Byrjunarliðið komið

Hér kemur liðið sem hefur leik á Loftus Road í vesturhluta Lundúna í kvöld:

Reina

Kelly – Carragher – Skrtel – Enrique

Spearing – Adam
Kuyt – Gerrard – Downing

Suárez

Bekkur Doni, Carroll, Henderson, Coates, Shelvey, Flanagan, Aurelio

Ég allavega tippa á 4-2-3-1 en kannski erum við með 4-4-2 með Gerrard úti á kanti? Held samt ekki. Babú kemur á eftir með skýrslu.

Koma SVO!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

115 Comments

 1. Liðið kemur mér nú svolítið á óvart, líst ekki mjög vel á Adam þarna en vona að hann afsanni það. Hefði líkað vilja sjá Carrol koma inn í liðið hann þarf að fá að spila.

 2. Mér fannst Carroll vera frekar “lazy” í síðasta leik en ég hefð nú samt viljað sjá hann þarna. Svo hefði Henderson mátt fá miðjuna í stað Adam, en vona að þessi bekkjarseta hafi gert Adam gott og hann sé brjálaður að sína sig og sanna.

  Spái þessu 0-1, Gerrard með markið.

 3. Í alvöru talað strákar, Adam er ekki alveg svona slæmur.

  (innskot Babu, ég fjarlægði frekar barnalega umræðu sem var á undan þessu, höldum þessu á semi fullorðins nótum).

 4. Þrátt fyrir að vera þekktur “aðdáandi” Adam, skulum við sjá hvað bekkjarsetan hefur gert fyrir hann síðustu leiki. Hann hefur klárlega ekki verið að bæta liðið þegar hann hefur verið inn á en treystum kónginum fyrir þessu.
  Ef hann “drullar” upp á bak eins og venjulega get ég alltaf sagt – told you so.

  Samt er ég ekki að fatta hver er hægri kantur í 4.4.2 kerfinu hans …. any takers?

 5. Ég held að við séum ekki að sjá 4-4-2 þó sumir setji þetta þannig upp.

  Svo skulum við aðeins róa okkur með Adam. Hann eins og fleiri verður að fá að dæmast eftir að hafa fengið að spila töluvert með bestu mönnunum. Sá fyrri leik þessara liða úr Kop-stúkunni og þar voru hann og Suarez að mínu mati bestir. Held að hann hafi verið keyptur til að spila einmitt þessa stöðu í einmitt þessu kerfi með Gerrard og Suarez fyrir framan sig.

 6. Adam er greinilega hinn nýji AntiKristur hjá stuðningmönnum klúbbsins.Það virðist alltaf þurfa að vera einn bóraböggull í liðinu.
  En þess má kannski geta að Adam var nú einmitt í liðinu í frábærum leik á móti Arsenal um daginn.

 7. Hef á tilfinningunni að þessi leikur komi til með að tapast 🙁

 8. Endilega látið vita ef þið finnið góðan link… það er ekkert að virka hérna!

 9. Takk Halli, ekki góður linkur en það eina sem finnst í dag…hvað er eiginlega í gangi??? Merkilegt að maður skuli ekki geta fengið að horfa á ókeypis fótbolta í HD gæðum alla daga….bahhhhh

  Enginn með skárri link?

 10. Adam hreyfir sig eins og hann sé með þungan trailer í eftirdragi…. Djöfuls dragbítur er´ann! Mannandskotinn!

 11. Við erum með hornspyrnu aðra hverja mínútu. Kannski fæst tölfræðilega marktækt svar við tíðni marka úr hornspyrnum í n tilraunum.

 12. Finnst eins og maður hafi séð akkurat þennan leik nokkrum sinnum í vetur… koma svo, breytum aðeins til, setjum hann og völtum svo yfir þá!

 13. Þetta lyktar ekki nógu vel. KK er að gera mistök í því að hafa Carrol á bekknum.

 14. Búnir að vera lélegir þennan fyrri hálfleik, fyrir utan fyrstu 10 mínúturnar, eru leikmennirnir virkilega í það lélegu formi að þeir séu búnir á því eftir 10 mínutur?

 15. Þetta er meiri helvítis hörmungin. Við töpum þessum leik ef liðið fer ekki að sýna alvöru spilamennsku.

  Og hvernig stendur á því að Caroll er settur á bekkinn, þegar hann er loksins farinn að sýna smá takta ?

 16. same old story over and over again… og ekki fáum við að sjá unga efnilega gutta á bekknum heldur

 17. Tuðarar síðunnar virðast allavega vera í góðu formi, heill hálfleikur án þess að slá nokkuð af.

 18. Þetta er bara sama sagan aftur og aftur, út allt fjandans tímabilið 100 hornspyrnur og 200 færi í hverjum leik en okkur tekst samt ekki að skora. Jafntefli er niðurstaðan í þessum leik

 19. Takk fyrir tenglana… þetta kemur í seinni hálfleik. 🙂

 20. Það er kominn tími á að KD sýni smá pung og geri einhverjar skiptingar strax í hálfleik helst. Þetta er augljóslega ekki alveg að gera sig, líkt og við höfum séð svo oft áður. Við höfum ekkert við jafntefli að gera í þessum leik, allt eða ekkert !

 21. Sammála, við tökum þetta í seinni. HOLD YOUR HEAD UP HIGH…

 22. Gaurar hættid thid ad tala um adam og snum okkur ad leiknum eru ekki sammálá ?ég er til í thetta:)

 23. Er það bara ég eða nennir enginn af okkar mönnum að spila þennan leik? Eini leikmaðurinn sem leggur sig virkilega fram er Spearing, aðrir eru bara á röltinu.

 24. andskotans.. Chessky var að skora gegn Chitty… sem þýðir að scumm verða meistarar.. sem er eithvað sem ég bara get ekki hugsað mér ….

 25. spurning um að setja Coates bara í framlínuna, hann kann allavega að klára færin.

 26. Glæsilegt mark hjá coats sebastian ég elska liverpool 1-0fyrir liverpool

 27. Liðið hefur verið að spila vel síðustu tvo leiki og þá er auðvitað ekki bara hægt að halla sér aftur og njóta þess, nei tuðum um einhvern…uhh…Adam…já flott Adam dugar! Djöfull vona ég að hann skori. Þá eru góð ráð dýr.

  Annars er gaman að sjá hvað bekkurinn er ungur fyrir utan Árelíó og Doni

 28. gaman að sjá hvað downing er að koma sterkur inn, hann er búin að standa sig vel síðustu leiki

 29. Ég trúi þessu ekki – ef við töpum þessum leik er það aumingjaskapur

 30. frábært daglish
  taka suarez útaf
  nuna jafnt
  best að fara bara að verjast og geta það ekki einu sinni

 31. er það bara ég eða er Reyna einfaldlega lélegur. Maðurinn ver sorglega fá skot.

 32. afhverju er maður að horfa á liverpool alltaf verður maður fúll og pirraður í lok leiks

 33. Eftir að hafa lagt það á sig að horfa á þetta höktand stream i í 90min og fá þetta svo í andlitið er viðbjóðslegt….

 34. hahahahahaha
  þetta er bara orðið fyndið!
  á ekki til eitt einasta aukatekið orð…

 35. Jæja Þá ætla ég að vona að það sé fullreynt með KD. Þetta er algjör martröð

 36. Kemur á óvart. Svona gerist þegar þú lætur lið bakka til að halda

 37. Það vantar allan karakter í þetta lið…tapa niður 2 marka forystu á móti QPR í tap á 15min og það á móti liði í þriðja næsta sæti fyrir þennan leik. SKANDALL!!!

 38. Sælir drengir.
  Ætla ekki að kenna kerfinu um þetta tap en COMMON akkuru að breyta um kerfi þegar liðið er loksins farið að vinna. Langar að spurja pennana á þessari síðu hvort þeir geti kannað hversu marga leiki LIVERPOOL er búið að vinna þegar hann spilar ekki með 4-4-2 á móti þegar hann þegar hann spilar með 2 framherja. Fucking glatað að tapa þessum leik. MY god þegar liðið virkar vel akkuru að breyta?

 39. Þetta er òtrùlegt….að tapa þessu svona niður er òtrùlegt! Èg gæti skrifað svo andskoti mikið drull hèrna að þetta yrði bannað innan 25 àra, en læt það vera til þess að særa engann!!!!

 40. Þetta getur hreinlega ekki gengið svona lengur,það hlýtur öllum að vera ljóst,þú lætur ekki qpr undir stjórn m.hughes skora 3 mörk á 10-15 mín.!!!

 41. Mikið svakalega áttu þeir þetta skilið – ógeðslega lélegt – alltof margar snertingar á bolta – nú er ég búinn að pakka Pollýönnu niður og hún verður ekki tekin aftur upp á þessu tímabili. Síðan er bara allt í kaos þegar andstæðingarnar fá horn, aukaspyrnu eða innkast nálægt markinu okkar.

  Hins vegar kemur aldrei neitt út úr okkar aukaspyrnum og hornspyrnum. Hvernig er þetta með Gerrard – er hann alveg búin að missa alla spyrnuhæfileika eða eru bara allir í kringum hann svona hrikalega lélegir.

 42. Þarna kristallast það sem allir í kringum liðið hafa sagt; það vantar allan stöðugleika. Allir þeir sem vilja reka Kenny eru hins vegar að skjóta sig í fótinn; liðið er að vaxa og ummælafjöldinn við þennan leik sannar það sem ég hef lengi haldið fram; menn þrífast á því að níða skóinn af félaginu en halda kjafti þegar vel gengur.

  LFC er í miðju uppbyggingarstarfi og svona slys (trúið mér, ég er jafn brjálæður og allir) verða alltaf. Það sem mun leika lykilatriði er að halda kjölfestum liðsins og bæta nokkrum gæðaleikmönnum við.

  En það er náttúrlega skandall að glutra niður tveggja marka forrystu gegn QPR. ALgjör skandall. Og herra Dalglish hlýtur að þurfa lesa rækilega yfir hausamótunum á sínum mönnum og þá sérstaklega bakverðinum (sá þarf reyndar að girða sig í brók ef Fabio Aurellio á ekki að koma og hrifsa stöðuna af honum, meiddur í nára og tognaður á læri).

 43. Leiðinlegt að hugsa til þeirrar staðreyndar að liverpool er orðið miðlungs lið :/ Man þegar að maður var við það að fremja sjálfsmorð þegar að Liverpool tapaði leik en núna er þetta orðið daglegt brauð 🙁

 44. Ha ha ha ha ha þvílíkt og annað eins !! Það er ekki hægt annað en að hlægja að þessu liði okkar. Að skíta svona upp á bak í stöðunni 0-2 og tapa er heint út sagt ótrúlegt…

Kop.is Podcast #17

QPR – Liverpool 3-2