Kop.is Podcast #17

Hér er þáttur númer sautján af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 17.þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum sem fyrr og með mér að þessu sinni voru Einar Örn, Maggi, SSteinn og Babú.

Í þessum þætti ræddum við m.a. tapið gegn Sunderland, sigrana á Everton og Stoke og framtíð leikmannahópsins.

22 Comments

 1. Gaman af þessu strákar, bara 1, grínið með tim cahill þreytt.
  Liverpool vinnur um helgina 1-2

 2. Fínn þáttur hjá ykkur strákar. Ég horfði á leikinn út í Ameríku í beinni, og þar sögðu þeir sem lýstu leiknum að stoke væri búið að eitt mark upp úr löngu innkasti á þessu tímabili. Sel það ekki dýrara en ég keypti.

  Varðandi Suarez, þá verður hann áfram hjá LFC um ókomin ár. Annars gott bara að vera búnir að spila við stoke þetta tímabilið, og vonandi kemur þessi “óvinur” ekki aftur til að dæma leik hjá Liverpool.

  YNWA

 3. Flott podcast að venju. Það fer þó dálítið í taugarnar á mér hvernig þið talið flestir um C. Adam. Hvað hann er með góðar hornspyrnur og skorar fulltaf mörkum og fleira.
  Í vetur hefur mér fundist hann vera í svipuðum gæðaklassa og mér finnst Jay Spearing, ekkert að því að hafa þessa menn í liðinu, en aldrei byrjunarliðsmenn. T.d. finnst mér þeir kannski rétt fyrir ofan D. Gibson, fyrrverandi leikmann ManUtd og núverandi leikmann Everton í gæðum.

  Ég hef þó mun meiri væntingar til Henderson, og held að um leið og hann fái nokkra leiki í röð inná miðjunni þá muni hann ná að verða heimsklassaleikmaður.

  En vonandi er þetta bara svartsýnin í mér og þið hafið rétt fyrir ykkur og C. Adam verður þvílíkt góður fyrir Liverpool um ókomin ár. Þá væri ég ekkert nema sáttur.

  En djöfull vona ég að við tökum þennan leik á morgun stórt, veit að menn gætu verið þreyttir eftir bikarleik á móti Stoke, en það væri bara svo ljúft að taka einn stóran sigur sem undirstrikar rosalegt streak sem við tökum fram á vor þar sem mörkum frá Carroll og Suarez rignir inn ! 5-1 og Downing skorar aftur !

 4. Nr. 4 Jói

  Afsakið en mér finnst þú nú bara vera tala meira niður til Charlie Adam en við ef eitthvað er. Ef hann er ekki betri en rétt aðeins skárri en Darron Gibson og “aldrei” byrjunarliðsmaður þá er ekki hægt að flokka hann öðruvísi en sem hrein og klár vonbrigði. Dalglish hefur a.m.k. ekki verið sammála þessum dómi í vetur.

  Eða ertu að segja að við tölum of vel um Charlie Adam? Skil þetta ekki alveg en ef þú ert að meina þetta þannig, að við séum að tala of vel um Adam að þínu mati þá finnst mér það fyndnara en að einhver verði sár yfir því þegar leikstíll Stoke er rakkaður niður.

 5. Góður þáttur strákar mínir, var sammála flest öllu sem þið töluðu um og þá sérstaklega um þessa fjölmiðla sem þola ekki Liverpool. Besta dæmið var þegar Liverpool hatarinn Andy Gray var rekinn hjá sky, og hver var látinn taka við, jú auðvitað gary neville, ótrúlegt helvíti. En varðandi kaup og sölur þá væri í lagi að selja Aquilani,Cole,Kuyt,Maxi . Ég er samt nokkuð sáttur við hópinn en hefði viljað bæta við svona 3-4 skrautfjöðrum við hann, þá leikmenn með meiri hraða og meiri knatttækni sem myndi henta okkur í pass and move boltanum. Mér líst vel á þessi nöfn sem þið nefnduð í þættinum en ég hefði samt viljað fá einn miðvörð í viðbót. Ég held að þetta sé nefnilega síðasta tímabilið hans Carra. En varðandi leikinn í kvöld, ef við töpum eða gerum jafntefli þá vona ég að Coates verði látinn klára tímabilið í byrjunarliðinu svo að hann komist inn í enska boltann. Og að lokum þá hét ég því í síðasta leik að ég myndi éta sjónvarpið ef við myndum fá á okkur mark eftir að það kæmi há sending inn í teiginn, en þar sem við unnum leikinn þá át ég bara fjarstýringuna þegar að Crouch skoraði. HANN DALGLISH MINN VERÐUR AÐ LAGA ÞETTA VANDAMÁL, ANNARS ÉT ÉG HELVÍTIS SJÓNVARPIÐ NÆST. Þetta er að gera mig GEÐVEIKAN. Áfram Liverpool.

 6. Takk fyrir gott podcast strákar.

  Ég fletti hinum batnandi blaðasneppli DV í morgun og las áhugaverða grein um enska boltann. Þar var m.a. yfirlit yfir 10 efstu (bestu) leikmenn per leik það sem af er tímabilinu í eftirfarandi flokkum: Skoruð mörk, Stoðsendingar, Heppnaðar sendingar og Tæklingar.

  Það kemur ekki á óvart að Liverpool ENGAN fulltrúa á þessum 40 manna lista.

  Mín eina krafa fyrir næsta tímabil eru leikmenn með hraða, tækni og frumkvæði…sama hvað þeir heita. Svo treysti ég Lucasi okkar til að toppa listann yfir tæklingar og heppnaðar sendingar á næsta tímabili.

  Þá erum við góðir!

 7. Ok ég prófaði að downloada þessu podcasti. Verð að segja það að ég nennti ekki að hlusta á ykkur tala um liverpool o.f. í 1 klst og 17 min. Í alvöru hvernig nenniði að gera þetta. Það er ábyggilega bara 3% af þeim sem fer inná þessa síðu sem hlustar á þetta.

 8. Það er yndislegt að sjá komment sem fjalla um að viðkomandi hafi ekki nennt að hlusta á / Lesa efni pistilsins. Skila miklu til umræðunnar.

  Þetta er flott framtak, skemmtilegt að heyra smá íslenska fótboltaumræðu hér í Frakklandi.

 9. Persónulega myndi mér alltaf líða betur með Spearing í byrjunarliðinu heldur en Adam. Hann er náttúrulega aldrei nærri því jafn góður og Lucas en nær að skila sínu hlutverki oftast mjög vel og það er annað en má segja um Adam á þessari leiktíð.

 10. Kop.is er besta síða á Íslandi og að hafa podcast reglulega gerir hana enn betri.
  Takk fyrir mig.

 11. 75 mínutur af tali um Liverpool er bara engan veginn nóg fyrir mig! 🙂 Flottur þáttur.

  Eitt í þessu varðandi framtíðar kaup/ sölur. Yfirlýsingar á borð við þá nýjustu um ánægju Suarez hjá Liverpool getur verið tvíræðin. Það eru oft ,,subtle” hlutir þar að verki, t.d yfirlýsing Pastore (metinn á 50 kúlur) í fyrrasumar þar sem hann sagðist ætla vera áfram hjá Palermo, sem þýddi ekkert annað en ,,bjóðið í mig, drengir” þegar uppi var staðið og hann fór til PSG. Ég er ekki að segja að Suarez sé að reyna að selja sig – ég er bara að segja að þetta er ekkert borðliggjandi að hann verði áfram.

  Ég er mjög sammála um að það vanti kant, striker og center, þá djúpan en ekki sóknarsinnaðan. Lavezzi kemur hins vegar aldrei, á því er enginn vafi. Ef þeir selja Cavani þá er ekki fræðilegur á því að þeir selji Lavezzi líka. Hann var keyptur þegar Napoli voru í mikilli lægð og þessi maður hefur gefið þessu liði einn mesta byr undir vængina síðan Maradonna var og hét. Hann er á réttum stað hjá Napoli og hann fer pottþétt ekki.

  Það væri mjög gaman að sjá einhvern Bilbao leikmann koma, enda eru þetta seigustu og sterkustu knattspyrnumenn sem ég hef séð, rosalegar hreðjar á þessum mönnum. Það er mikill kostur að hafa hávaxinn dmf eins og Martinez og auk þess er Munain búinn að taka sætið af Torres hjá Spáni, það verður gaman að fylgjast með þessum drengjum á EM.

 12. Já þetta er í fyrsta sinn sem ég næ að kommenta á podcast, hefur ekki tekist að hlusta “svona hratt” á þetta áður. Hef þó hlustað á þau öll og hef gaman að. Er að sjálfsögðu ekki sammála öllum skoðunum.

  Eitt sem Maggi sagði sló mig svolítið, og reyndar líka það sem Kristján sagði um Kevin Friend. Pælingin um að dómaramál í ensku úrvalsdeildinni séu í það miklum ólestri að það sé strangara tekið á mönnum hérna í áhugamannaboltanum á Íslandi en í Englandi? Er þetta rétt? Og svo þetta með þegar Stoke hópuðust utan um sama mann og hafði sett það í skýrsluna hjá Liverpool nokkrum vikum fyrr. Auðvitað er þetta fyrir neðan allar hellur og ef vinnubrögð FA og enskra dómara eru ekki faglegri en þetta þá verður auðvitað ekki von á góðu með þessa deild og enskan fótbolta almennt.

  Ég get líka ímyndað mér að ef þessi mál fara ekki að komast í faglegra stand þá nenni menn eins og Suarez ekkert að standa í því að spila þarna. Hver nennir að láta negla stöðugt í sig án þess að fá nokkurn skapaðan hlut fyrir það leik eftir leik og ár eftir ár? Kannski að það verði kornið sem fyllir mælinn ef/þegar Suarez ákveður að yfirgefa okkur.

 13. Gaman að sjá að margir hlusta sig í gegnum podcastið okkar, og fínt að benda athugasemd númer 9 á að hann þarf þess þá ekki aftur. Ég reyndar hef nú á tilfinningunni að ef að 3% reglulegra lesenda kop.is hlustuðu á þetta hjá okkur værum við nú sennilega búin að ná hærri höfðatölu en flest önnur á skerinu okkar. Kannski bara meira en sumar síður eru lesnar.

  En aðeins að leikmönnunum sem okkur langar í. Mér finnst Munain vera kostur okkar númer eitt og hann fellur enda að ÖLLUM þeim þáttum sem FSG hafa horft til, þ.e. aldurs og framtíðarvirðis. Hann er vanur ólíkri fótboltagerð, Bilbao hefur verið kick and run lið þangað til Bielsa tók við og fór að hápressa. Hann er svo í spænska landsliðinu sem er í stutta spilinu. Fullkominn skóli og mig langar í hann. MIKIÐ – því miður held ég að gott gengi hans og Bilbao gæti þýtt peningastríð um hann sem ekki er víst að við vinnum.

  Lavezzi er frábær leikmaður og yrði svakalega flott viðbót. Því miður er ég sammála því að Napoli selji ekki bæði hann og Cavani í sumar svo að það verður erfitt að ná honum í burtu. Þess vegna hef ég horft til spánar og Valencia, sem er í gríðarlegum fjárhagsvanda og vill nappa þeirra striker, Soldado. En auðvitað þægi ég Lavezzi.

  Martinez var vissulega einhver sem ég horfði til, en hann virðist meira vera orðinn hafsent hjá Bilbao og þegar við horfum til þess að Lucas er í stöðunni hjá okkur þá veit ég ekki alveg hvort ástæða er til að bæta við svo dýrum kosti inn á miðjuna okkar…

  En það er spennandi tími framundan og þar spái ég að meira máli skipti að spila til úrslita um FA Cup en að fara hátt í deild…

 14. Ég hef einu sinni poppað og komið mér vel fyrir áður en ég hlustaði á snilldar podköstin. Geri það oftar. Takk. YNWA

 15. Nr. 5 Babu

  Þetta var nú kannski ekki nógu skýrt hjá mér. Og ég er í rauninni ekkert að kvarta yfir þessu, mér fannst bara nokkrir, ekkert endilega allir af ykkur, tala um C.Adam eins og hann sé búinn að vera jafn góður fyrir okkur eins og hann var fyrir Championship liðið Blackpool. En eins og þú segir finnst mér hann hafa verið algjör vonbrigði, og jafnvel meira en það, aldrei nógu góður leikmaður fyrir Liverpool.

  En eins og ég sagði áðan, þá vona ég að þetta sé bara svartsýni í mér og að hornspyrnurnar hans fari aftur að búa til mörk og hann fari að læra að senda boltann oftar á samherja heldur en mótherja í leikjum.

 16. Hrikalega finnst mér gaman að hlusta á þessi podcöst hjá ykkur. Ég er nú Tottenham maður en kem hingað reglulega hinn. Til þess að hlusta á ykkur. Glæsileg síða.

  Come on you Spurs.

 17. Þakka þér fyrir það, Garðar. Það er alltaf gaman að heyra að aðdáendur annarra liða lesi síðuna eða hlusti á þættina okkar. Vonand pirrum við ekki Spursara of mikið þegar við ræðum liðið ykkar. 🙂

 18. Ég vil gera smávægilega en samt mikilvæga við athugasemd Magga #15. Athletic Bilbao hefur aldrei verið “kick and run” lið þau 20 ár sem ég hef verið aðdáandi liðsins. Ég skal viðurkenna að á stundum er þetta dálítið stórkarlalegt spil og Baskarnir leika ávallt mjög fast. Önnur lið hafa stundum kvartað og sagt að ástandið á leikmönnum, eftir leik við Athletic, sé eins og þeir hafi orðið fyrir skriðdreka. Þetta eru miklir járnkarlar og baráttglaðir með eindæmum.

  EN Canteran í Bilbao hefur alltaf skilað af sér vel spilandi og tæknilega góðum leikmönnum til aðalliðsins. Veit að ég er smá viðkvæmur fyrir þessu því Baskaliðið er mjög óvinsælt á Spáni og ég hef rifist við spánska vini mína löngum stundum um Athletic Bilbao sem er ekki bara fótboltalið heldur stórt og mikið tákn um sjálfstæðisbaráttu Baska.

  Spánverjar, t.d. Andalúsíumenn, eiga mörg orð um Athletic og fæst þeirra fögur. En “kick and run” hefur aldrei neinn kallað Bilbao enda á sú lýsing ekki við og hefur aldrei gert!

 19. Point taken Guderian, skal ekkert draga úr því að ég hef horft minna á mennina þína en þú greinilega gerir. Bilbao eru flottur klúbbur með mikil prinsipp og það er einmitt þessi harðgeri eiginleik Baskanna sem ég fíla og þess vegna vildi ég í fyrrasumar og er enn ákveðnari í dag fá Iker til liðsins, langt á undan t.d. Mata.

  Hins vegar skal ég hiklaust draga til baka “kick and run”, var þar undir áhrifum lýsandans í seinni leik liðanna sem var enskur og dásamaði leikstíl Bielsa og taldi hann hafa fært liðið úr “kick and run” í “free flowing passing game with high pressure”.

  Þykir leitt ef þér sárnaði, það var ekki ætlunin – ber mikla virðingu fyrir því sem Bilbao stendur fyrir í íþróttinni!

 20. Algjörlega Maggi. Við getum sótt bæði leikmenn til Baskalands og ég tel að LFC gæti einnig lært af uppeldisstarfinu sem er á heimsmælikvarða í Bilbao. Af spænskum leikmönnum eru Baskarnir lang mestu hörkutólin og vesen utan utan vallar lítið. Þetta veit Benitez manna best og kemur ekki á óvart hvað hvert hann var að líta karlinn. Ég er vitanlega mjög heillaður af Böskum og kannski ekki alveg hlutlaus en ég sæi aldrei Baska snúa baki við sínu félagi eins og Torres gerði.

  Ég vil líka taka fram að þú ert mikill snillingur og veist yfirleitt hvað þú syngur en þarna er ég s.s. algjörlega ósammála enska þulinum þótt það sé vitanlega rétt að liðið er sóknarsinnaðra í dag en undir stjórn Capparrós.

  Ég skal líka fyrstur viðurkenna að ég er álíka viðkvæmur fyrir óréttmætri (að mínum dómi) gagnrýni á Athletic og okkar elskaða LFC:)

QPR á morgun

Byrjunarliðið komið