Liverpool 3 – Everton 0

Þriðjudagskvöldið 13.mars, góðvinur minn Sigurjón á afmæli og þess vegna m.a. var ég handviss um gleði í kvöld. Hins vegar kom mér á óvart hversu mikil gleðin var!

Meistari Babu tippaði 100% á byrjunarliðið í kvöld sem var ansi sögulegt…

Reina

Kelly – Skrtel – Carragher – Enrique

Henderson – Gerrard – Spearing – Downing

Carroll – Suarez

Bekkur: Doni, Coates, Shelvey, Maxi, Flanagan, Kuyt, Adam.

Semsagt, SJÖ enskir leikmenn og þar af FJÓRIR uppaldir Scouserar. Mítan um það að Smáliðið FC sé lið fólksins í Liverpoolborg var hrist duglega í kvöld – gaman væri að vita hvenær svo margir uppaldir voru okkar megin í derbyslag síðast.

Kóngurinn stillti upp í 4-4-2 sem margir hafa verið ósáttir við. Ég svosem verið með blendnar tilfinningar en hef verið sannfærður um það að við getum bara ekkert dæmt almennilega um þetta leikkerfi fyrr en við sjáum Gerrard, Suarez og Carroll vera saman. Leikkerfið gengur út á það að flytja boltann hratt upp völlinn á senterapar og taka svo seinni bylgjuna ef að sú fyrri ekki tekst. Og í kvöld stein-, stein-, steinlá þessi útfærsla.

Frá fyrstu mínútu voru okkar menn að berjast. Í leikjum gegn Everton skiptir það oft höfuðmáli og við skulum ekkert gleyma því að þetta Evertonlið er búið að ná besta árangri í deildinni ef miðað er við síðustu átta leiki. Ég sá á twitter að sumir töldu Moyes vera að “hvíla” fyrir helgina, ja ef það var rétt þá á sá nú að skoða í spegilinn. Því Everton-aðdáendur munu eiga erfitt að mæta í vinnu á morgun.

Spearing fór fremstur í baráttunni og hafsentaparið Skrtel og Carra voru tilbúnir í háu boltana og líkamlegu átökin. Kelly og Enrique voru aðeins lengur í gang en í raun held ég að það séu ekki margir leikir gegn Smáliðinu þar sem við höfum ráðið svo vel við þá. Við fengum fín færi, Howard varði frá Gerrard og Suarez en svo virtist sem Everton væri að ná yfirhöndinni, héldu boltanum og náðu sér í pressu. En frábærlega útfærð hröð sókn skilaði okkur fyrsta markinu.

Suarez og Henderson fluttu boltann upp hratt og stungu inn fyrir vörnina þar sem Martin Kelly kom aðvífandi, skaut en Howard varði og missti hann frá sér, Kelly pressaði frákastið, Howard sló boltann út í teig þar sem Captain Fantastic lagði hann fyrir sig og vippaði boltanum milli þriggja varnarmanna Everton í markið. Á 34.mínútu var staðan orðin 1-0 og léttirinn í andlitum allra töluverður. Fram að hálfleik var rólegt um færi og þannig stóð eftir fyrri.

Everton byrjaði á að reyna að pressa í upphafi þess seinni, þá fannst mér línurnar í varnarleiknum virkilega flottar og á 51.mínútu fórum við langt með að klára viðureignina. Henderson vann boltann inni á okkar vallarhelmingi, stakk flottri sendingu á Suarez sem fíflaði varnarmenn þeirra bláu og lagði svo út í teig þar sem Gerrard kom og reif nærri því netmöskvana á markinu fyrir framan Kop-stúkuna, staðan orðin 2-0 og völlurinn skoppaði.

Á næstu mínútum fengum við færi til að klára leikinn. Kelly fékk dauðafæri eftir skólabókarsendingu Downing og Carroll skaut rétt framhjá eftir frábæra vinnu hjá Suarez. Því miður skoruðum við ekki úr þeim færum og eftir þrefalda skiptingu aðkomuliðsins náðu þeir sér inní leikinn en sköpuðu sér þó lítil færi, það besta kom þegar José Enrique bjargaði á línu á flottan hátt.

Alltaf sköpuðum við okkur hættu inn á milli og í uppbótartímanum hirti Gerrard svo boltann að sið enskra með því að fullkomna þrennuna. Enn og aftur hraðaupphlaup þar sem hann og Suarez prjónuðu sig í gegnum vörnina, Úrúguayinn fékk flott færi en renndi boltanum óeigingjarnt til hliðar á fyrirliðann sem klíndi í netið. 3-0 og game over.

Eftir leik laugardagsins hefur mikið verið rætt og ritað. Ég er öllum sammála um það að þar fór ömurlegur leikur en fyrirsagnir um meltdown félagsins eða að hreinsun í leikmannahópnum þurfi til, hvað þá ótrúleg ummæli sumra boltaskríbenta um lélegasta lið LFC síðustu 20 ár voru nú talsvert færð til í kvöld trúi ég!

Við erum ekkert að fara að missa okkur í histeríukast og tala um fjórða sætið. Alls ekki! Ég held að við eigum að berjast við Newcastle um sæti nr. 6 héðan af og horfa til FA Cup með vonaraugum. En í kvöld sýndu leikmennirnir í rauða búningnum það að þeir eru bara alls ekkert dauðir úr öllum æðum og það skein allan tímann í gegn sá sigurvilji og grimmd sem við viljum sjá!

Reina var yfirvegaður og góður. Varnarlínan öll eins og hún lagði sig leysti þann vanda sem á þeim lenti. Carra sýndi að hann er vel nothæfur í leikjum ennþá og Skrtel hélt áfram sinni frábæru frammistöðu í vetur. Ég var þó enn glaðari með bakverðina sem mér hefur fundist eiga erfitt síðustu tvo leiki. Martin Kelly var með áætlanaferðir upp kantinn og varðist vel, Enrique byrjaði hægt en sýndi afbragðs varnarleik, sérstaklega í síðari hálfleik.

Á miðjunni lék Jay litli Spearing gríðarstórt hlutverk og leysti það frábærlega. Við tölum oft um “mistök” að hafa ekki keypt í stöðuna hans Lucasar í janúar, en með svona leik þarf ekkert að ræða það. Hef alls ekki verið aðdáandi stráksins en í kvöld snýtti hann rauðu og var sér og sínum til sóma. Downing var mjög ógnandi, beinlínis blaðamál að Kelly sá ekki til hans fyrstu stoðsendingu í PL í vetur og hann átti stóran þátt í öflugustu sóknunum okkar. Henderson var nú sennilega slakastur, en það er að miklu leyti til komið af því að hann er úti á kanti í stöðu sem er ekki hans. Megum ekki gleyma því að hann á stóran þátt í fyrstu tveim mörkunum, en að öðru leyti átti hann erfitt.

Senteraparið Suarez og Carroll er án vafa draumur þjálfarateymisins sem þeir tveir sem leiða eiga leikkerfið. Hvað þá þegar Gerrard er með. Mér fannst S og C tvíeykið leika virkilega vel í kvöld og vill nú bara að þeim verði spilað saman fram á vor. Carroll er orðinn miklu betri í fótbolta en hann var í haust og það er mitt mat að Suarez fái miklu meira pláss til að vinna þegar sá stóri er með honum, því sá tekur til sín varnarmenn sem geta þá ekki yfirdekkað þann litla. Eins og Sunderland gerði t.d. síðast. Svo er aldrei talað um varnarvinnuna sem við fáum frá Carroll í föstum leikatriðum, hann skallaði a.m.k. tíu bolta út úr teignum og það skiptir máli gegn Everton. Og mikið hrikalega er dásamlegt að sjá Luis Suarez i þeim ham sem hann var í kvöld. LONG MAY IT CONTINUE okkar elskaði drengur!

Kuyt kom svo inná í það hlutverk sem ég vona að verði hans áfram, supersub sem kemur til að djöflast í andstæðingnum síðustu 20 mínúturnar. Svo margir léku vel.

En það er einfalt að velja mann leiksins. Fyrsti Liverpoolmaður síðan Ian Rush til að skora þrennu gegn Everton, leiðtogi þessa liðs síðustu ár. Það undrar mig alltaf jafn mikið að sjá fólk afskrifa þennan leikmann, sem að mínu mati er enn í þeim gæðaflokki að komast í öll lið í heimi og án vafa sá maður sem alltaf yrði settur fyrstur á mína leikskýrslu ef ég væri stjórinn á Anfield!

Hneygðu þig maður leiksins, Steven Gerrard og til hamingju með boltann, sá spái ég að fá alvöru geymslustað á heimili hans fljótlega.

Frábært kvöld að baki, treysti því að við njótum þessa sigurs, man hreinlega ekki hvenær við unnum Everton 3-0 síðast en ég ætla að brosa að því lengi, hef verið á Merseyside derby og í borginni áfram bæði eftir sigur og tap okkar manna. Væri til í að vera vakna þar upp á morgun!!!

78 Comments

 1. Suarez hefur nú stundum virkað eigingjarn, en það vottaði ekki fyrir því þarna í síðasta markinu.

 2. Það er bara eitt sem að þessi fótboltaleikur sannaði. Það er það að Charlie Adam ætti að finna sér eitthvað annað að gera.

 3. Sælir félagar

  Í einu orði sagt DÁSAMLEGT!!! Það hafa fleiri caps lock en Magnús. Þarna var spilað með hjartanu og allir lögðu sig fram. Guð láti gott á vita.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 4. Tvær stoðsendingar hjá Suarez og þrenna hjá Fantastic í sínum 400. leik 🙂
  Frábær leikur í alla staði og nánast allir góðir í kvöld.
  Yesss !

 5. Frábær úrslit!
  Allt liðið barðist til síðustu mínútu. Gerrard og Suarez að virka mjög vel saman.

 6. Frábær leikur og gaman sjá liðið spila svona vel, berjast allan tímann:)
  Af hverju í ósköpunum getur þetta lið ekki spilað svona vel nema á móti “stóru” liðunum eða í derby slag!

 7. Jay Spearing með flestar sendingar í leiknum og 89% sendingahlutfall.

 8. Svo lengi sem Gerrard er heill þá á bara að spila honum á miðjunni með Spearing. Adam er varamaður sem þarf að gera sitt besta til að komast framar í goggunarröðina, ekki vera nánast byrjunarliðsmaður eins og hefur verið.

 9. Og þá var kátt í höllinni, …….
  Flottur leikur og gaman að sjá þetta loksins detta með okkur. Áttum leikinn frá upphafi eins og svo oft áður en nú skoruðum við og héldum áfram að pressa og þjarma að blánefjum.
  Sá svo athyglisvert tíst
  “ReubenArmstrong
  Gerrard, Suarez & Carroll have started together just twice and #LFC have scored 9 goals in those two games. ”

  Vonandi heldur þetta áfram ; )
  YNWA

 10. Þessi leikur var nákvæmlega eins og Arsenal-leikurinn að öllu leyti nema einu. Í dag var Steven Gerrard með og hann kann að klára færi.

  Frábært að vinna Everton 3-0 og ég er í skýjunum í kvöld. En þessi leikur breytir engu um þær ályktanir sem við höfum dregið af liðinu undanfarnar vikur. Carroll og Suarez klúðruðu báðir dauðafærum oftar en einu sinni, Downing og Henderson gátu ekki neitt og vörnin er frábær. Með Gerrard inni getur þetta lið alltaf skorað mörk, án hans ekki.

  Frábær sigur. Gerrard er yndislegur.

 11. Ef captain fantastic hefði ekki sett þessa dásamlegu þrennu þá hefði ég tilnefnt Kelly sem mann leiksins þar sem hann lék unaðslega drengurinn og var á fullu gasi allan leikinn og var óheppinn að skora ekki, en hins vegar var fyrirliðinn dásamlegur.

  Allt liðið lék frábærlega fyrir kannski utan Hendó sem hefði mátt vanda sendingarnar betur.

  En eftir svona sigur er ekki hægt að vera neikvæður og fá þá bara allir plús hjá mér í kvöld!

 12. Flottur sigur en ég ætla að vera í liði með Kristjáni Atla # 14. Loksins var maður í liðinu til að klára færin. Það munar um það.

  En jákvætt að fara með þessi úrslit gegn Stoke. Þá tökum við þá og komumst áfram í FA-cup.

  Og já, ef svo vildi til að þú Kenny sért læs á íslensku og rekir inn nefið á þessa síðu 4 sinnum á dag eins og ég, geturðu hætt að hafa Adam í byrjunarliðinu, þótt að hann sé Skoti? Þú veist það kannski að það hafa ekki verið til heimsklassa Skotar í fótbolta síðna þú varst enn að spila!

 13. Frábært hjá okkar mönnum í kvöld, allir leikmenn okkar voru á tánum í kvöld,vá hvað það var gott að Adam var ekki með , þarna fannst mér koma berlega í ljós kversu slæmur leikmaður hann er núna vorum við með alvöru miðju,miðju sem varðist og miðju sem sótti og kom með margar góðar sendingar sem sköpuðu mikla hættu, Spering stóð sig vel,það eina sem gefði mátt vera betra var að sjálfsögðu hægri kanturinn þar vantaði meiri ógn,frábært að skora 3 mörk í þessum leik og enn og aftur þá verður lið eins og Liverpool liðið er í dag að spila með krafti og ákefð þar sem gæðin eru ekki komin enn þá, Áfram Liverpool koma svog og taka Stoke í bikarnum í næsta leik.

 14. Frábær sigur og það er bara allt annað þegar Captain Fant er með og í fantaformi. En Kristján Atli ,,Downing og Henderson gátu ekki neitt…” ég er þér all ekki sammála…mér fannst Liverpool spila eins og lið í kvöld og allir inná lögðu sitt af mörkum. Til hvers að draga þessa tvo út og vera neikvæður??? Downing með mikinn hraða og var að teygja vel á Everton miðju og vörn og átti m.a. eina magnaða sendingu sem átti að vera mark, en Kelly er ekki striker. Henderson var duglegur og átti m.a. annað frábæra sendingu inn fyrir í marki # 2 minnir mig sem endaði svo með marki…Gleðjumst yfir þessu…alltaf frábært að vinna Everton.

 15. Frábær skemmtun og góður sigur. Eitt fannst mér þó ótrúlegt – af hverju fékk Fellaini ekki gult spjald í þessum leik (hefði getað réttlætt rautt).

  YNWA

 16. Ef sýna þeir sjálfstraust og nennu
  með sigrunum létta á spennu
  Fantastic fýr
  á full trottle gír
  Frú Gerrard er sjálfsagt með þrennu

 17. Að loknum 28 umferðum verð að játa að ég hefði aldrei getað ímyndað mér að 15% af mörkum Liverpool í vetur myndu hafa komið á móti Everton.

 18. Það þarf nú kraftaverk til að ná 4 sætinu.Glötuð staða að vera í 7 sæti núna og 10 stig á eftir Arsenal!! Hvað hefur þessi mannskapur verið að gera í vetur???

 19. Gríðarlega flottur sigur í stórskemmtilegum leik. Með betri “derby” leikjum í langan tíma. Allt Liverpool liðið var að spila vel, þó sumir leikmenn betur en aðrir. Óþarfi að vera níða skóinn af þeim sem tóku ekki þátt í leiknum.

  Maggi sér um greininguna á leiknum. Mér fannst reyndar Everton pressa mun meira en mörg önnur lið sem hafa komið á þennan völl í vetur. Héldu okkar mönnum við efnið. Liverpool var að spila mjög vel og ekki síður en á móti Arsenal, munurinn nú var að boltinn fór yfir línuna, í þrígang.

  Gerrard maður leiksins ekki spurning. Captain Fantastic.

  Aðrir leikmenn sem stóðu sig vel voru Suarez, Spearing, Enrique og Carroll. Suarez er að komast í sitt eðlilega form og gaman að sjá hvað hann og Gerrard eru að ná betur saman. Kelly einnig flottur.

 20. LFC að fara í úrslit á morgun í NextGen keppninni með undir 19 lið!
  Og mig sem minnti að þeir hefðu verið kjöldregnir oftar en einu sinni fyrr í þessari keppni, en þarna sést berlega að það skal aldrei afskrifa LFC 🙂
  Þetta eru vonandi einhverjir framtíðar deildarmeistarar með Liverpool eftir nokkur ár 🙂

 21. Þetta var frábært, þurftum svo mikið á þessu að halda! Það var líka algjör snild hvað menn voru að fórna sér og berjast í alla bolta, það var Gredda í liðinu, Loksins… Enda skoruðum við 3 mörk, eða Gerrard.
  Svo var þetta líka bara mjög skemmtilegur leikur, annað en þetta Sunderland rugl. Meira svona drengir, meira takk..

  Heildina fannst mér allir vera flottir, Downing og Henderson sístir þó. Adam var þar sem hann á heima og miðjan var þar af leiðandi frábær.

  Menn leiksins í réttri röð: GERRARD, Suarez, Carroll, Spearing, Kelly og Skrtel.

 22. Frábær leikur hjá okkar mönnum 😉
  Hvernig fannst ykkur Suarez í kvöld?
  Mér fannst hann frábær.

 23. Mér finnst Martin Kelly eiga mikið hrós skilið fyrir þennan leik, hann er hrikalegur og hvað þá eftir nokkur ár.
  Steve G, Suarez og Kelly menn leiksins.

 24. Min krafa það sem eftir lifir tímabils er að þeir Gerrard,Suarez og Carrol byrji alla leikina sem eftir eru, svo lengi sem þeir séu leikfærir.
  Þeir voru lang hættulegustu menn okkar í dag og koma allir með mjög ólíka eiginleika inn í leikinn sem skapa usla í vörn andstæðinganna.

  Hvað markaskorun Suarez varðar að þá á hann að vera búinn að skora fleiri mörk á tímabilinu, EN hann er að mínu mati ekki þessi 20 plús maður. Miklu frekar maðurinn sem hjálpar samherjum sínum að skorað

 25. Mér finnst Kristján Atli skjóta sig svolítið í fótinn í sínu innslagi. Bresku miðlarnir BBC og Guardian hafa sagt í umfjöllun sinni í kvöld að þetta sé án nokkurs vafa annar af tveimur bestu leikjum ársins. Blaðamaður breska ríkisútvarpsins segir það staðreynd að samvinna Gerrard, Suarez og Carroll hefði átt að vera lykillinn að velgengni LFC. Og þar væri í raun og veru svarið við af hverju Liverpool væri á þeim stað sem það er í dag.

  Downing átti flottan leik, hann var ógnandi, vann vel tilbaka. Henderson, jú hann var slakur og KK er ekki að gera þessum leikmanni neinn greiða með því að spila honum á hægri kanti. Carroll var hins vegar endanlega að sanna sig sem byrjunarliðsmaður, þvílíkur leikur hjá drengnum. Hann vann alla skallabolta (gegn tveimur rumum), hann var skynsamur í öllum sínum aðgerðum, átti flottar sendingar, hélt boltanum vel (sem er hans hlutverk). Ég er á því að Dalglish hafi létt af honum spennuna, gefið honum gott tækifæri til að sanna sig á eigin verðleikum. Og það herbragð hafi gengið fullkomlega upp.

  Og svo Suarez. Er hægt að ætlast til meira af honum? Nei, ég bara spyr. “A constant buzz for the Everton defence,” skrifuðu bresku miðlarnir. Hann var æðislegur og líktist þeim manni sem kom eins og vítamínsprauta inní rauða herinn í janúar. Enn er von að hann nái að sýna og sanna af hverju Kop-stúkan elskar hann og andstæðingarnir hata hann (Leighton Baines átti að fá rautt spjald fyrir brotið sitt á honum).

  En maður leiksins, dömur mínar og herrar. Það er bara einn kóngur á Anfield. Hann heitir Stevie G. Og með hann innanborðs er liðinu allir vegir færir. Með smá dassi af heppni og að hin heilaga þrenning fái núna tækifæri til að festa sig í sessi, þá er leiðin greið….Stevie G, Suarez og Carroll hafa verið í byrjunarliðinu tvisvar. Markatalan úr þeim leikjum er níu núll….

 26. Það voru allir að spila með hjartanu og það skilaði þessum sigri koma svo!

 27. ps. flott leikskýrsla Maggi. Ég held að engin stuðningsmaður liðsins láti sig dreyma um Champions League á næsta ári. En ef liðið spilar svona til loka tímabilsins þá geta við leyft okkur smá-bjartsýni fyrir næsta tímabil….

 28. Leikskýrslan komin.

  Sammála Birni Yngva. Gerrard, Carroll og Suarez eiga að byrja alla leiki sem mögulegt er fram á vor saman. Þetta er svakalega fjölbreytt ógn sem við eigum þarna og ef við bara hugsum okkur Lucas með Gerrard og fljúgandi vængmann á hægri kanti móti Downing held ég að við séum á flottum stað.

  Everton voru lesnir eins og opin bók og stútað. Gleðjumst yfir jákvæðu hástafafyrirsögnunum og hrósinu sem okkar lið er strax farið að fá – en missum okkur ekki í að halda að allt sé komið.

  En ég verð BRJÁLAÐUR ef ég sé ekki nr. 7, 8 og 9 byrja leikinn gegn Stoke um næstu helgi. Ekkert rotation bull núna – spila þessum mönnum saman!!!

 29. frábær leikur í alla staði. Að mínu viti fannst mér Downing mjög góður.
  Hraður og sókndjarfur og varvað skila boltanum inn í teig. Henderson verðirbað fara að girða sig í brók hann var oft á tíðum út á túni.

 30. Þrenna Gerrard er sú fyrsta hjá Liverpool-manni í derbyleik síðan 1982 og sú fyrsta á Anfield síðan 1935. Það er magnað afrek hjá Gerrard, því þessi leikur er legendary viðureign og töluvert af sóknarmönnum tekið í honum þátt án þess að ná þeim árangri!

 31. í kvöld sannaðist það í eitt skipti fyrir öll að Stevie G er besti knattspyrnumaður heims í dag !
  Ekkert hægt að þræta fyrir það.

 32. Steve Gerrard Gerrard,

  He’ll pass the ball 40 yards

  He’s big and he’s F**kin hard

  Steve Gerrard Gerrard.

 33. Flottur leikur í alla staði, frá markverði til fremsta mann.
  Fólk sem er að skjóta á Henderson, hann er 21árs og er látinn spila á hægri kannt, (hann sem er púra miðjumaður) hann á sendinguna á Suarez sem býr til þetta pláss í marki nr 1. Er ekki að segja að maðurinn sé fullkominn en að gefa honum aðeins meiri tíma.

  Ég var einn af þeim sem þoldi ekki Lucas, allt sem hann gerði hataði ég. Í dag er þetta mikilvægasti leikmaður liverpool. Ég ætla ekki að gera sömu mistök, því ætla ég að gefa Henderson tíma. Ef mikla trú að Henderson verði eins og Lucas eftir nokkur ár þ.a.s ómissandi.

 34. Var að koma heim og búinn að renna í gegnum samantektina… hvað var eiginlega í gangi hjá Suarez í þessum leik? Hann kom við sögu í hverju einasta aðtriði sem var sýnt í samantektinni. Kelly virkaði einnig mjög sprækur og með nokkrum “finish” æfingum fyrir næsta season held ég að hann eigni sér þessa stöðu og muni setja hann reglulega!

  Sammála mörgum hér með að nú verður að halda áfram að spila Gerrard, Suarez og Carroll saman. Þetta lítur út fyrir að hafa svínvirkað í dag og ég vona að ég fái að sjá framhald af þessu um helgina!

 35. There are two good football teams in Liverpool city…..Liverpool and Liverpool reserves.

  Er buinn ad vera i 9 vikna vinnutörn i landi thar sem internet er takmarkad og thad var ekkert verra ad na tessum lika leiknum!

  Shit hvad eg verd blekadur i kvöld ad syngja Liverpool söngva.

  YNWA og suck it Moyes endilega vertu 10 ar i vidbot hja tessum smaklubbi.

 36. Frábær sigur og góður leikur. Gaman að sópa saman Everton í borgarslagnum.
  Tek undir orð manna með Henderson og hvar hann er látinn spila, hann er að nýtast illa þarna út á kanti, ekki kannski rotna … en nýtist mjög illa. Hann á eftir að vaxa þessi gaur, klárlega. Hinn maðurinn sem ég er sérstaklega ánægður með, fyrir utan Gerrard náttlega, er Jay litli. Hann vann mjög óeigingjarnt hlutverk sem skipti gríðarmiklu máli, því annars hefði Gerrard ekki mátt vera svona sókndjarfur.
  Ég vona svo að Kenny hafi tekið rækilega eftir því að Adam er ekki byrjunarliðsmaður í þessu liði í 4.4.2 með Gerrard sér við hlið. Adam er að reyna að vera Gerrard en hann á langt eftir í að ná hans gæðum. Og í 4.4.2. aðferðinni eins og ég veit á Maggi er sammála mér um, verður einn fljótur og varnarsinnaður að vera með Gerrard. Í optimal ástandi væri það Lucas en núna erum við sáttir með Jay litla.
  Og svo vil ég annann svona leik á laugardaginn. Út með Stók úr FA cup takk fyrir. !

 37. Það er með ólíkindum hvað einn maður getur haft áhrif í fótbolta, Gerrard var gæfumunurinn í kvöld. Þvílíkur leikmaður!!!!!!!!!!!!!

  Loksins, loksins getur maður hætt að vera í þunglyndi út af Liverpool, alla vega þar til í næsta leik hahahahaha.

  ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

 38. carroll….ja maður. sá er að komast í gang.. maður leiksins ekki spurning.. með gerrard..;)

 39. Frábær sigur.En rosalega langar mig að sjá gerrard og lucas spila saman á miðjunni aftur

 40. Sá að einhver skrifaði hérna að Gerrard sé besti leikmaður í heim í dag. Það er alveg rétt ef heimurinn er Liverpool-borg.

 41. Glæsilegur leikur og flott skýrsla.

  En hver segir að Suáres sé sá litli? Hann er 1.81 sm…

  Kristján Atli full neikvæður, Suáres lagði upp tvö og hitt líka óbeint þvímhann lagði upp fyrir Kelly sem síðan leiddi til marks. Suáres var óeigingjarn eins og alltaf og hefði hæglega getað skorað sjálfur.

  Kuyt betri en Hendo á kantinum en annars draumalið og vill sjá sömu aftur um helgina, kvarta þó ekki undan að sjá Maxi eða Glen, en Adam á bekknum.

  Spearing, Gerrard, Carroll, Suáres eru frábær blanda virka mjög vel sem ein heild fyrir sókn þar sem Spearing leyfir Gerrard að sækja.

 42. Horfði á leikinn og sé ekki eftir því, góð skemtun. Suarez farinn að fífla menn og Gerrard sýndi mönnum hvar markið er.

 43. Sammála mönnum með það hvar Adam á að spila. Dalglish fann loksins réttu stöðuna fyrir hann, þ.e.a.s. á bekknum.

  Downing fannst mér furðu góður og ef hann væri í liði sem væri að skora væri hann kominn með 5-10 assist. Þó að það sé óafsakanlegt hvað hann er búinn að fara illa með færin í vetur.

  Annars er þetta ekki hægt með Henderson. Hann var svo hrikalega lélegur í gær. Einu skiptin sem Everton náði að ógna af einhverju viti var eftir að hann tapaði boltanum á miðjunni á klaufalegann hátt.
  Svo ekki sé minnst á það að hann var mjög lélegur sóknarlega, lélegar fyrirgjafir, sendingar, staðsetningar og studdi illa við bakið á Kelly í varnarleiknum, sbr. þegar að Baines og Pienaar fengu að valsa þarna upp trekk í trekk.

  Annars er bara einn kóngur á Anfield! STEVIE G!

 44. Það er nánast. Einnsigur á heimavelli og allt í einu eru allir frábærir. Flottur sigur og allir spiluðu vel en liðið er samt búið að skíta á sig. Charlie Adam var maður leiksins þarna á bekknum!

 45. Já, af mörgu að taka eftir leikinn í gær og ca 99% jákvætt.

  Skil samt ekki þá sem koma hérna inn og vilja hengja Henderson fyrir leik sinn í gær (og seinustu leiki). Hann skapar mark með flottri sendingu og þá er hann að spila sem miðjumaður (er þannig staðsettur). Það sem hann hefur skapað í vetur kemur alltaf eftir að hann kemur upp miðjuna því sendingar hans frá kannti eru ekki nægilega góðar. Hann á framtíðina fyrir sér, en ég tel hinsvegar að betur færi á því að nota Maxi/Bellamy/Kuyt á hægrikannti en ekki Henderson….en það er bara mitt álit. 😉

  En mikið var þetta ljúft! Sá einmitt á SSteini í gær, eftir að fyrsta markið kom, að hann gat andað…var ekki búinn að gera mikið af því fram að því 😉

  Gerrard frábær, Carroll að finna sig, Suarez kominn í gírinn, Kelly að stíga upp eftir tvo slaka leiki, Carra með hjartað á 100% réttum stað, Downing að bæta sig og svo mætti lengi telja.

  EN….það er einn maður sem er að nýta tækifærið betur en nokkur annar, finnst mér allavega, en það er Jay Spearing!!! Drengurinn var á fullu í gær! Eru margir, á hans hæðarcaliberi, sem myndu reyna að fara öxl í öxl við Fellaini og vita að þeir myndu tapa?? Man eftir einu skipti þar sem sá blái tók hann í nefið en það skeði ekki aftur….sá stutti ákvað þá að reyna að ná boltanum í gegnum klofið á honum en þegar að það gekk ekki strauaði sá stutti hann!!! Baráttuhundur með meiru og mikið rosalegt respect fær drengurinn. Ég hef aldrei verið með drull yfir hann en mikið djö…á hann skilið mikið lof!
  Klárlega næstbesti maður vallarins í gær.

  Núna er bara að finna stöðuleika í leik liðsins. Ef að Gerrard helst heill og Suarez og Carroll halda svona áfram þá er voðinn vís, þ.e.a.s fyrir hin liðin, unaður að sjá þetta 😉

  YNWA – King Kenny we trust!

 46. Hrein fínasta skemmtun þessi leikur. Magnað að sjá Kelly pressa svona vel fyrir framan mark andstæðinga og gaurinn hefði alveg mátt hafa smá heppni með sér og setja hann einu sinni.

  Það fór nú smá um mann þegar flautað var til hálfleiks að sjá SG taka af sér legghlífina og gretta sig en sá heldur betur sýndi hvernig á að mæta í svona leik. Hausinn undir sig og keyra á fullu.

  Eins og allir voru með upp á bak í Sunderland leiknum þá voru allir búnir að þrífa sig fyrir þennan leik og maður bara nennir ekki að vera að pikka einhvern út og segja að sá hafi verið slakasti. Liðið lék glimmrandi vel og er hægt í raun að taka alla leikmenn og segja eitthvað um þá. Tek undir að #7, #8 og #9 eiga að spila alla leiki það sem eftir er af þessu tímabili og ég nánast vil fá að sjá læknisvottorð frá LFC lækninum ef þeir eru ekki í byrjunarliðinu 🙂

  Vonandi verður þetta búst fyrir liðið okkar í komandi leikjum og ég hlakka ekkert smá til að vera í einin persónu á leiknum 24. n.k. og þar ætla ég að syngja og öskra mig vitlausan þannig að raddböndin liggja úti á miðjum velli eftir leik.

 47. Hvað eru menn að hrauna yfir Henderson? Þó hann hafi ekki verið með frábæran leik þá var hann ekki lélegur og var mikilvægur hlekkur í tveimur fyrstu mörkunum. Í fyrsta markinu á hann sendingu á Suarez (í einföldu þríhyrningaspili) sem sendir inn fyrir vörnina á Kelly. Í marki nr. tvö á hann sendinguna inn fyrir vörn Everton á Suarez sem skapar svo markið fyrir Gerrard. Í því marki heldur Henderson áfram hlaupinu inn í teig og að endalínu og dregur að sér seinni manninn sem Suarez fer fram hjá áður en hann sendir á Gerrard. Auðveldar pínulítið vinnuna hjá Suarez.

 48. Góð lína úr Redmen… “When the going get’s tough, Steven Gerrard get’s going!”

 49. En getur einhver útskýrt fyrir mér af hverju Enrique fékk gult spjald þarna í gær? Er bannað að láta sparka boltanum í sig núna?

 50. Það hafa margir gagnrýnt Henderson fyrir misjafna frammistöðu og sumir gengið svo langt að segja þeir vilji losna við hann. Ég er einn af þeim sem er alltaf að verja strákinn og held því áfram vegna þess að þessi piltur er mikið efni. Kenny hefði aldrei keypt hann á þennan pening ef hann hefði ekki trú á honum. Stuart Pierce hefði aldrei gert hann að fyrirliða U21 ef hann gæti ekkert. Þetta er bara fyrsta tímabil hans með Liverpool og pilturinn á eftir að koma til. Sumir þurfa bara smá tíma. LUCAS LEIVA anyone!
  I rest my case.

  Annars var þetta æðislega leikur og Liverpool þarf að fylgja þessu eftir með að ná stöðugleika. Gerrard sagði það sjálfur í viðtali eftir að vonandi nær liðið að ná stöðuleika. http://www.youtube.com/watch?v=bdrL-KZLIAw

  Koma svo

 51. Sælir félagar
  Eikunnir:
  Reina 8 Sló ekki feilpúst en reyndi lítið á hann.
  Kelly 9 Fré bær og setur gífurlega pressu á Johnson
  Carra 9 Frábær
  Skrtel 9 Frá bær
  Enrique 8 Frábær varnarlega
  Litli risinn (Litle Big Man) Spearing 9 Át allt bæði ætt og óætt.
  Hendo 7 Mjög vinnusamur en var ekki í sinni uuáhaldsstöðu
  Gerrard 10 Tían segir allt, þvílíkur leiðtogi
  Downing 8 Mjög góður leikur og virðist vera að bæta sig verulega undanfarið
  Carroll 9 Sama og Downing en hafði meira að segja í þessum leik
  Suarez 9 Átti þátt í öllum mörkunum og lagði 2 þeirra algjörlega upp.

  Þetta er svona mí persónulega einkunnagjöf. Ég vil benda mönnum sem töluðu um að Carra væri búinn á því að horfa á þennan leik aftur.

  Það er nú þannig.

 52. Er þetta örugglega sama síðan og ég skoðaði eftir Arsenal og Sunderland leikinn? Það ótrúlegt hvað Liverpool aðdáendur eru manic depressive:) Mér fannst t.d liðið spila betur á móti Arsenal en það gerði í leiknum í gær. Þó var liðið að spila ótrúlega vel í gær.

  Það er bara alveg ótrúlegt hvað menn geta dottið í mikla neikvæðin þegar liðið tapar leikjum. Allt liðið meira eða minna ónýtt, þjálfarinn ónýtur og meira að segja sjúkraþjálfarinn og vatnsberinn eru ómögulegir líka og þarf að skipta út. Ef menn myndu nú aðeins skoða heildarmyndina þá er núna rétt rúmlega ár síðan að þetta lið var næstum því gjaldþrota með sennilega einn lélegasta stjóra sem hefur stýrt þessu liði frá upphafi og fullt af leikmönnum sem komast myndu ekki einu sinni komast í byrjunarlið Blackburn í dag. Síðan þá er búið að kaupa 7 leikmenn ef ég man þetta rétt sumir hafa reynst vel, aðrir verið að koma til og síðan eins og gengur og gerist þá hafa sumir bara als ekki virkað. Það tekur tíma að slípa saman lið sem hefur ekki verið í lægð undan farin ár. Það er alveg klárt að Daglish gerir mistök og er ekki fullkominn en mér finnst bara lámark að gefa manninum tvö tímabil til að rétta skútuna við og þá er ég ekki að tala um það vegna þess að hann er Kenny Daglish heldur er stöðuleiki eitt af því sem hefur vantað í Liverpool undan farin ár og hann fæst ekki með því að skipta um þjálfara á ársfresti.

  Ég var gríðarlega ánægður með leikinn í gær og margir voru að spila mjög vel og þá sérstaklega þegar það fór að líða á leikinn. En ég er sammála mönnum sem hafa verið að tala um Spearing, mér fannst hann lang besti leikmaðurinn í þessum leik á eftir Gerrard. Kelly var líka mjög góður en baráttan í honum Spearing var aðdáunarverð og mér fannst hann líka mjög góður á móti Arsenal.

  Ég er búinn að segja það í allan vetur og segi það enn að mér finnst þrátt fyrir allt að liðið sé á réttri leið það hefur ótrúlega margt klikkað hjá liðinu og þá sérstaklega á heimavelli og markaskorunin er fáránlega lág. En þetta er ekki vegna þess að liðið er að spila illa heldur virðist vanta bara ákveðna greddu fyrir framan markið og það er eitthvað sem á pottþétt eftir að lagast.

 53. Mér finnst nú fullhart af mönnum að gagnrýna Adam svona hrikalega en hrósa Downing og Carroll fyrir leik sinn. Adam hefur verið slakur undanfarið en hann er með tvö mörk og sex stoðsendingar í deildinni í vetur og hefur bjargað nokkrum leikjum. Carroll og Downing eru samtals með þrjú mörk og eina stoðsendingu, og ekkert markanna réði úrslitum.

  Þessi leikur sannar í raun ekkert nema hversu mikið liðið saknaði Gerrard. Þegar að lið sem spilar 442 skorar þrjú mörk og central miðjumaður á þau öll er það ekki sérstaklega til marks um að kerfið sé að ganga upp. Carroll gerir sitt mjög vel, þ.e. að droppa aftur, vinna skallaeinvígi og flikka á hina. En ég sé bara ekki nauðsynina í þessu. Minni lið sem eiga erfitt með að halda boltanum gera þetta oft en Liverpool dominerar flesta leiki og getur auðveldlega borið upp boltann. Það sem vantar eru menn í boxinu og algjör óþarfi að láta fremsta mann fara svona aftarlega. Sama með vængspilið sem að hefur ennþá ekki skilað marki í deildinni í vetur(!). Þessir hlutir skána ekkert þó kafteinninn eigi stórleik.

  Hinsvegar er frábært að sjá að Gerrard og Suárez linka vel upp og vonandi eigum við eftir að sjá meira af því í framtíðinni.

 54. eitt stæðsta vandamál liverpool í mörg undanfarin ár og ein stæðsta ástæðan fyrir því að við erum ekki að berjast um titilinn er þessi aumingjaskapur í leikjum fyrir svokallaða stórleiki þ.e. leiki á móti okkar erkifjendum everton og manu einna helst.í öllum leikjum fyrir þessa leikji er þvílíkt karektersleisi í gangi og yfirleitt tapaður leikur
  t.d. leikurinn við bolton og einnig síðasti leikur við sunderland. Einna verstur í þessu finnst mér vera okkar fyrirliði, þessu verða menn að breyta.

 55. Ekki sammála þér Hjalti Björn #67. Mér finnst einmitt kostur hvað Carroll kom langt aftur því við vitum öll að flöt 4manna miðja virkar ekki fyrir Liverpool þegar Gerrard spilar. Þetta gerði það að kostum að Gerrard gat spilað framar og náð virkilega góðum kontakt við Suarez eins og sást. 2 heimsklassamenn sem skilja hreyfingar hvors annars og þurfa fá að spila sig saman.
  Carroll hélt boltanum vel og kom honum í spil á samherja. Kannski erum við loksins búnir að finna hlutverk fyrir hann, því Guð veit að hann verður mjög seint þessi Power-Center sem Dalglish hélt að hann yrði inní teignum.

  En alltaf svo yndislegt að vinna Neverton. Eins og sést á þessum link eru þeir vægast sagt ekki sáttir við Moyes og bitu mjög fast í koddann í nótt. http://www.toffeeweb.com/season/11-12/comment/editorial/20715.html?

  En já Liverpool hefur frábæra tölfræði þegar Gerrard, Suarez og Carroll spila saman. Nú er bara að halda því áfram þegar þeir allir eru heilir og reyna bjarga þessu hörmulega tímabili. Menn eru fullharðir við Henderson enda á hann alls ekki heima á hægri kantinum. Spearing er enn sem áður 1-2 númerum of lítill fyrir Liverpool en gott að Downing sé að koma til. Charlie Adam held ég að sé búinn að spila sig útúr plönum liðsins nema hann eitthvað verulega mikið komi til, hraðinn og karakterinn bara ekki nægur. Allir hafa þó enn út tímabilið til að sanna sig.

  Eigum vinnanlega leik á næstunni. Nú er bara að halda áfram og komast loksins á smá rönn. Áfram Liverpool!

 56. Var að keyra hóp af Bretum í gærkvöldi eftir leikinn. Af einskærri illkvittni spurði ég hópinn áður en við lögðum á stað í leit að norðurljósum, hvort einhver þeirra héldi með Everton. Ég fékk tilbaka mjög kurteist “sod off” frá einum. Í morgun fór ég svo með þennan mann og konuna hans í ferð í Mývatnssveit.

  Þegar ég spurði hvernig þau hefðu sofið um nóttin svaraði hann því til að Gerrard hafði eyðilagt fyrir sér svefinn. Konan hans hló þá vel og mikið, enda kom það í ljós að hún hélt með Liverpool. Bæði voru þau úr borginni. Það er hugsanlega mikið fjör heima hjá þeim þegar þessi tvö lið eigast við.

 57. Það er að byrja rétt í þessu spennandi leikur hjá ungunum á móti Ajax í undanúrslitum U18 Championship.

 58. Getur einhver sagt mér hvað er með þennan orðróm um suárez ???
  Hann átti víst að hafa sagst vilja spila fyrir psg og það kom svolítið þannig út að
  hann vildi fara !! var þetta rifið algjörlega úr samhengi í viðtalinu eða vill hann fara ??.
  Því hann hefur ekki verið upp á sitt besta undanfarið ??

 59. okkar unga svokallaða efnilega lið er greinilega ekkert svo efnilegt! búnir að tapa 4-0 í einhverjum 4 leikjum í vetur! en eitt dæmið um overhypið í kringum okkar lið!

 60. Blessaður kallinn…

  Bein textalýsing á Soccernet.com Chelsea-Napoli (staðan 2-1, og Napoli að vinna einvígið)

  “Torres warms up on the touchline… it’s not that desperate yet.”

  Svipað eins og að segja

  “Heskey warms up on the touchline… it’s not that desperate yet.”

 61. Brynjar hann sagði hann væri alveg til í að spila með landa sínum sem er að spila með PSG sem er greinilega einhver félagi hans. Miðlanir geta síðan snúið þessu eins og þeir vilja. Sé ekki að þetta sé einhver yfirlýsing frá honum að hann vilji spila með þeim.

 62. Ef ég er að telja rétt þá eru fyrrverandi Liverpool menn í 8 af þeim 16 liðum sem eru í 16 liða úrslitum meistaradeildarinnar. Við gætum alveg notað suma af þeim…

 63. Jay Spearing var frábær í þessum leik og á skilið að byrja inná í hverjum einasta leik til loka tímabilsins í stað Charlie Adam. Þetta er mjög góður leikmaður og það sem hann hefur sérstaklega framyfir Adam er að hann gefur alltaf 100% í leikinn. Ég er á því að við eigum að nota alla þessa uppöldu leikmenn í byrjunarliðinu fram á vor, Martin Kelly, Jay Spearing, Carra og jafnvel Jack Robinson. Steven Gerrard mun svo auðvitað spila alla leiki. Það er allt annað að sjá þetta lið þegar uppistaðan í því eru leikmenn uppaldir hjá félaginu, því þeir gefa alltaf allt sem þeir eiga í leikina og svíður það sárt að tapa. Einnig eigum við að láta Dirk Kuyt og Craig Bellamy spila sem mest því þeir eru baráttuhundar sem gefast aldrei upp.

  Stewart Downing, Jordan Henderson og Charlie Adam, þessir leikmenn eru til skammar. Þeir eru ömurlega slakir og virðist vera nákvæmlega sama um það. Enginn af þeim á skilið að vera í rauðu treyjunni og það ætti að senda þá í varaliðið til vors. Það er til skammar að þessir menn séu að spila fyrir félagið og ég er gjörsamlega kominn með nóg af þeim.

  Andy Carroll og Jose Enrique falla ekki í sama flokk og þessir sem ég taldi upp. Carroll er heilt yfir búinn að vera gríðarlega slakur og hefur valdið miklum vonbrigðum. Hann kostaði 35 milljónir punda og átti ásamt Suarez að bera sóknarleikinn uppi en hefur algjörlega brugðist. Það sem mér finnst þó vera munurinn á honum og þessum þremur sem ég taldi upp áðan er að Carroll er alltaf að reyna og virðist vera að gefa allt í þessa leiki. Það er eitthvað sem ég kann virkilega að meta og því hef ég meiri þolinmæði gagnvart honum. Því miður virðist hann ekki hafa gæðin sem menn þurfa að hafa ef þeir ætla að vera áfram hjá Liverpool, en þó hefur þetta verið að ganga aðeins betur hjá honum undanfarið og kannski réttir hann sig af og fer að skora mörk reglulega. Hann fær allavega lengri tíma til að sanna sig hjá mér á meðan hann leggur sig allan fram. Jose Enrique er svo bestu kaup sumarsins, og í raun þau einu sem hafa gengið upp að mínu mati. Þó hefur hann verið slakur á köflum núna í þessari lægð eftir áramót sem liði lenti í, eins og flestir reyndar, og verður að halda dampi. Annars gerir maður þá kröfu að Jack Robinson komi inn.

  Luis Suarez, ég veit eiginlega ekki hvað mér finnst um hann. Eitt er þó alveg 100% ljóst, þetta er ALLS EKKI þessi súperstjarna og match winner eins og við héldum síðasta vor. Hann skorar alltof lítið, og þarf alltof mörg færi til að pota inn einu fjandans marki. Ég skil ekki þessa hollensku deild og hvað er í gangi þar. Menn raða inn fleiri tugum marka á hverju tímabili þar en mæta svo til Englands og ná ekki að vera með betri tölfræði en Heskey. Það er fyrir löngu kominn tími á það að menn komi sér niður á jörðina varðandi þennan leikmann. Kannski er hægt að gera úr honum heimsklassaleikmenn sem verður jafnmikilvægur fyrir okkur og Gerrard hefur verið, en í augnablikinu er hann langt frá því. Það er mikil vinna fyrir höndum með þennan leikmann.

Byrjunarliðið komið í Mersey-derby!

Opinn þráður – Aquilani kemur ekki aftur