Byrjunarliðið gegn Cardiff komið!

Það er komið að því. Í dag er Wembley-dagur og eftir nokkra klukkutíma kemur í ljós hvort Liverpool fagnar fyrsta titli tímabilsins eða ekki.

Byrjunarliðið er komið og er sem hér segir:

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Enrique

Henderson – Gerrard – Adam

Suarez – Carroll – Downing

Bekkur: Doni, Carragher, Kelly, Spearing, Maxi, Bellamy, Kuyt.

Þrælsterkt lið sem ætti að duga okkur til sigurs! Koma svo Liverpool! YNWA!

100 Comments

 1. Hrikalega lýst mér vel á þetta lið. Hefði viljað Bellamy inn frekar en Downing, en annað bara picture-perfect!

 2. Ekki líklegt að þetta sé 4-3-3……frekar 4-4-2 og 4-5-1 þegar við verjumst.

 3. Hvort sem þetta verður 433 eða 442 (sem mér finnst líklegra) er ljóst að það á að hápressa vörn Cardiff City.

  45 mínútur til kick off og maginn hringsnýst!

  KOMA SVO!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

 4. Cardiffliðið

  Heaton ; McNaughton, Hudson, Turner, Taylor ; Whittingham, Gunnarson, Cowie, Gestede, Miller, Mason

  Fyrirliðinn tekur sæti Gerrard jnr. hjá þeim og Gestede og Mason inni, enginn Earnshaw í byrjunarliði. Svei mér þá ef Mackay er ekki bara að spila 4-4-2 með Mason og Miller í senterunum. Það er þá alvöru áskorun fyrir þá bláu!!!

 5. Og meðan ég man…þá giskaði ég á rétt byrjunarlið í upphituninni…

 6. Kominn mikill fiðringur og væri virkilega gaman að landa þessum titli.
  Liðið frekar fyrirsjánlegt og þeir verða að passa djúpu miðjuna. Er dálítið hissa á því að það sé enginn “þungur” þarna til að tengja saman.
  Þetta verður erfiður fyrrihálfleikur en við klárum þetta 3 eða 4 – 1.

  Maður leiksins verður Suarez.

 7. Jæja vonandi er Vési litli kominn úr Ikea og sestur fyrir framan sjónvarpið.

 8. strem á leikinn. ?.. (ef þið eruð þreyttir á að það sé alltaf verið að spurja um stream ..hunsið þennan póst..) takk fyrir.. 🙂 áfram liverpool..

 9. Óþolandi að heyra púað á Suarez í hvert sinn sem hann fær boltann….

 10. jæja.. vonandi setja okkar menn í gírinn.. hefði haldið að við værum aðeins grimmari í úrslitaleik

 11. finnst eins og suarez se alltaf ad bida eftir ad sendingarnar fram fari i gegnum varnarmennina, tekur alltaf hlaup a bak vid tha i einhverri veikri von um ad their missi af boltanum

 12. Strákar. Anda rólega. Þó við séum undir. Það er rosalegur gæðamunur á þessum liðum, meiri en mig grunaði. Það er útilokað að við skorum ekki amk 1 mark í þessum leik.

 13. Okei eruð þið að grínast í mér hvað kona eigandans er heit?
  Allavega, þetta fer að detta.

  Dúlli

 14. Downing er að gera vel finnst mér… menn verða að fara að koma sér á endann á þessum fyrirgjöfum!

 15. Same shit, different day…

  Sköpum lítið af almennilegum færum…

  Og það litla sem skapast, nýtist ekki…

  Get ekki sagt að ég sé bjartsýnn 🙁

 16. Þegar það er parkerað í teignum að þá bara gengur ekkert hjá Liverpool.

 17. Það þarf eh massívt að gerast svo að við jöfnum þennan leik. En maður verður bara að vona hið besta

 18. Fyrri hálfleikur er sannarlega vonbrigði.
  Þrátt fyrir að stjórna leiknum mest allan tímann hefur okkar mönnum ekki tekist að brjótast gegnum vörn Cardiff.
  Lélegur varnarleikur hjá Enrique kostaði okkur mark en að öðru leiti hefur ekki skapast hætta fyrir framan okkar mark.

  Það er alveg ljóst að Bellamy þarf að komast inn á völlin í seinni hálfleik, enda er Suarez eins og skugginn af sjálfum sér.

  Hef fulla trú að við komum brjálaðir til leiks eftir 15 mín og tökum dolluna.

  Koooma svoo!!!!

 19. VARÚÐ – neikvæðni.

  Það er gjörsamlega fyrir neðan allar hellur að staðan sé 1-0 fyrir Cardiff í hálfleik… Það er augljóst mál að okkar menn eru bara ekki að vinna vinnuna sína.. hvar er andinn sem á að keyra menn upp á svona stundum….. fokking hell… ég væri lítið stressaður ef við værum þekktir fyrir að skora mikið af mörkum……… well.. það er akkúrat ekki málið hjá okkar mönnum… nú verður KKD að láta menn heyra það í klefanum…. drullast til að hysja upp um sig buxurnar og fara að gera eitthvað af viti….

 20. Virkilega slakt í fyrri hálfleik. Menn að reyna þræða nálaraugað inni í vítateig Cardiff. Enrique og Henderson hefðu átt að vera heima bara.

 21. Hápunktur fyrri hálfleiks var þegar þeir sýndu konu eigandans! Enough said!

 22. Ánægður með Downing en Henderson má fara útaf. Ekkert áræði í hans leik.

 23. enrique og downing eiga markid skuldlaust. Af hverju var downing ekki kominn i pressu tegar frakastid barst bakverdinum og enrique stod fredinn allan timann tegar spilad var milli hans og agger.

 24. Cardiff menn eru einfaldlega að nýta sér augljósa veikleika Liverpool. Að spila gegn liðum sem hafa 9-10 menn ávallt á bak við boltann reynist Liverpool erfitt. Mér finnst það skrítið því ég get ekki sagt að það sé skortur á hæfileikaríkum fótboltamönnum í Liverpool.

  En nú er bara að vona að Enrique og Henderson fari út af fyrir Bellamy og Maxi sem eru mjög góðir að fara illa með andstæðingana(fótboltalega séð amk) og henda þessu í 3-4-3!

  Ég veit að Liverpool kemur oft til baka og stunda það reglulega í úrslitaleikjum, en það er óþarfi að gera það í hverjum einasta úrslitaleik…

 25. Ekkert helvítis væl. Nú eru menn búnir að hita upp og svo er bara að slátra þessu Cardiff liði í seinni hálfleik. ÁFRAM LIVERPOOL.

 26. Ég held að þetta komi í seinni háleik,,, þá förum við að pressa meira og vonandi mun innkoma Bellamy skipta miklu, Dawning er búinn að vera nokkuð góður hingað til ,,Áfram Liverpool sýna núna úr hverju við erum gerðir og vinna þennan mikilvæga leik fyrir okku,,,,,

 27. p.s. eg myndi ekki taka tvi sem gefnu ad liverpool eigi eftir ad skora. Eg man enn og vel eftir liverpool-wimbledon 0-1 finale

 28. Jæja, ekki sérstakur fyrri hálfleikur. Betur má ef duga skal. Vonandi koma leikmenn Liverpool grimmir í seinni hálfleik, alls ekki nógu gott. Kenny vonandi gerir mönnum ljóst að þeir eru að spila fyrir LIVERPOOL FC, svo þeir komi með Liverpool sæmandi frammistöðu í seinni hálfleik. Koma svo grimmir ! ! !

  YNWA

 29. Suarez og Hendo eru báðir búnir að vera glataðir so far……..Bellamy inná annars held ég að það fari ekkert að styttast titlaleysið á Anfield!

 30. Flottur Skrtl. Það er að koma smá bjartsýnishrollur í mann núna 🙂

 31. Hér hljómar áfram Liverpool í litlu guttunu, maður gerir þá allavega eitthvað rétt í uppeldinu

 32. Downing er bara drullu góður í þessum leik… hlýtur að enda með stoðsendingu hjá honum… eða bara marki.

 33. djöfull var gott hjá Gerrard að lemja aðeins á man united manninum (aron)

 34. Kenny vill fara í vító, sami helvítis göngugrindarboltinn og vanalega = Pungleysi

 35. hólí fokk hvað Suarez hefði átt að vera bara heima hjá sér í dag..

 36. Suarez hefur oft verið betri… þetta hefur mestmegnis verið skita hjá honum í dag 🙁

 37. ömurleg frammistaða á móti liði sem er langt fyrir neðan okkur…. þetta er stupid lélegt.. ef það verður ekki gert eitthvað róttækt í sumar þá erum við ekki að fara að keppa um neitt annað en meðalmennsku og aumingjaskap.

 38. Jæja framlenging er þá málið.
  Ég verð að segja aftur að okkar menn virðast ekki komast úr öðrum gír.

  Vonandi er úthaldið okkar meginn.

 39. Hvað varð um gamla góða pass and move boltann sem Liverpool hefur verið frægt fyrir???

  Hvers vegna þurfa leikmenn eins og Enrique, Adam, Gerrard og Bellamy alltaf að hlaupa langar leiðir með boltann og hlaupa nánast til næsta samherja í staðinn fyrir að senda boltann og koma sér svo í aðra stöðu til að fá boltann aftur.

  Boltinn fer jú hraðar yfir en leikmaður hlaupandi með hann… Og eins og alltaf þá vantar okkur creative playmaker á miðjuna sem getur brotið upp varnir andstæðingana.

  Lykilatriðið er að senda boltann og koma sér svo í stöðu þannig að sá sem fær boltann á sem flesta möguleika á að gefa til baka… Ekki bara senda og stoppa eins og eiginlega allir leikmenn Liverpool gera…

 40. Uff… Er buinn med neglurnar og tyggjoid!

  Mer finnst Suarez tvi midur taka of oft rangar akvardanir og myndi ekkert grenja tad ad fa Kuyt inn i stadinn.

 41. Alveg týpiskt að fara í framlengingu í svona leik á móti „litla liðinu“ Það er varla að maður hafi taugar í þetta. Líst ekkerrt á að fara í vító allavega miðað við að Reina hefur ekki varið víti síðan hann var í gaggó og við ekki skorað í víti í svipaðan tíma.

  Hljótum að geta unnið þennan blessaða leik á næstu 30 mínutum.

  YNWA

 42. 30 skot að marki cardiff í venjulegum leiktíma og 15 sem hitta rammann. Nýting færa hjá okkur er enn frekar slöpp. Vonandi gera menn betur í framlengingunni, vörn cardiff hlýtur að vera farin að þreytast, LFC búin að fá 14 hornspyrnur á móti engri hjá cardiff.

  Nú er að taka þetta í framlengingunni. KOMA SVO ! ! ! !

 43. úff…..ekki viss um að vítaspyrnukeppni henti okkur vel miðað við nýtinguna á tímabilinu…

 44. Af hverju eru okkar menn að hleypa Cardiff inní leikinn!!!!!
  Sparkandi endalaust útí loftið gegn haltrandi andstæðingi!!!

 45. Frábært, við buðum þeim uppá þetta, djöfulsins aular eru þatta!!!!!!

 46. Afsakið frönskuna en mikið djöfulsins andskotans aumingjar eru þessir leikmenn…

 47. Alveg hef ég það á tilfinningunni að Heaton verði hetjan í þessum leik.

 48. Kenny fékk það sem hann vildi, vona hálfpartinn að Cardiff vinni !!!

 49. Af hverju ekki að halda boltanum síðustu 5 mínúturnar af framlengingunni… verandi búnir að gera það í 115 mínútur???????

  Drullumst til að taka þessa vítaspyrnukeppni…!!!

 50. Ég ætla að segja það strax á meðan ég er ennþá brjálaður, hvernig sem vítakeppnin fer þá hefur spilamennska Liverpool verið til skammar.

  Hrikalegt að þurfa að treysta á vítakeppni þegar okkar menn hafa klúðrað 5 af 8 vítaspyrnum, og með Reina sem hefur ekki varið víti síðan 2007!

  Foooookkkk!!!!!

 51. Verð samt að viðurkenna ða þetta er einhver rosalegasti leikur sem ég hef horft á!

  Stevie frábær þegar hann fór að hughreysta frænda sinn.

 52. Auðvitað þurfti það vera Gerrard sem myndi vera hetja Liverpool 🙂

 53. Og ekki varði Riena víti nú frekar en fyrri daginn. Til hamingju öll, Loksins kom titill í hús.

 54. Rosalegur leikur! Hjartaði í buxunum allan tímann. Cardiff stóðu sig vel, lögðu sig 110% fram í þetta og voru verðugur andstæðingur en þetta féll Liverpool megin í dag. Svona eiga úrslitaleikir að vera.

  YNWA!!

 55. Ekta urslitaleikur hja Liverpool, minnir mig a Birmingham leikinn sem einmitt vannst og i kjølfarid streymdu bikararnir inn. Vonandi er thetta avisun a thad lika!

 56. Enn eitt jafnteflið gegn liði sem pakkar í vörn og nú þarf að fara gera eitthvað til þess að hægt sé að nýta þessar hornspyrnur og verjast hornspyrnum.

  Eeeeen til hamingju með bikarinn.

Liverpool – Cardiff City. Carling Cup Final.

Liverpool 2 Cardiff 2 (3-2 í vító)!