Opinn þráður – Markið hjá Coates

Af því að ég nenni ekki að svekkja mig á þessum leik í gær, og af því að ég nenni ekki að hafa lokatölur leiksins efst á síðunni lengur, þá er hér opinn þráður. Þið getið rætt það sem ykkur sýnist.

Sáu ekki örugglega allir markið hjá Sebastian Coates í gær?

http://www.youtube.com/watch?v=zj9umu0H5hI

Þetta er með flottari nýliðamörkum sem ég hef séð í boltanum. Ég ætla að gleyma síðasta kortérinu af frammistöðu Coates sem og annarra í liðinu, taka Pollýönnu á þetta og muna bara eftir þessu eina marki frá þessum leik. Þvílíkt mark!

Er eitthvað annað í fréttum?

40 Comments

 1. Finnst vanta þá reglu í fótboltann að þegar leikmaður skorar mark af þessu tagi sé leikurinn bara flautaður af og lið leikmannsins sem skoraði markið færð stigin þrjú, burtséð frá markatölu í leiknum 🙂

 2. Veit ekki hvort opin þráður er það sem þarf. Það er bara ekki hægt að vera jákvæður í dag. En eins og venjulega á þessum árstíma er maður farin að tala um það sem einu sinni var. Nema hvað þetta einu sinni var nú bara fyrir 3 árum síðan.

  En eftir að Dalglish hætti á sínum tíma kom Souness og síðan Evans gamlir Poolarar að reyna að búa til nýtt lið sem gæti unnið titilinn aftur, en ekkert gekk. Houllier náði á köflum ágætis árangri og skilaði nokkrum titlum. Benitez gerði vissulega flotta hluti meðan hann hafði fjármuni til.
  Síðan erum við aftur komin í þetta Breta dæmi fyrst Hodgson og svo Dalglish aftur og einhvernvegin finnst manni ekkert gana upp. Vissulega náði Benitez ekki góðum árangri í deildinni fyrsta árið, en liðið bætti sig síðan ár frá ári. Þannig að maður spyr sig hvort Dalglish fái þetta tímabil og síðan sé pressan á fyrir það næsta og þá hreinlega verði að sjást árangur. En þessi blessuðu kaup hans, það má vel vera að einhverjir þessara leikmanna eigi eftir að verða góðir í framtíðinni en það er klárt að sumir þeirra eru bara flopp. Ég meina Andy Carrol, menn hljóta að vera í einhverjum draumaheimi að vera að tala um að hann geti leyst einhver vandamál hjá klúbbnum.

  ægi nenni þessu ekki.

  En mín spá er sú að á sama tíma að ári verðum við á nákvæmlega sama stað og það verði sam sagan þetta kemur 2014.

 3. Hvað segja menn um að stilla bara upp 10 varnarmönnum í næsta leik? Þeir virðast vera þeir einu sem ná að skora hjá okkur.. og það ekkert slor mörk!

 4. Vona að margir af þeim sem skrifuðu færslur við leikskýrslu gærdagsins lesi þær aftur og skammist sín. Ótrúlegt að sjá svona mörg léleg komment á síðu sem er þekkt fyrir góðar og málefnalegar umræður, ég hélt að það flestir sem skoðuðu síðuna hérna væru fullorðið fólk eða að minnsta kosti eldri en 12 ára. Auðvitað er mjög erfitt að vera jákvæður eftir svona leik en kommon, mér fannst hálfvandræðalegt að lesa yfir þetta. Liggur við að maður sakni thumbs down takkans hérna sem faldi þau svör sem manni þótti óæskileg.

 5. Ég er svo svekktur með árangur liðsins að nú hef ég ákveðið að hætta horfa á leiki meira.Nenni ekki svekkja mig á þessum mannskap.

 6. Heyr heyr,
  #5 Þorgeir

  og sjitt hvað þetta er flott mark, ég get horft á það endalaust

 7. Ég var að vinna í gær og sá því ekki leikinn en er búin að horfa á þetta dásamlega mark 100 sinnum og á eftir að horfa 100 sinnum í viðbót. Mér finnst þetta mark eigi að tryggja honum byrjunarliðssætið um helgina allavega fyrstu 30 mínúturnar. Ég ætla að standa á því fastara en fótunum að við séum bara rétt að byrja og næstu árin verður það bara glory glory Liverpool. Ef ég hef rangt fyrir mér megið þið segja ” við sögðum þér það” og ég skal skrifa það 100 sinnum hér á síðuna …þegar King Kenny klára sitt tímabil eða verður látin fara og allt verður eins þá pikkið þið í mig.

  YNWA

 8. Gaman þegar þessir “jákvæðu” agnúast út í þá “neikvæðu” á þessari síðu.
  Þeir sem póstuðu inn neikvæðum færslum í gær gerðu það flestir í geðshræringu og tilfinningasemi. Af hverju í ósköpunum eiga þeir að skammast sín fyrir að vera fúlir þegar liðið sem þeir elska klúðrar leikjum eins og í gær. Ég hrósa öllum sem létu tilfinningar sínar í ljós í gær og töppuðu af reiðinni…því þeir höfðu fulla ástæða fyrir að vera ósáttir með leikinn.

  Áfram tilfinningaríkir stuðningsmenn með hjörtu sem slá í takt við leiki liðsins!

 9. Sjá menn í alvöru ekki mun á því að vera svekktur og tilfinningaríkur og á því að drulla yfir liðið og hóta að hætta fylgjast með því og styðja það, svona eins og Sigkarl gerði?

  Ég held að það sé enginn að setja útá pirringin og svekkelsið sem slíkt, heldur uppgjöfina og vælið. Að gagnrýna er eitt og á oft rétt á sér, en að grenja úr sér augun og drulla yfir allt og alla á ekki að sjást.

  Áfram Liverpool!

 10. Þetta mark hjá drengnum er rooosalegt! Ég átti ekki til orð í gær eftir þetta mark og mikið and***** var ég glaður þegar að þetta mark kom!

  En ég skil ekki enn þessi úrslit í gær og trúi þeim ekki ennþá ef satt skal segja. Maður hefur fengið mikið af skotum frá alskonar mönnum í dag, þ.e.a.s frá öllum liðum og mikið er það ömurleg tilfinning.
  Liðið verður að fara að átta sig á því að þeir eru að gera þetta lið að meðalliði með svona framistöðu (sumir segja að það hafi skeð fyrr en ég vill trúa öðru). Downing var flottur í gær, líflegur og var að ógna helling sem og Suarez. En, eins og margir hafa tekið eftir og minnst á….Suarez þarf drekan með sér á toppinn!!! Carroll dregur alltaf að sér allavega einn varnarmann og mjög oft tvo og þar með er sá stutti laus. Eitthvað af mörkum sem hafa skapast þannig en ég ætla ekki að röfla eitthvað.

  Leiðinlegt fyrir Enrique að setja einn akkurat á ennið á sér í lok leiks í gær, sem og Skrtel…hann átti að eiga þennan bolta – verðum að vera sammála því!!!
  Reina hefði kannski átt að gera betur?? Veit það ekki en það sakar allavega ekki að prufa Doni, Shelvey eða Sterling jafnvel einn eða tvo leiki þar sem þetta tímabil er lent á sama stað og Titanic…og það sem tímabilið og þessi dugga eiga sameiginlegt er að það er ekki að fara að rífa sig upp aftur!

  Ætla ekki að hafa þetta lengra, er orðinn leiðinlegur held ég en samt sem áður elska ég þetta lið alveg allsvakalega mikið og vona að eitthvað sé að fara að ske…jafnvel eitt suddalegt rúst á hvaða liði sem er….bið ekki um mikið 😉

  YNWA – King Kenny we trust!!!!

 11. Sko, menn þurfa ekkert að vera að rífast yfir því hvort það er rétt að vera jákvæður eða neikvæður. Sumt er gott, annað er slæmt og þegar liðið tapar eins og það gerði í gær líður okkur öllum ömurlega. Það að menn komi hér inn og vilji fá útrás fyrir pirringinn er eðlilegt, jafnvel þótt menn segi stundum eitthvað sem þeir sjá eftir degi seinna.

  Við höfum lært það á okkar átta árum með þessa síðu að það þýðir ekki að ætla að hengja alla fyrir það sem sagt er í hita leiksins. Í gær fylgdist ég með ummælunum fyrstu tvo eða svo tímana eftir leik, henti út 4-5 sem fóru yfir strikið og brutu reglur Kop.is en leyfði öðru að standa. Til þess er síðan, til að menn geti líka fengið útrás þegar illa gengur.

  Auðvitað erum við öll pirruð á ömurlegu gengi liðsins í deildinni eftir áramót. 8 stig af 30 mögulegum á árinu 2012 er langt því frá ásættanlegt og núverandi leikmenn liðsins virðast vera æstir í að setja sig í þá stöðu að þurfa að berjast fyrir framtíð sinni hjá félaginu. Þeim verður að þeirri ósk sinni með þessu áframhaldi. Þú færð ekki endalausa sénsa hjá félagi eins og Liverpool með þann metnað sem er í gangi þar á bæ og margir af þessum leikmönnum eru á fullu að mála sig út í horn.

  Hins vegar er allt tal um Dalglish hreinlega ótímabært. Eins og Ian Ayre staðfestir í viðtali þessa vikuna er Dalglish ekki í neinni hættu, menn eru sameinaðir að baki þeirri vinnu sem hann er að vinna og hafa trú á verkefninu. Dalglish hefur unnið Deildarbikarinn og skilað okkur í undanúrslit FA bikarsins í vetur, auk þess að hafa stýrt mikilli hreinsun og endurnýjun á leikmannahópnum og upphefð á andrúmsloftinu í félaginu öllu síðustu 14 mánuðina. Lélegt gengi í deildinni í vetur er ekki brottrekstrarsök eitt og sér, vegið á móti öllu því jákvæða sem Dalglish hefur gert.

  Hins vegar er ljóst að Dalglish bíður ærinn starfi. Lélegt gengi í deildinni verður kannski afsakað í vetur en ekki mikið lengur en það. Það er á hans herðum að ákveða núna hvaða breytingar þarf að gera á leikmannahópnum, hverjir eiga skilið að vera áfram og hverjir ekki, og í samstarfi við Comolli þarf hann að finna leikmennina þarna úti sem geta bætt liðið.

  Menn keyptu það sem þurfti að kaupa síðasta sumar, úr þeim hópi leikmanna sem völ var á að kaupa. Leikmenn eins og Aguero eða Alexis Sanchez voru utan okkar möguleika í fyrra og því fór sem fór, tekinn var sénsinn á leikmönnum úr Úrvalsdeildinni og því miður er meirihluti þeirra að bregðast okkur. Það er bara svo einfalt.

  Sumir þeirra fá tækifæri til að bæta fyrir fyrsta tímabilið sitt á næstu árum en eftir því sem liðið heldur áfram að spila svona illa í deildinni verður líklegra að einhverjir þeirra – á þessum tímapunkti myndi ég setja Carroll, Downing og Adam í þennan spurningahóp – gætu lent í því að vera sendir annað í sumar enda geta menn ekki valdið vonbrigðum endalaust.

  Öndum rólega. Deildarkeppnin í vetur er mikil vonbrigði fyrir okkur öll og það er enginn 100% sáttur við allt sem Dalglish gerir og enginn sáttur við alla leikmennina sem voru keyptir. Við erum öll sammála um þessi atriði. Það mun hins vegar ekkert breytast fyrr en í sumar, það eina sem er fram undan er að spila um bikar á Wembley og halda áfram að læra sem mest um núverandi leikmenn liðsins í deildinni. Þeir hafa innan við tíu deildarleiki til að sannfæra Dalglish um að þeir geti betur en þeir hafa sýnt hingað til. Ef þeir nýta það tækifæri ekki gæti vel farið svo að Dalglish ákveði að veðja á aðra leikmenn í sumar.

 12. Sælir félagar

  Góðmennið og superstuðningsmaðurinn Gulli gæðadrengur er farinn að tala við pöpulinn aftur. Hversu glaðir og hamingjusamir megum við vera, dauðlegir menn, að svo guðlegar verur sjái oss auma og eyði sinu guðdómlega orði á oss. Halleluja

  Tek undir með Kanil#10 og KAR að ekki er ástæða til að ergja sig yfir þó menn missi sig svolítið eftir svo hörmulega niðurstöðu og í gær. En venjulega ná menn áttum þegar stundir líða og geta þá talað um málin í rólegheitum og án persónuníðs (þ.e. við dauðlegir menn). Guðirnir halda sig við hitt.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 13. Ég á eiginlega erfitt með að átta mig á því hvað nákvæmlega er að gerast hjá liðinu. Það liggur auðvitað beinast við að benda á fráfall Lucasar í Desember sem reyndist dýrkeypt. En hversvegna kemur það þá bara niður á deildarforminu? Liðið hefur unnið fullt af góðum sigrum í bikarleikjum en gjörsamlega feilað gegn öllum sæmilega góðum liðum í deildinni. Þetta hlýtur eiginlega að vera eitthvað móralskt dæmi og alveg þess virði að spyrja hvað sé í gangi. Þessar lokamínútur í gær voru bara panic og ekkert annað.

  Hinsvegar getur mórallinn ekki verið það slakur fyrst menn ná að mótivera sig svona í bikarleikjunum. Kannski er þetta bara vonleysi yfir því að hafa raunverulega ekkert að keppa um í deildinni þar sem Evrópusætið er jú komið. 3 sigrar í síðustu 13 deildarleikjum en 5 sigrar gegn PL klúbbum í útsláttarkeppnum á sama tímabili segja sitt.

 14. það væri nú allt í lagi ef að hann King Kenny færi nú að nota Alexandre Doni eitthvað… væri til að sjá hann nota Doni í nokkra leiki og sjá hvað hann getur 🙂 allavegana miðað við frammistöðu Pepe undan-farna leiki þá finnst mér allt í lagi að gefa Doni smá tækifæri 🙂

  Y.N.W.A

 15. Ein smá tölfræði í viðbót sem sýnir uppgjöfina í deildinni: Liverpool hefur tapað síðustu 6 deildarleikjum sem þeir hafa fengið á sig mark í. Þeir hafa spilað 5 bikarleiki á sama tímabili, fengið á sig mark í þeim öllum en samt unnið alla (ef þú telur einvígið gegn City sem sigur). Frekar sláandi myndi ég segja.

 16. Við erum að tala um 10-15 stiga hita og glampandi sól á laugardaginn 🙂
  Bjartir tímar framundan.

 17. Ég er sko alveg til í feita Pollýönnu á þetta….. 🙂 Magnað mark hjá nýja miðverðinum okkar… 🙂

  YNWA Allir sem einn!

 18. Er einhver hérna á leiðinni með Vita ferðum til Liverpool á leikina á móti Aston Villa og Blackburn ?

  Ég er að fara og langaði bara að sjá hvort það væru fleiru hérna á leiðinni.

 19. Ljósi punkturinn í þessu öllu er að úrslit helgarinnar verða á jákvæðari nótunum. Liverpool vinnur Wigan 7-0 (Suarez 3, Gerrard, Skrtel, Kuyt, Carrol) og er tvennt sem styður þetta, hvað mig allavega varðar:

  – Niðurlægingin á Loftus road var alger, stuðningsmennirnir æfir og leikmenn rífa sig þess vegna upp á rasshárunum og sýna klærnar svo um munar. Einstefna frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu.

  – Frúin tímasetti afmæli dóttur okkar klukkan fjögur á laugardaginn og því ljóst að ég sé leikinn ekki nema með öðru auganu á meðan ég sinni gömlum frænkum og hleyp á milli til að fylla á kaffið.

  Þetta getur ekki klikkað.

  ps. Hjalti Björn (15) – mér finnst ekki tímabært að tala um “fráfall Lucasar”, eftir því sem ég best veit lifði hann þetta af.

 20. Flottur pistill í athugasemdakerfinu Kristján.

  Hins vegar er ég algerlega ósammála því að Downing og Carroll séu í einhverjum spurningahóp. Downing hefur að mínu mati leikið feykivel að undanförnu og bestu kaflarnir í QPR leiknum snerust um einnar snertinga samleik hans, Gerrard og Suarez. Hann var gríðarlega sterkur á móti Stoke og maður leiksins í Carling úrslitaleiknum. Það er ekki nokkur ástæða til að selja þann strák heldur því að eins og staðan er í dag er hann eini vængmaðurinn okkar. Maxi og Kuyt eru hvorugir vængmenn og báðir á útleið. Bellamy er kantstriker en skrokkurinn hans mun aldrei lifa heilt tímabil. Sterling er vissulega efni sem ég vill sjá en það væri að mínu mati mjög rangt að selja Downing og fækka þar með kostunum. Sérstaklega þar sem við erum að sjá hann stíga upp núna þegar alvöru sóknarmenn eru með honum.

  Andy Carroll verður aldrei seldur á meðan að Dalglish og Comolli ráða. Þeir tóku ákvörðun um að kaupa hráan talent til að vinna með ungu mönnunum í liðinu okkar og það er enginn senter að koma upp úr unglingaliðinu sem líkist þeim hæfileikum sem búa í Carroll. Adam Morgan er vissulega efni, en hann hefur lent á ákveðnum vegg í vetur og þarf meiri tíma. Svo eru að mínu viti sömu rök með Carroll og Downing. Við vitum það að Dalglish vill spila 4-4-2 í mörgum leikjum og þá eigum við ekki marga kosti. Bellamy er ég búinn að tala um að ofan, hann mun geta tekið þátt í ca 50% mínútna og þá eru Suarez og Carroll eftir. Svo að selja Carroll í sumar fyrir minni pening en hann var keyptur á og kaupa tvo sentera? Hef ekki trú á því.

  En Adam er vissulega í vanda og virðist ekki alveg fóta sig núna að undanförnu. Hins vegar er einn þáttur sem mér finnst erfitt að afskrifa í vetur, en það er hrikalegt gengi liðsins eftir að Lucas Leiva meiddist. Fram að þeim tíma hafði Adam náð að skora mörk og leggja upp sex með stoðsendingum. Enginn hefur lent í stærri vegg en Skotinn við það að Lucas fór. Segi aftur að þegar ég fór á Anfield í vetur lék Charlie vel og maður tók eftir því að þegar hann kom upp völlinn stóð Kop-stúkan upp. Reiknaði með einhverju. En hann hefur verið í frjálsu falli karlanginn og spurningin hvað verður. Ég samt skil algerlega að menn hafi keypt hann á smáaura, megum ekki gleyma því að við erum að horfa á mann sem átti frábært tímabil í stöðu sem við áttum erfitt með í fyrra og ef við seljum hann í sumar munu mörg góð lið bjóða í hann og við fáum fyrir hann svipaðan pening og við eyddum.

  En svo má ekki gleyma “Lucasar-syndróminu”. Þessi Brassi sem er án vafa einn þriggja mikilvægustu leikmanna okkar með Gerrard og Suarez var beinlínis hataður af stuðningsmönnum LFC þegar hann byrjaði og allt þangað til í fyrravetur. Enn finnast stuðningsmenn sem telja hann “ekki nógu góðan til að spila fyrir Liverpool”. Það finnst mér ein skrýtnasta skoðun LFC-aðdáenda, en nóg um það. Eitt tímabil er sko ansi oft ekki nóg, hvað þá hálft og hvað þá þegar talað er um að verið er að byggja liðið upp. Það að drulla út unga menn eins og Carroll, Henderson eða Spearing minnir mig á þetta Lucasar syndróm og ég viðurkenni undrun mína á því að við höfum ekkert lært.

  Í dag slefa menn yfir Gareth Bale og jafnvel Aaron Lennon. Hlegið var að Bale fyrstu tvö tímabil hans hjá Spurs og mikil gagnrýni var á að Lennon, meiðslapésinn, væri keyptur.

  Í dag lofsyngja allir Barcelona en spólið til baka þegar verið var að gefa Iniesta, Xavi og félögum sína fyrstu sénsa og þá sjáið þið Barcelona lið milli áranna 2000 og 2004 þar sem á ýmsu gekk, en síðan þá hafa þeir ungu menn heldur betur hrokkið í gang.

  Mér finnst í raun engan þurfa að selja þó við kaupum það sem vantar. Ef hins vegar menn verða ósáttir með sín hlutverk er um að gera að selja þá sem eru þannig innstilltir.

  Og nákvæmlega eins og þú segir Kristján í athugasemdinni þinni þá verðum við að sýna þolinmæði – þó það sé VIÐBJÓÐSLEGA leiðinlegt. Allt annað hjá klúbbnum en frammistaða liðsins í deildinni er á mikilli uppleið og það er alveg sama hvar maður kemur að, allir eru sammála því að það sé vegna þess að Dalglish hefur haft gæfu til að sameina kraftana og gert það eftirsóknarvert að verða LFC maður, það var á hraðri, hraðri, hraðri niðurleið. Þess vegna verður hann aldrei rekinn, en hins vegar er spurning hvort á einhverjum tímapunkti hann verður færður til innan fyrirtækisins. Sá tími er ekki þegar hann er búinn að vinna fyrsta bikarinn í sex ár og gæti unnið annan í vor. Skulum ekki gleyma því að ef að honum tekst það hefur hann jafnað titlaárangur þess góða manns Rafael Benitez hjá félaginu…

 21. Mér finnst stórmerkilegt að skoða upplýsingar hér neðst á síðunni, lista yfir flest ummæli við leikskýrslur síðuhaldara s.l. 3 mánuði:

  Man Utd 2 – LFC 1 = 168 comments
  Sunderland 1 – LFC 0 = 155 comments
  QPR 3 – LFC 2 = 150 comments
  LFC 1 – Sunderland 1 = 141 comments
  Bolton 3 – LFC 1 = 140 comments.

  Þar sem umræðan uppá síðkastið hefur mikið snúist um jákvæðni eða neikvæðni, pollýönnur eða niðurrifsseggi, “ég hef sko verið stuðningsmaður í áratugi”, “ég stend alltaf með okkar mönnum, ekki þú” þá finnst mér þetta segja ansi margt.

  Það að þessir leikir fá fleiri ummæli en t.d. sigur á Man Utd 2-1 í FA Cup, Carling Cup sigur á Wembley, 3-0 sigur á Everton, 2-1 sigur á Stoke sem kemur okkur aftur á Wembley, finnst mér vera staðreynd sem allir hérna, eða flestir allavega, mættu taka til sín, ég þar á meðal.

  YNWA

 22. Flottur pistill Maggi, en varðandi titlafjölda Benitez vs. Daglish ertu þá að bera saman Carling bikarinn og CL bikarinn, þó svo að bikar sé bikar…þá eru ekki hægt að bera þá saman…

 23. Mig langar að ræða 2 leikmenn Raheem Sterling og Jonjo Shelvey. Með Sterling, hvenær telja forráðamenn Liverpool eiginlega að það sé rétti tíminn til að gefa þessum strák tækifæri? Ég verð að segja a’ núna er svo augljóslega rétti tíminn. Liverpool hefur lokið keppni í úrvalsdeildinni. Við eigum ekki séns á CL sæti, og það er búið að tryggja UEFA sætið og við föllum ekki, þannig að það er bara að ENGU að keppa þarna. Ég trúi ekki öðru en Sterling fari að fá einhverjar mínútur í deildinni. Ef ekki, þá verð ég að setja risastórt spurningamerki við Kenny. Það er svo fáránlega ótrúlega heimskulegt að ætla að gefa steingelda háaldraða Dirk Kuyt, sem fer frá Liverpool í sumar eða næsta sumar, fleiri mínútur á kantinum heldur en Sterling. Sterling er framtíðarleikmaður, Kuyt er á útleið. Það er Wigan næst á heimavelli. Ef Sterling verður ekki í hópnum þá er bara eitthvað stórkostlega mikið að hjá Kenny. Ég myndi skilja það vel ef Sterling færi að líta í kringum sig. Hann sér Kuyt og Henderson spila þessa stöðu og hristir hausinn þegar hann sér hvernig þeir standa sig.

  Svo er það Jonjo Shelvey. Þetta er með ævintýralegum ólíkindum. Hvað í andskotanum gengur á þarna? Af hverju í ÓSKÖPUNUM kallaði Kenny á þennan dreng úr láni frá Blackpool? Shelvey var að spila alla leiki þar og standa sig frábærlega. Raðaði inn mörkum og var að öðlast mjög dýrmæta reynslu. Hjá Liverpool fær hann ekki eina mínútu, sem er auðvitað forkastanlegur fáránleiki miðað við hvernig Adam og Henderson eru að standa sig. Af hverju í fjandanum fær hann ekki tækifæri? hversu illa þurfa þessir sleðar Henderson og Adam eiginglega að standa sig til að Shelvey fái séns?

  Eins og ég ef margoft sagt, þá er eitthvað stórkostlega mikið að stefnu Liverpool hvað varðar unga leikmenn og leikmannakaup. Það virðist engu skipta hver stjórnar þarna, þessi mál eru alltaf jafn fáránlega vitlaus og bara til háborinnar skammar.

 24. Get ekki lýst yfir vonbrigðum mínum með suma “stuðningsmenn” Liverpool að hlakka yfir meiðslum Adam og vonast til að hann verði frá út tímabilið, ég leyfi sjálfum mér að spyrja, kallið þið ykkur virkilega stuðningsmenn ? Þetta er svo langt frá því að vera The Liverpool Way að ég á ekki orð, þó svo hann sé ekki í uppáhaldi hjá ykkur þá á aldrei aldrei að hlakka yfir meiðslum á Liverpool mönnum, og heldur ekki leikmönnum annarra liða. Skammist ykkar.

  YNWA

 25. Sterling er víst ekki sáttur og það er alls ekki víst að liverpool geti haldið í hann. Tottenham eru sagðir hafa áhuga og mamma hans vill víst að hann fari þangað.

  Vel gert hjá Liverpool að klúðra einu mesta efni Englands vegna þess að menn þora ekki að gefa honum sénsinn.

 26. Ég er algjörlega sammála Kristjáni og Magga hér að ofan. Ég var gríðarlega pirraður eftir leikinn á miðvikudaginn. Fór í fyrsta skiptið og horfði á leikinn á Gorillunni og skil núna afhverju staðurinn heitir úrilla górillan þar sem að flestir sem fóru þaðan út voru úríllar górillur eða alla vega ég. Ég fór síðan inn á þessa síðu sem maður gerir oft (þó sjaldnar eftir tapleik upp á síðkastið) og það gerðist það sem gerist alltaf þegar ég kíki hingað inn eftir tapleiki. Ég hætti að vera pirraður út í liðið og pirringurinn fór í aðdáendur Liverpool og þá menn sem vilja helst hengja menn eða afhausa eftir tapleiki.

  Ég er algjörlega einn af þeim sem verð brjálaður eftir svona leiki enda lamdi ég í stýrið á bílnum á leiðinni heim og keyrði næstum útaf. En þegar að menn er að krefjast þess að Kenny Daglish verði rekinn eða eru farnir að óska eftir Hodgson þá verð ég nú bara að segja að þessir aðilar eru að tala með óæðriendanum.

  Tvær staðreyndir sem við skulum aðeins skoða í þessu samhengi. fyrir það fyrsta þá er árangur Kenny Daglish fyrir frystu 40 leiki í starfi sá besti síðan hann var síðast hjá félaginu (þetta kom fram í podcastinu í vikunni). Kenny Daglish er búinn að vinna titil á þessu tímabili, þó vissulega sé það ekki stæðsti bikarinn í bolatnum í dag, og liðið er komið í undanúrslilt í elstu og virtustu bikarkeppni í heimi. Þannig að tvisvar á þessu ári fer Liverpool á Webmley. Liðið spilaði síðast úrslitaleik á Wembley (Cardiff) 2006 eða fyrir 6 árum síðan. Liðið á bara góða möguleika á að spila 3 sinnum á Wembley á þessari leiktíð og það hlýtur bara að teljast viðunandi árangur.

  Árangurinn í deildinni er hræðilegur það þarf ekkert að ræða það neitt sérstaklega held að allir séu sammála um það. Markmiðið fyrir þessa leiktíð var 4. sætið og það er nokkuð ljóst að það er ekki að fara að gerast. En ef menn sjá ekki munin á liðinu og spilamensku þess frá því á síðustu leiktíð og leiktíðinni þar á undan þá verð ég bara að álikta sem svo að menn séu ekki að horfa á þessa leiki eða menn muni bara ekki lengra aftur í tíman en 6 mánuði.

  Það sem ég hef áhyggjur af og skil í raun ekki það er hvernig liðið er að nýta föst leikatriði eins og hornspyrnur og ekki síst hvernig liðið er að verjast föstum leikatriðum. Það er í raun fáránlegt þegar liðið er með í kringum 15-20 hornspyrnur í hverjum leik en skorar varla úr horni en síðan má liðið ekki fá á sig 1-3 horspyrnur þá er andstæðingurinn búinn að skora. Þetta er nú eitthvað sem manni finnst að ætti að vera auðvelt að laga en virðist vefjast mjög fyrir mönnum.

  Ég er líka efins um þessa kaupstefnu að kaupa nánast bara breska leikmenn því fyrir mér eru bara ekkert sérlega margir góður breskir leikmenn í dag enda eru bestu kaupinn hjá Daglish að mínu mati Suarez og Enrique. Fyrir mér kosta breskir leikmenn bara allt of mikið miðað við gæði. Andy Carroll t.d. er aldrei meira en svona 10-15 milljón punda maður og í raun jafn vel ódýrari þar sem afreka skráin hans er ekkert mjög beisin.

  Ég hef líka töluverðar áhyggjur af því að Liverpool sé að missa eitt mesta efnið sitt frá sér vegna þess að hann fær ekki að spila neitt með aðalliðinu þrátt fyrir að það sé enginn með hans hæfileiki að spila í þeirri stöðu. Það er í raun óskiljanlegt afhverju Sterling hefur ekkert fengið að spila í vetur og núna er maður að lesa aftur og aftur að hann sé líklega á leið í Tottenham. Það litla sem ég hef séð af vara og unglingaliðinu þá er þetta eini leikmaðurinn sem ég heillaðist eitthvað af.

  En fyrir ég er nú bara þokkalega bjartsýnn á framtíðina og hef fulla trú á að Kenny Daglish eigi eftir að ná meira úr þessu liði. Það skipta um þjálfara á hverju tímabili er ekki að fara koma á því sem vantar helst í Liverpool og heitir stöðugleiki.

 27. Ég sá á Twitter smá tölfræði um Andy Carroll:

  Liverpool hefur spilað 40 leiki í öllum keppnum á tímabilinu. Hlutfall sigra er 50% og stigin 1,78 í leik, að meðaltali.

  Andy Carroll hefur byrjað 22 leiki. Af þeim hefur Liverpool unnið 59% leikja og fengið að meðatali 2 stig í leik.

  Í þeim 18 leikjum sem Carroll byrjar ekki er sigurhlutfallið 39% og stigin 1,5 að meðaltali.

  Hann hefur komið 15 sinnum inn á sem varamaður, sex sinnum þegar 15 mínútur eða minna er eftir og 6 sinnum með 5 mínútur eða minna eftir. Í þeim 12 leikjum hefur liðið aðeins einu sinni breytt stöðu sinni á jákvæðan hátt (gegn Exeter).

 28. Charlie Adam frá út tímabilið samkvæmt Djphal og RAWK. Hann er ekki vanur að ljúga.

 29. Leiðinlegt að heyra ef Adam er frá, en þá er bara tækifæri fyrir einhvern annan að stíga upp og sýna hvað í sér býr.
  Það er eitt að gagnrýna og annað að gjörsamlega að drulla yfir liðið og allt sem fylgir því. Það er eitt sem fylgir því að vera stuðningsmaður þessa besta í heimi það er að “once you start, there is no way of getting out of it”

  Ég er búin að styðja þennan klúbb í meira en 35 ár í gegnum súrt og sætt, og þessi klúbbur er bara svo mikill hluti af lífi mínu að það er ekki sjéns að ég hætti að styðja þá þó svo við séum í smá lægð í deildinni.

  Það tekur smá tíma að sauma saman svöðusárið sem fyrrverandi eigendur skildu eftir sig, en klúbburinn er allavega komin úr gjörgæslu.

  YNWA

 30. Þetta mark er algjör bjúddari. Þó ég vilji meina að við setja fókusinn á FA bikarinn þá er lágmarkskrafa að klára þessar deildarleiki með smá sæmd. Ég er enn að reyna botna í þessum QPR leik…

  Varðandi titil-kapphlaupið, ég hugsa að Mancini og Viera ættu að hugsa sig um að halda sig fjarri ming-games stríði við rauðnef. Þetta kalla gárungarnir víst pwnd reply frá rauðnef. http://www.guardian.co.uk/football/2012/mar/23/sir-alex-ferguson-manchester-city

 31. Það er bara ekkert leiðinlegt að adam sé meiddur út tímabilið, fyrst við ætlum að drulla svona mikið á okkur á móti QPR, Downing út, Adam út, einhverjir ungir inn svo þetta tímabil sé bara ekki alger tímaeyðsla.

 32. Ég held að það sé nú alveg við hæfi eftir að hafa séð mörg komment hérna síðustu vikur að menn hafi nú þjóðsöng Liverpool manna í huga og þá ´sérstaklega fyrsta erindið.

  When you walk through a storm
  Hold your head up high
  And don’t be afraid of the dark
  At the end of the storm
  There’s a golden star (sky)
  And the sweet silver song of a lark

  Walk on…
  Through the rain…
  Walk on…
  Through the rain
  Walk through the wind
  And your dreams be tossed and blown…

  Walk on… (walk on)
  Walk on… (walk on)
  With hope (with hope)
  In your heart…
  And you’ll never walk alone
  You’ll never walk alone.
  Alone…

 33. Sælir félagar.
  Er ekki búinn að lesa alla umræðuna, svo ekki krossfesta mig ef ég segi eitthvað sem komið hefur framm, en mig langar bara að koma einu á frammfæri.
  Ef Kenny ætlar ekki að samanspila liðinu, það er að segja sérstaklega tríóinu Gerrard-Suárez-Carrol, þá á hann ekki að vera að spila 90% liði, eins og hann gerði um helgina. Í leiknum á móti QPR gerði hann einmitt það – hann spilaði gerrard-suárez-kuyt, sem er bara djók. Við höfum nákvæmlega engu að tapa í deildinni, við erum ekki að fara að falla eða ná meistaradeildar sætinu, svo að ef hann vill ekki nota þesse leiki sem eru eftir í að gera klárt fyrir næsta tímabil, þá vill ég bara fara að sjá menn eins og Sterling og Suso í byrjunarliðinu. Annaðhvort spilar maður 100% eða ekki, þessi millivegur sem Kenny ákveður of oft að nota er bara pirrandi frekar en annað. -Ég tek það svo aðeins framm að ég er mjög mikill aðdáandi kóngsins, og styð hann algjörlega sem stjóra liðsins, en stundum botna ég bara ekkert í honum.
  YNWA

 34. Já, leikurinn var nú ekki um helgina, en er að tala um QPR leikinn allavega.

 35. Ég veit að það er ljótt að segja, en ég persónulega held að við séum bara betur staddir með Adam á meiðslalistanum eins og er, því miður :/

 36. Síðuhaldarar ákváðu á sínum tíma að taka fítusinn þumall-niður út. Ég legg hér með til að það verði aftur sett á laggirnar. Þessi síða er mín uppáhalds og síðuhaldarar eru að gera frábæra hluti. En mér fannst betra þegar hægt var að hafa áhrif á umræðuna með þessum hætti. Sum commentin eru einfaldlega ekki boðleg og ég veit að þeir sem halda síðunni uppi reyna að taka mestu vitleysuna út en það myndi held ég gefi betri og skemmtilegri mynd af umræðunni ef að það væri bæði hægt að hrósa og gagnrýna þau comment sem sett eru hér inn með þessum hætti. Þumall upp fyrir frábæra síðu!

QPR – Liverpool 3-2

Wigan á morgun