Mottumars

Sælir karlmeðlimir síðunnar.

Ákvað að stofna lið síðunnar í Mottumars-söfnuninni, algerlega án takmarks á einn eða neinn hátt. Þeir sem hafa áhuga á að vera með í því liði einfaldlega skrá sig um leið og þeir skrá sig til leiks á síðunni http://www.mottumars.is/

5 Comments

 1. Eins og ágætur maður sagði: Málefnið er auðvitað gott, en Mottumars er þreyttari en Macarena

 2. Ég væri til í að vera með, enda málefnið gott, en tvennt hindrar mig í að taka þátt:

  1 – Ég held ég vilji frekar fá krabbamein en að þurfa að ganga með mottu í mánuð. Í alvöru.

  2 – Þetta væri bara sanngjarnt ef þú rakaðir Fú Mansjúið í upphafi mánaðar, Maggi. Þú mætir fullmótaður inn í mottumars en allir aðrir eru bara að byrja að safna. 🙂

 3. Er skráður í annað lið en mér líst vel á þetta hjá þér.

  Kristján. Þetta er spurning um að undirbúa sig og vera búinn að safna 🙂

 4. Sammála AGA.
  Það voru forréttindi að kynnast dreng eins og Denna, en flestir njóta aldrei þeirrar gæfu að þekkja svona öðlinga. Þess vegna verður efri vörin ekki rökuð í mars, sama hversu slæm mottan verður.

Opinn þráður

Arsenal á morgun