Liverpool og Deildarbikarinn

Í dag er þriðjudagur. Og það sem meira er, það eru aðeins fimm dagar í úrslitaleik enska Deilarbikarsins árið 2012. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2005 sem Liverpool leikur til úrslita í þessari keppni og í fyrsta sinn síðan 2007 sem Liverpool leikur til úrslita í einhverri keppni. Það er ekki laust við að það séu fiðrildi í manni þegar maður hugsar til komandi sunnudags.

Ég er búinn að sakna fiðrildanna. Það er orðið allt of langt síðan síðast.

Saga Liverpool í Deildarbikarnum er nokkuð spes. Félagið hefur unnið þennan bikar oftast allra liða, eða sjö sinnum. Næstir koma Aston Villa-menn með fimm sigra í þessari keppni. Það var þó ekki alltaf svo – lengi vel var þetta bikarinn sem ekkert gekk að vinna. Bill Shankly náði t.d. aldrei í úrslit Deildarbikarsins þrátt fyrir nokkrar góðar tilraunir og það er hálf skondið að hugsa til þess að Liverpool vann Evróputitil (1977) áður en liðið komst fyrst í úrslit Deildarbikarsins (1978). Þá var Bob Paisley við stjórnvölinn en þessi fyrsti úrslitaleikur endaði illa og tapaðist gegn Nottingham Forest.

Paisley var þó ekki aldeilis hættur að reyna vð þennan bikar og árið 1981 braut hann loks ísinn, og það svo um munaði. Þá vann Liverpool loks Deildarbikarinn í fyrsta sinn og þótti það svo gaman að þeir unnu hann næstu þrjú ár líka – ’82 og ’83 undir stjórn Paisley og svo ’84 undir stjórn Joe Fagan!

Árið 1987 keppti liðið svo næst til úrslita en tapaði gegn Arsenal og var það annar af aðeins tveimur Deildarbikarsigrum þeirra til þessa. Þá var Kenny Dalglish tekinn við stjórn liðsins – hann hafði að sjálfsögðu unnið þennan bikar fjórum sinnum sem leikmaður en tapaði þarna sínum fyrsta og eina úrslitaleik sem stjóri … til þessa. Hann hefur þurft að bíða í 25 ár eftir öðru tækifæri og fær það loks á sunnudaginn kemur.

Nú, eftir árið 1987 mátti liðið bíða til ársins 1995. Þá komst liðið loksins aftur í úrslitaleik Deildarbikarsins og hafði sigur gegn Bolton með frábærum mörkum Steve McManaman:

Þetta reyndist fyrsti og eini bikarsigur liðsins undir stjórn Roy Evans. Árið eftir, 1996, tapaði liðið í úrslitum FA bikarsins á Wembley en það var síðasti leikur Liverpool á gamla Wembley. Síðan eru liðin tæp sextán ár og því kominn tími til að liðið sneri aftur á „hinn heimavöllinn“ eins og Wembley var gjarnan kallaður á gullaldarárunum.

Wembley-völlurinn var sem sagt tekinn til endurnýjunar árið 2000 en á meðan fóru bikarúrslitaleikir fram á Þúsaldarvellinum í Cardiff næstu sex árin, og þar komu okkar menn aldeilis við sögu. Árið 2001 vann liðið Birmingham í úrslitum Deildarbikarsins en það var fyrsti bikarinn af þremur sem unnust það vorið undir stjórn Gérard Houllier. Árið 2003 sneri liðið svo aftur til Cardiff og vann Deildarbikarinn í sjöunda skipti í frábærum sigri á erkifjendunum frá Manchester. Það var Michael nokkur Owen sem réði úrsitum þann daginn:

Árið 2005 lék Liverpool svo síðast til úrslita í Deildarbikarnum og var aðeins nokkrum mínútum frá sigri gegn Chelsea áður en slysalegt sjálfsmark Steven Gerrard tryggði þeim bláu framlengingu, þar sem þeir höfðu svo betur.

Sem sagt, í dag eru liðin 34 ár síðan Liverpool lék fyrst til úrslita um Deildarbikarinn og á þeim tíma hefur liðið unnið þessa keppni sjö sinnum og tapað þremur úrslitaleikjum til viðbótar. Á sunnudaginn kemur fær liðið möguleika á að vinna í áttunda sinn, gegn Cardiff City sem eru að leika til úrslita í þessari keppni í fyrsta sinn. Þetta verður jafnframt fyrsti leikur Liverpool FC á nýja Wembley sem var tekinn í notkun vorið 2007, en liðið er aðeins einum sigri gegn Stoke á Anfield frá því að spila þar aftur í apríl til undanúrslita í FA bikarkeppninni. Etir sextán ára fjarveru frá Wembley gæti því hæglega farið svo að Liverpool spili fjóra leiki á Wembley í ár (Deildarbikar, 2 í FA bikar og Samfélagsskjöldurinn í ágúst ef liðið sigrar í FA bikarnum).

Hér er að lokum frábært myndband þar sem hönnuður nýja Wembley, Norm Foster, fylgdi fréttamanni um völlinn við vígslu hans vorið 2007. Þetta er sannarlega glæsilegt mannvirki og það var kominn tími til að Liverpool FC færi að hreiðra um sig þarna. 🙂

Við hitum svo betur upp fyrir leikinn þegar nær dregur helgi.

38 Comments

 1. Sæl öll.

  Nú er ég aðeins komin fram úr mér..EN ef okkar menn komast í úrslit í FA bikarnum veit þá einhver hvenær sá leikur fer fram? Við erum að fara á Anfield í lok apríl 20-23 apríl og mig langar bara að undirbúa mig undir það að leiknum yrði frestað.

  YNWA

 2. Sæl Sigríður, ef við komumst áfram úr átta liða úrslitunum, þá fara undanúrslitaleikirnir fram 14. og 15. apríl, úrslitaleikurinn verður síðan 5. maí.

 3. Pælið í einu. Owen skorari á móti Scum Utd og tryggði okkur bikar. Í dag fengi hann ekki að vera gestur á árshátíð Liverpoolklúbbsins á litla Íslandi! Hvernig fara menn af klúðra legend stimpli? Hann verður ekki stór í huga R. Madrid eftir ókomin ár og ekki heldur hjá Newcastle. Og ég stórefa að Man.Utd eiga eftir að minnast hann sérstaklega í framtíðinni.

 4. SSteinn.

  Takk kærlega fyrir þetta nú get sofið rótt og hlakkað til að fara á Anfield og auðvita tekið frá þessa daga til að horfa á strákana okkar fara alla leið.

  YNWA

 5. Mér gæti ekki verið meira sama um hvað þessi bikar hefur verið kallaður í gegnum árin, ég VIL sigur gegn Cardiff á sunnudag.
  Það er öllum leikmönnum hollt og gott að spila úrslitaleik, og fá að lyfta bikar að leikloknum.
  Að vera fagnað sem sigurvegara er eitthvað sem okkar menn þurfa að upplifa…….og verða háðir.

 6. Heeyy strákar kommon, ég er í skóla..
  Núna er ég orðinn svo spenntur að ég á ekki eftir að læra neitt alla vikuna.

  Ps. Djöfull verður þetta gaman! Alltof langt síðan síðast, búinn að gleyma hvað það er gaman af úrslitaleikjum.

 7. Ég veit að þetta var ekki erfiðasti mótherjinn í seinasta leik en mikið er ég ánægður með hvað Carrol er að spila vel, hann er loksins farinn að spila bæði með Gerrard og Suarez og það er farið að sjást. Ef að þessir 3 fá að spila saman út tímabilið þá er ég bjartsýnn á framhaldið.
  Og varðandi þennan leik þá er nauðsynlegt að fá sigur og einn bikar í viðbót í safnið. Þessir leikmenn verða að fá bikarbragð og fá þetta hungur sem við sjáum að júnætid hefur.

 8. maður er strax kominn með hnút í magann fyrir leikinn! Vonandi að við berum sigur af hólmi.

 9. Sjitt hvað manni hlakkar til. Þetta er frábær leikvángur eins og kemur fram, þó ég hafi bara heimsótt hann til að fara á tónleika, (Muse 2010) þá var það samt sem áður eitt það flottasta við ferðina að skoða völlinn.

 10. Sælir félagar

  Ég horfði á myndbandið af sigrinum á mu, 2 – 0. Það er frábært að horfa á það þó myndgæðin séu léleg. Samt afar gefandi að horfa á sigurleiki gegn þessu leiðindaliði.

  Ég hlakka mikið til að sjá leikinn á Wembley og ef ástríða leikmanna verður fyrir hendi vinnst sá leikur. Þá verður gaman ég segi ekki meir.

  Það er athygli vert að fylgjast með mu-urum þessa dagana. Allt í einu er sigur í Evrópudeildinni orðið afar merkilegt fyrirbrigði sem áður þótti nánast hneisa að taka þátt í. Ja maður svona breytast viðhorfin eftir afstæði hlutanna.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 11. Skemmtileg upprifjun, hef ekki séð Man Utd. mörkin síðan ég horfði á leikinn í beinni á sínum tíma. Maður hefði eflaust munað betur eftir þessum sigri gegn litla bróðir í Manchester ef liðið hefði ekki unnið FA og EC titlana sama tímabilið í tveimur mögnuðum leikjum.

 12. Ætla að vona að kóngurinn stilli þessu svona upp:

  Reina
  Johnson Skrtel Agger Enrique
  Spearing Adams
  Suarez Gerrard Bellamy
  Carroll

 13. Við skulum búa okkur undir hvað aðdáendur hinna “stóru” liðanna segja þegar við erum búnir að vinna þennan bikar,að þeta sé bara bikarkeppni litlu liðanna og svoleiðis bullshitt,fyrir mér er bikar alltaf bikar hvað sem hann heitir og þeir sem kalla þetta bikar litlu liðanna eru bara helsjúkir af öfund,t.d. arsenal,líkur á að þeir hampi titli á þessu sísoni eru stjarnfræðilega litlar og maður getur alltaf vonað að það fari enginn titill til man ure á þessu tímabili á meðan við gætum unnið 2.

  Sem sagt ÁFRAM LIVERPOOL,YOU´LL NEVER WALK ALONE!!!!,Nú bætum við bikar í safnið!!!

 14. Gaman að sjá þessa upprifjun. Ég man alltaf vel eftir vítinu sem Carragher tók í úrslitaleiknum gegn Birmingham 2001, sett´ann bara í samskeytin eins og að hann hafi aldrei gert neitt annað. Markið reyndist sigurmarkið því Westerveld varði frá Andrew Johnson (Everton manni 5 árum síðar) í síðustu spyrnunni í bráðabana.

  http://www.youtube.com/watch?feature=player_detailpage&v=F1F1YG8h55Q#t=60s

  Tekið af Lfchistory.net: Jamie Carragher recalls: “People remind me about my run-up for the penalty I took in the shootout and how it must go down as the longest in history. It was sudden death but I didn’t have any nerves. I knew where I wanted to put it and thankfully it went in. My Dad missed the moment, though. He left his seat because he couldn’t watch. It had been a difficult game but we battled through and deserved it. It was my first trophy with the senior Liverpool team and it was the catalyst for us to go on and win the cup Treble. Gerard Houllier told us to remember how winning felt and urged us to use it as an inspiration. It was and we did.”

  Carragher kemur inn á góðan punkt þarna í lokin, og hafa nokkrir hérna á kop.is nefnt þetta líka: Gerard Houllier told us to remember how winning felt and urged us to use it as an inspiration. It was and we did.”

  Sigur á sunnudaginn ættli klárlega að gefa mönnum smá blóðbragð í munn og hvetja til frekari sigra. Að sama skapi gæti það reynst slæmt að tapa þessum leik, sérstaklega gegn 1. deildarliði en tap kemur hreinlega ekki til greina og er ég viss um að Dalglish og co sjá til þess að menn komi rétt stemdir til leik, ekki það að það þurfi að peppa menn eitthvað sérstaklega upp fyrir svona leik.

  Djöfull hlakka ég til… 😀

 15. Já, ég er ekki frá því að það sé fiðringur í manni, ég get ekki beðið eftir leiknum!!

  En annars, fyrst þú póstar hérna myndbandi af túr í gegnum nýja Wembley þá mæli ég með ef fólk hefur áhuga að tékka á “Richard Hammond’s Engineering Connection – Wembley Stadium” þættinum, horfði á hann um daginn, þetta er alveg vel nett mannvirki.
  Þessir þættir eru líka algjör sniiiilld!

 16. Gaman að þessari upprifjun, en fyrir minn smekk eru allt of mörg EF þarna, og menn eru aðeins farnir að láta sig dreyma of langt fram í tímann. Við skulum taka þennan úrslitaleik á WEMBLEY fyrst, einbeita sér að honum og síðan sjá hvernig okkur vegnar þar, og eftir það. Það er ekkert “walk in the park” að komast á Wembley. Tökum samt bara einn leik í einu. Nú skulum við einbeita okkur að úrslitaleik í League Cup.

  YNWA

 17. Nathan Eccleston þessi strákur er kannski að fara spila fyrir bí/BOLUNGARVÍK í sumar hef góðar heimildir fyrir því

 18. Vá ég get hreinlega ekki bedid eftir thessum leik. Skrítin tilfinning ad okkar ástkaera lid sé alltíeinu einu skrefi frá thví ad vinna bikar. Ég sem hef adeins horft á thrjá úrslitaleiki med mínu lidi í gegnum aevi mína sem studningsmadur Liverpool…
  Ég vona ad vid vinnum thennan bikar sama hversu ómerkilegur hann sé, mig langar ad byrja ad upplifa Liverpool sem vinningslid og vonandi fara ad koma fleiri bikarar naestu árin.

  Og Doddi, ég á mjög bágt med ad trúa thví. Hvadan fékstu thessar mjög áreidanlegu heimildir?

 19. Ég man ekki einu sinni hverjir unnu þennan bikar í fyrra. Þetta er bara lengjubikar þeirra tjalla. En ég vona náttúrelg að við vinnum þennan leik til að fá blóðbragð af sigurhefðinni og þetta muni hjálap okkur að vinna alvöru titla á næstu árum

 20. guðni..hann vil koma það er bara verið að leit að peningjum.maður í stjórn bí/bol sagði mer þetta í dag

 21. Er enn að láta mig dreyma um að fara á þennan leik…er með flug og hótel á þokkalegu verði…..en ekki miða – veit einvher um miða á þokkalegu verði?

 22. Hvað segið þið fór Torres ekki frá okkur til að vinna titla? Gengur ekkert alltof vel hjá félaganum 😉 En djöfull er gaman að vera kominn í úrslitaleik, vona að þetta sé bara byrjunin á einhverju stórkostlegu hjá okkar ástkæra félagi 🙂

 23. Svei mér þá, að horfa á Napoli rassskella Chelsea í kvöld minnti á Ísland á móti Suður Kóreu ’86 í HM í handbolta. Chelsea gaurarnir eins og ljósastaurarnir á Reykjanesbrautinni sem búið er að drepa á í sparnaðarskini. Nú er komið að okkur að ráðast á fjórða sætið, nú eða ekki bræður og systur!!

 24. Flottur pistill.

  En nú biðla ég til ykkar sem þar til mega þekkja, hvar er hægt/best að setjast niður og horfa á Liverpool leiki í Berlín, þar sem ég verð staddur næstkomandi sunnudag.

  Allar uppástungur vel þegnar.

 25. Frabær upphitun!

  Gridarlega spennandi leikur framundan og eg get ekki bedid.

  Vil sigur og ekkert annad hja minu astkæra felagi sem eg hef haldid med i 33 ar og sem grjothardur Poolari tha vill madur vinna titla og helst a hverju ari.

  Thad er nu bara thannig 🙂

 26. 3#

  Owen hefði brunnið út hjá Liverpool einsog annarsstaðar, hann fór í meiðslapakkann og þoldi ekki álagið. Mér hefur alltaf fundist Joe cole vera mjög sambærilegur leikmaður varðandi þetta. Hann varð þekkt nafn í Englandi eftir að skora 7 mörk í einum leik gegn landsliði Spánverja á sínum tíma sem unglingur og ferilinn stefndi bara uppávið þangað til 2005-6 að meiðslapakkinn byrjar. Ég sjálfur vonaði að hann myndi ná sér á strik með Liverpool en það varð ekki af því. Að sama skapi er mér alltaf vel við Owen vegna þess að hann gaf bestu árin sín til Liverpool og í framhaldi af því að hann fer til Real koðnar ferilinn niður frá því sem að hann hefði getað orðið. Sama gerist með Torres og ferilinn er í brunarústum.

  Eini lærdómurinn sem að ég hef dregið af öllu þessu er að verða ekki reiður þegar menn yfirgefa Liverpool heldur vorkenna þeim og hugsa til þegar að þeir glöddu okkur með frammistöðu sinni.

 27. Veit einhver hvað Liverpool eru búnir að klúðra mörgum vítum á tímabilinu í öllum keppnum? Og hverjir hafa farið á punktinn og skorað/klúðrað?

 28. Dabvið Geir (30) Hvað með Alonso og Arbeloa? það eru menn sem fóru þegar þeir voru komnir á toppinn og það er eitthvað sem Liverpool á ekki að sætta sig við ,því að ef það verður vaninn þá komumst við aldrei á toppinn aftur. En mikið rosalega er þessi Luis hjá Chelsea lélegur fótboltamaður og ótrúlegt að AVB skuli ekki sjá að liðið hans er nánast að tapa leik eftir leik bara út af honum.

 29. Er nokkuð viss um að downing byrji inn á og ég vona að Carroll byrji líka. Wembley er stór völlur og ég held að Bellamy og Downing yrði góðir kostir á köntunum.

  Ég segi að liðið verði stillt upp í ~442:
  Reina
  Johnson Skrtel Agger Enrique
  Bellamy Spearing Gerrard Downing
  Suarez Carroll

  Svo verður Adam settur inn á 65. min fyrir Downing og Kuyt fyrir Bellamy á 70.min….og þá förum við í : 4-2-3-1

  Johnson Skrtel Agger Enrique
  Spearing Adam
  Suarez Gerrard Kuyt
  Carroll

  ….Carroll skorar svo sigurmarkið þegar 4 min eru eftir að leiknum. Veisla.

 30. Ghukha, #26.

  Í Berlín er írskur bar sem heitir Cliffs of Dooneen en gengur stundum undir nafninu Live Fußball. Hann er á Husemannstraße í Prenzlauer Berg. Öruggast er að hafa samband daginn áður og spyrja hvort leikurinn verði ekki örugglega sýndur. Þar er bezt að vera.

  Annars er líka Kilkenny-bar undir lestarteinunum á Hackescher Markt.

  Og svo er staður sem heitir Oscar Wilde á Friedrichstraße.

 31. Kári #36

  Takk kærlega fyrir upplýsingarnar. Ég mun hafa upp á þessum stöðum og sjá Liverpool menn lyfta bikar í beinni útsendingu

Liverpool 6 – Brighton 1

Cardiff City