Byrjunarliðið komið í Mersey-derby!

Þá hefur Kóngurinn stillt upp liðinu fyrir “Baráttuna um borgina”.

Það er svona:

Reina

Kelly – Skrtel – Carragher – Enrique

Henderson – Gerrard – Spearing – Downing

Carroll – Suarez

Bekkur: Doni, Coates, Shelvey, Maxi, Flanagan, Kuyt, Adam.

Skulum bara hafa það á hreinu að SELFOSSTRÖLLIÐ Einar Matthías hitti 100% á liðið, það þýðir high five á línuna frá okkur öllum auðvitað. Enginn Bellamy í hóp, tist í dag sem talaði um að hann væri lítilsháttar meiddur.

Við treystum því að LFC tapi ekki fjórða deildarleiknum í röð!

KOMA SVO!!!!!!!!!!!!!!!

Uppfært

Verð að fá að grípa frábæra ábendingu á athugasemdakerfinu, í kvöld byrja SJÖ enskir leikmenn fyrir Liverpool FC. Held að ég geti fullyrt að það hafi ekki gerst síðan Roy Evans hætti hjá klúbbnum….

44 Comments

 1. já og þrír bretar á bekk, þetta er nú það sem Kenny vildi. Vona bara að það sé eitthvað vit í þessu hjá kallinum. En ef þetta gengur ekki vel í dag þá er nánast enginn á bekknum sem getur breytt gangi mála af einhverju viti.

  En ég hef fulla trú á að við vinnum þennann leik, spái þessu 3-1 og Carroll allavegana með eitt.

 2. Flott uppstilling, Downing er fyrir löngu búinn að sanna að hann á skilið að byrja í borgarslagnum.

 3. Hefði viljað Sterling á bekkin, ef hann er jafngóður og sagt er. Skil ekki af hverju Maxi er alltaf þarna þegar Dalglish vill klárlega ekki nota hann nema í neið.

 4. Jæja og munum nú að blóta réttu liði – þessu bláa.

  2-0 (Carrol (18), Suarez (67))

 5. Það er einhver tussa í mér. Lýsið er ekki að ná henni úr mér en þrjú stig ættu að fara langt með það.

 6. já 7 enskir segir þú… og þeir hafa fært okkur ekkert nema gleði 😉

 7. Stórleikja Kuyt skilinn eftir á tréverkinu og Henderson á hægri kantinum. Óskiljanleg ákvörðun hjá Kenny.
  Ef þessi leikur tapast þá verður allt vitlaust á öllum spjallborðum.

 8. Nógu gott lið til að leggja Everton að velli. Vonandi notar hann Maxi sem skiptimann því hann gæti valdið usla. Koma svo !!!!

 9. Ánægður með bekkinn hjá Everton – Cahill, Neville og Osman allir þarna, gott að þurfa ekki að horfa á þá í 90 min. Vantar bara Duncan Ferguson við hliðina á þeim, þá væri þetta fullkomið

 10. Gerrard fyrsti leikmadur liverpool til ad skora deildarmark á Anfield 2012

 11. Voðalegt væl er þetta á köflum. Þetta er búin að vera ágætis skemmtun að sjá. Góður hraði í þessu, fast tekið á en ekkert um óþarfa ruddaskap. Kelly óheppinn að vera ekki búinn að setja hann.

 12. Flottur leikur, mikill hraði og fín færi á báða bóga 🙂
  Já, og mark hjá Gerrard, yeah!

 13. Allir að spila vel í fyrri hálfleik nema kannski Henderson sem þarf aðeins að herða sig og passa bæði sendingar og varnarvinnuna sína. Honum óx þó ásmegin í leiknum og átti frábæra sendingu á Kelly sem var óheppinn að skora ekki.

  Þetta virkar vel núna, hafði samt samt áhyggjur af því hvað Everton fékk að vera mikið með boltann frá svona 15 mín til 33 mín. En við erum yfir eins og staðan er núna og vonandi bætum við í og klárum þá örugglega.

  YNWA

 14. Góð færi sem munu detta í seinni hálfleik.
  Howard búinn að vera maður leikisins.
  Kelly góður með hlaup.
  Enrique flottur í vörninni.

  Spearing mikið að fá boltann og dreifa. Vantar aðeins upp á getuna og því væri Lucas flottur þarna.

  Mikil orka í okkar mönnum og hausinn uppi og allir með í leiknum. Ekki verður kvartað yfir vinnuframlagi manna í kvöld.

 15. Degen kominn inná hjá Basel. Thá hljóta their ad jafna thetta.

 16. Nú er bara að hleypa þeim ekki of mikið inn í leikinn, megum ekki vð því að bakka alveg til baka.
  Enrique búinn að vera þéttur og Kelly virkilega góður.
  En þvílikur munur að hafa svona dómara sem lætur leikinn fljóta og er ekki alltaf á flautunni.

 17. Það spila allir miðjumenn betur þegar tjarlí tréhestur er ekki í liðinu

 18. Finnst flott barátta allann leikinn. Meira að segja Spearing að spila vel á miðjunni og dreifir spilinu.

 19. Shit, nú á Howard eftir að kæra Gerard fyrir níðandi framkomu. Hann saug á sér puttann! Maður gerir ekki grín að smábörnum þegar mapður skoarar hjá þeim.

 20. Steve Gerrard, Gerrard,
  He’ll pass the ball 40 yards
  He’s big and he’s f**kin’ hard,
  Steve Gerrard, Gerrard

 21. Allir hressir og bjartsýnir. Svo er það bara fjórða sætið í næsta leik.

 22. Glæsilegur sigur og storkostleg nidurstada eftir depurdina undanfarid!

  Gerrard er audvitad ekkert nema snillingur hvad knattspyrnu vardar og thetta var einmitt sem okkur vantadi, nokkur mørk, sjalfstraustid i gang og winning run til ad framlengja. Spai frabærum lokakafla okkar manna a thessu timabili og leyfum KD ad klara timabilid i fridi og dæma hann eftir thad.

  YNWA!

 23. Var það bara mér sem fannst Carroll fjári góður í þessum leik? Heldur allt í einu boltanum eins og ekkert væri eðlilegra og dreifði boltanum eins og honum væri borgað fyrir það.

 24. Gerrard er snillingur en annars ber að hrósa mjög mörgum eftir þennan leik. Spearing fannst mér hrikalega góður á miðjunni, hann var á sprettinum nánast allan leikinn, gaf ekki tommu eftir og varla feilsendingu. Skrtel er MAÐURINN og áttu sóknarmenn Everton ekki breik í þennan grjótharða varnarmann.

  Carrol og Suarez voru svo virkilega öflugir í þessum leik og ber að hrósa þeim því þeir hafa svo sannarlega fengið sinn skammt af gagnrýni á þessari síðu í vetur. Carrol virkilega grimmur og vann sína vinnu fullkomlega, það eina sem vantaði var mark frá honum og þá myndi ég segja fullkominn leikur. Suarez síðan lagði upp tvö mörk og gerði allt rétt í þessum leik fyrir utan kannski 2 dýfur sem maður vill að hann taki alfarið úr sínum leik.

  Svo vil ég líka benda á að það er ekki Stewart Downing að kenna að hann sé ekki með fleiri stoðsendingar í deildinni. Hvernig fór Kelly að því að skora ekki eftir þessa geggjuðu sendingu hans um miðjan síðari hálfleikinn?

  Frábært kvöld og maður spyr sig. Af hverju getur Liverpool ekki spilað svona í öllum leikjum? Gefið hjarta og sál í hvern leik og haft svona vinnslu? Við værum á allt öðrum stað í deildinni ef menn myndu spila alltaf svona.

  YNWA

Everton á morgun

Liverpool 3 – Everton 0