FA Cup – Brighton mætir á Anfield.

Síðast þegar Liverpool spilaði í bikarkeppni gegn Brighton höfðu okkar menn betur og komust alla leið í úrslit. Þá erum við auðvitað að tala um deildarbikarinn og leik liðanna í lok september sl. á AMX vellinum í Brighton. Úrslitin þar voru 1-2 fyrir Liverpool eftir mörk frá Bellamy og Kuyt í sæmilega öruggum sigri.

Saga Brighton liðsins er ekki sú merkilegasta í knattspyrnusögunni, raunar þvert á móti eins og farið var yfir í upphitun fyrir deildarbikarsleikinn. Liðið komst í efstu deild fyrir þremur áratugum en líklega hefur sjaldan eða aldrei verið eins góð stemming í Brighton eins og um þessar mundir. Liðið sigraði þriðju efstu deild á síðasta tímabili með glæsibrag undir stjórn Gus Poyet sem lætur liðið spila fínan fótbolta sem leikmönnunum finnst gaman að spila. Þeir fengu nýjan völl fyrir þetta tímabil eftir marga ára eyðimerkurgöngu á lánsvöllum eða uppgerðum frjálsíþróttavelli og liðið hefur verið að standa sig ágætlega í næst efstu deild á þessu tímabili, eru núna tveimur stigum á eftir liðunum í Play-Off sætum.

Eftir tapið gegn Liverpool í deildarbikarnum tók Brighton liðið vondan kafla í deildinni þar sem þeir unnu ekki leik 8 leiki í röð og raunar töpuðu þeir líka leiknum áður en Liverpool kom í heimsókn og því var um 10 leiki að ræða í röð án sigurs. Liðið náði aðeins að rétta úr kútnum í nóvember áður en fjórir leikir af fimm töpuðust í desember.

Brighton liðið hefur hinsvegar ekki ennþá tapað leik á nýju ári, unnið sex deildarleiki og gert eitt jafntefli. Auk þess slógu þeir Wrexham úr leik í bikarnum eftir framlengdan aukaleik og vítaspyrnukeppni. Eftir það gerðu þeir sér lítið fyrir og sigruðu Newcastle 1-0.

Gus Poyet hefur úr nokkuð sterkum hópi að velja fyrir þennan leik og það er nokkuð erfitt að ráða í líklegt byrjunarlið hjá þeim. Brighton spilar vanalega sóknarbolta og vilja halda tuðrunni á jörðinni. Þeir stilla oftar en ekki upp 4-3-3 en mig grunar að þeir verði með 5 á miðjunni í þessum leik eins og þeir gerðu í deildarbikarnum með duglega og fljóta menn á miðjunni.

Sjóræninginn Matt Sparrow verður í banni í þessum leik á meðan báðir lánsmennirnir frá WBA, þeir Joe Matlock og Gonzalo Jara eru ekki gjaldgengir í þessari keppni með Brighton. Á móti fengu þeir tvo unga og stórefnilega leikmenn frá Man City á láni núna í vikunni, þá Gai Assulin og Abdul Razak en þeir byrja líklega ekki inná.

Svona tippa ég á líklegt byrjunarlið Brighton en því ber að taka með miklum fyrirvara:

Brezovan

Calderon – Greer – Dunk – Painter

Bridcutt – Navarro
Noone – Buckley – Vincente
Vokes

Það eru þekktari nöfn á heimsvísu í unglingaliði Liverpool heldur en þessu líklega byrjunarliði Brighton en það er alls ekki þar með sagt að þeir geti ekkert í fótbolta, langt í frá.

Markmaðurinn er Slóvaki og hefur nú verið varamarkmaður fyrir hinn danska Casper Ankergren þar til á þessu tímabili. Calderon, Greer og Painter voru lykilmenn í vörn Brighton liðsins sem vann þriðju efstu deild í fyrra og spiluðu nánast alla leiki tímabilsins. Auk þeirra býst ég við hinum 19 ára og stórefnilega Lewis Dunk í miðverðinum.

Bridcutt er 22 ára djúpur miðjumaður sem spilaði megnið af leikjum liðsins í fyrra. Alan Navarro er á móti þrítugur miðjumaður og alveg grjótharður stuðningsmaður Liverpool og fyrrum unglingaliðsmaður liðsins. Poyet sagði fyrir leik að hann myndi ekki velja liðið eftir svonalöguðu og það er ekki nóg fyrir leikmenn Brighton að vera stuðningsmenn liðsins. Þó ég búist við því að báðir „Liverpool-menn“ Brighton verði í byrjunarliðinu.

Hinn Liverpool maðurinn í liði gestana er kantmaðurinn Craig Noone sem var líklega besti leikmaður Brighton síðast þegar þessi lið mættust. Will Buckley er einn besti leikmaður gestana og er að koma til baka úr meiðslum og verður klár í slaginn gegn Liverpool. Vincente, lang frægasti leikmaður liðsins, er einnig búinn að vera tæpur undanfarið en mig grunar sterklega að hann verði með í þessum leik.

Frammi hef ég svo lánsmanninn Sam Vokes sem hefur staðið sig ágætlega undanfarið.
Á bekknum gætu þeir svo haft menn eins og Lua Lua (yngri), sóknarmennina Ashley Barnes og Craig Mackail-Smith ásamt lánsmönnunum frá City.

Poyet talar um það fyrir leik að sýnir mann hafi nákvæmlega engu að tapa og að þessi leikur gæti reynst honum vel til að sjá hvaða leikmenn hann geti treyst í í framtíðinni í stærri leikjum en Brighton hefur verið að taka þátt í undanfarin ár.

En þá að okkar mönnum sem eru mikið meira en tilbúnir að setja síðustu viku á bak við sig og fara einbeita sér að fótbolta aftur. King Kenny getur valið úr öllum þeim leikmönnum sem eru á skrá hjá Liverpool nema Lucas Leiva sem þýðir bara eitt, meira að segja Fabio Aurelio er ekki ennþá búinn að meiðast.

Dalglish talar sérstaklega um að þeir John Flanagan og Jack Robinson séu aftur klárir í slaginn en síðast þegar við spiluðum við Brighton var vörnin skipuð Kelly – Carra – Coates og Robinson. Ég hef ekki hugmynd um það hvort Dalglish ætli sér að hræra aftur upp í liðinu og spila svipuðu liði eða nota sitt sterkasta lið og sýna Brighton fulla virðingu. Hallast að því að hann fari milliveginn þar enda stór leikur framundan á Wembley.

Spearing og Lucas voru á miðjunni í síðasta leik þessara liða og ég er nokkuð viss um að Spearing verði aftur í liðinu nú þó ekki hafi hann verið sannfærandi síðast. Mig grunar að þetta verði 4-4-2 í þessum leik og Gerrard verði með honum á miðjunni með Kuyt og Downing á köntunum. Frammi gæti ég trúað að við fáum að sjá Carroll og Suarez.

Töluvert út í loftið tippa ég því á þetta lið:

Reina

Kelly – Carragher – Skrtel – Enrique

Kuyt – Spearing – Gerrard – Downing

Carroll – Suarez

Ég hef aldrei haft eins litla trú á að ég sé að giska á rétt byrjunarlið. Aurelio, Johnson eða Robinson gætu allir komið inn fyrir Enrique sem er búinn að vera tæpur undanfarið og var ekki kominn í stand í síðasta leik. Johnson eða Flanagan koma síðan vel til greina í hægri bakvörðinn. Þetta gæti líka verið mjög fínn leikur til að láta Coates spila og eins er ekkert víst að Agger verði hvíldur.

Maxi, Bellamy og Henderson fóru allir á blað áður en ég endaði með Kuyt og Downing á köntunum. Adam, Henderson og Shelvey gætu vel komið inn fyrir Spearing o.s.frv.

Sama hvernig þetta verður soðið saman þá vonast ég til að sjá Carroll og Surarez saman frammi…það er ekki einu sinni alveg satt því Suarez dugar svosem alveg einn. Ég held að hann sé heldur betur klár í þennan leik og komi til með að afgreiða Brighton.

Spá: Segi 2-0 með mörkum frá Suarez og Carroll.

36 Comments

  1. Carra hlýtur að fá að jafna metið hans Cally!

    En Brighton er sýnd veiði en ekki gefin.

  2. Vil fá að sjá okkar allra sterkasta lið,fyrir utan þá sem eru tæpir fyrir stórleikinn á wembley(Enrique til að mynda).Verðum að landa sigri til að halda spennunni á leiktíðinni og efla sjálfstraust.En ég spái 3-1 sigri Carrol og Gerrard með mörkin fyrir okkar ástkæra félag. Y.N.W.A

  3. Ég vill sjá Downing inná til að fá endanlega staðfestingu á hversu óendanlega slappur hann er.

    Annars eigum við að vinna þennan leik með stæl og halda hreinu, helst flengja Brighton almennilega.

  4. þarftu frekari staðfestingu en meðaltalið 3.5 mörk og 4.5 stoðsendingar öll tímabil sem hann hefur spilað yfir 20 leiki í deild á ferlinum ?

  5. hoddij #5

    Sjokkerandi tölfræði.. er þetta málið?

    Hvers vegna í ósköpunum keypti LFC þennan mann?

  6. Thetta er ahugaverdur leikur en eg fæ alltaf sma magaverk fyrir svona leiki enda FA bikarinn thekktur fyrir ovænt urslit a hverju ari.

    Segi 2-0 med mørkum fra Suarez i seinni halfleik.
    Hann mun svo taka i høndina a øllum sem hann hittir!

  7. Ég er ekkert á því að liðið þurfi að stilla upp sínu allra sterkasta liði á morgun. Andstæðingurinn er lið úr deild fyrir neðan og LFC á heimavelli (þótt það sé nú ekki eitthvað til að hlakka til). Ég væri alveg til í að sjá Kelly, Carragher, Coates og Aurelio í vörn. Spearing, Henderson og Jonjo á miðjunni og fremstu 3 Maxi, Suarez og Bellamy.

  8. andskotinn hélt að leikurinn væri í dag!!”$ búin að hlakka til alla vikuna..

    En annars verður Carrol að byrja, verðum að hafa hann á sömu braut og hann var kominn á hérna um daginn ..

  9. eina sem ég vill er að leikmenn eins og jonjo fá tækifæri í byrjunarliðinu, fáranlega að taka hann úr láni og síðan henda honum á bekkinn gegn liðum eins og Brighton sem hann væri líklegast að byrja á móti ef hann væri á láni. algjört virðingarleysi gagnvart honum.

  10. Ég er 100% á því að Carrol eigi að spila þennan leik og reyndar fúll yfir að hann skuli ekki hafað spilað allan leikinn á móti scums um daginn.. Hann hefur verið að sína allt aðra takta uppá síkastið og klárt mál að hann er að finna sig betur inn í liðið.. Við höfum ekki efni á öðru en að reyna spila pjaknum í gang…

  11. #6 Getur farið sjálfur inná soccernet, skoðað tölur hans yfir ferilinn og deilt þeim niður með tímabilum sem hann hefur spilað nægilega marga leiki til að ná ca heilu tímabili.. ég skil ekki afhverju Liverpool keyptu þennan mann, hef fylgst með honum frá því hann var 19 ára. Aldrei nokkurtíman í þeim klassa sem við eigum að krefjast

  12. Það er langt síðan við höfum verið í eins góðum málum varðandi FA Cup. Nú er Arsenal að falla úr leik, Chelsea voru heppnir og eiga erfiðan útileik eftir til að komast áfram. City og United eru útúr keppninni sælla minninga.

    Það eru því Tottenham og hugsanlega Chelsea eftir í þessari keppni af “stóru” liðinum. Það væri hrikalega flott að taka tvo bikara í vetur ! En hvað er málið með Daglish og þetta lið okkar, erum við komnir með eitthvað bikarlið í hendurnar, útsláttarlið dauðans ?

  13. Er það samt eitthvað sérstaklega tengt Dalglish? Bæði Rafa og Houillier stóðu sig betur í bikarkeppnum en nokkurntímann í deildinni.

  14. Eftir úrslit dagsins yrði gríðarlega flott að klára Brighton örugglega… ekki viljum við að Toffees ferði eina úrbalsdeildarliðið í 8 liða úrslitum…

  15. Arsenal hafa ekki unnið titil í sjö ár !! Spurning hvaða þolinmæði við höfum gagnvart Daglish. Ég sé samt eftir Benitez, það væri virkilega gaman sjá hann taka aftur við tækifæri ( á eitthvað erfitt með að hafa almennilega trú á Daglish, Sorry )

  16. King Kenny hefur med ferli sinum, bædi sem leikmadur og thjalfari alveg sannad sig og thad tharf ekkert ad ordlengja thad neitt frekar. Svo var gridarlega dyrmætt i minum huga ad fa Liverpool-mann til ad taka vid, ekki einhvern jolasvein med engar taugar til klubbsins. Serstaklega i ljosi innri krisunnar sem hefur dunid a okkur undanfarin ar.
    Nuna liggur leidin bara upp a vid.

  17. Eigum við ekki bara að byrja á því að vinna Brighton áður en við förum að spá í framhaldið, tilvonandi mótherja í bikarnum. Við höfum ekkert verið að spila svo vel undanfarið leikir eins og á móti Bolton og tveir síðustu hafa mínir menn ekki mætt í að mínu mati, svo að menn geti farið rólega í að spá í öðrum Wembley leik.
    Tökum þetta samt á morgun 3-1 en setjum ekki síðustu 2 mörkin fyrir en á loka mínútunum. Ef spá mín tekst skulum við sjá hvaða mótherja við fáum í 8 liða úrslitum.
    Varðandi þjálfaramál held ég að Kenny verði bara að duga ykkur út þetta tímabil, menn eru alltaf að gráta Benitez, jú hann átti góð ár þarna svo fór að halla undan fæti hjá honum, ég held að undir lokin hafi hann verið búinn að tapa klefanum, og þó? Lítið hefur lagst svosum eftir að hann fór, erum enn að slást um evrópusæti, erum við nokkurn tímann á þessu tímabili búnir að ná á topp 4?
    Kv. Dolli

  18. #5 hoddij,

    Já.. þetta er samt djók, mér fannst hann alveg eiga góð moment í fyrra með AV en það er bara eins og einhver hafi klippt punginn undan honum, gaurinn er gjörsamlega huglaus.. hugsa sér að fyrir þennan pening hefðum við getað fengið Mata sem er búinn að vera redda Chelsea nokkrum sinnum á þessu tímabili.

    Eina sem ég vill sjá í þessum leik á morgun er að þeir leikmenn sem fá að spila, sem er heiður, leggi sig 120% fram og jarði þetta lið, engin miskunn og við eigum að gjörsamlega rústa þeim.

    En ég held samt að þetta verði eitthvað frat..

    Þarf að innstimpla smá Shankly anda í þessa gaura.. man ekki hvernig quoteið var nákvæmlega en eitthvað í þessa átt “Sá sem að er að spila fyrir þetta lið, og er að fá borgað fyrir að spila, og leggur sig ekki allan fram.. ég.. ég myndi henda þeim í fangelsi”

    http://www.youtube.com/watch?v=Kop538WiMRY&feature=youtu.be Uppúr 7.20

    Daghlish er náttúrulega seinasti leggurinn úr Boot Room legacy-inu eginlega, þar sem að hann tók við eftir Joe Fagan, og hann er alveg með þetta sama attitude, og mér finnst að hann megi alveg fá 3 ár total til að reyna gera eitthvað. Það breytir enginn liði sem er að berjast um 7sæti og er í algjörum molum í meistara á einu tímabili. Finnst þessi managerpressa í ensku deildinni í dag vera rugl, menn búnir að vera hálft tímabil og það gengur ekki nógu vel og þá á bara að reka þá.

  19. Sælir félagar

    Frábær upphitun og litlu við hana að bæta. þó vil ég laga spána dálitið því þetta verður markaleikur Sem endar 5 – 2. Það magnaðasta er að Carra setur eitt kvikindi öllum til mikillar hamingju. Líka Arnari Frey sem hefur ekki sést hér inni sem betur fer í margar vikur eða jafnvel mánuði.

    Það er nú þannig

    YNWA

  20. Hvernig er það SigKarl, ert þú hinn nýji Nostradamur? …sérðu lottótölurnar næsta laugardag líka?

  21. Já Gunnar ég sé lottótölur framtíðarinnar enda eru þær ekki svo margar. En eins og Nostradamus þá á ég svolítið erfitt með að raða þeim í rétta röð. Nostradamus hefur engu spáð frekar en ég, það er að segja sem rætist. Allt eru það eftiráskýringar, staðfesting sem fengin er með að aðlaga orð hans að einhverju sem þegar hefur skeð. Þannig spádóma geta allir framkvæmt og líka ég 😉

    Það er nú þannig

    YNWA

  22. Eins og þú veist SigKarl þá þurfa lottótölurnar ekki að vera í neinni ákveðni röð þannig að ég yrði mjög þakklátur ef þú myndi deila þeim með mér 😀 …smá post-2007 eyðslufyllerí væri vel þegið núna 😛

    Annars ætla ég ekki útí nánari Nostradamusar umræður þannig séð, ætla þó að reyna reima á mig skóna hans og setjast í spámannsstólinn. 4-0, Suarez 2, Carroll og Agger

  23. Hvernig væri að allar flóðgáttir myndu opnast svona einu sinni.
    Andy Carroll með þrennu og við vinnum 6-1.
    Draumórar

  24. Mín spá um byrjunarlið: Reina-Enrique-Carra-Skrtel-Johnson-Adam-Spearing-Gerrard-Kuyt-Downing-Suarez

    Ef ég mætti ráða: 4-2-3-1

    Reina

    Kelly-Agger-Skrtel-Enrique

    Gerrard-Henderson

    Johnson- Suarez Bellamy

    Carrol

    Bekkur: Doni-Shelvey-Spearing-Carra-Sterling-Coady-Adam.

    Koma svo , rústum þeim 1-0 :=)

  25. CONFIRMED XI vs Brighton:

    .Reina, Johnson, Enrique, Carra, Skrtel, Adam, Gerrard, Downing, Henderson, Carroll, Suarez.

    LFC subs: Doni, Maxi, Coates, Kelly, Kuyt, Shelvey, Spearing

  26. ég er farinn að hafa áhyggjur af því að skrtel verði markahæsti leikmaður okkar eftir áramót

    #firstworldproblems

  27. Var bakvörðurinn þeirra sem var að slást við Carroll í horninu ekki eitthvað að ruglast, átti hann ekki að vera að spila rugby í Wigan #áheimaírugby

Opinn þráður – allt annað

Liðið gegn Brighton