Opinn þráður

Fimmtudagur eftir landsleikjahlé.

Bíðum enn frétta af ástandi fyrirliðans okkar sem var tekinn út af sem “varúðarráðstöfun” í leik Englands og Hollands í gær. Ljóst að Agger er frá í nokkrar vikur vegna rifbeinsbrots. Glen Johnson er tæpur svo að viðbúið er að byrjunarlið helgarinnar verði tilkynnt eins seint og mögulegt er. Martin Skrtel spilaði 60 mínútur með Slóvakíu og Suarez allan leikinn í Rúmeníu. Þar sat Coates á bekknum eins og Reina gerði fyrir Spánverja gegn Venesúela.

Á Wembley spilaði Downing hálftíma fyrir England og Kuyt allan leikinn fyrir Holland. Charlie Adam spilaði fyrri hálfleik Skota, Maxi og Craig Bellamy 75 mínútur fyrir Argentínumenn og Walesbúa. Að auki spiluðu svo Martin Kelly og Jordan Henderson allan leik U-21s árs landsliðs Englendinga.

Þannig að fimmtudagurinn fer í að meta þá leikmenn sem koma til baka og síðan er stutt æfing á föstudag fyrir einn af úrslitaleikjunum um möguleika okkar í CL gegn Arsenal á laugardaginn. Leyfi mér að pirra mig á þessu landsleikjahléi – big time. Finnst þetta febrúarstopp eiginlega jafn vitlaust og ágúststoppið!

Annars eru fréttirnar alls konar, verið að reyna að búa til slúður um leikmannakaup sumarsins, Pepe karlinn tók upp á því að leika í auglýsingu sem hefur vakið hörð viðbrögð og það styttist mjög í það að Alberto Aquilani hafi náð að leika 25 leiki fyrir AC Milan sem þýðir sjálfkrafa það að AC Milan munu greiða 5 milljónir punda fyrir hann og þá kveður hann Melwood varanlega.

En þráðurinn er opinn, fire away…

28 Comments

  1. Kuyt spiladi bara stórvel, og Downing fannst mér nú líka nokkud gódur. Sá engann annann leik med liverpool mönnum, en thad er samt sem ádur nokkud ljóst ad Gerrard málid er okkar stærsta ájyggjuefni fyrir leikinn á laugardaginn. Hann má ekki meidast aftur núna!

  2. http://www.visir.is/auglysing-med-pepe-reina-vekur-reidi-jafnrettissinna/article/2012120309972

    Ef þetta eru skyndilega orðnir fordómar þá er fólk alltof hörundssárt og merkingin fordómar fer að tapa gildi sínu einsog svo mörg önnur orð hafa gert að undanförnu. Mér finnst hreint út sagt fyndið að sjá hann reyna raula þetta lag enda með eindæmum taktlaus. Þetta er saklaust orðagrín og ótrúlegt hvað fólk nennir að velta sér uppúr svona smásemi.

  3. Sammála þér Magnús. Það er því miður orðið þannig að fjölmiðlar reyna að mála eins svarta mynd og þeir geta af ÖLLU sem tengist Liverpool.

    Efast um að þetta væri í “fréttum” ef Reina væri í öðru liði

  4. Fyrst þetta er opinn þráður verð ég að koma einu að. Nú berast fregnir af því að Lukas Podolski sé hugsanlega á leið til Arsenal, en að mínu mati er þetta maður sem Liverpool hefur vantað undanfarin 5-6 ár. Við sýndum honum áhuga árið 2006 en allt kom fyrir ekki. Nú er hann 26 ára gamall og hefur sýnt sig og sannað með landsliði Þýskalands ásamt því að standa sig vel í þýsku deildinni. Ég neita að trúa því að ég sé sá eini sem vilji sjá þennan mann í Liverpool búning. Eða hvað ?

  5. 5 milljónir punda fyrir Aquilani eru kaup ársins. Synd að þessi leikmaður skuli ekki hafa viljað vera hjá Liverpool, hann hefur svo sannarlega gæðin til þess.

    Annars er þetta eitt mesta grín sögunnar að Parker skuli hafa verið valinn fyrirliði framyfir Gerrard. Bara svona til að nefna eitthvað, þá hefur Gerrard spilað 89 landsleiki fyrir England og tekið þátt í 3 stórmótum og margoft verið fyrirliði og varafyrirliði. Gerrard hefur svo verið fyrirliði Liverpool síðan 2003, unnið 7 titla með félaginu og hefur gríðarlega reynslu úr stórleikjum í meistardeildinni.

    Scott Parker hefur nú bara átt í miklum vandræðum með að komast í landsliðshópinn. Hann hefur aðeins spilað 11 landsleiki með Englendingum, hefur aldrei spilað á stórmóti, aldrei spilað í meistaradeildinni og bara aldrei unnið nokkurn skapaðan hlut.

    Ótrúlegt þegar menn bera feril þessara tveggja leikmanna saman að þeir fái það út að Scott Parker eigi frekar skilið að bera fyrirliðabandið. Eins og Ryan Babel sagði á twitter, þegar Xavi og Parker mætast á miðjuhringnum og takast í hendur mun Xavi líklega halla sér að dómaranum og hvísla: “Who the hell is this?” Já svona er þetta, Englendingar hreinlega elska að gera sig að fíflum

  6. Sá þessar auglýsingar sem hann lék í. Fannst þetta persónulega bara léttar comedy auglýsingar . Ótrúlegt hvað fólk getur fundið eitthvað að öllu sem aðrir gera. Flottar auglýsingar hjá PEPE.

  7. Þessar 5 milljónir punda fyrir Aquilani hlítur að vera einhver grunn greiðsla, ekki endanleg upphæð.

  8. Þessar aglýsingar með Reina eru ótrúlega fyndnar, minnir mig á old spice auglýsingarnar með Terry Crews!!!

  9. Það er talað um að Juve hafi borgað nærri 2 millur punda fyrir lánið á Aqua í fyrra og AC svipað núna, þannig að sennilega fáum við ca. 9 milljónir upp í það sem við greiddum fyrir Aqua.

    Miðað við það sem ég les endar sú upphæð í um 17 milljónum þar sem lítið tikkar inn af bónusum, og svo plús launin hans. Því miður gekk þetta ekki upp hjá Ítalanum hárprúða – sem er mikil synd!

    Sammála með valið á landsliðsfyrirliðanum, sérkennilegt en kannski týpískt fyrir enskan hugsanagang. 90% þjóðarinnar veit það að Gerrard er sá leikmaður í hópnum sem allir bera mesta virðingu fyrir og þá ákveður Pearce að velja hann ekki sem fyrirliða. Verður bara til að flýta fyrir því að hann hætti að spila fyrir England sem er bara fínt.

    Því saga enska landsliðsins er saga vonbrigða og það bætist bara nýr kafli þar inn í sumar, það eru einfaldlega til 2 leikmenn í heimsklassa sem eru enskir þessa stundina, Gerrard og maðurinn hennar Colleen LFC-aðdáanda…

  10. Eru ekki allar líkur á að við fórum í 4-3-3 gegn Arsenal til að matcha þá á miðjunni. Kæmi mér ekki á óvart ef Spearing myndi koma inn í liðið, fannst það vanta í síðasta leik þegar við vorum með Adam og Gerrard tvo á miðjunni að þeir voru ekki nógu duglegir að pressa og duttu of langt frá mönnunum sem gat þeim of mikinn tíma á boltann. Það er ekki eitthvað sem við viljum leyfa Arsenal að gera, hentar þeim mjög vel.

  11. Varðandi auglýsinguna hans Pepe Reina (sem btw er drepfyndin) verð ég bara að nefna eitt. Þetta er í annað skipti sem ensk samtök taka fyrir spænskt orðfæri og ákveða að skilja það á versta mögulega hátt. Þið megið giska hvert fyrra sambandið er 😛

  12. Varðandi þessa auglýsingu hjá Reina spyr maður sig hvar endar þessi fordómaherferð einstakra fjölmiðla í Englandi?Ætli samtök strætisvagnabílstjóra rísi ekki á afturlappirnar eftir þessa auglýsingu,þeir líta ekki nógu vel út í þessu.Alveg er ég viss um að Johnson hafi grenjað af hlátri þegar og ef hann hefur séð þetta og er hann jú dökkur á hörund.

  13. “Varðandi þessa auglýsingu hjá Reina spyr maður sig hvar endar þessi fordómaherferð einstakra fjölmiðla í Englandi?”

    Maður er farinn að halda það að það eina sem myndi gera Englendinga ánægða væri að spænsku mælandi þjóðir myndu leggja spænsku niður og fara bara að tala ensku. Það er alltof erfitt fyrir tjallana að reyna átta sig á því að orð geta haft mismunandi merkingu eftir menningarsvæðum.

  14. Þetta er ótrúleg blaðamennska. Maður veltir því stundum fyrir sér hvað býr hér að baki ?

  15. Jafn miklar líkur á því að Reina sé rasisti og að ég vinni næsta forseta framboð !

  16. Varðandi Reina-auglýsingarnar og Guardian fréttina hér að ofan þá legg ég til að síðustjórnendur fjarlægi link á Guardian í linkasafninu á forsíðu kop.is. Þetta blað er búið að missa alla virðingu og trúverðugleika í mínum augum og er ekkert betra en slúðurblöðin.

  17. Sammála með Guardian. Algjör skíta snepill og ekki hjálpar til að hlusta á Football Weekly Podcastið hjá þeim.

  18. Frábært að sjá Gerrard og Kenny á haus síðunnar að fagna titlinum. Mikil hjartahlýnun sem fylgir því að sjá þá!

  19. Þetta Reina “mál” er óttalegt rugl. Þó að í auglýsingunni sé sýndur hörundsvartur þjóðflokkur á hugsanlega eitthvað neikvæðan hátt þá er bara alls ekkert verið að gefa í skyn að það sé stereotýpa fyrir allt svart fólk. Hverning dettur nokkrum það í hug! Ég gæti kannski skilið ef að frumbyggjar í Afríku tækju þetta eitthvað til sín en að telja að með þessu sé verið að lýsa öllum sem hafa sama eða svipaðan húðlit er nú eiginlega bara rasismi í sjálfu sér.

    Ef að auglýsinging sýndi einhvern hóp af hvítum bóndadurgum og lýsti þeim sem „heimskum, vanþróuðum og dýrslegum hommum” þá tel ég ólíklegt að bændastéttin myndi telja það sem árás á sig, hvað þá að það væri með því vegið að öllu hörundsljósu fólki í heiminum.

  20. Hvað finnst mönnum um þær vangaveltur að Benitez taki við Sejél$ki?

  21. Giska á að Mourinhio hætti hjá Real Madrid í vor og taki við Chelsea í sumar.

  22. Strákar nú verðum við að hætta að hugsa um allt annað en deildina. Hún er mikilvægust. Við höfum fengið 5 stig af 18 mögulegum á þessu ári, sem er ekki nógu gott fyrir lið í fallbaráttu, hvað þá lið sem er að berjast um fjórða sætið.

    Nú er að girða í brók. Á þessum tíma fyrir ári síðan var Kenny á góðu runni, nú þarf það sama að byrja á morgun.

  23. Hvernig væri ef fréttamenn færu að vinna vinnuna sína fagmannlega í stað þess að koma með persónlegar hrokafullar skoðanir sem eiga ekki við rök að styðjast? Hér er frétt Snorra Sturlusonar á sport.is
    “Benitez hefur ekkert komið að knattspyrnustjórnun síðan síðla árs 2010, en þá var hann leystur undan skyldum sínum hjá Internazional eftir að hafa úrbeinað þrefalt meistaralið José Mourinho af fádæma fagmennsku.”
    http://www.sport.is/enski-boltinn/2012/03/02/enski-boltinn-er-benitez-madurinn-sem-bjargar-brunni-fra-hruni/

    Í alvöru er þetta ekki orðið gott, hvernig geta þessir menn ætlast til þess að þeir séu teknir trúanlegir í fréttaflutningi.

  24. frh. “Forráðamenn Chelsea hafa ekki enn sett sig í samband við Bentiez eða fulltrúa hans eftir því sem næst verður komist, en hins vegar er lýðnum það ljóst að Spánverjinn hefur mikinn áhuga á að starfa á Englandi og þá helst hjá bústnu liði í titilleit. Afskaplega fá lið falla betur að þeirri skilgreiningu en Chelsea og hermt er að símtali frá rússneskum auðjöfri yrði tekið fagnandi og málið afgreitt í hraði”

    Var þessi frétt bara hans persónulega gisk út í loftið til þess að skrifa eitthvað, eða hefur hann eitthvað fyrir sér í þessu?

Langar þig á Liverpool vs. Everton?

Mottumars