Opinn þráður

Það er fimmtudagur í þessari rúmu viku á milli leikja og það er ekkert of mikið að frétta. Hér er það helsta:

 • Everton unnu Sunderland í umspili 8-liða úrslita enska bikarsins. Það verða því Liverpool og Everton sem mætast á Wembley eftir hálfan mánuð. Jibbý.
 • Samkvæmt Guardian er Charlie Adam frá út tímabilið. Dalglish er ekki alveg jafn viss. Við sjáum hvað setur, en hann kemur vonandi tvíefldur inn úr meiðslunum og spilar betur en síðustu vikur.
 • Þessi spjallþráður á RAWK er frábær. Einhver kom með þá kenningu að vandamál liðsins fælist í því að Dalglish gæti ekki ákveðið sig hvort hann vildi spila 4-3-3 eða 4-4-2 og út úr því spinnast flottar umræður. Ef menn vilja drepa tímann er þetta fín umræða.
 • Könnunin sem við settum inn í byrjun viku skilaði mjög áhugaverðum niðurstöðum. Þegar þetta er skrifað hafa tæplega 1100 manns kosið og skiptast svo: 38% Dalglish, 31% Benítez, 31% einhver annar. Með öðrum orðum, þá er aðdáendahópurinn hér á landi langt því frá á einu máli um hvað eigi að gera við stjórastöðuna eftir þetta tímabil. Athyglisvert.

Þetta er opinn þráður. Ræðið það sem þið viljið.

43 Comments

 1. Vildi aðeins um hvernig mér finnst staða liðsins vera núna og hvert ég vil sjá liðið stefna.
  Fyrst vil ég segja hvernig ég hef séð tímabilið fyrir mér. Ég held að allir séu á þeirri skoðun að spilamennskan framan af var virkilega góð bæði í bikar og deild. Það var í raunini allt “under control“ fram að þessum Arsenal leik.
  Liðið var vissulega í vandræðum með markaskorun framan af og allavega hvernig ég sá þetta þá leit þetta bara út fyrir að vera óheppni í byrjun, ég held að allir hafi haldið að þetta hlyti að fara að koma í næsta leik yrði þetta stönginn inn og eftir það myndu allar flóðgáttir opnast og við myndum ná öruggu meistaradeildarsæti enda vorum við að spila það vel. En svo leið tíminn og áfram hélt þetta og þá held ég að sjálfstraustið hjá sumum leikmönnum aðalega Downing en líka Carrol og örugglega fleiri hafi algjörlega farið út í rassgat. Þegar enska pressan byrjar svo að hakka menn í sig og telur leikina sem þeir skora ekki í þá verður sjálfstraustið alltaf minna og minna.
  Ég held samt að vendipunkturinn í deildinni sé leikurinn á móti Arsenal, fyrir þann leik erum við ennþá í góðum séns á meistaradeildarsæti og í leiknum spilum við frábærlega en einhvern veginn þá töpum við honum og þá held ég að margir hafi misst trúna á þessu meistardeildarsæti og sést það greinilega í þeim leikjum sem við höfum spilað eftir það. Nú virðast leikmenn líka bara vera að bíða eftir sumrinu og auðvitað bikarnum, sem er auðvitað gríðarlega svekkjandi fyrir okkur sem nennum ennþá að horfa á deildarleikina og þurfum síðan að horfa uppá þetta sem gerst hefur í síðustu leikjum, sem er auðvitað ekki Liverpool bjóðandi og nú finnst mér að reyndu mennirnir í liðinu sbr. Gerrard, Carra, Reina og Kuyt verði að stíga upp og segja mönnum að þetta gangi ekki og að menn verði að klára tímabilið með sæmd.
  Meiðsli og leikbönn hafa sett mikið strik í reikninginn finnst mér, þrátt fyrir að við höfum ekki misst jafn marga menn og t.d Scums í meiðsli þá hafa þetta verið okkar allra bestu og mikilvægust menn sem hafa verið frá í langan tíma. Gerrard er t.d eiginlega ekkert með fyrir áramót, Lucas meiðist snemma og verður frá út tímabilið, Agger meiðist svo og kæmi mér ekki á óvart að við munum ekki sjá hann fyrr en á næsta tímabili og svo er það auðvitað banni ð hjá Suarez og þrátt fyrir að það hafi einungis verið 8 leikir þá sáu allir að það hafði áhrif á hann og félagið í fleiri leiki enn það og mun líklega hafa einhver áhrif á hann það sem eftir er að hans ferli. Ef við skoðum síðan hvaða leikmenn þetta eru þá sést að þetta eru líklega okkar 4 af 5 bestu/mikilvægustu mönnum (vil meina að Reina sé fimmti) sem hafa verið frá í mjög langan tíma og það hefur auðvitað áhrif hvort sem það séu bara tveir af þessum mönnum sem séu frá í einu. Svo má auðvitað ekki gleyma Johnson, Adam, Bellamy og fleiri sem hafa líka verið eitthvað frá á þessu tímabili og virðist sem það hafi komið niður á okkar litla og að því virðist brotthætta hóp.
  Svo vil ég líka aðeins minnast á framtíðina ég veit að það var verið að ræða það í síðasta þræði hvað menn vildu gera með þjálfarastöðuna og mitt svar væri að ég hreinlega veit það ekki og tel það ekki vera það allra mikilvægasta núna. Það sem ég tel vera mikilvægast er að Liverpool ákveði ákveðna stefnu um það hvernig þeir vilji spila næstu 10-20 ár og fái síðan mann í starfið sem er tilbúinn að fylgja þeirri stefnu, þannig að það þurfi ekki að vera þannig að í hvert sinn sem sé skipt um þjálfara þá taki það 2-3 ár að breyta um lið og stefnu eins og sá þjálfari vill hafa það. Heldur vill ég hafa það þannig að þjálfarar vilji þjálfa Liverpool og að þeir komi til liðsins og séu tilbúnir að fylgja þeirri stefnu sem Liverpool fylgir, þetta mundi einnig gera það auðveldara fyrir unga leikmenn að koma upp ef þeir þekkja það algerlega hvernig Liverpool spilar og hafa verið skólaðir í því í nokkur ár. Það hefur auðvitað verið minnst á þetta áður og höfum við séð lið eins og Ajax og Barcelona verið að nota þetta með vægast sagt góðum árangri.
  Þá að Dalglish ég sagði það hér að ofan að ég væri ekki viss um hvort að það ætti að halda honum eða ekki. Ef að Kenny væri 40-45 ára þá myndi ég klárlega segja já hann er okkar framtíðarstjóri. En hann er 61 árs og er örugglega ekki að fara að vera þarna næstu 10 árin hvað þá 20 þannig að það er mitt eina áhyggjuefni að hversu vel sem hann stendur sig þá á hann ekki mörg ár eftir. Þannig að þessvegna held ég að það gæti verið alveg jafn gott að þakka honum bara fyrir að hafa rétt skútuna við og sameinað stuðnigsmennina á þessum erfiðu tímum og gert hann aftur að einhverskonar sendiherra félagsins.
  Ég var alltaf mikill stuðsningsmaður Benítez og væri alveg til að sjá hann aftur. Hann var með margra ára plan sem hann var alltaf að vinna að og ég held að ef Henry og félagar hefðu keypt Liverpool þegar Hicks og Gillet keyptu Liverpool þá hefði hann gert Liverpool að Englandsmeisturum þannig ég væri alveg til í að sjá hann aftur með fullan stuðnig stjórnarinnar og mætti kaupa þá leikmenn sem hann vildi. Það var líka hann sem kom með hugmyndina að öll Liverpool liðin myndu spila eins og hann er enn mikill stuðningsmaður Liverpool þannig ég held að hann yrði góður kostur.
  Annars er ég alveg til í að skoða hvaða ungu góðu stjórar sem eiga allavega 10 vonandi 20 ár eftir sem eru tilbúnir að spila okkar bolta og koma okkur á þann stall sem við eigum heima.
  Þannig að mín óskalausn væri að fá stjóra sem skilur Liverpool og er tilbúinn að vinna eftir þeirri stefnu sem stjórnin og Commolli hefur sett næstu árin eða áratugina. Sem vonandi leiðir okkur til margra titla í framtíðinni.
  Annars eins og ég segi þá tel ég samt vera mikilvægast að Liverpool ákveði hvernig þeir vilja spila og fái leikmenn til liðsins sem passar inn í það kerfi. Persónulega vill ég spila 4-2-3-1 og fá aðeins meiri sköpunarkraft framar á vellinum.
  Sem leiðir okkur að næsta og síðasta punktinum, hvaða menn eigum við að kaupa í sumar. Ég tel að markavarslan og vörnin séu í góðu lagi og ef við spilum 4-2-3-1 þá ætti miðjan að vera í lagi með Lucas og Spearing sem djúpa miðjumenn og Adam sem leikstjórnanda og þar geta bæði Gerrard og Henderson leyst hann af. Síðan komum við að vandræðastöðum liðsins ég tel að við þurfum að kaupa 3 leikmenn í þessar 4 stöður, það sem ég tel að þurfi er klárlega hægri kantur einhver fjölhæfan sem getur spilað flestar af þessum stöðum og framherja sem er ekkert sérstaklega duglegur en getur skorað hversu illa sem hann spilar.
  Ég ætla bara að koma með nokkur nöfn sem ég tel vera raunhæf nöfn og vonast svo til að við kaupum þrjá af þessum. Walcott, A. Johnson, Lavezzi, Eriksen, Munian, Llorente, Huntelaar. Ef við fáum þrjá af þessum mönnum þá yrði ég virkilega glaður og svo mundum við kannski losa okkur við Aurelio, Maxi og hugslanlega Kuyt ef þeir vilja fara þá getum við leyft þeim það en ég vil l hinsvegar halda öllum hinum því ég tel okkur vera komnir með flottan kjarna og þurfum bara aðeins að bæta við nokkrum heimsklassaleikmönnum framarlega á vellinum.
  Þannig ég sé hópinn einhvern vegin svona fyrir mér á næsta tímabili

  ——————–Reina/Doni————————–
  Johnson/Kelly—Carra/Skretl—Agger/Coates—Enrique/Robinson
  ——————————-Lucas/Spearing————————–
  ———————–Adam/Henderson————————————
  Munain/Downing——–Gerrard/Lavezzi——Suarez/Bellamy
  ———————–Carroll/Llorente————————————

  Svo erum við með menn eins og Flanagan, Sterling, Suso, Coady og slatta af fleirum ungum leikmönnum.
  Að lokum vil ég svo segja að það er bara bull og vitleysa hjá mönnum sem hafa verið að tjá sig um að Liverpool sé bara meðallið í dag. Við erum og verðum alltaf stórlið vegna sögu okkar og aðdáendahóps.
  Þannig að þetta var svona u.þ.b. allt sem ég vildi tjá mig um í bili.

 2. Raheem Sterling er leikmaður sem ég er virkilega spenntur fyrir að sjá í framtíðinni. Ég vil sjá hann fá fleiri tækifæri í deildinni það sem af er tímabili. Er það bara slúður að hann sé með heimþrá og vilji spila með Spurs á næsta tímabili? Er ekki glórulaust að láta svona dreng fara og vitið þið hvort hann hafi skrifað undir lengri samning?

 3. Sammala flestu hja Hafsteini. Varðandi að Kennu se að verða gamall þa lyt eg svo a að ef vel gengur hja honum a næstu arum þa þegar að hann hættir tæki Clark við, hann getur pottþett verið næstu 10-20 arin ef þvi er að skipta.

 4. Þar sem að þetta er opin þráður þá langar mig að benda á eitt.

  http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=123776

  Hvað haldiði að yrði gert og sagt ef Luis Suarez hefði sagt að hann liti upp til t.d Maradona af því að hann var hvítur?
  Það hefði allt orðið vitlaust og hann yrði örugglega settur í bann í nokkra mánuði.

 5. Hvað er samt að frétta með daniel agger? Maður er ekkert frá í margar vikur eftir að hafa brákað rifbein…….eða hvað?

 6. Sumir segja að dapurt gengi hafi frekar verið leikmönnum að kenna en Dalglish. Góðir þjálfarar skella hins vegar aldrei ábyrgð á leikmennina í fjölmiðlum eftir slæma leiki heldur taka þeir ábyrgðina á sig (Mourinho og fleiri gera þetta ítrekað, þegar svo sjaldan kemur fyrir að þeir tapi leikjum).

  Það er spennandi sumar framundan. Augun verða sérstaklega á ungu mönnunum hjá Þýskalandi (Marin, Gotze, Reus) og Spáni (Martinez, Muniain, T. Alcantara) á EM og markaðurinn verður augljóslega hægur fram að því. Mér finnst þrátt fyrir hæfni Comolli að finna efnilega leikmenn að það eigi frekar að kaupa ,,established” leikmenn sem hafa sannað sig á einhvern hátt – frekar en einhverja pjakka með ágætis sendingatölfræði. Mér finnst mjög, mjög crucial að FSG, Comolli og Dalglish standi sig betur en í fyrrasumar í kaupunum.

 7. #9
  Braut einusinni 2 rifbein, var lengi að ná mér eða öllu heldur í c.a 6 vikur. En auðvitað er misjafnt hvernig maður brýtur sig, braut þau upp við að hnerra 2 vikum seinna þannig að það er sjálfsagt misjafnt :o/

 8. Hef verið að fylgjast með og lesa þennan RAWK þráð sem bent er á hér að ofan í einhvern tíma og haft nokkuð gaman af honum. Margar ólíkar skoðanir og kenningar hafa fengið að líta dagsins ljós og gaman að því.

  Eitt sem ég held að sé svolítið að koma niður á Liverpool í ár og ég hef nefnt áður er það hverjar áherslur liðsins, nálgun þess í einhverjum leikjum og óljós stefna í vissum málum og eitthvað í þeim dúr. Ég tel það vera töluvert meira vandamál hjá Liverpool en basically hvernig leikkerfi liðið spilar. Ég tel að lið geti breytt uppstillingum sínum á milli leikja, róterað í leikmannahóp sínum og slíkt án einhverra erfiðleika ef að liðið heldur áfram sínum áherslum, stíl og nálgun. Það finnst mér Liverpool einmitt ekki hafa verið að gera nógu vel.

  Á síðustu leiktíð virtist liðið vera búið að finna sinn takt og þá leið sem virtist henta því og leikmönnum þess fullkomlega. Stutt spil, mikil hreyfing og mikið flæði. Það virtist eins og það hafi átt að vera fjórir varnarmenn, einn til tveir á miðri miðjunni og restin var bara í frjálsum hlutverkum í sóknarleiknum. Suarez, Maxi, Kuyt og Meireles sáu svona að mestu um að bera uppi sóknarleik Liverpool og það virtist aldrei vera neinar fastar stöður á þeim. Þeir róteruðu, hreyfðu sig mikið og það var alltaf einhverjir í og við boxið sem að sýndi sig klárlega í mörgum mjög “einföldum” mörkum.

  Þarna hélt ég að formúlan hefði verið fundin og það yrði reynt að byggja á því um sumarið. Í raun virðist það ekki hafa verið gert og þess í stað virtist formúlunni hafa verið breytt og leikmenn sem margir hverjir bara pössuðu ekki í jöfnuna komu inn. Liðið fór allt í einu úr svona frjálsum bolta og yfir í meira ‘direct 4-4-2’ kerfi og nálgun þess virðist ekki vera eins frjáls og í fyrra. Hlutverk vissra leikmanna breyttust og spilatími annara hefur verið töluvert minni en áður. Slatti af nýjum leikmönnum með ólíka leikstíla komu inn í liðið á sama tíma, það er mjög erfitt held ég. Liðið hefur sýnt frábæran fótbolta á köflum í vetur en samt finnst mér hann ekki eins áhrifamikill og í fyrra.

  Það er eitt sem truflar mig svolítið líka því það hefur komið fyrir í vetur að Suarez er einn upp á topp, sem er í sjálfu sér ekkert að en oft hefur hann verið mjög einangraður. Langt hefur verið í miðjumennina og næstu menn eru töluvert langt úti á kanti. Það kemur oft fyrir að maður spyrji sig af hverju það er ekki maður nærri fremsta manni, við vitum vel að það eru fullt af mönnum þarna sem geta leyst það hlutverk (t.d. Henderson, Gerrard, Maxi, Shelvey og Adam) en það virðist bara ekki eins og slíkt hlutverk sé í myndinni hjá Liverpool. Í fyrra var alltaf einhver í svona ‘frjálsu, advanced’ hlutverki á miðjunni og ég á oft erfitt með að skilja af hverju þetta er ekki nýtt meira hjá Liverpool – að mínu mati er þetta ein mikilvægasta staðan í nútíma fótbolta ásamt bakvörðunum.

  Raul Meireles, Joe Cole og Alberto Aquilani voru allir látnir fara í sumar (og tveir af þeim meira að segja lánaðir). Það losaði upp töluvert af fjármunum sem hefðu annars farið í launakostnað þeirra og jákvætt að slíkt sé hægt að gera ef leikmenn eru ekki inni í myndinni hjá stjórum sínum. Þá kemur að stóru spurningunni af hverju voru þessir leikmenn ekki inni í myndinni hjá Dalglish og teymi hans?

  Cole gerði svo sem engar rósir hjá Liverpool og Meireles var frekar kaflaskiptur en var engu að síður að spila stóra rullu hjá Liverpool á síðustu leiktíð. Að vissu leyti skil ég vel að þessir skildu hafa verið látnir fara. Aquilani af þessum þremur er að mínu mati lang besti leikmaðurinn og sá leikmaður sem ég held að Liverpool hefði mögulega haft bestu notin af í vetur. Held ég að tímabilið hefði orðið mikið mun betra með einhvern af þessum þremur innanborðs? Nei, ekkert svo um munar en þeir hefðu getað komið með aðra vídd í leik liðsins sem hefði getað reynst mikilvæg á vissum stundum.

  Ein ástæða þess sem gefin var upp þegar Aquilani var látinn fara var að hann spilaði í sama hlutverki og Gerrard. Tveir slíkir leikmenn gætu því verið óþarfir var það sem maður tók úr þessu, Gerrard var nr.1 og Aquilani hefði orðið nr.2. Gerrard lenti í veseni með meiðsli sín og var frá í töluvert lengri tíma en reiknað var með, á köflum þá vantaði þessa týpu af leikmanni í liðið. Skapandi miðjumann sem minnkaði bilið á milli miðju og sóknar. Þó svo að Gerrard hafi komið aftur eftir meiðslin þá hefur maður voða lítið fengið að sjá hann í þessu sóknartengiliðshlutverki (kannski að meiðsli Lucas hafi haft mikið um það að segja).

  Að mínu mati fellst stór munur í því hvernig liðið nálgast leiki sína og það er of mikil breyting á ‘stíl’ liðsins á milli leikja. Ég sé ekkert að því að rótera nokkrum leikmönnum eftir þörfum en ef maður er mikið að breyta um áherslur, nálganir og stíl þá ertu ekki að gera rétt.

 9. Hvað er KD með langan samning og hverjar voru forsendur hans þegar skrifað var undir?

  Ég hef verið að hringsnúast með þessi mál í hausnum mínum eins og svo margir.
  Málið er að KD er fantaflottur þjálfari og góður karakter, einn sá besti sem maður gæti hugsað sér til að þekkja ensku deildina út og inn.

  Hins vegar er það gríðarlegt áhyggjuefni hjá mér hvernig stemmdir leikmenn LFC mæta til leiks og þá sérstaklega undanfarið. Það á að ,,refsa” áhugalausum atvinnumönnum með því að skipta þeim út ef þess þarf.

  Það er gríðarleg breyting á umgjörð liðsins eftir að Houllier og Rafa hættu. Franska byltingin og sú spænska settu mjög skemmtilegan blæ á liðið og undirstrikaði það að enskir leikmenn eru ofmetnir og of dýrir miðað við getu.

  Ef ég mætti ráða (sem ég geri aldrei) að þá væri draumur minn að fá einn af eftirfarandi:
  Guus Hiddink.
  Jurgen Klinsman.
  Joachim Low.

  Með því að fá erlendan þjálfara með gott orðspor að þá opnast fleiri vinklar á að fá frábæra leikmenn. Ég er alveg klár á því að KD er virtur á Bretlandseyjum en hvort hann hafi aðdráttaraflið sem þarf til að fá upprennandi alþjóðlegar stjörnur efast ég dálítið um. Ekki græðum við mikið á því að eigendurnir eru kanar heldur.

  Kannski er maður að mála skrattann á vegginn en gengið að undanförnu er búið að vera hræðilegt og ekki LFC sæmandi. KD hefur alltaf fengið stuðninginn minn en ég efast um að hann haldi áfram með liðið, held að honum þyki of vænt um klúbbinn til að gera það því kannski hefur hann sýnt okkur að hann hefur ekki nægilega góða reynslu af þjálfun síðari ára. Fótboltinn hefur breyst mikið og frá þeim tímum þegar Liverpool sigruðu allt og héldu boltanum 60-70% af leiktímanum að þá hefur mikið vatn runnið til sjávar hjá mönnum eins og KD.

  Ef hann ætlar að taka slaginn áfram og fær til þess fullan stuðning og fjármagn til að halda áfram með starf sitt að þá auðvitað virðir maður þá ákvörðun en maður er orðinn frekar langþreyttur á brösóttu gengi okkar liðs í deildinni. Vægast sagt.

  YNWA!

 10. Þetta tímabil er búið að vera okkur Liverpool mönnum mikil vonbrigði það er bara staðreind, en lífið heldur áfram og nú þarf bara að gera það besta úr því sem eftir er og það held ég að við gerum með því að leifa ungu leikmönnunum að spreita sig. Þetta þurfum við að gera til að byggja þá upp fyrir næsta tímabil þar sem þeir verða mun meira áberandi i okkar leik. þegar þessu tímabili líkur þarf að setja allt kapp á að ná í þá leikmenn sem geta styrkt liðið fyrir næsta tímabil og við þurfum líka að losa okkur við nokkra leikmenn.

  þeir leikmenn sem við þurfum að losa okkur við eru:

  Kuyt, Adams, Carrager, Carrol, Maxi.

  Það þarf að ná í fjóra til fimm leikmenn til að styrkja liðið og þeir eru:

  Lassan Diarra, Granero, Hazard, Gylfa Sigurðsson, Gomes (Byern Munchen)

  Þetta kemur til með að kosta okkur einhvern pening en það verður bara að hafa það, ef þetta gengur eftir þá erum við klárir fyrir næsta tímabil, ungu leikmennirnir okkar, Sterling, Shelvey, Robinson, Coady, Kelly, Suso, Amoo, Flanagan, Wilson o.fl eru allir leikmenn sem á að koma inn i liðið, það verður að fara treysta þessum mönnum. Önnur lið eru að gera þessa hluti, s.s. Arsenal, Man Utd, og þessi lið eru að ná betri árangri en við tímabil eftir tímabil, fótbolti eins og annað hefur þróast og við verðum að laga okkur að breyttu umhverfi í boltanum ef við ætlum að fara áfram með liðið.

  Dalglis er stjórinn okkar hann hefur verið frá þjálfun í 20 ár og það held ég að sé ein ástæðan fyrir því hvað okkur gengur ekki nógu vel, en alls ekki eina ástæðan, líka haf ekki verið gerð góð kaup á leikmönnum sem og hafa aðrir leikmenn ekki verið nógu góðri, ef þetta er gert sem hér að ofan er talið held ég að við séum á réttri leið, það er alltaf veirð að kaupa unga leikmenn til að byggja upp en svo fá þessir leikmenn ekki að spreita sig og það þíðir einfaldlega að þeir hverfa á braut og það eina sem við höfum gert með þá er að þjálfa þá fyrir önnur lið.

  Svo er einn leikmaður sem við eigum og er ungur hann er á láni og hefur spilað 66 leiki á láni síðan 2010 þetta er Stephan Derby, hvað þarf leikmaður að vera á láni lengi og hver er tilgangurinn að lána leikmenn ef það er ekki að koma þeim í beta stand til að nota þá fyirr Liverpool síðar.

  Við verðum að þora að taka þá áhættu sem til þarf, ef við lærum ekki af mistökum okkar, þá verður næsta tímabil engu skárra en það sem er að líða undir lok núna… Dalglish verður að sýna kjark og þor til að gera breytingr ela stiga til hliðar og hafa hagsmuni Liverpool í forgangi…. Ég efast ekki um að hann hefur það, spurningin er bara sér hann það sjálfur….

  Áfram LIVERPOOL… YNWA…

 11. Dalglish hefur ekki verið frá þjálfun í 20 ár. Hann gerði Blackburn að meisturum 1995. Náði góðum árangri með Newcastle og var svo í skamman tíma með Celtic í kringum aldamótin. En hvað í ósköpunum er það við þjálfun Dalglish sem réttlætir þetta endalausa tal um að hann hafi verið lengi frá þjálfun?
  Hann hefur leikið nokkur afbrigði af leikkerfum og liðið hefur yfirspilað flesta leiki þar sem stig hafa tapast. Þurfti hann ekki að segja mönnum að skora mörk og hætta að skjóta í stangirnar þegar hann var síðast að þjálfa?
  Þetta er bara fyrirsláttur og vitleysa sem er étin upp af pressunni úti sem hengir sig á einhverja vitleysu til þes að búa til fréttir í sífellu.

 12. Sorry ef það eru 15 ár, þá er bara ekki mikil munur þar á nema hvað árangur Liverpool varðar, ég er bara ekki viss um ad hann sé með það sem þarf til, en ef hann verður áfram vona ég bara að honum beri gæfa til að stíga skrefin í rétta átt í því sem þarf að gera…

  Áfram LIVERPOOL… YNWA…

 13. Nú verð ég bara að spyrja: Vilja menn Gylfa vegna þess að hann er góður eða af því að hann er Íslenskur? Finnst oft að margir séu nokkuð blindir í svona málum.

 14. Mér finnst ekki tímabært að ræða hvort Dalglish eigi að vera áfram. Auðvitað verður hann áfram. Við tökum þessa FA dollu. Henderson og Carroll detta í gírinn á næsta tímabili og við bætum við klassa hægri kant, miðjumanni og striker í sumar. Suarez verður búinn að jafna sig, Lucas kominn aftur og Gerrard kominn yfir meiðslin…Já og Agger aftur á sinn stað í vörnina og Reina fer aftur að reyna að verja…ég er bara bjartsýnn!

 15. Það eru sem sagt 62% sem vilja Daglish burt.

  Myndi nú segja að það væri nokkuð afgerandi.

 16. Það er mikið búið að tala um ,,raunhæfa” kosti og hvað annað. Cavani er ekki að koma, Lavezzi er ekki að koma, Higuain er ekki að koma, Hazard kemur ekki, Hulk kemur ekki, Götze kemur ekki og svo lengi, lengi mætti telja. Cavani er að byggja upp frama og vill eiga séns í stærstu titlanna. Lavezzi verður áfram hjá Napoli eða verður allavega áfram á Ítalíu. Higuain er aðalmaðurinn hjá Real og að galactico leikmaður hjá Real komi til Liverpool í dag er bara óskhyggja. Dortmund vinna líklega þýsku deildina og ég held að Götze verði þar áfram. Hulk er einfaldlega alltof dýr (Anzhi buðu í kringum 80-85 kúlur í hann og því var hafnað af Porto). Hazard er eftirsóttasti ungi leikmaður í dag og fer eftir besta boði. Til þess að þetta gæti gerst fyrir næsta tímabil þurfum við dekureiganda með ótæmandi sjóð.

  Ekki misskilja mig. Ég er mikill Liverpool maður og á enga ósk heitari en að Liverpool geti keypt heimsklassa menn í sumar. Ég mundi glaður éta þessi orð en því miður mun ég ólíklega þurfa þess.

 17. Já sammála Kristni nr. 24. Menn verða aðeins að koma sér niður á jörðina hvað varðar leikmannamál. Við erum ekki að fara að fá eftirsóttustu leikmennina á markaðnum á meðan við erum ekki í CL. Ekki nema við bjóðum einhver stjarnfræðileg laun, og það er ekki að fara að gerast tel ég. Við verðum að koma okkur í meistaradeildina sem allra fyrst. Leikmenn sem við gætum fengið nún væru t.d. Scott Sinclair, Jermain Defoe, Yohan Cabaye, Darren Bent, Matt Jarvis, Junior Hoilett ofl. Ekkert að því í sjálfu sér að fá einhverja af þessum mönnum eða öðrum svipuðum. Allt sterkir leikmenn sem væru fín viðbót við þá sem fyrir. En til að fara að tala um allra stærstu bitana þá verðum við að fara í CL. Það er góður möguleiki á því á næsta ári tel ég ef við skiptum út nokkrum leikmönnum og fáum aðra betri í staðinn. En það þurfa ekkert að eiga sér stað gríðarlega breytingar.

 18. Sammála #19
  Mikið rosalega, ofboðslega er það þreytt að jafnvel Púlarar kunni ekki að stafsetja nafn leikmannsins Charlie Adam.
  Ég mun fara heim til þess næsta sem kallar hann Adams og glasa viðkomandi…

 19. En það er einmitt þetta sem ég hef áhyggjur af, þeas að LFC er búið að dragast aftur úr varðandi að fá sterka og eftirsótta leikmenn. Fyrir það fyrsta vantar CL sætið og svo er KD kannski ekki sá sprækasti á evrópskum markaði.
  Megum ekki gleyma því að td Rafa fékk til sín sterka leikmenn útaf hans reynslu og orðspori frá sínu heimalandi, eins með Houllier.
  Nú er ég ekki að gera lítið úr KD eða tala hann eitthvað niður. Ég ólst upp við það að sjá hann lyfta bikurum hægri vinstri með Liverpool en þetta er eitthvað sem þarf að skoðast í stóra samhenginu en það er að byggja upp sigursælt lið.

 20. Skaginn maður Skaginn. Frábærlega flottir með sterka leikmenn og allir í myljandi stuði.

 21. Er Raheem Sterling kominn með tíuna hjá Liverpool? Sá á myndum af æfingu fyrir leikinn á morgun að Sterling er merktur 10 á bæði stuttbuxum og peysu. Kannski að strákurinn sé að stimpla sig meira inn í aðalliðið……?

 22. Rólegir á númerinu, hann fékk pottþétt bara næsta lausa númer af æfingasetti

 23. Howard Webb hefur verið settur dómari á Liverpool – Everton. Fokking frábært eða þannig. Það eru tveir dómarar sem ættu aldrei að dæma Liverpool leiki en það eru Howard Webb og Kevin “Friend”.

  Stat: LFC have lost all 5 away games in which Howard Webb has been the referee!

  Eins gott að south Anfield virki krafta sína!

 24. Það skiptir bara engu máli hver dæmir ef Liverpool spilar af krafti og með hjartanu.

Upplýsingar um Liverpool borg

Upphitun: Newcastle úti