Opinn þráður – Bikarhelgi

Það styttist í stóru stundina. Upphitun helgarinnar kemur inn á morgun, þangað til getið þið rætt það sem ykkur sýnist. Svona til að auka aðeins á spenninginn, þá er hér mynd sem ég stal af Twitter sem sýnir leið Liverpool í úrslitaleikinn:

Ekki auðveldasta leið sem hægt er að fara, en okkar menn fóru hana samt. Það er að mínu mati það sem gefur þessum bika aukið vægi í ár – bæði það að Liverpool hefur ekki unnið neina keppni í mörg ár og það að liðið fór í gegnum gríðarlega sterk lið á útivelli til að komast hingað. Svo er búið að skreyta Wembley með eins og 30m háum King Kenny:

Þetta er allt að bresta á!

17 Comments

  1. Get ekki beðið eftir að sjá SG lyfta fyrri bikar tímabilsins hjá okkar mönnum !!!!

  2. Úff… maður er kominn með fiðring í magann fyrir þennan leik, orðið soldið síðan það gerðist síðan fyrir leik =)

  3. Það verður gaman að sjá hvernig King Kenny stillir liðinu upp. Vörnin velur sig sjálf, engin spurning þar. Miðjan er meiri spurningamerki. Líklega tekur hann ekki séns á öðru en að hafa Spearing á miðjunni. Því þarf annað hvort Henderson eða Adam að byrja á bekknum þar sem Gerrard tekur plássið fremst á miðjunni. Parsónulega held ég að Adam byrji með Spearing út af reynslunni. Hann þekkir úrslitaleiki á Wembley.

    Hin spurningin er framlínan. Það er klárt að Kuyt og Bellamy byrja leikinn á sitthvorum kantinum út af reynslu og tengslum við Cardiff liðið. Ég tel það líka öruggt er að Suarez byrjar sem fremsti maður. Hann er stórstjarna og spilar alla stórleiki þegar hann er klár. Carroll verður því á bekknum með Henderson. Carra kemur svo inn á í lokin við mikil fagnaðarlæti.

  4. Vildi óska að það væri komin sunnudagur og ég sest fyrir framan sjónvarpið í Liverpool treyjunni minni með Liverpool bolla í hendinni og væri að horfa á leikinn..hvernig á að láta tímann líða ég er spenntari fyrir þessu heldur en þegar ég var að bíða eftir því að eiga barn fyrir allmörgum árum.

    YNWA

  5. Var að hlusta á Anfield Wrap Podcast. Það voru þeir að tala um kjörið tækifæri fyrir aðdáendur Liverpool og Cardiff að mótmæla The S#n án þess þó að skyggja á leikinn. Cardiff aðdáendur hata þennan skítasnepil líka út af einhverju atviki sem ég kann ekki skil á. Veit einhver út afhverju það er?

  6. Það er vegna umfjöllunar The Sun um Mike Dye sem lést fyrir utanWembley í fyrra og var mættur til að styðja Wales í landsleik gegn Englandi eftir að hafa hugsanlega verið í áflogum við aðra stuðningsmenn og fékk einhverja höfuðáverka og lést í framhaldi af því/fékk hjartaáfall.

    Cardiff city kærðu svo umfjöllum The sun og tveggja annara blaða.

    http://www.bbc.co.uk/news/uk-wales-14861204

  7. Þetta er opinn þráður þannig að ég má til með að snúa hnífnum aðeins í sárinu. En Fernando Torres er dottinn útúr spænska landsliðinu. Þetta er sennilega orðið eitt mesta stjörnuhrap í knattspyrnusögunni. Það hlýtur að felast ákveðið “motivation” hjá leikmönnum LFC að sýna Torres af hverju hann hefði aldrei átt að yfirgefa King Kenny og félaga og lyfta bikarnum á Wembley. Þar með er LFC komið með einn titil en Torres engan. Hver var aftur afsökunin fyrir því að fara frá Liverpool? (Bara að Benitez setjist ekki stjórastólinn á Stamford Bridge, hann er sennilega eini stjórinn sem gæti hugsanlega kveikt í Torres).

  8. Ég held hreinlega að Benitez sé of mikill Liverpool maður að hann vilji fara til Chelsea en hann gæti klárlega gert góðan leikmann úr Torres á nýjan leik.

    Varðandi leikinn á sunnudaginn að þá kemur bara ekki annað til greina en að sigra Cardiff og lyfta bikarnum hátt á loft. Nauðsynlegt að menn fái smá blóðbragð fyrir FA bikarinn og það sem eftir lifir af tímabilinu.

  9. Spurning hvort umræða um svæðisvörn a la Benitez fari á flug. Verður fróðlegt að sjá íslenska íþróttafréttamenn og alla anti-púlara hakka nýja landsliðsþjálfarann í sig. Þeir hljóta jú að vera samkvæmir sjálfum sér er það ekki?

    Eftirfarandi er tekið af mbl:

    Japanirnir sögðust hafa búist við að íslenska liðið mynda verjast með því að dekka maður á mann, sérstaklega í föstum leikatriðum, en Lagerbäck vill heldur leika svæðisvörn. Hvers vegna?

    „Að mínu mati er betra fyrir varnarmann að leika svæðisvörn, því þá getur hann einbeitt sér að boltanum og þarf ekki að leita að sóknarmanninum, þarf ekki að sjá mann og bolta. Þetta tel ég einfaldara og þetta er sú aðferð sem ég vil nota.“

  10. Djöfull hlakkar í manni! Ég er drullu smeykur fyrir leikinn og þetta verður ekkert walk in the park eins og margir halda. Þetta verður hörkuleikur og við með alla pressuna á bakinu.

    Vill sjá Gerrard, Adam og Henderson á miðjunni með Bellers og Suarez á köntum og Carroll frammi. Vona að við tökum þennan titil og komumst allavega á Wembley í FA Cup líka!

  11. Jæja

    Prinsinn kominn á hausinn á síðunni.

    Það þýðir aðeins eitt.

    Sigur á sunnudaginn!!

  12. Ef rauðir lyfta bikarnum er tilvalið að tileinka honum fernando torres you should have stayd at the bigger clup!

Cardiff City

Liverpool – Cardiff City. Carling Cup Final.