Liðið gegn Arsenal:

Liðið gegn Arsenal er sem hér segir:

Reina

Kelly – Skrtel – Carra (f) – Enrique

Henderson – Spearing – Adam

Kuyt- Suarez – Downing

Bekkur: Doni, Coates, Flanagan, Maxi, Shelvey, Bellamy, Carroll.

Sem sagt, Gerrard, Johnson og Agger frá vegna meiðsla og Bellamy og Carroll bara á bekk. Þetta verður athyglisvert.

Lið Arsenal:

Szczesny

Sagna – Koscielny – Vermaelen – Gibbs

Song – Rosicky – Arteta

Walcott – Van Persie – Benayoun

Sterkt lið hjá þeim, nokkuð heilir heilsu. Við eigum samt að klára þetta lið á Anfield í dag. Stoppum Van Persie og þá vinnst þetta.

Koma svo, áfram Liverpool!

122 Comments

  1. Þetta eru leiðinlegar leifar góðrar viku. Enn rasandi yfir meiðslum Gerrard og því að Bellamy spilaði 75 mínútur fyrir Wales.

    Burt með landsleikjahlé vegna vináttuleikja!

    En koma samt drengir, þetta verður erfitt en við treystum ykkur!!!

  2. Adam, Spearing og Henderson á miðjunni og við eigum ennþá möguleika á meistaradeildarsæti. King Kenny stjóri ársins á Englandi, það er klárt mál.

  3. Lýst ekkert á þetta
    Eg er farinn útí sjoppu að setja 5000 kall á arsenal og lengjunni. fæ 14 þús ef við töpum
    Verð mjög glaður ef við vinnum og jafntefli er fínt líka

  4. Ég get ekki sagt að ég sé fullur bjartsýni fyrir þessa viðureign, vantar nokkra lykilmenn og svo er Spearing á miðjunni. Mér finnst hann bara ekki nógu góður. Þakka fyrir ef við náum jafntefli. Annars dreymdi mig að þessi leikur hefði endað 3-1, vona að draumurinn hafi vinninginn 🙂

  5. Get ekki sagt að þessar liðsuppstillingar leggist vel í mig. Fyrir viku þá var ég mjög ánægður að vera að mæta Arsenal á þessum tíma, fullt af lykilmönnum meiddir RVP gat ekki tekið þátt í landsleik og Gerrard tekinn útaf “fyrirbyggjandi”, annað kom á daginn. Mér lýst ekkert á miðjuna en vonandi koma þeir til með að eiga góðan leik og við brosum seinnipartinn.

  6. Verður erfitt en alls ekki ómögulegt en tap væri náttúrulega algjört kjaftshögg og rennandi blaut tuska í meistaradeildarsætisbaráttuandlitið,(vá þvílíkt orðskrípi)

  7. Búinn að mjúta sjónvarpið og hækka í staðinn í magnanum : )
    Verður vonandi magnaður leikur !

    Y.N.W.A. !

  8. Suarez! Þetta var aldrei annað en víti! Hvað í andskotanum var Adam að gera á punktinn í stað Downing!?!?!?!?!

  9. Fuck…….Maður er farinn að bölva því að fá víti þegar Gerrard er ekki með.

  10. nú fer ég fram á að einhver starti undirskriftasöfnun gegn því að bjáninn Arnar Björnsson lýsi aldrei aftur liverpool leik, held það væri minni hlutdrægni ef formaður scum myndi lýsa leikjum frekar en hann.

    og andsk. helv. djö víti og að dúndra ekki frákastinu inn!

  11. Er búinn að fylgjast með Adam í upphafi leiks og hann hefur verið verri en enginn að mínu mati hingað til.

  12. Þetta líka fína sjálfsmark frá Konceielní : )
    Flott stoðsending frá Henderson.

  13. Áttum þetta mark inni, alveg klárt mál!!!

    Flott spil hjá liðinu, alveg frá vörninni og fram að seinustu sendingu, gargandi snild!!!

  14. Hvar eru Apple/Mac menn að streama leikinn? Mínar síður firstrow (liggur niðri) og veelte eru ekki að gera gott mót núna.

  15. Alltaf þegar við erum búnir að klúðra víti, vaða í færum, dominera leiki án þess að ná a.m.k. tveggja marka forystu þá fæ ég þessa slæmu tilfinningu, þennan hnút í magann og bara veit einhvern veginn að þetta endar illa. Vona innilega að svo fari ekki. Koma svo, bæta við öðru fyrir hálfleik.

  16. Skilaboð til annara liða í deildinni.
    Víti og opin marktækifæri afþökkuð.
    Best ef þið getið séð um markaskorun fyrir bæði lið þegar við mætum ykkur.
    Virðingafyllst, Liverpool fc.

  17. Ættum að vera yfir með 2-3 mörkum svona ef allt væri eðlilegt en ekki einu.

  18. 1-1
    Frábær ekki dekkun hjá Carra á eina manni Arse sem er alltaf líklegur til að skora.

  19. Mikið rosalega er það orðið þreytt að fá á sig mark í hvert einasta skipti sem andstæðingurinn kemst í færi. Tala ekki um þegar liðið er búið að fá fjölmörg færi í klára leikinn áður.

  20. Þessi tími sem mun fara í meiðsli Agger verður leeeengi að líða…

  21. Tölfræði fyrir vitaspyrnur takk, þetta er fyrir neðan allar hellur

  22. Hvernig gat þetta ekki farið inn hjá Suarez, almættið á að verðlauna svona awesome run með mörkum…

  23. Allar spyrnur frá Downing eru svona 250x hættulegri heldur en frá Adam, hvað ætli rauðnefur vilji borga fyrir hornin hans?

  24. Hvað kom eiginlega fyrir Adam?!!?

    Alveg sama hvort það er vítaspyrna, hornspyrna eða bara sending á næsta mann, þetta er allt skelfilegt hjá honum.

  25. Ahhhhhhhhhh…….hvað er málið með að skora ekki úr þessum færum!!!!!

  26. Algert kjaftæði að vera ekki 3 mörkum yfir í hálfleik!

    Við eigum þvílíkt eftir að fá þetta í hausinn í seinni hálfleik, sanniði til : (

  27. Þetta er skelfilegt,virðumst þurfa 10-12 dauðafæri til að skora 1 mark á meðan það er nóg fyrir mótherjan að sjá aðeins hilla í markið okkar til að skora,fokk!!!

  28. Hvernig væri að setja Rush á skýrslu. Ekki frá því að fimmtugur karlinn væri búinn að pota nokkrum við þessar aðstæður.

  29. Búið að brenna af víti, andstæðingarnir búnir að skora sjálfsmark, búnir að skjóta í stöng, er eitthvað eftir?

  30. Þessi leikur sko… aldrei hef ég verið jafn óánægður með jafntefli á móti Arsenal! Staðan gæti hæglega verið 5-1… en það þýðir lítið að svekkja sig á því, frábær frammistaða að flestu leyti hjá okkar mönnum, nú er það bara að gera örlítið betur í seinni hálfleik og hirða 3 stig!

    YNWA!

  31. Saga vetrarins á Anfield í hnotskurn í vetur… Liverpool með algera yfirburði en hafa enn ekki skorað þar sem Arsenal maðurinn gerði það fyrir okkur. Arsenal fá eitt skitið færi uppúr engu og mark.. leiðinlegt

  32. Jæja ramminn og markmadur andstædinganna menn leiksins. Same shit, different day.

  33. Auðvitað eigum við að vera 3-4 mörkum yfir. En ég er mjög ánægður með spilamennskuna í fyrrihálfleik og ef við höldum þessu áfram þá vinnum við þennan leik örugglega.

  34. fáránlegt að þetta hafi ekki verið rautt á markvörð arsenal fyrst það var dæmt víti

  35. Ekki sáttur með hálfleiksstöðuna. Nýting á vítum og öðrum færum er ekkilengur grín. Það hlýtur að þýða að þeir sem eiga að skora mörk úr færunum eru ekki nógu góðir. Svo einfalt er það.

  36. Svona enga helvítis neikvæðni drengir. Þetta er búinn að vera fínn fyrrihálfleikur, ferlegt samt að nýta ekki færin. Belló kemur og bjargar okkur í seinni.
    Þeir á Sky segja að við séum bestir. 21 sinni í viðarverkið í vetur.
    Vel gert.

    YNWA. Þið takið þetta í seinni.

  37. Mjög góð spilamennska í fyrri hálfleik og virkilega gott tempó í leik liðsins. Ótrúlegt að það skuli enn vera jafnt. Liverpool getur getur sjálfum sér um kennt að vera ekki 3 eða 4 mörkum yfir í hálfleik. Seinni hálfleikur verður örugglega jafnari, hreinlega trúi ekki að Liverpool geti haldið sama tempói út leikinn. Talandi um eins manns lið, hvað myndi Arsenal gera ef Van Persie myndi meiðast? Get ekki séð neinn covera hans hlutverk.

  38. Vá frábærlega spennandi hálfleikur að baki, staðan ætti að vera ci 3-0,, við höfum ekki nóga ógn hægra megin, Adam búinn að vera frekar dapur, Suarez búinn að vera ótrúlega ógnandi, vonandi kemur mark hjá honum í sinni hálleik, sorglegt að fá þetta mark upp úr engu hvað var Carra að gera ? lélegt hjá honum, Spering búinn að vera nokkuð góður hingað til,,, nú er bara að girða sig í brók og klára seinni hálfleikinn, vonandi kemur Bellamy inn á sem fyrst þó að flestir okkar hafi átt ágætan leik, það sást greinilega hvað kuyt er hættulegri þegar hann er ekki á kantinum þar sem hann ræður ílla við þá stöðu,vítið var auðlesið en frábærlega varið samt og lélegt að ná ekki að skora úr frákastinu.

  39. Var að sjá athyglisverða tölfræði hér í sjónvarpinu í Ungverjalandi. Liverpool er í 20. sæti yfir lið sem nýta færin sín með 8.58% færa nýtt. Nú veit ég ekki hvernig þetta var mælt en athyglisvert engu að síður.
    Manchester liðin tvö í toppsætunum og Arsenal í 4.sæti.

  40. Ahhhhhhh………….hvað er með markmenn gestanna alltaf hreint að eiga stórleik gegn okkur?

  41. CA búinn að tapa boltanum 24 sinnum í dag, meira en nokkur annar leikmaður

  42. Adam út hann er búinn að vera hræðilegur í dag… reyndar ekkert betri í hinum leikjunum sem hann hefur spilað.

  43. Bellamy inná eða 9 á Anfield er eithtvað sem við verðum að sætta okkur við.

  44. Hrós á bæði lið….þetta er stórskemmtilegur leikur….Nú verða L’pool að fara nýta færin. Langar að sjá Bellamy inná!

  45. Trúi ekki öðru en að ca 7-10 mín verði bætt við leiktímann miðað við hversu mikið Arse menn liggja í grasinu

  46. Jæja KK! Bellamy er nauðsynlegur akkurat núna! Inná með manninn! Væri líka til í að sjá Carroll koma inn og tuddast aðeins í þeim!

    KOMA SVO!

  47. Liverpool á fyrir löngu að vera búið að gera út um þennan leik. Bara það að arsenal sé ennþá inní leiknum er hneyksli. Við þurfum 35 marktækifæri til að skora 1 mark, svo ………………… fucking hell ! !

  48. Adam er hægur, ákvarðantakan hans er ömurleg, sendingar hans eru orðnar slappar og hann á það til að fara í alveg fáránlegar tæklingar og fá spjöld fyrir og svo er hann ótrúlega lélegur varnarlega.
    Taka hann útaf og setja bara Bellamy eða Carrol inná og sækja til sigurs.

  49. Ertu ekki að kynda í mér 87 mín búnar og engin skiptin komin… Á ekkert að gefa í og reyna að vinna þennan leik.

  50. Hvaða er málið að skipta ekki inná….menn búnir að spila þennan leik á 110% tempói og hættir að haggast á vellinum

  51. Þegar ég sá uppstillinguna hugsaði ég: “Er þetta liðið fyrir “must win” leik? Og svo hangið á sama liði í 88 mínútur!!! Adam, shit!!!???

  52. Liverpool hefur þennan veturinn alltaf minnt mig doltið á stóra, ljóta úlfinn. 🙂

  53. Er KK alveg Skotablindur, CA ekki búinn að gera rassgat í þessum leik og búinn að vera mjög slakur síðustu 3- 4 mánuði og samt er hann með hann í liðinu sama hvað á dynur!!!!

  54. Hvaða mannvitsbrekka ákvað að semja ekki við Meireles og ákvað að kaupa Charlie Adam í staðinn,,, Jesus minn þessi maður er HÖRMUNG

  55. Já svona á að gera þetta!
    Ein snerting og mark!
    Van Persie er snillingur!

    Sagði þetta sagði þetta sagði þetta, 1000 marktilraunir duga okkur ekki til að skora og nú var okkur refsað : (
    Fooooookkkkkkkk!!!!!!!!!!!!

  56. Glæsilegt, óska bara KK hjartanlega til hamingju með þennan leik og þá ákvörðun að nota fyrstu skiptinguna á 88 mín og þá næstu á 93 mín þegar arsenal er komið 2-1 yfir…

  57. Titilinn Aumingi leiksins fær Kóngurinn fyrir ræfilshátt og hræðslu í að þora ekki að breyta þessum leik ásamt kuyt fyrir að klúðra skrilljón færum

  58. Eins og í Cardiff leiknum fáum við 15 horn eða svo. Sköpum ekki hættu úr EINU!!! Er bara verið að æfa nefboranir á æfingasvæðinu?

  59. Hvaða fokking bull er það að gera eina skiptingu á 88 mín….Liðið búið að spila á fullu gasi allan leikinn og verulega farið að draga af liðinu eftir 75 mín. Veit að Skotar eru nískir en það er óþarfi að spara skiptingarnar

  60. Sýndist þetta vera nákvæmlega jafn mikil rangstaða á Van Persie og á Kuyt nokkrum mín. áður, það verður samt að segjast alveg eins og er, þessi ósigur (skyldu það verða úrslitin) dæmast gjörsamlega og algjörlega á KK. Hvað í fjáranum er Adam búinn að vera að gera inná vellinum allan leikinn!?!?

  61. Manni liggur við að fara gráta…

    Arsenal á nákvæmlega ekkert skilið út úr þessum leik en ætla samt að taka 3 stig með sér heim í dag og endanlega að gera út um möguleika okkar á CL-sæti.

    Er þetta ekki til að kóróna tímabilið hjá okkur?

  62. Þetta kallar maður að nýta færin sín.
    Er samt þungt hugsi yfir Charlie nokkrum Adam. Hann er ekki LFC klassi. Eiginlega dálítið langt frá því.

  63. Guð minn góður, sóknarlega erum við steingeldir, höldum bolta en kemur ekkert úr þessu. Og fu%&%/ Charlie Adam, hver er sendingargetan hans, 5%????????????????????????? Drasl!!!

  64. Arsenal hefur átt einn jafn slakan leik á timabilinu.
    Þeir töpuðu honum 8-2.
    Hvað segir það um okkar lið?

  65. Arsenal-menn vita bara út á hvað fótbolti gengur. Ekki hversu mörg færi þú átt, ekki hversu mikið þú ert með boltann, ekki hversu margar hornspyrnur þú færð,,,,, NÝTA FÆRIN SÍN OG SKORA!!!!

  66. NÚ ER ÉG HÆTTUR,ÞETTA ER HREINLEGA ÖMURLEGT,VIÐ HREINLEGA GETUM EKKI SKORAÐ EN MÓTHERJINN FÆR 2 FÆRI OG SKORAR 2 MÖRK,ÞETTA LIÐ OKKAR ER HREINLEGA TIL SKAMMAR,ÆVARANDI SKAMMAR OG ENGINN MEIRA EN KK!!!

  67. Búinn að verja KD fram til þessa en guð minn góður , hvað er málið með að skipta ferskum mönnum inná þegar 2 mín eru eftir jesusssss . Hann á þetta tap skuldlaust 🙂

  68. Þessi leikur tímabilið í hnotskurn á Liverpool. Nýtum ekki færin, klúðrum víti og fáum svo mark í andlitið.

  69. Ef að rvp hefði verið liverpool leikmaður i sömustöðu hefði þetta verið rangstæða klárlega.

  70. Auðvitað er Adam að spila leikinn, Lucas og Gerrard eru meiddir, hugsið nú aðeins um hvaða möguleika við höfum.

    Ekkert að setja út á liðið, allir voru fínir, en ég legg til að Dalglish hætti öllum æfingum sem hann er að gera, og eiði öllum tíma sem hann hefur í að kenna þessum mönnum að skora. Hef aldrei séð aðra eins marklausa vitleysu og þetta tímabil hefur verið. Hvað ætli Van Persie kosti?

  71. Ef Charlie Adam er í hóp í næsta leik sýnir það okkur að Kenny getur ekki tekið ábyrgð á þessu starfi!

  72. CA á ekki heima í þessu liði. Okkur vantar SG týpu til að rífa þetta áfram. Arsenal gat ekkert í þessum leik, en hafa algjörlega frábæran leikmann til að klára færin.

  73. Ég hef fylgst mikið með Liverpool síðustu ár og þetta er án efa eitt sókarheftasta lið þeirra í LANGAN tíma. Lítur svo sem þokkalega út alveg þar til komið er fyrir framan markið. Þá bara gerist eitthvað/ekkert.

  74. Skil heldur alls ekki kaupin á AC og hefði frekar vilja fá Sturridge upp í kaupverðið á Torres…. Það er gott að vera vitur eftir á…..! Dam it……………! Ömulegur dagur !!!!

  75. Jæja ég fékk með penning sett á arsenal. stöðull 2,80 þannig ég get aðeins glaðst.
    Ömulegt að tapa þessum leik samt.

  76. Þetta er allt Ferguson og FA að kenna.
    Já og öllum fjölmiðlum í Englandi að Lpool Eqho undanskildu. JáJá alveg satt

  77. Algjör falleinkunn á 4 menn. Carragher ræður ekki lengur við gæðasóknarmenn, CA er einfaldlega ekki í okkar klassa, ég veit að Martin Kelly er heimamaður en hann er bara dapur leikmaður .
    Verst þó með KK að vera allt of hægur að gera breytingar, Arsenal fékk að koma of mikið inn í leikinn þegar Diaby kom inn á, fór reyndar aftur útaf en skaðinn var skeður.

    Verð þó að hrósa Spearing, hann átti hörkuleik sem og Skertl og Kuyt (fyrir utan vítaspyrnu )
    YNWA

  78. TIL HÁBORINNAR SKAMMAR!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Arsenal á morgun

Liverpool 1 Robin Van Persie 2