Liverpool – Cardiff City. Carling Cup Final.


Það er komið að því. Úrslitaleikur í keppni og Liverpool FC er þátttakandi!

Það er beinlínis kjánalegt hversu glaður ég er að þessi staðreynd blasir við mér þessa helgina, kjánalegt því við erum að tala um Liverpool FC. Eða hvað, kannski ekki!

ALLTOF löng bið

Síðustu ár hafa einkennst af einu mesta “næstum því” skeiði í minni sögu sem stuðningsmaður. Frá því lékum síðast til úrslita í enskri keppni vorið 2006 hafa stórlið eins og Barnsley, Reading og ekki skulum við gleyma Northampton komið í veg fyrir það að við ættum fulltrúa í lokaleik keppni. En ekki núna, það er komið að okkur á ný og mikið vona ég óskaplega að ég þurfi ekki að bíða önnur sex ár eftir næsta úrslitaleik!

Ég ætla að undanskilja Evrópukeppnirnar því ég leyfi mér að segja okkur hafa verið á góðu róli í þeim undir stjórn Houllier og Benitez en fannst í raun hvorugur þeirra leggja mikið upp úr heimabikarkeppnunum.

En það gerir núverandi þjálfarateymi. Síðast lékum við til úrslita í heimakeppni gegn liði West Ham sem var þá að komast upp úr Championshipdeildinni, ég horfði á þann leik á efri hæð ÍR-heimilisins og fór hundfúll heim þegar 5 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Missti af framlengingunni, þurfti að erindast og var auðvitað kátur þegar ég heyrði hver endirinn var. Ætla ekki að missa af neinu núna, búinn að taka daginn frá allt frá því ég vakna og dreg fánann minn að hún og a.m.k. þar til eftir að verðlaunaafhendingu lýkur.

Ég er kannski haldinn fortíðarþrá en mér finnst það vera öðruvísi að vera að fara að sjá liðið okkar hlaupa um grasið á Wembley en á Millenium Stadium, kannski bara vegna þeirrar tengingar sem það er við gullaldarliðið og gengi þess.

Það bara er þannig í kollinum á mér. Síðast lékum við á Wembley árið 1996, þannig að þessi bið okkar fólks að halda á Anfield South er orðin svakalega löng. Enda hefur klúbburinn mjólkað athyglina síðustu dagana.

Opinbera vefsíðan telur niður, sýnir okkur myndir af æfingum, rifjar upp sigrana okkar sjö í þessari keppni og telur upp tengingarnar við mótherjana í Cardiff City. Sama höfum við gert hér á kop.is en nú er fókusinn bara einn. Leikurinn á Wembley.

Mótherjinn Cardiff City

Enskar bikarkeppnir hafa í gegnum tíðina verið uppfullar af öskubuskusögum og í nýlegum pistli ræddi ég um Öskubuskuna sem við mætum á sunnudag. Það er þó alveg ljóst að lið Cardiff er langd frá því að verða gefin veiði, þar eru innanborðs margir hörkuleikmenn. Liðið er afskaplega vel skipulagt, stjórnað af Skotanum Malky Mackay sem var nýlega í skemmtilegu viðtali á lfc.tv, lýsti þar m.a. aðdáun sinni á kóngnum og fór yfir vinskap sinn við marga af leikmönnum okkar og þjálfurum.

Liðið hefur átt erfitt uppdráttar frá því þeir tryggðu sér seðilinn á Wembley og aðeins náð í 4 stig af 15 mögulegum, lekið mörkum en átt erfitt með að skora. Þrátt fyrir þetta gengi eru þeir í playoffssæti eftir gríðarlegar breytingar á leikmannahópnum sínum í sumar og stefnan þeirra er klárlega að komast í úrvalsdeildina á allra næstu misserum. Styrkleikar þeirra í vetur hafa verið gott skipulag í bland við reynslumikla framlínumenn og vel útfærð föst leikatriði.

Þeir hafa lengst af leikið leikkerfið 4-5-1 eða 4-4-1-1 og svona miðað við það sem ég les mér til er líklegt að við sjáum byrjunarliðið þeirra eitthvað svipað þessu:

Heaton

McNaughton – A.Gerrard – Turner – Taylor

Conway – Whittingham – Gunnarsson – Cowie

Earnshaw
Miller

Þetta lið getur hæglega orðið 4-5-1 en þá eru Conway og Earnshaw kantsenterar með Miller uppi á topp. Þarna eru reynslumiklir menn með töluvert af landsleikjum á miðju og frammi, rútineruð vörn, en þó ekki eins reynslumikil. Utan við liðið eru ungir og stórefnilegir leikmenn eins og Filip Kiss (Slóvaki) og Rudy Gestede (Frakki) sem eru í láni hjá félaginu og virðast eiga bjarta framtíð fyrir sér í íþróttinni.

Í augnablikinu er þetta byrjunarlið talið líklegt en þó mun verða beðið fram á síðustu stundu með að aðgæta fitness fyrirliðans Mark Hudson og varafyrirliðans Stephen MacPhail áður en liðið verður tilkynnt. Væntanlega myndu þá Cowie og Anthony Gerrard (systursonur Captain Fantastic) tapa sætum sínum.

Liðið hefur verið að rótera töluvert undanfarið vegna meiðsla og jafnvel telja sumir að stillt verði upp liði með 5-4-1 leikkerfi, en þó er talið líklegra að þeir leggist ekki til baka, heldur mæti Liverpool á miðjunni og “yfirdekki” svæði þar.

Þetta byrjunarlið myndi ná að reyta fullt af stigum í efstu deild, ólseigir út í gegn og verðugir mótherjar á Wembley. Aron Gunnarsson er vissulega United-maður, en sem Þórsari fær hann ákveðið prik frá mér. Ég man vel eftir honum sem smápeyja þegar ég vann fyrir þann góða klúbb – þar er á ferð leikmaður sem leggur sig 10000% fram í þau verkefni sem hann fær og hann mun verða á fullu um allt, nartandi í hæla okkar manna og tilbúinn að leggja upp færi, þó ekki væri nema með sínum gríðarlegu innköstum.

OKKAR menn

En þá er það stóra, stóra, stóra spurningin. Hvernig munu okkar menn nálgast leikinn?

Í vetur höfum við mætt nokkrum liðum úr neðri deildum í bikarkeppnunum. Í ÖLLUM þeim leikjum hefur liðið stillt upp leikkerfinu 4-4-2. Og unnið alla leikina. Síðast var það auðvitað stútið á Brighton um helgina, þar sem hápressan okkar braut mótherjann hægt og rólega niður þar til að hann gafst upp í hálfgerðri andnauð síðustu 30 mínúturnar.

Verður það líka uppleggið gegn Cardiff eða munum við sjá liðið fara í 4-5-1 / 4-3-3 sem við höfum séð meira af í deildarleikjunum að undanförnu og gegn sterkari mótherjunum? Ég hef eytt allri vikunni í að pæla þetta, vitandi af því að eiga að gera þessa upphitun.

En ennþá í dag er ég ekki alveg viss um hvort mun verða fyrir valinu, en þó hallast ég að því að Kenny byrji leikinn með 4-2-3-1 útgáfuna en ef að það virki ekki verði breytt um brag í hálfleik. Hins vegar eru líkurnar í mínum kolli 52% – 48% og ég satt að segja ætla að fá að verða gunga og stilla upp tveimur byrjunarliðum fyrir okkar menn, allt eftir leikkerfinu.

En ég byrja á 4-2-3-1 sem ég tel líklegra.

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Enrique

Spearing – Adam
Downing – Gerrard – Bellamy
Suarez

Og þá ef við sjáum 4-4-2:

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Enrique

Henderson – Spearing – Gerrard – Bellamy

Carroll – Suarez

Ég held að hvor uppstillingin sem verði fyrir valinu verði lagt með að hápressa varnarmenn Cardiff, sem sennilega teljast veikasti hlekkur þeirra, og reyna að fara með jörðinni á hávaxna en frekar hæga og gamaldags hafsenta. Þess vegna hallast ég að því að menn nýti hraðann sem hægt er að finna í fyrri hugmyndinni frekar en sóknarákafann í því síðara. En sjáum til.

Þetta þýðir

Svei mér þá, ég er fyrst og síðast ákveðinn í að njóta dagsins – einbeita mér snemma að leiknum. Lesa fullt um morguninn, fara á youtube og fá nostalgíuhroll. Klæðast rauðu og halda út af heimilinu til að horfa á dýrðina. Hlakka til að sjá Gerrard leiða liðið út á Wembley og treysti því að við fáum að sjá flottan leik tveggja liða með sjálfstraust sem ætla að njóta dagsins.

Ég held að við séum að fara að sjá alveg hunderfiðan leik fyrir okkar menn, Cardiff munu selja sig dýrt og í þeirra röðum býr mikil reynsla og mikill kraftur.

Ég held samt að í okkar liði búi of mikil gæði fyrir þá að lokum, plús það að ég held að við græðum á því að hafa mann sem þekkir ansi vel til liðsins í Craig Bellamy og að lokum vinnum við leikinn.

Mín spá er að við vinnum þennan leik 2-1 og það kæmi mér ekkert á óvart þótt við þurfum til þess framlengingu. Það er skrifað í skýin að Bellamy skorar en fagnar ekki og ég held að fyrirliðinn okkar haldi áfram að njóta þess að spila úrslitaleiki og skora hitt.

Njótið dagsins öll, treystum því að við förum skælbrosandi út úr helginni með silfurbikar staðsettan á ný við Anfield Road í Liverpool – í fyrsta sinn síðan vorið 2006, en væntanlega sá fyrsti af mörgum nýjum

You’ll never walk alone!!!

56 Comments

 1. Takk fyrir frábærar upphitanir! Hef bara sjaldan eða aldrei séð slíka snilld!!!!!

  Ég tippa á mikið strögl framan af en að við munum leiða 2-1 þegar 10 mín verða eftir. Setjum hins vegar tvö í lokin og síðasti naglinn kemur á +90 mín. 4-1 takk fyrir !!!

  Er orðinn svaðalega spenntur!!

 2. Haldið bara kjafti hvað ég er orðin spenntur!!!

  KOMA SVO LIVERPOOL 3-0 og ekkert kjaftæði! Carroll, Bellamy og Suarez með mörkin.

 3. Fiðrildin eru farin á fullt! Hrikalega er maður spenntur!!!

  Flott upphitun í alla staði og gerir mann ekki minna spennta.
  Ætla að taka þetta alveg eins og Maggi, snemma af stað, lesa fréttir um liðið, horfa á Youtube myndbönd sem sýna snilli hvers og eins leikmanns og svo HENDAST Á LEIKINN! Sjan og sælir…

  Ég ætla að giska á að seinna lið Magga verði raunin, 4-4-2, fyrir utan að Henderson verður á bekknum og Downing á kanntinum. Sjáum hvað verður.

  YNWA – King Kenny we trust!

 4. Svona á að hita upp fyrir bikarúrslitaleiki! Takk fyrir þetta Maggi. EKKI fara fyrr en lokaflautið gellur á morgun, sama hver staðan er. Þú ættir að vera búinn að læra núna að Liverpool gefst aldrei upp fyrr en yfir lýkur. 🙂

  Annars set ég bara út á eitt í byrjunarliðs-spá þinni og það er að Jordan Henderson er alltaf að fara að byrja þennan leik, hvert sem leikkerfið er. Hann er lykilmaður í þessu liði í dag, valinn á undan Charlie Adam, Dirk Kuyt og Stewart Downing í liðið undanfarnar vikur og ég sé ekki af hverju það ætti að breytast núna. Hvort sem hann er partur af tveggja eða þriggja manna miðju eða hægra megin á fjögurra manna miðju eins og gegn Brighton um síðustu helgi er hann alltaf í þessu byrjunarliði.

  Annars leggst leikurinn vel í mig. Ég er sammála spánni – þetta verður drulluerfitt og sennilega verða bæði lið stressuð framan af. Ég yrði hissa ef leikurinn byrjaði á einhverju öðru en varkárni og taugatitringi en þegar líður á leik býst ég við að sjá gæðamuninn segja til sín. Það getur þó allt gerst og maður er bara stressaður þegar bikarúrslitaleikur er annars vegar.

  Roll on Sunday, we’re going to Wem-ber-ley!

 5. Frábær upphitun Maggi, spennan magnast. Ég hef það á tilfinningunni að þetta verði ekki erfiður leikur. Það er búið að tala mikið um að pressan sé öll á Liverpool, ég held að með því að tala mikið um það, færist pressan oft á litla liðið. Einnig getur lið eins og Cardiff verið mett, með því að komast á Wembley.

  Ég spá að eina breytingin frá byrjunarliðinu á móti Brighton, verði að Agger komi inn fyrir Carra og við vinnum þetta 4-1.

 6. Frábært að upplifa samherja mína hér með sömu spennu/tilhlökkun og ég fyrir þessum leik,mér líst vel á ykkar skoðun á byrjunarliðinu, ég er bara sáttur með það og mikið vona ég að Dirk Kuyt verði ekki í byrjunarliðinu á morgum, ég held að Liverpool verði of stór biti fyrir andstæðinga okkar í leik af þessari stærðargráðu,,í svona leik þá mun reynsla og saga okkar vega gífurlega mikið,þó gæti orðið smá barningur framan af enn vonandi mun getu munur okkar koma fljótt í ljós,ég spái 2-0 .Áfram Liverpool.

 7. Spái hefðbundnum LFC úrslitaleik þar sem leikar enda 3-3 og í framlengingu setur Downing sigurmarkið á 120 mínútu með stórkostlegu curling skoti.

  Eru virkilega tæp 5 ár síðan Liverpool var síðast að spila úrslitaleik? Undarlegt!

 8. Frábær upphitun! Alveg meiriháttar að hafa þessa síðu til að skemmta sér og svala hinum óstöðvandi Liverpool þorsta. Ég tel að Kenny muni stilla upp þeim mönnum sem hann hefur sýnt í vetur að séu hans uppáhaldsmenn.

  Vörning velur sig sjálf en svo kemur fjögurra manna miðja með Gerrard, Adam, Henderson og Downing. Bellamy og Suarez verða svo frammi. Ef þetta verður 4-5-1 þá dettur Bellamy aðeins niður á miðjuna. Það er ekki séns að Spearing sé að fara að byrja þennan leik! Engin þörf á því!

  Kenny setur sína bestu menn inná og ég hef engar áhyggjur af varnarmiðju-hlutverkinu. Henderson, Adam og líka Gerrard (sem verður út um allan völl kol-bikaróður) munu sjá um það!

  Þetta verður frábær dagur!

 9. Frábær upphitun, alltaf gaman að sjá taktískar pælingar. Það böggar mig samt hrikalega að sjá þversögnina ,,kantsenter”. Senter þýðir ,,í miðjunni” og kant þýðir “ekki í miðjunni”. Hugmyndin um senter = framherji meikar bara sens í 442 þar sem báðir framherjarnir eru fyrir miðju.

  Dalglish hefur hingað til spilað með einn framherja í stórum leikjum en þetta er auðvitað neðri deildarlið sem mun líklegast liggja aftarlega svo það gæti vel verið þess virði að setja meiri sóknarþunga á þá. Ég spái því að hann byrji með einn frammi og skipti svo seinna yfir í 442, svipað og í bikarleiknum gegn Utd.

 10. Sammála Diddinn, alger óþarfi að hafa Spearing inná. Henderson getur leist það hlutverk mikið betur plús að hjálpa liðinu fram á við.
  Carroll á að byrja þennan leik með Suarez vegna þess að það fer rosaleg orka í það að dekka hann, svo á 67 mínútu verður hægt að sjá vörnina hjá Cardiff gefast upp.

  Fyrsta markið kemur á 72 mín þegar Gerrard setur boltann beint á hausinn á Carroll.

  Endar 3 – 0

  YNWA

 11. Þetta er frábær upphitun og þetta verður frábær dagur. Við erum auðvitað ansi sigurvissir hérna, enda með mun sterkara lið. Cardiff ætti alla jafna ekki að geta skorað hjá okkur. Hins vegar gætum við átt í erfiðleikum með að skora hjá þeim og keeperinn þeirra gæti átt leik lífsins eins og margir aðrir markmenn.

  Held samt að við náum að vinna þennan leik, hvort sem það verður í framlengingu eður ei. Segi 2-1, Suarez fær uppreisn æru með því að skora sigurmarkið.

  Tek undir með Kristjáni Atla, held að miðjan verði Henderson, Spearing, Gerrard og Bellamy vinstra megin, með Suarez og Carroll frammi.

  Koma svo!!

 12. Roaslega hlakka ég til morgundagsins, ligg veikur en reikna með að ég hressist eitthvað við að horfa á bikarinn fara á loft í höndum Captain Fantastic : )

  Auðvitað er ekkert gefið í þessu, en við eigum og verðum að taka þessa dollu.

  Y.N.W.A. !

 13. Ég hlakka svo sannarlega til morgundagsins. En ég er sannfærður um að þetta verður erfitt. Ég man bara varla eftir úrslitaleik í bikarkeppni/Evrópukeppni sem hefur ekki verið erfiður fyrir Liverpool. Ég sé fyrir mér svipaðan leik og gegn Birmingham 2001, ÚFF sá var sko erfiður og stressandi. En vonandi endar þessi líkt og sá 2001 með sigri Liverpool.

 14. Ég hélt ég væri orðinn yfirvegaðri með aldrinum en mér er farið að líða meira og meira eins og litlu barni sem getur ekki beðið eftir að opna jólapakkann sinn. Vonandi næ ég einhverjum svefni í nótt.

  Ykkur að segja er ég búinn að ákveða að jólapakkinn innihaldi þrennu frá Suarez sem fær heiðursskiptingu fyrir Bellamy sem setur eitt í blálokin.

 15. Það eina sem er öruggt og skrifað í skýin, er að Craig Bellamy mun á einhvern hátt skipta sköpum í úrslitum leiksins.

 16. Af hverju ætti Spearing litli að byrja þennan leik ?
  Hann hefur komið ágætlega út í fjarveru Lucas þegar við erum að spila á móti stóru liðunum á útivelli en hann á ekki heima þarna á morgun.
  Ég vona að við fáum að sjá Carrol byrja þennan leik enda hefur hann verið að koma sterkari til leiks undanfarið og hann er farinn að spila af meira sjálfstrausti.
  Ég væri til í að sjá liðið spila 4-4-2 með Bellamy og Downing á köntunum.

 17. Síðasti sunnudagur mánaðarins, sem þýðir vanalega að ég fer í Ikea með frúnni og fæ svo verðlaun frá henni þegar heim er komið. Ég er búinn að semja við hana um að skipta út verðlaununum, þó litli Vési sé ekki sáttur, og mun þess í stað taka leikinn alla leið. Það er eitthvað sem segir mér að Skretl skori annan leikinn í röð og við klárum þennan leik 3-1.

 18. Þetta verður rosalegur leikur. Ég myndi stilla upp í 4-4-2.
  Reina
  Johnson-Skritel-Agger-Enrique
  Henderson-Adam-Gerrard-Bellamy
  Carrol oog Suarez
  Þessi leikur fer 2-0 fyrir Liverpool þar sem við keyrum upp pressu allan leikinn og settum 2 mörk á seinustu 20 mínótunum.
  En hérna ein skemmtilg staðreynd. Spearin er búin að leggja upp fleirri mörk en Downig á tímabilinu

 19. Ég held við sjáum 4-4-2. Vörnina þarf ekki að ræða en miðjan verður Kuyt, Gerrard, Adam og Bellamy. Suarez og Carroll frammi. KD vill vafalaust tefla fram reynslumiklu liði. Því miður fyrir Cardiff þá er Gerrard í liði Liverpool og þeir geta algjörlega gleymt því að hann sé að fara að tapa þessum leik.

 20. Hrikalegt að þurfa að leggja það á sig að fara í IKEA til að fá það hjá frúnni…

 21. 18# Skertl skorar annan leikinn í röð á meðan litli Vési nær ekki að koma honum inn í fyrsta skipti í langan tíma

 22. Liverpool fer ekki að klúðra þessum leik. Suarez og Carroll sjá um þetta.
  En að öðru. Djöfull var súrt að sjá Liverpool ekki kaupa 2 menn til viðbótar í janúar. 1 sóknarmann og 1 miðjumann. Bellamy og Kuyt báðir að verða gamlir og Carroll er ekki nógu góður til að spila hvern einasta leik. Þess vegna er sóknarleikurinn stirrður. Kaupa Odingwie t.d frá WBA upp á breiddina. Sama vandamál á miðjunni.

  Vill sjá liðið í þessum leik
  Carroll
  Bellamy Suarez
  Adam Gerrard Henderson
  Johnson Agger Skrtel Kelly
  Reina

  Bekkur: Downing, Kuyt, Enrique, Spearing, Coates, Maxi, Doni

 23. Þetta verður svaaakalegt! Mix af spennu og smá stressi með því, þannig á þetta líka bara að vera, bara gaman..

  Ég ætla að skjóta á seinna byrjunarliðið, hef trú á því. Carroll verður allavega klárlega inn á með Suarez og Bellamy stjörnu vitlausa í kringum sig og Meistara S. Gerrard fyrir aftan sig.

  Mín spá fyrir leikinn er að það verði 1-1 eftir 90min (Carroll með markið okkar), svo í framlenginu setjum við 2 stk, Suarez byrjar og svo endar Captain Fantastic þetta með þrumufleig!

  COME ON YOU REDS! YNWA!

 24. Ég hef enga trú á öðru en að við vinnum, tel að það sé ekki rétt að láta Spearing spila þarsem hann á það til að tapa 2-3 algjörum aulaboltum í hverjum leik sem geta verið stórhættulegir auk þess að vera frekar lélegur sendingamaður að mínu mati sama hvað einhver tölfræði segir.

  Eina ósk mín fyrir þennan leik eru að Gerrard, Downing og Carrol skori og að allir komi heilir til baka.

 25. …………………………..José Manuel……………………………….
  ………McLeod ………Munthe ……….Martin …….Sánchez
  …………………George…Graham…Brian………………….
  Alberto………………………………………………………Douglas
  ……………………………….Thomas…………………………….
  Vona að liðið verði svona! Sóndjarft með mikilli pressu. Tökum þetta 3-0.

 26. carrol er alltaf að fara að byrja þennan leik þarf ekki annað en að skoða framlagið og höfuðverkin að dekka hann,skertl agger enrique johnson einnig ef þeir eru heilir gerrard hendo adam downing og ætli suarez verði ekki þarna líka.carrol suarez með sitt hvort gerrard(steven)með 1 fer 3-1

 27. Ég er gjörsamlega að fara á taugum hérna ! Mér er nákvæmlega sama þótt þetta sé Cardiff City.. Við eigum ekki að vanmeta þá, ég hef verið að fylgjast aðeins með þeim í keppninni og þeir geta alveg spilað fínan fótbolta á köflum.

  En ég ætla að vera bjartsýnn og spá 2-1 sigri fyrir Liverpool. Agger,Gerrard og Gerrard með mörkin. 😉

 28. Ég skil alveg þetta concept með virðingu fyrir mótherjanum og allt það. Menn þora ekki að vera góðir með sig og spá öruggum sigri, en mér er bara skítsama um það. Þó svo arsenal hafi tapað fyrir birmingham, þá var það 100% vanmat, og Kenny sér alveg um að það eigi sér ekki stað.

  Liverpool á að vinna þetta ÖRUGGLEGA. 3-0 , takk fyrir. Það er ekki verið að JYNXA neitt. Göngum bara frá þessu. Greddan í bikara og hefðin á að vera með Liverpool, og svo er cardiff líka með íslending.

  Ég hlakka bara til dagsins á morgun, fyrir leik, og eftir leik 🙂

  YNWA

 29. Sæl öll og gleðilega hátíð. Þetta verður busy dagur, keppi tvo handboltaleiki og sest svo niður með með félögum á heimavelli Liverpool hér í Odensehrepp í dk og horfi á vel spennandi leik.

  Frábær upphitun sem fyrr Maggi, ég er bara ósammála einu, Aron fær sko ekkert prik hjá mér jafnvel þótt mér sé hlýtt til Þórs. Að mínu mati sýndi hann virðingarleysi með því að koma með þá yfirlýsingu að hann myndi fagna sigri serstaklega fyrir framan Suarez. Þannig var hann að blanda sér í mál sem honum kemur ekkert við og undirstrikar óíþróttamannslega hegðun. Ss. mitt álit á þessum annars ágæta knattspyrnumanni hefur dalað til muna.

  Góða skemmtun öll sem eitt og munið YNWA!

 30. @33 eigum við ekki aðeins að róa okkur? Þetta var nú bara sagt í gríni og alveg kominn tími til að hætta að velta sér upp úr þessu rugli.

  Verum ekki svona hörundsárir 😉

  YNWA

 31. Það getur enginn annar en litli Vési orðið maður leiksins að mínu mati.

 32. spennan er óbærileg…… get bara ekki beðið eftir að leikurinn byrji…

 33. Þetta verður hörku leikur og ekkert létt víst að Christian Poulsen er ekki lengur okkar maður.

 34. Dóri Mousaieff er dulnefni fyrir ZX781#, hann kemur frá plánetunni LIB93420533

 35. Held að þessi leikur verði léttari en menn halda. Fyrri hálfleikur verður frekar jafn en Liverpool skorar 2 mörk uppúr engu og leiðir 2-0 í hálfleik. Cardiff minnkar svo muninn uppúr föstu leikatriði og setur smá pressu í 10-15 mín en Liverpool klárar svo leikinn með marki úr skyndisókn. 3-1 endar það heillin.

 36. Maggi þú ert gull af manni rétt eins og hinir Kop pennarnir.
  En djufull er maður kvíðinn og spenntur á sama tíma ! þeir munu leggja allt í þennan leik og okkar menn líka ! verður EPIC.
  Vonandi verður þetta markaveisla !

  YNWA

 37. Sælir

  Hvar er best að horfa á leikinn í borginni ef maður vill fá sæti og getur mætt sirka korteri fyrir upphafsflautið? Stórefa að það sé hægt á górillunni. Væri samt gott ef það væri stemmari á staðnum.

 38. Trúi ekki að menn séu að setja Spearing og Downing sem líklega í byrjunarliðið ! sáú menn ekki United leikinn? þessir menn hafa ekkert í byrjunarliðið að gera ! reyndar náði Downing aðeins að rífa sig upp í síðasta leik með að drullast til að assista eitt mark en það er ekki næstum nóg! Þessir menn iga ekki heima í liðinu

 39. Sælir félagar.
  Veit einhver um stað á orlando svæðinum sem gæti verið hægt að sjá leikinn?

 40. Það er svo langt síðan Liverpool vann síðast titil að ég sá það gerast í opinni dagskrá á SkjáEinum.

 41. Spennan í hámarki hér!, fer ekki að styttast í starting 11? en mikið ofboðslega finnst mér lélegt hjá 365 mönnum að vera með Norwich-Scum sýndan á stöðinni þar sem LfcTv er alltaf! búin að vera gríðarleg skemmtilegt að fylgjast með upphitun þar í allan morgun.

 42. Afhverju í andsk$%& er LFC TV ekki á einu af hliðarrásunum ?? er með afruglara frá símanum og sé ekki lfc tv.

 43. Team: Reina, Johnson, Agger, Skrtel, Enrique, Gerrard, Adam, Henderson, Downing, Suarez, Carroll.

 44. Komið!

  Team: Reina, Johnson, Agger, Skrtel, Enrique, Gerrard, Adam, Henderson, Downing, Suarez, Carroll.

  Subs: Doni, J. Carragher, J. Spearing, C. Bellamy, D. Kuyt, M. Kelly, Maxi

 45. …svo eru þeir með á hliðarrás numer 4 manchester rásina! sem er að lýsa leiknum sem þeir settu á hliðarrás 3. Snillingar.

Opinn þráður – Bikarhelgi

Byrjunarliðið gegn Cardiff komið!