QPR á morgun

Eftir fínan sigur á Stoke í FA bikarnum á sunnudaginn, þá er komið að deildinni aftur.  Nú er röðin komin að nýliðum QPR og það á þeirra eigin heimavelli, Loftus Road.  Við höfum ekki mætt þeim þar í ein 16 ár og síðast þegar það gerðist þá skoruðu þeir Mark Wright og Robbie Fowler mörkin í 1-2 sigri okkar manna.  Það er nú bara þannig að líkurnar á að ná þessum marg umrædda 4 sæti eru orðnar ansi litlar, til að það megi takast þá þarf ansi margt að ganga upp, ekki bara hjá Liverpool, heldur þarf mikið að ganga í mót hjá Chelsea, Arsenal og Tottenham (tveim af þessum liðum).  Ég er því algjörlega á því að höfuð áhersla okkar manna eigi að vera á það að vinna sigur í FA bikarnum í vor, enda er mitt álit það að fótboltinn snýst um að vinna bikara og titla og tæki ég þann bikar fram yfir sæti í Meistaradeildinni.

En það breytir ekki þeirri staðreynd að það eru miklir peningar í húfi, og það eitt að komast í Meistaradeildina skilar engum smá fúlgum í hús.  En þar sem líkurnar eru ekki með okkur, þá er ég á því að menn eigi fyrst og fremst að gera sem best úr þessu vonbrigðatímabili í deildinni, spila afslappað sinn leik og draga í hús sem flest stig til vorsins.  Pressan ætti að vera lítil sem engin, þó svo að auðvitað vitum við það öll að það er alltaf ákveðin pressa þegar þú spilar undir merkjum Liverpool FC, sama um stöðu í deild eða hverjir klæðast rauðu treyjunni.  Þannig er það bara og þannig mun það áfram vera.  Ég vil samt fyrst og fremst sjá að menn hafi gaman að því að spila, nái að láta leikinn flæða ágætlega og nýta þessi færi sem skapast.

Lið QPR er vel mannað, í rauninni betur mannað en flest liðin í kringum þá í deildinni.  Það er alltaf ljótt að hlakka yfir óförum annarra, en mikið gladdi það mig þegar Neil Warnock var rekinn frá þeim í vetur.  Ekki það að ég hafi eitthvað á móti QPR, þvert á móti, ég ber ákveðnar taugar til þeirra og vonast til að þeir haldi sig í deildinni.  Neil Warnock er aftur á móti maður sem er mér ekki að skapi.  En mótherjar okkar á morgun hafa farið aðeins aðra leið en hinir nýliðarnir í deildinni, þ.e. þegar kemur að leikmannahópum.  Þeir unnu B-deildina á Englandi á síðasta ári, en hafa keypt leikmenn eins og enginn sé morgundagurinn síðan þá.  Þetta eru leikmennirnir:

  • DJ Campbell frá Blackpool
  • Armand Traore frá Arsenal
  • Danny Gabbidon frá West Ham
  • Kieron Dyer frá West Ham
  • Jay Bothroyd frá Cardiff
  • Brian Murphy frá Ipswich
  • Bruno Perone frá Tombense
  • Luke Young frá Aston Villa
  • Joey Barton frá Newcastle
  • Shaun Wright-Phillips frá Man.City
  • Anton Ferdinand frá Sunderland
  • Federico Macheda frá Man.Utd (láni)
  • Taye Taiwo frá AC.Milan (láni)
  • Nedum Onuoha frá Man.City
  • Samba Diakite frá Nancy (láni)
  • Djibril Cissé frá Lazio
  • Bobby Zamora frá Fulham

Þetta eru heilir 17 leikmenn (3 á láni) og það er engin smá breyting.  Og það má líka sjá af listanum að þetta eru margir reyndir leikmenn í Úrvalsdeildinni og því morgunljóst að það hefur mikið verið lagt undir hjá þessu félagi og allt sem hægt er gert til að halda liðinu á meðal þeirra bestu.  En þetta hefur engu að síður ekki verið að ganga vel upp hjá þeim, þeir eru sem stendur í fallsæti með 22 stig, sama stigafjölda og liðin í tveimur neðstu sætunum.  Í síðustu 16 leikjum hafa þeir gert 4 jafntefli, unnið einn og tapað 11 leikjum.  Svoleiðis árangur skilar mönnum bara á einn stað, botninn.

Svo horfir maður til hinna nýliðanna í deildinni, sem ekki hafa eytt broti af því sem QPR hafa eytt í leikmenn og enduðu fyrir neðan þá á síðasta tímabili, þau eru sem stendur í áttunda og þrettánda sæti deildarinnar, með 14 og 17 stigum meira.  Alveg magnað í báðar áttir í rauninni, bæði hafa þau tvö staðið sig frábærlega og svo hafa QPR auðvitað staðið sig hörmulega miðað við þann mannskap sem þeir eru með.  En hvað um það, tölfræði mun akkúrat engu máli skipta á morgun, það er ekkert flókið.  Leikurinn verður flautaður á í stöðunni 0-0 og þar með bæði lið jöfn, hvað svo sem deildarstaðan segir.  Það er nefninlega svo magnað að leikir vinnast ekki að sjálfu sér, það þarf víst að spila þá.

Meiðsli eru í herbúðum beggja liða, og til að mynda þá er mesti markaskorari QPR á tímabilinu, Heiðar Helguson, meiddur og verður ekki með á morgun.  Sömu sögu er að segja af DJ Campbell.  En þar sem mótherjar okkar hafa á að skipa einum þrettánhundruð framherjum, þá kemur það væntanlega ekki að sök, enda hefur varnarleikur þeirra verið helsti hausverkurinn.  Þá ber að geta þess að Kieron Dyer er, wait for it…wait for it…MEIDDUR.  En hann og Faurlin eru frá út tímabilið.  Aðrir eiga að vera klárir í slaginn fyrir þá.

En þá að okkar mönnum í Liverpool Football Club.  Vinnusigur að baki gegn Stoke og svo stórgóður sigur á Everton.  Þar á undan kom svo hörmungar leikur gegn Sunderland og slíka frammistöðu vill maður ekki sjá oftar á tímabilinu.  Ég er að vonast til þess að Kenny verði nú bara frekar íhaldssamur fram á vorið og spili talsvert á sama mannskap.  Ég vil fáu breyta í liðinu núna, einfaldlega til að spila menn almennilega saman.  Gerrard, Suárez og Carroll EIGA að byrja alla leiki það sem eftir er tímabils, svo framarlega sem þeir séu heilir heilsu.  Lucas þarf ekki að nefna frekar en fyrri daginn, en talsvert er um minniháttar meiðsli hjá liðinu.  Ég reikna ekki með að sjá Glen Johnson né Agger á morgun.  Gæti verið farið að styttast í þeirra endurkomu, en þessi leikur kemur of snemma fyrir þá.  Jack Robinson er líka fjarri góðu gamni, en stóra spurningin snýr að þeim Kelly, Suárez og Bellamy.

Bellamy er búinn að missa úr nokkra leiki núna, en á víst að vera nálægt endurkomu.  Hinir tveir urðu fyrir meiðslum gegn Stoke og skipt útaf.  Ég á ekki von á því að þeir séu alvarlega meiddir og reikna því með þeim í leiknum.  Ef þeir eru allir þrír fjarverandi, þá verður nú að segjast eins og er að hópurinn er að verða ansi þunnskipaður.  En hvað um það, reiknum með 2 af 3 og að Bellers fái einn leik til viðbótar í hvíld.  Svona ætla ég sem sagt að spá liðinu:

Reina

Kelly – Carragher – Skrtel – Enrique

Kuyt – Spearing – Gerrard – Downing

Suárez – Carroll

Sem sagt að Kuyt komi inn í liðið fyrir Maxi (veit ekki af hverju, bara tilfinning) en ég gæti samt alveg trúað því að Henderson fengi líka að koma inn.  En eins og svo margir aðrir vilja, þá kýs ég helst að sjá Henderson inni á miðjunni og þá helst í stað Spearing.  En sá stutti er búinn að spila vel síðustu 2 leiki og því algjör óþarfi að henda honum út.  En King Kenny, ef þú lest þetta (sem ég veit) viltu þá gera það fyrir mig að breyta aðeins fyrr í leiknum ef liðið er ekki að virka vel?  Plííííss elsku kallinn minn, það er svo vandræðalegt þegar ég er að kalla svona á sjónvarpið.

En auðvitað er maður bara bjartur fyrir morgundaginn, engin ástæða til annars.  Spái okkur 1-3 sigri þar sem Suárez, Carroll og Kelly skora mörkin.  GAME ON.

29 Comments

  1. Sá fyrri leikinn “live” á Anfield í vetur og fannst QPR nokkuð þétt og massað lið, en þeir eru ferlega óstöðugir í leik sínum og maður veit aldrei hvað þeir gera.

    Ég reyndar hef trú á því að Kelly verði hvíldur, miðað við að hann var tæpur í kálfa og læri, en þau meiðsl eru þess eðlis að hvíld er eiginlega það eina sem getur bjargað. Það að Flanagan er búinn að vera á bekknum finnst mér ábending um það að skrokkurinn hjá Kelly sé tæpur nú, eins og oft áður.

    Svo að ég spái því að Flanno verði í bakverðinum. Svo verður gaman að sjá hvað viðtal Kuyt skilar. Ef Kenny er íhaldsamur á þann hátt sem ég held (og þar með líkur Rauðnef gamla) þá mun hann ætla sér að kenna Kuyt lexíu og geymir hann á bekknum.

    Svo ég tippa á að við sjáum Henderson og Flanno á vængnum en vona að ég hafi rangt fyrir mér í báðum kostum.

    Vinnum þetta 1-2 í hörkuleik.

  2. Pælið í kaupstefnu að versla Armand Traore, Anton Ferdinand og Danny Gabbidon í vörnina hjá sér. Það er augljóst hvar veikleiki QPR liggur. Eru með flinka fótboltamenn framar á vellinum en pappakassa í vörn og marki. Þýðir ekkert annað en að keyra fast á þá frá upphafi og beita hápressu.

    Hef tilfinningu að Andy Carroll smyrji hann en líka að við töpum þessum leik.

  3. Fínasta upphitun.

    Þetta viðtal við Kuyt fór nú eitthvað framhjá mér, hvað sagði drengurinn ?

    Annars vonast maður bara eftir sigri eins og alltaf, sennilega ómögulegt að spá í nokkurn skapaðan hlut og því sleppi ég því bara.

    En þó það sé svoldið hæpið þá er ég ekki enn búinn að gefa upp alla von á 4 sætinu í vor. En það þarf allt að ganga upp hjá okkar mönnum. Chelsea spilar á morgun við City og næsti leikur eftir það er Tottenham hjá þeim. Þeir eiga svo líka eftir Arsenal og Newcastle. Við mætum þeim svo í vor. Erfitt program.
    Arsenal á eftir að mæta City, Chelsea og Stoke úti.

    Þannig að þessi stig á milli okkar og Chelsea geta horfið eins og skot, en djöfull er maður svekktur með þetta tap á móti Arsenal um daginn, það gæti átt efir að verða dýrt þegar upp verður staðið.

  4. Að reka Wanrock og ráða Hughes skilar þér engu nema falli. Hughes er búinn að ná í 8 stig af 30 mögulegum sem er ömurlegur árangur. Þannig ég held að því miður mun QPR falla. 5-0 á morgun og ekkert kjaftæði.

  5. Er möguleiki að Kenny sé búinn að afskrifa 4. sætið og gefi einhverjum kjúklingum séns? Persónulega finnst mér það ólíklegt, en það kemur í ljós.

  6. Flott upphitun að vanda.
    Ég er alveg búin að afskrifa þetta 4.sæti og er alveg á því að við eigum núna að gefa einhverjum af þessu kjúklingum sjensinn og sjá hvort að þeir höndli pressuna, þó vil ég að Gerrard,Carroll og Suarez byrji alla leiki ásamt Reina og Spearing, aðrar stöður má alveg hrista aðeins uppí og sjá úr hverju yngri leikmenn okkar eru gerðir.
    En það er alveg morgunljóst að lið sem er með Paddy Kennny í rammanum hjá sér er dæmt til að falla, hver svo sem þjálfarinn er.
    Mín eina ósk fyrir leikinn á morgun fyrir utan sigur er samt sú að Kuyt og Charlie Adam haldi báðir sínu sæti á bekknum og þeir geta deilt um það sín á milli hvor fær að vera bekkjarformaðurinn það sem eftir lifir tímabilsins, enda vil ég hvorugan sjá aftur í byrjunarliðinu!

  7. Flott upphitun og maður lifandi hvað þeir ættu skilið (miðað við mannskap) að vera ofar í deildinni en of miklar breytingar valda slæmu gengi þeirra held ég.

    En að okkar mönnum þá vona ég innilega að fara að sjá Sterling á bekknum og jafnvel Eccelstona og Suso líka…geta ekki verið verri en C.Adam og Kuyt (þ.e.a.s eins og Kuyt er að spila í augnablikinu).

    Held að Flanno fái þennan leik í hægri bak þar sem Kelly og Glen eru tæpir, það væri allavega rökrétt myndi ég halda.
    Spearing heldur sínu sæti en Maxi fer út fyrir Henderson en fær samt sem áður bekkin. Mikið djöfull hlakkar mig til að horfa á þennan leik….held að þetta verði einstefna.

    Spái þessum leik 4-0 þar sem Carroll setur tvö, Skrtel eitt og Downing það seinasta og fer að stimpla sig almennilega inní þetta lið okkar!

    YNWA – King Kenny we trust!

  8. Býsna athyglisverð umræða um Liverpool hérna í þessu podcasti hjá Times ( the game þáttur 33 ) Þarna er rætt um Liverpool-stoke, Suarez málið, árangur Daglish það sem af er og eitthvað fleira. Þetta kemur aðeins á óvart því maður hefur stundum upplifað býsna furðulega umræðu um Liverpool á þessu podcasti.

    http://podcast.timesonline.co.uk/rss/thegamepodcast.rss

  9. Góð upphitun og sammála Ssteina með að ég kýs alltaf bikar umfram 4.sætið, jafnvel þó það sé “bara” deildarbikarinn sem kominn er í hús eða FA Cup sem stefnt er að. Engar medalíur fyrir 4.sætið þó að auðvitað vilji maður spila í CL og fá böns of monní. A cup is a piece of history!

    Einnig sammála samantektinni á QPR. Undarlega samsett lið og í raun tekinn sá póll í hæðina að dömpa megninu af liðinu sem kom þeim upp úr Championship og kaupa sér nýtt í staðinn. Alveg gæðaleikmenn keyptir þar á meðal en það er ekki auðvelt að hnoða saman liðsheild eins og við púlarar þekkjum með þá endurnýjun sem við stóðum fyrir í sumar og þar síðasta janúar. Fóru langt á adrenalínu og indíánasumrinu hjá Heiðari Helgu í byrjun tímabils en nú er alvaran í fullum gangi hjá þeim. Kaupa 50 strækera en eru með Paddy Kenny í markinu? Svoleiðis lið á skilið að falla! Ættum að vinna þá þar sem við erum með betra lið og ágætlega stemmdir. Væntanlega opinn leikur þar sem þeir þurfa að spila til sigurs og opna sig, en QPR hafa hættulega einstaklinga og er ekki öruggt að Cisse mun skora? Endar 1-3 fyrir LFC og Carroll (2) og Suarez með mörkin.

    Ekki alveg sammála með að þríeykið SteG, Suarez og Carroll eigi að byrja ALLA leiki sem eftir lifa tímabils af þeirri einföldu ástæðu að ég vil ekki sjá SteG meiðast í fjórða sinn í vetur og missa af mikilvægum bikarleikjum. Einnig væri í lagi að gefa Suarez vel valdar pásur til að hann sé ferskari. Henderson og Bellamy (when fit) gætu leyst þeirra stöður í hvíldinni og SteG & Suarez komið þá af bekknum ef á þarf að halda. En Kenny og læknateymið meta þetta að sjálfsögðu.

    Svo vill maður sjá nokkra kjúklinga fá sénsa og kannski fær Flanagan breik annað kvöld. Einnig á Shelvey skilið að fá séns þó ekki væri nema innkomu af bekknum. En miðað við að varaliðið var að spila í dag gegn Arsenal og Suso, Sterling og Coady spiluðu allir með þá verður varla nokkur þeirra í hópnum, en kannski gegn Wigan um helgina.

  10. Ljómandi upphitun 🙂

    En eins og áður þá er ég ekki beint bjartsýnasti stuðningsmaður Liverpool. Veit ekki hvort ég eigi að þreyta ykkur með því, en what the hey – I’ll do it anyway!

    Held að menn séu að lesa of mikið í það að Flanagan hafi verið á bekknum eitthvað undanfarið, það er ekki merki þess að hann sé að nálgast aðalliðið. Ef Kelly er meiddur líkt og Johnson, þá myndi ég frekar telja líkur á því að Coates komi inn í miðvörðinn og Carra fari í bakvörðinn. Eða, það sem líklegast er, er að Kenny stilli upp 3 manna vörn – Skrtel, Carra, Coates.

    Ég vil svo gera smá athugasemdir við þá skoðun SSteina að okkar 7, 8 og 9 eigi að byrja alla leiki það sem eftir er tímabilsins. Ég er kannski bara svona gamaldags eða eitthvað, en mér finnst sjálfsagt að menn vinni sér inn sæti í liðinu á grundvelli þess sem þeir sýna – bæði á æfingum og ekki síður í leikjum. Þetta á ekki að fara eftir verðmiðanum eða neinu slíku.

    Suarez og Gerrard eiga auðvitað að vera í liðinu, enda einu menn liðsins sem eru líklegir til að búa til einhverja hættu, já og einu leikmennirnir sem halda uppi sóknarleik liðsins – sem er ekki beysinn fyrir.

    QPR er lið sem me´r er almennt illa við, af einhverjum ástæðum. Treysti því að Gerrard klári þetta sem fyrr fyrir Liverpool. Því Liverpool á alltaf að vinna QPR. Alla daga ársins.

    Homer

  11. carrol er búin að skora 3 mörk í deildinni á ekki skilið að vera í byrjunarliðinu.

  12. SB :

    Hvernig næ ég að hlusta á þetta podcast hjá Times? Ég fæ bara eitthað html-mál þegar ég klikka á linkinn þinn.

  13. Ég er skíthræddur við þennan leik, QPR verður! að vinna ef þeir ætla að eiga séns. Eiga eftir grimma leiki á eftir okkur og við erum eitt mesta jójó-liðið í deildinni. Það er oft þannig að liðið sem ætlar sér meira að vinna, nær að vinna.

    En vonum ekki, …

    Hinsvegar að öðru, ég var með smá pælingar út af leikmannakaupum Dalglish og þeirri gagnrýni að Livepool sé búið að eyða gríðarlegum peningum í hópinn síðan hann tók við. Ég fór að telja þetta saman og er meira en undrandi á niðurstöðunni.

    Ég fór á hina yndislegu síðu LFChistory.net og tók þaðan þá leikmenn sem að karlinn hefur keypt og alla þá menn sem að hann hefur selt. Niðurstaðan sem ég fékk er +36.7 þeas höfum eytt 36,7milljón punda síðan FSG hefur tekið við og ef við lítum á önnur lið til samanburðar(tekið af http://www.transfermarkt.co.uk):

    Liverpool manutd Chelsea Stoke
    10-11/ 3.498 -9.834 -96.8 -12.606
    11-12/ -38.596 -36.792 -62.708. -20.081
    Samtals
    -35.098 -46.626 -96.8 -32.687

    Við sjáum að þessi “much-hyped” grimma eyðsla okkar er í raun ekki svo mikil. Erum svona á pari við stoke 🙂

    Auðvitað eru önnur dæmi t.d. tottenham og man city en ég læt þessi lið duga.

    En svo er það stóra málið að við höfum sparað okkur heilan helling í launum til leikmanna og losnað undan nokkrum bull samningum við hálfgerða aula.

    Svo í annan stað, þá fór ég að spá í hvað flestir þessir leikmenn sem við höfum keypt eiga sameiginlegt…fyrir utan að vera breskir B-klassa menn (með potential í meira) þá datt ég niður á punkt….Getur verið að innkaupa stefna FSG sé að kaupa leikmenn sem eru í B klassa launaflokki?? Við erum ekki að borga þessum mönnum grimm premier laun, í raun bara alls ekki miðað við önnur stórlið.

    Því spyr ég, eru FSG að komast upp með frekar litla peningaeyðslu á meðan Dalglish fær gríðarlega gagnrýni fyrir leikmannakaup sín. Var það ekki nauðsynlegt fyrir FSG að sýnast vera miklir karlar þegar að Torres fór til Chelsea og henda stórum upphæðum í Carrol en að sama skapi ekki tilbúnir að kaupa leikmann á samaverði en með mun hærri laun??

    Hérna er svo listinn af þeim leikmönnum sem ég notaði, ef ég hef gert e-h klaufa villu þá værir það frábært að ég yrði leiðréttur:

    Inn:
    henderson 16, adam 8,5, Downing 18,5, Enrique 6, Coates 5, Suarez 22,8, Carroll 35

    Út:
    konsky 1,5, mavinga 1, ayala 0,8, Meireles 12, Ngog 4, Babel 5,8, Torres 50

    Bottom line hjá mér:
    Við þurfum að fara kaupa fleiri A-klassa leikmenn til þess að keppa við topp liðin. punktur.

  14. Sælir félagar

    Takk fyrir góða upphitun SSteinn. Ég hefi áhyggjur af þessum leik. QPR er komið með bakið upp að vegg og munu því leika af öllu því afli sem þeir hafa. Það þýðir harka og djöfulskapur á vellinum og hátt tempo meðan þeir hafa þrek í það. Eftir það verða harðar, illa tímasettar og hættulegar tæklingar þegar þreytan fer að segja til sín. Þetta er fyrirkvíðanlegt því staðan hjá okkur er sú að við megum ekki við meiðslum. Í raun annað en maður hélt í byrjun leiktíðar þegar manni fannst hópurinn nokkuð breiður og sterkur.

    Þessi leikur þarf að vinnast ef einhver möguleiki á að vera á meistaradeildarsæti (ansi hæpið í besta falli) eins og allir leikir sem eftir eru. Ef velja á um meistaradeildarsæti/FA bikar þá vel ég meistaradeildina ekki síst vegna möguleika í leikmannakaupum. En ég virði hitt sjónarmiðið og mun ekki taka þátt í hörðum deilum um þetta.

    En sem sagt, ég vonast eftir sigri án meiðsla eða annarra áfalla. Ég hefi áður séð í svona upphitun sigurvonir upp á þriggja til fjögurra marka mun. Ég hefi sjálfur áætlað slikt og ekki gengið eftir. Víst væri gaman að stórsigri en sigur er mér nóg.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  15. Sæl öll.

    Eins og alltaf þá trúi ég því að þeir vinni alveg þar til annað kemur í ljós. Hins vegar hefur það hist þannig á undanfarið að ég hef verið að vinna þegar mínir menn hafa spilað og viti menn þeir hafa unnið góða sigra. Ég verð að vinna annað kvöld og treysti því að þeir geri hið sama.
    Ef það er það sem þarf þá skal ég vinna dag og nótt bara til að okkar lið vinni.

    Held nú samt að mikilvægast fyrir okkur sé að allir komi heilir úr þessum leik því ef 4 sætið er farið þá langar mig rosa mikið í annan bikar og það stærri en hinn.

    YNWA

  16. Bjössi #16
    Til að koma þessu á blað enn einu sinni. Þegar Torres var seldur varð Liverpool að koma með einhver stórkaup í staðinn, las einhver staðar að annars hefði Reina o.fl. hótað að yfirgefa félagið ef við veiktum liðið í stað þess að styrkja það.

    Samt grátlegt að kaupa Carroll á 35m punda þegar sjálfur Mario Gomez var ekki langt frá því koma til Liverpool á helminginn af því verði um mánuði áður.
    Það er alveg rétt að eyðsla eigenda Liverpool í leikmannakaup er ekkert rosaleg. Það eiga alveg að vera til peningar í 2-3 alvöru kaup sem stórbæta liðið.

    Orðið frekar þreytt þetta jarm hér um að Liverpool verði að slefa inní CL til að eiga séns á alvöru gæðaleikmönnum, þetta er voða kapítalískur og asnalegur hugsunarháttur. Ótal dæmi um prinsipp leikmenn sem hafa fórnað ýmsu vegna stolts og persónulegra skoðana. Ronaldinho og Alan Shearer höfnuðu t.d. Man Utd margoft af mismunandi ástæðum.
    Svo geta þjálfarar líka lokkað góða leikmenn með sjarma og kúlheitum einum saman. Það gerði t.d. Rafa Benitez þegar hann fékk Javier Mascherano til Liverpool með því að fljúga út til að hitta hann og sýna með tannstönglum og saltstauk hvar sá argentínski fittaði inní leikkerfi Liverpool. Masch fannst þetta svo klikkað að hann sagði bara strax já á staðnum!
    Ef menn hafa alvöru eistu og sjálfstraust þá er sko ýmislegt hægt. Peningar og 1 tímabil í CL er ekki upphaf og endir alls í heiminum.

    Getum alveg gleymt þessu 4.sæti. Arsenal á frekar auðvelt prógram eftir og við myndum þurfa vinna rest sem er ekki að fara gerast. Meiri líkur á að ná Tottenham en þeim. Við klúðruðum þessu með að ná ekki stóru forskoti þegar Arsenal og Chelsea voru algerlega í ruglinu. Vil samt sjá okkur sækja á morgun á útvelli og sýna smá staðfestu í lok tímabilsins. Vonandi áframhald á þessu frábæra samspili sem er að myndast á milli Suarez og Gerrard (er líka með þá báða í Fantasy!) Væri algerlega til í 0-3 útisigur. Skrtel með mark úr föstu leikatriði og Gerrard með 2.

  17. West Ham eru nátturulega að brillera eftir að hafa losnað við Danny Gabbidon og Kieron Dyer!

    Annars þá er Spearing vissulega búinn að vera ágætur í síðustu leikjum en ég held að það sé meira og minna þannig að Henderson er búinn að vera lélegur undanfarið og því á hann ekki séns á að hirða stöðu af Spearing í liðinu.

    Ef að allir myndu nú berjast eins og Spearing í liðinu þá værum við ekki í 7unda sæti.

  18. Hef ágætis trú á að Liverpool vinni þennan leik. Hins vegar kæmi mér ekki á óvart að gamla góða vanmatið láti strax á sér kræla eftir tvo sigurleiki. Þetta hefur gengið þannig í 22 ár. Eftir gott gengi, halda menn ávallt að sigrar gegn botnliðunum komi að sjálfkröfu. Verð mjög hissa ef við tökum 6 stig í samtals í leikjunum gegn QPR og Wigan.

  19. Tippa á vanmat dauðans og svipaða frammistöðu og á móti Sunderland. QPR tekur þetta 1-0 með ljótu grísamarki og úr eina færinu þeirra í leiknum

  20. Klárum þennan leik með þeim sóma sem við höfum svo oft þráð.
    0-2 Carroll og Suarez með mörkin í sitthvorum hálfleiknum.

  21. Er einhver með góðan sopcast link? Finn ekki neitt sjálfur

  22. Fyrsta skifti sem ég hef óskað þess að Liverpool leikmaður væri að fara útaf vegna meiðsla var þarna þegar Adam lagðist í grasið. Maðurinn hefur engann hraða og hleypur um eins og hauslaus hæna. En jafnteflið liggur í loftinu eða tap það virðist enginn nenna að vinna þetta fyrir Liverpool og það er ekki gott af því að QPR eru þarna til að taka og það stórt.

Liverpool 2 Stoke City 1

Kop.is Podcast #17