Carroll fer fram á sölu (staðfest)!

Staðfest á LFC.tv: Andy Carroll hefur beðið um sölu frá Liverpool! Fréttin segir að hann hafi beðið um að vera ekki látinn spila gegn Newcastle í dag og hann vill að Liverpool leyfi sér að fara „heim“ í sumar!

Fréttin segir að Liverpool hafi neitað beiðni Carroll, en ég sé ómögulega hvernig þeir ætla að halda honum eftir þetta. Þessi yfirlýsing er sennilega fyrsta skrefið í áttina að sölu í sumar.

Þetta er ótrúlegt – menn vissu að Carroll gengi illa að finna sig í Liverpool en þessu bjóst maður ekki við. Við uppfærum þessa frétt um leið og við höfum meira.

18 Comments

  1. Þessi ummæli hafa verið fjarlægð. Ástæða: ekki eyðileggja þetta fyrir öðrum! 🙂 -KAR

  2. Hvað getur maður sagt? Fáránleg tímasetning. Gat maðurinn ekki beðið fara á sumar með þetta? Ekki professional.

  3. Fokking (fjarlægt 🙂 – KAR) :):):) Djöfull getur maður verið tregur var að óska fimm mans til hamingju með daginn á fésinu…..

    Góðir!!!

  4. djöfullinn sjálfur!!! á ýmsu átti maður von en ekki þessu…..

  5. Ég hljóp um alla verksmiðju að gaspra þessu.. eeen ég áttaði mig aðeins og seint!! Vel gert! haha

  6. Það er alls ekki holt að missa út nokkur slög svona snemma morguns strákar.

    Skammist ykkar, en samt náðuð mér alveg, var umþaðbil að fara drulla yfir drenginn

    YNWA

  7. By the way, eðalfréttamennska í fréttinni sem þú tengir við Kristján Atli.

    Þurfum að fá fleiri svona atvinnumenn í faginu til að láta ljós sitt skína á þessari síðu!

  8. Ekkert gabb í gangi hér, Okkar ástkæri Sami Hyypiä var að taka við sem stjóri hjá Bayer Leverkusen í Þýskalandi!

  9. Gátuð þig ekki gert betur!!! ????

    Virkar kannski ekki á fólk sem hefur verið látið vaða yfir ca. 6 þröskulda fyrir hádegi!! (alls ekki goggurinn!!!!) #ekkifyrirfimmkall

  10. þetta er svo heimskulegt,þið eruð eitthvað að misskilja þetta,maður á að láta einhvern hlaupa 1 april.ekki bara ljúga uppí loftið.ps bíð eftir að dalglish og commolli stígi fram og biðjist afsökunar á kaupum síðasta sumar.Að sja hvernig við höfum eytt síðustu ár í hrikalega leikmenn fær mann til að fara ekki úr ruminu af reiði.Og þeir sem telja ennþá að carroll muni verða góður,takið hausinn upp úr rassgatinu og verið sma raunsæir

Upphitun: Newcastle úti

Liðið gegn Newcastle