Staðan í deildinni og þjálfaramál

Ég sá leikinn í gær ekki. Hann var ekki sýndur í sjónvarpi og ég var ekki beint tilbúinn að leggja á mig langt ferðalag til að sjá Liverpool leik eftir hörmungarnar í deildinni á þessu ári.

Ég skoðaði áðan stöðuna í deildinni og hún er all svakaleg.

Við erum í sjöunda sæti deildarinnar eftir 30 leiki. Við höfum unnið 11 leiki, gert 9 jafntefli og tapað 10 leikjum. Við höfum skorað 36 mörk í þessum 30 leikjum. Og fengið á okkur 31 mark.

Í desember kvartaði ég yfir því að við værum að skora fá mörk. Ástandið hefur bara versnað síðan þá. Við höfum í deildinni skorað að meðaltali 1,2 mörk í leik. WBA hefur skorað jafnmörg mörk og við. Norwich, Sunderland, Fulham og fokking Blackburn hafa skorað fleiri mörk.

Everton eru tveimur stigum á eftir okkur og Newcastle er ÁTTA stigum á undan okkur. Við spilum næst á sunnudag gegn Newcastle á útivelli. Á laugardeginum munu nokkur lið spila leiki og það gæti farið svo ef allt fer á versta veg að við myndum detta niður í 10.sæti deildarinnar áður en við hefjum leik á sunnudaginn.

Við erum með 35 milljón punda framherja á bekknum (þrátt fyrir að liðið vinni nánast alla leiki með hann í byrjunarliðinu) og í hans stað fær Dirk Kuyt að spila alla leiki. Vörnin okkar er léleg, miðjan slöpp og sóknin ömurleg. Pepe Reina hefur verið afleitur í vetur. Ef við horfum á þetta tímabil í deildinni þá dettur mér varla í hug einn jákvæður hlutur.

En þetta er Liverpool og Liverpool gefur mönnum sjens á að stýra þessu liði í einhvern tíma og reka þá ekki eftir eitt slæmt tímabil. En ég er alltaf að hallast meira og meira að þeim möguleika að Dalglish segi bara í sumar – að hann hafi fengið nóg og að hann hætti sjálfur. Niðurlægingin eftir þetta tímabil er svo mikil. En kannski virkar niðurlægingin þveröfugt á hann og hann verður enn sannfærðari um að hann verði að halda þessu verkefni áfram. Það gæti verið erfitt fyrir eigendur liðsins að reka Kenny Dalglish.

Þrátt fyrir að menn séu jákævðir í blaðaviðtölum og kenni þreytu og dómörum (og hlífi leikmönnum) um slæmt gengi þá þarf enginn að segja mér annað en að Dalglish og Clarke og Comolli og Henry séu brjálaðir yfir því hvernig þetta tímabil hefur farið.

Ég veit satt best að segja ekki lengur hvort það sé rétt að Dalglish verði áfram þjálfari. Ég var hræddur þegar hann var settur sem þjálfari því ég taldi að hann ætti ekki að vera lengur en í nokkra mánuði með liðið. En frammistaðan á síðasta tímabili var það góð að ég skildi það vel þegar hann var ráðinn áfram þjálfari liðsins. En þetta tímabil í deildinni hefur verið svo yfirþyrmandi lélegt að maður þarf að hafa ansi sterkar taugar til að efast ekki um að Dalglish sé rétti maðurinn í þetta starf.

Ef að einhver annar ætti að taka við þá sé ég hins vegar engan spennandi nema Rafa Benitez og ég er ekki viss um að yfirstjórn Liverpool sé tilbúin í að fara aftur í samstarf með honum. Ef sú staða kæmi upp að Benitez væri möguleiki þá vona ég samt að menn hugsi ekki um tilfinningar einstakra leikmanna, heldur hagsmuni liðsins. Ef að Benitez kæmi til liðsins þá væri mér nokk sama hvað Gerrard, Carra og Reina myndi finnast um það mál.

Allavegana, ég vildi koma þessum lauslegu pælingum á blað og setja inn eina könnun í lokin. Það er hvað menn myndu gera í sumar ef þeir væru John Henry. Myndu menn halda Kenny áfram, ráða Rafa eða ráða einhvern annan.

Hvað á John Henry að gera í sumar?

 • Halda tryggð við Kenny Dalglish (38%, 434 Atkvæði)
 • Ráða Rafa Benitez aftur sem stjóra (31%, 354 Atkvæði)
 • Ráða einhvern annan sem stjóra. (30%, 342 Atkvæði)

Fjöldi atkvæða: 1,130

Loading ... Loading ...

126 Comments

 1. sælir félagar.
  Ég er á því að hann Kenny ætti að segja upp eftir tímabilið.
  Svo væri óska stjórinn minn hann Jose Mourinho.
  Ætli hann segi ekki bless við R. Madrid í sumar eftir að hafa unnið spænsku deildina.
  Svo hann yrði minn fyrsti kostur, en hef einnig áhuga á að fá Benitez aftur sama hvað þeir Gerrard, Carra og Reina hafa um það að segja eins og þú segir hér fyrir ofan :o)

  Það er bara þannig sko….

 2. Hlakka til að sjá hvernig okkur gengur í FA bikar, ef við vinnum hann þá er tímabilið ágætt.

  Dalglish á að sjálfsögðu að vera áfram næsta vetur, sjáið bara feril hans sem þjálfara, fáranlegt að vera að ræða þetta svo skömmu eftir að hann tók við starfinu. Neikvæðnin er ótrúleg hér á þessari síðu oft á tíðum.

  Framkoma Ferguson, Evra og Suáres settu stórt strik í reikninginn þetta árið. Einnig meiðsl Gerrard og Lucas.

  Nýjir menn á borð við Carroll og Henderson þurfa eitt til tvö ár í viðbót til að spila sig í fullan kraft líkt og Ian Rush og fleiri hafa þurft áður fyrr.

  Ekki gleyma því heldur að við erum að eiga við loftbólulið sem koma og fara eftir því hvernig veðmál eigenda þeirra vegnar. Liverpool er enn besta lið Englands ef litið er á stöðuna frá upphafi.

 3. Sko.

  Þetta tímabil er búið að vera skelfilegt í deildinni. Mér finnst ég persónulega samt ekki vera kominn nálægt því að vilja Dalglish burtu. Ég vildi Houllier, Rafa og Hodgson burtu löngu áður en þeir voru reknir og Dalglish mun fá tímann líka. Ég meina sko: Stjórar Liverpool fá yfirleitt meiri tíma en ég er ánægður með. Hann verður að fá næsta ár því eins og rætt er um í athugasemdum eftir Wigan leikinn þá þýðir ekkert að ætla að reka þjálfara um leið og eitthvað bjátar á. Dalglish er á langtímaplani, amk. til fjögurra ára. Það hefur ekki gengið að óskum og það munu koma fleiri svoleiðis tímabil. Það er þó alveg ljóst að ef næsta tímabil verður álíka slappt þá mun hitna verulega undir kónginum.

  Flestir voru sammála í haust að 4.sætið ætti að vera markmiðið í deildinni og það mun ekki nást, og þá er einfalt mál fyrir stjórnina að setjast niður og skoða hvað klikkaði. Nokkur atriði sem ég vil benda á – nokkurn veginn í mikilvægisröð.

  1. Meiðsli hjá Lucas, Agger, Johnson, Gerrard og bannið hjá Suarez. Þessi fjarvera lykilmanna úr fjölda leikja þýðir tvennt: slakari leikmenn fá fleiri leiki og óstöðugleiki eykst. Liðið hefur lekið fullt af mörkum eftir að Agger meiddist, sóknarleikurinn hefur ekki náð neinum hæðum þegar lykilmenn í sóknarleiknum hafa ekki náð að spila sig saman og liðið er einfaldlega illa tengt saman án Lucas. Þeir sem hafa átt að fylla skörðin eru mun síðri leikmenn. Sem kemur að punkti númer 2.

  2. Breiddin er ekki næg. Það er of mikill getumunur á fyrsta kosti og öðrum kosti í flestar stöður. Ég veit reyndar ekki hvernig varaliðskerfið hefur verið notað en mér hefur sýnst sem varamenn séu ekki í nógu góðu leikformi sem segir mér að þeir séu lítið að spila með varaliðinu. Þetta þarf að skoða vandlega.

  3. Leikkerfið hefur ekki virkað. Eins og ég er nú mikill aðdáandi 4-4-2 þá hefur það engan veginn gengið upp, nema með Spearing og Gerrard á miðjunni og Carroll og Suarez frammi. Það hefur bara örsjaldan verið sett upp.

  4. Uppstillingar Dalglish og innáskiptingar. Ég get ekki skilið af hverju Carroll hefur ekki byrjað síðustu tvo leiki. Það kunna að vera einhver meiðsli að hrjá hann, eða að hann hefur gerst sekur um agabrot eða eitthvað slíkt, en miðað við hvernig hann hefur spilað síðustu leiki þá á hann algjörlega skilið að vera í byrjunarliðinu og það þótt hann hafi ekki náð að skora mikið. Hann er á uppleið og það sjá allir. Ég velti hins vegar fyrir mér hvort hann sé nógu góður til að spila einn uppi á topp. Tengist næsta punkti.

  5. Of margir leikmenn hafa átt dip-of-form og fengið að halda áfram í liðinu þrátt fyrir það. Downing, Adam, Kuyt, Enrique, Henderson, Reina. Allir þessir hafa tekið dýfur og fengið endalausa sénsa. Vissulega verða menn að fá að spila sig upp úr dýfu en liðið gengur fyrir. Það segir líka töluvert um breiddina að menn fá að taka sínar dýfur því ekki er nægjanleg breidd til að kippa mönnum út í 2-3 vikur.

  6. Þjálfaramál. Ég set nokkur spurningamerki við þau. Pass and move – five a side hefur greinilega mikið verið notað á æfingasvæðinu. Það hefur augljóslega ekki mikil áhersla verið lögð á föst leikatriði, bæði sóknar og varnarlega. Þetta sést bæði þegar fjöldi horn- og aukaspyrna sem við fáum – og nýtum illa er skoðaður og ekki síður hvernig mörk við fáum á okkur. Þá má öllum vera ljóst að spyrnumaður eins og Charlie Adam hefur ekki gefið okkur nokkurn skapaðan hlut úr aukaspyrnum og hornspyrnum en á síðasta tímabili, með botnliði, skapaði hann þvílíka hættu. Það er ekki eins og spyrnuhæfileikarnir hverfi, það þarf að halda þeim við og það er ekki gert öðruvísi en með æfingum.

  Pepe Reina hefur átt slakt tímabil og ég kenni markmannsþjálfaranum alfarið þar um. Á þjálfaranámskeiði sem ég fór á í vetur var rætt um för Íslendinga á Melwood æfingasvæðið og þar kom fram að Actherberg er “old-school” markmannsþjálfari sem leggur áherslu á að dúndra og dúndra og dúndra á markmanninn í stað þess að vinna með tækni, skilning og einstaklingsbundna veikleika og styrkleika sem er allsráðandi í “nútíma” markmannsfræðum. Ég vil ráða markmannsþjálfarann sem var hjá Rafa Benítez því með honum nálgaðist Reina fullkomnun í markvörslu. Ég er ekki viss um að með frammistöðu vetrarins sé hann líklegur í EM-hóp Spánverja.

  Þetta eru helstu ástæðurnar sem ég kem auga á. Eflaust eru þær fleiri en það er ekki hægt að klína öllu á Dalglish sem miður hefur farið í vetur. Ég er sáttur við Carling-cup bikarinn og það væri yndislegt að fá FA-cup líka. En miðað við að flestir vildu stefna á 4.sætið í deildinni þá er frammistaðan og úrslitin þar fullkomin vonbrigði.

 4. Ég vil gefa Dalglish meiri tíma, í það minnsta næsta tímabil. Skoða svo árangurinn eftir það tímabil.

 5. Andri þó að við vinnum fa og carling þá færir það okkur ekki meistaradeildina fyrir lið eins og LIVERPOOL þá er þetta ekki góður árangur í deildini rafa er með metnað meiri en dalglish sem er ekki búin að þjálfa í 20 ÁR !!!!!! og kaupin hans er fáránleg þegar rafa var á ANFIELD þá var hann að bjóða í menn eins og Dani Alves og fleiri en það voru ekki til peningar þegar við eignumst nýja eigendur þá er til peningur nema þá er dalglish ráðin og kaupir þessa fávita Henderson/22,7m.puna carroll 35,5m.punda
  Downing 24,8 m.punda adam 9,7 m.punda þarna eru farnar 92,7 miljánir punda !!!!!
  þarna er bara einn Ronaldo

 6. Þessi Benitez þráyggja er orðin frekar þreytandi. Benitez náði ekkert lengra með liðið punktur. Jú jú eigendur gerðu honum ekkert auðvelt fyrir en glórulausar ákvarðanir eins og að reyna að fá Barry í stað Alonso og endalausar fáránlegar uppstillingar settu okkur út úr meistaradeildinni. Benítez var ekki búinn að vinna titil frá 2006. Besta árin hans var 2009 en eftir það var ljóst að hann náði ekkert lengra og lárétt hrun var á liðinu.

  Ég vil gefa Kenni Dalglish séns. Að mínu mati gerði hann jákvæðar breytingar á liðinu og hvernig gat hann vitað að menn eins og Henderson, Carroll, Adam og Downing sem voru að spila frábærlega með sínum félagsliðum myndu allir gjörsamlega kúka á sig. Menn verða ekki lélegir fótboltamenn á einu ári en ég held að það sé eitthvað sálrænt hjá þessum mönnum að stíga upp og spila fyrir stærra félag.

  Það hafa orðið jákvæðar breytingar á spilamennsku liðsins sem mér finnst miklu skemmtilegri en í tíð Rafa. Meiðsli Aggers og sérstaklega Lucas hafa tekið sinn toll en hefði ekki munað ef aðrir leikmenn hefðu stigið upp. Það tekur tíma að byggja upp alvöru lið og allir geta lent í down tímabili. Kenny verður að finna út hverjir eru tilbúnir að spila fyrir Liverpool football club og hverjir ekki. Það er alveg ljóst að mikið af þessum leikmannakaupum hafa ekki gengið upp en ég skelli skuldina á leikmennina sjálfa en ekki Dalglish. Þeir voru ekki tilbúnir í verkefnið. Hvort það lagast og hvort þeir fái annan séns verður tíminn að leiða í ljós.

  Menn gleyma oft þvílíkar hreinsanir áttu sér stað hjá liðinu síðasta sumar. Fyrir rúmlega ári misstum við besta striker sem skilaði 20 mörkum plús á hverri leiktíð. Síðan var hreinsað út leikmönnum sem gátu ekki blautan skít og margir nýir teknir inn. Auðvitað tekur tíma að stilla saman mikið breytt lið eftir og það er eiginlega afrek að vera þegar búið að landa einum titli og vera í dauðafæri á öðrum. Staðan á deildinni er vonbrigði miðað við mannskap en raunsæ miðað við meiðsli lykilmanna og getuleysi leikmanna sem eiga að geta betur. Það er ósanngjarn að varpa allri ábyrð á Kenny Dalglish.

  Eg vil að hann fái meiri tíma og hef trú á því að hann nái að breyta gangi mála. Tími Benitez hjá Liverpool er búinn en ekki tími Dalglish.

 7. Ég kaus þann kost í könnunni að Henry ætti að ráða einhvern annan stjóra í sumar. Það er göfugt og gott mál að gefa kónginum séns á að snúa þessu við en því meiri skakkaföll sem liðið verður fyrir inná vellinum því meir virkar hann sem úrræðalaus leiðtogi sem er ekki í takt við tímann.

  Einfaldlega sagt þá hef ég ekki næga trú á honum sem langtíma leiðtoga og stjórnanda liðsins og ég held að sá fílingur sé víðtækur meðal stuðningsmanna og jafnvel leikmanna. Sú vantrú gerir það að verkum það skapast andleysi og stemmningsleysi líkt og er í gangi núna. Hann getur gert fína hluti til skamms tíma eins og að vinna bikarkeppnir en deildarkeppni nútímans er allt annar handleggur. Spretthlaup eru ágæt en maraþon er málið.

  Því má líka við bæta að þó að ég sé mjög ánægður að vinna deildarbikarinn þá var klárt mál að við vorum það lið í deildinni sem lagði mesta áherslu á að vinna þá keppni og uppskárum eftir því. En það var að vissu leyti á kostnað deildarinnar því að Suarez spilaði alveg frá fyrstu umferð og það þrátt fyrir að hafa ekki fengið sumarfrí sl. 2 ár. Þetta var áhersla Kenny og hann verður að standa (og falla) með því. Fær hrósið fyrir silfrið en réttmæta gagnrýni fyrir deildarhörmungina.

  Ég er sammála EÖE um að ótti minn við ráðninguna á KK sé að rætast þó að góð byrjun hans sem stjóra hafi fengið mann til að gleyma þeim tímabundið. Það er yndisleg nostalgía og hjartaylur að hafa hann sem stjóra en við verðum einnig að skoða þetta blákalt og hugsa með heilanum þegar stórar ákvarðanir eru teknar. Fyrri part tímabils má tala um góða spilamennsku en óheppni oft í niðurstöðum leikja. En frá nóvember þá hefur frammistaðan í deild verið skelfilega léleg og farið versnandi á nýju ári. Við erum að tala um tæpa 5 mánuði af óásættanlegum úrslitum og spilamennsku. Bikarleikir augljóslega í góðum gír og einnig stórleikir & derbyleikir en það eru samt hálfgerðir adrenalínleikir þar sem leikmenn mótivera sig jafn mikið sjálfir og stjórinn fyrir þá. En í þessum “bread & butter” leikjum þá hefur verið andleysi, getuleysi og hugmyndasnauð tilþrif ásamt síversnandi ákvarðanatöku með leikmannaval, skiptingar og aumar afsakanir í þokkabót.

  Las líka ágæt orðaskipti Magga og Babú á síðasta þráð og verð að lýsa mig sammála þeim síðarnefnda hvað þetta varðar. Mér þótti samtíningur stuðningsraka Magga frekar þunnur þrettándi þó að ég skilji vel þann punkt sem hann hefur fram að færa. Ég get hins vegar ekki tekið undir að eini maðurinn sem hefði geta sameinað klúbbinn á þessum tímapunkti hefði verið Kenny. Mín trú er að með einhentum eigendum og yfirmönnum hjá klúbbnum þá gætu margir toppklassa stjóra fært okkur sameinaða í rétta átt. Auðvitað þyrfti sá stjóri að skilja “the Liverpool way” og vera sannreyndur sigurvegari en ég tel marga fleiri en Kenny falla undir þá skilgreiningu. Rafa fellur undir það klárlega. Flestir toppklassa stjórar hefðu verið ferskur andvari á eftir Hodgson horror show og meira að segja Martin O’Neill hefði geta komið ágætlega út (ekki það að ég vilji hann, bara dæmi).

  Rök Magga um að brottrekstur stjóra sé ekki endilega lausnin er líka takmörkuð lógík því að ef endalaust ætti að halda tryggð við stjóra þá væri Ron Atkinson enn á Old Trafford, Bruce Rioch með Arsenal og Ranieri með Chelskí. Og hjá þessum liðum hafa erlendir þjálfarar í frumraun sinni í deildinni alveg náð toppárangri eftir stuttan tíma við stjórnvölinn (Mourinho, Hiddink, Ancelotti, Wenger). Auðvitað er alltaf erfitt að meta hvenær betra sé að gefa stjórum séns eða hvenær eigi að hleypa nýjum manni að. En sá á kvölina sem á völina (Henry & co) en við hinir höfum bara skoðanir líkt og afturendaholur: everybody has got one 🙂

  Það sem liggur að baki því að ég tel stjóraskipti til hins góða fyrir LFC er ekki hvort að KK geti unnið gott starf og geti bætt sig heldur hvort að einhver annar geti unnið BETRA starf og það tel ég því miður vera raunin. Ég held að Rafa Benitez gæti unnið betra starf og ég treysti honum betur til að fjárfesta í leikmönnum. Hefði Rafa keypt Llorente í stað Carroll, Javi Martinez í stað Henderson, Mata í stað Downing? Bara vangavelta en sama hvað segja má um hans innkaup þá gerði Rafa ekki oft mistök þegar hann eyddi alvöru upphæðum (10 millum eða meira) og margir leikmenn sem urðu heimsklassa sem við misstum af útaf blankheitum. Rafa væri alveg skynsamlegur kostur en ég hef ekki trú á því þegar stjórar eða leikmenn snúa aftur eftir að hafa farið í burtu (já, sömu rök gilda um KK). Það gengur sjaldnast upp og Ian Rush endurkoman er meiri undantekning en regla og líka þegar Beardsley fór aftur til Newcastle. Rafa myndi líka rifja upp fyrri ágreining og gæti sundrað meira en að sameina.

  Ég held að farsælast væri að gefa stjóra í yngri kantinum séns en sá þarf að hafa sannað sig sem sigurvegara nú þegar. Auðvitað koma eldri kappar til greina og Ancelotti hefði værið snilld áður en hann var ráðinn til PSG. Stjórar með góð tengsl í bestu deildir í Evrópu væri snjallt til að hafa aðgang að góðum talentum þar og mínir kostir væru Deschamps, Rijkaard, Unai Emery, Q. Flores, Klopp og jafnvel Villas Boas. Sakaði heldur ekki að tékka á Guardiola þegar hann hættir hjá Barca og athuga hvort hann væri ekki til í smá challenge hehehe

  En ég tel að þörf sé á ferskum vindi og nýrri hugmyndafræði á Anfield. Ef KK tekst að landa FA Cup til viðbótar þá hefur hann klárlega keypt sér 1 ár eða jafnvel lengri gálgafrest. En annars mætti og ætti að skoða aðra valkosti í sumar ef heldur sem horfir í deildinni. Svona gengur ekki til lengdar.

  YNWA

 8. Ég kaus “halda tryggð við Kenny” einfaldlega vegna þess að maðurinn er búinn að vera 1 tímabil með liðið, það er ekki nóg til að segja til um hvort hann sé “með’etta” eða ekki.
  1 bikar kominn í hús og góður möguleiki á öðrum, það að Liverpool sé að spila úrslita leik/i um dollu/r er frábært.

  Þetta tímabil í deildinni er auðvitað mikil vonbrigði en eins og margir hafa bent á hefur lukkan alls ekki verið með okkur í vetur.

  Við munum spila í Evrópu næsta vetur og það er vel, C.L. var draumurinn en það takmark hafðist því miður ekki í þetta skiptið.

  Y.N.W.A. !

 9. “Mín trú er að með einhentum eigendum og yfirmönnum hjá klúbbnum þá gætu margir toppklassa stjóra fært okkur sameinaða í rétta átt.”

  Úps, eitthvað varð mér fótaskortur á tungunni þarna. Eigendurnir þurfa ekki að missa hendina til standa sig heldur nóg að þeir einhendi sér í verkefnið. Í takt við afsakanir Kenny þá ætla ég að kenna slæmri þynnku um þetta orðaþrugl þar sem ég þurfti að drekka ansi marga bjóra í gær til að jafna mig á þessum Wigan-leik hehehe ÚFF!

 10. Það tók Ferguson 6 eða 7 ár að koma Scumm á toppinn og þeir voru ekki alltaf meðal 4 efstu voru reyndar einhvern tímann 12 eða 13 sæti eftir tímabilið.En gáfu honum áfram séns sem skilaði sér ríkulega því miður!Er ekki rétt að gefa KK séns á lengri tíma 2-3 tímabil í viðbót?

 11. Verð að segja að það fer svolítið í taugarnar á´mér þegar menn eru að tala um að þeir velji bikara fram yfir meistaradeildina. Það er vissulega gaman að vinna bikarana, en það að gera lítið úr meistaradeildinni finnst mér ótrúlegt. Peningarnir sem koma þaðan eru bara það mikilvægir ef við á annað borð höfum áhuga á því að okkar lið sé í fremstu röð. Eins aðdráttaraflið sem henni fylgir, eins og staðan er í dag eru bikarkeppninar okkar helsta von um að komast í evrópukeppni. Fyrir tveimur árum komumst við í evrópukeppni vegna fjáhagslegra hrakfara Portsmouth í fyrra komumst við ekki í evrópukeppni og nú í á lítur jafnvel út fyrir að við hefðum ekki komist í evrópukeppni nema í gegnum deildarbikarinn.

  Margir hér tala um Cavani, Hazard og fleiri álíka leikmenn, þessir leikmenn koma ekki ef við erum ekki í raunverulegri baráttu um að komast í meistaradeildina. Persónulega held ég að ef við verðum í mörg ár enn fyrir utan hana verðum við fljótlega komnir á svipaðan stall og t.d. Aston Villa. Þrátt fyrir frábæran árangur í þessum bikarkeppnum þá erum við ekkert að fara vinna þær á hverju ári hér eftir þannig að við getum bara hætt að hugsa um meistaradeildina.

  Varðandi þjálfaramál og þessa spurningu. Menn hljóta að vera farnir að spyrja sig hvort Dalglish sé sá rétti. Maggi hefur talað mikið um það sem hinir og þessir innanbúðarmenn hafa sagt í fjölmiðlum en skiptir það einhverju máli. Í lok dagsins hlýtur það að vera árangurinn sem talar. Við höfum ekki upplifað svona tíma síðan ég byrjaði að fylgjast með og það eru einhver 27-28 ár. Benitez. Ég var og er mikill Benitez maður og mín skoðun er sú að á meðan hann hafði pening og fékk að versla í stórum dráttum það sem hann vildi, þá styrktist liðið jafnt og þétt og við færðumst alltaf nær titlinum. En samt sem áður verð ég að segja að ég er svo sem ekkert viss hvort hann sé rétti kosturinn í dag, sjálfsagt eru til menn sem geta komið þessu í gang aftur.

 12. Það sem að ég er ósáttastur við Kenny er þetta.

  1. Við förum inní þetta tímabil með Suarez og Carrol sem einu 2 sóknarmenn liðsins, ég tel Kuyt eki sem sóknarmann enda spilar hann oftar en ekki á kantinum.

  2. Í janúar þegar öllum er ljóst að sóknarmenn liðsins eru alls ekki að standa sig, hvað er þá gert ? Nákvæmlega ekki neitt, ég átti von á því að fá allavega einn sterkan sóknarmann.

  3. Skiptingarnar hjá honum eru oftar en ekki frekar skrýtnar, t.d þegar Carrol var settur inn á 84 mín um daginn þegar okkur vantaði sigur.

  4. Hvað er verið að gera við Maxi sem oftar en ekki er maður sem getur breytt leikjum til hins betra og virðist ná vel við Suarez.

  5. Sóknarþungi Liverpool er bara alls engin og Suarez oftast einn frammi að reyna að klára þessa leik. 36 mörk í deildinni er það versta sem ég man eftir.
  Hann spilar Gerrard allt of aftarlega og hann lætur Hendo leik eftir leik spila á kantinum þó svo að það sjái það allir að hann getur ekki rassgat á kantinum enda er hann miðjumaður.
  Hann kallar Shelvey til baka og hann fær varla mín á vellinum.

  6. Sumarkaupin hafa verið djók.

  Eins mikið og mér finnst gaman að sjá King Kenny á hliðarlínunni þá held ég að hann sé búinn að gera sitt, þ.e að rétta skútuna við og koma liðinu á réttan kjöl.

 13. Vill ekki sjá Kenny sem þjálfara LFC núna árið 2012 eða síðar. Ég vill bara muna eftir honum fyrir 20+ árum og hafa þá ímynd alveg óskerta.
  Væri til í einhvern þýskan þjálfara og þar fer Joachim Löw fremstur í flokki

 14. 10 töp?…. Það er bara því miður óásættanlegt! Jæja ég get þó huggað mig á því ap við vorum efstir í nokkra tíma (eftir sigurinn á Bolton minnir mig) og að hafa unnið Carling cup en ég meina gætum dottið í 10……. :/

 15. Finnst erfitt að svara þessari spurningu núna, mig langar að sjá Dalglish ganga vel hjá Liverpool og ég er lítið spenntur fyrir að fá alveg nýjan mann inn með alveg nýjar hugmyndir sem þarf sín 3-5 ár. Reyndar tala eigendur og Comolli um að verið sé að koma upp skipulagi sem haldi sér jafnvel þrátt fyrir að þjálfari fari eða komi (m.o.ö. hlutverk yfirmanns knattspyrnumála).

  Það er jákvætt að mínu mati ef þeir hafa þolinmæði til að standa við það því vonandi myndi það skapa stöðugleika hjá félaginu. Það er allt of dýrt að taka svona fáránlega syrpu eins og það var að reka Benitez, ráða gjörólíkan mann sem vildi gjörólíka leikaðferð og leikmenn aðeins til að fá stuttu seinna þriðja manninn með enn eina hugmyndafræðina sem er töluvert frábrugðin hinum tveimur. Þetta skapar óstöðugleika og vel rúmlega það.

  Ef/þegar Dalglish fer kemur vonandi inn maður sem heldur áfram á svipuðum nótum. Félagið í heild er að reyna þróa leikkerfi sem öll lið félagsins eru að spila og til lengri tíma á þetta að auðvelda ungum leikmönnum að koma næsta fullklárir inn í liðið og þekkja sitt hlutverk frá fyrsta degi. Sjáið t.d. Arsenal, Barcelona og auðvitað liðið sem ég held að hafi masterað þetta fyrst, Ajax.

  Ef að við endum í 8. – 10. sæti og vinnum bara deildarbikarinn (FA bikarinn er töluvert langt frá því að vera unninn) þá er það ekki nógu góður árangur og ég á erfitt með að sjá nýja eigendur sætta sig við það. Næsta sumar þarf þá að innihalda eitthvað töluvert meira spennandi en bestu leikmenn lakari liða á Englandi á uppsprengdu verði.

  Það er annars ofmetið hvað búið er að eyða í leikmenn, FSG hafa selt mjög marga leikmenn og launakostnaður hefur lækkað verulega. Þeir eyddu ekki krónu í janúar þrátt fyrir slæmt gengi og því þurfa þeir að sýna hvað þeir eru að meina í sumar. GIllett og Hicks áttu alveg einn glugga þar sem peningur var settur í leikmannakaup (með góðum árangri n.b).

  Fari svo að Dalglish hætti eða verði færður í aðra stöðu hjá félaginu myndi ég vilja að Rafa Benitez yrði fyrsta símtal eigenda félagsins enda langbesti heimsklassa stjórinn sem við eigum raunhæfan möguleika á og einhver sem þekkir félagið út og inn. Ef hans skoðanir og skoðanir eigenda félagsins næðu saman yrði ég sáttur og eins og staðan er núna myndi ég vilja sjá þetta gerast næsta sumar. EN vonandi verður staða Dalglish aðeins betri í vor heldur en núna strax í kjölfar 5 tapleikja í sex leikjum.

  Hvað alveg nýjan stjóra varðar þá yrði ég töluvert stressaður fyrir slíkri ráðningu en tek þó undir að það er til slatti af spennandi nöfnum.

 16. Shit væri til í eitt stykki Nuri Sahin á miðjuna, Eduardo Vargas úr Napoli einnig, og svo Matías Suárez til að fullkomna þetta.

 17. @ Þröstur (#13)

  Er Ferguson-fresturinn ekki margnotuðustu rök allra tíma gegn brottrekstri stjóra? Hversu oft hefur þetta verið rökstutt sem ríkuleg verðlaun fyrir þolinmæði og tryggð sem margborgar sig?

  En málið er að þetta er ansi einstakt í sögunni enda sörinn ansi einstakt fyrirbæri í fótboltanum. Þetta er engin formúla til að eltast við og sagan verður ekkert endurtekin útaf óskhyggju. Hvert mál og hver stjóri er kapituli út af fyrir sig og þarf að vega meta óháð Ferguson.

  Átti Souness og Hodgson að fá 6 ár?? Auðvitað ekki. Eins ágæt og þolinmæðisrökin eru þá eru alveg jafn sterk rök fyrir því að drífa í því að losa sig við stjóra sem nokkuð útséð er með að sé ekki nógu góður eða að annar stjóri gæti líklega gert betur. Í sjálfu sér er ekkert útséð með það hjá KK enda er tímabilið ekki enn búið og gæti brugðið til beggja vona. Þess vegna eru stuðningsmenn margklofnir og áhugavert að sjá að það sem af er könnunarinnar hér að ofan þá er rétt rúmlega þriðjungur sem vill halda KK.

  En til að afgreiða Ferguson-formúluna þá þarf að taka nokkra hluti fram:

  Þegar Ferguson tók við ManYoo á miðju tímabilið árið 1986 þá var hann bráðefnilegur 45 ára stjóri sem hafði unnið 10 titla á 8 árum með Aberdeen (þ.m.t. 3 deildartitla og 2 í Evrópu). Það má segja að hann hafi verið mjög líkur Rafa að því leyti að vera einn eftirsóttasti stjórinn á þeim tíma með frábært record og þá sérstaklega í að brjóta upp einokun stórvelda í heimalandinu.

  Á fyrsta heila tímabilinu sínu þá endað ManYoo í 2.sæti (1987-88) á eftir Liverpool og það gaf vísbendingu um hans getu. Næstu tvö tímabil voru klárlega slök í deildinni en hann var að gera góða hluti með uppbyggingu og innkaup á ungu liði (Bruce, McClair, Pallister, Ince). Hann var klárlega valtur í sessi eins og frægt er orðið þegar kom að bikarleik árið 1990 en hann vann þann leik og bikarinn sjálfan þannig að í raun var eðlilegt að hann fengi gálgafrest. Næstu tvö tímabil vann hann silfur á hverju ári (Cup Winners Cup, Super Cup og League Cup) og því eðlilegt að hann væri enn stjórnvölinn er hann braut múrinn í deildinni árið 1993.

  Á þessum árum var heldur ekki sú gulrót að 4.sæti tryggði gullpott í aðalkeppni álfunnar þannig að oft fór deildarformið til fjandans þegar ljóst var að lið væru ekki að keppa um titilinn það árið. ManYoo voru líka í þeirri sömu tilvistarkreppu og LFC er núna hafandi ekki unnið deildina í meira en tvo áratugi. Við viljum auðvitað ekki hafa hina ömurlegu stefnu Chelskí en það er engin sérstök hætta á því sama hvernig fer með KK enda allt öðru vísi þenkjandi eigendur og stuðningsmenn hjá LFC.

  Áður en Kenny var ráðinn þá vildi ég fá ungan, ferskan stjóra með winning record líkt og Rafa er hann kom fyrst til Anfield. Einhvern með blússandi sjálfstraust, nýjar lausnir en þó mann með virðingu og vegsemd. Fyrir mér var Kenny meira bakköpp-plan ef enginn annar góður fengist og hann var rétta ráðningin á eftir Hodgson þó að ég hefði verið til í að sjá Rijkaard spreyta sig á þessu enda atvinnulaus á þeim tíma. Brilljant byrjun tryggði honum fastráðningu og fyrsta tímabilið hefur sannað hans kosti en líka opinberað gömlu gallana. Kannski má segja að hans framtíð sem stjóra LFC hangi hálft í hvoru á einum bikarleik líkt og hjá Ferguson forðum daga. En hann þarf þá líka helst að endurtaka söguna og vinna dolluna til að gulltryggja sér gálgafrestinn og afsanna efasemdirnar. Sviðið er hans. Sjáum hvað setur. Ég óska honum og Liverpool að sjálfsögðu velgengni 🙂

  YNWA

 18. Babu: ég er lítið spenntur fyrir að fá alveg nýjan mann inn með alveg nýjar hugmyndir sem þarf sín 3-5 ár.

  Er það ekki málið með Dalglish? gefa honum 3-5 ár? Það hafa ekki margir stjórar náð titli á fyrsta ári upp úr brunarústum. Mourhino sem alltaf hefur tekið við frábærum liðum tókst ekki einu sinni að vinna titil á fyrsta ári með stjörnuprýtt lið Real Madrid.

  Gefum kallinum smá tíma!

 19. Ég verð nú að segja það að ef einhver álíka reyndur og Reina þarf ennþá að fara í markmannsþjálfun þá get ég vel skilið að allt lekur inn. Lyklilinn að góðum markmanni er að lesa leikinn vel, viðbrögð og reynsla. Eftir allan þennan tíma og reynslu sem hann er með og það er verið að kenna markmannsþjálfaranum um þetta eigum við fyrir löngu að vera komnir með nýjan markmann. Markmenn þurfa náttúrlega að æfa líka. En að hann verður góður eða lélegur eftir því hver er að sjá um æfingarnar hans þá bara please eigum við að skipta um markman. Þetta er bara hlægileg umræða og til skammar. Eruði í alvöru að reyna að verja hann Reina? Annaðhvort hefur hann þetta eða ekki, og ef touchið er farið, þá burt með hann. Og annað finnst mér hlægilegt þegar menn hérna eru að þykjast vera þjálfarar(Maggi í þræði fyrir neðan) útaf þeir voru að þjálfa markmenn í Aftureldingu eða einhvern andskotann, við skulum ekki vera bera saman 4 flokk í Aftureldingu við Liverpool, takk fyrir, móðgandi fyrir fótboltann eins og hann leggur sig.

 20. Ég kaus að halda tryggð við Dalglish einfaldlega vegna þess að ef það kæmi annar maður í hans stað þá myndum við upplifa svipaðan árangur í deildinni á næsta tímabili og á þessu tímabili. Þjálfarinn þarf að breyta til í hópnum og kynnast leikmönnum og svo kemur hann með nýjar aðferðir og taktíkir. Annars á Dalglish það bara skilið að fá stuðning okkar poolara eftir allt sem hann hefur gert fyrir okkur. En þá þarf líka að laga þetta :

  1. Markvarslan
  Reina er búinn að eiga sitt versta tímabil so far á ferlinum. Vandinn hlýtur að liggja í markmannsþjálfaranum. En við skulum ekki heldur gleyma því að hann er bara að verða 30 ára og á ennþá 6-10 ár eftir.

  2. Sóknarmenn
  Það vita allir hvað Suarez er magnaður leikmaður og getur búið til mörk úr nánast engu. Einnig hafa allir séð hvað Carroll er hæfur um að gera og hefur hann spilað mjög mjög vel í seinustu leikjum. Bellamy er líka ótrúlegur en hann er oft meiddur og getum við því ekki alltaf treyst á hann. En þetta eru líka einu sóknarmennirnir okkar og sárvantar því fjórða strikerinn. Ég persónulega vill fá Pacheco inn í liðið eða jafnvel David Amoo.

  3. Föst leikatriði
  Eru eitthvað sem við erum skelfilegir í, bæði í að verjast og sækja. Miðað við öll þau horn og aukaspyrnur sem við fáum, ættum við að vera með 2+ mörk að meðaltali í leik. Við erum með frábæra spyrnu menn og stóra,sterka og góða skallamenn í boxinu en við þurfum að út færa föst leikatriði mun betur.

  og að lokum vantar smá tíma.

  YNWA

 21. Ég veit svona ekki enn þá hvort ég vilji nýjan mann inn eða halda Dalglish, það er voðalega erfitt og óþægilegt að ætla að mynda sér einhverja ákveðna skoðun á því núna.

  Eitt sem ég hef samt svolítið áhyggjur af með Dalglish er aldur hans. Hann er 61 árs og verður 63 eða 64 ára gamall þegar samningur hans hjá Liverpool rennur út. Ég er alls ekki á því að hann sé eitthvað of gamall til að vera að þjálfa lengur en ég hef svolitlar áhyggjur af því hvort hann gæti bara ekki verið orðinn of gamall til að byrja á nýju langtíma verkefni. Það er ekkert leyndarmál að FSG vinna eftir ákveðnu plani og í því samhengi hefur maður heyrt nefnt ca. 5 ára plan, það er gott og gilt en mér finnst það ekki haldast nógu vel í hendur að vera með 5 ára plan og gefa 60 ára gömlum stjóra 3 ára samning. Segjum að ef hann fengi ekki nýjan samning eða ákveði að hætta að þessum þremur árum liðnum, er ekki hætta á því að Liverpool þurfi því að byrja aftur á byrjunarreit?

  Það væri auðvitað ideal ef Liverpool gæti haft sama knattspyrnustjórann í 8-10 ár+, mann sem getur byggt upp sitt legacy og nýjar hugsjónir þurfa ekki að líta dagsins ljós á þriggja ára fresti. Því spyr maður sig hvort að Liverpool ætti að skoða það að koma yngri manni inn sem fyrst og reyna að flýta fyrir þessu uppbyggingaferli eða ætti að skoða það að samningi Dalglish loknum?

  Þá kemur svo að hlutverki Damien Comolli, sem ég held að snúist ekki eingöngu um hvern á að selja og kaupa, heldur er þetta í raun maðurinn sem á að búa til hugsjónir Liverpool og innleiða þær í alla arma félagsins. Akademían, unglingaliðin, varaliðið og aðalliðið á allt að hafa sömu hugmyndir, leikaðferðir og taktík til að ungir leikmenn sem eru að stíga upp geti hoppað beint inn í þessa Liverpool-jöfnu.

  Það er tvennt sem mér finnst mega gagnrýna Comolli svolítið fyrir (allavega eins og er) en það er í fyrsta lagi fyrir að hafa eytt alltof háum fjárhæðum í vissa leikmenn (t.d. Carroll, Downing) og svo virðist hann ekki hafa beint komið öllum liðunum á sömu bylgjulengd. Skoðum bara muninn á varaliðinu og aðalliðinu, varaliðið undir stjórn Barcelona-þjálfarans fyrrverandi Rodolfo Borrell þykir mér spila leiki sína töluvert meira í svona 4-2-3-1 nálgun á meðan að aðalliðið undir stjórn Kenny Dalglish nálgast leikina frekar með 4-4-2. Þarna er strax komið erfitt bil á milli varaliðs og aðalliðs. Strákar eins og t.d. Suso og Adorjan, sem hafa spilað mjög vel í hálfgeru “holu hlutverki” í varaliðinu (þá sérstaklega Adorjan) myndi líklega algjörlega týnast í 4-4-2 kerfi enda hvorki framherji né leikmaður sem er ákjósanlegur í tveggja manna miðju (það sama má segja um Adam).

  Sé Dalglish aðeins að fara að vera 3 ár í starfi þá þarf Comolli í sínu hlutverki að vera búinn að finna út hverjar hugsjónir og fílósófíur á að notast við hjá Liverpool. Hann virðist ekki vera búinn að því og (ég ætla ekki að segja að Liverpool hafi endilega gert slæm kaup) kaupin sem Liverpool hafa gert í síðustu tveimur gluggum eiga ekkert rosalega mikið sameiginlegt og erfitt að sjá hvaða stefnu er notast við í þeim tilfellum. Sumir henta frábærlega í stutt og hratt spil, aðrir virðast vilja dvelja á bolta og reyna hlaup, einn er þannig týpa að hann vill alltaf ná úrslitasendingunni, sumir eru fengnir til að búa til fyrirgjafir á stóran skallamann en spila nær aldrei saman. Ég veit það er frábært að eiga mismunandi valkosti og allt það en það er bara eitthvað svo rosalega mikill munur á milli vissra leikmanna í liðinu, bæði kannski hvað varðar gæði og svo bara hvað varðar leikstíl.

  Hvort það er Comolli sem stjórnar þessum kaupum, Dalglish eða bara þeir báðir er voðalega erfitt að segja til um en persónulega finnst mér að það eigi að vera yfirmaður knattspyrnumála sem sér um hvernig leikmenn eru keyptir, útbýr síðan lista af þeim skotmörkum sem hann telur henta stefnu Liverpool best og svo ráðleggur hann sig við þjálfarann hvort hann myndi frekar vilja leikmann A, B eða C.

  Yfirmaður knattspyrnumála í svona kerfi á í raun að vera mikilvægasti hlekkurinn í þessari jöfnu. Stjórar eða þjálfarar eiga að vera þannig að hægt sé að skipta þeim út ef þeir ná ekki takti við stefnuna eða nógu góðum árangri en stefnan á alltaf að halda sér. Leikmannakaup eiga að snúast um að fá leikmenn sem henta þessari stefnu og það er undir þjálfaranum/stjóranum komið að ná árangri með henni.

  Kannski er hluti af þessu plani FSG fyrir Liverpool að Comolli og Dalglish vinni saman í þessi þrjú ár í að finna út og móta þá stefnu sem Liverpool á að fylgja í framtíðinni. Síðan þegar Dalglish stígur niður þá ætti að finna mann sem myndi halda áfram að vinna út frá þessum hugsjónum. Hver veit?

  Persónulega held ég að það þarf mann í stöðu yfirmanns knattspyrnumála sem hefur alveg á tæru hverjar hans hugsjónir og hugmyndir eru svo hann geti strax farið í að innleiða þær. Comolli vinnur mikið eftir tölfræðilegum útreikningum og það er spurning hvort það sé hugsjón hans af langtíma árangri Liverpool, er hún nægilega góð eða hefur hann kannski bara tekið of stóran bita upp í sig og á erfitt með að kyngja honum? Það verður víst bara að koma í ljós.

  Ég er mjög spenntur fyrir þessu starfi yfirmanns knattspyrnumála og tel það vera mjög svo sniðugt og ég er spenntur fyrir því að sjá hver árangur Comolli eftir 2-3 ár (ef hann verður enn í því starf þá) verður. Persónulega hefði ég alveg viljað sjá þennan Tixi B… eitthvað sem gengdi þessu starfi hjá Barcelona. Þar sem við erum nú þegar með tvo mjög virta menn úr unglingastarfi Barcelona og ef við hefðum nælt okkur í mann með mikla reynslu úr þessu starfi á risa stórum vettvangi þá værum við líklega betur staddir og værum nær því að átta okkur á stefnu og hugmyndir félagsins.

  Ég væri alveg til í að sjá þann möguleika skoðaðan að reyna að finna yngri stjóra sem vanur er að vinna í umhverfi þar sem hann þarf að vinna með yfirmanni knattspyrnustjóra og þar sem þetta er ekki algengt á Englandi þá gæti þurft að leita út í önnur lönd og þá gæti þessi 4-2-3-1 (“meginlandsbolti”) sem spilaður er í varaliðinu og oft á tíðum í unglingaliðinu líka verið meira í samræmi við aðalliðið. Þetta var t.d. ein aðal áhersla Rafa í að reyna að bæta unglingastarfið, að láta öll lið félagsins spila eins bolta.

  Smá tékklisti sem ég tel þurfa að hafa ofarlega í huga þegar nýr stjóri verður ráðinn (hvort sem það verður í sumar eða eftir einhver ár):

  – Hann þarf að hafa einhverja reynslu af því að vinna með yfirmanni knattspyrnumála eða í umhverfi þar sem einhverjir aðrir en hann gæti haft eitthvað “say” í hvernig málum skal háttað – án þess þó að vera einhver kúgaður, “já maður”.

  – Nálgun hans á leikinn þarf að vera rétt. Hann þarf að vilja láta lið sín spila fótbolta, sækja til sigurs og hann þarf að geta notast við góðar taktískar hugmyndir.

  – Hann þarf að vera góður þjálfari, hann þarf að geta bætt sína leikmenn, náð því besta úr þeim og mótað þá að stefnu félagsins.

  – Það sem mér finnst svo vera bara einna mikilvægast: Hann þarf að hafa reynslu úr toppbaráttu og helst að vinna titla. Stjóri sem hefur upplifað sælu tilfinninguna við að sigra titil og vonbrigðin við að tapa titli er reyndur stjóri. Reyna kannski svolítið að forðast svona ungu stjórana sem hafa náð frábærum árangri eitt tímabilið en maður veit svo aldrei hvort þeir nái að halda því áfram (t.d. Brendan Rodgers).

  – Liverpool hefur ekki fjármagnið í það að yfirbjóða lið eins og t.d. Chelsea, Man City og Man Utd og því þarf liðið að vera snjallt á svo margan hátt. Spila réttu taktíkarnar, kaupa réttu mennina (hvort sem þeir heita Yakubu, Higuain eða einhver S-Ameríkubúi sem enginn hefur heyrt um) og því yrði ekki slæmt ef að maður sem hefði reynslu af því að ná að klifra yfir þessi ríku, stórveldi. (Rafa gerði það í tvígang með Valencia og Klopp gerði Dortmund að meisturum í fyrra og er í góðri stöðu til að gera það aftur í ár). Klókir stjórar geta verið gulls ígildi.

  Ég vil að Dalglish nái árangri hjá Liverpool og verði áfram í lengri tíma en kannski er ég að komast á þá skoðun að Liverpool gæti þurft að leita á ný mið og horfa til framtíðar.

  Svo ég vitni nú í áhugaverða setningu úr einu af mínum uppáhaldslögum: “You can make the future but it starts with leaving your past”. Er þetta eitthvað sem Liverpool gæti neyðst til að gera, þ.e.a.s. að horfa burt frá allri sögu Dalglish og Liverpool, sleppa af honum hendinni og horfa aðeins meira til framtíðar? Nýr, yngri stjóri með töluvert fleiri ár eftir af sínum ferli og 5-6 ára samningur? Það virkar svolítið freistandi svona til lengri tíma litið…

 22. Það er virkilega sárt að sjá liðið spila svona áhugalaust og að mínu mati er það ekki í boði nema í æfingaleik og menn kannski nett þunnir.

  Ég er alveg til í að gera KD meiri tíma og lofa honum að móta sitt lið. Er alveg hundviss um það að ef við værum með einhvern annan núna og KD væri að þjálfa einhversstaðar að þá væri hann draumastjórinn okkar í augnablikinu, miðað við aðstæður.

  Það er gríðarlega mikilvægt að vinna þennan blessaða FA bikar og klára tímabilið með sóma. Maður missir áhugann þegar gengið er svona lélegt og þetta er ömurleg staðreynd sem enginn sannur Liverpool-maður sættir sig við. Auðvitað er eðlilegt að ræða hugsanlega eftirmann KD við þessar aðstæður en ég þyrfti að fá ansi hreint magnað nafn upp til að láta sannfærast.

  Guus Hiddink væri trúlega eini sem kæmi virkilega til greina hjá mér enda með stórkostlegan árangur sem þjáfari.

  Motormouth er of mikil áhætta enda hatar hann Liverpool og flestir stuðningsmenn hata hann, skiljanlega.

 23. Það er hægt að analysera stöðuna alveg fram og aftur með miklu orðalengingum og pælingum. Það er hins vegar eitt sem stendur upp úr. Liverpool hefur þunnskipaðan hóp. Við höfum lélega breidd og þolum illa meiðsli lykilmanna eins og dæmin hafa sannað. Það hafa verið fengnir til liðsins hinir ýmsu leikmenn, flesta þeirra er of snemmt að dæma ennþá.

  Ég tel að Liverpool eigi að halda áfram sömu stefnu, það eru ýmis jákvæð teikn á lofti í upppbyggingunni. Við sáum glitta í Sterling síðustu helgi, átti flotta innkomu, bráðefnilegur leikmaður þar á ferð. Ég vil meina að stuðningsmenn Liverpool eigi að fylkja sér á bak við liðið og stjórann. Standa saman á öllum vígstöðvum, ekki láta áróður knattspyrnustjóra annarra liða og/eða stuðningsmenn draga okkur niður. United we stand, united we fall anyone?

  Eins og tíðrætt hefur verið þá var hreinsað vel til í leikmannahópnum síðasta sumar og nýjir leikmenn fengnir til liðsins. Sumir hafa staðið sig vel en aðrir ekki enn sýnt hvers þeir eru megnugir, tíminn mun leiða í ljós hvort þeir leikmenn komi til með að rísa innan liðsins eða hverfa á nýjar brautir. Hópurinn er nokkuð sterkur, það eru þó tilteknar stöður sem eru ekki nægilega vel mannaðar. Við þurfum kantmann, framherja, miðjumann (erum ennþá að blæða fyrir að missa Meireles) og hugsanlega hafsent þar sem ekki er hægt að treysta á Agger heilt tímabil og Coates er ekki tilbúinn sem fastur byrjunarliðsmaður.

  Fjórir nýjir leikmenn ásamt því að fá Lucas til baka úr meiðslum ætti að gera gæfumuninn fyrir næsta tímabil til að skipa okkur í topp fjögur í deildinni. Leikmenn sem mættu hverfa á braut eru td. Aurelio, Maxi, (Kuyt?) aðra tel ég ekki tímabært að selja. Sumarið sem er framundan er ekki tími róttækra breytinga heldur þarf að betrumbæta það sem fyrir er og halda áfram uppbyggingunni.

  Þið sem teljið að eigi að reka stjórann og selja hálft liðið, ég skora á ykkur að standa með stjóranum og liðinu og falla ekki í þennan Chel$kí pitt að reka mann og annan ef það næst ekki árangur strax í dag. Þetta kostar tíma og þolinmæði en aðeins þannig mun Liverpool komast á þann stall sem það á réttilega skilið að vera á.

  YNWA

 24. Djöfull er menn fljótir að gleyma skitunni hjá Benitez… Hann var búin að missa klefann og menn höfðu enga löngun til að spila undir hans stjórn….

  Ég persónulega mundi verða brjálaður ef þessi pappakassi mundi taka við!!

 25. Trúi því ekki að menn séu í alvörunni að vonast til að Benitez verð ráðinn aftur. Mikið eru menn fljótir að gleyma.Vil ekki sjá þann vitleysing aftur.

 26. Búinn að leggja mitt nafn við að halda starfi Dalglish áfram, einfaldlega vegna þess að ég hef enga þolinmæði fyrir óþolinmæði í fótbolta. Sú óþolinmæði hefur aldrei skilað nokkru liði neinu öðru en hrúgutapi á fjármunum og uppgangi fyrirtækja sem framleiða vængjahurðir.

  Hins vegar er nú eitt sem við kannski ekki höfum rætt, höldum við að Liverpool FC hafi ennþá aðdráttarafl fyrir stjóra eftir umræðuna um klúbbinn síðustu ár? Verðum núna þriðja árið í röð í 6.sæti eða neðar í deild, aðdáendahópurinn virðist klofinn niður í margar einingar og það eru enn stór skörð eftir til að fylla í leikmannahópinn.

  Hver er svo samkeppnisstaðan? Hvað þá ef við eigum að trúa Telegraph sem segir að Chelsea muni bjóða í Ronaldo og Higuain eða Lavezzi og Cavani, já semsagt annað parið, til að reyna að ná í öflugan stjóra, helst Guardiola. Ef Chelsea kemst ekki í CL þá er hann til í að sveifla út hinu spilinu, formúgu í launum.

  http://www.telegraph.co.uk/sport/football/teams/chelsea/9166356/Chelsea-sizing-up-80m-summer-move-for-Real-Madrids-Cristiano-Ronaldo-and-Gonzalo-Higuain.html

  Financial Fair Play virðist ætla bara að verða reglugerð á pappír sem engu heldur og þá er alveg ljóst að “Sugar Daddy” liðin munu kaupa stærstu nöfnin á pappírnum.

  Þá er það eina sem mun einhvern tíma brjóta upp sigur þeirra að byggja upp lið sem getur challengað með því að búa til project.

  En mikið þætti mér nú gaman ef að menn myndu nú nota önnur nöfn en “pappakassi” og/eða “vitleysingur” þegar þeir tala um Rafael Benitez. Ég bara á ekki orð yfir slíkan málflutning!

 27. Ég bara trúi því ekki að menn séu einu sinni að nefna Benitez í dæmið, það er ástæða fyrir því að hann var rekinn. Auðvitað átti hann sína jákvæðu punkta með liðið en hann var gjörsamlega kominn á endastöð. Hann fékk einnig óteljandi grátlega lélega leikmenn til liðsins og þar er mér efst í huga : Philip Degen, Andrea Dossena, Andriy Voronin og Robbie Keane svo dæmi séu nefnd. Auðvitað fékk hann góða leikmenn líka en eins og ég segi menn voru gjörsamlega komnir með upp í kok af honum….

 28. Ég er algjörlega sammála Magga hér að ofan. Ég valdi líka að Kenny fá eitt ár í viðbót ekki vegna þess að ég sé svo ótrúlega ánægður með hans störf heldur vil ég gefa manninum tækifæri á því að laga það sem hefur verið að síðustu 3-4 ár. Einnig sé ég ekki hvað nýr þjálfari gæti bætt við.

  Ég hef engan sérstakan áhuga á að fá Benitez aftur en að kalla þjálfara sem gerði Liverpool að CL meisturum vitleysing eða pappakassa er náttúrlega bara vanvirðing og væri sennilega best að þessi “stuðningsmenn” findu sér annað lið til að halda með.

  Liverpool er búið að vera í lægð í 20 ár sem má örugglega rekja til þess að oft á tíðum hafa rangir menn verið settir við stjórnvölin hjá liðinu og líka að þeir hafa sumir hverjir fengið að vera of lengi við stjórnvölin. En að mínu mati er stæðsta ástæðan fyrir þessu slæma gengi lélegir eigendur. Ég held að Moores hafi gert öll mistök sem hægt er að gera með hann stýrði þessu félagi. Bæði hvað varðar ákvarðanatöku og líka í því að vera ljósárum á eftir örðum félögum í markaðsetningu.

  Ég er ekkert viss um að Kenny Daglish geri liðið aftur að meisturum á Englandi en ég er að vona að hann geti komið ákveðnu jafnvægi á liðið þannig að næsti stjóri geti tekið við góðu búi og haldið áfram frá tekið næsta skref. Það að ráða nýjan þjálfara núna kallar bara á enn eitt vonbrigða tímabilið á næsta ár og þá þarf líklega að skipta aftur um þjálfara osfrv.

  Það er voðalega erfitt að biðja aðdáendur Liverpool um að vera þolinmóðir þegar þeir hafa þurft að vera það undan farin 20 ár. En fyrir mér þá sé ég bara ekki hvað annar þjálfari geti gert með þetta lið í augnablikinu. Ég vil sjá Daglish fá eitt tímabili í viðbót sérstaklega ef liðið vinnur FA Cup (eða kemst í úrslitaleikinn). Ég vil ekki gefa honum sénsinn af því hann heitir Kenny Daglish heldur af því að liðið er búið að vinna einn bikar undir hans stjórn og hefur oft á tíðum á þessari leiktíð sýnt frábæra spilamensku og ég hef bara trú á því að ef liðið nær smá stöðugleika þá komist það langt og eins og ég hef sagt áður þá fæst ekki stöðugleiki með því að skipta um þjálfar 12-18 mánaða fresti. (spurjið bara Chelsea.)

 29. Alveg skelfilega mikið til í þessari grein sem Kiddi linkar á hér að ofan. Veit ekki hvað málið er en við lifum svo sanarlega á fornri frægð. Að við skulum ekki hafa unnið þessa deild í yfir 20 ár er hreint út sagt hörmulegt. Samt lítum við á okkur sem stórklúbb, það er rannsóknarefni hversu stór aðdáendahópurinn er víða um heim, en með áframhaldandi getuleysi mun hann fara minnkandi.

  ‘Eg veit ekki hvort kenny eigi að halda þessu áfram. En hvað viljum við virkilega ?

  Eins og staðan er í dag, þá eigum við ekkert í City, Utd og sennilega Chelsea. Það kæmir mér heldur ekki á óvart að Utd detti út úr þessum hóp þegar gamli hverfur á braut.
  Viljum við frekar líkjast liði eins og Arsenal, vera nokkuð þéttir í 3 til 4 sæti, ná tiltölulega litlum árangri í meistaradeild, og vinna ekki bikar árum saman ? Er það sem þetta gengur útá því ég veit ekki betur að allur okkar samanburður við önnur lið gengur út á að telja bikara og þá virðist Kenny geta komið með til okkar !

 30. Bjarki #30

  Stingdu hausnum bara í sandinn. Auðvitað keypti Benitez menn sem ekki reyndust standa undir væntingum, hvaða stjóri hefur ekki gert það? En ég leyfi mér að fullyrða að hann er með bestu prósentuna yfir gæðaleikmenn keypta síðustu 15 ár hið minnsta. Það þýðir ekkert að telja upp slæmu kaupin og kjósa að horfa framhjá þeim góðu þegar það hentar. Hvernig finnst þér kaupin hjá Dalglish síðasta sumar hafa verið? Einmitt.

  Benitez var réttur maður á röngum tíma. Þannig horfir þetta við mér. Ég hafði unun af því að horfa á Liverpool spila leiktíðina 2008-09 og hafði virkilega trú á því að við værum að detta inn í eitthvað magnað tímabil. Þeir voru frábærir. Við getum aftur á móti þakkað fyrri eigendum um hvernig þetta endaði, ásamt Purslow.

  Fyrir mér í dag er Liverpool miðlungslið og varla það. Það er ekkert tiltökumál þó svo þeir tapi fyrir liðum í botnbaráttunni, ekki einu sinni þó leikurinn sé á Anfield. Þetta er orðið daglegt brauð. Ekki ætla ég að segja til um hvar vandi liðsins liggur í dag, treysti mér ekki í það. Eitt er samt alveg morgunljóst að maður verður að lækka væntingarstuðulinn verulega. Það er samt svo ofboðslega sárt að sjá Liverpool ekki ná þessu blessaða fjórða sæti, þriðja árið í röð, sem ég held að bara eitt og sér myndi lyfta liðinu verulega upp.. að spila á meðal þeirra bestu!!

 31. Ef að Dalglish er ekki að ná samstöðu meðal Liverpool manna þá er Benitez ekki að fara að gera það. Dalglish átti upphaflega að vera skammtímalausn og gerði mjög vel með þá leikmenn sem hann hafði (mest Benitez-menn eins og Lucas, Maxi, Kuyt ofl.). Hann hefur hinsvegar breytt liðinu til hins verra síðan þá, þrátt fyrir mikla peningaeyðslu, og er að mínu mati að spila töluvert síðri fótbolta en þegar hann fyrst tók við. Það er ekki merki um að liðið sé á réttri leið eða að þessi hópur muni spila betur síðar.

  Allt umtal um að Ferguson, Benitez ofl. hafi fengið tíma er óviðeigandi að mínu mati. Þetta voru ungir þjálfarar sem voru að koma inn með nýjar hugmyndir sem leikmenn þurftu tíma til að venjast, auk þess sem þeir höfðu nýlega náð árangri með önnur lið. Dalglish er hinsvegar að spila frekar gamaldags fótbolta, svipaðan þeim sem hann vann deildina með fyrir tæpum tveimur áratugum. Þessi leikstíll er algengur hjá miðlungsliðum eins og Sunderland og Aston Villa en ekki toppliðum og bara alls ekki líklegur til langtímaárangurs.

  Mér finnst þessvegna lykilatriði í þessari spurningu hversu langan tíma við erum að tala um. Næsta tímabil væri kannski alveg í lagi, ef gengið batnar, en til lengri tíma litið ættum við að leita að nýjum og ferskum þjálfara.

 32. Ég held að við höfum ekki efni á því að reka Dalglish núna.

  ,,Þetta er ekki sprettur, þetta er langhlaup. Þetta er maraþon.”, svo ég vitni í Bubba-eftirhermu.

 33. Sælir félagar.

  Ef gengið í deildinni batnar ekki verulega og/eða liðið vinnur FA bikarinn mun KD hætta. Það held ég að sé morgunljóst. Hann mun jafnvel hætta ef gengið í deildinni heldur áfram eins og í undanförnum leikjum þó FA bikarinn vinnist. Það er ekkert í spilunum sem segir að gengi liðsins batni neitt svo nemi á næstunni. Því miður.

  Þannig að ég geng útfrá því í mínu atkvæði að KD hætti. Þá er að velja hvað við viljum í staðinn. Þar valdi ég R. Benitez. Af hverju? Jú ég hefi áhuga á að sjá hvert hann getur komið Liverpool FC ef hann hefur stuðning og vinnu-umhverfi sem sæmandi er stjóra af hans stærðargráðu. Á sínum tíma var ég orðinn mjög þreyttur á Rafa tímabilinu. Þó gerði ég mér grein fyrir að allt var í hassi hjá klúbbnum og hefði engu máli skipt hver var við stjórnvölinn á þeim tíma. Hrunið var fyrirsjáanlegt. Því vildi ég Rafa burtu á þeim tíma bara til að gera eitthvað og sjáandi að samstarf hans og G/H fíflanna var einfaldlega dauðadæmt. Því var allt betra en óbreytt ástand á þeim tíma.

  En ég er til í Rafa Benitez aftur við kjöraðstæður innan félagsins og hann með þann vinnufrið sem hann þarf. ÉG geri mér líka grein fyrir að það þarf að negla niður það skipulag sem fyrir er í klúbbnum og hann verður að ganga þar inn með því hugarfari að vinna innan þess möglunarlaust. Svo reikna ég með að ef allt er klappað og klárt og allir standa við sitt verður samvinnan í lagi. Hitt er líka ljóst að ef samningar standa ekki er vonlaust að díla við kallinn. Það er líka þannig að samningar eiga að standa. Frá hendi beggja.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 34. LFC er 17 stigum frá fallsæti – en 16 frá Arsenal í 3. sæti.

  Engan veginn í lagi.

 35. Vildi bara benda fellow Liverpool aðdáendum að þegar Hodgson var rekinn þá hafði hann stýrt 31 leik í deildinni með W:13, D:9, L:9 = 48 stig á meðan að Kenny er með 30 leiki þetta season. W:11, D:9, L:10 = 42 stig. Árangurinn hans Hodgson þótti óásættanlegur og var hann réttilega rekinn. Kenny hinsvegar er með talsvert lélegra hlutfall þó að hann hafi fengið sennilega metfé til þess að móta sitt lið. Á í alvörunni að leyfa þessum manni að skemma annað season og eyða meiri pening í lélega leikmenn bara vegna þess að hann var einusinni frábær leikmaður og hetja fyrir Liverpool?

 36. það á bara að fá rafa benitez aftur er kominn með ógeð af kenny og líka bara mönnum sem hann er búinn að vera kaupa en ég er sáttur með suarez og downing. en óskar hegi ég er sámála þér með þessa leikmenn sem þú varst að seigja. þetta eru leikmenn sem man city og man utd og chelsea new utd totten ham og fleiri

 37. Það eina sem ég veit er, að ég var mjög svekktur þegar Benítez var látinn fara, mér fannst hann persónulega ekki vera búinn hjá okkur, og væri til í að fá hann aftur – en þar eru svo sömu rök og núna. Dalglish verður ekkert látinn fara eftir eitt og hálft ár, það væri náttúrulega bara fáránlegt. Kóngurinn fær allavega tvö ár í viðbót hugsa ég, það borgar sig ekkert að vera að skipta um þjálfara oft, horfið á Chel$ki. Dalglish er kominn til að vera, og ég hugsa að hann sjái það sjálfur hvenær hanns tími er kominn, og segji þá af sér sjálfur eins og hann gerði síðast. Við megum ekki gleyma því að hann er síðasti þjálfari sem gerði Liverpool að englandsmeisturum, og hann getur gert það aftur með rétta hjálp frá eigendum og öðrum í þjálfarateyminu.

 38. Klárt mál í mínum huga, ef Kenny Dalglish nær ekki að klára þennan FA bikar með sæmd (koma Liverpool allavega í úrslitaleikinn) og nær ekki þokkalegum lokakafla í deildinni ( vinna allavega 5 leiki ) mun KKD segja starfi sínu lausu. Þá og fyrst þá, myndi ég vilja sjá Benitez taka við liðinu aftur.

  Fyrir mér fannst mér sumarkaupinn vera frábær, ég var bjartsýnn á að þau kaup sem gerð voru myndu duga okkur í 4 sætið. Held það hafi ekki hvarlað að mörgum að þau myndu nánast öll floppa svona íllilega. Hver einn og einasti sem keyptur var hefur brugðist vonum okkar.

  Carroll var eins og máttlaus kórdrengur langt fram eftir vetri hefur aðeins verið að koma sterkari inn núna í vor, en þá af einhverjum óskiljanlegum ástæðum fær hann ekki að byrja.

  José Enrique byrjaði mjög vel en hefur verið allgjörlega vonlaus undanfarið. Samt staðið sig best af þeim sem keyptir voru í sumar.

  Jordan (á ekki skilið að heita þessu nafni) Henderson jú jú hann er ungur rétt eins og Carroll en hann hefur bara alls ekki getað neitt það er bara staðreynd sem við verðum að horfast í augu við. Ragur og virkar bara hreint út sagt áhuglus. Ekki sýnt nein gæði í vetur. Verður því enn sem komið ekki litið á hann annað en flopp.

  C. Adam lýsing á honum fyrir ári er sú mnákvæmlega sama og Gylfa Sig er lýst núna. Frábær skotfótur, magnaðar sendingar, deadly hornspyrnur og einstaklega góðar aukaspyrnur sem koma klárlega til með að skila okkur mörkum í tugatali. EEENNN NEI hann hefur gjörsamlega ekkert getað. Varla komið með eina einustu hornspyrnu sem skapað hefur hættu, hann klúðrar þeim vítum sem hann hefur fengið að taka, aukaspyrnur hann hafa verið prump sem enn hafa ekki gefið okkur mark. Sendingar hanns hafa týnst og rata oftast á mótherja og hvert í fjandanum fór skotfóturinn hans, líklegast hefur hann fallið með Blackpool og spilar í deildinni fyrir neðan.

  Stuart Downing reyndur kantmaður sem átti svo sannarlega að vera vængmaðurinn sem myndi dæla stjörnu krossum í boxið sem Andy Carroll myndi stangi inn á fullu leik eftir leik. Drengur sem ætlaður var til þess að taka menn á og koma inná völlinn og sprengja upp varnir og skapa caos í teignum sem menn eins og Suarez myndi síðan setja endahnút á með sínu eðal finishing EEENNN NEI hann hefur varla drattast til þess að koma blöðrunni fyrir markið og svo í þau fáu skipti sem boltinn drullast fyrir þá er enginn rauður til þess að mæta teigurinn alltaf tómur af sóknarmönnum, menn einhverstaðr úti á miðjum velli með þumalinn á kafi í rassg***** á sér. Hann þess í staðin reynir með veikum mætti að koma inná völlin og mætir þar her varnarmanna og aðrir sóknarmenn eru á sínum vanalega stað á miðjunni (með þumalinn á sama stað og ég nefndi áðan) og hann reynir að skjóta á markið og það er eins með mann sem er rúinn öllu sjálfstrausti endar það skot yðurlega á sama stað uppí röð 27. Reyndar honu til varnar er honum ekki einum um að kenna að hann sé varla kominn með eina einustu stoðsendingu í vetur slútt manna í teignum þegar þeir villast þaðan af miðjuhringnum hafa verið vægast satt ömurleg.

  það er ekki hægt að segja með góðu móti að nokkur stjóri hefði getað séð slíka endemis getuleysi fyrir. Þetta eru allt menn sem lofuðu góðu en hafa gjörsamlega brugðist öllum, valdið fjölskyldum sínum vinum og vandamönnu gríðarlegum vonbrigðum, eins öllum stuðningsmönnum Liverpool.

  En ég er pollyanna sem er ennþá ekki búin að gefast upp á þeim, þrátt fyrir að ég sé sár og hrikalega svekktur með þá alla. Hef ég enn trú á þeim öllum, ég vil gefa þeim áfram séns á næsta tímabili, er samt ekki svo viss um að þeir sem ráða geri það líka og örugglega á einhver þeirra eftir að hverfa á brott með vonbrigðin kyrfilega límd á rassin og verða þar með varanlega minnst sem FLOPP

 39. Kennny á að vera áfram að mínu mati. Ég held að þegar öllu er á botninn hvolft þá sé það að vissu leyti að koma niður á KD að liðið var að spila svona vel fyrstu mánuðina sem hann tók við. Væntingarnar urðu of miklar. Er fólk í alvöru búið að gleyma skítnum sem klúbburinn var í fyrir rúmu ÁRI síðan. Menn náðu að hreinsa ágætlega til í sumar og nýir menn komu inn. Það á klárlega eftir að taka meira til en þetta var mjög góð byrjun. Síðan eru það leikmennirnir sem eru keyptir í staðinn. Sumir hafa staðið sig ágætlega en aðrir ekki. Þetta er ekki svo einfalt að kaupa leikmann og það er klárt mál að hann slær í gegn. Miðað við aðstæður þá var maður ánægður með öll þessi kaup en svo er voðalega auðvelt að vera vitur eftirá. Það er ekki eins og verið sé að kaupa sjónvarp eða sófa eða eithvað sem þú veist nákvæmlega að hverju þú gengur. Öll lið, kaupa leikmenn sem standa ekki undir væntingum. Munurinn á okkur og city, man utd, chelski, spurs er að þessi lið hafa verið að kaupa síðustu ár á meðan allt var í kalda kolum hjá okkur vegna nautheimskra eiganda. Öll þessi lið hafa keypt fullt af leikmönnum sem hafa ekki virkað en að sama skapi einnig keypt leikmenn sem hafa virkað. Heldur fólk í alvöru að á einu tímabili sé hægt að kaupa 7 nýja leikmenn, allir standi sig frábærlega og liðið ná strax sama standard og það var á. Svarið er Nei! Þetta tekur tíma, er KD rétti maðurinn, ég veit það ekki og enginn veit það. Til að hægt sé að komast að því verður hann að fá lengri tíma. Kaupa fleiri leikmenn, láta aðra fara o.sfrv.

  Persónulega hef ég verið ánægður með spilamennsku liðsins heilt yfir og tel ég þetta vera réttu leiðina til að verða stórveldi á nýjan leik, þar að segja halda bolta innan liðsins og pressa hátt uppi. En jú mörkin hafa verið af skornum skammti. Henderson hefur verið að spila hægra megin (vantar hægri kantmann), spearing á miðjunni (lucas er frá), kuyt spilar fullt af leikjum (er líklega á útleið), carra er að spila og mikið og er ekki sami leikmaður og hann var (agger meiddur, coates enn að komast inn í hlutina). Ég væri mikið til í að sjá shelvey eða sterling spila fullt af leikjum en ég treysti KD þegar hann segir að það þurfi að fara varlega með þessa stráka.

  Það sem ég er að reyna að æla út úr mér er að allt var í fokki hjá okkar ástkæra liði fyrir stuttu síðan, það er verið að reyna að laga það ástand en það tekur tíma. Það sem maður vonar er að hugsunin hafi verið síðasta sumar að fá inn fína leikmenn í þær stöður sem vantaði (sem voru margar) og svo núna næsta sumar að kaupa fáa en heimsklassa leikmenn. Það er það sem hefur vantað í vetur, sumir eru bara betri en 95% leikmanna, suarez og gerrard eru það (sóknarlega) en það hvílir of mikið á tveimur leikmönnum. Ég sé það alveg fyrir mér að einn heimsklassa leikmaður myndi breyta mjög miklu. Koma með nýja vídd ásamt því að suarez og gerrard þyrftu ekki að sjá um þetta svo mikið sem sjálfir.

  Niðurstaða: KD á að fá að minnsta kosti eitt tímabil í viðbót, þá sjáum við hver hugmyndafræðin í leikmannamálum er + hann hefur fengið meiri tíma til að koma sínum skilaboðum á framfæri.

 40. Það er margt til í þessu hjá Tómasi hér að ofan, við höfum verið að yfirspila lið í vetur, eitthvað sem við höfum ekki gert í ansi langan tíma. Vörnin var sú besta stórann hluta tímabilsins en eftir meiðsli lykilmanna hafa nokkur léleg mörk lekið inn sem hafa kostað okkur mörg stig. Þar af leiðandi hefur stemningin í hópnum dalað eftir vonbrigði vetrarins og svo koll af kolli.

  Það sem vantar er að skora mörk, það þýðir þá ekki að allir sem keyptir hafa verið séu tómt rusl og best væri að losa sig við alla þessa menn, eins og sumir gaspra hérna.

  Með rétttu viðbótinni, kannski einum topp hægri kannti og svo kannski einum potara í framlínuna þá held ég að virkilega góðir hlutir gætu farið að gerast undir Kenny næsta vetur. Ég held að það sé engin lausn að losa sig við kallinn núna og við verðum að gefa honum minnst eitt ár í viðbót svo hægt sé að dæma hann að verkum sínum.

 41. Það er eitt sem ég hef verið að spá í og tengist ekki beint stjóranum heldur meira kannski metnaði og/eða markmiðum Liverpool í vetur. Liverpool var búið að vera í sex ára markaþurrð og því skiljanlegt að það verði lagt mikið púður í að vinna titil, sem hefur tekist núna og það allt mjög gott. Bikarkeppnirnar ganga mjög vel og ekkert að við þær að sakast en deildin er svolítið annað mál.

  Liverpool langar aftur í Meistaradeildina, í keppni þar sem jafn stórt félag og Liverpool á auðvitað að vera í! Í sumar var talað um að það væri markmið hjá Liverpool, að ná einu af fjórðu efstu sætunum og komast aftur þangað. Kaupin virtust vera svolítið í samræmi við það, fengnir voru leikmenn með reynslu úr Úrvalsdeildinni og enska boltanum svo þær ættu að þekkja vel til deildarinnar og aðlögunartíminn ætti ekki að vera mikill. Það hefur alls ekki gengið upp.

  Það er líka ekki eins og liðin fyrir ofan Liverpool hefðu ekki verið að gera róttækar breytingar á sínum liðum eða stjórum. Arsenal seldi tvo af sínum lang bestu sóknarmönnum, Chelsea með nýjan stjóra og gamalt lið og Newcastle hafði á hálfu ári misst fjóra af sínum mikilvægustu leikmönnum frá fyrri leiktíð. Ef það var einhvern tíman “góður tími” til að skella sér í 4.sætið þá var það í ár.

  Ég fæ gamalt máltæki frá Bill Shankly í hugann sem mér finnst eiga svolítið vel við þessa leiktíð. “Aim for the sky and you’ll reach the ceiling. Aim for the ceiling and you’ll stay on the floor.”

  Hefði Liverpool kannski ekki frekar átt einmitt að stefna á toppinn fremur en að ætla sér ‘bara’ að ná aftur í þátttökurétt í Meistaradeildina? Mér finnst klárlega hugmyndin hafa verið þannig og komið svona harkalega í bakið á okkar mönnum. Í sumar vill maður í raun bara sjá stefnuna setta á toppsætið því ef það verður gert þá tel ég það auka líkurnar á að ‘lágmarkskrafan’ um 4.sætið muni nást. Miklu frekar það en að aðalmarkmiðið sé bara að enda í því sæti.

 42. Fótbolti er ekki flókin íþrótt. Ef að liðið þitt tapar niður 0-2 forskot á 15 mínútum á móti QPR og tapar síðan á heimavelli fyrir Wigan Athletic, þá ertu ekki að gera rétta hluti með liðið. Uppbygging, eða ekki uppbygging, LFC á alltaf að vinna svona leiki, alltaf.

 43. Ég átti mjög erfitt með að velja. Allir vildum við að KD tækist vel upp. Eigendur sögðu að meistaradeildarsæti væri krafa, allt annað væri failure. Ég væri ekki sáttu þó við ynnum FA líka. Eru leikmenn búnir að missa trúnna á KD? Ég er líka sannfærður um að Rafa hefði unnið deildina ef hann hefði fengið að kaupa þá sem hann vildi. Enn maður er ekki búinn að gleyma slæmu hlutunum hjá Rafa sem virðast vera þeir sömu og hjá KD. Þrjóska við að halda sér við sama mannskap eða kerfi. Stundum finnst manni þrjóstkan vera að gera ekki eins og sérfræðingar og eldri leikmenn LFC segja. Skipta lítið eða seint í leikjum.

  Ég endaði á því að velja “Ráða annan þjálfara”. Efstur á lista væri Guardiola, síðan Morihno. Krafan á Guardiola væri að spila skemmtilega fótbolta og meistaradeildin á fyrsta ári. Krafan á Morihno alvöru atlaga að titlinum á fyrta ári. Báðir þyrtu mikla peninga til að skipta út leikmönnum. Hinn kosturinn væri að fá aðra unga og efnilega og þá tæki það lengri tíma að ná árangri enn ég held að þá þolinmæði höfum við stuðningsmenn LFC ekki.

  Er ekki bjartsýnn á að fá Guardiola né Morihno. Ég held að eigendur séu að leita að nýjum þjálfara og ef það tekst ekki þá fái KD annað ár.

 44. Óli, það sem aðallega gerði það að verkum að 4 sætið varð ekki raunin var ekki sá hlutur að menn stefndu á það frekar en að vinna deildina. Það var þessi arfaslaki hópur sem liðið er með !! ef menn ætla að stefna nálægt toppnum, þá þarf að henda 40% af liðinu út amk .

 45. Ég er ennþá á því að Kenny eigi að fá eitt tímabil í viðbót. Eins og er eru engir greinilegir valkostir aðrir í stöðuna og á meðan svo er er þetta nóbreiner. Það sem mér finnst líka skipta mestu máli núna er uppbyggingin á bakvið tjöldin, að það sé lögð ákveðin stefna og skipulagi komið á sem helst þrátt fyrir að skipt sé um þjálfara. Það væri hægt að benda á Swansea sem vel heppnað dæmi um þetta: hjá Martinez var lagður ákveðinn grunnur að leikstíl og stefnu, sem hélst hjá Sousa og Rogers tekur við því búi og heldur áfram á þeirri leið með góðum árangri. Sama held ég að Liverpool verði að gera, þá vinnur tíminn með liðinu. Ef það er hlaupið til núna, Kenny rekinn og Mourinho fenginn í staðinn, með tilheyrandi umbyltingu í öllu skipulagi (og leiðindamóral, að öllum líkindum) myndi hann kannski ná árangri þessi 2 ár sem hann nennir að hanga með liðinu, en myndi svo skilja við liðið í enn meiri rúst en það var áður. Ég vildi frekar sjá Kenny í eitt ár í viðbót og síðan taki Borrell við, eða utanaðkomandi þjálfari sem er til í að vinna með félaginu á sömu línu og búið er að leggja. Þannig er alvörufótbolti stundaður, ég hef engan áhuga á að sjá Liverpool fara í þennan bulleltingarleik við toppstjóra og vottnott. Stuðningsmenn eiga að fá meiri aðild að félaginu, jafnvel hlut í því, eitt af því sem gerði Liverpool að stórveldi á sínum tíma voru gríðarlega sterk tengsl við samfélagið í Liverpool-borg og liðið kemst ekki aftur á toppinn án þess. Sígandi lukka er best. En kannski er ég bara gamaldags íhaldsseggur.

 46. Maður verður nú að hrósa mönnum hérna fyrir málefnalega umræðu eða alla vega þeim sem leggja sig fram við það og koma með góð rök fyrir sínum skoðunum. Ég veit reyndar ekki hvaðan Ómar hefur sína tölfræði en bara svona til að leiðrétta hans færslu þá var recordið hjá Hodgson svona

  Leikir í heild 31 sigrar 13 jafntefli 8 töp 10. Recordið hjá honum í deildinni var öllu verra eða 20 leikir, 7 sigrar, 4 jafntefli og 9 töp sem gera 25 stig og markatala var 27 -29 eða tvö mörk í mínus. (tekið af lfchistory.net)

  Þetta er rétt tölfræði hjá Ómari varðandi Dalglish en hitt verður maður líklega bara að telja að sé uppspuni. Ég verð líka að setja spurningamerki þegar menn eru að réttlæta uppsögn Dalglish með uppsögninni hjá Hodgson. Fyrir það fyrsta þá átti Hodgson aldrei að vera ráðinn til Liverpool FC. Þar sem hann hafði bara ekkert unnið sem réttlætti þá ráðningu. Réttari sagt hafði hann bara ekkert unnið.

  Ef svo ólíklega vildi til að Dalglish yrði rekinn þá finnst mér mjög líklegt að Bentez yrði ráðinn í hans stað. Held einmitt að hann sé þjálfari sem falli vel að þeirra hugmyndafræði.

  Já og líka til að leiðrétta annan misskilning þá eru ekki 20 ár síðan Kenny Dalglish var síðast að þjálfa heldur var hann við stjónvölin hjá Celtic árið 2000 þó það hafi verið í skamman tíma og var þar á unndan hjá Newcastle og Blackburn.

 47. Gaman að lesa alla þessa pistla, sitt sýnist hverjum , ég hjó eftir einu margir tala um ef KK fer þá vilja margir fá Benitez aftur, hugsið ykkur strákar ef það yrði raunin og Benitez stæði sig ekki þá yrði klúbburinn ALLUR að athlægi, með allt niður um sig og búnir að fá þjálfara sem var látinn fara og enn allt í steik,,,,, nei nei ég held að stjórnarmenn Liverpool muni aldrei ráða hann aftur, það er ekki að líta framm veginn, við verðum að horfa framm á veginn og verða AFTUR það Liverpool lið sem er alltaf og allstaðar að berjast um titla bæði stóra og smáa,ég held að ef KK segi ekki af sér eftir þessa leiktíð þá verði hann í 1-2 ár í viðbót,mann hafa talað um hvernig nýju leikmennirnir hafa valdið vonbrigðum og ekki verið þeir leikmenn sem þeir voru er þeir voru peiptir ,,, er það ekki akkurat mál þjáfarans að leikmenn þess séu með sjálfum sé og sé að gera það sem þeir eiga að gera og geta og eru þekktir fyrir,ég held ef ef við vinnum FA bikarinn núna þá lítum við öðrum augum á þetta tímabil og menn fara að brosa aftur og þá er spurningin hvernig verður þá næsta leiktíð, ef við förum ekki mjög hratt framm á við þá situr félagið okkar eftir og verður miðlungslið sem getur bara dreymt um að vinna eina og eina bikarkeppni og vonað að einkverntíman náum við 4 sætinu,,,, nei það þoli ég ekki ég vil hafa Liverpool á þeim stalli sem það á heima ,YNWA

 48. Ég valdi Rafa en sé svolítið eftir því. Eftir því sem frá líður verður það mér alltaf ímeira og meira ljóst að Barcelona-samlíkingin eigi mest við. Að Liverpool nái að ala upp leikmenn sem standi jafnfætis dýrustu leikmönnunum. Guardiola fékk til að mynda sennilega besta félagslið í heimi uppí hendurnar og, án þess að vilja gera lítið úr honum, þá var hann einfaldlega meðvitaður um taktík og hugmyndafræði liðsins að þetta gat aldrei orðið neitt annað en “perfect match”. Hann vissi nákvæmlega við hvaða kerfi leikmennirnir hefðu alist upp og úr varð þetta hrikalega knattspyrnulið.
  Raunar er fáranlegt að fleiri knattspyrnulið skuli hreinlega ekki taka upp þetta kerfi; því ef leikmenn Barcelona væru verðmetnir væri þetta örugglega dýrasta knattspyrnulið sögunnar (Mess kostar örugglega svona hundrað milljarða).
  Að reka Dalglish væri rangt en að setja honum stólinn fyrir dyrnar er rétt; setja smá pressu á karlinn í brúnni. Alan Shearer segir hann vera fæddan sigurvegara sem þó standi og falli með FA-bikarnum. Fairclough talaði síðan um það í viðtali við Sky að þreytan væri bara fyrirsláttur í Dalglish; hann væri í raun og veru brjálæður….

 49. Það er eitthvað sem segir mér að við séum að fara að tapa fyrir Newastle. Ekki bara tapa heldur illa og vera þ.a.l. með jafn marga sigra og töp, svipað mörg mörk skoruð og fengið á okkur og nokkurvegin akkúrat í miðri deildinni.
  Ef einhver heldur ennþá að Liverpool sé ekki meðallið, þá þyrfti sá sami að…
  Ekki hef ég allavega ráð við því.

 50. Mér finnst mikilvægt í þessari umræðu að reyna að blanda ekki tilfinningum við skoðanir. Persónulega er ég mjög hrifinn af KD enda er hann mjög skemmtilegur karakter en það þýðir ekki að hann eigi skilið að sitja í Stólnum.

  Mér finnst ekki skipta máli hve langan tíma KD þarf þegar ég hef ekki trú á hugmyndafræðinni. Adam, Downing, Henderson og Carroll eru bara ekki þeir leikmenn sem ég vil sjá í LFC.

  Það er mjög einkennilegt að hugsa til þess að fyrir nokkrum árum vorum við nýlega búnir að VINNA meistaradeildina og vorum í fullu kappi við Man Utd um titilinn (2008/2009). W: 25 D: 11 L: 2 = 86 stig – stig sem myndu duga flest ár til þess að vinna titilinn. Þá vorum við með menn á borð við Xabi Alonso, Mascherano, Gerrard (í formi) Torres (í formi). Djöfull var gaman þá…

  Ég er ansi hræddur um að framundan séu erfiðir tímar og deildin virðist ansi langt frá landi.

 51. Ég er eiginlega orðlaus yfir núverandi útkomu þessarar könnunar og mörgum ummælum hér. Ef það er einhver sem á skilið smá þolinmæði þá er það KD. Hann verður að fá meiri tíma til að búa til alvöru lið. Auðvitað þurfum við að styrkja hópinn og skipta einhverjum út en ég treysti Kenny og co alveg fyrir því. Kenny hefur alltaf þorað að taka ákvarðanir er varða leikmannamál og mun örugglega ekki sætta sig við ýmislegt sem við höfum orðið vitni að síðustu misserin…auðvitað úttalar hann sig ekki um þessi mál í fjölmiðlum. Það er ekki hans háttur og það er ekki háttur Liverpool.

  Þegar Kenny hættir sé ég alveg Rafa sem ágætis kost en það er ekki komið að því. Reyndar þá virðist gleyma fljótt að Rafa gerði sín mistök og þau mörg stór og það er ekki hægt að skella allri skuld á G og H í þeim efnum. Rafa er t.d. maðurinn sem mat það svo eftir meiðsli og lélegt run hjá Alonso að það væri best að selja hann og fá Barry inn í staðinn…ég á enn þann dag í dag erfitt með að fyrirgefa honum. Alonso náði sér á strik og spilaði eins og engill en var fúll eins og fram hefur komið…ég hugsa að hann hefði ekki farið ef Rafa hefði staðið með honum og ekki ætlað að selja hann. Úff, ég er ennþá verulega fúll yfir þessu!!! 🙂

 52. Þótt að ég sé drullufúll með gengi okkar manna uppá síðkastið þá verðum við samt að taka inn í myndina þá fáránlegu óheppni sem hefur elt liðið í ALLAN vetur. Ætla ekki að afsaka ömurlegan árangur leikmanna eins og Downing, Henderson og Adam eða þá ótrúlegu tryggð sem Kenny hefur haft á röngum mönnum með því. En skoðið leikina sem við höfum tapað stigum í. Áttum að vinna: Sunderland (heima), Stoke(úti), Man U(heima), Norwich(heima), Man C(heima), Fullham (úti), Wigan (úti), Blackburn (heima), Stoke(heima), Tottenham (heima), Arsenal (heima), QPR (úti). Þetta er 12 leikir sem við annaðhvort töpum eða gerum jafntefli í og erum klárlega miklu betri aðilinn í. Auðvitað er það klúður leikmanna og val þjálfara sem skiptir máli en pointið mitt er að það er ekki alfarið hægt að kenna Kenny um gengi liðsins. Það eru leikmenn sem eru búnir að klúðra big time. Hér fyrr á tímabilinu fanst mér við spila mjög fínan bolta, bara fáránleg nýting á dauðafærum sem hefur verið okkur að falli.
  Reyndar hafa síðustu töp gegn Sunderland og Wigan verið svo hrikaleg að maður er að sjálfsögðu farinn að hafa miklar áhyggjur en ég vill meina að við ættum að vera miklu ofar í deildinni ef við hefðum snefil af heppni með okkur..
  Í sumar þarf einfaldlega að kaupa klassa leikmenn, ekki treysta um of á breska stráka sem því miður geta ekkert í fótbolta!! Ég vill gefa Kenny aðeins meiri tíma.

 53. Er þá ekki bara spurning um að kaupa heppna leikmenn í sumar ef menn telja okkar leikmenn vera svo rosalega óheppna en ekki bara lélega.

 54. Góð umræða og fínir punktar.

  Aðeins varðandi markmið, þá er algerlega ljóst að ef þú ætlar að nota markmið í þinni vinnu (sumir gera það ekki heldur einbeita sér að hverjum degi fyrir sig) þá þarftu að hafa þau raunhæf. Það er enn langt í það að við getum sagst ætla að vinna titilinn. Við erum einfaldlega langt á eftir Manchesterliðunum og til hvers þá að setja sér það sem markmið? Ég held að samlíkingin við Shankly verði að skoðast í þeim veruleika sem var þá, þegar við stóðum jafnfætis eða framar öðrum liðum.

  Það vorum við sko alls ekki í sumar þegar við skoðuðum hvað okkur langaði í. Umræðan þá snerist um að komast í CL og ná langt í bikarkeppnunum. Það var alls ekki sjálfgefið þegar talað er um þann leikmannahóp sem lauk æfingum á Melwood síðasta vor, mér finnst enn gert alltof lítið úr störfum Comolli að hreinsa út þá leikmenn sem ekki gátu neitt. Þar held ég að enginn reyni að verja snilldina sem bjó í leikmönnum eins og Jovanovic, Poulsen og Degen t.d.

  Markmiðið var augljóslega að ná inn í CL. Það tekst ekki og hefur verið ljóst síðan við töpuðum gegn Arsenal, sem var auðvitað alveg ferlegt og ekki síður þar sem það var okkar eigin aulaskapur sem olli því.

  Hins vegar sagði ég strax í Exeter heimsókninni að stefnan væri örugglega að vinna þá keppni, annars hefði Suarez ekki verið látinn byrja þann leik. Við sáum það áfram í næstu leikjum. Fyrirsagnirnar um “another magical night at Wembley” eftir jafnteflið gegn Man City og léttirinn í anda eigendanna og stjórnenda eftir bikarsigurinn, hvað þá sú staðreynd að loksins hafði liðið unnið keppni aftur átti að geta sagt okkur að með því náðist eitt af markmiðum tímabilsins.

  Fram að Stoke leiknum töluðu held ég allir leikmenn sem spurðir voru út í þann leik um draum þeirra að spila aftur á Wembley. Það var mikil gleði í lok Stokeleiksins og nú bíðum við spennt að sjá hver hittir okkur þar.

  Í viðtali núna talaði Suarez (að vísu var það þýtt úr spænsku á ensku) hvað honum þætti magnað ef hann næði að vinna tvær medalíur á fyrsta heila leiktímabili sínu með Liverpool. Umræðan um leikinn framundan snýr öll að því að tryggja sér sæti í öðrum Wembleyleik og leika til úrslita um FA cup.

  Því held ég að þegar horft er á tímabilið sitji menn í stjórnarherbergjum LFC og segi, markmiðum í bikarkeppnunum náð en deildarkeppninni ekki. Þá kemur sennilega að kjarnanum í umræðunni, hvar eiga áherslurnar að liggja? Ekki síst þar verður að skoða Rafa Benitez. Við vitum öll að hann lagði litla, mjög litlla, áherslu á ensku bikarkeppnirnar, hans “mantra” var að koma liðinu í CL og leika þar. Sú vinna hans var umdeild, sérstaklega á meðal breska kjarnans í kringum liðið okkar. Síðasta vetur hans í starfi varð mikil óánægja þegar við duttum út úr bikarkeppnunum. Fyrst fyrir ungu Arsenal liði og síðan á heimavelli gegn Reading. Höfðum dottið út úr CL og kepptum í Europa League. Sú keppni varð keppni Rafa um að halda starfinu og þegar hann féll út úr henni fyrir liði Atletico Madrid var hans saga sögð. Ég ver Rafa sem stjóra LFC enn, viðurkenni það, en ég varð fyrir gríðarlegum vonbrigðum með liðsuppstillingu hans gegn Reading, sem svo varð til þess að við féllum út úr keppni sem einhver séns var á að vinna, enn einu sinni snemma.

  En voru það markmið Rafa eða félagsins að leggja ekki upp úr ensku bikarkeppnunum? Vorum við sátt við þá stefnu, því hún var augljós og ekki til neins að láta eins og það hafi ekki verið staðreyndin. Það var allavega ljóst að fastagestir á The Kop voru hundfúlir með þetta og gagnrýnin á þessa hugmyndafræði Rafa var gríðarleg úti í Liverpool. Alveg eins og Houllier áður lagði Rafa mikið upp úr Evrópukeppnunum og í dag er ég viss um að hann hugsar út í það hvort hann hefði átt að gera fleiri áhlaup að enskum bikurum sem hefðu lægt öldurnar.

  Að því sögðu er auðvitað flott að heyra í Shearer og Fairclough í dag. Shearer talar um Dalglish sem “born winner” og Fairclough er sannfærður um að vinur sinn sé brjálaður undir niðri en það sé ekki í hans karakter að rífa leikmenn sína í sig. Það gerði hann gegn Bolton og ætli sér ekki að láta það verða sinn stjórnunarstíl. Sá háttur er sumra, en þarna er Dalglish inni á sömu línu og Strigakjaftur t.d.

  Svo er mér fyrirmunað að skilja það að nokkur telji Dalglish metnaðarlausan. Við erum að tala um mesta sigurvegara í sögu félagsins, enginn undanskilinn. Mann sem vann alla titla í boði sem leikmaður og tók við stjórastarfi á versta augnabliki í sögu Liverpool, eftir að klúbburinn hafði verið dæmdur úr Evrópukeppni og bjó til eitt skemmtilegasta liðið okkar sem hefði án vafa bætt titlum í Evrópu við þá sem unnust heima fyrir.

  Heldur einn einstaklingur sem hingað kemur til að lesa eða skrifa að einhverjum í öllum heiminum hafi liðið verr en Kenny Dalglish við lok Wigan leiksins. Veit einhver meira um það hversu sárt það hefur verið fyrir The Kop að sjá lið af kaliberi Wigan (með virðingu fyrir þeim) fara í burt með stigin frá Anfield. Ég vona ekki, því það held ég að sé eins langt frá öllum veruleika og hægt er. Sögurnar af keppnisskapi Dalglish og hversu tapsár hann er skipta tugum og það þarf ekkert að velta því fyrir sér hvort hann hafi metnað í að vinna Newcastle í næsta leik. Það hefur hann.

  Vandinn er hvort leikmannahópurinn hans nær að fylgja honum og hans hugmyndum,. Það er ekkert víst og það er örugglega kjarninn í nákvæmri skoðun allra yfirstjórnenda Liverpool þessa stundina. Hvernig er hægt að yfirfæra þann árangur sem hefur náðst í bikarkeppnunum yfir á deildarkeppnina. Það held ég að hljóti að vera vinnan framundan, sjá til þess að á næsta ári t.d. hirðum við stigin í deildarleikjum gegn Stoke og City eins og við gerðum í bikarnum í vetur.

  En það sem kannski lýsir okkur best er staðan í skoðanakönnuninni, við skiptumst í þrjá hópa, næstum jafnstóra og það er nú eiginlega sennilega sú versta sem getur komið út, er í hróplegu ósamræmi t.d. við kannanir sem snerust um Hodgson…

  Þess vegna einmitt held ég að gott sé að vera með nákvæma eigendur sem hafa komið fyrir þeim stjórnunarstrúktúr sem þeir ætla að vinna eftir. Sá mun ekki sveiflast eftir dægursveiflum eins og sést t.d. á Brúnni, heldur gaumgæfa liðið út frá framtíðarsýninni sem þeir ætla að vinna eftir.

  Sú rýni verður vonandi til gagns…

 55. Eftir að hafa horft yfir síðustu,segjum,10-12 ár þá held ég einhvern veginn að það sé eitthvað miklu meira að hjá Liverpool heldur en það hver er stjóri,veit náttúrulega ekkert hver vandamálin eru(þá væri ég sennilega búinn að leysa lífsgátuna) en mér finnst þau rista miklu dýpra en það hver er stjóri,ætli það nái bara ekki aftur til tímans þegar Souness var stjóri,hvað veit ég.

  Það er búið að eyða stórum fjárhæðum undanfarin ár í misgóða leikmenn,leikmenn sem hafa í leiðinlega mörgum tilfellum verið algjör flopp með örfáum heiðarlegum undantekningum,það hafa komið stjórar og farið en fyrir utan meistaradeildartitilinn,evróputitil og stöku bikara heima fyrir þá erum við síst nær því að vinna deildina en við vorum fyrir 10-15 árum síðan,jafnvel mun fjær því eins og þetta tímabil er að þróast og það segir mér,eins og ég kom inn á áðan,að vandamálið liggi mjög djúpt,mér finnst það t.d. algjörlega óásættanlegt að leikmenn komi inn á völlinn í Liverpool treyju og leggi sig ekki fram þó að sénsinn á meistaradeildarsæti sé kanski horfinn,ætli bara að hafa það huggulegt fram að næsta bikarleik eins og manni sýndist vera raunin í leiknum á móti wigan.

  Þannig að ég held að það sé ekki endilega lausn að fá einhvern nýjan stjóra,frekar að reyna að moka út skítnum sem virðist grassera hjá liðinu.

  Svo finnst mér það líka merkilegt að fylgjast með umræðunni hérna,sérstaklega ef einhver dirfist að gagnrýna einhvern leikmann eða þjálfara/stjóra þá spretta fram enhverjir sjálfskipaðir verndarar og eru brjálaðir af því að einhver dirfðist að gagrýna hans uppáhalds leikmann!!!

 56. Fói #8
  Verð að fá að svara þessu með Alonso og Rafa. Sá pistil á 433.is um daginn líka þar sem tekið var sérstaklega upp á því að gagnrýna Rafa fyrir Alonso/Barry málið.

  Það virðist vera sem að menn muni bara eftir Alonso fyrir úrslitaleikinn í Istanbul og svo 08-09 tímabilið. Ss Frábærar minningar um frábæran leikmann og algjörlega óskiljanlegt að hafa reynt að swappa honum fyrir Barry og hafa á endanum misst hann til Real vegna þess hversu ósáttur hann var við þessar hrókeringar Rafa.

  En afhverju var verið að reyna skipta honum. Jú það er vegna þess að tímabilið 07-08 var hans allra allra slakasta af þeim 5 sem hann spilaði fyrir klúbbinn.
  Ég elskaði þennan leikmann en ég horfði á hann þetta tímabil og var að velta fyrir mér hver væri í treyjunni hans að spila eins og viðvaningur sem lítið gat á löngum köflum.
  Það geta verið marga ástæður fyrir þessu t.d. að hann eignaðist sitt fyrsta barn fyrir tímabilið eða bara eitthvað allt annað í persónulega lífinu sem hafði áhrif inni á vellinum.

  Það breytir því samt ekki að Rafa (the ruthless) vildi skipta kallinum.
  Á þeim tímapunkti voru nokkur lið sem sýndu honum áhuga, mest var talað um Arsenal, sem hefði líklega aldrei gerst, og svo Juventus sem voru taldir nokkuð nálægt því að ganga frá þessu máli.
  Af því varð þó aldrei og verður að teljast líklegt að það hafi verið vegna þess að ekkert lið lagði fram tilboð sem mætti kröfum LFC. Þó voru allar sögusagnir um verðhugmyndir þónokkrum milljónum undir því sem hann fór á endanum fyrir.
  Semsagt ári áður en hann fór var ekkert lið tilbúið til að greiða fyrir hann, jafnvel þó hann væri talsvert ódýrari en árið eftir þegar stærsta lið veraldar sótti hann fyrir myndarlega upphæð.

  Alonso hefur síðan sjálfur tjáð sig um hvernig þetta fór í hann og hvernig hann ákvað á þessum tímapunkti að fara frá liðinu. Þetta virðist hafa virkað sem einhverkonar ofur mótívering fyrir kallinn því að á næsta tímabili, sem var jafnframt hans síðasta, fór hann algjörlega á kostum og var líklegast besti spilari liðsins þrátt fyrir að G&T hafi stolið flestum fyrirsögnum þegar þeir voru heilir.

  Eftir þetta varð þó ekki aftur snúið, Real Madrid kom inn með gott tilboð, endurtek, langtum hærra en talað var um ári fyrr og the rest is history.

  Þetta er btw ekkert persónulegt ég bara þoli ekki þegar menn eru að benda á þetta dæmi sem eitt það besta um hvað Rafa hafi verið vitlaus og málið látið líta út fyrir að hann hafi tekið okkar besta mann og reynt að skipta honum út fyrir einhvern lélegri og fengið það svo allt í andlitið.
  Þetta átti að styrkja liðið eins og dæmið leit út þetta sumarið. En ég er sammála öllum Liverpool mönnum að þetta er sorglegt og við höfum ekki séð til sólar eftir þetta með tilliti til miðjuspils. En rétt skal vera rétt.

  P.s. Smá subplott, Barry og Gerrard voru góðir vinir eftir að hafa verið herbergisfélagar hjá landsliðinu. Enginn sem getur sagt mér að Rafa hafi ekki að minnsta kosti grennslast fyrir um hann í gegnum Gerrard (þ.e. persónuleika og þar fram eftir götunum) Er Gerrard þá orðinn að einhverju leyti ábyrgur fyrir að Xabi fór?
  http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/teams/l/liverpool/7428382.stm

 57. ómar #38, hjartanlega sammála þér. Það var allt í lagi að reka Hodgson eftir 6 mánuði en að reka kenny Dalglish eftir þó heilt tímabil plús þetta hálfa sem hann tók við af Roy er bara fásinna? Kenny fékk hellings pening til þess að kaupa sína eigin leikmenn og losaði sig við helling af leikmönnum sem hann kærði sig ekki um og þetta er uppskeran af því. Mér er alveg sama þó maðurinn sé legend hjá félaginu, hann er ekki að höndla þetta, tölfræðin staðfestir það bara og það sem við erum að horfa á viku eftir viku í sjónvarpinu inní stofu. Hins vegar finnst mér allt í lagi að hann klári þetta afhroðstímabil sitt en víki svo fyrir ferskum manni sem fær sumarið til að hreinsa til fyrir nýjum andlitum.

 58. Sæl öll.

  Eftir að hafa eytt seinni part laugardags og öllum sunnudeginum með kökk í hálsinum og tárin í augunum og liðið hreinlega eins og mér hafi mistekist eitthvað fór ég að lesa Kop.is. Það góða við þessa síðu er að maður les mismunandi álit á málum og ýmsa
  hluti sem maður vissi hreint ekki. Kenny Dalglish er hetjan mín og hefur verið frá því 197…og eitthvað en hann er ekki fullkominn. Ég vil samt að vel athuguðu máli að hann fái að klára þetta tímabil og næsta ef árangurinn verður eins þá vona ég að hann sjái það sjálfur að hann getur ekki gert meira og segi starfinu lausu. Hver á að koma í staðinn ?.. ég hef ekki hugmynd, ég held að Benitez geti ekki gert neitt meira minn drauma þjálfari væri Mourinho af því hann veit hvernig á að vinna og svo er hann svo djö…hrokafullur og fullur af sjálfstrausti en ég veit líka að hann getur sjálfsagt aldrei unnið hjá Liverpool því hann kann ekki að hugsa ” The Liverpoolway”. Kannski ættum við að láta þá Kenny og Carra þjálfa og svo jafnvel bæta Gerrard í hópinn er eitthvað sem segir að það megi ekki nota hóp…Æi maður veltist á milli gleði og sorgar þessa dagana og líður eins og maður sé að falla í skóla eða hjónabandið sé í molum en í raun er það bara fótboltaliðið mitt sem lætur mér líða svona.
  Við hjónaleysin erum að fara á Anfield í næsta mánuði og ég vona að hlutirnir verði farnir að ganga betur, þegar ég fór í fyrra í fyrsta skipti sá ég stórleik 5-0 sigur okkar manna og það var dásamlegt. En tilfinningin að vera á Anfield er eins og að vera á ættarmóti og engin hlær að þér eða gerir grín að þér þó þú sért Poolari.

  Hef í raun ekkert að að segja en langaði bara að taka þátt í þessari umræðu.

  YNWA

 59. Sælir
  Langaði bara að lauma þessu hér inn. Þarna sjáið þið 50 mörk frá Suarez, flest frá Hollandi. Það er unaður að sjá hvað maðurinn er skotviss en það sem vakti furðu mína er að þarna er hann ekki með neitt dúllerí… hann bara leggur hann fyrir sig og bombar. Hjá okkur þarf hann að vinna miklu harðar í því að koma sér í færin. Einn daginn mun þetta detta með honum og fara stöngin inn og þá munu menn grenja yfir því hvað hann er góður 🙂

  http://www.youtube.com/watch?v=xA0QGL_RnXQ

 60. Ein mögnuð tölfræði sem ég sá á Twitter: Agger, Skrtel, Lucas, Gerrard og Suárez hafa ekki spilað saman eina mínútu í allan vetur. Það útskýrir kannski að einhverju leyti gengið að fimm bestu menn liðsins spila aldrei saman.

 61. Maggi það sem ég var að meina með þessari tilvitnun er að mér finnst við hafa verið (koma með smá myndlíkingu hérna) að læra undir próf með það í huga að ná lágmarkseinkun. Ef þú lærir þannig að þú setjir stefnuna bara á því að ná og verður sáttur með 5-6 þá ertu svolítið að leika þér að eldinum því það þarf í raun ekki mikið að bregða út af til að þú fallir. Leggi maður aðeins meira á sig og reynir að læra upp á 10 þá í versta falli er maður að fara að ná 5. Þetta fannst mér vera svolítið málið með Liverpool síðastliðið sumar, það var lagt upp að ná þessari ‘lágmarkskröfu’ í deildinni og það hefði alveg getað virkað en það eru önnur lið sem að mínu mati kannski hafa lagt aðeins harðar á sig við að ná þessu eða bara hreinlega verið klókari.

  Á pappír er hópurinn í dag klárlega betri en í fyrra en það er spurning hvort Liverpool hafi bara nokkuð ákveðið að taka nógu stórt skref fram á við til að geta haldið í við restina af hópnum. Í raun og veru þá erum við í nákvæmlega sömu sporum hvað deildina varðar núna og í fyrra. Þ.e.a.s. að við stefndum kannski ekki nógu hátt til að komast næsta skrefið. Nú er ég að tala um deildarkeppnina, ætla ekkert að gagnrýna bikarkeppnirnar sem hafa klárlega ‘bjargað’ tímabilinu hjá okkur.

  Ég styð af fullum hug svona langtíma plan til að ná árangri, sérstaklega þar sem ég tel það mikið betri og vænlegri leið til langtíma árangurs heldur en ‘einfalda’ leiðin sem snýst um það að búa til ‘skyndimeistara’. Ég er hins vegar nokkuð fúll þegar ég skoða stöðuna núna og finnst við bara standa í stað. Vissulega bikar (vonandi verða þeir tveir) komnir í hús á tímabilinu og það er vissulega gott skref fram á við en deildarkeppnin (gengi, úrslit, frammistöður, óstöðugleiki og það hve minni lið hræðast Liverpool ekki lengur) er að mínu mati slæmt skref aftur á bak.

  Þess vegna hef ég áhyggjur af því hvort Liverpool hafi nokkuð stefnt nógu hátt í upphafi leiktíðar og kannski hreinlega vanmetið stöðuna. Mér finnst þetta allavega ekki rosalega sannfærandi byrjun á langtíma plani þó það sé vissulega mjög jákvætt að titill sé kominn í hús en ég myndi vilja sjá félagið reyna að taka töluvert fleiri skref fram á við á næstu leiktíð.

 62. Gæti ekki verið möguleiki á því að fá Guardiola ? Fróðlegt að sjá hvernig það myndi verða 🙂

 63. Gaman að þessari góðu og almennt málefnalegu umræðu (mínus vanvirðinguna gagnvart Rafa með tali um pappakassa).

  Áhugaverð vangavelt hjá Óla Hauk (#23) um að kerfið sem markmiðið sé að spila upp yngri flokkana (líkt og Barca og Ajax) sé ekki endilega það sem spilað er undir Kenny í bresku byltingunni. Ég er sammála því og hef lengi verið að bíða eftir að sjá t.d. einhvern spila í holunni eða að sem sókndjarfan leikstjórnanda líkt og flest topplið hafa. Við seldum Aquilani sem hefði geta spilað þar og gefum Jonjo Shelvey fá sénsa þar þrátt fyrir góða frammistöðu þegar hann fær tækifærið. Virðist sem KK sé hrifnari af hefðbundnara vængspili eða vængframherja. Mér finnst í það minnsta mikil þörf á meiri sköpun og hugsun á miðsvæðinu.

  Maggi (#29) spyr hver ætti að vilja djobbið miðað við stöðu mála. Tja, ég held að þrátt fyrir allt sé enn mikið aðdráttarafl fyrir toppstjóra að stýra Liverpool. Erum enn hátt skrifaðir og það væri galopið færi fyrir öflugan stjóra að marka sín spor í sögunni sem stjórinn sem endurreisti LFC. Erum með góða eigendur, einharða áhangendur, efnilega pjakka og því úr mörgu að moða.

  Auðvitað yrði viðkomandi að vera steyptur í mót virðingarverðs sigurvegara, en þeir stjórar eru alveg til og jafnvel fáanlegir núna strax eða í sumar. Jurgen Klopp og Guardiola eru ansi ólíklegir en Villa-Boas er atvinnulaus. Þrátt fyrir að vera rekinn frá Chelskí líkt og margur góður stjórinn þá er hann innan við ár frá því að vera sá heitasti og efnilegasti í Evrópu. Svo efnilegur að Chelskí greiddu 15 mill.evra fyrir hann og ráku frábæran stjóra í staðinn. Svo stóð hann sig ekki það illa hjá Chelskí og þurfti að díla við 50 millu stræker sem gat ekki skorað, aldnar prímadonnur og mafíósaeiganda með almættis-komplex. En hann var víst með öflugt langtímaplan sem m.a. John Terry hrósaði honum fyrir eftir brottreksturinn en gekk illa að höndla vonir og væntingar í núinu. Hann væri spennandi kostur en svo sem hóflega líklegur. Samt séns meðan hann er atvinnulaus.

  Frank Rijkaard er líka kostur sem gæti verið vert að skoða. Mikill sigurvegari sem leikmaður og gerði flotta hluti með Holland og Barcelona (CL meistari) og lagði grunninn að því liði sem Guardiola tók við. Vanur að stýra stórliði og liðin hans spila flottan fótbolta. Strögglað smá síðustu ár og vann engan titil með Galatasary þrátt fyrir yfir 60% vinningshlutfall í leikjum. Núna í hálaunuðu “leyfi” með Saudí-Arabíska landsliðið en eflaust auðfáanlegur í ljósi þess að liðið kemst ekki á HM 2014. Háklassa stjóri en spurn um aðlögun og dýr leikmannakaup.

  Síðast en ekki síst vil ég nefna Didier Deschamps en hann var sterklega orðaður við okkur sumarið 2010 sem arftaki Rafa en skiljanlega hafnaði hann G&H enda nýbúinn að gera Marseilles að Frakklandsmeisturum á sínu fyrsta tímabili. Manni fannst samt sem að hann væri spenntur fyrir því að taka við Liverpool en aðstæðna vegna var þetta rangur tímapunktur.

  Sem leikmaður vann hann allt sem nöfnum tjáir að nefna: HM, EM, CL o.s.frv. Hann vann bikar með Mónakó og það afrek að koma þeim í úrslit CL en tapaði fyrir Porto undir stjórn Mourinho. Hann hefur einnig sýnt lítilæti og ófeiminn við peningaleysi og erfiðar aðstæður og tók við Juventus í Seria B eftir að þeir voru dæmdir þar niður. Kom þeim strax upp í Seria A en hætti útaf ágreiningi við forseta félagsins. Hefur svo gert frábæra hluti með Marseilles með því að gera þá að meisturum í fyrsta sinn í 18 ár og tvisvar unnið bikarinn. Einnig kominn í 8-liða úrslit í CL með óvæntum sigri á Inter Milan en gengið verr í deildinni í ár.

  Lið undir hans stjórn eru venjulega vel skipulögð fá sjaldnast meira en 1 mark á sig að meðaltali. Sóknarleikurinn er ekki blússandi en nógu góður til að vinna titla og í kringum 2 mörk að meðaltali. Samningur hans rennur út í júni á þessu ári og það þykir líklegt að hann leyti á ný mið. Að mínu viti væri hann lógískur og traustur kostur fyrir þá stöðu sem Liverpool er í og góður að vinna úr því sem hann hefur. Metnaðarfullur sigurvegari, en einnig virðingarfullur og hógvær.

  Með fullri virðingu fyrir Kenny þá tel ég þessa þrjá valkosti líklegri til að færa lið okkar fram á við í núinu og til framtíðar. Og þeir eru allir raunhæfir, lausir og líklegir til að vilja starfið. En vonandi vinna KK og co. FA Cup vor og gera alla þessa umræðu að innantómu blaðri 🙂

  YNWA

 64. Það væri virkilega spennandi að fá inn þjálfara eins og Villas Boas, Didier Deschamps eða Jurgen Klopp. Allt frábærir þjálfarar á besta aldri sem gætu byggt upp til framtíðar. Eins frábært og mér finnst að sjá Kenny vera á hliðarlínunni þá held ég að hann sé bara ekki lengur með það sem til þarf.

  Láta hann klára tímabilið og fá vonandi inn eitt stk FA bikar og bjóða Kenny eitthvað annað starf hjá félaginu.
  Hann sagði sjálfur að um leið og hann teldi að hann væri ekki rétti maðurinn í starfið þá myndi hann glaður stíga niður. Hann sér þá vonandi eftir tímabilið að árangurinn sé ekki viðunandi.

 65. varðandi #64

  þá er stór munur á þessum mörkum og þeim sem hann hefur skorað núna og þeim sem hafa næstum því farið inn er að þú sérð aldrei færri en 3 ajax leikmenn inní teignum og oft fleyri….

  þarna liggur hundurinn grafinn…. það er ekki sótt á nógu mörgum mönnum sem er skandall þar sem allir 6 fremstu menn eiga að sækja og skora. ef það klikkar að skora þá áttu að vera með pressu dauðans á mótherjana þangað til að þú stelur af þeim boltanum aftur og sækir aftur á 5-6 mönnum en ekki 1-2 eins og gerst hefur allt of oft hjá Liverpool……

  SÆKJA Á MARKIÐ OG PRESSA. svo einföld er lausnin varðandi að skora mörk og vinna fu**ing leiki.

 66. Ætla að koma með smá innlegg inní þessa umræðu, var mjög svekktur í janúar að liverpool keypti ekki neinn en skyldi alveg afhverju því janúar er erfiður kaup mánuður. En ég held samt að flestir hafi séð að það vantar mannskap.

  Byrja aftast og fer upp völlinn: Reina, hans versta season í liverpool búning. ekki að fá næga samkeppni eða hvað, veit ekki hvað er í gangi þar.

  Vörnin: þótt vörnin okkar sé ekki það þunnskipuð sér maður ýmsa galla í henni, Agger og Skrtle eru sterkir en Coates er ungur og óreyndur í ensku, Carra á síðasta snúning og hinir eru of ungir og óreyndir. Persónulega finnst mér vanta fleiri djúpamiðjumenn ef varnarmenn meiðast, þá einhverja með reynslu, ekki endilega þeirra besta staði í miðverði en getur reddað okkur.

  Miðjan: Versta miðja sem liverpool hefur verið með síðan ég man eftir. Þarna vantar stjörnuleikmann það er ekki nóg að hafa Gerrard, ég missi nánast áhugan þegar boltinn fer á miðjuna. Persónuleg skoðun: Okkur vantar betri backup fyrir Lucas, spearing á EKKI að vera annar valkostur hann er fínn þriðji. Okkur vantar líka betri playmaker Adam er ekki að höndla pressuna eins og er, en ég hef alveg trú á honum sem backup.

  Sóknin/Kantanir: ENGIN helvítis breidd, tveir hreinræktaðir strikerar? Nei ekki einu sinni það Suarez telst sem meiri kantstrikeratýpa, Bellamy líka. Þar höfum við 23já ára gutta á sínu fyrsta tímabili hjá stórum klúbb og sínu fyrsta hjá Liverpool, alltof mikil pressa.

  Lokaniðurstaða: 3 kaup, það er það sem okkur vantar að mínu mati, djúpur miðjumaður sem getur leyst nokkrar stöður á vellinum frá vörn og yfir á miðju. Playmaker!!! orðinn þreyttur á lélegri miðju. Eitt stórt nafn svo frammi og helst einn spútnik gaur líka sem kemur af bekknum með enga pressu.

  Miðjan:

 67. @ Maggi (#59)

  “Ég ver Rafa sem stjóra LFC enn, viðurkenni það, en ég varð fyrir gríðarlegum vonbrigðum með liðsuppstillingu hans gegn Reading, sem svo varð til þess að við féllum út úr keppni sem einhver séns var á að vinna, enn einu sinni snemma.”

  Annað hvort er þig að misminna umrædda uppstillingu þó að úrslitin hafi verið nógu slæm útaf fyrir sig eða að ánafna Rafa meiri sök en hann á skilið (ekki óalgengt).
  http://www.lfchistory.net/SeasonArchive/Game/5211

  Vissulega stingur það í augun að sjá Degen þarna en í ljósi þess að þetta var leikur á Anfield gegn neðrideildarliði þá hefði það átt að sleppa og líka að hafa Cavalieri í markinu. Aðrir eru Agger, Carra, Insua, Aquaman, Gerrard, Lucas, Benayoun, Torres og Kuyt. Næstum okkar sterkasta lið!! Hvað hefur þú út á þetta að setja??

  Á fyrstu mínútum var Torres straujaður og haltraði fram á miðjan hálfleik er honum var skipt útaf. Gerrard þurfti að fara af velli í hálfleik útaf hamstring problem. Inná komu Ngog og Babel sem voru okkar sterkustu valkostir á þessum tíma. Hvað gerði Rafa af sér þarna?? Hann leiðrétti mistökin með Degen fyrir framlenginguna og setti Skrtel í vörnina í staðinn. Liðsuppstillingin var varla um að sakast með þetta tap og ég kenni frekar mannskapnum um að geta ekki sýnt sóma sinn í að klára þennan leik. Og þrátt fyrir svokallað metnaðarleysi í enskum bikarkeppnum þá vann hann samt eina slíka og komst í úrslit í annarri. Ekkert alslæmt það.

  Mér finnst heldur ekki að KK eigi að fá hrós fyrir að nota Suarez gegn Exeter. Fannst meiri hræðsla en hugrekki falið í því, jafnvel þó að ég hafi verið sáttur við að stefna á sigur í keppninni frá byrjun. Það er dálítið eins og að nota sprengjuvörpu tli að veiða rjúpa: total overkill. Hefði mátt hafa Suarez tilbúinn á bekknum til öryggis en óþarfi að keyra honum út í svona leik, sérstaklega eftir alla sumarvinnuna hjá honum. Enda hefur formið hjá nr.7 verið þreytulegt á þessu ári, andlega (Negrito-gate) og líkamlega.

 68. ef svo ólíklega (hann verður aldrei rekinn) vildi til að KK myndi hætta þá til að sjá frábæran bolta og valta yfir ensku deildina (þeir sem sáu leikinn á milli scums og Bilbao skilja það)

  ráða Marcelo Bielsa – el loco

  ef Guardiola fynnst hann vera bestur hvað getum gert annað enn að trúa honum
  http://www.youtube.com/watch?v=hmjWRpVhCQw

  skoðið bara hvað hann er að gera með lið sem eingöngu má/er með leikmenn sem eru hvað baskar í báða ættliði… ýmindið ykkur hvað hann gæti gert með 100 millur + og þessa snillinga sem eru að koma upp úr akademínunni okkar loksins í hvað 10/15 ár……
  það væri unun að horfa á það lið spila og myndum tæta upp veikari lið (og öll lið) og loksins loksins myndu lið skjálfa í takkaskónum (aftur eftir svona 10-20 ár svefn) að koma til Anfield því þeir munu ekki hafa úthald í að spila þann bolta sem væri spilaður þar..

  pressapressapressapressa drepa.

  YNWA

 69. Kannski smá off topic, en af hverju eru allir að míga á sig yfir Guardiola og hverju orði sem hann segir. Liðið hjá Barcelona í dag er búið að vera áratug eða meira í uppbyggingu og er nánast sjálfspilandi fjandinn hafi það. Þeir eru með besta knattspyrnumann allra tíma í liðinu. Þar fyrir utan Xavi og Iniesta sem eru í topp 5 í heiminum. Hversu oft eru þrír slíkir menn í sama liðinu á sama tíma? Rijkard var þarna á sínum tíma og hirti alla titla með lakara lið og Ronaldinho (bestur í heimi þá) í stað Messi. Og Rijkard virðist ekki meira en meðalgóður knattspyrnustjóri. Guardiola hefur haldið vel á spöðunum en það verður fyrst fróðlegt að sjá hann spreyta sig hjá nýju félagi. Persónulega myndi ég treysta Kristjáni Atla til að stýra Barcelona í dag.

 70. Ætla mér bara alls ekki að fara að ræða liðsskipan Rafa í leikjum 2010 í þessari umræðu, síðustu dagana sit ég allt í einu í því að menn reyna að verja hann frá mér – sem er afkáralegt fyrir mig sem var nú það ár talinn af mörgum hér vera fyrirliði í “ofursleikjuklúbbnum” hans. Ég var brjálaður yfir uppstillingu hans í fyrri leiknum og síðan einmitt þeirri ákvörðun að hafa Degen í treyjunni, ekki bara í þessum leik.

  En nóg um það, ég er ekki hér að draga úr hæfileikum Benitez og í hugsjónaheiminum væri gaman að hann ætti afturkvæmt því hann náði góðum árangri í deild og Evrópu lengst af. En það að fyrst að rúm 60% telja starfinu borgið hjá öðrum en Kenny í dag þá er kannski fínt að ræða aðeins aðra punkta en Rafa. Ég stend þó enn við þá skoðun mína að hann eigi ekki möguleika á ráðningu á meðan starfsmannahald er eins og það er hjá fyrirtækinu núna. En að öðru.

  “Einarðir stuðningsmenn”. Er það? Fyrir 15 mánuðum hröktum við Roy Hodgson úr starfi. Það er auðvitað hárrétt og sögufölsun að halda öðru fram. THE KING HAS RETURNED! Nærri 100% ánægja með ráðningu Dalglish.

  15 mánuðum seinna. Reka hann, þrátt fyrir bikarsigur. Er það skilgreining á einörðum stuðningsmönnum? Ég ætla að fá að vera ósammála því og viðurkenni það að mér svíða komment þeirra vina sem ég hlusta á tala um fótbolta þegar þeir tala um “áhangendur í fantasyheimi” sem “vilja henda Messíasi”. En það er bara ég, fótbolti er í dag minni íþrótt en sýningarmennska – sem sést best á því að flestir fótboltaþættir í sjónvarpi sýna þriggja til fimm mínútna myndbrot úr leikjum og síðan 10 mínútna umfjöllun spekinga um leikina. Þá það – kannski er það bara ég sem er raunveruleikafirrtur.

  En þá að nöfnum sem hér eru nefnd aðrir arftakar en Rafa. Sem mér finnst reyndar alversti kosturinn, þ.e. fá inn einhvern blautan á bakvið eyrun hjá félaginu til að taka það áfram. Það kostar by the way fullt af peningum, þó við kannski nennum ekki að ræða um það, og það er alls ekki sjálfgefið að þeir leikmenn sem sá þjálfari vill vinna með sé falur. En látum eins og það gangi upp.

  Hver í heiminum getur tekið við af Kenny Dalglish hjá Liverpool FC? Ég veit ekki með þá sem muna síðasta brotthvarf hans þá var einn maður í heiminum þá sem átti einhvern séns. Sá maður? Graeme Souness. Átti að þekkja allt til klúbbsins og hafði náð frábærum árangri með Rangers. Af því sem ég hef lesið þá átti hann aldrei séns, fyrst og síðast vegna þess að hann fór að breyta um brag frá því sem Dalglish hafði gert. Á meðan vann Dalglish ensku deildina.

  Menn tala um það að hann sé ekki inni í enskum fótbolta. Best að þýða þá beint tilvitnun í Alan Shearer. “Þó Kenny Dalglish væri á tunglinu í 10 ár myndi hann samt vita allt um boltann”. Gaman væri að heyra hvar menn fá það upp að hann hafi ekki fylgst nægilega vel með? Mér skilst á því sem ég les t.d. að Rafa hafi nær kúplað sig algerlega frá fótbolta eftir að hann hætti hjá Inter þangað til hann vann sem lýsandi fyrir Eurosport. Er hann þá að detta út? Auðvitað alls ekki. Ef þú hefur ástríðu fyrir fótbolta þá fylgistu með og hvað þá þegar þú velur í kringum þig einvalalið þjálfara sem vita margt sem þú kannski ert ryðgaður í.

  Þá aðeins að sögulegast vitlausustu stjóraskiptum í sögu enska boltans. Þegar Carlo Ancelotti var rekinn til að ráða Andre Vilas Boas. Það gerast ekki heimskari þjálfaraskipti en þau þegar mögulega besti stjóri heims (allavega í topp þrjú) er rekinn til að ráða mann sem hefur þjálfað eitt ár af alvöru og unnið eina keppni sem hægt er að telja stóra. Hvaða keppni? Europa League. Ég fylgist mikið með portúgölskum fótbolta og þess vegna fannst mér með ólíkindum að fylgjast með fréttum af þessum efnilega stjóra. Sem hann vissulega er. Hafði tekið við liði Porto sem lent hafði í þriðja sæti árið áður og unnið tvöfalt í Portúgal auk þess að vinna Europa League.

  Það sem láðist að segja að fjögur árin þar á undan vann Porto deildina, auk þess að vinna portúgölsku bikarkeppnina tvö ár áður en Vilas Boas tók við. Áður en hann var þetta eina á var hann hjá Porto var hann hjá Academica og varð þar í 11.sæti í deild. Vissulega sáu Porto í honum efni og létu hann fá pening til að versla, en jafnvel þeim kom á óvart þegar Chelsea kom. Ég segi bara enn og svo aftur. Hvað er það í fari André Vilas Boas sem sannfærir einhvern hér um það að hann geti tekið við stórklúbb. Ég er sammála því að þessi strákur er efnilegur, en hann á svo hrikalega margt eftir ólært í taktík og því að höndla stórstjörnur að ég neita að trúa því að hann sé valkostur fyrir Liverpool FC. Hann var yfirtalaður í ensku pressunni og það kom í ljós í vetur. Vissulega er Chelsea FC sirkus. En það þarf bara að skoða síðustu tvö leiktímabil hjá klúbbnum til að sjá ólík tök einstaklinga á þeim sirkus, Ancelotti hafði styrk til að standa af sér “player power” delluna alla og hélt virðingu í gegnum þetta allt. Ljónin urðu að hafa fyrir að bíta hann af sér og hann komst lítið skrámaður frá. Vilas Boas átti lítinn séns og ljónin rifu hann í sig og gleyptu.

  Mér finnst þjálfarasaga Chelsea síðustu ár einmitt dæmið sem okkur ber að varast, líka hægt að benda á Internazionale. Hver vill taka við Chelsea núna? Einmitt. Ég reyndar held að Roman muni slá enn metlaunin sem hann bauð Vilas Boas og borgaði síðan í einni summu til að fá næsta mann, en ég er ekki viss um að það dugi fyrir stórt nafn.

  En Inter? Hver fer þangað, þrátt fyrir óumdeildan stórklúbb og stutt síðan liðið varð Evrópu- og Ítalíumeistari?

  Ég held að framkvæmdastjórar horfi til þess hvernig búið er að störfum þeirra, ekki síst þegar kemur að starfsöryggi. Ég held einmitt að ef að Liverpool situr upp í sumar þjálfaralaust enn á ný muni stór spurningamerki kvikna í kolli þeirra sem vinna við þessa iðn.

  Risi sem virðist vera á brauðfótum, aðdáandahópurinn klofinn (eins og t.d. þessi könnun sýnir), ekki verið í CL í þrjú ár og besti leikmaður liðsins að verða 32ja ára.

  Þetta er ekki mín sýn á Liverpool FC, en þetta er sú sýn sem nú er dreift um knattspyrnuheiminn. Í öllum sjónvarpsþáttum, hvar á landi sem er, á netinu og í umræðunni. Það að í ágætum þætti hér hafi verið rætt um Martinez sem fínan valkost af íslenskum spekúlöntum á nú kannski að vara okkur við.

  Svo að í réttri viljaröðinni minni segi ég að Kenny verði áfram og það verði myndaður alvöru stöðugleiki í umgjörðinni sé besti kosturinn. Ef hann stígur frá þá ætti Rafa að taka við og fá þá að hreinsa út þá sem hann vill áður en hann fellur inn í projectrammann.

  Þar á eftir kemur svo að skipta um gír og finna nýjan þjálfara sem þá þarf að fara vandlega yfir sviðið. Ég held að Mourinho einn væri maður sem gæti staðið í skugga Dalglish, en áður hef ég lýst magasýruvanda mínum varðandi hann. Kannski er það Deschamps en fyrst hann vildi ekki koma þegar Roy var ráðinn, hvað hefur þá færst í jákvæða átt síðan?

  Ef við finnum eitthvað jákvætt annað en eigendaskiptin er þá ástæða til að skipta. Ef við teljum eigendaskiptin vera það jákvæða erum við þá öll orðin handviss um að FSG-módelið sé klárt? Ekki ég – þó vissulega mér finnist margt jákvætt – þá þarf að líða lengri tími og meira að gerast áður en ég er tilbúinn að vera 100% viss, t.d. ákvörðun um framtíðarvallarstæði.

  Ég vona virkilega að þeir séu menn sem vita hvað þeir gera og vill treysta þeim. Ég tók mikið mark á því þegar þeir völdu að halda Kenny og fylgja honum, taldi þá ekki þekkia neitt það til starfa hans sem myndi valda því að þeir væru “of hrifnir” af sögu hans, heldur væru að leggja mat á það hvort hann gæti tekið liðið þangað sem þeir ætla sér.

  Í öllum viðtölum síðan tala þeir um að hann sé lykillinn þeirra og á meðan svo er þá bara held ég að við hér í þúsundum kílómetra fjarlægð verðum að treysta því.

  En halda áfram að diskútera ólíkar skoðanir á skemmtilegan hátt!

 71. Staðan er orðin ansi slæm þegar maður er farinn að pæla í Fixture listanum hjá Sunderland, Norwich og Swansea !

 72. @OptaLiverpool
  49 – No player in Europe’s top 5 leagues has created more goalscoring chances than Stewart Downing without claiming a single assist. Unlucky

  Kanski að Downing sé ekki jafn “gagnslaus”, og margir vilja meina.

 73. Ég er algerlega sammála Magga í einu og öllu. Sýn hans á þjálfara málin er spot on. Það er nauðsynlegt að ná upp einhverjum stöðugleika. Það eru allir sammála um að við ætlum ekki að sætta okkur við 7. sætið eða regluleg töp á móti QPR eða Wigan sér í lagi þar sem við erum verra liðið.

  En að skipta Dalglish út eftir 15 mánuði í starfi og einn bikar og í versta falli mjög gott run í annari bikarkeppni er fásinna. Hann er að byggja upp lið (við höfum heyrt þetta of oft síðustu ár) og FSG er að byggja upp infrastrúktur í klúbbnum sem mun vonandi halda þegar Dalglish að lokum yfirgefur liðið.

  Krafan sem við setjum er að sjá progress á milli ára og við höfum nú fengið bikar sem hefur ekki verið raunin síðustu 6 ár. Og sá sem sér ekki að það séu framför frá Hodgson með Dalglish (12. sæti er enn verra en 7.) er ekki að horfa á það sama og ég hið minnsta. Á næsta ári gerum við kröfu um enn meiri þróun en titilinn verður varla í ráð.

  Ráðning Hodgson var undantekningin sem sannar regluna ( eins vitlaust og það er). Sá maður átti aldrei að koma nálægt liðinu og það þurfti að leiðrétta það. Dalglish er proven winner sem hefur alla burði til að ná árangri.

  Aðdáendur Liverpool þurfa síðan að mér finnst margir hverjir að hugsa sinn gang, minnast orða Shankly um að styðja liðið í blíðu og stríðu. Að styðja liðið er að styðja Liverpool, með framkvæmdarstjóra, öllum leikmönnum og skúringakonum. Það má láta reiði sína í ljós með að púa eftir leik eins og á móti Wigan en meðan á 90 mínútunum stendur þá vill maður ekki sjá einn einasta mann gera nokkuð annað en að synga sig hásan af stuðningssöngvum.

 74. @ Maggi (#75)

  Þú nefndir þennan ákveðna leik og uppstillinguna þar. Ég tók þig bara á orðinu 😉

  Já ég tel Púlara almennt vera einarða stuðningsmenn FÉLAGSINS. Þannig á það líka að vera. Enginn einstaklingur er stærri en félagið. Kenny hefur margoft sagt það sjálfur. Ef stuðningsmenn telja það besta hag félagsins að hrekja Hodgson úr starfi þá er það bara þannig. Hann var kolrangur já-maður skítlegra eigenda og bara í biðleik í von um Englandsdjobbið. Gott hjá okkur að sætta sig ekki við önnur Souness-mistök og koma honum burt sem fyrst. Hefði verið pínleg afneitun ef við hefðum ekki gert það.

  Nú er enginn að hrekja KK úr starfi, en frammistaða liðsins í deildinni, leikmannakaup og undarlegheit í taktík & uppstillingu ásamt slökum afsökunum hefur eðlilega vakið aftur upp sömu efasemdir og voru til staðar áður en hann var ráðinn. Auðvitað var Kenny betri kostur en Hodgson en það breytir því ekki að margir vildu sjá nýrri og ferskari stjóra. En hjartað tók nostalgíukipp þegar Kóngurinn var ráðinn og frábær byrjun tróð öllum efasemdum aftast í hnakkann. Höfuðverkurinn af hörmulegu gengi hefur hins vegar endurlífgað efasemdirnar og þrátt fyrir væna verkjatöflu í formi deildarbikarsins þá er þetta raunverulegt áhyggjuefni.

  Ef ég skil þig rétt þá er engin lausn að reka þjálfara og hálf vonlaust að koma á eftir Kenny. Er þá ekki eina lausnin æviráðning?? Hehehe Að öllu gamni slepptu þá er þessi tegund umræðu einnig það sem margir óttuðust þegar Kenny var ráðinn. Hann er það nákominn félaginu að þetta er eins og að tala um skyldmenni í fjölskyldufyrirtæki bara að ræða hans stöðu.

  Þú nefnir ansi marga hluti en ég er alveg sammála að Ancelotti er frábær þjálfari og það hefði verið flott að næla í hann á undan PSG en Villa-Boas er augljóslega spes dæmi. Lærlingur Mourinho með taplaust tímabil og þrjá titla hjá Porto. Mourinho var heldur ekkert stútfullur af reynslu er hann tók við Chelskí þó hann hefði verið ögn lengur í starfi hjá Porto en brilleraði samt frá byrjun. Þó maður kvitti engan veginn undir stjórahringekjurnar hjá Chelskí, Real Madrid, Inter eða álíka þá er alveg hægt að ná alvöru árangri fljótlegar en í 5 ára plönum. Mýmörg dæmi um slíkt.

  Varðandi Deschamps þá var tímasetningin óheppileg og aðstæður líka með óvissunni um sölu klúbbsins og terroristana G&H. Hann hafði þetta um málið að segja:

  ‘I was immensely flattered to receive Liverpool’s offer but there are two principal reasons that made me stay at Marseille,’

  ‘I thought about it for more than two seconds, I won’t lie to you. Believe me. It’s not every day Liverpool come knocking on your door.

  ‘It was not an easy decision, I tell you, not easy. But I had given my word here.

  ‘I had a year left on my contract and committed myself to staying, giving my promise to the president, the fans and the players.

  ‘There were players who came here for me. Then Liverpool’s offer came two days before we started pre-season at the end of June
  ‘As I am a man of my word, I couldn’t do it.

  ‘At the same time we also had the controversy of the French team at the World Cup in South Africa and I couldn’t see myself adding to that by dropping Marseille in it.’

  Deschamps, 42, admitted that the saga surrounding the Merseyside club’s then American owners Tom Hicks and George Gillett played a part in his ‘difficult’ decison to reject Dalglish’s offer.

  ‘The Champions League was not decisive. The most important thing for me is the sporting project, the conditions in which I will be able to work.

  ‘Today, Liverpool’s sporting project is not the same as last summer. There was also the sale of the club going on at the time.’

  Varla hægt að lasta manni fyrir að standa við loforð sín, en maður heyrir alveg á honum að honum dauðlangaði að taka tilboðinu og eflaust svekktur yfir gráglettni örlaganna um tímasetninguna. En hann segist ekki setja CL fyrir sig heldur til í að byggja upp lið með góðum stuðningi og heildarmynd. Sounds good to me! En þú veist jafnvel og ég að ansi margt hefur færst í jákvæðari átt frá því að Hodgson var ráðinn og því ansi góðar líkur á jákvæðu svari í þetta sinn… ef hann væri spurður.

  En annars gæti staða KK breyst mjög mikið í þeim leikjum sem eftir eru af tímabilinu. Hún gæti versnað eða stórbatnað með bikarsigri. En það er hans djobb að standa í þessu stússi og okkar að vera í stuði eða tuði eftir atvikum. Þannig er þetta bara.

 75. Mjög margir tala um að byggja á langtímasýn og hafa plan…en vilja svo reka Kenny eftir örstuttan tíma í starfi! Auðvitað er hann ekki fullkominn en hann verður að fá meiri séns…hvaða skilaboð er klúbburinn að senda ef við rekum hann? Chelsea syndrómið komið til Liverpool??? Síðan má ekki gleyma að margt hefur verið á móti okkur. Lucas meiðist og Spearing var alls ekki maður að taka við keflinu af honum. Hann er að spila vel í dag en…hann er samt ekki af sama kaliberi og Lucas. Suarez missir átta leiki og hausinn varla enn kominn í lag miðað við spilamennskuna…en sá verður heitur næsta vetur eftir að hafa komist yfir þetta. Foringinn, Gerrard sjálfur búinn að vera mikið frá og hefur tekið tíma fyrir hann að komast í almennilega leikæfingu. Henderson og Carroll hafa að mínu viti ekki tekið það skref sem flestir bjuggust síðan við og hafa ekki verið í Liverpool klassa í vetur. En…þeir gætu þroskast og komið til næsta vetur. Gefum þeim séns.

  Til að súmma upp. Það vantaði cover fyrir Lucas, það eru klár mistök. Carroll og Henderson ekki klárir í slaginn. Suarez í algerri krísu…Gerrard mikið meiddur. Þetta er bara of mikið. Já, ég gleymdi Adam. Hann sýndi okkur þegar hann spilaði með Lucas að hann er toppmaður. Síðan Lucas meiddist hefur leiðin legið niður á við.

  Næsta vetur vil ég a.m.k. sjá betra cover fyrir Lucas. Að auki einn top striker í viðbót og kantmann. Það veitir bara ekki af breidd og stórum hópi. Það munu einhverjir fara..og mig grunar að Kenny hafi þegar ákveðið sig. Við þurfum held ég ekki að nefna nein nöfn…

  Að reka Kenny er ekki rétta leiðin…það hljómar eins og skyndilausn, sem mun ekki skila árangri og lyktar af fljótfærni og óþolinmæði. Gefum Kenny og co smá tíma og tökum stöðuna næsta vetur.

 76. Sævar H, Downing er að mínu mati alveg fínn leikmaður. Allavega ekki verri en það að Wenger vildi mikið kaupa hann í fyrra en fannst Villa biðja um of mikinn pening.
  Hann hefur líka liðið fyrir það að honum er nær alltaf spilað með Carroll sem er voða lítið fyrir að koma nálægt markteignum heldur bíður yfirleitt silkislakur á vítateigslínunni þegar fyrirgjafir koma.

  Maggi mér þykir þú pínu dómharður á Villas Boas sem fór taplaus í gegnum portúgölsku deildina á sínu fyrsta tímabili með Porto. (27 sigrar, 3 jafntefli) Held að þar fari á ferð afburða þjálfari sem muni sanna sig á næstunni. Hún er rosalega þreytt þessi lumma um að amma okkar hefðu getað þjálfað og unnið titla með Porto og Barcelona líkt og Villas Boas og Guardiola gerðu, bara því að grunnurinn hafi verið svo vel byggður. Heimsklassa leikmenn þjálfa sig ekki sjálfir og það þarf frábæra þjálfara til að búa til sterka liðsheild og halda svona leikmönnum hungruðum og 100% á tánum.

  Það vinnur líka með Villas Boas að hafa unnið á Englandi undir meistaraliði Mourinho. Er ekki rétt munað að Liverpool hafi verið búið að pre-contract við hann áður en Kenny Dalglish sagði all-in með sína göðsögn á bakvið sig og hirti djobbið? Held að Villas Boas gæti einmitt verið réttur kostur. Einskonar yngri og graðari týpa af Rafa Benitez, mikið tölfræðiséní og taktíker. Yrði líka örugglega mjög hungraður í að sanna sig á Englandi aftur eftir Chelsea ruglið. Smákóngarnir Gerrard/Carragher yrðu miklu viðráðanlegri en smábörnin Lampard/Terry.

  Þó ég dýrki Dalglish þá kaus ég allavega nýjan þjálfara í sumar. Það þurfa allir hjá Liverpool að vera róandi í sömu átt, Dalglish er old school gaur að reyna fóta sig í nútíma fótbolta. Vitum ekkert hvað það tekur hann langan tíma að læra á deildina. Klupp, Boas eða Guardiola á minn disk.

 77. #80 Ég var alltaf nokkuð spenntur fyrir Didier Deschamps og er það enn þá. Liverpool vildi einmitt fá hann þarna eins og þú segir en ef ég man rétt (þori þó ekki að hengja mig upp á það og takið þessu með smá fyrirvara) þá fór Liverpool aftur að snuða í kringum hann og fleiri stjóra þegar það var verið að fara að henda Hodgson af stóli.

  Ef þetta er eins og mig minnir (aftur: tekið með fyrirvara) þá hafi hann og einhverjir aðrir kostir ekki verið í góðri stöðu með að taka við tilboðum frá Liverpool enda á miðju tímabili með önnur lið. Kenny kom þá inn sem tímabundinn stjóri út leiktíðina og mér fannst alltaf eins og það ætti að meta stöðuna eftir það og hugsanlega að reyna að fá þá einhvern af hinum kostunum inn. Hins vegar var algjörlega ómögulegt og mjög skiljanlegt að Dalglish fékk starfið til frambúðar eftir allt sem hafði gerst síðan hann tók við.

  Ég held að Deschamps hafi t.d. verið mjög ofarlega á óskalista Liverpool eftir að Hodgson var látinn fara og ég er ekki frá því að hann hafi jafnvel verið hugsaður sem hinn parturinn í púslinu með Damien Comolli. Það komu allavega ef ég man rétt einhverjar sögusagnir um það að frambúðarráðning Kenny Dalglish gæti þýtt það að Comolli yrði að víkja og að (þrátt fyrir stöðugar endurtekningar um að samband þeirra Dalglish og Comolli sé gott) Dalglish vilji hafa yfirumsjón með öllu. Rétt eða ekki hef ég ekki hugmynd um en sé eitthvað til í því að það sé einhver ‘valdabarátta’ á milli Comolli og Dalglish þá kæmi það mér ekkert á óvart ef það myndi útskýra að einhverju leiti af hverju línan hjá Liverpool hvað áherslur, leikskipulag og stefnu varðar sé svona óljós.

  Þegar Dalglish kemur til með að hætta, hvort sem það verði í sumar eða eftir fleiri ár, þá kæmi mér alls ekki á óvart ef Deschamp væri enn ofarlega á óskalista Liverpool (þá sérstaklega ef Comolli verður enn við völd).

 78. Diddinn í #81 segir: “Mjög margir tala um að byggja á langtímasýn og hafa plan…en vilja svo reka Kenny eftir örstuttan tíma í starfi!”

  Ég get ekki talað fyrir hönd annarra svo ég vil svara þessu svolítið út frá minni hlið. Liverpool og t.d. Man Utd eða Man City (annað hvort liðið verður Englandsmeistarar í vor svo maður þarf að miða sig við þau) og sömuleiðis Chelsea, standa ekki alveg á jöfnun grundvelli þegar kemur að því að punga út peningum til að styrkja leikmannahóp og fleira í þeim dúr. Þess vegna þarf Liverpool að vera klókt og sýna mikla kænsku til að ætla sér að hafa betur við þessi félög.

  Stór hluti af því er einmitt langtímamarkmið. Step by step, tímabil eftir tímabil – allt þar til Liverpool er komið á toppinn. Mikil erfiðis og þolinmæðis vinna (og þá sérstaklega ef hlutirnir ganga ekki betur en þeir hafa gert í ár hvað deildina varðar). Ég sé það fyrir mér að það gæti tekið alveg 4-5 ár (jafnvel eitthvað meira) fyrir Liverpool að geta orðið “major contender” í Englandsmeistarabaráttunni. Það leit út fyrir að slíkt plan hjá Rafa hefði gengið upp en síðan hrundi sú spilaborg þegar var komið að því að því að setja það sem átti að vera síðasta spilið í það.

  Mér finnst nokkuð óþægilegt að hugsa til þess að Liverpool sé að plana það að efitr 5-6 ár verður liðið í titilbaráttum ár eftir ár og eftir 5 ár á að vera komið nýtt “Liverpool legacy” og í augnablikinu erum við með 61 árs gamlan stjóra sem á rúm tvö tímabil eftir af samningi sínum hjá okkur. Ég leyfi mér að stórefast um það að Dalglish verði mikið meira en 5 ár hjá félaginu, ég vona það og að hann verði maðurinn sem komi aftur með Englandsmeistaratitilinn á Anfield, og því finnst mér allt í lagi að skoða þetta út frá þeirri hugmynd hvort það gæti til lengdar ekki verið betra að fá inn yngri mann í þessa stöðu. Yngri stjóri, 40-50 ára gamall, gæti ef allt gengi að óskum fittað inn í ekki bara 5 ára plan heldur 10, 15 eða 20 ára plan. Það finnst mér eiga að vera leiðin sem Liverpool ætti að fara.

  Fari svo að það sé planað að byggja upp lið með stjóra og að lágmarki tíu ára plan er sett í gang þá þarf vissulega að vanda valið og skoða besta kostinn til að taka við slíku hlutverki. Stjórar eins og Guardiola, Riikjard, Deschamps, Klopp og Villas Boas svo einhverjir séu nefndir eru til langstíma töluvert ‘skynsamari’ kostir fyrir Liverpool heldur en Dalglish að sökum aldurs (ath er ekki að segja að Dalglish sé útbrunninn, gamall þjálfari – einfaldlega bara erfitt að sjá hann inn í langtíma jöfnu hjá Liverpool).

  Eftir 3-5 ár gæti Liverpool neyðst til að byrja aftur á byrjunarreit í þessu plani sínu þegar nýr þjálfari kæmi fyrir Dalglish og því kannski ekki óeðlilegt að menn íhugi þann möguleika að ef réttur stjóri sem fittar inn í stærri og lengri heildarmynd en Dalglish yrði skoðaður.

  Persónulega yrði ég mjög hrifinn af þeirri hugmynd að Kenny Dalglish tæki svolítið að sér starf Comolli(eða tæki þá kannski við fyrri starfstitli hans (Director of Football Strategies). Hann yrði þá einmitt maðurinn sem sér um að móta, viðhalda og innleiða eina ákveðna stefnu og línu sem allt félagið ynni að – sbr. sameiginlegar áherslur á milli Akademíu, unglingaliðs, varaliðs og aðalliðs. Comolli gæti þá séð um allt annað, s.s. samningarviðræður, umsjón með læknateymi, halda sambandi við eigendur osfrv.

  Það scenario að það sé myndað eitt ákveðið kerfi sem unnið er eftir af öllu félaginu og allir rói samtaka í sömu áttina er að mínu mati gífurlega mikilvægt í þessu plani og þarna finnst mér hlutirnar hafa svolítið klúðrast. Stefnan þarf að vera skýr og hún þarf að geta haldist sú sama þrátt fyrir að leikmenn detti út, stjóri fer eða eitthvað álíka – Liverpool vinnur alltaf eftir sama planinu. Þetta hefur t.d. verið lengi, lengi málið hjá liðum eins og Ajax og Barcelona og við sjáum bara hvernig þeim liðum gengur að búa til sína eigin leikmenn sem fitta fullkomlega inn í þeirra plan.

  Ég held að fáir séu á þeirri skoðun að það eigi bara hreint út að ‘reka’ Dalglish en mér finnst alveg mega færa rök fyrir því að aðrir, yngri stjórar hefðu meira fram að færa Liverpool til langs tíma. Sé rétti stjórinn til að taka við þessu langtíma plani Liverpool ekki í boði þá vil ég glaður sjá Dalglish áfram en muni hann losna þá vil ég ekki að Liverpool missi af tækifærinu.

 79. Dalgslish er rétt um sextugt. Alex Ferguson er 95 ára og still going strong. Það er engin ástæða til þess að efast um að KD geti verið við stjórnvölinn í 10 ár hið minnsta. Að því gefnu að hlutirnir gangi vel.

 80. Ég kaus halda tryggð við Kenny Dalglish. Það er þó alveg ljóst að ef ástandið í deildinni fer að ekki að lagast fljótt þá stefnir þetta bara í eina átt. Það skiptir engu máli hvað menn heita, svona árangur í deildinni er ekki ásættanlegur. Í augnablikinu virðist liðið í frjálsu falli og algjört hrun blasið við. 5 tapleikir í síðustu 6 leikjum eru tölur sem eiga aldrei að sjást hjá Liverpool og það er ljóst að við stefnum í sögulega lágt stigaskor í deildinni á þessu tímabili. Allir þeir leikmenn sem keyptir voru til Liverpool í sumar hafa brugðist og Kenny ber ábyrgð á því.

  Það sem ég vil þó taka inn í dæmið er að þetta hefur verið mest freaky tímabil sem ég hef upplifað. Öll þessi stangarskot t.d. fá mann til að halda að einhverskonar svartigaldur hafi verið framin gegn liðinu. Einnig er þetta með ótrúlegum ólíkindum hversu margar tilraunir Liverpool þarf til þess að skora eitt fjandans mark. Jafnvel enn ævintýralegra er að horfa uppá hversu fáar tilraunir andstæðingurinn hinsvegar þarf til að skora mark. Botninum var náð núna í síðustu 2 leikjum, þar sem QPR og Wigan náðu 5 skotum á rammann, og niðurstaðan var 5 mörk! Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt hjá nokkru öðru fótboltaliði. Ég hef séð hvern einasta leik á þessu tímabili. Í langflestum tilfellum erum við betri aðilinn í leikjunum og sköpum miklu meira en nóg af færum til þess að kála þessum leikjum.

  Hlutverk knattspyrnustjórans er að mótivera menn, setja upp leikkerfi sem verður til þess að liðið stjórni leikjum og skapi nóg af færum til þess að skora, og jafnframt haldi andsæðingnum niðri og sjái til þess að hann skapi fá tækifæri. Nú spyr ég, hvernig finnst mönnum þetta hafa tekist hjá Kenny? Hefur þetta í flestum tilfellum ekki bara verið í himnalagi? Það sem er helsta örsokin á þessari stöðu í deildinni eru yfirgengilegt getuleysi leikmanna til að að koma boltanum í netið þrátt fyrir endalaust af færum. Leikir á Anfield gegn Norwich, Manutd, Blackburn, Swansea, Mancity, Arsenal og Stoke, miðað við hvernig þessir leikir spiluðust þá er gjörsamlega ótrúlegt hvernig okkur tókst ekki að vinna einn einasta! Hver ber mesta á sök á því hvernig fór hér? Er það Kenny, eða fáránlega hæfni manna til að hitta tréverkið og klúðra dauðafærum?

  Að mínu mati er Kenny ekki enn kominn á endastöð. Ég er ekki með sömu tilfinnningu og undir lokin hjá Houllier, Rafa og Hodgson, þar sem leikmenn voru augljóslega búnir að missa trú á stjóranum og verkefninu og mættu andlausir í hvern einasta leik. Rafa virtist á köflum hreinlega vera búinn að tapa sér. Í leikjum gegn hverju smáliðinu á fætur öðru komu uppstillingar sem fengu mann til missa hökuna niður á gólf. Ég gleymi aldrei leiknum gegn Portsmouth (sem féllu um vorið) þar sem ég taldi að mig minnir 8 varnasinnaða leikmenn inni á vellinum! Sóknarhersveitin var öll geymd á bekknum eða uppi í stúku. Þessi leikur tapaðist að sjálfsögðu. Rafa gerði svona mistök ítrekað. Hann stúderaði andstæðinginn niður í einingar, og stillti svo alltof oft upp liði með það að markmiði að stoppa andstæðingin frekar en að vinna hann! Virtist litlu skipta þó andstæðingurin væri Portsmouth eða Real Madrid.

  Þrátt fyrir þennan forkastanlega árangur í deildinni hef ég enn trú á Kenny. Það er rétt að leikmenn sem hann keypti hafa brugðist, en ég verð að viðurkenna að mér leist mjög vel á þessi kaup og hafði fulla trú á þeim fyrir tímabilið. Engum óraði fyrir að þeir myndu standa sig svona illa. Það sem Kenny verður að gera í sumar er að skipta út þessum leikmönnum sem hafa brugðis, en annars bara halda áfram á nákvæmlega sömu braut.

 81. Flott áfram umræðan.

  Fyrir það fyrsta þá er ég ekki sammála því að í vetur hafi verið einhver hringlandi í taktík, sérstaklega þegar horft er til þess að í vetur höfum við á löngum köflum verið án Johnson og Agger sem eru án vafa langbestir varnarmannanna okkar að bera upp boltann, Lucasar sem er yfirburða DM og síðan Gerrard og Suarez.

  Leikkerfið 4-4-2 er grunnleikkerfið en það tikkar best þegar þú ert með öflugan DM sem býr til svæði fyrir miðjumenn að skapa og síðan fljúgandi bakverði eða kantmenn. Okkur vantar kantmennina.

  Í öðrum leikjum höfum við spilað 4-5-1 og ég held satt að segja að “squad-rotation” hjá okkur hafi verið minni en síðustu 10 ár. Við hápressum og reynum að byggja upp spil í gegnum fáar snertingar og boltalaus hlaup.

  Þetta er allavega mín sýn á taktíkina. Hún átti að skila sigrum gegn Sunderland, Norwich, Man United, Man City, Swansea og Arsenal á heimavelli. Á móti höfum við ekki unnið einn leik ósanngjarnt og stigasöfnun í þessum leikjum hefði breytt ýmsu. Vandinn er slök nýting færa og vandi á síðasta þriðjungnum sökum lítilla gæða þar. Flest færi sköpuð eru hjá okkur og flest skot að marki (síðast þegar ég skoðaði þá tölfræði allavega).

  En endilega bendið mér á miklar taktískar breytingar, eða “skrýtna” taktík. Ég held t.d. að þetta sé nákvæmlega sama upplegg og hjá Scum, 4-4-2 í ákveðnum leikjum og 4-5-1 í öðrum.

  Vilas Boas og Mourinho. Þetta eitt og sér drepur þennan strák ef þú skoðar. Fyrir það fyrsta var hann 33ja ára þegar hann tók við Chelsea, Mourinho var 41s árs. Á þessum átta árum munar töluvert, sérstaklega þegar tekið er tillit til aldurs leikmannahóps Chelsea.

  En ferill þeirra fram að starfinu var ansi ólíkur. Vilas Boas stýrði Bresku Jómfrúareyjum um tíma áður en hann var í þjálfarateymi Móra, sá um að njósna um næstu mótherja. Hann var mjög lítið á æfingavellinum og var ekki í því hlutverki að stilla upp liði eða koma að stjórnun á leikdegi. Hann hins vegar fékk svo starf í portúgölsku deildinni og skilaði ágætum árangri og Móri gaf honum sín meðmæli fyrir Porto. En að auki fjárfesti Porto duglega í leikmönnum sumarið 2010 svo að það var ljóst frá fyrstu sekúndu að krafan á hann var deildarsigur. Sem hann vissulega náði ásamt sínu teymi. Hins vegar hefði enginn ráðið hann ef Portúgal var mælikvarðinn. Lang öflugasti þjálfarinn innanlands þar er hann Jesús karlinn sem er einmitt núna að fara að spila við Chelsea. Hann hefur þurft að sinna ýmsu við að koma Benfica á þann rekspöl sem hann hefur gert, en þar sem að liðið hefur ekki náð langt í Evrópu er ekkert rætt um hann. Portúgölsku blöðin skildu ekki alveg ástæðu þess að röð þessara tveggja á meðal stórliða væri Vilas Boas í hag. En væntanlega breytist það ef að Benfica verða í undanúrslitum CL og hafa þá slegið Scum og Chelsea út á sama ári.

  Verður hann kannski næstur í Chelsea sirkusnum.

  En Mourinho var 41s árs þegar hann tók við Chelsea. Hafði verið virkur aðstoðarmaður (ekki njósnari) hjá Bobby Robson hjá stórliðum. Sérstaklega þarf að benda á veru þeirra saman hjá Barca, en þar varð Móri varnarþjálfari félagsins og þegar Robson fór þá fylgdi Móri ekki með, heldur var áfram hjá Barca í stöðu aðstoðarþjálfara hjá Van Gaal. Undir lok þeirra samstarfs fékk Móri svo að stjórna liðinu alfarið í minni keppnum og Van Gaal var aðstoðarmaðurinn.

  Árið 2000 fór hann svo sem aðstoðarmaður Heynckes til Benfica og tók svo við starfi hans nokkrum vikum síðar. Þar byrjaði hann á að lenda í deilu um aðstoðarmann sinn, sem hann vann en síðar um veturinn var skipt um formann félagsins, sá var ekki tilbúinn að lýsa yfir tryggð við Móra og hann labbaði beint út um dyrnar, eftir mjög gott gengi í raun. Þá reyndi Robson að fá hann til Newcastle sem aðstoðarmann og lofaði því að hann tæki svo við starfinu tveimur árum seinna.

  Mourinho neitaði, taldi sig ekki hafa lært nóg og fékk stjórastarf hjá litlu liði, Leiria. Náði þeirra besta árangri í sögunni og vorið 2002 var hann ráðinn til Porto sem var þá fyrir neðan miðja deild. Hann tók þá strax á gott “run” sem kom þeim í þriðja sætið, strax um vorið lofaði hann því að verða meistari næsta ár. Sem hann varð með stigameti í Portúgal sem enn stendur, hann vann bikarinn líka og UEFA keppnina. Það var allt annað Porto sem hann erfði en Vilas Boas. Árið 2003 – 2004 vann hann aftur portúgölsku deildina, tapaði í bikarúrslitum en vann Meistaradeildina. Sló út á leiðinni stór lið.

  Byggði leikstílinn upp á öflugum varnarleik sem hann hafði unnið við að þróa frá ferli sínum hjá Barcelona, í raun um að ræða átta ára vinnu í þeim efnum. Á móti skulum við skoða leikstíl Vilas Boas sem byggir á sóknarleik og hápressu, nokkuð sem gekk upp hjá Porto, eitt ár, með yfirburðalið í höndunum.

  Þannig að þegar ensku blöðin fóru að bera saman þessa drengi þá voru það þrír hlutir sem voru kjarninn í þeirra fyrirsögnum. Þeir voru báðir portúgalskir, komu báðir vel fyrir (útlitslega og í töluðu máli) og unnu portúgölsku deildina með Porto. Ég er sannfærður um það að Vilas Boas er efnilegur þjálfari, en hysterían og hype-ið sem fór af stað í kringum hann var alveg arfavitlaus og það versta sem gat komið fyrir þennan strák.

  Portúgölsk knattspyrna finnst mér skemmtileg, þar liggja miklar ástríður og skiptast á mikil skin og miklar skúrir. Þar hafa risið þjálfarar sem hafa unnið titla í sínu heimalandi með minni lið og fjármagn en Porto. Þar hafa líka komið lið sem hafa náð langt í Evrópu. En það varð breyting þegar Mourinho kom fram og nú eru margir að leita að “nýjum Mourinho”. Vilas Boas var bara sá fyrsti í þeirri röð.

  En ef menn ætla að skilja Mourinho verða menn að skoða feril hans með mönnum eins og Robson, Van Gaal og Heynckes. Sem og uppeldi hjá risaklúbbum og nokkurra ára vinnu sem stjóri ólíkra liða, þar sem alls staðar hann náði afburðaárangri. Bakgrunnur sem bjó til öflugan stjóra, en hins vegar töluvert “unique” einstakling. Viðurkenni það að ég vildi frekar fá hann en Rafa á sínum tíma, en síðan þá hef ég nú ekki borið virðingu fyrir honum, en þó fyrir árangrinum.

  Ég sá hann “live” stuttu eftir að hann tók við Porto. Fór á leik Farense og Porto í deildinni vorið 2002. Það var MÍGANDI rigning og völlurinn ekki til að hrópa húrra fyrir. Allar níutíu mínúturnar stóð stjóri Porto á hliðarlínunni. Þó leikurinn væri þeim léttur, unnu 0-3, þá settist hann ekki. Var ekkert að kalla margar skipanir en var með í anda. Gaf “five” þegar þeir skoruðu á bekkinn, faðmaði menn sem komu útaf í skiptingum og í leikslok faðmaði hann alla leikmennina sína, kófdrulluga og blauta, kom svo í viðtal og talaði um að “sigurinn var auðveldur því leikmennirnir mínir eru ótrúlega góðir”. Áran hans er sterk og þar sem hann kemur hirðir hann sviðsljósið.

  Það sama verður ekki sagt um tíma Vilas Boas hjá Chelsea held ég, hann átti erfitt mjög fljótlega á æfingsvæðinu og viðtölin litu ekki vel út. Hann náði ekki að lesa þann leikmannahóp sem hann fékk í hendurnar og spilaði sinn leikstíl þó hann hefði ekki leikmenn í þann stíl. En hann gæti enn náð langt. Til þess þarf hann að spóla til baka, finna sér lið sem er tilbúið að vinna með honum og leyfa honum að gera þau mistök sem þarf. Ég vona hans vegna að hann láti ekki einu sinni sjá sig nálægt Inter eða slíkra hakkavéla. Ég hef trú á því að hann fái tilboð í vor frá Sporting Lissabon sem á erfiða tíma heimafyrir og þar held ég að komi í ljós hversu mikla hæfileika hann inniheldur.

  Varðandi önnur nöfn hér eins og Rijkaard þá held ég nú að við eigum ekki að óska eftir starfskröftum hans, hann virðist ekki eiga auðvelt með að koma skilaboðum sínum áfram og Klopp er flottur að mörgu leyti en spurning er hvort þýski boltinn stemmir við þann enska.

  Held mig áfram við það að KD er númer eitt, þá Rafa en annars Deschamps. Deschamps þýðir breytingu á mörgu í kringum klúbbinn, þjálfun og leikstíl. En kannski mun það virka….

 82. ég hef sjaldan verið jafn sammála nokkrum manni og Magga í kommenti 75, hann formúlerar þetta nákvæmlega eins og ég sé þessa hluti fyrir mér. Takk fyrir mig!

 83. Þið vilduð “King” Kenny og fenguð hann , sýnið honum núna smá stuðning.

  You’ll never walk alone , eða hvad ? (Hodgson t.d)

 84. Eitt í viðbót. Ég var brjálæður yfir að Meireles skuli vera látin fara rétt áður en tímabilið hófst. Síðustjórnendur og margir aðrir voru því ósammála og töldu það ekki skipta máli. En mikið rosalega hefði sá gutti geta reynst okkur vel í vetur í þessum meiðslum og gengi liðsin….vá!! Comolli og félagar hefðu bara átt að standa við sem þeir voru búnir að lofa honum og gera stærri samning.

  Ég fullyrði að Liverpool væri ofar í deildinni hefðu þeir drullast til að semja við Meireles.

 85. Raul Meireles er fínn leikmaður og ágætis drengur. En að halda að sá væri búinn að snúa genginu við, því er ég alls ekki sammála.

  Hann hóf ferilinn hjá okkur beinlínis illa en náði sér ágætlega á strik undir vor. Tölfræði hans í vetur er 24 leikir (þar af 19 í byrjunarliði) í deild, ein stoðsending og eitt mark. Eftir helming tímabilsins var hann í botn 10 yfir tæklingar í deildinni hjá miðjumönnum.

  Ef þú lest spjallsíður Chelsea aðdáenda þá ræða þar margir um það hversu misráðin kaupin voru á honum, miklu fremur hefði þurft fljúgandi vængmann með Mata eða senter.

  Charlie Adam örgum við hátt á hér – sá er í dag með tölfræði eftir 28 leiki uppá 2 mörk og 6 stoðsendingar, var á topp 10 um tæklingar á sama tímapunkti Meireles var í botninum.

  Raul Meireles er fínn leikmaður – en ég er allsendis ósammála því að hann hefði snúið gengi liðsins á þann hátt að tekið hefði verið eftir. Sá hann spila gegn City og hann var beinlínis afleitur, var skipt útaf og fékk ekki sekúndu gegn Spurs.

  Og að fá 14 milljónir punda fyrir 28 ára leikmann sem við keyptum ári áður á 11 milljónir held ég að hafi verið ágætur bissness.

 86. Ég er enn sem fyrr á “Kenny áfram” vagninum. Kjósi hann hins vegar að stíga til hliðar að eigin frumkvæði í sumar (eða verði látinn fara, sem ég tel reyndar minni líkur á), er ég ekki sannfærður um að Rafa sé rétti maðurinn til starfans. Ef við þurfum/ætlum að byrja upp á nýtt í sumar (aftur!) þá myndi ég líka vilja byrja bara alveg upp á nýtt, með nýjan stjóra sem er ekki litaður af neinni fortíð hjá klúbbnum, hvorki góðri né slæmri.

  Sumir hafa nefnt Guardiola til sögunnar. Í mínum huga (og nú mun eflaust dynja á mér skothríðin frá mönnum og konum sem eru mér ósammála) er hann enn of stórt spurningarmerki. Nú ætla ég á engan hátt að gera lítið úr þeim stórkostlega árangri sem hann hefur náð með þetta frábæra Barcelona lið (ég er reyndar Real Madrid maður svo því sé haldið til haga), en eins og bent var á í innleggi hér um daginn var hann hárréttur maður á réttum stað og réttum tíma fyrir þetta Barcelona lið. Ég tek að vissu leyti undir kommentið hjá Óla #74 að þetta lið sé “sjálfspilandi” og vil sjá Pep ná góðum árangri á öðrum vígstöðvum áður en hann endanlega útskrifast sem einn af bestu stjórum veraldar.

  Villas-Boas er fyrir mér mjög efnilegur stjóri, en ennþá bara það. Efnilegur. Ég sé ekki að hann sé lausnin fyrir okkur í dag. Ég og Mourinho blöndumst álíka vel og olía og vatn, hann vil ég ekki á Anfield.

  Jurgen Klopp finnst mér spennandi kostur. Hann átti misjafna daga sem stjóri Mainz (kom þeim upp ef ég man rétt, féll síðan með þá aftur einhverjum árum síðar), en hefur vaxið mjög í starfi hjá Dortmund. Deschamps og Ancelotti eru að mínu mati tveir frábærir stjórar sem ekki væri hægt að slá höndinni á móti væru þeir til í starfið. Marcelo Bielsa er annar sem mér þætti áhugaverður kandidat. Vissulega er hann “einungis” með 50% vinningshlutfall með Bilbao og liðið í 11. sæti spænsku deildarinnar sem stendur, en hver sá sem lætur Man Utd líta út eins og skóladrengi í sunnudagsbolta hlýtur að vera þess virði að vera hafður á lista 🙂 Svo er Capello náttúrulega með óumdeilt record og ef undan er skilið eitt slæmt tímabil með AC Milan, með 60-70% vinningshlutfall hvar sem hann kemur (m.a.s. hjá enska landsliðinu, sem hlýtur að teljast afrek).

  Þar með væri minn óskalisti eiginlega tæmdur, en hvort einhver þessara manna myndi þiggja starfið er svo önnur umræða!

 87. Ég vil hinn gullna meðalveg, hafa Kenny áfram og fá Benitez sem aðstoðarþjálfara, eða svona ráðgjafa ! 😀 Held að það væri flott combo !

 88. Ég vil hafa Kenny áfram og hef af einhverjum ástæðum ennþá trú á því að hann sé á réttri leið. Það er það sem hjartað segir manni.

  Heilinn hins vegar þreytist ekki við að reyna að sannfæra hjartað um að Kenny sé ekki rétti maðurinn. Hann notar hluti eins og þessa mynd máli sínu til stuðnings:
  https://twitter.com/#!/SoccerBible/status/184633743200358400/photo/1

  Svakalegt að sjá þetta svona svart á hvítu!

 89. Þetta er svakalegur listi sem Friðjón bendir á. Gjörsamlega ótrúlegt dæmi. Hvernig er þetta hægt ?

  En þarna sér maður enn eina staðfestinguna um frábærann stjóra. Martin Oneill tók við Sunderland í desember 2011. Þeir eru þarna í fjórða sæti !

  Hann stóð sig gríðar vel með Aston Villa og hefur gjörbreytt Sunderland liðinu á nokkrum mánðuðum. Maðurinn var óstöðvandi í Skotlandi þar á undan. Við hefðum kannski frekar átt að ráða hann þegar við ákváðum að ráða Hodgson, frábær ákvörðun.

 90. Eftir því sem gengi Liverpool versnar,því lengri verða ræðurnar hérna og er nú svo komið að ég nenni ekki að lesa þetta allt. Ég veit að fótbolti eru engin geimvísindi og Liverpool er núna 31 stigi á eftir toppliðinu og bara 20 stigum á undan botnliðinu. Þetta er bara meðalmennska og langar ræður frá Magga breita engu þar um.

 91. Ég tók þá afstöðu að kjósa ekki neitt, einfaldlega vegna þess að ég er geysilega taugatrekktur yfir ástandinu á Anfield þessi misserin. Ég kalla þetta ástand, enda er þetta búinn að vera svo algerlega ömurlegur tími, a.m.k. síðan um áramót. Þegar King Kenny kom og tók við keflinu á part-time contract varð ég himinlifandi, og hugsaði mér gott til glóðarinnar. Það kom svo í ljós, sem ég hafði vonast eftir, að árangur okkar batnaði með tilkomu kóngsins. Svo skrifar Dalglish undir 3ja ára samning í maí s.l. og framundan var sumarið 2011 sem ég batt heilmiklar vonir við. Ég held að það sé óhætt að segja að enginn (a.m.k. mjög fáir) hafi gagnrýnt kaup hans á t.d. Charlie Adam, þó hann sé farinn að fara alveg óheyrilega í taugarnar á mér. Henderson-kaupin voru svolítið skrýtin fannst mér, en ekkert held ég til að gagnrýna hann fyrir í sjálfu sér, enda umtalað á bretlandseyjum að þar fari einn af efnilegustu leikmönnum englands.(veit alveg að margir eru til kallaðir þegar menn eru efnilegir en hann er mjög oft ofarlega á öllum þeim “listum”)

  En jæja, sumir segja að Dalglish ætti að fá meiri tíma, jafnvel 2-3 tímabil með liðið og sjá til eftir það, og nota til þess rökin m.a. að fergie hafi fengið svo ofboðslega mikinn tíma með júnæded. En það eru 20-30 ár síðan það var og tímarnir breytast og Henry og co eru tæplega komnir til Liverpool til að bíða í 7-8 ár eftir árangri, svo ég tali nú ekki um þann pening sem þeir hafa lagt í klúbbinn í formi transfer-budget.

  Þó ég skrifi nú ekki mikið hingað inn á þessa frábæru síðu sem þetta er, að þá hef ég talað fyrir því í nokkur ár að vissir leikmenn séu dragbítar á árangur klúbbsins. Það er fyrst núna sem maður þorir yfir hádaginn að segja það að Jamie Carragher sé búinn með sitt. Ég hefði viljað fá hann út þegar að Hyypia fór, enda hefur það svo sannarlega sýnt sig að með brottför þess finnska að Carra er lítill án Hyypia en þegar sá finnski fór þá stóð Carra allt í einu eftir sem forystusauðurinn í vörninni, með nöturlegum árangri. Sami Hyypia lét sumsagt Jamie Carragher líta vel út á velli. Ég man t.d. eftir því í einum leik (ekki að það sé úrslitaatriði en segir samt svo margt) að þá spiluðu þeir miðvarðarparið, Carra og Hyypia. Með ca. 10mín millibili komu tveir boltar fram á vallarhelming okkar og í fyrra skiptið kom sá finnski og tók boltann á kassann og drap hann og kom honum í spil við Alonso. Múkkaði ekki í neinum, enda Hyypia fullfær um svona bolta. Annar eins bolti kom svo já 10mín síðar þar sem Carragher kom eins og veðhlaupahestur og stangaði boltann í innkast fyrir andstæðinginn, lýsirinn sem ég man ekki hver var (kristinn kjarnestæd held ég þó), ásamt stuðningsmönnum liðsins á Anfield ærðust af fögnuði að “sjá þennan mikla Liverpool-mann með þetta risavaxna Liverpool-hjarta fórna sér svona” og eftir lág Carra með krampa og Mascherano kom og aðstoðaði hann með með það og stóð svo upp og uppskar heilmikla aðdáun og fögnuð.

  Dirk Kuyt – Okey, ég veit vel að hann er alltaf í hollenska hópnum og ofboðslega duglegur og hleypur og hleypur alltaf og svona….en þegar hann var kynntur fyrir okkur þá var hann striker og átti að skora mörk. Hann skoraði ekki mörk sem striker, og var því færður niður völlinn og á vænginn hægra megin, þrátt fyrir að vera ekki vængmaður og allir voða ánægðir með það. Hugsa sér bara hvað þessi staða er búin að vera vannýtt á undangengnum árum, ef við hefðum haft t.d. heimsklassa vængmann þarna (þá er ég ekki að meina Pennant) í stað framherja sem gat ekki skorað. Veit ósköp vel að það er ekki hægt að miða út og meta leikmenn frá nokkrum leikjum en við töpuðum fyrir sunderland í sennilega ógeðs…..leik sem ég hef séð með Liverpool. Kuyt með. Sigruðum svo everton og stoke. Kuyt ekki með. Eftir það kom fram gagnrýni leikmannsins um að hann þyrfti mögulega að leita sér að nýju liði í sumar vegna fárra tækifæra með liðinu. Dalglish vorkenndi honum svo mikið að í s.l. tveim leikjum hefur hann verið með, tap í báðum leikjum. Ég veit alveg að þessi tölfræði er ekki hægt að heimfæra algerlega á Dirk Kuyt en ef hann vill fara í sumar, þá má hann það mín vegna, hef aldrei verið hrifinn af honum.

  En ég get samt sagt það að ég varð brjálaður þegar ég las viðbrögð Dalglish eftir þennan sunderland leik, sem var eins og fyrr segir með því lélegasta sem ég hef orðið vitni að hjá Liverpool-liði. Óheppni. Já, óheppni að tapa fyrir þessu Sunderland liði. Ég hélt að eftir leikinn kæmi Dalglish fram með eitthvað alvöru statement um að vissir leikmenn þyrftu að taka sig saman í andlitinu, hann hefði ekkert þurft mín vegna að nafngreina leikmennina en allavega koma fram með svona svolítið rough yfirlýsingu um hryllilega lélegt Liverpool lið í þessum leik.

  Svo þessi þreytu-afsökun gegn Wigan er auðvitað bara sorgleg og langar mig ekkert til að ræða það frekar.

  Þannig að ég veit ekkert hvað ég vil.

 92. Finnst að Kenny eigi að fá að minnsta kosti út þetta ár til að sannfæra lýðinn. Bikar árangurinn sýnir að það býr hellingur í þessu liði þó þeim hafi ekki tekist að koma sér á skrið í deildinni. En hinsvegar þarf það að fara að breytast fljótt, áður en skaðinn verður of mikill.

  Annars verðum við bara að ráða þennan töframann: http://fotbolti.net/fullStory.php?id=123683 hehehe 🙂

 93. Kenny er að mínu mati of breskur, að kaupa fullt af bretum sem geta ekkert á alltof mikinn pening

  mér fannst spænska stefnan hjá Benitez miklu betri… breskir leikmenn(sérstaklega enskir) eru fáranlega overpriced.

 94. Mjög sammála skrifum Óla Hauks og einnig AEG. Sá fyrrnefndi fangar vel mína tilfinningu gagnvart því að þó að Kenny gæti alveg staðið sig vel ef hann væri áfram að þá hefði nýr og vel valinn stjóri meira fram að færa til lengri tíma. Það læðist einnig að manni sá grunur að stíll KK passi ekki alveg við langtímaplön FSG og Comolli en þeir séu til í að gefa honum séns útaf þeim aðstæðum sem sköpuðust. Ég tel nokkuð víst að Hodgson hefði alltaf verið rekinn um sumarið 2011 og planið líklega að fá framtíðarstjóra þá sem myndi passa inn módelið. Deschamps er langlíkegasti kandídatinn enda reyndum við að fá hann árið áður (og jafnvel í janúar líka). Hann hefði smellpassað þarna inn og ekki hefðu frönsku tengslin skemmt fyrir.

  Kenny var hins vegar á lausu til að bjarga okkur og stóð sig í raun framar væntingum. Allar efasemdir um að hann væri úr takt við nútímann hurfu í frábærri stemmningu og góðum úrslitum með sterkri innspýtingu af ungliðum. Frammistaðan var slík að hún var í takt við topp 4 lið og því engin leið til að líta framhjá kónginum. Það hefði verið fjarstæðukennt og ólógískt að gefa honum ekki fastráðningu á þeim tímapunkti.

  En hálf tímabil og fyrstu mánuðir í stjórastarfi eru ekki marktækar mælistikur. Í sumar fengum við að sjá áherslurnar í leikmannakaupum. Og áður en menn deila um hvor beri ábyrgð á kaupunum, Kenny eða Comolli, þá er erfitt að sanna eitthvað í þeim efnum. En það ætti öllum að vera morgunljóst að áherslan á breska leikmenn hlýtur að vera gerð til að koma til móts við áherslur og þarfir KK. Kaupin á Suarez (í farvatninu fyrir ráðningu KK), Coates og jafnvel Henderson eru með fingraför Comolli en Adam, Downing og Carroll bera öll merki KK. Þar má segja að kaup KK standi mun verr undir verði og væntingum. Kaupin á Enrique og Bellamy er meira tækifæri sem heppilegt var að nýta sér útaf útsöluverði og varla eignuð öðrum hvorum. Einnig var áberandi að þrír leikmenn (Aqua, Cole, Meireles) sem spilað gátu í holunni eða sem sókndjarfir miðjumenn voru látnir fara en enginn í þeim stíl keyptur inn. Reyndar áttum við Shelvey en hann var lánaður og svo lítið notaður eftir að vera kallaður aftur. Þannig að þetta er ákveðin áhersla KK sem ég er ósammála og tel mikla þörf fyrir þessa tegund af spilara í nútímafótbolta.

  Taktíkin hefur verið annað hvort 4-4-2 eða 4-5-1 eins og Maggi segir réttilega. En það segir ekki alla söguna heldur frekar hvaða leikmenn eru valdir í að spila stöðurnar og hvaða skipanir þeir fá varðandi samspil og áherslur. Það er hægt að vera með endalaust mismunandi útfærslur af 4-4-2 ef því er að skipta. Almenna áhersla KK hingað til hefur verið á að komast upp vænginn og að krossa fyrir, en þar hefur bæði gæði sendinganna og skortur á mönnum í teignum gert það að verkum að þetta ber takmarkaðan árangur. Einnig er oft stutt samspil í gangi en það er meira eins og reitarbolti og of lítil hreyfing. Pass & stay? Þá er þetta stutta samspil oft fyrir framan miðjumenn andstæðingsins og jafnvel gert með þeirra “leyfi”. Lítið gert í að spila sig inn milli miðju og varnar (spila milli línanna) nema í einstaklingsframtaki Suarez eða Gerrard sem er frekar tilviljanakennt. Enda vantar okkur hefðbundinn holuspilara eða sókndjarfan leikstjórnanda sem gætu skapað meiri usla og hágæða færi. Einnig vantar oft að halda spilinu gangandi lengur á lokaþriðjungnum, byggja upp meiri pressu og sýna þolinmæði í að finna góða opnun. Í staðinn er oft skotið af löngu færi eða krossað á drauga í teignum. Svo virðist fátt gert til að æfa föst leikatriði til að nýta betur hæð Carroll og spyrnugetu Adam eða Downing. Föstu atriðin frekar laus í reipunum og kemur of lítið úr þeim.

  Þetta veldur því að oft erum við með stera-innspýtta tölfræði í posession, skotum, færum og fyrirgjöfum sem gefur ekki alltaf rétta mynd af leiknum. Þetta er ekki bara spurning um heppni eða færanýtingu. Í leikjum gegn Sunderland (ú) og Wigan (h) þá vorum við mun meira með boltann og áttum fleiri skot en þeir. Við vorum samt GRÚTlélegir í þessum leikjum. En ef andstæðingar okkar (oftast þeir sem neðar eru í deildinni) gefa svæði eftir og leyfa okkur að spila fjarri hættusvæðum sem enda með langskotum og slökum fyrirgjöfum þá erum við ekki að yfirspila þá heldur þeir að stýra leiknum eins og þeim hentar. Við ráðum ekki við að brjóta skipulega vörn miðlungsliða niður en tekst oft að fella sterkari andstæðinga á sama bragði og beita skyndisóknum í toppleikjunum.

  Mér finnst sem þetta sé dýrkeyptur lærdómur sem KK sé að komast að í vetur og lexía í hversu öflugur skipulagður nútímavarnarleikur getur verið og hvað þarf til að yfirvinna þá hindrun. Það er ekki nóg að dæla bara boltum inn í teiginn og vona það besta. Takið t.d. eftir því hjá ManYoo að þeir eru ekkert alltaf að enda í brjáluðum skotfjölda, jafnvel í leikjum sem þeir rótbursta andstæðinginn. Það er af því að þeir spila upp á betri færi, halda sóknarþunganum lengur og leikmenn fá eflaust skömm í hattinn ef þeir eru að taka ótímabær skot úr misgáfulegum færum. Þar spilar inn í að þeir hafa afar góðum leikstjórnanda yfir að ráða (Scholes) og frábæran holuspilara (Rooney).

  Þannig horfir þetta við mér og útaf þessum áherslum þá er ég uggandi yfir KK sem framtíðarstjóra. Hann er oft að spila mönnum í röngum stöðum (Henderson á hægri væng), ofmetur gæði (Spearing), breytir frá því sem er að virka eða ef menn eru að spila vel (Carroll). Einnig er hann of varkár gegn slakari liðum og alltof lengi að bregðast við með skiptingum. Mér líst ekkert sérstaklega á annan vetur í deildinni af þessu, jafnvel þó að stangarskot og víti fara að nýtast betur. Hann hefur klárlega nægilega töfra til að gíra menn í staka leiki sem miklu skipta (derby, bikar og stórleiki) en hann þarf verulega að taka framförum til að bæta sig í þessum bread & butter deildarleikjum. Ég er mestmegnis sáttur við varnarvinnu liðsins og það er KK & Clarke til hróss. Held að það sé meira spurning um einstaklingsmistök og misgóða leikmenn en taktíska vinnu, nema kannski í föstum leikatriðum.

  Það má líkja mínu viðhorfi við það hvort Kenny eigi að stýra við það hvort að Carra eigi að vera í liðinu. Vissulega eiga báðir erindi hjá LFC og eru með sönnu legends sem veita innblástur og kunna the Liverpool Way by heart. Þeir geta enn staðið sig vel þegar mikið liggur við en heilt yfir tel ég að einhver yngri og betri geti staðið sig betur, sérstaklega yfir lengra tímabil og til framtíðar.

  Talandi þá um þá sem gætu staðið sig betur. Maggi fer í góðu máli yfir feril Villa-Boas en jafnvel þó að hann sé ekki tvífari Mourinho líkt og reynt hefur verið að hæpa þá er engum blöðum um það að fletta að þetta er áhugaverður og efnilegur stjóri sem er á lausu. Því er spennandi að hugsa um hann sem valkost meðan það er raunhæfur möguleiki að fá hann. Hann hefur klárlega ekki mikla reynslu (og Móri hafði meiri) en sama gildir um marga unga stjóra sem þó hafa gert flotta hluti snemma á ferlinum. Kenny sjálfur hafði enga þjálfunarreynslu er hann byrjaði en vissulega mikla reynslu sem leikmaður. Það eru til mörg önnur dæmi um reynslulitla stjóra sem standa sig vel hjá stórliðum en oftast hafa þeir verið stór nöfn sem leikmenn líka. Villa-Boas sker sig úr hvað þetta varðar en í dag er samt algengara að þjálfarar sem ekki spiluðu eða voru ekki háklassa leikmenn fari langt. Þjálfunarfræðin hafa einfaldlega tekið stórstökk ásamt öllum hjálpartækjum í tækni og tölfræði. Villa-Boas hefur einnig fengið dýrmæta reynslu sem innsti koppur í búri Móra og það sést. Porto var ekki ríkjandi meistari er hann tók við þeim og hann bætti magnað met Móra í sigurgöngu liðsins sem var með 88% sigurhlutfall undir hans stjórn. Til að toppa þetta vann hann Europa League yngstur stjóra í sögunni. Það er frábært afrek og setur meira en bara portúgalskan mælikvarða á hans velgengni. Efnilegheitin vega því upp reynsluleysi að mínu mati og það verður spennandi að sjá til hans í framtíðinni. Að sjá hann taka við á Anfield væri gríðarlega spennandi dæmi, sérstaklega með sínum sóknaráherslum.

  En ég tel Deschamps vera klæðskerasniðinn að flestu leyti að okkar þörfum. Stjóri sem setur ekki núverandi stöðu mála fyrir sig, er með mikla reynslu og sannaður sigurvegari, hefur náð velgengni hjá öllum fyrri klúbbum sínum, ætti að virka vel með Comolli og passa inn í hefðir LFC sem byggja á vinnusemi og virðingu. Lið LFC frá farsælustu tímum í sögu klúbbsins voru ekki alltaf blússandi sóknarlið heldur gríðarleg öflug á vörn og miðju en með hágæða leikmenn í framlínunni. Rafa byggði á álíka grunnstoðum en með sinni útfærslu þó og ég tel þjálfarastíl Deschamps í grunnatriðum keimlíkan. Yfirbuga andstæðinginn með því að hafa allt sitt á hreinu og skora nógu mörg mörk til að vinna. Sú aðferð hefur einnig reynst Móra happadrjúg hjá Chelskí og Inter þó að sóknarkröfurnar séu öllu meiri hjá Real Madrid.

  Þetta er samt allt í höndum Kenny og hans að sýna eða sanna hvort breytinga sé þörf í sumar. Ef bikar vinnst og deildin batnar þá tryggir hann sér sjálfkrafa næsta tímabil til að halda áfram með sitt prójekt. En er það samt góð uppbygging að stíla á 4-4-2 og breska byltingu? Það væri erfitt bú að taka við ef við veðjuðum á það en töpuðum. KK verður samt seint rekinn þó að bikar tapist og deildin endi í rugli, en hann gæti sjálfur ákveðið að hætta og gefa vel völdum arftaka stjórnina. Sagt er að hann hafi verið sá sem vildi ráða Deschamps í stað Hodgson og þess háttar valdaskipti gætu vel verið með hans vilja og blessun. Hann segist sjálfur taka klúbbinn fram yfir sinn hag eða nokkurn einstakling og væri því vel trúandi til þess.

  En ég læt þessa langloku ljúka hér í bili.

  YNWA

 95. Hef því miður ekki haft tíma til að fylgjast nógu vel með öllum umræðunum hérna en það eru nokkrar staðreyndir sem tala sínu mál.

  1) Kenny byrjar alltaf með sama liðið. Hann notar ekki neina rotation. Ekki nema ef einhver er meiddur. Og kvartar svo undan þreytu þegar 9 menn byrja sömu þrjá leiki í röð á 6 dögum.

  2) Hann vildi byggja upp lið á breskum kjarna og þetta er það “besta” sem við gátum fengið. Það er hinsvegar ekki nógu gott.

  3) Hann er ekki að gera neinar tilfærslur í leik sínum, hann skiptir iðulega maður á móti manni en aldrei nein taktík.

  4) Þetta er staðan okkar í deildinni frá áramótum http://twitpic.com/9201qs . Þetta er langt í frá ásættanlegt, með hvaða augum sem þú reynir að horfa á það, bikarkeppnir eða ekki bikarkeppnir.

  Samt kaus ég frekar að halda tryggð við hann en hlaupa í burtu frá miðju verki. En ég ætla rétt að vona okkar vegna og hans vegna að hann snúi skútunni við.

 96. Jæja Maggi…hvernig væri að koma með Kop-gjörið…huggar mann allavega pínu gengi manns þar, m.v. drulluna hjá okkar mönnum þessa dagana 🙂

 97. Það er skelfilegt að skoða þessa töflu sem sýnir stöðuna í deildinni frá áramótum.
  http://twitpic.com/9201qs
  Liverpool í 18 sæti i deildinni með mínus 4 mörk. Ef það væri einhver annar en Kenny að stjórna liðinu þá væru allir brjálaðir. Það verður að líta framhjá þessu og einfaldlega að skoða stöðuna eins og hún er. 8 stig á árinu eða 20 stig á eftir toppliðinu. Þetta er óásættanlegt og ég vil fá inn nýjan mann strax eftir tímabilið.

 98. Djöfull sem Peter Beardsley er með þetta. Góður punktur varðandi það að spila upp á betri færi í stað þess að dúndra bara fyrir eða á markið.Það vantar fyrst og fremst betri ákvarðanatöku í sóknarleiknum, færin eru alveg fyrir hendi.

  Ein pæling samt varðandi Deschamps: Hann er að þjálfa lið sem er komið í 8 liða úrslit Meistaradeildarinnar. Ég sé ekki hvaða hvata hann ætti að hafa til að fara til Liverpool eins og staðan er núna.

 99. #104 “Ein pæling samt varðandi Deschamps: Hann er að þjálfa lið sem er komið í 8 liða úrslit Meistaradeildarinnar. Ég sé ekki hvaða hvata hann ætti að hafa til að fara til Liverpool eins og staðan er núna.”

  Árangur hans hjá Marseille er auðvitað mjög góður og hann skilar sínu starfi þar mjög vel það verður ekki af honum tekið. Það má gagnrýna og krítisera mikið í garð Liverpool þessa síðustu mánuði en mér finnst þú vera svolítið að vanmeta Liverpool FC þegar þú sérð ekki af hverju hann ætti ekki að sjá hvatann í því að yfirgefa Marseille fyrir Liverpool.

  Þrátt fyrir allt þá er Liverpool enn eitt allra stærsta og virtasta íþróttafélag í heiminum í dag, auðvitað er hvati fyrir hann og fleiri að koma hingað þó svo að liðið sé ekki í betri stöðu en þetta. Það sama held ég að gildi um mjög marga góða leikmenn.

 100. @ Hjalti B. Valþórsson (#104)

  Varðandi hvata Deschamps til að taka við LFC þá er alveg hárrétt hjá Óla Hauk að við erum gríðarlega hátt metnir á heimsvísu og í enska deildin er mun sterkari en sú franska. Fyrir mann eins og Didier þá virðist það bara vera meiri áskorun að taka við LFC í erfiðri stöðu. Hann tók við Marseille sem hafði ekki unnið deildina í 18 ár og við Juventus sem höfðu verið dæmdir til falls niður í Seria B. Oft veitir þannig staða nýjum stjórum frjálsari hendur til uppbyggingar á liðinu eftir eigin hugmyndum.

  Þess utan þá hefur Marseille strögglað í deildinni í vetur eftir velgengni síðustu ára (1.sæti 2010 og 2.sæti 2011). Hluti af skýringunni er miklar hrókeringar á leikmannahópnum sl. vor en þá fóru 11 leikmenn burt og 8 nýir komu til liðsins í staðinn, þar á meðal Djimi nokkur Traore. Paris St.G. hafa líka sprengt deildina upp með auðvaldi sínu (þó að Montpellier hafi komið stórkostlega á óvart) og önnur lið eru í nettu sjokki (Lyon er t.d. í 5.sæti). Marseille á afar lítinn séns á að ná í CL-sæti og missa jafnvel af Europa League líka. LFC er í það minnsta öruggt um sæti í Evrópukeppni og því betur sett en Marseille hvað það varðar.

  Að taka við LFC væri klár stöðuhækkun fyrir Deschamps og tækifæri til að spreyta sig í einni sterkustu deild í heimi með frægasta liði í heimi. Ef vel tækist til þá ætti hann séns á að vera goðsögn hjá púlurum um allan heim. Það hlýtur að kitla smá og líka frekar öruggt að hann fengi launahækkun milli starfa. Svo losnar hann undan samning núna í júní (klásúla um það ef Marseille endar neðar en 5.sæti) og það eru fregnir af ósætti milli hans og forseta félagsins, Vincent Labrune, útaf brotnum loforðum um leikmannakaup.

  Vatnsberinn Deschamps ætti því að vera afar áhugasamur um stjórastöðu LFC líkt og hann var fyrir 2 árum síðan 🙂

  Cheers

 101. Það sem Peter Beardsley#100 sagði!! Snilld, nákvæmlega það sem ég hefði sagt ef ég væri svona góður penni;)

 102. P. Beardsley. Mér sýnist Deschamps ekki vera að ná árangri í frönsku deildinni, Marseille er í níunda sæti. Það er ekki síður hægt að finna afsakanir hjá okkur. Margir nýir leikmenn inn og margir út. Mikið um meiðsli, sbr. Gerrard, Agger, Lucas og Johnson. Að ógleymdu fíaskóinu með Suarez. Þessir hlutir hafa nú aldeilis kostað okkur!

 103. Ef að Deschamps á að fá jafn langan tíma og sumir menn virðast vilja gefa Kenny þá sé ég ekki afhverju hann ætti að vera spenntur fyrir starfinu.

 104. Lalli það er ósköp einfalt mál, ef að Deschamps hefur trú á sjálfum sér og að hann geti gert betur en þessi skelfilegi árangur í deildinni hjá Kenny þá ætti hann að vilja koma. Málið er bara að menn verða að vera dæmdir af árangri en ekki því sem gerðist fyrir mörgum árum síðan. Kenny er og mun alltaf vera goðsögn hjá félaginu en það má ekki blinda fólk í því að árangur hans Í DAG er vægast sagt skelfilegur og það er það sem á að dæma á.

 105. @ Kanill (#111)

  Hehehehe ég skal finna mér feld til að leggjast undir og íhuga málið 🙂 Er þetta Ægishjálmur í baksýn á myndinni þinni?

  @ Diddinn (#109)

  Já, eins og ég fór yfir þá hefur gengið illa í deildinni hjá Marseille í vetur, en árin áður sannaði Deschamps virði sitt með meistaratitli og 2.sæti árið eftir. Það hefur verið barningur á milli Deschamps og Labrune en sá síðarnefndi hefur verið að svelta liðið í leikmannamálum upp á síðkastið. Hann ákvað að leyfa fastamönnum og reynsluboltum eins og Taiwo (fór til Milan) og Heinze (fór til Roma) að fara á frjálsri sölu ásamt öðrum og eyddi bara um 10 mill. evra samtals í leikmenn sl. sumar. Það gerði Labrune þrátt fyrir velgengni í CL árið áður og tekjur sem því fylgdu.

  Marseille hefur einnig unnið deildarbikarinn síðustu tvö ár í röð og er kominn með liðið í úrslitin þetta árið líka. Úrslitaleikurinn verður 14.apríl nk. gegn Lyon. Þeir hafa einnig unnið báða Tropheé de Champions leikina í byrjun tímabils sem er ígildi Samfélagsskjaldarins eða meistari meistaranna. Sem sagt flottur árangur á hverju ári í bikarkeppnum innanlands og aldrei tapað úrslitaleik.

  Til að toppa þetta þá hefur Deschamps gert frábæra hluti í CL miðað við efni og mannskap. Árið 2009 var liðið í dauðariðli með Real Madrid og AC Milan og átti séns að komast áfram fram í síðasta leik en tapaði fyrir Madrid og endaði í 3.sæti. Fór svo í 16 liða úrslit í EL en féll út fyrir Benfica.

  Tímabilið eftir fóru þeir upp úr sínum riðli og unnu m.a. Chelskí í France og drógust á móti ManYoo í 16 liða úrslitum. Það var hörkurimma sem endaði samanlagt 2-1 fyrir ManYoo en Marseille voru hársbreidd frá því að fella rauðu djöflana úr keppninni með marki í lokin á Old Trafford. En flott frammistaða engu síður.

  Í ár hefur liðið farið á kostum í CL og voru í mjög erfiðum riðli með Arsenal, Dortmund og Olympiacos. Engu að síður unnu þeir báða leikina gegn Dortmund og gerðu einnig jafntefli við Arsenal á Emirates sem tryggði þeim 2.sætið í riðlinum. Nú síðast slógu þeir Inter Milan út úr keppninni með síðbúnu marki á San Siro. Þeir mæta Bayern Munchen í kvöld og um að gera að fylgjast með leiknum til að vega og meta skipulag og leikstíl. Róðurinn gæti reyndar verið þungur þar sem mikið er um meiðsli og bönn hjá Marseille en áhugavert engu að síður.

  Þannig jú, það er rétt að árangurinn í deild í ár er slakur og enginn deilir um það, en á 2 af 3 tímabilum hefur hann verið frábær. Einnig er niðurstaðan glæsileg í bikarkeppnum og CL þannig að í raun eru sárafáir blettir á ferilskránni hjá karlinum.

  Ef ég kynni eitthvað í frönsku gæti ég sagt meira um taktíkina en hann virðist keyra mest á 4-3-3, 4-5-1 eða 4-4-2. En það sem mér finnst mest til hans koma er að hann er mjög góður að skipta úr sóknargír í vörn eftir því hvað hentar. Sérstaklega er áberandi góður árangur í CL gegn stórliðum og það eru alltaf hnífjafnir leikir. Hann kann því greinilega sitt fag hvað taktík varðar.

  Ég geri ráð því að hann muni fara frá Marseille í sumar og enda hjá stórliði, ef ekki okkur þá einhverjum öðrum. Ég hef mikla trú á honum sem valkost fyrir LFC og það er ákveðið tækifæri í boði fyrir okkur.

  YNWA

 106. @ Lalli (#112)

  Ég held að það sé ekki spurning um að horfa nákvæmlega þannig á það. Kenny tók við félaginu eftir tímamót í sögu félagsins (eigendaskiptin). Hann var réttur maður á réttum stað til að redda okkur. Hann á hrós skilið fyrir þá fórnfýsi og þann bikar sem unnist hefur, en hans uppbyggingaráform hafa beðið skipbrot í deildinni þetta lítur ekkert sérlega vel út eins og staðan er í dag.

  Þetta er meira spurning um réttan mann til lengri tíma sem er algerlega í takt við tímana sem og plönin hjá FSG & Comolli. Það þarf að vera harmónía frá taktík í yngri flokkum og alla leið upp í innkaup hjá Comolli og fjárfestingarstefnu eigendanna. Og þó að allir beri lof á KK persónulega enda mætur maður og goðsögn, þá er eitthvað verulega mikið að gangverkinu fótboltavellinum þessa stundina. Liðinu fer hratt aftur og það má vel vera að þetta batni með meiri tíma og öðru tímabili en ég hef einhvern veginn ekki trú á að þetta sé það besta nálgunin til að koma okkur aftur á toppinn. Það þyrfti að vera áþreifanleg framför í SPILAMENNSKUNNI, óháð úrslitum leikjanna, til að sannfæra mann um að heildarmyndin sé í lagi og að sýn KK á uppbygginguna muni virka.

  Deschamps hefur sýnt það að hann hefur náð hröðum viðsnúningi hjá liðum í erfiðri stöðu. Mikill taktíker og man motivator. Blandar vel saman yngri leikmönnum við reynslubolta. Liðin hans þykja oft sýna mikinn karakter þegar mikið liggur við. Hér er frábær lesning um hann frá því að hann gerði Marseille að meisturum árið 2010 og einnig komið inná afrek hans hjá Monaco (CL Final) og Juventus:

  http://www.guardian.co.uk/football/blog/2010/may/06/didier-deschamps-marseille

 107. Mér finnst Peter Beardsley vera með mjög sannfærandi röksemdafærslu. Það mikilvægasta er að LFC er í færi við Deschamps á meðan að Mourinho, Guardiola, Klopp eru ekki raunhæfir valkostir. Mig grunar líka að Villas Boas sé heldur ekki kostur í stöðunni. Ólíklegt annað en að starfslokasamningurinn hafi ákvæði um að hann taki ekki við ensku liði í einhvern tíma.

  Alla vega; ætla að horfa á Deschamps stilla upp gegn Bayern í kvöld og síðan að mynda mér skoðun.

 108. Ég ætla nú ekki að fara að skrifa ævisögu Deschamps hérna en hér er upplýsandi grein um þá taktík sem hann beitti gegn Inter nýlega.

  http://www.theirtactics.com/inter-milan-2-1-marseille-the-narazzurri-puzzlingly-concentrated-their-attacks-on-the-right/

  Þar stillir hann upp 4-3-3 en úthugsar taktík til að hemja og herja á Inter. Notar strækerinn Remy til að aðstoða við tvídekkun á djúpum leikstjórnanda Inter, Stankovic, til að trufla flæði spilsins. Einnig er hann með sérstaka áherslu á að herja upp vinstri kant til að nýta sér veikleika þar. Svo er þessi brilljant tilvitnun í hann sem útskýrir hans þankagang:

  “Games at this level are won or lost on the minutest of details, details, details.”

  Einnig flott grein um hvernig Marseille byrjaði veturinn herfilega í deildinni en Deschamps tókst að snúa dæminu við með taktískum breytingum og bræðralagi:

  http://soccernet.espn.go.com/columns/story/_/id/1012213/marseille-on-an-inexorable-rise?cc=5739

  Og Deschamps um heppni, vinnusemi og sigurviljann:

  http://www.youtube.com/watch?v=iZ1jnm1N-wg

 109. Það eru nokkrar ástæður fyrir því að Kenny ætti að fara.
  1. Menn sem benda á allt annað en sjálfan sig þegar illa gengur geta ekki stjórnað liði í vandræðum.
  2. Menn sem kenna þreytu um slæmt gengi en gera sér ekki grein fyrir því að þreytan stafar af slæmri stjórnun eru ekki hæfir í starfið.
  3. Menn sem hafa ofurtrú á einstaka leikmönnum óháð árangri þeirra á vellinum eru ekki dómbærir á getu leikmanna.
  4. Menn sem leggja meiri áherslu á að bera virðingu fyrir andstæðingum en að sigra leiki eru ekki hæfir í starfið.
  5. Menn sem setja upp ákveðna fílósófíu í upphafi tímabils og telja að sú fílósófía eigi fullan rétt á sér óháð gengi eru ekki hæfir í hlutverkið.
  6. Menn sem telja að sigur á móti Cardiff á Wembley og úrslit í FA Cup sé mælikvarði á gott gengi hafa ekki þann metnað sem þarf til að stýra Liverpool.
  7. Menn sem taka dugnað fram yfir hæfileika eru ekki í takt við nútíma fótbolta.
  8. Menn sem leyfa mönnum eins og Mereiles, Torres og Aquilani að fara og telja sig fylla upp í gatið með Henderson og Adam vita ekki út á hvað enska knattspyrnan gengur.
  9. Menn sem stilla upp sama kerfi aftur og aftur óháð árangri kerfisins eru of miklir þverhausar til að stýra Liverpool.
  10. Menn sem telja að nóg sé að sækja á einum manni til að skora mörk eru ekki í takt við nútíma fótbolta.

 110. #115: Marseille er búið að tapa 7 leikjum í röð í Frakklandi í öllum keppnum.Duttu út úr bikarnum gegn Quevilly! Þeir eru í níunda sæti í deildinni, þannig að eitthvað gengur þetta erfiðlega hjá Deschamps eins og King Kenny.

 111. Var alvarlega farinn að máta Deschamps við stólinn hjá LFC. Vitanlega er ekki hægt að dæma stjóra á einum leik en Bayern þurfti ekki að leika nema á hálfum hraða til að yfirspila Marseille í CL í gærkvöldi. Mér skilst að af síðustu 10 leikjum hafi liðið tapað 9 þannig að Deschamps er á sama rönni og Daglish.

  Ég er spenntur fyrir að sjá hvað eigendurnir gera. Kenny er, að mínum dómi, í sömu stöðu og forstjóri fyrirtækis sem hefur fjárfest villt og galið en fjárfestingarnar hafa engu skilað til fyrirtækisins. Í Bandaríkjunum er enginn elsku mamma í gangi þegar sú staða er uppi. Ég hef enga trú á að Comolli, með öll sín sambönd á meginlandinu, hafi verið sá sem ákvað að bresku leikmennirnir voru keyptir; þetta er klárlega vilji Kennys. Það er eins og Kenny hafi verið slegin rómantískri glýju um gömlu góðu dagana þegar hann og félagar undir stjórn Paisley réðu Englandi og Evrópu. Sú tíð er því miður liðinn og líklegt má telja að FSG þurfi að afsrkifa 40-60 m punda af fjárfestingum Kennys í þessum fjórum Bretum.

  Í það minnsta er morgunljóst að bandarísku eigendurnir munu bera fram erfiðar spurningar. Hvernig stendur á því að öllum þessum fjármunum var eytt í ekki betri leikmenn? Af hverju var Torres leyft að fara? Var Suarez málinu rétt stýrt? Hvernig verður næsta tímabil?

  Ég styð enn Kenny í starfið þótt á móti blási. Ef hann nær aftur í bikar er hugsanlegt að hann geti byggt á því. Þá munu FSG menn líta á fjórmenningana eins og hvern annan sokkinn kostnað og bíta á jaxlinn. Hitt er annað mál að Kenny fær ekki annað tækifæri til að láta draum sinn um nýtt breskt yfirburðalið rætast. Það verður pottþétt keypt á grunni hæfileika en ekki þjóðernis. Til að setja ævintýri Kennys í eitthvað samhengi er Lukas Podolski er að fara til Arsenal fyrir þriðjung þess sem Carroll kostaði og ég hreinlega svitna við tilhugsunina um hæfileikana, t.d. í Athletic Bilbao, sem hefði verið hægt að versla fyrir þau 40 milljón punda sem Downing og Henderson kostuðu FSG!

 112. Það er ekkert óeðlilegt við það að liðið sé í þessari stöðu.

  Miðjumaður sem varð burðarás í Real Madrid og svo annar sem varð máttarstólpur í ítalska landsliðinu voru seldir. Í staðin var reynt að fá Gareth Barry og svo var miðjumaður frá Blackpool keyptur. Segir margt.

 113. @ Guderian (#120)

  Þetta var hreinn og klár úrslitaleikur í gær um ráðningu Deschamps til LFC hehehe

  Án gríns þá þótti mér leikurinn í gær ágætur af hálfu Marseille þó að hið firnasterka lið B.Munchen hafi unnið sanngjarnan sigur. Var jafnræði í fyrri hálfleik og Remy fékk dauðafæri á 6 mín. en skaut framhjá. Svo fær Marseille á sig mark á versta tíma rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Var bæði umdeilt og slysalegt því að boltinn fór hendina á Lahm, Bayern keyrir í sókn og markvörðurinn ver ekki slakt skot sem lekur í markið. Súrt í broti eftir að fyrri hálfleikur var stál í stál.

  Eftir þetta þurfti Marseille að breyta um taktík, opna sig og sækja. Gerðu það vel og byrjuðu seinni hálfleik með krafti og Remy fékk annað gott færi. En þetta var kjörstaða fyrir Bayern og þeir gátu keyrt í skyndisóknir á hlaupagikkjunum Ribery og Robben. Svo var það sá síðarnefndi sem setti glæsilegt mark og þetta Bayern lið er að mínu mati þriðja besta lið í CL á eftir Barca og R.Madrid. Feykivel mannað, skipulagt og með marga matchwinners. Ef Bayern skorar snemma í seinni leiknum í Munchen þá gerir það út um leikinn og þá gæti það endað með bursti á Marseille sem vantað lykilmenn útaf bönnum og meiðslum.

  Varðandi tapleikjahrinuna sem Guderian vitnar til þá held ég að það sé ekki alveg rétt með farið. Held að staðreyndin sé sú að bara 1 sigur hefur unnist í sl. 10 leikjum í ÖLLUM keppnum en hinir 9 voru ekki allir tapleikir. Inni í því er t.d. tap á San Siro sem þó kom þeim áfram í keppninni en einnig tap í frönsku bikarkeppninni.

  Deildin hefur verið ótrúlega kaflaskipt hjá Marseille í vetur svo eftir því er tekið. Byrjuðu á að vinna ekki deildarleik í fyrstu 6 leikjum tímabilsins (3 töp, 3 jafntefli). Að einhverju leyti skiljanlegt miðað við miklar mannabreytingar en afar lélegt samt.

  En svo kom 5 mánaða kafli þar sem þeir töpuðu bara 1 deildarleik og voru á mikilli siglingu. Í þessari 17 leikja hrinu unnu þeir 10 leiki og gerðu 6 jafntefli. Frábær sprettur og sýndu sitt rétt andlit frá tímabilunum áður. Voru komnir nálægt toppnum og við CL-sæti.

  En það er líkt og einvígið við Inter og núna Bayern hafi tekið allan fókus og orku liðsins þannig að deildarformið fór í vaskinn. Tapa fyrsta deildarleiknum í 5 mánuði beint eftir sigurinn á Inter í fyrri leiknum og hafa ekki unnið deildarleik síðan. Þar inni eru m.a. 5 tapleikir í röð. Sjá link:

  http://www.resultdb.com/france/marseille/2011/

  Minnir dálítið á sama vandamál og Rafa upplifði tímabilið 2004-05 þegar velgengnin í CL bitnaði illilega á deildarforminu. Unnum ALDREI leik beint eftir CL-útsláttarleik og ströggluðum líka mikið eftir riðlakeppnisleiki. Ekki óalgengt þegar leikmannahópur er lítill og er að upplifa útsláttarkeppni í hæsta gæðaflokki í fyrsta sinn. Mikil taktík og vinna þarf að fara í einvígin og þá er undirbúningur og einbeiting fyrir deildina af skornum skammti. Klassískir evró-timburmenn.

  Ég lít a.m.k. ekki á þetta deildarform sem eitthvað make-or-break varðandi Deschamps því að svo gott sem allt annað á hans ferilskrá er glimrandi flott. Mér þykir áhugaverðast að sjá hvernig leikstíll liðsins er undir hans stjórn og ætla líka að horfa á seinni leikinn gegn Bayern ásamt úrslitaleiknum í deildarbikarnum gegn Lyon. Þá fær maður betri mynd af þessu 🙂

 114. Mr. Beardsley þú hefur lög að mæla enda dettur mér ekki í hug að afskrifa þinn mann þótt Marseille hafi átt erfitt kvöld í gær gegn frábærum andstæðingi. Life is a roller coaster ride og mótlæti hluti af því að spila á efsta level.

  Árangur er ekki mældur í einum leik og ekki einu sinni tíu leikjum og árangur Deschamps yfir langan tíma sýnir að hann kann vel til verka og rúmlega það. Ég fylgist lítið með frönsku deildinni en þess betur með þeirri spænsku og þýsku sem litar afstöðu mína til nýs þjálfara fari svo að Kenny velji að hætta.

  Aðalatriðið er að þjálfari LFC sé toppmaður í faginu. Ég bind enn vonir við að Kenny sýni að hann hafi mójóið sem þarf til. Hann gerði, að mínum dómi, mistök með að kaupa Bretana þegar augljóslega betri kostir voru í boði. Ekki get ég ímyndað mér að t.d. Deschamps hefði sett 100m pund+ í þá Carroll, Downing, Henderson og Adam! Það er auðvelt að vera vitur eftirá og ég skal fyrstur gangast við að ég var í fyrstu mótiveraður fyrir þessu að þungamiðjan væru heimamenn þegar í fersku minni var vesenið á Alonso, Maschareno frúnni, Torres og fleiri snillingum frá meginlandinu.

  En það er búið og gert, slam, bam, thank you mam, núna þarf að finna rétta manninn eða treysta Kenny.

  Einfalt sem samt svo flókið!

 115. @ Guderian (#123)

  Já, alveg sammála þessu og ég gleymdi að taka það fram þú varst með mjög góðar pælingar og skrif um þetta í svari nr.120. Ég styð líka Kenny á meðan hann er stjórinn, jafnvel þó að ég telji aðra geta gert skilað betra dagsverk og haft heildstæðara plan. Ég vona að honum takist að snúa dæminu við því að það myndi þýða mikla velgengni fyrir Liverpool og félagið er það sem maður styður fyrst og fremst.

  Maður sér einfaldlega mikið tækifæri í því að fá mann eins og Deschamps og það er einhver samhljómur með hans vinnubrögðum og karakter við það módel sem FSG og Comolli hafa talað um. Ég styð og fíla það módel og þá nálgun mjög því hún byggir á röklegum og hugsandi grunni. Ég er einmitt sammála þér með það að breska byltingin sé ekki endilega það sem eigendurnir höfðu í huga heldur sé það gert vegna aðstæðna til að gefa áhangendum það sem þá langaði til að sjá eftir eigendaskiptin, þ.e.a.s. að KK fengi séns á að spreyta sig með sínar hugmyndir. Köllum það gjöf eigendanna til okkar Púlara 🙂

  Ég tel líka að FSG & Comolli hafi sett pásu á hin raunverulegu plön að kaupa ákveðna unga Frakka, Spánverja, Þjóðverja eða annara þjóða leikmenn sem myndu henta ákveðinni tegund af stjóra og taktík sem þeir hafa í huga. Ráðningin á Kenny var biðleikur sem hentaði öllum ágætlega eins langt og það myndi ná. Í raun fengi Kenny að spreyta sig með sitt dæmi eins lengi og hann kysi eða að dæmið virkaði hjá honum. En þegar það hætti að virka og Kenny myndi ganga frá borði þá yrði hin raunverulega Moneyball-bylting sett í gang með öllum sínum tölfræðikaupum o.s.frv. En hvenær yrði það? Í sumar? Eftir næsta tímabil? Kemur í ljós.

  Stóra spurningin er því eins og The Smiths sungu svo ágætlega: How soon is now?

Liverpool 1 Wigan 2

Upplýsingar um Liverpool borg