Cardiff City

Á sunnudaginn er víst leikur sem við munum eitthvað hugsa útí fram að upphafsspyrnunni góðu.

Í sumum fjölmiðlum virðist bara eitt lið ætla að keppa, liðið okkar allra, en sem betur fer held ég að allir starfsmenn félagsins okkar átti sig á því að það eru tvö lið sem munu hlaupa um grasbalann í Lundúnum á sunnudaginn, bæði ákveðin í að fagna bikar og fara með heim.

Það er því ekki úr vegi að velta aðeins upp mótherjunum okkar í úrslitum Deildarbikarsins, Bláfuglarnir í Cardiff City.

Cardiff City kemur úr samnefndri borg sem er höfuðborg Wales, tíundu stærstu borg Bretlands með u.þ.b. 350 þúsund íbúa, stærri en t.d. Nottingham og Sunderland. Lið heimamanna var stofnað árið 1899, þá reyndar undir nafninu Riverside AFC og í tengingu við samnefnt krikketlið. Nafninu var svo breytt 1908 og hefur verið eins síðan.

Liðið fékk inngöngu ensku deildarkeppnina haustið 1910 og er eitt tveggja liða frá Wales í núverandi stöðu, en þau hafa þó verið fleiri í gegnum tíðina. Liðið er hið eina utan Englands til að hafa unnið titil í knattspyrnukeppni þess lands, en það gerðist árið 1925 1927 þegar liðið vann FA-bikarinn. Þeir hafa leikið alls sautján ár í efstu deild Englands, en síðast var það árið 1962. Síðan þá hefur liðið ekki náð að endurheimta sæti sitt meðal þeirra bestu, en voru nærri því fallnir út úr deildakeppninni ensku árið 1996.

Eftir flakk milli tveggja neðstu deildanna um sinn tók líbanski auðjöfurinn Sam Hammam sig til og keypti klúbbinn árið 2000 og þá hófst endurreisn félagsins og klifur þess upp úr neðstu deild. Liðið vann sér sæti í næst efstu deild vorið 2003 í eftirminnilegum úrslitaleik á Millennium Stadium í Cardiff (sem við þekkjum jú af góðu en er ekki heimavöllur liðsins) gegn QPR og hafa síðan verið í næst efstu deild að berjast við að komast á meðal þeirra efstu.

Á þessum árum hafa nokkrar „gamlar“ stjörnur leikið með Cardiff, við munum auðvitað að Robbie Fowler lék með þeim um sinn, en nöfn eins og Jimmy Floyd Hasselbaink, Michael Chopra og Jason Koumas spiluðu þar einnig, á sama tíma og ungir menn komu upp í gegnum unglingastarfið eins og Aaron Ramsey, Jo Ledley og Cameron Jerome. Hammam kvaddi liðið með töluverðum látum 2004 og annar skrautlegur birtist á sjónarsviði þeirra, Peter Ridsdale fyrrum eigandi Leeds. Hann náði ekki tökum á fjárhag félagsins og árið 2010 tóku núverandi eigendur við, ágætlega ríkir Asíubúar.

Liðið leikur á Cardiff City Stadium, leikvangi sem vigður var vorið 2009 og tekur tæplega 27000 manns í sæti, en á bilinu 22 – 25 þúsund manns koma vanalega á leiki þeirra. Þó er reiknað með því að þeir muni nýt alla 31500 miðana sem þeir fá á Wembley, ekki síst þar sem laugardaginn 25. febrúar verður rúgbý-landsleikur milli Wales og Englands svo reikna má með að London verði full af Walesverjum þessa helgina.

Liðið fór í úrslitaleik FA-bikarsins 2008 en tapaði þar fyrir Portsmouth og þeir komust í úrslit Championship-umspilsins fyrir tveimur árum en töpuðu fyrir Blackpool, 2-3 í hörkuleik. Þannig að í liði þeirra eru menn með reynslu af því að spila úrslitaleiki á Wembley, en vissulega reynslu af tapi í slíkum leikjum.

Í vetur hefur liðið verið í playoff-sæti frá byrjun, en að undanförnu hefur liðið átt erfitt í deildinni. Í þeim fimm deildarleikjum sem þeir hafa leikið frá því þeir tryggðu sér sætið á Wembley hafa þeir unnið einn leik, gert eitt jafntefli en tapað þremur og sitja nú í 5. sæti, sex stigum frá sætinu sem gefur sjálfkrafa sæti í PL á næsta ári.

Leið þeirra í úrslitaleik Deildarbikarsins er eftirfarandi:

Cardiff – Huddersfield= 5-3 (eftir framlengingu)

Cardiff – Leicester= 9-8 (eftir framlengingu og vítakeppni)

Cardiff – Burnley= 1-0

Cardiff – Blackburn= 2-0

Crystal Pal. – Cardiff= 1-0

Cardiff – Crystal Pal= 1-0 (3-1 í vító).

Sem sagt, algerlega öfugt við okkar menn var liðið dregið sem heimalið í öllum umferðum, þurfti eina framlengingu og tvær vítakeppnir til að komast á Wembley. Það eitt segir okkur að þarna er ólseigt lið á ferðinni sem þekkir ekki það að gefast upp.

Á opinberu heimasíðunni er verið að rifja upp tengingar milli félaganna tveggja; skemmtilegir punktar þar á ferð eins og t.d. sú staðreynd að fyrsti leikur Bill Shankly með Liverpool var gegn Cardiff í næst efstu deild. Fyrir mér er tengingin við Cardiff aðallega í tvennu lagi merkileg.

Annars vegar sú staðreynd að við unnum nokkra titla og flotta leiki í heimaborg þeirra á meðan að úrslitaleikir voru leiknir á Millennium Stadium og því má segja að Scouserunum hafi þótt orðið nokkuð vænt um borgina.

Hins vegar sú staðreynd að stjarna vetrarins hingað til hjá okkur, Craig Bellamy, er borinn og barnfæddur Cardiff-maður, pabbi hans dyggur stuðningsmaður félagsins og Bellamy sjálfur átti þann draum í æsku að spila fyrir Cardiff. Sem hann gerði í fyrra og næstum því aftur í vetur, þangað til Kenny Dalglish hringdi í umboðsmann hans og kláraði það Walesbúinn dásamlegi ákvað að verða alrauður í stað þess að verða alblár.

Í opinbera upphitunarþræðinum á laugardaginn ætla ég að skoða leikmannahóp liðsins, líklega uppstillingu auk styrkleika þeirra og veikleika en okkur má öllum vera ljóst að Cardiff City er ekki að fara á Wembley til þess eins að njóta dagsins. Þeir ætla núna að ná sér í titil!

23 Comments

  1. Flott samantekt.
    Það er sem sagt nokkuð ljóst að við viljum ekki gera útum þennan leik í vító 😉

  2. Cardiff unnu FA bikarinn 1927 en töpuðu í úrslitaleiknum 1925.

  3. Eitt sem mig langar til að vita, tekur ekki Wembley 90 þúsund manns í sæti og af hverju fá þá liðin bara 63 þúsund miða?

  4. Ef thessar tølur eru stadreynd tha er thetta storkostlegt alveg hreint. Veit vel ad thad tharf ad kyssa marga rassa og gera vel vid marga en thad eru studningsmennirnir sem standa a bakvid lidin um aldur og ævi. Fyrirtæki koma og fara i tvi sambandi.

    Allavega, frabærar skyrslur herna og eg er gridarlega spenntur.

  5. Til gamans má geta að í deildakeppni er Cardiff eitt af fáum liðum með fleiri leiki sigraða en tapaða gegn Liverpool. Ekki mörg lið sem geta sagt það. Sá það þegar ég gerði upphitun fyrir Liverpool spjallið. Langaði bara að koma þessu að 🙂

  6. Flott grein. Það er mikilvægt að vinna þennan leik og taka tiltil. Sálfræðilega sterkt. Held að það gæti gefið liðinu góðan kraft fyrir baráttuna í FA-Cup og CL-sætið. Reikna því ekki með öðru en að menn mæti dýrvitlausir í leikinn.

  7. Nr. 3 og 4. Liðin sem tóku þátt í keppninni fá miða, sem og aðrir boðsmiðar fyrir styrktaraðila og aðra slíka hjá FA. Þessir miðar enda flestir á svörtum markaði og hjá miðasölum hér og þar.

  8. Við verðum að muna að úrslitaleikur í bikarkeppni er engu líkur og ótrúlegustu lið hafa sigrað. Cardiff er sýnd veiði en ekki gefin.

    ÁFRAM LIVERPOOL OG KING KENNY!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  9. Flott upphitun fyrir upphitunina á laugardag. Hlakka mikið til fyrir þá lesningu til að koma manni almennilega í gírinn.

  10. Bellamy hefði greinilega komist í úrslitaleikinn í FA cup þótt hann hefði farið til Cardiff. En Liverpool getur látið sig dreyma um að þeir hefðu átt sjéns án Bellamy.

    Djöfull er þessi gamli brjálæðingur seigur !

  11. Reina

    Johnson – Skrtel – Agger – Enrique

    Henderson – Adam

    Suarez – Gerrard – Bellamy

    Carroll

    Okkar besta lið að mínu mati, nema ég myndi henda Adam fyrir Lucas ef hann væri leikfær.

    Wembley here we come

  12. Flott samantekt.

    Skemmtilegt að á leið þeirra í úrslitaleik Deildarbikarsins þá töðuðu þeir fyrir Crystal Pal.

    Getur nokkuð verið að þú, Maggi, hafir ruglast þar?

  13. Fraizer Campbell valinn ýfir Andy Carroll í enska landsliðið D:

  14. Þetta verður áhugaverður leikur sem ég næ örugglega ekki að sjá. En ég hef hins vegar séð Cardiff spila á Wembley og þá unnu þeir Barnsley í undanúrslitum FA Cup. Mögnuð upplifun að fara á Wembley þó að þetta hafi bara verið undanúrslitaleikur. Ég sat Cardiff meginn og sá gamla menn hágráta í lokinn þegar þeir höfðu tryggt sér sæti í úrslitaleiknum. Var svekkjandi að sjá ekki Robbie Fowler í þeim leik þar sem hann var meiddur að mig minnir.

    Eitt svona off topic hvað segja menn að það sé verið að bendla Benitez við stjórastöðuna hjá Chelsea?

  15. Freyr #14og15) nei nei hann ruglaðsit ekki þar vegna þess að undanúrslitin eru 2 leikir spilað heima og að heiman 1 leikur hjá þeim fór 1-0 fyrir palace og svo hinn fór 1-0 fyrir Cardiff og svo er framlenging og vító ef þarf og Cardiff komst áfram eins og stendur úr vító 😀
    En varðandi leikinn á sunnudaginn þá mæta bæði lið dýrvitlaust til leiks og það verður samt farið rólega inn í þennan leik því hvorugt lið vill misstíga sig á fyrstu 20 min leiksins, ég spai hinsvegar 4-1 fyrir liverpool eftir að fyrri hálfleikur verður jafn 1-1.

  16. Var að horfa á Basel og Bayern í gær og það eru nokkrir leikmenn hjá Basel sem kunna fótbolta og eru fljótir og tekniskir og ég fór að velta fyrir mér hvort Kenny hafi verið að horfa,okkur vantar jú fljóta kantmenn. Nú er Basel búið að slá m.u út úr champions lige og eru hálfnaðir með Bayern svo að eitthvað geta þeir nú.Og það var bara óheppni að þeir unnu ekki stærra í gær,gott lið Basel sem gaman er að horfa á. Og mér skildist á sænsku þulonum að þeirra bestu menn væru bara rétt rúmlega tvíttugir svo þeir ættu að passa inn í money ball dæmið hans Henry.
    Um Cardiff leikinn þori ég ekki að spá en horfði á viðtal við Allan Kenedy áðan þar sem hann sagði að eftir að Liverpool vann Carling Cup 1981 hafi þeir unnið næstu 15 leiki og hann sagðist sjá ímislegt sameiginlegt með því liði og liðinu í dag og mikið rosalega vona ég að hann hafi rétt fyrir sér kallinn.

  17. vonandi fer KING KENNY að skrifa söguna fyrirLIVERPOOL og byrji á sunnudag

  18. Flott samantekt eins og venjulega. Cardiff hefur verið mitt lið í neðri deildunum. Ef ég man rétt þá urðu þeir í efsta sæti efstu deildar árið 1924, það ár varð Huddersfield meistari með jafnmörg stig og Cardiff sem því miður hampaði ekki titlinum vegna verri markatölu ef ég man rétt.

  19. Mér langar að benda ykkur á skemmtilega villu, hægra megin á síðunni, þar sem stendur ”Næsti leikur” þar erum leikurinn skráður á Anfield, held það yrði nú meira í manni stoltið ef það stæði Wembley 😉

    Kær kveðja, Pungsi.

Liverpool og Deildarbikarinn

Opinn þráður – Bikarhelgi