtur að eiga eitthvað inni. Ef ekki, hverfur hann til “virðulegri” starfa fljótlega í október 2012. Gefum honum séns, leikirnir fyrir utan FA cup skipta engu máli úr þessu. Næsta sumar skiptir öllu máli. Höfum beðið í 20 ár. Eitt ár til fyrir kónginn verður vonandi þess virði.

  65. Já næsta sumar verður gríðalega mikilvægt fyrir Liverpool, mér finnst góðar fréttir ef satt reynist að Kyut og Maxi fara í sumar, klúbbur eins og Liverpool þurfa að hafa leikmenn sem kunna fótbolta,menn sem geta tekið menn á og sýnt einstaklingsframtak við og við það geta ofangreindir ekki því miður,eins finnst mér alveg furðulegt að við skulum ekki hafa neinn hægri kantmann í okkar hópi (stórfurðulegt),okkur vantar strax hægri kantmann og eins miðjumann sem getur leyst þá vinnu sem Alonso gerði hjá okkur mann sem dreifir spilinu og kemur með úrslitasendingar. já mikið vona ég að við gerum betri kaup í sumar og vonandi mun KK ekki fyrst lýta á ríkisfang (breskir) þeirra leikmanna heldur fyrst og fremst getu og hæfileika þeirra. YNWA

  66. Ég verð að vera sammála Magga með 1985-1986 lið Liverpool – ég er ekki frá því að það sé besta Liverpool-lið sem ég hef séð.

    Málið er auðvitað það, að erfitt er að bera saman lið frá mismunandi tímabilum í sögunni. Sama gildir um leikmenn. Menn segja oft að Pele sé sá besti í sögunni, svo Maradona, svo Zidane og svo Messi. Þetta geta menn diskúterað fram í hið óendanlega en enginn óumdeild niðurstaða kemur úr því, vegna þess að þessir leikmenn kepptu aldrei á móti hvorum öðrum þegar þeir voru upp á sitt besta.

    Sama gildir um lið. Að mínu mati er besta félagslið allra tíma AC Milan þegar þeir unnu Barca 5-0 í úrslitaleik CL. Ansi mörg Liverpool lið koma þar á eftir, og 1985-1986 er sennilega það besta. Það hafði allt sem sannir meistarar þurfa að hafa – áræðni, þrjósku, gríðarlega vel skipulegt, ótrúleg gæði en umfram allt þá kunni það lið að ganga frá leikjum.

    Peter Beardsley talar hér um að menn á borð við Hansen og Molby og alla þá kappa, ættu í miklum erfiðleikum með bestu leikmenn heims í dag. Hann virðist, að því mér sýnist, algjörlega sleppa því að fjalla um einn stærsta þáttinn sem gerir góða leikmenn að frábærum leikmönnum – það er leikskilningur. Þetta Liverpool lið var skipað leikmönnum sem kunnu öll trixin í bókinni, ef svo má segja. Þeir voru ef til vill ekki bestu leikmenn heims á þeim tíma, en þeir höfðu allt annað sem skar þá frá hinum leikmönnunum – leikskilninginn.

    Sami Hyypia er auðvitað nærtækasta (og mitt uppáhalds-) dæmið um leikmann sem gæti ekki tekið bestu leikmenn heims á í spretthlaupi á eftir bolta, en það bara skipti ekki máli því hann var búinn að stimpla leikmenn út úr leiknum áður en til þess kom. Af hverju? Því leikskilningur hans bætti upp fyrir allt annað sem hann skorti, hann las leikinn betur en flestir aðrir. Og þess vegna er hann einn besti varnarmaður Liverpool fyrr og síðar – ef ekki sá besti. Við gætum alveg eins talað um Carragher á sama hátt.

    Eitt sem ég skil samt ekki hjá Magga er, hvaða máli skiptir þetta fyrir rökræðuna? Fótbolti hefur ekki breyst í grunninn á þessum árum/áratugum síðan Shanks, Paisley og Kenny (hin fyrri!) voru upp á sitt besta. Ég veit það kannski ekki fyrir víst og get ekki fullyrt um það, en ég efast ekki um að þegar verst gekk hjá þeim – og það gekk auðvitað ekki alltaf allt upp – þá hafi stuðningsmenn liðsins allir haft sínar skoðanir á málefnum félagsins. Sumir hafa eflaust trúað því statt og stöðugt að þeir væru ekki réttu mennirnir til að leiða félagið, aðrir hafi kennt leikmönnum um að sinna starfi sínu nægilega vel … o.s.frv.

    Við erum öll nægilega skynsöm að trúa ekki því, þegar fjölmiðlar segja okkur eitthvað. Við eigum allavega að vera það skynsamar verur, og getað myndað okkur eigin skoðun á málefnum dagsins. Og við höfum allir skoðun á stöðu Kenny á þessu tímabili, og stöðu leikmanna sömuleiðis. En við fáum aldrei eina rétta niðurstöðu um það á þessum tímapunkti, og það er það sem gerir líf okkar sem stuðningsmenn svo skemmtilegt – við rökræðum hlutina fram og til baka án þess að komast að einni réttri niðurstöðu 🙂

    Annars ætla ég ekkert að ræða stöðu Kenny Daglish sérstaklega fyrr en eftir tímabilið. Ég ætla bara að reyna að horfa á næsta leik, og trúa því að mitt lið vinni.

    Homer

  67. Ég held að þetta sumar verði gríðarlega mikilvægt og koma klárlega til með að verða talsverðar hreinsanir. Kuyt , maxi, aurelio, joe cole, agulani, doni og hugsanlega einhverjir fleiri koma til með að hverfa á braut. Við þetta losna gríðalega miklir peningar í launum og einnig ættum við að fá einhverjar 20 milljónir punda fyrir þessa stráka. Við komum til með að kaupa einhverja spennandi leikmenn í staðin ég væri persónulega tilbúin í að skoða einhverja af þessum leikmönnum Real madrid sem að eru ekki að komast í liðið hjá þeim t.d Albiol. Granero, Diarra, Sahin , altintop og síðan að reyna að kaupa einhvern góðan striker Olic var t.d sterklega orðaður við okkur fyrir einhverju síðan og sýnist mér hann vita hvar markið er og er algjör fighter í boxinu og með frábærar staðsetningar og góður skotmaður.

    einnig hef ég fylgst með championship deildinni og er Zaha hjá Palace spennandi eins og hann moses hjá Wigan-Dempsey hjá Fulham

    Held að við eigum eftir að versla vel í sumar og ætla að vona að daglist sjái þennan shortlist hjá mér

    ynwa

  68. Hef verið að velta því fyrir mér hvað var það sem gerði Carrol að efnilegasta leimanni daildarinnar þegar hann lék með Newcastle. Maðurinn hafði leikið nokkra leiki í efstu deild, það var allt of sumt.
    Einhvernvegin fyrir utan það að vera ekki nógu góður í fótbolta þá held ég að þetta sé einhver ömutlegasti samherji sem hægt er að hugsa sér. Ap sjá hann rífa kjaft út í eitt er í besta falli hræðilegt, Við eigum ekkert að vera bíða eftir að eitthvað gerist hjá honum heldur losa okkur við hann strax, vissulega stórt tap en sennilega þurfum við að horfa fram á við.

    Ég verð að segja að ég er að mörgu leiti sammála Magga, hfe fylgst svipað lengi að ég held með deildinni þó það segji svo sem lítið. En málið er nú samt það að eftir alla titlana tekur Souness við svo Evans og þá Houllier og Þegar Houllier kemur held ég að öll trú fólks á því að liðið sé að fara að gera eitthvað sé alveg úr sögunni. Síðan kemur Benitez og byggir upp trú fólks á ný, en nú erum við einhvernvegin komin aftur til baka.
    Held að það gætu t.d. orðið erfitt fyrir næstu stjóra Utd. þar sem alltaf mun verða ætlast til að þeir geri eins og Ferguson

  69. Homer. Ástæðan fyrir því að þetta atriði (gamla liðið) dróst inn í rökræðuna var sú staðreynd að hér var skrifað að KD réði ekki við “nútíma” fótbolta. Ég held að sá sem náði árangri sem þjálfari 1986 hafi allar forsendur til að ráða við þjálfun í nútímanum. Enda margir enn við störf sem voru þá, sumir bara með ágætis árangri.

    By the way, er sammála þér með að AC Milan var ansi öflugt lið, hefði svo viljað að LFC hefði fengið tækifæri til að spila við þá á sínum tíma!

    Hins vegar er það í rökræðunni kannski minna mál en að reyna að benda á að það er ekki sjálfgefið að slakur árangur til skemmri tíma (eins og nú frá áramótum utan bikarkeppna) þýði það að allt sér í rugli, og þess vegna benti ég á titlalaust, langt tímabil hjá Shanks og síðan það að við stjórn væri maður sem veit hvað þarf til að búa til sigurlið og veit nákvæmlega hvað það er sem Liverpool FC stendur fyrir.

    En þar liggur kannski eitthvert misræmi. Ég t.d. er á því að Liverpool eigi að hafa sterkan kjarna Scousera og leikmanna sem bera virðingu fyrir gildum félagsins í gegnum tíðina og þeim sess sem það ber í borginni.

    Fyrir utan það að Liverpool þarf að lágmarki að vera skipað 8 “enskum” leikmönnum á ári, hugsanlega 10 á næstu árum. Þess vegna skildi ég kaup síðasta sumars, enda tiltóku held ég bara allir Bretarnir að þeir væru komnir til félags sem myndi gera þá að betri leikmönnum og þar ynnu þeir titla.

    Því miður hefur það nú ekki gengið alveg nægilega vel hjá þeim að spila vel, en þó hafa þeir vissulega unnið titil, og eiga von á öðrum.

    Í sumar auðvitað erum við undir annarri pressu, ekki í neinum vanda varðandi ensku regluna og eigum að geta horft víða.

    En þar verður líka að finna leikmenn sem eru tilbúnir að vera hjá félaginu á þeim forsendum sem það býr við, bæði í launum, aðstöðu og stöðu á jarðkringlunni. Of margir leikmenn á síðustu árum hafa lent í ákveðnum vanda að búa á Merseyside og það hefur ekki hjálpað til í umrótinu öllu, öflugir leikmenn sem virkilega var vont að missa. Slíkt hlýtur líka að pirra þá sem stjórna félaginu og eitthvað sem þeir horfa til. FSG módelið hefur gengið út á að kaupa leikmenn áður en þeir ná hátindinum og fá úr þeim mörg góð ár áður en þeir selja þá. Gera langa samninga svo að þar liggi ekki mikill vandi hvert ár.

    Þeir reyna að forðast Mascherano-syndromið held ég.

    En ég geri mér fyllilega grein fyrir því að þetta viðhorf er ekki meðal allra LFC aðdáenda á jarðkringlunni, það er jú bara þannig að menn horfa misjafnlega á grautinn sinn. Ekkert t.d. fyndist mér verra en að eignast sykurpabba eins og Chelsea og Man. City, alveg óháð þeirra árangri.

    En þannig er bara ég….

  70. Bara fyrir þá sem að endilega vilja selja Aurelio og Maxi, þá þurfið þið ekki að hafa nokkrar áhyggjur af því að þeir fari ekki !! Við fáum hinsvegar ekki krónu fyrir þá, þar sem að þeir eru samningslausir í sumar .

  71. Ótrúlegt hvað allt er frábært á æfingum alltaf hreint, svo er það alltaf sama sagan þegar kemur að leikdögum skita langt upp á bak ! Maður fer að spyrja sig eru þeir í Boccia á æfingum eða hvað. Þessi frábæra vinna sem virðist vera í gangi á æfingasvæðinu virðist allavega ekki skila sér út á völlinn, samt sem áður koma sömu meldingarnar frá Kenny í hverri einustu fokkings viku hvað allt sé nú að gera sig á æfingasvæðinu. Hvílíkt PISS. Ég er viss um að Kenny haldi að við séum með gullfiskaminni, annars væri hann ekki með sama helv….. blaðrið viku eftir viku. Nei maður er steinhættur að vona að nú sé allt í gangi og von á þó ekki sé nema þokkaleg niðurstaða í uppsiglingu á leikdegi. Hættu að rausa þetta í fjölmiðla og einbeittu þér að finna lausn vandans sem blasir við ! http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/kd-training-very-impressive

  72. Það sem fer mest í taugarnar á mér er að það er ekki hægt að hækka nægilega mikið í sjónvarpinu mínu til að heyra í Kenny eftir leiki. Hvernig ætli honum gangi að ná til leikmanna?

  73. Mér finst þetta tímabil lykta af samsæri.
    Afhverju?
    – David Gill er alsráður í FA og stjórnar þar öllu og auðvitað vill hann að liverpool drulli á sig
    – Alex Ferguson er með traustatak á fjölmiðlum og dómurum á Englandi.
    Afhverju er United að verða meistari en ekki t.d city ?
    Þetta er fyrir mer allt planað !

  74. Það er ekki einsog Kenny hafi tekið við slöppu liði af Joe Fagan, ekki hægt að bera hann og Ferguson saman þar sem Ferguson tók við liði sem átti í erfiðleikum og á meðan Kenny tók við mjög góðu liði. Einsog ég hef oft sagt, ég efast stórlega um taktísku hlið Kenny´s.

  75. Jónas H. (#83) segir:

    Það er eitthvað að commentakerfinu hjá ykkur drengir mínir

    Geturðu útskýrt hvað þér finnst að? Ég skal kíkja á það og laga.

  76. #87 Kristján Atli

    Ég var búinn að vera að henda inn link á viðtal sem ég fann, en það kom aldrei inn þegar ég póstaði því, ég margreyndi og ekkert gekk.

    Uppfært Babu
    Ég er búinn að bæta þessu við frá þér Jónas, þetta fór í spam síuna. Það gerist stundum þegar ummæli eru með link og/eða póstað er oft með stuttu millibili. Best að senda póst á einhvern okkar þegar þetta gerist eða eins og þú gerðir, setja inn ummæli til að benda á þetta sem innihalda ekki link. (Skoðum ekki spam síuna 24/7)

  77. Henderson,Downing,Adam. Ég meina Gylfi er búin að gera svoooo miklu meira á þessum stutta tíma sínum hjá Swansea…. Gylfa til LFC núna !!!

  78. Verður podcastið á mánudaginn eða eftir Blackburn leikinn á þriðjudag? 🙂

  79. Eitt sem ég hef verið að velta fyrir mér. Það er vel þekkt hvaða strategíu eigendur Liverpool hafa varðandi leikmannakaup. Þ.e. aldur og tölfræði, eins og kemur víst fram í kvikmyndinni Moneyball. Við sjáum að öll kaup Liverpool virðast byggjast á þessari pælingu. Þetta er strategía sem K.Dalglish hefur aldrei fylgt.

    Ég spyr því. Var það Dalglish sem valdi þessa leikmenn sem voru keyptir fyrir síðasta tímabil? Var ekki aðferðafræði eiganda liðsins notuð til að finna þessa leikmenn? Ég bara spyr því það má lesa í mörgum póstum hér inn á Kop.is að lesendum finnst Dalglish bera ábyrgð á þessum kaupum.

  80. Við erum í versta “runni” síðan nítjánhundruðfimmtíuogeitthvað. KK tók við liðinu í lok síðasta tímabils og allt lofaði góðu þá. Eftir áramót erum við næstversta liðið. Við erum svo langt, langt frá markmiðum sem eigendurnir settu sér sem var að komast í CL. Það markmið var rauðhæft, þ.e. að ná amk 4 sætinu sem gefur sæti í CL enda settur mikill peningur í leikmannakaup. Þessi leikmannakaup eru eitt mesta stórslys mannkynssögunnar ásamt Titanic.

    Ef Liverpool væri í uppbyggingu og væri í framför væri e.t.v. hægt að sætta sig við miðjumoðið, því það væri von á einhverju betra á næsta tímabili. Því miður sýnist svo ekki vera. Hlutirnir versna og versnar. KK nær ekki að “mótivera” liðið ekki einu sinni þegar maður trúir því ekki að hlutirnir geti ekki versnað. Liðið er án sjálfstrausts og baráttuanda. Vissulega er sökin leikmanna sjálfra en það er greinilega eitthvað mikið að hjá stjórn, þjálfarateymi og eða KK sjálfum. Það er aldrei afsökun fyrir lélegu gengi að CL sætið sé gengið okkur úr greipum. Ef mann hafa ekki anda, baráttu og stolt til að spila fyrir rauða herinn eiga menn að taka sæng sýna og drulla sér í burtu.

    Við erum Liverpool og stuðningsmenn, leikmenn sjálfir og eigendur eiga betra skilið. Þótt liðið sýni yfirleitt mun meiri þolinmæði gagnvart stjórnum sem bregðast er staðan orðið óþolandi. Það væri kraftaverk ef við vinnum FA bikarinn því það er allt sjálfstraust farið. Það er það eina úr þessu sem getur komið í veg fyrir versta tímabil besta liðs í heimi í áratugi.

    Við elskum allir liðið og auðvitað stöndum við með liðinu okkar þegar á móti blæs. Það er samt allt í lagi að hafa tilfinningar og skoðanir á liðinu. Staðan, spilið og stjórnunin á þessu liði – sem var fyrir örfáum árum það besta í Evrópu – er óásættanleg. Við getum ekki haft umburðarlyndi fyrir þessari stöðu.

    KK á að segja af sér. Hann er goðsögn í lifandi lífi. Hann ræður ekki við að þjálfa þetta lið. Ef hann gerði það værum við í framför en ekki afturför.

  81. #88

    Hvað með Blackburn? Hann kom þeim upp í efstu deild og gerði þá síðan að meisturum.

  82. Ég hef ekki lesið öll kommentin hér að ofan en er sammála ansi mörgum að KD á að vera lengur en það hefur bara sýnt sig að mannskapurinn er ekki nægilega góður og þeir sem eru góðir eru ekki stapilir sb, Gerrard, í einum leik er hann með þrennu og í næsta sést’ann ekki, kannski er það meðspilurum að kenna en eitt er víst ef að þessi rammaskot hefðu farið í markið þá væri staðan önnur og að föstu leikatriðin hefðu gefið eitthvað. Mér fannst þeir ekki vera að laga þessa hluti heldur var lagt með það að spila hratt en ekki spáð í að skora og nokkur færi fóru forgörðum maður á móti markmanni, semsagt kunnu ekki að skora + kaupin hjá KD ekki góð en kannski blómstra sumir, við þurftum að bíða ansi lengi eftir blóminu hans Lukas Levi. Við gefumst aldrei upp þó móti blási. 🙂

  83. Mitt mat er að Kenny eigi að segja fa sér eftir þetta tímabil, ekki bara útaf stöðunni í deildinni, heldur vil ég enganvegin sjá hann og Comollo fá annað sumar til leikmannakaupa, ég sé ekki hvernig þeir eiga að ná að koma betur útúr því núna heldur en í fyrra. Staðreyndin er einfaldlega sú að Dalglish er ekki nafn sem heillar útlendingana og er það ástæðan fyrir því að við erum bara að fá ofmetna breta til okkar.

    Alonso, Torres, Luis Garcia, Robbie Fowler (aftur), Agger, Bellamy, Arbeloa,Mascherano, Benayoun, Lucas, Skrtel, Johnson, Aquilani

    Þetta er ekkert léleg gæði á leikmönnum sem Benitez fékk til okkar, enda vorum við með þekkt nafn utan Bretlandseyja sem framkvæmdastjóra..

  84. En ekkert gekk með þennann mannskap, held að KD hefði náð meira útúr þeim, Ragnar!

  85. Þetta lélega gengi er ekkert erfitt að útskýra. Framan af var þetta að virka fínt, fràbær vörn og liðið var að spila vel og stjórna leikjunum, skapa fullt af færum en boltinn fór bara ekki í netið (25 skot í ramma). Kannski eru nýju mennirnir ekki nógun öflugir skotmenn eða hafa ekki nógu mikið sjálfstraust. Þegar gengur illa að skora þá vinnast ekki leikir og þá fellur spilaborgin. Þá er kenny allt í einu orðinn vitfirrtur gamall karl, gerrard útbrunninn andhetja, allir ensku leikmenirnir ofmetnir. Liðið er ekki með nógu öflugan leikmannahóp til þess að taka á meiðslum lykilmanna, en það var fyrirfram vitað.

    Það er svolítil öfgadramatík í gangi stundum. Þetta er ekkert flókið.

  86. Allsstaðar er Gerrard að biðja aðdáendur um að vera þolinmóða. Hversu lengi þurfum við að bíða? Erum við ekki búin að vera nógu þolinmóð síðustu 22 árin? Þoli ekki svona dæmi, af hverju geta menn ekki bara beðist afsökunar á að spila með hangandi haus og skíta uppá bak? Þolinmæðin er sko gjörsamlega að verða búin á þessu ótrúlega slæma gengi en maður að sjálfsögðu stendur með liðini, en bara hættiði að tala í kringum hlutina og standið við það sem þið segið í fjölmiðlum inná vellinum.

  87. #97
    Hann fékk helling af peningum hjá Blackburn, Lady Ferguson bjó til Man Utd upp úr engu. Kenny hætti svo hjá Blackburn eftir lélegt gengi og gekk í lið Newcastle þar sem honum var sagt upp eftir 1 ár. Kenny er að sjálfsögðu kóngurinn, fer ekki á milli mála, ég reyni að horfa á þetta í réttu samhengi.

Newcastle 2 Liverpool 0

Aston Villa á morgun