Liðið gegn Newcastle

Jæja, nóg af aprílgabbi í bili. Andy Carroll er ekkert á förum. 🙂

Liðið fyrir leik dagsins er komið og er það sem hér segir:

Reina

Flanagan – Carragher – Skrtel – Enrique

Gerrard – Spearing – Shelvey

Suarez – Carroll – Bellamy

Bekkur: Doni, Coates, Aurelio, Maxi, Henderson, Downing, Kuyt.

Sem sagt, Carroll byrjar gegn sínum gömlu félögum. Eins og margir hafa bent á hefur liðið verið miklu duglegra að vinna, og Suarez miklu duglegri að skora mörk, þegar Carroll er í byrjunarliðinu síðustu mánuði þannig að við skulum vona að þetta skili sigri og Suarez-mörkum.

Einnig, þá vil ég taka þrennt fram fyrir leik: ég hefði helst viljað sjá Coates inni fyrir Carragher en með Flanagan í liðinu skil ég fullkomlega að reyndari maðurinn sé valinn við hlið hans, annað er að Shelvey á fyllilega skilið að fá tækifæri á miðjunni umfram Henderson og ég vona að hann grípi tækifærið, og hið þriðja er að Bellamy er inni og Dalglish virðist ætla að spila 4-3-3 utan um Carroll. Það líst mér vel á fyrirfram.

Áfram Liverpool!

128 Comments

  1. Mér líst vel á þessa uppstillingu hjá okkar mönnum í dag,Gott að sjá Caroll og Bellamy í byrjunarliðinu eins er spennandi að sjá Shelvey í liðinu, mér líst vel á að sjá þessa 3 menn ekki í byrjunarliðinu í dag Dawning / Kuyt / Henderson,gott að sjá hvernig gengur þegar enginn þei
    rra byrjar.Ég hef tilfinningu fyrir skemmtilegum leik í dag hvernig sem hann nú fer, áfram Liverpool.

  2. LFC-TV stillir liðinu upp sem 442 með Shelvey og Bellamy á köntunum. Mér líst miklu betur á 433 uppstillinguna.

  3. Skrýtið lænöpp. Dalglish hefur aldrei spilað 4-3-3 á ferlinum og varla er þetta 4-1-4-1 með Suárez lengst útá kanti. Líklegast verður þetta 4-4-2 með Shelvey í Henderson hlutverkinu.

  4. Sáttur með liðið og flott að sjá Shelvey byrja. En afhverju eru ekki ungustrákarnir á bekknum?? Sterling og co.?

  5. Líst ágætlega á lidid. Hef samt ekki trú á ad vid vinnum. Spái 3-0 fyrir Newcastle. Thví midur

  6. Þetta er greinilega 4-3-3 eins og segir i upphituninni, ef einhver efast horfid tha bara a stadsetningar theirra a vellinum,

    Eru Ncastle menn ad grinast ad púa a Carroll eins og smábörn!!!???

  7. ..og pú á Enrique lika, … Klassamenn Newcastle menn … Eda ekki

  8. Rifta samningnum við þetta fífl…. þvílíkur aumingjaskapur. Íþróttinni til skammar.

  9. Sorglegt ad henda sér svona niður þegar það er opið mark fyrir framan leikmanninn : (

  10. Af hverju stóð hann ekki bara í lappirnar og skoraði? djöfulsins aumingjaskapur!

  11. Það litla álit sem ég hafði á Carroll fauk út um gluggann þarna!

  12. Af hverju skoraði maðurinn ekki????? Taka hann útaf fyrir þetta og setja á sölulista…Hann getur ekkert hvorteðer

  13. ég held við eigum eftir að mása og blása útaf ákvörðununum hjá þessum dómara oftar í dag, allt fyrir neðan öxl er hendi og því víti rautt er það ekki?

  14. Rétt ákvörðun hjá dómaranum að spjalda Carroll, en afhverju spjaldaði hann ekki Ben Arfa þegar hann henti sér niður hinu megin á vellinum?

  15. here we go again… Hvað var Reina að hugsa þarna!!! Stór partur af þessum mörkum sem leka inn á markmaður í hans klassa að taka….Hvað er að gerast hjá honum?

  16. Rúnar #33:

    Þú hlýtur að vera að trolla í okkur.

    Annaðhvort það, eða að þú hefur nákvæmlega engan rúmfræðilegan skilning og hefur aldrei staðið á milli stanganna sjálfur. Þessu var klínt í stöngina og inn.

  17. Nú spretta fram sjálfskipaðir verndarar f því að maður dirfist að gagnrýna,mr.pro goalkeeper #37

  18. #37
    Það breytir þvi ekki að Reina var gjörsamlega freðinn á línunni (eins og allt þetta tímabil) 🙁

  19. Rúnar #38 ef þú vilt kenna einhverjum um byrjaðu þá á Skrtel sem lét teyma sig inn í vítateig og spilaði sóknarmanninn réttsstæðan eða þá kenna Spearing um fyrir að láta fífla sig og leyfa Arfa að senda fyrir…
    Þetta mark var alls ekki Reina að kenna…

  20. Jesús minn hvað Enrique er slappur, missir alla bolta maður á mann

  21. Sigurgeir #40,það myndi heldur enginn vera að tala um Reina í þessu sambandi ef þetta væri bara one off atvik hjá honum,hann hefur bara verið dapur í allan vetur og þá einhvern veginn grípur maður allt sem aflaga fer

  22. Ég hef ekki hundsvit á markvörslu, hef aldrei verið markvörður og viðurkenni það fúslega. En…ég sem stuðningsmaður Liverpool og horfi upp á mörkin sem hafa lekið inn í síðustu 10 leikjum….Reina á alveg að taka slatta af þeim. Við erum ekki að skora mörk…en við erum líka farnir að leka þeim inn sem aldrei fyrr og það þarf að stoppa þann leka. Reina er örugglega fyrsti maðurinn til að viðurkenna að mörg af þessum mörkum skrifast á hann. Kannski vantar bara alvöru samkeppni um markmannstöðuna?

  23. Svona annars til að segja eitthvað jákvætt, þér er leikurinn nú annars fjandi skemmtilegur áhorfs, og spilamennska okkar manna fram á við getur ekki annað en skilað marki/mörkum.
    Vonandi fáum við bara ekki fleiri á okkur ; )

  24. Rúnar #42, hvernig væri þá að skamma frekar þá sem eru framar á vellinum?
    Til dæmis þessa blessuðu sóknarmenn okkar sem virðast ekki geta skorað.
    Eða miðjumenn okkar sem virðast ekki geta haldið bolta og sent einfaldar sendingar og virðast hafa frekar lítinn skilning á fótbolta.
    Eða varnarmenn okkar sem hafa verið algjörlega út á þekju og þá sérstaklega vinstri bakvörðurinn sem byrjaði svo vel…
    Og hver ber svo ábyrgð á þessu öllu saman???

  25. Sigurgeir #45,eins og talað úr mínu hjarta,gæti ekki verið meira sammála,bara búinn að tuða svo lengi um sóknarhlutann þannig að ég ákvað að láta varnarhluta liðsins fá smá skít núna.

  26. Hann Flanagan er einfaldlega ekki nógu fallegur til að spila fyrir Liverpool.

  27. Okkur vantar góðan playmaker í þetta lið hjá okkur, einhvern svipaðan og Arka

  28. þeir menn sem kenna reina um þetta mark, vinsamlegast farið að einbeita ykkur að annari íþrótt að horfa á en fótbolta.. þetta er komið gott hjá ykkur .

    annars er vandamál LFC alveg kristaltært og augljóst, það eru ekki næg gæði í leikmönnum liðsins , hvorki í öllum hópnum, né í sterkasta byrjunarliði liðsins til þess að krefjast topp 4 ..

  29. Það hefði ekki verið slæmt að hafa bara þessa tvo newcaste menn enn í því liði því það hefði bara styrkt okkar lið því miður !! Enn ein skelfilegu kaupin hjá Lfc í þessum piltum !

  30. Skemmtilegur fyrri hálleikur að baki, Carrol og Shelvey sprækir eins með Bellamy,margar flottar sóknir hjá okkur það vantar bara mörk hjá okkur, mér fynnst Gerald ekki hafa nóu mikið flæði, hann er allt of staður virðist vanta smá greddu í dag,Enruqui er eins og gatasigti blessaður, Vonandi kemur þetta í seinni hálfleik.

  31. “What concerns me is the body language of one or two Liverpool players when there is a misplaced pass or an error. They’re dropping their heads a little too quickly.”

    Alveg hjartanlega sammála þessu, Finnst einhvernveginn skína úr andliti margra þarna inná að þeir eru bara búnir að missa alla trú á sjálfum sér og liðinu.

  32. fyrirgefðu # 49,gleymdi að fá leyfi áður en ég tjáði mig,gerist ekki aftur,lofa!

  33. Farinn í Gaflaraleikhúsið að sjá Munkhausen. Grunar að ég eigi eftir að skemmta mér betur þar!

  34. Ég held í fullri alvöru að Kenny verði jafnvel að segja starfi sínu lausu strax í dag. Þetta er ekki að gera sig hjá kallinum, því miður. Það er allur andi farinn úr þessum hóp hjá honum.

  35. Er þetta ekki rangstæða fyrir allann peninginn ? það kemur enginn annar við ´ann

  36. Hvað er þetta dómaratríó að gera í þessum leik??

    Sleppa víti og rauðu spjaldi og svo var cisse 2 metra fyrir innan núna?

  37. Það er einkennilegt með Suares hann kemur boltanum yfirleitt ekki á samherja

  38. Ég hafði enga trú að Liverpool næði að komast inn í leikinn eftir að hafa lent undir.

    Það var ekki þannig áður fyrr…

    Eitthvað er að liðinu, vörnin er orðin slæm, sóknin bitlaus, leikmenn hafa ekkert plan í sóknum.

  39. Dalglish hefur þetta bara ekki. Liðið er ekki nógu sterkt og það þarf að hreinsa til mikið í sumar ef við eigum ekki að falla úr deildinni!

  40. Hvað veldur því að þetta lið, verandi marki undir, vinnur boltann við miðju og leggja af stað í sókn og það eru 5 rauðar treyjur sem sitja eftir á eigin vallarhelmingi? Og að sjálfsögðu er okkur refsað með marki mínútu seinna. HVAÐ ER Í GANGI?

  41. Þetta er allt í lagi … Aurelio kemur inná bráðum og rústar þessu 😀

  42. Held Að Kenny þurfi að fara strax til Skotlands og versla eins og 6st skota,,,,þá yrði hann sáttur kallinn.

  43. Hafliði, hverjum á hann að skipta inná? Mennirnir á bekknum bæta þetta lið ekki neitt!

  44. á ekki að bregðast við ? hvar í helv..er að gera með varamenn ef ekki á að nota þá…þetta er bull,,Kenny frá núna!!!!!! Móri tekur við í sumar, þurfum stjóra með hroka og hætta þessu allir að vera vinir kjaftæði. sumir fá alltof mikinn sjéns….drasl….átti að gera skiptingu í hálfleik. Spilið er bara rugl, hægt og tilviljanakennt,,gengur ekki…nýjan mann í brúnna strax,,,erum á pari við úlfana og þeir höfðu þó kjark til að reyna að bregðast við……

  45. Það væri bar bull að fara að skipta einhverjum inná núna, bíða þar til það eru svona 5 mín eftir.

  46. Kenny verður að segja af sér, það sem hann er að leggja upp með á æfingasvæðinu fyrir leiki er ekki að gera sig, við höfum ekki skapað eitt einasta dauðafæri í leiknum . Þetta er orðið vandræðalegt fyrir löngu síðan . Eitt skot á ramman segir allt sem segja þarf. Kenny farðu áður en allir snúast gegn þér.

  47. fá leikmenn liverpool borgað fyrir að vera að þvælast þarna á vellinum?
    þvílíkt og annað eins!

  48. Menn eru ekki einu sinni það pirraðir að þeir fái gul spjöld fyrir brot,bara sáttir virðist vera,ekki eyða neinni orku,það er bikarleikur bráðlega

  49. shit við erum allveg fullfærir um að tapa án hjálpar hræðilegs dómaratríós, allir 50-50 boltar lenda þeirra meginn og hvar var linuvörðurinn í seinna markinu í f!”# ing te pásu.

  50. Út miðað við þennan leik: Enrique, Skrtel, Carroll, Suarez, Gerrard og Bellamy

  51. Leikskipulagiði hauslausar hænur virkar víst ekki í ensku úrvalsdeildinni, samt spilar hann það aftur og aftur…

  52. hvað snildar afsökun kemur eftir leik, kenna dómurunum um, stutt á milli leikja, óheppni,,,,þessar eru búnar….ætli komi þá ekki núna,,of langt á milli leikja eða bara 1 apríl.,,,,,,

  53. Held það hafi verið stór mistök hjá kónginum að taka Carroll út af.

  54. Hvað eru leikmenn að fá að borða í mötuneytinu á æfingasvæðinu??
    Virðist sem allir leikmenn sem koma til liverpool verða að gúmmíbjörnum…
    Og hvað er að þjálfarateyminu?? Menn geta ekki sent boltann á milli sín en virðst þess í stað endalaust hlaupa með boltann langar leiðir sem engu skilar svo…

  55. Jæja, þá er botninum náð .. og menn fá að komast að því í eitt skipti fyrir öll hvort að vandamál Liverpool liggi í markmanninum … og KK þarf ekki einu sinni að taka ákvörðunina um að setja hann út…

  56. Ok, nú þarf að lemja þenna fokking aumingja frá Newcastle. Óþolandi svona leikaraskapur. Hann á að fá gult fyrir að fella Reina og svo annað gult fyrir leikaraskap !!!!!!!!!!!!!!!

  57. jæja. spennandi tímar framundann. Klúbburinn og liðið í frjálsu falli, hvað gerist næst !

  58. Ok ég hef aldrei verið jafn brjálaður yfir dómar og það má henda þessari færslu héðan út og veita mér áminningu en þessi maður er fokking hálviti og þessir tveir félagar hans líka ÉG ER FOKKING BRJÁLAÐUR HELD AÐ ENGINN DÓMARI HAFI HAFT JAFN MIKIL ÁHRIF Á NEINN FJANDANS LEIK. HELVÍT HÁLVITI OG FÍFL OG ÞAÐ ER NÚ BARA ÞANNIG. ARGAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA

  59. Hvað eruð þið að bulla? Reina ógnaði honum með hausnum og það var snerting, bauð bara uppá þetta.

  60. núna fer ég að skammast mín fyrir tuðið um Reina hér fyrr í færslunni. Vildi nú aldrei að þetta færi svona að missa Reina kallinn alveg út. En þetta sýnir líka að hann er ekki alveg í jafnvægi …

  61. Pípist hjá KK , þessar inná skiptingar eru ömurlegar, mistök að taka Carroll út af, bara til að brjóta leikmanninn niður, hann verður að lesa leikinn, svo þegar Kuyt og Henderson inn þá skeit hann alveg í buxurnar kallinn.

  62. 89 þetta er mikið dómaranum að kenna fuck hvað hann er ömurlegur verri heldur en Liverpool hvernig getur þetta verið rautt glæsilegur leikaraskapur, við fáum ekki greinlegt víti seinna markið var pooooooora rangstaða svo fucking dómarinn er ÖMURLEGU.
    reyndar ekki bara honum að kenna en common ekki boðlegur dómari.

  63. ég get bara ekki séð Dalglish halda áfram með liðið. Fær kannski að klára þetta season. Svo möguleika á að segja upp.

  64. Af hverju var ég að kaupa annan mánuð af sportinu? Versti díll ever.

  65. Sættið ykkur bara við það að þetta var alltaf rautt spjald. Það skiptir engu máli í því samhengi að maðurinn hafi leikið meiðslinn – það er alltaf bannað að haga sér með þeim hætti sem Reyna gerði.

  66. Er að bíða eftir að Kenny, Alan, og dómarinn labbi saman að miðjupunktinum og segi í kór: “Aprílgabb! Jæja, nú skulum við spila þennan leik í alvörunni.”

  67. Spurning um að setja þetta könnun aftur í loftið varðandi stjóramálin! Kenny átti hræðilegan dag í dag.

  68. Liverpool er, miðað við núverandi gengi, einfaldlega með eitt lélegasta lið Premier League. Taktík, sendingar, marktækifæri, hugarfar: allt að klikka.

  69. ég held að við ættum bara að stefna á að halda okkur í fjórðaneðsta sætið ;/

  70. Já það er sem sagt réttlætanlegt rautt spjald ef þú færir hausinn þinn í átt að mótherja og mótherjinn hrinur niður eins og hann hafi verið skotinn þó snertinginn hafi verið nánast enginn. Eruð þið sem sagt að segja að það sé allt í lagi að vera með leikaraskap. Þið verið að afsaka að ég skilji það ekki. Reina kemur varla við hann og kannski mögulega hefði veirð hægt að gefa honum gult er bara fáránlegur dómur fyrir utan að bæði mörk Newcastle voru rangstæðu mörk og Liverpool átti að fá klára vítaspyrnu ég veit ekki hvar þessir dómara fengu réttindi sín en í mínum huga eiga þeir ekki einu sinni að fá að dæma í 5 flokk eftir þennan leik. Vissulega voru Liverpool lélegir í þessum leik en dómarinn var sá allra versti og ef dómarar í englandi geri rétt í 97% tilvika þá hefur þessi dómari ekki tekinn með í þá tölfræði.

    Þetta var aldrei rautt alveg sama þó hann hafi rétt komið við hann og allt tal um að það er bara út í hött. Hefði þá ekki átt að dæma víti og reka Krull útaf fyrir að hafa næstum því brotið á Carroll í teignum fyrr í leiknum þegar Carroll lét sig detta eins og aumingi. Hugsið aðeins hvað þið eruð að segja.

  71. hahahaha garpur #117 RÉTT! En eins og Guðjón Þórðarson orðaði svo skemmtilega, þá býr maður ekki til kjúklingasalat úr kjúklingaskít…

  72. Carroll er med 2x Rum og 2x Lum Gerard er med einn staf af ollum, Reina er med venjulegu i Charlie heitir Adam ad seinna nafni ekkert s i endann Suarez er med Zu i endann eru einhverjir fleiri sem eg a ad fara yfir med ykkur ?

  73. RANGT Lfc_210 #121 Gerrard er með TVÖ R bara hafa það á hreinu, þó hann hafi hugsanlega misst eitt þeirra í dag!

  74. #121 Það er Gerrard með 2x R en ekki Gerard, ekki gáfulegt að leiðrétta aðra og hafa svo sjálfur vitlaust fyrir þér.

Carroll fer fram á sölu (staðfest)!

Newcastle 2 Liverpool 0