Kop.is Podcast #15

Hér er þáttur númer fimmtán af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 15.þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum sem fyrr og með mér að þessu sinni voru Einar Örn, Maggi, SSteinn og Babú.

Í þessum þætti ræddum við sigrana gegn Brighton og Cardiff, mikilvægi þess að vinna loks titil, gæði veitinga á Anfield og leikinn gegn Arsenal um næstu helgi.

14 Comments

 1. Sælir bræður ! Flottur þáttur að vanda. Er hálfnaður nú og tek rest í fyrramálið. Eitt sem ég hjó eftir, eða er að velta fyrir mér í kjölfarið á umræðunni hjá ykkur með sponsorana. Alveg 100% sammá EÖE og ykkur öllum að auðvitað á að setja pressu á Warrior um að setja LFC í fyrsta sæti þegar kemur að markaðssetningu og uppröðun í verslunum o.s.frv., en hvaða markaðsreynslu hefur Warrior utan USA? Eru þeir strerkir í t.d. Asíu, S-Ameríku og svo að sjálfsögðu Evrópu?

 2. Ég vaknaði í morgun og það fyrsta sem ég hugsaði um var deigpulsa. Magnað að þetta skuli ekki vera vinsælli réttur utan Anfield.

 3. Ég verð að lýsa mikilli ánægju með þetta Podcast. Er nýlega byrjaður að hlusta og nú bíð ég eftir alltaf eftir næsta þætti. Gaman að heyra bein skoðanaskipti ykkar á milli sem nást ekki í spjall kerfinu.

  Ég hafði sérstaklega gaman af spjallinu um Skrtel sem er búinn að vera langbesti leikmaðurinn í vetur. Gaman að heyra hvað “sumir” eiga erfitt með að þakka hans hæfileikum fyrir spilamennskuna 🙂

  Spennandi timar framundan…innan og utan vallar!

 4. Flott podcast. Vinir ykkar í TAW eru nú samt ekki sammála ykkur með að vera ekki að gagnrýna menn eftir úrslitaleiki, þeir fara vel yfir hverjir stóðu sig og hverjir ekki.

  Mér fannst einnig skemmtilegt hvernig þeir greindu samstarfið milli Gerrard og Adam á miðjunni… eins og þeir væru að keppast um hvort þeirra sinnti minni varnarvinnu. Svipað vandamál og með Gerrard og Lampard hjá Englandi. Það töldu þeir vera einna stærstu ástæðuna fyrir fyrsta marki Cardiff. Ef við hefðum haft Spearing eða Lucas þá hefði Agger aldrei þurft að stíga út í manninn og opna svæðið. En að sjálfsögðu spilar margt inní eins og þið töluðuð um. Agger stígur út, Skrtel er allt of neðarlega og Enrique dettur ekki inn þegar Agger stígur út. Held að það sé engum einum um að kenna í þessu… nokkur mistök og nóg hefði verið að leiðrétta eitt þeirra.

  Mjög skemmtileg hlustun annars en ég er nú aðeins stressaðri yfir Arsenal leiknum en þið virðist vera. Ég held að við þurfum að berjast fyrir jafnteflinu. Vonast að sjálfsögðu fyrir að hafa hressilega rangt fyrir mér.

 5. Greinilegt að skipunin hjá Wenger til RVP hefur verið að hann sé ekki að fara spila neinn tilgangslausan landsleik í þessari viku fyrir Liverpool leikinn. Henry var ótrúlega “óheppinn” með meiðslu fyrir þessa leiki á sínum tíma hjá Arsenal. Ljóst að það verður allt lagt undir á sunnudaginn.

 6. Kuyt talar um það í viðtalinu að hann hafi verið svekktur með að koma ekki inn á fyrr en á 115 mínútu sem er skiljanlegt í Úrslitaleik á Wembley. Magnað hjá ensku pressunni að snúa því upp í það að hann vilji fara frá klúbbnum eins og þið töluðuð um í podcastinu.

 7. Gerrard fór útaf meiddur í fyrri hálfleik í england leiknum í kvöld. Rétt að vona að þetta sé ekki alvarlegt, megum eiginlega ekki við því. ( helv vináttuleikir )

 8. Takk fyrir poddið, alveg frábært framlag hjá ykkur að bjóða upp á þetta. Tel að leikurinn við Arsenal verði svakalega erfiður – hef áhyggjur en auðvitað trú á að við klárum þetta.

Liverpool 2 Cardiff 2 (3-2 í vító)!

Langar þig á Liverpool vs. Everton?