Opinn þráður – Aquilani kemur ekki aftur

Daily Mail vísar í ummæli frá umboðsmanni Alberto Aquilani þar sem sá segist fullviss um að AC Milan muni kaupa Aquilani í sumar. Eins og kom fram sl. haust þegar hann fór til Milan á láni var klausa í samningnum sem sagði að þeir yrðu að kaupa hann ef hann spilaði 25 eða fleiri leiki fyrir þá. Hann hefur nú leikið 22 leiki fyrir Milan þannig að það er næsta ljóst að hann fer þangað í sumar.

Og þannig lýkur því enn einni sögunni af dýrum mistökum á síðustu árum hjá Liverpool. Aquilani kostaði 17,1m punda skv. LFC History, kom meiddur til liðsins, náði sér aldrei á strik á síðasta ári Rafa Benítez, hefur síðan þá verið í láni hjá Juve og Milan í tæp tvö ár og setur þykkt strik undir sögu sína hjá Liverpool í sumar.

Gæðaleikmaður sem hafði á endanum lítinn sem engan áhuga á að vera í Englandi og því fór sem fór. Ojæja.

Annars er lítið að frétta, menn bara uppteknir á æfingasvæðinu eftir sigurinn gegn Everton á þriðjudag. Fram undan er annar stórleikur, Stoke City á Anfield á sunnudag í 8-liða úrslitum FA bikarsins. Sigur þar og þá er liðið komið aftur á Wembley. Þannig er þetta tímabil – tvö skref áfram, eitt skref aftur á bak, tvö skref áfram, eitt skref aftur á bak …

Ég geri ráð fyrir sama byrjunarliði á sunnudag, að því gefnu að allir séu heilir áfram. Kannski Carra út fyrir Coates, sem hefur þegar spilað tvisvar við Stoke í vetur. Annars vil ég helst engu breyta eftir svona góðan sigur, og síst af öllu Gerrard-Suarez-Carroll þrennunni sem þarf að fá eins marga leiki saman fram á vorið og hægt er.

Þetta er opinn þráður – ræðið það sem þið viljið.

54 Comments

 1. Hver þarf Aquilani þegar við höfum Jay Spearing!

  En að öðru, veit einhver hvenar nýju búningarnir verða sýndir?

 2. Man ekki hvar ég heyrði það en Aquilani (Áláni) á ekki að hafa verið félaginu eins dýr og af er látið. Ákvæði í samningi við AC Milan var upp á 5m/p söluverð auk þess sem að þegar hann hafi farið á láni í hin skiptin hafi félögin greitt fína summu og laun leikmannsins.

 3. Nokkuð viss um að það sé ekki rétt hjá þér bjammi. Juve og Milan borguðu vissulega laun Aquilani en ekkert leigugjald sem slíkt.

 4. Hef ekki mikið að segja annað en ég get ekki beðið eftir að sjá “greatest football match ever” á sunnudaginn þegar hið sókndjarfa og léttleikandi lið Stoke kemur í heimsókn. Sé fyrir mér allar flóðgátir opnast og mörkum rigna inn frá fyrstu mín. Það eru hrein forréttindi að fá að sjá Robert Huth fá boltann í bakverðinum, senda langan, mjög háan bolta yfir hinn síunga og tekníska Salif Diao, beint á hausinn á Kenwyne Jones sem flikkar boltanum í glæsilegum á einhvern sem er staddur einhversstaðar fyrir hreina tilviljun og smellhittir boltann og skorar.
  Vonandi verður Rory Delap heill heilsu því þá fáum við að sjá meistarastykki í því hvernig menn eiga handleika knöttinn. Alveg með ólíkindum að stærstu handklæða fyrirtæki heims skuli ekki búið að gera risasamning við þennan fjölhæfa leikmann.

  Ég er allavega búinn að fjárfesta í 42″ HD plasma sjónvarpi til þess að fanga hraðann sem verður í leiknum og bý mig undir andlega fullnægingu á Samba Sunday.

  Mín spá 4-3.

 5. #4 Andy Carroll

  En annars held ég nú að það sé engin svakaleg eftirsjá í Aqua-Man fyrir klúbbinn. Þetta er samt strákur sem býr yfir miklum gæðum en er mikið á meiðslalistanum og yrði sjálfsagt seint lykilmaður í liðinu sökum þess. Samt klárlega skárri en Adam og leikmaður sem við hefðum getað notað í vetur.

  Annars fannst mér hann spila ágætlega þegar hann fékk tækifæri með liðinu.

  Verður fróðlegt í sumar hvað gerist með Joe Cole… Hann er nú á 100.000 pundum á viku hjá okkur…

 6. 60.000 pund, Frakkarnir eru að borga 30.000 á viku … skv. slúðrinu allaveganna.

 7. Já klárlega borga þeir eitthvað. En samningurinn er upp á 90.000 pund.

  Fynnst nú alveg þarft að ræða aðeins um menn eins og Joe Cole. Gjörsamlega gleymdi hvernig á að spila fótbolta þegar hann var kominn í rauðu treyjuna 🙂

 8. Horfði á U-19 ára liðið okkar tekið í bakarí í gær af STÓRKOSTLEGU liði Ajax, leikurinn endaði 0-6.

  Þó hefði útkoman orðið önnur ef okkar drengjum hefði tekist að jafna í 1-1 held ég. Þá klúðruðum við víti og dauðafærum. Kunnuglegt….

  Raheem Sterling sýndi mér enn og aftur að hann á erindi í aðalliðið þrátt fyrir slaka frammistöðu og Kristian Adorjan er mikið efni. Suso tók niður í kollinum á mér og sama má segja um félagana Coady og Wisdom.

  En mikið verður gaman að sjá hvað verður úr þessu Ajax liði. Svei mér ef þar eru ekki á leiðinni leikmenn sem skella þeim klúbb í hæstu hæðir á ný.

  Aquilani var því miður fórnarlamb ömurlegra aðstæðna hjá Liverpool. Rafa mátti bara kaupa leikmenn af liðum sem skulduðu okkur pening sumarið sem hann kom og þar sem Alonso kvaddi var alltaf líklegt að menn færu í að kaupa miðjumann og þá frekar frá Roma (sem skulduðu okkur Riise) en Portsmouth (sem skulduðu okkur Crouch). Meiðslin settu strik og þegar Rafa, Woy og Kenny eru allir til í það að hlusta á hann og leyfa honum að fara til Ítalíu.

  Ég hef einhvern veginn aldrei velt upp neinum upphæðum í sambandi við þennan leikmann, það er svo hrikalega margt í gangi þar sem erfitt er að henda reiður á og því er svekkelsið bara það að við höfum ekki fengið að njóta hæfileika hans sem leikmanns. Hef enga trú á öðru en að hann verði látinn spila þessa leiki hjá AC sem eiga eftir að virkja klásúlu samningsins, þó hann sé búinn að vera mikið frá vegna meiðsla.

 9. Ansi þykir mér þetta langsótt hjá þér Maggi með Aquilani.

  Roma átti eftir 2 afborganir með Riise, 1.25m Evra í júlí 2009 og lokagreiðslu upp á 1.25m Evra í janúar 2010.

  Mismunurinn er 17.5m Evra í heildina. Fyrsta afborgun fyrir Aquilani sumarið 2009 var upp á 5m Evra þannig að nettó greiðsla var upp á 3.75m Evra. En ég veit ekki hvaða heimildir þú hefur?

  Veit hins vegar ekki hvernig málum var háttað með Glen Johnson.

 10. Fyrst þetta er opinn þráður þá er ekki úr vegi að opna á smá umræðum um okkar ástkæra fyrirliða, en Jamie Carragher er eitthvað að tjá sig um hann í dag:

  “Jamie Carragher believes Steven Gerrard’s performance in Tuesday’s 3-0 Merseyside derby victory firmly underlined his credentials for the title of Liverpool’s greatest ever player.”

  “Because of what he has done for the club, I believe he is the best,” said Carragher. “Dalglish, Souness and Ian Rush all played together in a great team, but because football is a team game it’s been harder for Stevie because he’s not always played in great teams.”

  “You’d put Charlton No.1 not only for his achievements with Manchester United, but because of the World Cup in 1966. Beyond that you’d have Graeme Souness, Alan Ball, Dave Mackay, Paul Scholes, Roy Keane, Glenn Hoddle, Gazza, Frank Lampard and Bryan Robson. For me, Stevie has eclipsed all of those for what he has done for Liverpool and England.”

  Nú ætla ég ekki að láta mig dreyma um að halda því fram að Carragher hafi rangt fyrir sér í þessum efnum, enda er Steven Gerrard maður drauma minna (fótboltalega séð!).

  Hins vegar þá er málið það – og þetta á við um allar íþróttir, alltaf og alls staðar – að bestu íþróttamenn sögunar eru dæmdir á því hvað þeir unnu. Og það sem Stevie vantar, til þess að geta talist sá besti frá upphafi, er að vinna ensku deildina. Takist það ekki, þá verður hans alltaf minnst sem besta leikmanns Liverpool frá upphafi sem mistókst að vinna deildina.

  Við þekkjum þetta frá mörgum öðrum sjónarhornum. Lionel Messi, sem án efa er besti leikmaður heims í dag, verður aldrei óumdeilanlega besti leikmaður sögunnar nema hann vinni HM með Argentínu. Maradona gerði það, Pele vann einn eða tvo HM titla, Zidane vann HM. Patrick Ewing er sennilega besti miðherji NBA deildarinnar frá upphafi sem aldrei vann titil, en David Robinson gerði það (fyrir rest). Karl Malone gerði það líka undir lokin á sínum ferli. Og ég gæti haldið endalaust áfram.

  Eins mikið og Stevie er frábær leikmaður, þá þarf hann að vinna ensku deildina. Samt sem áður, þó Kenny, Rush, Souness og fleiri, hafi unnið einn, tvo eða tíu meistaratitla á sínum ferli, þá held ég að einn meistaratitill hjá Stevie myndi þýða meira en allir þeir sem hinir unnu.

  Ástæðan er einföld – Liverpool hefur beðið svo lengi eftir titlinum, og biðin hefur verið afar erfið á tíðum. Liðið hefur farið ansi langt niður, og verið ansi nærri því að vinna titilinn á þessum 20+ árum síðan hann kom síðast á Anfield. Þessi titill myndi þýða svo mikið fyrir Liverpool í sögulegu samhengi að það er ekki einu sinni fyndið.

  Stevie þarf að vinna titilinn einu sinni. Hann þarf að leiða liðið einu sinni til sigurs í deildinni. Hann er 31 árs í dag, og tíminn vinnur sannarlega ekki með honum. Vonandi hefur hann vit á að hætta með landsliðinu eftir EM í sumar og framlengi þannig feril sinnum eitt eða tvö ár. Ég spái því að þetta muni taka 3-4 ár fyrir hann, en þá mun hann líka hætta. Og sannarlega hætta á toppnum.

  Og ég ætla bara að bíða spenntur.

  Homer.

 11. 13 :

  Ég notast nú bara vð opinber plögg frá Roma, en þú?

  Hérna er Riise :

  L’ A.S. Roma S.p.A. rende noto di aver raggiunto l’accordo con il Liverpool Football Club and Athletic Grounds Limited per l’acquisizione a titolo definitivo del diritto alle prestazioni sportive del calciatore JOHN ARNE RIISE, con effetti a decorrere dal 1° luglio 2008.

  Per l’acquisizione di tale diritto, l’A.S. Roma riconoscerà al Liverpool Football Club un corrispettivo di € 5 milioni, da pagarsi in quattro rate di pari ammontare, di cui la prima entro il 1° luglio 2008, la seconda entro il 30 settembre 2008, la terza entro il 31 luglio 2009 e la quarta entro il 31 gennaio 2010; inoltre, l’A.S. Roma riconoscerà al Liverpool Football Club le seguenti ulteriori somme: (i) € 0,1 milioni, per ciascuna delle due stagione sportive a decorrere dalla 2009/2010, in cui la prima squadra partecipi all’Uefa Champions League; (ii) € 0,075 milioni, ogni 25 presenze effettuate dal Calciatore in gare ufficiali, fino ad un massimo di € 0,3 milioni.

  Con il Calciatore è stato sottoscritto un contratto economico per le prestazioni sportive di durata quadriennale, che prevede il riconoscimento di un compenso lordo di € 2,8 milioni, per ciascuna stagione sportiva di durata del contratto, oltre ad alcuni premi individuali al raggiungimento di prefissati obiettivi sportivi.

  [ News A.S. Roma 18 Giugno – 20:21 ]

  Hérna er Aquilani :

  L’A.S. Roma S.p.A. rende noto di aver raggiunto l’accordo con il Liverpool Football Club and Athletic Grounds Limited per la cessione a titolo definitivo del diritto alle prestazioni sportive del calciatore ALBERTO AQUILANI

  ,con effetti a decorrere dalla data odierna, a fronte di un corrispettivo di € 20 milioni, oltre a bonus.
  Tale corrispettivo sarà pagato dal Liverpool Football Club ad A.S. Roma in quattro rate, di cui la prima, di € 5 milioni, contestualmente alla sottoscrizione del contratto di trasferimento, la seconda, di € 3 milioni, entro il 4 gennaio 2010, la terza, di € 7 milioni, entro il 30 giugno 2010, e la quarta, di € 5 milioni, entro il 30 giugno 2011.
  Inoltre, il Liverpool Football Club riconoscerà ad A.S. Roma le seguenti ulteriori somme:

  € 0,3 milioni, per ciascuna volta in cui la sua prima squadra partecipi all’Uefa Champions League, durante le stagioni sportive dalla 2010/2011 alla 2014/2015, sino ad un massimo di € 1,5 milioni;
  € 0,25 milioni, alla 35^, 70^, 105^ e 140^ presenza del Calciatore in gare ufficiali;
  € 1 milione, alla prima occasione in cui il Liverpool Football Club vinca l’English Premier League o l’UEFA Champions League, entro il 30 giugno 2014.
  5% del corrispettivo ottenuto dal Liverpool Football Club in caso di cessione del diritto alle prestazioni sportive del Calciatore in favore di altra società di calcio.

 12. Munurinn a Henderson og Cleverley:

  Cleverly er yfirhæpaður, Henderson undirhæpaður.
  Cleverly er alltaf meiddur, Henderson ekki.
  Cleverly er með ljota klippingu, Henderson agæta.

  Gætu baðir orðið framtiðarmenn i enska landslidinu, burtseð fra þeirri staðreynd að Cleverly er i vonda liðinu þa virðist hann vera of mikill smjörpungur til þess að verða alvöru leikmaður. Gæti verið þama með Henderson, en hann virðist vera með það sterkan fotboltahaus i bland við hæfileikana að það gæti gengið upp þegar hann þroskast og skyrkist likamlega.

 13. Er ég eini sem væri til í einn Fernando Llorente á minn disk???

 14. Var þetta ekki Insua okkar sem veiddi aukaspirnuna í öðru marki Spo á móti man citty?

 15. Ætla ekkert að draga þessa ítölsku í efa, enda skil ég lítið hvað þarna stendur. Hins vegar hefur það víða komið fram að sumarið sem við fengum Aqua var lítið sem ekkert handbært fé til, Portsmouth skuldaði okkur það stóra upphæð að við gátum fengið Johnson án þess að greiða út fyrir hann. Við fengum greiðslu frá Real út í hönd fyrir Xabi Alonso og þá upphæð var talið að við fengum að versla fyrir.

  Hins vegar varð það úr að ekki fékkst meiri peningur en svo að við sömdum við Roma um að greiða ákveðna upphæð strax, það var eitthvað um 4 milljónir punda mínus svo það sem þeir skulduðu okkur.

  Rafa fór þá að ræða við aðra leikmenn þar sem hann taldi sig hafa nógan pening, talið hefur verið að hann hafi verið búinn að ganga frá Michael Brown hjá Hull og langleiðina með Slaven Jovetic þegar stuttu fyrir gluggalok honum var tilkynnt að hann ætti 2 milljónir punda til að eyða. Þar með féllu þessi tilboð um sjálf sig og eftir mikil læti (sumir vilja meina að hann hafi sagt upp en verið talaður til baka, daginn sem við unnum Stoke 4-0) og fór og keypti Soto Kyrgiakos. Eftir þetta sumar fékk hann ekki meiri pening til að versla og var rekinn ári seinna.

  En það er ekki málið með Aquilani, enda hann ekkert gert af sér nema að hafa ekki fest sig í sessi og að mínu mati skiljanlega hafa viljað vera á Ítalíu þar sem leikstíll hans er mun öflugri. Hann á ekkert nema gott skilið held ég og ég vona hans vegna að AC klári málið og leysi hann frá Englandi.

  Svo hef ég ekki viðskiptavit, veit t.d. ekki neitt um það hvernig svona mál færast til þegar skipt er um eignarhald, vonandi bara fengu AS Roma greidd sínar kröfur til fulls þegar núverandi eigendur settu alvöru pening inn í ónýtt hlutafélagið sem átti Liverpool.

  Aquilani kostar okkur nú frekar lítið í samanburði við t.d. Joe Cole eða Christian Poulsen sem erfitt verður að losna við án þess að tapa stóru, eða þess að þurfa að gera upp samning manns eins og Philip Degen!

 16. Sælinú,

  Nú er það Stoke á sunnudaginn. Sjálfur er ég enn í skýjunum eftir sigurinn gegn everton á þriðjudaginn. Stebbi stóð sig vel og ekki leiðinlegt fyrir hann setja þrennu gegn nágrönnunum. Ég var staddur í Ilvu við Korputorg þegar ég fékk sms um að Stebbi hafi komið okkur yfir(sér útsala fyrir útvalda) en sem betur fer var ég kominn heim þegar þrennan var fullkomnuð. Fyrir áhugasama var kvöldið svo fullkomnað þegar frúin kom með verðlaunin undir miðnætti. Hún kveikti á þætti af Seinfeld og gaf mér sugu, hversu fullkomið er það?

 17. Smá leiðrétting á mögulegri klaufavillu hjá þér Maggi #20 en það var Michael Turner hjá Hull sem Rafa vildi fá ekki Michael Brown.

  Málið með Aquilani var svo einmitt útaf þessum skuldum frá Roma þá fékk Liverpool hann nánast greiddan á Visa raðgreiðslum og einhvers staðar minnir mig að ég hafi séð að samanlagður kostnaður eftir þessa lánssamninga sem hann hefur verið á hjá Juventus og AC Milan (gefið að hann verði endanlega keyptur til þeirra) hafi í raun gefið Liverpool töluvert meira í kassann en maður býst við og “blowið” við þessi kaup séu ekki eins slæm (að sökum greiðsluhátta, pening í gegnum lánssamninga osfrv) og við höldum.

  Það er líka klárt mál að þetta sumar, líklega eitt ljótasta og versta sumarið hjá Liverpool í mörg ár, varð svolítið Liverpool að falli. Þarna missti Liverpool nokkra mikilvæga menn úr sínum röðum og peningurinn sem fékkst fyrir þá leikmenn (t.d. 30m punda fyrir Alonso) hann bara hvarf. Það átti víst að hafa verið búið að lofa, líkt og undanfarin ár, Rafa í kringum 20-30 milljónir punda í leikmannakaup + sölur á öðrum leikmönnum. Annar hvor hlutinn af þessum fjármunum bara hreinlega týndist eða var stungið í vasa einhvers annars.

  Þetta var ljótt sumar og er Liverpool enn að súpa seyðið af því. Sumarið sem átti að fara í að koma Liverpool upp í toppsætið eftir frábært tímabil en fór til fjandans … anskotinn!

 18. Fyndid og kannski meira en fyndid ad eftir glæsilegan sigur a neverton hafa komid ca. 80 komment en skitatapid a moti sunderland ad tha komu helmingi fleiri komment. Hver segir svo ad slæmar frettir selji ekki betur en godar frettir.

  Vinnum Stoke-arana. Man eftir einum bikarleik a moti theim, unnum hann 8-0. Reikna med svipudum urslitum nuna einnig.

 19. Greinilegt að menn ætla ekkert að hlusta á mann. Get lítið að því gert en verð þó að ítreka að Roma skuldaði Liverpool ekkert. Þegar Riise var keyptur var það á 4 afborgunum eins og það sem ég paste-aði hér inn áðan sýnir. Það vantaði eingöngu 2 afborganir upp á samtals 2.5m Evra. Aquilani kostaði svo 20m Evra. Mismunur upp á 17.5m Evra. Veit því ekki alveg hvað þú átt við með raðgreiðslum. Aquilani var bara keyptur á afborgunum eins og nánast allir fótboltamenn í dag.

  Aquilani kostaði svo Juve ekkert nema launin.
  Milan virðist svo vera nálægt því að þurfa að kaupa hann núna í sumar en hafa ekkert leigugjald greitt af honum, borga bara launin hans.

  Heildartap upp á ca. 12m Punda + laun í eitt ár.

 20. #21 Af hverju gaf konan þín þér verðlaun fyrir þrennuna hans Gerrard? Er hún ekki að verðlauna rangan mann?

 21. Kiddi #24 eins og ég heyrði þetta og sá útskýrt á einhverri síðu fyrir einhverjum tíma þá voru greiðslunum mjög mikið háttað þannig að þessar 17m sem vantaði upp á komu ekki út í einni greiðslu heldur var þetta borgað jafnt og þétt – líkt og er mjög oft gert.

  Eins og þú sérð í plagginu sem þú sendir af Aquilani kaupunum þá borgar Liverpool hann í 4 afborgunum. Fyrst 5m evra, 3m evra í janúar eftir það, 7m evra í júní 2010 og 5m evra í júní 2011. Svo hefði hugsanlega getað bæst við 0.3m evra í hvert skipti sem Liverpool hefði komist í Meistaradeildina á milli ’10-’14 (hámark 1.5m evra sem ekki hefur náðst). 0.25m evra fyrir hvern ákveðin fjölda leikja sem hann myndi ná hjá Liverpool og 1 milljón evra þegar/ef Liverpool myndi vinna Úrvalsdeildina.

  Annars þá er þetta nánast Visa-raðgreiðsla hjá Liverpool og ég man ekki betur en að Juventus og Milan hafi borgað Liverpool 1-2m evra og tekið við launum hans, gæti verið rangt en ég man eftir því að hafa séð einhvers staðar þessar tölur nefndar í tengslum við þetta (ég neita sömuleiðis að trúa því, sérstaklega núna í ár, að Liverpool hafi verið tilbúið að gefa leikmanninn yfir þetta tímabil og svo selja hann á útsöluverði sumarið eftir þannig að það er pottþétt eitthvað smá fé sem fylgdi lánssamningnum). Það gæti þá þýtt að Liverpool hafi fengið 2-4 milljónir evra upp í leikmanninn nú þegar og fljótlega bætast við aðrar 5. Þannig þetta er ekki eins slæmt og af er látið að Liverpool kaupi hann á 20m og selji hann á 5m, 15m tap – hvort sem það er 12m eða ca. 9m skiptir nú ekki alveg öllu máli fyrir mitt leyti þar sem Liverpool var allan tíman að fara að selja hann með tapi.

 22. Kiddi #15

  Ég var nú ekki að halda neinu fram í pósti #13 þannig að einhverjar heimildir fyrir þeirri framsetningu ættu að vera óþarfar. Varð hinsvegar að skjóta smá á þig félagi þar sem þú kommentar á Magga og segist ekki vita hvaða heimildir hann hafi. Setur svo inn póst sjálfur og lætur það alveg vera að vitna í heimildir. Síðar póstar þú svo inn texta en ekki hlekk á neitt þannig að þetta getur alveg verið hvað sem er hjá þér. Það getur vel verið að þetta sé allt kórrétt hjá þér nú eða ekki. Pínu kómískt bara hvernig þetta kom fram hjá þér.

 23. Sælir félagar

  Ég ætla ekki að koma með aðra rumsu um minn uppáhaldsleikmann (Aquilani), ætli ég sé ekki búinn að skrifa nóg um hann nú þegar. Mér finnst samt leitt að sjá hann fara.

  Annars vildi ég bara leiðrétta Homer í kommenti #14 örstutt, þar sem ég er einnig mikið NBA nörd þá gat ég ekki látið þá staðhæfingu óáreitta að Karl Malone hafi náð sér í titil í lok ferilsins. Rétt skal vera rétt, Karl Malone vann aldrei titil. Í örvæntingarfullri tilraun á fimmtugsaldri gekk hann til liðs við Lakers en stjörnuprýtt lið þeirra tapaði 4-1 gegn ferskum Pistons mönnum í úrslitum árið 2004 🙂

 24. Hvaða heimildir eru í gangi hérna….. Aquilani ( tók mig langan tíma að ná að skrifa nafnið rétt ) var keyptur fyrir pening sem Hull skuldaði Grimsby sem hafði fengið lánað hjá Birmingham þegar þeir keyptu John Hurst en í samningum hans var klásúla um að þegar hann spiliaði fengi hann heitt te á undan leik og kalt te eftir leik og við það rauk launakostnaðurinn upp hjá Grimsby og þurftu þeir þá að sækja ennþá meira fé og fengu hluta af því í kaupunum á Riise þar sem frændi eigandans var vinur umboðsmanns Riise og af góðmennskunni einni þá gaf umbinn hans Risse honum 13,456 % af tekjunum sem hann fékk við þá söluna á rauðhausnum. Við það gátu Grimsby staðið við launakjörin og keypt bæði heitt og kalt te. Nema hvað að John Hurst hafði alist upp í Hull og þoldi ekki Grimsby og bað því um transfer. Og þá keypti Hull leikmanninn af Grimsby. En að sjálfsögðu hafði hann sömu launakröfur nema að núna bættist við einn bolli að volgu tei í hálfleik… Þannig jókst te-salan á Lancashire svæðinu sem kom sér nú heldur betur vil fyrir okkar menn þar sem John Henry hafði nýlega keypt The Boston Tea Company eða TBTC sem eru einmitt með útibú út um allt í Lancashire , m.a. í Hull og Grimsby…… Hann mok græddi á þessu og notaði peningana til að greiða spilaskuld við Gillet og Hicks sem þeir lögðu svo til við kaupin á Aquilani…. Ein stór flétta sem íslenskir útrásarvíkingar hefðu verið stoltir af… þetta er eftr mjög svo óáreiðanlegum heimildum….

  Glen Johnson málið er hinsvegar ennþá hjá henni Huldu

 25. Sælir félagar

  Ákaflega áhugaverð umræða um verð og skuldir leikmanna og vegna leikmanna sem eru löngu orðnir minning. Sumir góð minning og aðrir eru minning sem maður vill alveg eins gleyma.

  Hvað Malone varðar okkur veit ég ekki. Var hann góður í fótbolta eða. . . ? Eru ekki einhverjar körfuboltasíður þar sem nördar af því taginu geta nördast. Sú umræða er jafnvel enn minna áhugaverð en verð, skuldir og laun gleymdra og hálfgleymdra leikmanna.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 26. Sæl öll.

  Ef ég væri konan hans Vésa númer 21 myndi ég skammast mín fyrir hann. Þetta er vefur sem fjallar um fótboltaliði okkar allra og hvern andskotan kemur það okkur hinum við hvað þau gera eða gera ekki fyrir framan sjónvarpið. Þar sem ég er kona þá finnst mér þetta vera dálítin kvenfyrirlitning en það kannski er allt í lagi þar sem karlar eru hér í meirihluta. Ég kalla nú ekki allt ömmu mína í þessum efnum en þetta niðurlag á pistlinum er algjörlega óviðunandi og ég hvet stjórnendur síðunnar til að fjarlæga það. Það má ekki tala niðrandi um aðra en það má niðurlægja konurnar….sorry ég bara varð að tjá mig um þennan dónaskap og ef ykkur finnst þetta óþarfa röfl þá skal mun ég bara hætta að skoða þráðin og tjá mig hér á þessum frábæra vef en svona á ekki heima hér.

 27. Sigríður (#33) segir:

  Ég kalla nú ekki allt ömmu mína í þessum efnum en þetta niðurlag á pistlinum er algjörlega óviðunandi og ég hvet stjórnendur síðunnar til að fjarlæga það

  Vési er svo sem engar reglur að brjóta með þessu þannig að við eyðum þessu ekki út. Það eru engar reglur sem banna kynlífstal þannig séð. Hitt er svo annað mál að mér finnst eins og þér gríðarlega ósmekklegt af manni að tjá sig svona um maka sinn á almannafæri og það vona ég að flestir lesendur síðunnar taki alveg fyllilega undir.

  Þetta stendur enda gerir það engum grikk nema Vésa sjálfum, í raun. Ef hann vill að lesendur Kop.is þekki hann af því hvernig hann skrifar um konuna sína þá er það hans mál.

  Hitt er svo jafnvel alvarlegra mál … hver horfir á Seinfeld yfir kynlífi?

 28. Sæll Kristján Atli

  Takk fyrir skjót svör og þetta er alveg rétt hjá þér Vési skýtur sig svolítið í fótinn sjálfur með þessum ummælum sínum. Og þetta með Seinfeld ef það er það sem kemur honum til þá er eitthvað mikið að.

  Þetta er og verður áfram mín uppáhaldssíða því hún segir allt um mitt lið bæði þarfar og óþarfar upplýsingar um mitt lið( reyndar eru engar upplýsingar um liðið óþarfar) nema þessar frá honum Vésa en vonandi sér hann þetta og biður konuna sína afsökunar og færir henni blóm og góða DVD mynd.

  Góða helgi og vonandi fáum við að sjá glæstan sigur ( eða bara sigur)á sunnudag.

  YWNA

 29. Ég hefði nú viljað sjá þessum ummælum eytt á þeirri einföldu forsendu að það er fullt af börnum sem lesa þessa síðu og mér finnst þetta bara algerlega óviðeigandi, í besta falli.

  En að þessum Aquilani málum, þá hef ég lengi velt því fyrir mér, hvað það var í rauninni sem varð til þess að hann varð svona afhuga Englandi. Það er alveg klárt að hann var ekki í liðinu, lengi vel eftir að hann varð klár. Auðvitað fór það í geðið á honum og því fór sem fór. En löngu eftir að hann varð fit til að spila, þá sást hann hvergi, og maður velti því oft fyrir sér á sínum tíma afhverju það hafi verið …. og stundum velti ég því enn fyrir mér.
  Drengurinn var ekkert al-slæmur og ágætur fótboltalega séð og það komu oft tímar þar sem við hefðum haft not fyrir svona mann. Liðið var að vísu meira og minna í steik heilt yfir og því ekkert skrítið að hann næði ekki að gera miklar rósir hjá okku. En hann var klárlega flopp, svona eftirá að hygga, en ég tel að það hefði verið hægt að nýta hans framlag til klúbbsins mun betur…

  Insjallah..
  Carl Berg

 30. Kiddi! For the love of god! Hættu að tala um milljónir Evra.. tölum um milljónir evra!

 31. Ég bið alla afsökunar sem hafa móðgast vegna skrifa minna hér. Það var alls ekki meiningin og mun ég láta af þessum ósið mínum. Héðan í frá munu skrif mín einskorðast við knattspyrnu og faguryrðum í garð okkar ástkæra félags.

  kv.Vési

 32. Nákvæmlega Óli B! Það er bara einn Evra (sem ég veit um). Sem betur fer eru ekki milljón eintök af því dusilmenni.

 33. Vési, getur þú upplýst hvaða Seinfeld þáttur þetta var? Nr hvað, eða hvað var að gerast í þessum þætti?

 34. Sælir félagar

  Vési maður að meiri og biðst afsökunar. Það er við hæfi eftir svona skrif og mættu fleiri á stundum athuga það.

  Annars bara allt í þessu fína nema ég missi af Stoke leiknum.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 35. Smá vangaveltur hérna.

  Er að velta því fyrir mér hvort það sé að hausta í ensku deildinni um þessar mundir. Eftir að hafa verið mjög svo áberandi í evrópu síðan 2005 hafa aldrei verið færri ensk lið í 8 liða úrslitum CL. City og ManU voru núna síðast slegin út úr evrópukeppni félagsliða af minni spámönnum, tvö bestu liðin í ensku deildinni í dag.
  Chelsea hangir reyndar enn inni en það var í raun gegn gangi mála og ekki neitt sérstaklega verðskuldað að mína mati á móti Napoli.

  Er þetta boltinn sem er hefur breyst eitthvað á englandi eða eru sterkari spilarar farnir að líta frekar til meginlandsins ? Deildin er jafnari á englandi í ár en undanfarin ár, það er engin spurning, en eru lélegri liðin betri, eða betri liðin lélegri ?

  England átti ekki miklu né glæsilegu gengi að fagna í evrópu í langan tíma, hugsanlega fyrir utan 99. Svo skyndilega komu þeir mjög mjög sterkir inn, en hvað gerist nú, erum við að fara að horfa á langt tímabil þar sem ensku liðunum mun ganga verr í evrópu eða er þetta bara eitthvað sérstakt í ár.

  Það var mjög öflugt tímabil hjá enskum frá 76′ til 82 þá voru ensk lið í öllum úrslitaleikjunum á þessum árum plús liverpool 84 og 85. Síðan gerist ekkert þangað til Liverpool er komið í úrslit 2005 fyrir utan 99 grísapungana ; ) Það eru 20 mögur ár.
  Svo vorar með Liverpool og 2005 til 2011 eru enskir mjög öflugir og koma við sögu í öllum úrslitaleikjum þangað til í dag nema 2010.

  Er hugsanlegt að við séum að fara að horfa fram á vetur í evrópu næstu árin ?

 36. SB, mjög merkileg pæling hjá þér. Ég held að þetta snúist að einhverju leyti um þá framkvæmdarstjóra sem eru við völ og ákveðna kynslóðaskiptingu hjá United.
  Mancini var aldrei sterkur á velli í Evrópukeppnunum þegar hann var við stjórnvölinn hjá Inter þrátt fyrir að vera með ógnarsterkt lið í höndunum. LFC fór til að mynda létt með liðið hérna um árið. En svo tók Mourinho við liðinu og sama ár tekur það Meistaradeildina.
  Hið sama má raunar segja um Arsene Wenger; Arsenal hefur aldrei náð neitt sérstaklega langt í þessari keppni ef undanskilið er árið þegar þeir töpuðu fyrir Barcelona. United er síðan að ganga í gegnum mikil kynslóðaskipti í sínum leikmannahópi en Evrópureynslan þeirra kemur sterkt inn á næsta ári. Benitez kunni hins vegar Evrópufræðin uppá tíu eins og sást best með árangur hans hjá LFC og Valencia.

  Chelsea er í pottinum fyrst og fremst vegna þess að “hinir eldri” eru hungraðir í þennan titil og þrá ekkert heitar en að vinna hann (enda lýsti John Terry því fyrir við breska fjölmiðla að þetta ár væri sennilega þeirra síðasti séns til vinna CL…) Ég held að það hugarfar muni fleyta þeim ansi langt í áttina að því markmiði….

 37. Ég vona reyndar heitt og innilega að Chelsea fari í úrslitaleikinn og TAPI!!!

 38. Sæl öll

  Ég er sammála Sigkarli Vési fær stóran plús fyrir að viðurkenna að þetta átti ekki heima hér. Menn skrifa ýmislegt í gleðinni yfir sigri okkar manna.
  Ási# 43 svona skrif eiga ekki heima á síðum þar sem umfjöllunarefnið er fótbolti og eins og einn benti á lesa þennan vef fullt af börnum. Ég fullvissa þig um að öfund á þarna engan hlut að máli ég gleðst með fólki sem nýtur lífsins og hvors annars en það þarf ekki að pósta því á spjallsíðu um fótbolta, Reyndar er þetta einhver sú besta síða sem hægt er að lesa en við verðum að kunna að haga okkur. Stjórnendur eru kannski til í að stofna aðra þar sem stuðningsmenn geta tjáð sig um þessi hjartans mál sín…

  Njótum helgarinnar og leiksins framundan.
  YNWA

  Ath.: Ummæli Ása #43 sem Sigríður vísar í hér að ofan hafa verið fjarlægð af síðunni. -KAR

 39. Ég er að segja ykkur það, meistaradeildin endar á Real Madrid – Barcelona, þar sem Madrid er búið að stinga Barca af í deildinni er ekkert spennandi að gerast þar lengur, ástæðan fyrir því að bæði Manchester liðin féllu úr evrópudeildinni var til að hafa meiri spennu í deildinni og gefa bæði lið nú allt á fullt þar, og deildin ræðst á leiknum þeirra sem er eftir 1-2 mánuði.

 40. Virkilega gaman að sjá hvernig samskiptamynstur spjallenda hér á síðunni virðist endurspegla virðingu í garð hvors annars, því ekki alltaf hefur svo verið

  Annað, mikið vildi ég að Sigríður yrði næsti gestur í podcastinu…. alltaf finnst mér jafngaman að tala við kvennmenn um fótbolta. Af einhverjum ástæðum finns tmér sérkennilega róandi og skemmtilegt að hlusta á velgefnar konur ræða um fótbolta. Líklega vegna þess að ég vill fáfleiri kvennmenn inn í þetta “karlasport”

  Vildi óska að að konan mín myndi skoða þessa síðu jafnmikið og þú Sigríður

 41. Nákvæmlega Björn Yngvi #48, þetta er líka það sem Dalglish er að hamra á aftur og aftur. Sýna virðingu. Bæði andstæðingum, áhorfendum, áhangendum o.s.frv.

  Þetta eigum við að sjálfsögðu að gera líka.

 42. #44
  chelsea má alveg vinna C.L mín vegna. Held að ef þeir vinni þá verði auðveldara fyrir ensk lið að kaupa hæfileika. Það er ekki eins og enska deildin sé með spennandi mannskap, lýtur út fyrir að hæfileikarnir séu að fara frá englandi 🙁

 43. @ #14Karl Malone vann aldrei NBA titil, bara svo það sé á hreinu. Fór til Lakers en tapaði fyrir Detroit í úrslitum! 😉

  Svona rétt til að tala um annað en okkar ástkæra Liverpool 😉

 44. Crap sá að það er búið að pósta þessu 😉 En ówell góð vísa er aldrei of oft…. já

 45. Nú vonar maður bara að fréttirnar frá White Hart Lane verði ekki eins sorglegar og lítur út fyrir að vera. Baráttukveðjur til Muamba – YMWA.

Liverpool 3 – Everton 0

Stoke City í FA Cup 18.mars (UPPFÆRT: Muamba)