Liðið gegn Brighton

Sterkt lið gegn Brighton á Anfield.

Reina

Johnson – Carragher – Skrtel – Enrique

Henderson – Adam – Gerrard – Downing

Carroll – Suarez

Á bekknum: Doni, Maxi, Coates, Kelly, Kuyt, Shelvey, Spearing.

Þetta lið á auðvitað að klára verkefnið og ég hef fulla trú á því.

31 Comments

  1. Flott lið og engnir sénsar teknir, Agger og Bellamy sem munu byrja næstu helgi eru hvíldir, enda menn sem þarf að fara varlega með. Nokkuð sáttur, hefði samt viljað sjá Enrigue hvíldan þar er hann var að koma úr smá meiðslum og síðan sjá Shelvey fá tækifæri enda hefur hann spilað vel þegar hann hefur fengið sénsin ólíkt mörgum öðrum og ef ekki má spila honum í svona leik þá hvenær.

  2. Veit að það er mikið búið að pósta varðandi linka á stream en veit einhver um linka sem virka á iPad eða iPhone?

    En það má svo vera eitthvað mikið að ef þessi leikur vinnst ekki með þennan mannskap.

  3. Ég er ekki viss um að við fengjum víti þó Brightonmenn myndu berja Carrol með felgulykli. Rosalega fá þeir langa hundaól.

  4. Hann á bara að hætta að væla og halda áfram,hann er stór strákur og þarf ekkert að vera að væla þó það sé verið að pönkast í honum!

  5. Nr. 7 Rúnar

    Alls ekki, auðvitað á hann að láta vita af þessu, þetta er bara orðið fáránlegt.

  6. Allveg er rosalegt að heyra þessi púú á Suarez og það á Anfield.
    En gott að skora rétt fyrir hlé og svo er bara að keyra yfir Brighton í seinni.

  7. Það er bara fáránlegt að þeir fá bara að halda utan um Carroll í hornspyrnum eins og ekkert sé sjálfsagðra. Ég hef aldrei orðið svona pirraður yfir svona hlut áður, alveg ótrúlega augljóst.

  8. Algjör snilld að hlusta á Graeme souness og Glenn Hoddle gera grín að Downing fyrir tilburðina þegar hann átti að ráðast á boltamanninn í markinu hjá Brighton, eins og hálfgerður aumingi að vilja ekki fá boltann í sig, hann reyndar fær ekki lægstu einkunnina hjá þeim heldu fær markmaðurinn hjá Brighton skussaverðlaunin eða þeir eru reyndar ekki vissir hvort þetta sé markmaður eða ekki.

    Held við tökum þetta 5-2 og Shelvey komi inn á og setji eitt á eftir, Suarez setur svo mark en ég held að Andy skori ekki og haldi bara áfram að vera pirraður og fá ekkert frá dómaranum og fær spjald fyrir mótmæli áður en hann verður tekinn af velli.

  9. Rúnar #7 Á hann ekki að fá neitt útaf því einu að hann er stærri en varnarmennirnir hjá Brighton? Stærðin á ekki að skipta máli í þessu. Minnir á Crouch nema að það var í 99,9% tilvika dæmt á hann fyrir að vera stærri en varnarmennirnir

  10. haha jæja loksins loksins segi ég að samvinna Carroll og downing endi með marki, frábært mark og vonandi að við fáum að sjá meira af svona snilldarspili þeirra á milli á næstu vikum.

  11. hahaha flottur meistari Gaupi… þetta er orðrétt haft eftir Gaupa eftir að Carroll skoraði
    ,, það skildi enginn, enginn afgreiða þennan dreng”
    hvar á þá manngreyið að versla ? ? ?

    Kristján V

  12. Liverpool á að kaupa þenna Liam Bridcutt – hann kann að setja’nn fyrir Liverpool!

  13. Flottur leikur….Hræddur um að FA muni samt úrskurða hann 4-2 fyrir Brighton ….

  14. Hvaða vitleysa að við höfum ekki keypt góða leikmenn núna í janúarglugganum!
    Hvað borguðum við mikið fyrir Hr.Own Goal frá Man Utd?

  15. Það hefði verið hægt að hvíla allt Liverpool liðið, brighton bara að sjá um þetta

  16. Eitt í viðbót hjá Bridcutt þá fær hann að eiga boltann

  17. Frábær sigur og allt það, en hvenær skorar Suarez úr víti og hvenær fá ungir leikmenn að spreyta sig?

  18. 3 sjálfsmörk, við erum að taka út alla okkar heppni í einum leik. :>

  19. Carroll með tvö mörk og þrjár stoðsendingar í síðustu fimm heilu leikjunum sínum (Bolton, Utd, Wolves, Spurs og Brighton). Frábær leikur. Eini svörtu punktarnir voru varnarveggurinn og vítið frá Suárez, með þeim verri sem maður hefur séð. Hann bætti fyrir það samt með góðu marki.

  20. Ég held að Carroll eigi orðið inni nokkrar afsakanir frá okkur hérna á þessu spjalli. Hann var keyptur til næstu fimm ára og hann á eftir að verða allra 35 mills puindanna virði.Kenny sá það fyrstur og hann veit miklu meira um Liverpool og fótbolta en við allir til samans.

FA Cup – Brighton mætir á Anfield.

Liverpool 6 – Brighton 1