Wigan á morgun

Hvað skal segja?  Maður er ennþá hálf sjokkeraður eftir þessar hörmungar lokamínútur á þriðjudaginn, ég hef hreinlega ekki lesið stakt orð hér í kommentakerfi Kop.is síðan þá, bara hreinlega hef ekki treyst mér í þá umræðu.  Maður var auðvitað í algjörlega snarbrjáluðu skapi eftir þennan leik sem við áttum að vinna og ekki bara vinna, heldur vinna stórt.  En enn og aftur þá eru okkar menn að bregðast á ögurstundu, hvort sem það er fyrir framan mark andstæðinganna eða eigið mark.

Wigan eru andstæðingarnir á morgun, og þeir eiga það sammerkt með QPR að þeir eru að berjast fyrir lífi sínu á botni deildarinnar.  Hvað ætla okkar menn að gera í þetta skiptið?  Síðbúnar jólagjafir eða klára leikinn með sæmd?  Það er erfitt að telja sjálfum sér trú um að 4. sætið sé möguleiki fyrir Liverpool, en það þýðir ekki að menn eigi bara að gefast upp.  Menn hljóta að vera með eitthvað stolt, stolt yfir því að klæðast rauðu treyjunni.  Nú þurfa menn svo sannarlega að sýna það, þó ekki nema bara til að öðast sæmilegt sjálfstraust fyrir þá leiki sem eftir eru á þessu tímabili.

Wigan liðið er á margan hátt skemmtilegt lið, og stjórinn þeirra Roberto Martinez er að mínu mati virkilega efnilegur stjóri sem lætur lið sín spila skemmtilegan bolta.  Ég er pottþéttur á því að hann eigi eftir að ná langt í framtíðinni, enda ungur að árum.  Þeirra hættulegasti maður er klárlega Al Habsi í markinu (fyrir okkur þar að segja).  Fyrir utan hann myndi ég svo nefna Moses, sem er sókndjarfur og sprækur strákur.  Heilt yfir þá held ég að Wigan sé með einna slakasta mannskapinn á pappírunum í deildinni, kannski fyrir utan Norwich.  Ef okkar menn drattast til að spila “eðlilegan” leik, þá ættu 3 stig að koma í hús.  En við vitum vel hvað við getum verið gjafmild á köflum.

Martin Kelly og Charlie Adam eru sagðir tæpir fyrir leikinn á morgun, þó býst ég fastlega við því að Kelly nái að spila.  Lítið hefur frést af þeim Glen Johnson og Craig Bellamy, reikna því með hvorugum þeirra á morgun.  Hópurinn fer því að verða ansi hreint þunnskipaður.  Hvað um það, liðið er algjörlega nógu sterkt til að slátra þessu Wigan liði á heimavelli og ef menn koma ekki trítilóðir til leiks á morgun, þá er bara eitthvað stórlega að hugarfari manna.  Hversu mikið slap in the face er hægt að fá eins og þessi úrslit gegn QPR.  Nú er tækifæri á að sanna það algjörlega að það var stórslys og að menn ætli ekki að láta það henda aftur.

Ég ætla sem sagt að reikna með Martin Kelly í liðinu og að vörnin verði því óbreytt.  Ef Kelly verður ekki klár, þá vil ég sjá Flanagan inn, ég vil ekki sjá Carra í þessari hægri bakvarðarstöðu, bara aldrei.  Stóra spurningin er með miðju og sókn.  Ég skil ekki alveg þá ákvörðun að taka Carroll út úr liðinu, loksins þegar mér fannst hann vera að komast á almennilegt skrið.  Hann dregur til sín svo mikið af leikmönnum og skapar svo mikið pláss fyrir Luis að það hálfa væri hellingur.  Ég vil því sjá hann aftur í byrjunarliðinu með Luis frammi.  Gerrard og Spearing verða inni á miðjunni og Downing úti vinstra megin.  Það er því fyrst og fremst hægri vængurinn sem er svolítið óráðinn í mínum huga.  Helst hefði ég kosið að sjá Maxi inni í liðinu, en hann virðist bara fá einn leik og svo út í næstu 5-7 leiki.  Ég hallast helst að því að enn og aftur setji Dalglish Henderson á kantinn.  Það dæmi er full reynt í mínum huga, en greinilega ekki hjá King Kenny.

<div class=”lid”>Reina<br><br>
Kelly – Carragher – Skrtel – Enrique<br><br>

Henderson -Spearing – Gerrard – Downing<br><br>

Suárez – Carroll<br><br></div>

Eins og ég sagði hér að ofan, þá hefði ég viljað hafa Maxi þarna inni í stað Hendo.  En maður fær víst ekki að ráða öllu.  Ég vil standa upp frá leiknum á morgun með bros á vör, er ég að fara fram á mikið?  Nei, það finnst mér alls ekki.  Wigan er í heimsókn og þetta á að vera algjör skyldusigur.  Ég held meira að segja að við getum verið að fara að horfa upp á sæmilega stóran sigur.  OK, hversu oft eru menn búnir að segja þetta?  Alltof oft og sjaldan eða aldrei gengið upp.  Af hverju ætti að verða einhver breyting á núna?  Í mínum huga gæti það gerst vegna þess að Wigan reyna oftast að spila fótbolta og það hentar okkur betur en þegar liðin koma og parkera í sínum eigin vítateig.  Maður þarf svo hrikalega á smá sálarhjálp að halda frá þessu liði okkar, þannig að ég ætla að spá 4-0 sigri á morgun.  Suárez með 2, Carroll 1 og svo setur Spearing sitt fyrsta mark með aðalliðinu.  Ef þetta gengur ekki upp, þá ætla ég að hætta að spá okkar mönnum svona sigrum, allavega ekki á þessu tímabili.

43 Comments

 1. Sælir félagar.

  Fín upphitun SSteinn og mæl þú manna heilastur. 4 – 0 væri frábært til að lyfta geðinu og klóra aðeins yfir síðasta bömmer.

  Eins og ég hafði vonda tilfinningu fyrir QPR – leikinn þá hefi ég góða tilfinningu fyrir þessum leik. Það verður markasúpa og verulega gaman á Anfield.

  Það er nú þannig.

  YNWA

  ES. Ég ætla að horfa á leikinn þrátt fyrir aðrar yfirlýsingar og vil taka það fram af gefnu tilefni að ég hefi aldrei sagt að ég ætli að hætta að styðja þetta lið sem ég hefi stutt í 47 ár. Hitt sagði ég að ég væri hættur að horfa á leiki liðsins en stend svo auðvitað ekki við það. Enda ekki hægt, maður bara verður.

  Og það er bara þannig.

  YNWA

 2. Úff ég er svo sammála þér SSteinn! Ég fór í algjöra fýlu út í liðið okkar (sem gerist mjög sjaldan) og hef ekki lesið neitt hér né á öðrum miðlum. Hef hins vegar varið mitt ástkæra félag eins og venjulega frá skítköstum manjúrhrokafulls pakks á FB. Slíkt er bara heilög skylda okkar púllarana.

  Vinnum 3-0 og veislan heldur áfram! KK hlítur að hafa froðufellt yfir síðasta leik og núna skulu menn drullast til að sýna hvar Davíð drakk ölið!

 3. When you walk through a storm,
  Hold your head up high,
  And don’t be afraid of the dark.
  At the end of the storm,

  Is the golden sky,
  And the sweet silver song of the lark.
  Walk on through the wind,
  Walk on through the rain,

  Though your dreams be tossed and blown,
  Walk on, walk on with hope in your heart,
  And you’ll never walk alone,
  You’ll never walk alone.

 4. Spárnar hér á síðunni hafa oft verið 3-0 eða 4-0 sigrar sem aldrei hafa litið dagsins ljós. Maður var lengi vel að bíða í voninni að liðið myndi hrökkva í gang og jarða eitthvað lið í deildinni heima (eða úti). Það tókst vissulega að setja nokkur á Brighton heima um daginn og strákarnir í Efratúni fengu þrjú mörk á sig sem var yndislegt.

  En liðið er ekki að fara að skora 4 mörk á Wigan, lið sem hefur verið okkar bógí lið undanfarin tímabil, meira að segja Rafa átti erfitt með að vinna þá og ekki tókst Kenny að sigra þá á Anfield í fyrra heldur.

  Ég er orðinn svo fúll útí þetta lið að ég er hættur að horfa á leiki og ég þakka Fowler fyrir það að ég sá ekki leikinn á miðvikudaginn því nógu fúll var ég að frétta af úrslitunum eftir leik, ég veit ekki hvað ég hefði gert ef ég hefði horft á þetta live.

  En ef þessi QPR leikur hefur ekki verið spark í rassinn þá er mönnum í þessu liði ekki viðbjargandi !

 5. Hlakka mikið til enda verða okkar menn að girða sig í brók og sína úr hverju þeir eru gerðir, þetta verður vonandi eins og eftir ömurlega Bolton leikinn, menn ættu að koma dýrvitlausir til leiks, ég minntist á það um daginn að KK væri allt of oft að taka menn úr liðinu loksins þegar þeir væru að hitna, sem gerðist enn einu sinn með Carrol í síðasta leik, vonandi byrjar hann inn á, en ég er algjörlega ósammlega með Maxi þann mann vil ég burt frá Liverpool, maður sem kann ekki og hefur aldrei tekið menn á og hann bíður sig allt of sjaldan sem skiljanlegt er þar sem hann verður að sparka botanum frá sér um leið,en það hefur stundum komið sér vel,,,,en komm on það er engin fótbolti ( gæði) í þeim leikmanni, ég held að við vinnum þennan leik 2-0 og vonandi skora framherjarnir mörkin þar sem þeim veitir ekki af sjálfstraust og hungri.YNWA

 6. Ef maður reynir að vera raunsær og miða við árangur í síðustu 10 leikjum þá ætti þetta að vera nokkuð jafn leikur milli liða sem hafa aðeins unnið 3 leiki á milli sín í samtals 20 síðustu leikjum.

  Semsagt nokkuð góðar líkur á leiðinlegu 0-0 eða 1-1 jafntefli út frá tölfræðilegu sjónarhorni og formi liðanna tveggja. Í raun og veru eru Wigan búin að fá fleiri stig en við í síðustu 6 leikjum og því kæmi tap ekki mikið á óvart.

  Sjá:
  http://weekendfootball.co.uk/analysis/form.asp?l=1&season=12&formtype=&gamescount=10

  Ótrúlegt einnig að ef tekin eru stig úr síðustu 16 leikjum erum við í 15. sæti.

  Held að þeir sem eru enn að berja hausnum í vegginn og tala um 4. sætið sem raunhæfan möguleika séu farnir að eiga hættu á heilaskemmdum eða siggi á ennið a la Wesley Willis.

 7. Það finnst ekki betra tækifæri en núna að leyfa ungum leikmönnum tækifæri.
  Vil sjá Shelvey eða Sterling fá tækifæri helst frá byrjun. Jafnvel Flanagan í bakverðinum sérstaklega ef Kelly er tæpur.

 8. Sammála með ungu strákana´. Núna er tækifærðið að gefa þeim sjéns. Við erum aldrei að fara ná 4 sæti úr þessu. Þannig að ef ungir menn eiga að gera mistök, þá er það í lagi núna. Ég vill alls ekki sjá Carra, Kuyt, Maxi, Adam eða Aurelio í liðinu það sem eftir er af tímabilinu. Setja bara Coates, Sterling, Flanagan, Robinson, Shelvey og fleiri unga leikmenn í hóp eða liðið.

 9. Það mun allt stefna í steindautt 0-0 jafntefli þegar allt í einu…. kabúmm, Wigan skorar!!! Og enginn skilur hvernig þetta gat gerst. Við skutum í stöngina og slána og vorum rosa mikið með boltann en óheppnin elti okkur á röndum. Daglish vonar að leikmenn læri af þessari reynslu. Hann telur að úrslitin endurspegli ekki leikinn og að við hefðum átt að fá eitthvað meira en 0 stig út úr þessu öllu saman. Daglish sér marga jákvæða punkta og hrósar sérstaklega Downing sem sé voða óheppinn alltaf og það hljóti nú að styttast í fyrstu stoðsendinguna hans í EPL með Liverpool enda sé hann æðislegur fótboltamaður og frábær karakter.

  Þetta er mín spá, vona samt að þetta fari 4-0 eins og SSteinn.

 10. Er orðinn mjög svekktur með Liv, færin mjög illa nýtt, horn ca 100 á tímabilinu og skorað úr þeim ca 4 mörk (myndlíking eða þannig). Bara fatta ekki að KK sé að breyta liðinu þegar að vikunni áður var rúllað yfir það lið, og taka Suarez útaf og setja Carrol inn ,, óskiljanlegt, sem hefur aðallega verið að taka hábolta og nikkað þeim áfram sem hefur gefið 3-4 mörk en NB ef það á að nota hann svoleiðis þá er þetta kikk end run bolti sem er leiðinlegur bolti og ekki til gæfu og gleði en vona að KK fari nú að gera eitthvað í þessum hornum og sýna þeim hvar markið er. Tökum þetta á morgun þótt að 4 sætið sé nánast horfið en góð æfing fyrir BIKARINN.

 11. Þetta á auðvitað að vera skyldu sigur, en eftir að hafa horft á hvern einasta leik liðsins þetta tímabil er ég bara efins um að við séum að fara gera nokkurn skapaðan hlut í þessum leik, því miður.
  Vona auðvitað að okkar menn kippi höfðinu út úr rassgatinu og klári leikinn svo sómi sé af.
  We’ll see.

 12. Var að vona að fyrirsagnir blaðanna í dag væru” Kóngurinn látinn taka pokann sinn” en varð ekki að ósk minni. Ég tek það skýrt fram að ég elska félagið okkar en kóngurin átti að láta nægja að bjarga síðasta tímabili. Ég sagði þetta eftir síðasta tímabil og stend ennþá fastur á því að hann er ekki rétti maðurinn í starfið. en hvað veit ég, vildi fá Villas Boas. Mæli samt maeð því að það verði skipt um karl í brúnni fyrir næsta tímabil og Kallinn verði bara áfram kóngurinn.

 13. Ég er valla einn um það að fara að vilja sjá ungu leikmennina í hóp og fá smá spilatíma. Sterling, Flanno og þó sérstaklega Shelvey! Skil ekki enn þá ákvörðun að kalla hann til baka úr láni einfaldlega til þess að planta honum á bekkinn.
  En lekurinn verður fjörugur og ég spái honum 3-1 for the Reds!

 14. Jæja elskunar mínar ég er búinn að jafna mig eftir að ég át sjónvarpið mitt í reiði minni. Nú er bara um að gera að gera gott úr þessu það sem eftir er. Ég vona bara að hann Dalglish minn spili Coates og Carroll í byrjunarliðinu það sem eftir er af tímabilinu til að vera með þá reddí fyrir næsta tímabil. Ef það er einhvern tímann séns á því að gefa ungu mönnunum tækifæri þá er það núna. Það væri líka gaman að sjá Sterling spreita sig. Og svo er ég hjartanlega sammála hverju einasta orði hjá Árna Gísla nr 4. Og að lokum eru 3 góðar féttir,1 ég er búinn að kaupa nýtt sjónvarp, 2 við mölum Wigan á morgun, 3 mig dreymdi að við hefðum unnið F.A. BIKARINN.

 15. Hvernig væri þetta. Doni, Kelly, Skrtel (c), Coates, Flanagan, Suso,Spearing,Shelvey,Sterling,Carroll,Suares? Væri þetta nokkuð verra? Bara pæling sko.

 16. Eftir síðustu katastrófíu, og þar sem það er að litlu að keppa í deildinni úr þessu, þá finnst mér að yngri leikmenn eigi að fá tækifæri. Ég skil bara ekki afhverju það er gert svona lítið af því hjá LFC. Mér finnst ég alltaf vera horfa upp á einhverja No Name gaura úr vara/unglingaliðum fá tækifæri bæði hjá Manc og Arsenal en aldrei virðast sambærilegir leikmenn í LFC fá sitt tækifæri.

  Ef tíminn er ekki núna til þess að leyfa mönnum að spreyta sig þá er hann aldrei.

 17. Ég væri eins og margir til í að sjá ungu strákana fá séns en ef þið lesið greinina sem Jónas#14 linkar í eru mjög litlar líkur á því. Kenny virðist bara alls ekki treysta þeim í þetta vegna þess að hann er ennþá að elta fjórða sætið. Trúi því samt varla að þeir séu það slakir að þeim sé ekki treystandi að spila á móti Wigan á heimavelli og að það fari með möguleikann á fjórða sætinu að spila þeim…sýnist þeir eldri nefnilega vera búnir að klúðra tækifærinu og get því ekki séð hver skaðin er af því að gefa unglingunum tækifæri. Er alls ekki að tala um að henda þeim öllum inn í einu heldur henda einum og einum í djupu laugina og sjá hvort að þeir hafi eitthvað í þetta að gera.

 18. Ég ætla bara halda áfram að vera í fýlu og horfa ekki leikinn.Bara þoli ekki meira svekkelsi.

 19. Þó að það gangi ekki sem best hjá Liverpool þessa daganna þá gott að minnast orða sem Bill Shankley sagði svo eftirminnilega ” If you can´t support us when we lose or draw, don´t support us when we win.

  Annars er þetta bara klárt 3-0 sigur hjá Liverpool á morgun ekki spurning 🙂

 20. “Maybe if fourth place had gone, it would be right to play the youngsters. But we don’t think it has so we’ll keep playing as we have been.” -Dalglish

  Ég verð að viðurkenna að ég hélt að KD væri meiri realisti. Væri brútal við leikmenn sem væru að skíta upp á bak. Vildi spila sóknarbolta og væri óhræddur við að tefla fram ungum leikmönnum. Og djöfull sem maður óskaði þess að honum gengi vel. Vonandi nær hann áttum á næsta tímabili.

 21. Er ég eini hérna sem finnst að Reina sé eitthvað að missa það. Einhvern veginn finnst mér það að kallinn sé alltaf klobbaður í maður á móti manni og hefur ekki varið vítaspyrnu síðan???? Veit það ekki með hann sem mér fannst svo LANGBESTI markmaður í heimi en núna finnst mér eins og honum sé einhvern veginn sama? En að sjálfsögðu ætlum við samt að vinna á Wigan 4-1. Gerrard, Suarez 2 og Skrtel með skalla úr horni.
  YNWA.

 22. Dolli # 27 ég er svo sannarlega sammála þér, hvernig væri að gefa Doni séns og hvíla bara Reina alveg í svona 2-3 leiki.

 23. Mikið afskaplega væri ég nú feginn ef mínir menn klæddir í rauðu myndu nú vinna þennan leik við nágranna sína í Wigan, en miðað við spilamennsku þeirra á móti botnliðum deildarinnar þetta tímabilið þá er það ekki að fara gerast…… mesta lagi steindautt jafntefli og menn munu tryllast eftir á hérna og óska eftir útsölu á 40% af liðinu og reka King Kenny…….

  Enn og aftur þá segi ég, Liverpool hjartað mitt er eldrautt og hefur bankað síðan maí 1974, og þrátt fyrir öll vonbrigðin þá heldur það áfram……..

  YNWA!

 24. Sælir félagar, ég er sammála nr. 27 Reina er bara orðin miðlungsmarkmaður, hann reindi ekki einu sinni í öllum mörkunum gegn QPR, lélegt í markinu á móti Stoke, og í fleiri leikjum. En áfram LIVERPOOL, og vinnum Wigan. Annars er ekki nema fyrir alvörumenn að halda með LFC, þetta er endalaus rússibanaferð.

 25. strákar, tal ykkar um að fá yngri menn í liðið er skáta og ungliða hugsun……lið eins og Liverpool á að hafa standard, það þýðir að menn verða að geta eitthvað til að komast í fyrstu 11…alltaf…..sama hver staða liðsins er. hvað hefur Shelvey sýnt? nefnið 1 leik? Henderson er í dag lélegasti leikmaður Liverpool, verðum að viðurkenna það(sérstaklega Dalglish) við keyptum þennan drenstaula á 16 milljónir GBP og hann getur ekki neitt. ég segi burt með:
  adam, henderson,Shelvey,maxi,aurelio,downing og carrol.ættum að fá 50 milljónir, kaupum 2 vængi,framherja og miðjumann í staðinn, góða ekki efnilega (Henderson syndromið)
  dæmi um hve Henderson er lélegur er leikurinn á móti Everton, að hann skyldi koma inná í seinni hálfleik, fær mig til að vera mjög hugsi um Dalglish????? strákar, þið sem enn viljið sjá Henderson í liðinu eruð annað hvort að horfa með blinda auganu eða gagnauganu….sjáið þennan fyrri hálfleik fyrir mig og horfið sérstaklega á Henderson…..ef hann byrjar í dag, þá ég ég mér lifrapylsu, slátur og scottish haggish í hálfleik

 26. Ég spái því að þetta verði en ein hörmungin og liðið okkar geri steindautt 0-0 jafntefli. Ég er ekki að fara að fylgjast með þessum leik afþví ég vil vera í góðu skapi í kvöld á djamminu 🙂

 27. Mig dreymdi reyndar í nótt að nýr byrjunarliðsmaður skoraði mark fyrir Liverpool. Sá ekki hvort það var Sterling eða einhver annar. Hann lék boltanum frá vinstra horni vítateigsins meðfram teiglínunni út að miðjum teignum, og negldi svo boltanum efst í fjærhornið.

  Á hinn bóginn hefur aldrei neitt verið að marka það sem mig dreymir (eins og kom berlega í ljós eitt skiptið þegar mig dreymdi Megan Fox en það er önnur saga).

 28. af hverju eru menn að spá því að við skorum 4 mörk í leik. seriously. svona álíka súrt og að spá steindauðu og látlausum 0-0 Liverpoollegum leik hjá Barcelona.

 29. Spyr sá sem ekki veit; afhverju fær Maxi svona fáa sjensa? Kannski út af því að hann er ekki álitinn framtíðarmaður… mér finnst spilið hjá liðinu allavega fljóta ansi vel þegar hann er inná og hann hefur auga bæði fyrir mörkum og stoðsendingum. Finnst hann hafa fengið of fáa sjensa í deildinni..

 30. nr. 31
  Hvað er málið með að dissa Shelvey. Þú spyrð hvað hann hafi sýnt… hvað með 6 mörk í 10 leikjum fyrir Blackpool þegar hann var á láni þar. Hann hefur byrjað tvo deildarleiki með Liverpool á tímabilinu og skorað eitt mark. Svo er hann rétt skriðinn í tvítugt og kostaði 1,7 mp.

  Kannski er ekkert að marka að vera góður með Blackpool.

 31. Las einhvernstaðar að KK segði að Maxi væri 100% atvinnumaður og gott að hafa hann og helst vildi hann hafa hann alltaf inná en svo spilar hann honum lítið, notar svo Adam helst alltaf, sem gerir ekki mikið fyrir Liv nema að skemma spilið, KK er bara að reyna að réttlæta kaupin á kauða en hann þarf virkilega að nota besta liðið sitt sem var klárlega þegar að Gerrard skoraði þrennu, sem var nánast sama liðið og á móti Stók, en svona hafði RB það, var aldrei með sama liðið og árangur svipaður og hjá KK. KK verður að finna besta liðið og nota það að fremsta megni, það er bara svo.

 32. Raheem Sterling on the bench for todays game according to reports. tekið af Facebook og vonandi satt og rétt

 33. staðfest byrjunarlið:Reina; Flanagan, Carragher, Skrtel, Enrique; Henderson, Spearing, Gerrard, Downing; Kuyt, Suarez
  subs: subs: Doni, Coates, Carroll, Eccleston, Sterling, Shelvey, Aurelio.

 34. Ef menn hafa áhyggjur af framtíð LFC þá virðist það óþarfi. Meðalaldurinn á bekknum er ansi lágur séu þeir Aurelio og Doni teknir út…En þeir hafa nú líka nánast bara verið uppá skraut í vetur….

 35. hvað er málið með að stilla ekki saman gerrard, suarez og carroll!!!!

  þetta er ótrúlegt hvað hann KK er ekki með púlsinn á liðinu og hvað virkar.

  henderson á kannti og kuyt er ekki að virka hvað þarf að tapa mörgum leikjum til að hann sjái að þessir aðilar eiga ekki að spila og hvað þá þessar stöður.

  vona samt að hann nái að troða vel upp í mig en stórefast og er skíthræddur með annað eins spil og sést hefur í vetur, völtum yfir andstæðingana spilunarlega séð en skorum ekki mark og svo kemur horn/aukaspyrna sem wigan skorar úr…..

  klasíst Liverpool.

 36. My bad með að vera dottnir niður í 8 sæti, aðeins of fljótur á mér 🙂

Opinn þráður – Markið hjá Coates

Liðið gegn Wigan