Suarez og Evra – eftirmáli

Ef það er eitthvað sem ég hef lært af þessari Suarez-Evra vitleysu, sem hefur heltekið umfjöllun um Liverpool síðan í október, þá er það að breskir fjölmiðlmar fjalla alltaf um hneyklismál númer 1 og fótbolta númer 2 – og að breskir blaðamenn eru einstaklega latir. Kannski er það barnalegt hjá mér að hafa ekki áttað mig á þessu fullkomlega, en það er svo augljóst eftir síðustu mánuði að það nær engri átt. Ég hélt að miðlar einsog The Guardian væru öðruvísi, en svo er ekki. Blað einsog The Guardian er að mörgu leyti frábært, en skrif þess um fótbolta eru bara langt frá þeim gæðastöðlum sem eru sett við skrif um önnur málefni.

Í dag sitjum við uppi með allan breska fjölmiðlapakkann fullan af neikvæðum greinum um Luis Suarez, Liverpool og jafnvel þjálfarann okkar (skrifaðan af blaðafulltrúa Manchester United hjá Guardian, Daniel Taylor). Suarez er enn og aftur úthúðaður sem skíthæll og helsti siðferðispostuli Bretlands, Alex Ferguson, fær að spúa sínu hatri til hægri og vinstri. Og breskir miðlar lepja það upp og birta án ummæla.


Það er þess virði að endurtaka einu sinni enn að þetta mál þeirra Suarez og Evra snýst um orð eins knattspyrnumanns gegn orðum annars. Það er ekkert annað sem styður orð þeirra. Við verðum einfaldlega að ákveða hverjum við trúum. Trúum við Suarez, sem segist hafa notað orðið “negro” einu sinni við Evra, eða trúum við Evra, sem að hefur breytt framburði sínum nokkrum sinnum, en á endanum hljómaði framburður hans á þá leið að Suarez hefði notað orðið ítrekað við sig í þessum leik.

Ég trúi Suarez.

Öll breska pressan trúir Evra. Það er svo sem lítið við því að gera. Ef menn hafa ekki nennt hingað til að skoða þetta mál frá öllum hliðum, þá er það ekki að fara að gerast uppúr þessu.


Í gær hafði Suarez ágætis tækifæri til að klára þetta mál og taka í höndina á Evra. Ég hefði viljað að hann gerði það, en hann kaus að gera það ekki. Ef menn trúa framburði Evra, þá er það slappt af Suarez. Í þeirra augum þá getur gerandinn tekið í höndina á fórnarlambinu, en gerandinn gerir það ekki. Það er auðvitað hneyksli.

En málið horfir öðruvísi fyrir okkur hinum sem trúum Suarez. Við teljum að Evra hafi ýkt og logið um framferði Suarez í leiknum. Hann laug uppá hann glæp sem Suarez framdi ekki. Er þá hægt að ætlast til að Suarez taki í hendina á manni, sem hefur með lygum og ýkjum eyðilagt orðspor hans og tekið frá honum stóran hluta tímabilsins? Að mínu mati, NEI. Ekki biðjum við þá sem eru ranglega ásakaðir um glæpi að taka í höndina á þeim sem ásökuðu þá ranglega? Af hverju á annað við um fótboltamenn?

Suarez hefði þó átt að átta sig á því (eða Dalglish að minnsta kosti) að PR baráttan er löngu töpuð og það hefði verið auðveldast að taka í höndina á Evra. En hann gerði það ekki.

Uppfært (EÖE kl 14.21): Suarez hefur beðist afsökunnar á því að hafa ekki tekið í höndina á Evra. Það er að mínu mati vel gert hjá honum. Þessi pistill stendur eftir sem áður, enda fjallar hann meira um viðbrögð fjölmiðla og þjálfara Man U við þessu máli, sem eru jafn fáránleg.


Sir alex ferguson 001

Breska pressan lepur líka allt úr höndinni á Alex Ferguson. Hann neitar að tala við þá, sem fjalla ekki vel um hann, og því er restin af bresku pressunni skíthrædd við hann. Þess vegna eru menn einsog Daniel Taylor eins og þægir hundar þegar að Ferguson byrjar að tala.

Ferguson er vissulega besti núlifandi þjálfari heims. Það er ekki hægt að taka frá honum. Árangur hans er ótrúlegur.

En Ferguson hefur í gegnum árin sýnt það ítrekað að hann er hræsnari af verstu sort. Að menn taki reiðilestra hans eftir leik sem einhverjum siðferðispistlum er með hreinum ólíkindum. Að hann sé að skipta sér af því hvaða leikmenn séu á launaskrá Liverpool er auðvitað hneyksli.

Suarez tók ekki í höndina á Evra og því á Liverpool að selja hann samkvæmt Ferguson. Ferguson sá samt sem áður enga ástæðu til að selja sína leikmenn þegar:

  • Eric Cantona réðst á áhorfanda í miðjum leik með karatesparki. Einhver ótrúlegasta hegðun, sem nokkur knattspyrnumaður hefur sýnt. Cantona er ein helsta hetja Man Utd aðdáenda enn í dag.
  • Roy Keane reyndi (að eigin sögn) að fótbrjóta og binda enda á feril Alf-Inge Haaland í leik.
  • Wayne Rooney og Paul Scholes neituðu að taka í höndina á Patrick Vieira árið 2005.
  • Wayne Rooney hélt framhjá ófrískri eiginkonu sinni með vændiskonu.
  • Ryan Giggs hélt framhjá konu sinni með konu bróður síns.
  • Ian Wright hélt því fram að Peter Schmeichel hefði beitt sig kynþáttaníð.
  • Rio Ferdinand skrópaði á lyfjaprófi.

(takk Eyþór fyrir upprifjunina)

Allt er þetta í fínu lagi samkvæmt herra Ferguson En að taka ekki í hönd manns sem ásakar þig um kynþáttaníð, sem þú segist ekki hafa framið – það er hræðilegt og verðskuldar sölu!

Einsog Maggi sagði í podcasti á síðasta ári, þá getum við borið virðingu fyrir Alex Ferguson sem knattspyrnustjóra, en það þýðir ekki að við þurfum að bera virðingu fyrir honum sem manneskju.

Enda geri ég það ekki.


Það er allt í lagi nýta tækifærið til að útskýra eitt fyrir lesendum þessarar síðu, sem ekki styðja Liverpool. Þetta er Liverpool síða, skrifuð af Liverpool stuðningsmönnum fyrir Liverpool stuðningsmenn. Þetta er ekki síða fyrir ykkur hin að koma inn með skítkast útí okkur fyrir hvað við erum vitlausir að styðja Liverpool eða segja okkur hversu langt sé síðan Liverpool liðið vann titil. Við erum fullkomlega meðvituð um titlasögu Liverpool.

Hagið ykkur eins og þið mynduð haga ykkur á The Park (stuðningsmannapöbb fyrir utan Anfield) fyrir leik. Ykkur er velkomið að koma hingað og lesa skrif okkar. Komið endilega eftir tapleiki og lesið hvað við verðum hrikalega tapsárir. Verið bara meðvitaðir að við höfum takmarkaðan áhuga á að ræða um fótbolta við þá, sem ekki styðja okkar lið, þegar að illa gengur. Ef þið viljið tala um fótbolta, gerið það á málefnalegum grunni. En um leið og þið farið að blanda ykkur í umræðuna með skítkasti útí okkur eða Liverpool – eða þið byrjið að tala niður til okkar eða okkar liðs, þá gerist það nákvæmlega sama og myndi gerast fyrir ykkur á The Park – ykkur verður hent út.

135 Comments

  1. Já, mér finnst það augljóst af þessum myndböndum að Evra lækkar höndina, hvað hann meinar svo sem með því. En ég gaf mér í þessum pistli að umfjöllunin muni ávallt vera áfram sú að þetta hafi verið Suarez að kenna. Ég geri mér ekki miklar væntingar um að þetta muni sannfæra aðra en Liverpool stuðningsmenn. Því miður.

  2. Dalglish sagði fyrir leikinn að Suarez myndi taka í höndina á Evra. Það er það alvarlegasta í þessu öllu finnst mér.

  3. Daglish var einmitt búinn að segja að menn myndu takast í hendur fyrir leikinn og því kom þetta mér mikið á óvart. Ég er á því að Suarez hafi aldrei ætlað að taka í höndina á Evra sama hvað einhver video og hreyfimyndir sýna. Hann hafði allan tímann í heiminum til þess að taka í höndina á honum, Evra meira að segja reif í hann en hann kaus að labba áfram. Ég er ekkert að reyna fegra þátt Evra í þessu máli, mín skoðun á honum er sú sama og hjá langflestum stuðninsmönnum Liverpool.

  4. Mikið hlakkar mig til þegar enski boltinn fer aftur að snúast um fótbolta.

  5. Ég er sammála því sem Gummi segir hérna að ofan. Ég er alveg búinn að fá mig fullsaddann á þessu máli og vona svo innilega að þessu fari að ljúka, því fyrr því betra því þetta mál er búið að skaða ímynd og orðspor klúbbsins svo mikið að það mun eflaust taka langan tíma að bæta það.

  6. aldrei myndi ég taka í hönd manns sem sakar mig um að hafa gert eitthvað sem ég gerði ekki!

  7. Ég sem Liverpool stuðningsmaður nr. 1 var á vissann hátt gríðarlega vonsvikinn með það að Suarez ákvað að taka ekki í höndina á honum, og get ekki með nokkru móti séð þá samsæriskenningu hjá (væntanlega) Liverpool stuðningsmönnum að það hafi í raun verið Evra sem afþakkaði handaband.

    En að sama skapi þá skil ég Suarez fullkomlega vel, því ef ég væri í hans stöðu, þá hefði ég vafalaust ekki getað haldið coolinu ef ég myndi mæta manninum sem ásakaði mig um jafn slæmann glæp og Evra gerði, og fékk hann dæmdann fyrir.
    Þannig að hann fær virðingu frá mér fyrir að hafa getað staðist það að snappa.

    En mikið vildi ég óska þess að hann hefði getað reynt að grafa þetta, og taka í hendina á Evrufíflinu(litarháttur hans kemur málinu ekkert við, maðurinn, persónan er bara fæðingarhálviti, og hefur margsinnis sýnt það)

    Að umfjöllun um þetta mál í bresku pressunni, þá var ég að lesa að þarna ummæli FA gaursins á fotbolti.net(sjá: http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=121453 )

    Eru menn þarna virkilega svo heimskir að halda því fram, að ef einstaklingur heldur fram sakleysi sínu, þá sé bara ekkert mál að taka í höndina á þeim sem ásakaði þig ranglega(að Suarez mati, og mínu líka)? Þessi spurning er sett fram í kaldhæðnistilgangi, því að við vitum öll hvers konar búðingar starfa þarna hjá FA.
    Hinsvegar ef FA fer að gera eitthvað meira í því að refsa Suares, en slepptu þáverandi landsliðsfyrirliða við að taka í hönd þess sem ásakaði hann um jafn slæmann hlut, þá er mér öllum lokið.

    Að leiknum, þá var ég mjög vonsvikinn með skort á eldmóði frá leikmönnum Liverpool. Hefði viljað sjá Suarez byrja á bekknum, einungis vegna þess að um leið og hann var kominn í byrjunarliðið, þá snerist leikurinn um hann og Evra.

    Og eitt sem ég áttaði mig á því í gær, mikið óskaplega sakna ég þess að hafa týpu eins og Paul Ince í liði Liverpool. Held því fram áfram, að á meðan við erum ekki með þessa týpu(Rooney, Keane, Viera, Barton, Ince) þá erum við ekki að fara að blanda okkur í neina titilbaráttu..
    Svona ákveðið fífl, sem er bara winner í sínum haus, þarf ekkert að vera það endilega í alvörunni, en það er það “mentality” sem mér finnst okkur vanta.

  8. Góð grein , ógeðslega þreittur á þessu kjaftæði hvor þeirra er meiri fáviti , látum þetta fara að snúast aftur um fótbolta og förum að ræða um bikarana tvo sem eru á leiðinni heim á Anfield !

  9. Fullkomlega sammála öllu sem kemur þarna fram.

    Ég er hins vegar ósammála Luis Suarez. Með því að neita að taka fram (m.v. allar myndir af þessu er það hann sem neitar að taka í höndina á Evra, að einhverju leyti skiljanlegt) tók hann sína persónulegu afstöðu fram yfir hagsmuni félagsins. Tók að mínu mati sjálfan sig og liðið allt úr sambandi fyrir einn stærsta leik tímabilsins og færði fókusinn algjörlega á þetta leiðindamál.

    Það er hegðun sem ég get ekki sætt mig við af leikmanni okkar liðs. Stundum þurfa menn bara að kyngja stoltinu (þeir fá borgað fáránlegar upphæðir), láta egóið ekki stjórna sér og gera það sem er best fyrir liðið sjálft. Í þessu tilfelli hefði það verið að taka í höndina á Evra. Kæmi mér ekki á óvart ef að þetta verði síðasta tímabil hans fyrir okkar menn og kannski er það bara best fyrir alla.

    Umfjöllun breskra er svo náttúrulega ekki þess virði að eyða orðum í. Henni fáum við hins vegar ekki breytt.

  10. #13 kemur þessu vel frá sér að mínu mati, Suarez viðkenndi að kalla Evra Negro sem er kynþáttaníð í Evrópu og víðar. Meira að segja sérfræðingar í skýrslunni tóku fram að Negro er vinahót í þessum hluta plánetunnar en þegar kemur að illindum þá er þetta orð niðrandi.

    Það má segja margt um þessa tvo leikmenn og í rauninni báðir algjörir skíthælar, ég sem Unitd maður viðurkenni það.

    En kannski það sorglegasta í þessu fyrir Liverpool, Suarez og stuðningsmenn er að þið haldið áfram að grafa holuna og er þar Suarez fremstur í flokki og virðist Dalglish hafa litla sem enga stjórn á leikmanninum samkvæmt því sem hann sagði vikuna fyrir leik og því miður halda stuðningsmenn áfram að hjálpa við gröftinn. Og til að réttlæta hitt og þetta er bent í allar áttir nema að því sem snýr að sjálfum sér sem ætti að vera það sem menn ættu að hafa mesta stjórn á myndi maður halda!

    Ég skal taka það fram að það var óíþróttamannsleg hegðun Evra hvernig hann lét eftir leik og í rauninni til skammar fyrir hann, og var ég ánægður með Ferguson að hann skildi nefna það í viðtali eftir leik.

    En brjótið nú brodd af oflætinu, takið niður gleraugun og ljúkið málinu. Þið þurfið ekkert endilega að vera fullkomlega sammála, langt í frá! En það er hægt að viðurkenna mistökin, læra af þeim og halda áfram. Vonandi mun næsti leikur þessarra liða snúast um leikmennina spila fótbolta en ekki leikmennina í dramakasti …

  11. Sælir

    Hættið að eyða öllu frá United mönnum út, þetta lætur ykkur líta út fyrir að vera pathetic. Ég sem Arsenal maður HATA Evra en styð hann í þessu máli þar sem hann vann málið og Suarez tapaði, flest allir stuðningsmenn sem eru ekki Liverpool menn eru sammála um það. Og ef Suarez er saklaus eins og þið segið afhverju áfrýjaði ekki Liverpool? Ahverju? Ef Liverpool hefði trúað Evra þá hefðu þeir áfrýjað.

  12. Ég er algjörlega ósammála mönnum sem halda því fram að þetta sé síðasta tímabil Suarez og að hann hafi á nokkurn hátt óhlýðnast Dalgish. Ég gæti trúað því að það ætti eftir að berast yfirlýsing frá LFC í dag eða á morgun þar sem stuðningur klúbbsins við Suarez er staðfestur. Leikmaðurinn er framtíðarmaður og á, mark my words, bara eftir að verða betri.
    Ég trúi því og treysti að Suarez hafi ætlað að taka í höndina á Evra en eins og Einar Örn bendir réttilega á, hvaða máli skiptir það. Gat Evra ekki bara tekið því eins og maður, að Suarez væri ósáttur við hann. Ekki reyndi J. Terry að neyða Wayne Bridge til að taka í höndina á sér í þau tvö skipti sem þeir hafa mæst. Og ekki neyddi FA Anton Ferdinand til að taka í höndina á J.Terry. Ég held að þetta mál eigi eftir að verða stormur í vatnsglasi sem LFC verður að svara á besta stað; inni á vellinum.

  13. Ekki oft sem eitthvað vitrænt kemur frá G.Neville en þó eru undantekningar:

    Gary Neville : If you don’t like someone, don’t shake their hand.

  14. #Pétur,

    Þú ættir kannski að slaka aðeins á drulla yfir okkur sem styðun Liverpool og jafnvel ættur að þroskast aðeins og halda þér bara á styðningsmann síðu fyrir þitt lið og tjá þig hérna í stað þess að koma hingað vera með skít og viðbjóð yfir okkur.

    Þú ættir kannski að taka þig til að lesa þessa bls í skýrslu áður en þú tjáir þig, því í henni segi litli englinn þinn hann evra að hann hafði notað dónalega orð um fjölskyldumeðlim Suarez í þessum leik á spænsku en Suarez segist ekki hafa heyrt það og svo notar Suarez þetta orð nergito… En það skiptir litlu máli en það vita allir, sem hafa spilað íþróttir að margt er sagt í hita leiksins og maður tekur því bara eins og maður og gleymir því eftir leikinn í stað þess að fara grát eins og litill krakka í foreldra sína (Ferguson í þessu máli).

    En það sem skiptir mestu máli þessu, er að við Liverpool stuðningsmenn hefur okkar rétt til styð Suarez eins og þið utd menn hafið rétt á styð ykkar litla strák og eins þið studduð Keane í öllu ruglina sem hann gerði.. mér samt þótt Ferguson hafi rekið hann fyrirð drulla yfir utd en hans tíma með utd var hann ekkert nema fantur og drullusokkur.

    En svo að lokum, mér finnst þetta mál vera komið út steypu og fótboltinn vera farinn að gleymast, En það kemur ekki að óvart að FA annaðhvort sekti eða setji Suarez í bann fyrir hafa ekki “viljað” taka í hendi á þessum blessað leikmanni.

    En ég er sammála # Trausta hérna að ofan, láttum þetta fara snúast um fótbolta aftur og byrjun að ræða næsta leik og þann möguleik að við eigum séns á að koma tveimur bikurum heim á Anfield þetta tímabilið…

  15. Hættið að eyða öllu frá United mönnum út, þetta lætur ykkur líta út fyrir að vera pathetic

    Lestu lokin á pistlinum. Ef menn byrja sitt komment á.

    Mér finnst þið liverpool menn alveg ótrúlega spes

    Þá geturðu næstum því bókað það að því verður eytt út. Ykkur er velkomið með að koma með svona komment á Man U blogginu eða Arsenal blogginu eða hvar sem þið kjósið að eyða tíma ykkar. En ekki hér.

    En brjótið nú brodd af oflætinu, takið niður gleraugun og ljúkið málinu. Þið þurfið ekkert endilega að vera fullkomlega sammála, langt í frá! En það er hægt að viðurkenna mistökin, læra af þeim og halda áfram.

    Suarez gerði mistök með að kalla Evra negro. Orði sem honum fannst eðlilegt, en heilögum bretum ekki. Hann gerði svo önnur mistök með að taka ekki í höndina á Evra. Ég hef ekki séð marga Liverpool menn þræta fyrir þetta. En þessi viðbrögð pressunnar, FA og fleiri hafa gert svo fáránlega mikið úr þessu smámáli að við verðum að verja okkar mann. Svo einfalt er það.

  16. Ég styð Suarez heilshugar í því að taka ekki í höndina á Evra. Þú tekur ekki í spaðann á einhverjum sem ásakar þig um alvarlegt lögbrot og fær það í gegn með lygum og útúrsnúningi. Í raun hefði ég viljað að allir leikmenn Liverpool hefðu sleppt því að taka í höndina á Evra til að sýna Suarez samstöðu sína og forðast að óhreinka hendur sínar eftir Evra.

  17. Við semsagt eyddum út kommenti frá Pétri, sem margir hafa síðan svarað. Eyddum líka út einhverjum svörum, sem bættu litlu við umræðuna.

  18. Kannski er stóri punkturinn sá að Evra gat ekki höndlað það að Suarez tók ekki höndina á honum? Ég hef hins vegar alla trú á Suarez og neita að trúa því að hann hafi ekki ætlað að taka í höndina á Evra, ég trúi því að fyrirliði Mancs sé upphafið og endirinn að þessu skelfilega máli og að karma-lögmálið eigi eftir að koma rækilega í bakið honum þótt síðar verði….En ég er náttúrlega líka bjartsýnismaður að eðlisfari

  19. Jæja svo að við erum allir orðnir vondu gæarnir sem höldum með Liverpool.
    Ég vil nú skoða málið þannig að illt umtal sé betra en ekkert og á meðan okkar menn eru ekki komnir á par með þeim bestu inná á vellinum ,þá er þetta sennilega bara sölumennska hjá drengnum okkar.
    Eins og bent er á hérna þá hafa bestu leikmenn manshester ekki verið barnanna bestir í hegðun í gegnum tíðina svo að við skulum allir halda ró okkar yfir þessu máli,þetta var jú bara eitt handtak sem að Suarez ekki tók og sem enginn er mér vitanlega skyldur til að taka.
    En alvöru lið þurfa alvöru nagla eins og Suarez í sitt lið og það veit Ferguson og notar því alla frasanna í bókinni til að sverta hann og við skulum þess vegna ekki hafa áhyggjur af því sem frá Ferguson kemur.
    Ég er nú svo gamall að ég man eftir mönnum í okkar gullaldarlið sem fóru stundum yfir strikið í hita leksins( t.d Tommy Smith og Souness) og gerðu stundum hluti sem ekki þættu barna við hæfi nú á dögumog spöruðu ekki við sig í kjaftbrúki þegar það átti við . Það var bara ekkert internet í þá daga fyrir teprurnar að fara á .

    En þar sem að við erum komnir með þennann vonda stimpil á okkar vil ég stinga upp á því í vor að Liverpool fái Mhourinio til að taka við liðinu þegar hann hættir hjá Real Madrid og gera okkur þá bara að alvöru Fight Club því að það er eins og þetta spil sem okkar menn eru að reyna að spila sé allt of hægt og því miður er allt of mikið af farþegum hjá okkur sem munu aldrei koma liðinu á þann stall sem við viljum allir vera á.
    Eins mikið og mér þykjir vænt um King Kenny þá er það eina sem er að virka hjá okkur þessa dagana er vörnin og ég vil meina að það sé nú mest Steve Clarke að þakka.
    Og hver er betri til að vinna með honum en The special one núna þegar við hvort sem er erum búnir að missa mannorðið og flestir hata okkur . Okkur er bara allveg sama.

  20. Ó búhú, við erum svo mikil fórnarlömb, heimurinn gegn okkur.

    Kenny var búinn að gefa það út að Suarez myndi taka í höndina og máli lokið. Suarez kaus að hlusta ekki á þau orð.

    Þetta var barnaleg hegðun hjá Suarez og ég nenni ekki að reyna verja þetta. Þrátt fyrir að vera stuðningsmaður Liverpool verður maður að geta litið á hlutina á einn veg. Um það bil _allir_ í kringum mig sem halda ekki með liverpool eru á einu máli um þetta mál, Suarez var kjáni.

    P.S. plís ekki myndir af ferguson, og við hljótum að geta skrifað um eitthvað annað en ‘fyrri afrek’ Ferguson.

  21. Jæja drengir mér gremst rosalega sú umræða að menn vilji selja Suarez og segja síðan í næstu setningu að okkur vanti háklassaleikmenn, því það er nákvæmlega sem Suarez er og hann er bara rétt að byrja og á eftir sín bestu ár, hugsið ykkur bara hvaða rosalega skrímsli hann verður eftir 1-2 ár og er hann nógu andskoti góður núna! Ef eitthvað er vantar okkur fleira Suareza, ég verð alveg rosalega þunglyndur ef hann er eftir að hverfa á braut í sumar! Hvað varð um gamla góða You’ll never walk alone og að styðja sín menn í blíðu og stríðu?

  22. ég legg til að þetta verði seinasta umræða um þetta mál sem verður birt á þessari síðu … þetta mál varð sjálfkrafa ógilt við það að evra fékk að sjá sönnunargögn málsins í þrígang fyrir “réttarhöldin” en suarez að sjá þau samdægurs. þeir sem hafa kynnt sér þetta atriði vita að málið er dautt og ómerkt, leyfum þessum möncurum að rífa kjaft eins og þeir vilja (reyndar sammála því að henda mönnum sem halda með öðrum liðum og eru með leiðindi út , ég geri hið sama á LFC slúðursíðunni á facebook) en klárum þetta dæmi bara í þessum pistli endanlega !

  23. Ég er búinn að uppfæra pistilinn með afsökunarbeiðni Suarez, sem er birt á LFC.tv:

    “I have spoken with the Manager since the game at Old Trafford and I realise I got things wrong.

    “I’ve not only let him down, but also the Club and what it stands for and I’m sorry. I made a mistake and I regret what happened.

    “I should have shaken Patrice Evra’s hand before the game and I want to apologise for my actions.

    “I would like to put this whole issue behind me and concentrate on playing football.”

    Þetta var það eina rétta í stöðunni.

  24. Þó að ég segi að mér finnist líklegt að Suarex hverfi á braut er ég ekki á því að það eigi að selja hann. Það er alveg vert að velta fyrir sér möguleikunum í þessu öllu saman.
    Kannski væri bara best fyrir alla, þ.e. klúbbinn og Suarez sjálfan að skilja þetta bara eftir. Það er amk. það sem ég dróg út úr þessu í gær.

    Þetta er hins vegar langt frá því að vera einhver óskhyggja. Mín von er að Suarez muni leiða okkur í meistaradeildinni þegar fram líða stundir og vinna marga titla með okkur. Hvort að það sé mögulegt er hins vegar allt önnur saga …

  25. Það eru bara allir á móti Liverpool, skelfilegt að horfa upp á þetta.

  26. Umræðan hérna er farin að snúast um skítkast sem er sorglegt. Hjálmari finnst það eðlilegt að grafa þetta mál. Persónulega finnst mér vera komin tími til þess að einhver United maður lesi dóminn sem gefinn var út. Sá sem ekki getur hneykslast á niðurstöðunni ætti að snúa sér að því að horfa á annað en bara fótbolta, það er hollt að horfa á fræðsluþætti ýmsa til dæmis sem víkkar sjóndeildarhringinn. Ég ætla ekki að hætta að verja Suarez því þegar þú tekur lögfræðina á þetta var bannið í besta falli það heimskulegasta sem komið hefur frá FA. Við erum ekki að grafa neina holu með því, ég á ekki einu sinni skóflu til þess að grafa holu. Staðreyndirnar eru á sínum stað og staðreyndin er sú að FA tók rangt á þessu máli. Liverpool gerði það líka og jafnvel Suarez en sekur er hann ekki miðað við forsendur málsins.

    En þetta er komið gott, Ferguson sannaði eitt sinn fyrir allt að ég hef ekki vott af virðingu fyrir þeim manni, hvorki árángri hans né persónu. Tel hann hafa unnið miðlana og hrósa honum fyrir það. Aftur átel miðlana að hirða upp allan saurinn sem kemur frá honum og birta það svo á síðum sínum.

  27. Verð að fá að minnast á eitt hérna í sambandi við hvað Ferguson er mikið hræsni með það að styðja leikmenn sína sem hafa gert eitthvað til að skemma orðspor klúbbsins. En það var nú alveg hellings mál þegar Gary Neville hljóp yfir allan völlinn til þess að fagna(ögra) fyrir framan aðdáendur mótherjanna………….. 😉

  28. Yfirlýsing frá Ian Ayre líka:
    Liverpool Managing Director Ian Ayre has today released the following statement.

    “We are extremely disappointed Luis Suarez did not shake hands with Patrice Evra before yesterday’s game. The player had told us beforehand that he would, but then chose not to do so.

    “He was wrong to mislead us and wrong not to offer his hand to Patrice Evra. He has not only let himself down, but also Kenny Dalglish, his teammates and the Club. It has been made absolutely clear to Luis Suarez that his behaviour was not acceptable.

    “Luis Suarez has now apologised for his actions which was the right thing to do. However, all of us have a duty to behave in a responsible manner and we hope that he now understands what is expected of anyone representing Liverpool Football Club.”

  29. Hræsnin í unired mönnum er að drepa mig, margir af þeim sögðust vonast að Evra myndi ekki taka í höndina á Suarez en svo þegar að Suarez tekur ekki í höndina á Evra þá verða þeir vitlausir. Ég kalla það hræsni af verstu gerð.

    En ég er sáttur með þessa afsökunarbeiðni hjá Suarez enda vill hann klára þetta mál og fara að einbeita sér að fótbolta eins og hann á að gera.

  30. Mér sýnist á öllu að Suarez hafi verið látinn biðjast afsökunar. Ég furða mig á yfirlýsingunni sem Ian Ayre sendi frá sér þar sem hann talar um að þeir séu gífurlega vonsviknir með Suarez og að hann hafi “brugðist sjálfum sér, þjálfaranum, liðsfélögum og klúbbnum”.
    Það hefur varla nokkur maður komið fram frá klúbbnum og reynt að verja hann, kannski til að málið eyðist sem fyrst og menn geti snúið sér að fótbolta, veit ekki.
    En ef ég væri Suarez (sem hugsar ekki endilega alltaf rökrétt) þá myndi ég hugsa það alvarlega hvort ég ætti samleið með klúbbi sem hefði staðið sig jafn illa í Negrito-málinu og handabands-ruglinu, og ekki sýnt sömu ástríðu og aðstandendur manu í að verja sinn mann, og hafi svo komið með yfirlýsingu um að hann hafi brugðist öllum án þess að reyna að verja hann.
    Ég býst ekki endilega við því að hann verði hjá okkur næsta vetur, eða að hann vilji það.

  31. Ég vona að þessu leiðinda máli sé lokið. Þetta er hund leiðinlegt og ég held að allir eigi að taka eitthvað til sín.

    – Suarez átti að taka í hendina á Evra.
    – Evra átti ekki að haga sér svona. Af hverju að grípa í Suarez í staðinn fyrir að halda bara áfram? Af hverju að bögga hann í hálfleik? Og af hverju að fagna svona í lokin? Þetta bætir olíu á eldinn.
    – Sir Alex Ferguson fyrir ummæli sín um að Suarez sé “disgrace” og eigi ekki að spila aftur fyrir Liverpool. Margir leikmenn hans hafa gert mikið verri hluti en að taka ekki í hendina á einhverjum (Keane, Cantona, Giggs, Rio).
    – Enska knattspyrnusambandið fyrir að gera ekki bara eins og í leik Chelsea og QPR um daginn, og sleppa þessum helvítis handaböndum fyrir leik.
    – Stuðningsmenn Liverpool fyrir að reyna að snúa þessu upp á Evra með handabandið, ég er einn þeirra.
    – Stuðningsmenn United fyrir að gera hluti eins og að ganga í peysum sem á stendur Klanfield og KKK osfv. Þetta bætir olíu á eldinn líka. Einnig að kalla Suarez rasista og vona að Suarez deyji. Íslenskir stuðningsmenn gerðu þetta bæði í gær.
    – King Kenny Dalglish: Fyrir að fordæma ekki Suarez í gær, jafnvel taka hann útaf, og kenna honum lexíu þar. Enginn er stærri en klúbburinn og Dalglish vissi nákvæmlega hvað gerðist í gær, en kaus að hunsa það. Gríðarleg mistök.

    Ljúkum þessu máli nú í eitt skiptið fyrir öll og förum að hugsa um fótbolta!

  32. Haukur #32, já mér finnst þetta orðið ágætt og held að flestir séu sammála mér því. Gildir um alla aðila að sjálfsögðu.

    Það er rétt, sönnunargögnin liggja fyrir, dómurinn er fallinn og Suarez er búinn að taka út sína refsingu. Ég get alveg viðurkennt það þó að FA hefði getað gert margt betur í þessu máli sem og öðrum málum, t.d er fáranlegt að birta dóminn en ekki röstuðninginn fyrr en nokkrum vikum á eftir. Mér finnst fáranlegt að bíða með að dæma í Terry/ Ferdinand málinu, það á yfir alla það sama að ganga!

    En Suarez já eða Liverpool eru ekki þeir einu sem hafa lent í þessu, hin liðin þurfa því miður að sitja undir þessu. Við erum líklega allir sammála því að það má taka til þarna hjá FA og fá meiri stöðuleika og samræmi í það batterý?

    Annars er Suarez búinn að biðjast afsökunnar á þessu framferði í gær og er hann meiri maður fyrir vikið, Evra mætti sömuleiðis biðjast afsökunnar á sínum hlut eftir leik, hann fór yfir strikið. Ég get viðurkennt það þótt ég sé United maður.

    Það er þá líka hægt að grafa gróusöguna um að það hafi raunverulega verið Evra sem hafi ekki ætlað að taka í höndina á Suarez?

    Annars takk fyrir málegnalegt spjall (taki til sín sem eiga), ég ætla að setja punktinn hérna hvað varðar þessarar rimmur. “Sjáumst” í næsta stríði sem verður væntanlega á næsta tímabili:)

  33. Ég skil ekki af hverju og á hverju Suaréz er að biðjast afsökunar..

    Ég mun að óbreyttu halda áfram að verja hann og hans málstað í þessari deilu, þrátt fyrir þessa afsökunarbeiðni hans sem ég skil ekki.

    Afsökunin er augljóslega þvinguð af FA og Alex Ferguson sem stjórnar þessu einelti gegn okkur. Höldum áfram að verja Luis því þó hann hafi verið sakfelldur og sjái að einhverjum völdum ástæðu til að biðjast afsökunar þá vitum við betur, að það er Patrice sem er að ljúga og var í raun og veru sá sem tók ekki í hönd Suarez í gær. Við og Luis erum saklausir.

  34. Þið verðið að afsaka en auðvitað líta menn kjánalega út hérna. Vörðu Suarez með kjafti og klóm, menn fundu ljósmyndir og video sem áttu að sýna að það var Evra sem neitaði að taka í höndina á Suarez. Svo þegar Suarez kemur og viðurkennir þetta þá halda menn áfram að haga sér eins og pappakassar og kannast ekkert við að hafa látið eins og bjánar.

    Viðurkennið mistök, haldið áfram með lífið og ekki vera svona svakalega blindir.

    Maðurinn hagaði sér eins og fífl og um það eru allir spekingar sammála. Þið getið ráðið hvort þið takið mark á spekingum eins og Alan Hansen, Alan Shearer og fleirum úti, efast um að þið gerið það enda alvitrir um knattspyrnu. Allir sammála um að Suarez hafi hagað sér eins og fífl með þessum gjörðum. Ian Ayre staðfestir það líka.

    Sættið ykkur við gerðan hlut.

    Áfram Liverpool.

  35. @Einar Örn #20

    Útskýrðu eitt fyrir mér sem mér finnst engin rök hafa komið. Afhverju áfrýjaði ekki Liverpool? Ef þeir myndu virkilega standa með Suarez afhverju áfrýjuðu þeir ekki?

  36. Það sem mér finnst samt sorglegt í þessu öllu er hvernig Suarez hefur okkur pínu að fífli í þessu öllu saman, við stöndum þétt við bakið á og tökum honum sem trúverðugum einstakling, svo núna þegar við yfirlýsingin frá bæði honum og félaginu er komin þá skaðinn löngu skeður og fátt eftir nema sviðin jörð og ljót orð í garð þessari tveggja félaga. Við þurfum núna að sleikja sárin, kyngja stoltinu og reyna bera höfuðið hátt en ég verð að viðurkenna það sem dyggur stuðningsmaður LFC að orðspor og ýmind félagsins er í molum.

  37. Ég er feginn að þessi afsökun kom. Held að allir hafi metið það þannig að þó að Evra hafi dregið hendina aðeins tilbaka þá hefði Suarez alltaf verið skúrkurinn í þessu máli. Vona að þessu máli ljúki nú með þessu og að við förum að sjá þennan snjalla fótboltamann blómstra við það að spila fótbolta. Þessi strákur getur orðið einn sá besti í heimi. Hann er villtur það vissu menn þegar þeir keyptu hann. Hann þarf núna að sýna þroska og halda áfram. Klúbburinn þarf líka að taka á sig sýna ábyrgð fyrir hversu illa hann hefur staðið sig í málinu öllu. Það hefði verið hægt að taka á öllu þessu máli með meiri virðingu sem sæmir LFC.

  38. Vegna þess að það var ekki hægt að áfrýja dómnum, bara refsingunni – og þá var möguleiki á að FA myndi dæma stig af Liverpool og þyngja dóminn. 99.5% mála sem hafa farið fyrri FA dómstólinn enda með sakfellingu.

    “sönnunargögnin liggja fyrir, dómurinn er fallinn og Suarez er búinn að taka út sína refsingu”

    Neibb, það liggja engin sönnunargögn fyrir.

  39. Djöfull er ég kominn með upp í kok! Ég vil að Liverpool FC losi sig við Suarez, og svo ætla ég persónulega að finna mér nýja ‘uppáhalds’ andstæðinga. Hingað til hef ég haft mjög gaman að þessum Liverpool United ríg, en það er búið. Athugasemdirnar sem maður er að sjá um Liverpool aðdáendur um allt net frá United mönnum eru þvílíkt niðrandi að mér hreinlega blöskrar.

  40. Fyrst það voru “engin” sönnunargögn afhverju þá ekki að áfrýja? Eða kæra úrskurðinn til Fifa,Uefa eða alþjóða íþróttadómstólsins? Alþjóða íþróttadómstóllinn (The Court of Arbitration for Sport, CAS) er æðsta dómsvald í íþróttum.

  41. hugsið ykkur að adeybayor lagði upp fleirri mörk í gær í einum leik heldur en okkar maður suarez er búinn að gera allt þetta tímabil, 20 leikir og 3 stoðsendingar? er það ekki soldið slappt fyrir þennan leikmann sem er að láta klúbbinn líta svona illa út?

  42. Sigtryggur #42

    Ég tel að klúbburinn hafi ekki séð fram á það að 99,5% hlutfallið hjá FA myndi ekkert lækka, og því ekki séð ástæðu til að framlengja málinu frekar.

  43. Hæ strákar. Ég er United maður.

    Eigum við ekki bara að hætta þessu og vera vinir.

    Svona í alvörunni. Það að einhverjir illa þroskaðir menn úti í heimi eigi í illdeilum þýðir ekki að við eigum að standa í illdeilum. Ég veit um dæmi þar sem menn hafa slegist út af þessu máli og menn hafa sært hvort annan með níði út af því að Evra og Súarez eru ekki vinir. Er þetta í lagi? Ég er búinn að fá svo innilega nóg af þessum illdeilum að ég vil biðla til ykkar. Hættið. Það er miklu betra fyrir alla ef við einbeitum okkur bara að fótboltanum og klúbbatengdum málum í stað þess að einbeita allri orku okkar að illdeilu tveggja manna. Því það er nákvæmlega það sem þetta er án þess að við tækjum þá ákvörðun að taka þátt.

  44. Liverpool gerði sín stærstu mistök þegar þeir áfrýjuðu ekki þessum fáranlega dómi. Ég bara skil ekki þá ákvörðun. Algjörlega óskiljanlegt í alla staði. Það átti alltaf að áfrýja út í rauðan dauðann. Liverpool velur eitthvað High road í þessu máli sem var fráleitt í stöðunni. Sjáið þið Sir. Alex Fergusson hafa valið þá leið í þessu máli ef málinu yrði snúið við? Aldrei!

    Síðan veit ég ekki hvort það sé eitthvað sniðugt af Suarez að gefa út einhverja sérstaka afsökunarbeiðni. Ég hef það á tilfinningunni að Suarez hafi gengið inn á völlinn með þann vilja og ásetning að taka í höndina á Evra en þegar kom að því þá fær hann sting í hjartað þegar hann sér látbragð og svipbrigði Evra sem eitt sekúndubrot lækkar hendina eins og hann ætli ekki að rétta hendi á móti.. Suarez á sekúndubroti túlkar það á sinn veg og hleypur yfir hann. Auðvitað má segja að Suarez hefði átt allann tímann að rífa í spaðann á Evra burtséð frá hans látbragði. En kannski ætlaði Suarez aldrei að taka í hendina á honum… best að útiloka það ekki. Afsökunarbeiðnin sannarlega bendir til þess en eitthvað segir mér að svoleiðis hafi það ekki verið. Það snýst einhvernveginn allt í höndunum á þessum skapheita suður ameríkumanni sem kann lítið á breska menningu og sorpblaðamennskuna í því landi. Síðan er spurning um að nota þá afsökunarbeiðnina sem er lúslesin að sjálfsögðu af öllum fjölmiðlum til að útskýra tilfinningarnar á bak við. Hvað gerðist.. af hverju vildi hann ekki taka í hendina á honum. Úr því þessi leið er farin. Ég held að það sé verið að beygja Suarez í duftið til að reyna að fá þetta mál í burtu. En eins og ég benti á í ummælum þegar ljóst var að Liverpool myndi ekki áfrýja þá gufar ekki svona mál upp. Ef það er óréttlæti í gangi þá hverfur ekki málið.. svo einfalt er það. Það hefur komið á daginn. Og… þetta mál er ekki búið. Langt í því frá. Mark my words!!

    YNWA

  45. Loksins virðist Suarez hafa ákveðið að vægja og þar með sýna að hann hefur meira vit, eins og málshátturinn bendir til.

    Það að hann biðjist afsökunnar finnst mér flott, fyrst og fremst vegna þess að þetta leit illa út fyrir Daglish og stjórn Liverpool, í ljósi þess að Daglish var búinn að segja að Suarez myndi taka í hönd Evra. Og í ljósi þess að Liverpool hefur einu sinni verið sektað fyrir að hafa ekki fulla stjórn á leikmönnum sínum þá finnst mér skipta máli að Liverpool vinni nú að því að bæta ímynd sína þó svo að það þýði að maður þurfi að kyngja einhverjum parti af stolti niður.

    Það að hann biðjist afsökunn er er ekki samasemerki á milli þess að hann viðurkenni sekt sína, alls ekki. Heldur fyrst og fremst að hann vilji grafa stríðsöxina og halda áfram. Núna verður spennandi að sjá hvort eineltisgerendurnir í þessu máli – FA og Man Utd séu tilbúnir til að taka í þessa sáttarhönd og biðjast afsökunnar á framferði Evra – sem hefur að mínu mati verið fyrir neðan allar hellur.

  46. Afskaplega góður pistill hjá Einari Erni og tekur saman öll svörin sem þarf að segja.

    Á nokkra skynsama United vini sem létu mig heyra það í upphafi leiks og ég varð fyrir vonbrigðum með Suarez, því mér þótti afskaplega líklegt að hann hafi fengið afskaplega skýr skilaboð frá öllum í kringum liðið að láta sitt ofuregó í vasann og bíta í vörina og bölva í hljóði. Það gerði hann ekki og þá það.

    En í lok leiksins fékk ég aðrar raddir, enda sáu allir að Evra tók næsta skrefið í bullinu og þar með vona ég að allir átti sig á því að þarna eru á ferð egósentrískir kjánar sem voru akkúrat ekkert að hugsa um annað en sína deilu. Ég hef reyndar trú á því að Suarez hafi áttað sig á þessu í leiknum sjálfum því í lokin leyfði hann Evra að dansa í kringum sig.

    Og það skal enginn vera í vafa um annað en að hann hefur fengið hraustlegan yfirlestur frá stjórnendum félagsins og eftir að ameríska pressan fór af stað með frétt um að Liverpool væri aftur komið inn í rasíska deilu þá hafa eigendurnir einfaldlega bæst í hópinn.

    Þessi afsökunarbeiðni er eitt, hitt er að þessi frábæri fótboltamaður fari nú að þakka stuðninginn á þann hátt sem honum ber. Halda sér saman, skora og leggja upp mörk. Ég skora á menn að líta á viðtal Sky við kónginn í gær, sjá hversu reiður hann var og ímynda sér hvað Suarez fékk í andlitið. Ég leyfi mér að hafa þá skoðun að Luis Suarez hafi fram á sumar að vinna stjórnendur á sitt band. Ég hef orðið fyrir GÍFURLEGUM vonbrigðum með hann frá því hann kom úr þessu banni og þess vegna er það alveg klárt í mínum kolli að ef hann ætlar að vera verðugur treyju númer 7 hjá okkur þá þarf hann að breyta sínum hugsanagangi og framkomu í búningnum. Ætla ekki að verja hann aftur með einni setningu ef eitthvað gerist meir.

    En hins vegar er algerlega morgunljóst að framkvæmdastjóri MU er maður sem einfalt er að láta sér líka mjög illa við og ég leyfi mér það algerlega. Ég ber virðingu fyrir árangri hans og efast ekki um það að hann hefur yfirburðaþekkingu í knattspyrnufræðum.

    En hrokafullur er hann með afbrigðum og kemst upp með það á mörgum vígstöðvum, það er morgunljóst öllum sem nenna að kynna sér það. Og hann var “bang out of order” þarna.

    En nú er komið nóg. Ég hlakka til að sjá liðið mitt spila gegn Brighton í bikarnum og er farinn að telja niður í Wembley.

    YNWA!!!

  47. Flott að biðjast afsökunar, sá vægir er vitið hefur meira.

    Bíð núna eftir afsökunarbeiðni frá Ferguson og Evra og þá verða allir að manni meiri.

  48. Takk Kop.is fyrir að taka loksins á þessum óboðnu gestum sem hafa verið hér með uppnefningar og annan dónaskap í garð LFC.

    Endurtek að ein leið til að minnka þetta væri líka að hafa lykilorð fyrir notendur hér á vefnum. Og/eða að láta óskráða þátttakendur velja eina af nokkrum setningum til heiðurs LFC sem kæmi neðan við ummæli þeirra (til dæmis in King Kenny we trust, Suarez YNWA)

  49. Finnst málið enn stækka.

    Nú er Dalglish líka búinn að biðjast afsökunar á sinni framkomu.

    Hef trú á því að það hafi verið ansi skýr skilaboð send út frá eigendunum eftir farsa gærdagsins. Þessar yfirlýsingar Suarez, Ayre og Dalglish gefa vísbendingu að þolinmæðin sé þrotin!

    Taka mark á því takk!!!

  50. Það þarf aðeins að segja Suarez að slaka á. Hann er orðinn mesti dýfarinn og nöldurseggurinn í boltanum by a long shot. En það breytir því samt ekki að Evra er leiðindafífl, hann er blökkumannaútgáfan af Gary Neville.

  51. “Fyrst það voru “engin” sönnunargögn afhverju þá ekki að áfrýja? Eða kæra úrskurðinn til Fifa,Uefa eða alþjóða íþróttadómstólsins? Alþjóða íþróttadómstóllinn (The Court of Arbitration for Sport, CAS) er æðsta dómsvald í íþróttum.”

    Eins og ég skil málið þá hefði Liverpool þurft leyfi frá FA til þess að taka málið til alþjóðlegra íþróttadómstóla og það er ekki séns að FA hefði leyft því að gerast að erlendir aðilar myndu ógilda þeirra niðurstöðu.

  52. Flottur pistill. Þessi síða hefur verið ein málefnalegasta fótboltasíðan á netinu frá upphafi og skiljanlegt að stuðningsmenn annara liða átti sig ekki alltaf á því að þetta sé í raun Liverpool síða. Fínt að minna aðeins á það.

    En varðandi hitt málið, þá geri ég ráð fyrir að FA muni selja Suarez fljótlega.

  53. Það er súrt að hafa skitið á sig i þessari fjölmiðlabaráttu. Við stóðum því miður mjög illa að þessu máli öllu. Ég trúi Suarez og tel að Evra hafi upphaflega gert það sem hentaði honum hvað best þá stundina. Þess vegna svíður það að sjá KK og Suarez koma fram og biðjast afsökunnar á því saklausa athæfi að neita að taka í hönd manns sem þú telur að hafi logið uppá þig sakir.

    Það eina góða sem gæti komið útúr þessu er að fjölmiðlar og siðapostular Man Utd snúi sér að einhverju öðru….

    …though I’m not holding my breath.

  54. Vá hvað margir eru tregir. Það er svo hrikalega augljóst að það eru bara hálfvitar sem sjá það ekki. Það er ekki Suarez sem er að skemma fótboltann og ekki heldur Evra (þó þeir eru bara börn í sankassaleik). Það eru Fjölmiðlar, aðdáendur, framkvæmdastjórar og sérhagsmunasamtök (t.d. kick it out og þessháttar samtök) sem eru virkilega að skemma fótbolta ekki eitthvað vanhugsað orð sagt EINU sinni (Suarez) og væl í öðrum sem segist eiga svo bágt að heyra þetta orð hvað þá segja það (Evra). Svo er eitt annað sem mér finnst skrítið og það er afhverju er Ferguson svona logandi hræddur við Suarez að hann verði bara að losna við hann og leggja hann í einelti skil ég ekki.

  55. Ég verð bara að segja að ég er hrikalega ósáttur við Ian Ayre og eigendur klúbbsins sem hafa greinilega pínt Suarez og Dalglish til að koma með þessa afsökunarbeiðni til að grafa stríðsöxina. Þeir eru að reyna að vera siðlegir gegn gjörsamlega siðlausum mönnum og taka ekki slaginn við þá. Það er skynsamlegt upp að vissu marki en það er samt verið að lúta í lægra haldi í deilu þar sem er brotið á OKKAR klúbbi og OKKAR manni. Sá vægir sem vitið hefur meira á að sumu leyti við en þegar menn ná lengra í fótbolta með tuddi og svindli þá mun það verða það sem stendur eftir. Skítseiðið Ferguson gerir einmitt það og hefur gert í áraraðir. Hann sér Suarez sem mestu ógnunina frá okkur og reynir að neutrolísera hana því þannig gerir hann okkar lið slakara og gerir sína menn líklegri til sigurs gegn okkur. Hver man ekki eftir öllum sálfræðistríðunum sem hann háði við Benítez, Mourinho og Wenger á sínum tíma? Hann hefur alltaf gert þetta og þótt Liverpool sé ekki komið í beina samkeppni við Scums um titilinn þá veit Ferguson mætavel að það líður ekki á löngu þar til það gerist. Hann vill einfaldlega hægja á því.

    Þess vegna segi ég: tökum slaginn við þessa fávita frá Manchester, ekki bakka, ekki vægja, fáum svolítið blóð á tennurnar og fáum þetta killer instinct sem okkur hefur vantað síðustu 20 ár. Suarez er eflaust algjör drullusokkur en hann hefur þetta. Benítez gerði að mínu mati rétt þegar hann tók hinn fræga blaðamannafund hérna um árið, hann tók slaginn, hann sýndi klærnar og dúndraði föstum skotum. Við eigum ekkert að taka siðferðilega rétta afstöðu því þegar allt kemur til alls þá ætlum við að komast upp fyrir þennan klúbb aftur og við eigum að beita til þess öllum tiltækum ráðum.

  56. Ég stakk upp á því sl. þriðjudag að Suarez yrði hvíldur af því að ég var viss um að eitthvað svona myndi gerast í þessum leik. Fékk gríðarlega bágt fyrir uppástunguna frá hópi lesenda hér inni. Svo hörð viðbrögð að ég missti lystina á að taka þátt í umræðum á minni eigin síðu og hef eiginlega ekki enn geð í mér til að taka mikið þátt í umræðum hérna. Er víst ekki jafn mikill stuðningsmaður og aðrir af því að ég vogaði mér að hafa áhyggjur af því að svona gæti farið.

    Ég hafði rétt fyrir mér, því miður. Klúbburinn hefur nú látið algjörlega undan pressu fjölmiðla í Englandi og víðar, beðist afsökunar á hegðun Dalglish og Suarez, Dalglish hefur þurft að biðjast afsökunar á sinni hegðun og Suarez hefur þurft að biðjast afsökunar á því að hafa ekki viljað taka í hönd mannsins sem hann vill meina að hafi logið upp á hann 8-leikja banni fyrir kynþáttaníð og eyðilagt orðspor hans sem manneskju. Ósigur Liverpool í þessu máli er algjör, hvort sem menn höfðu rétt eða rangt fyrir sér í upphafi hefur þetta atvik í gær og eftirmáli þess orðið til þess að Evra, United, enska pressan og almenningsálitið fagnar nú sigri á þeirri stoltu stofnun sem Liverpool FC var eitt sinn.

    Framundan er mikil og löng vinna við að rétta af orðspor félagsins. Stuðningsmennirnir líta út eins og bjánar fyrir að hafa reynt að verja það sem klúbburinn hefur nú beðist afsökunar á, við erum þekkt sem rasistaliðið sem spilar á Klanfield undir stjórn KKKenny Dalglish, besti leikmaður liðsins er almennt viðurkenndur sem mesta skítseyði sem stigið hefur fæti á enska jörð og sú ákvörðun félagsins að styðja hann ekki – fyrst í að áfrýja dómi hans ekki í janúar af fótboltaástæðum og svo í dag í því að fordæma það að hann hafi ekki viljað taka í höndina á manni sem honum er meinilla við – mun væntanlega hafa það í för með sér að þetta er síðasti vetur Luis Suarez hjá Liverpool og í Englandi.

    Vel gert, Liverpool. Vel gert, Dalglish. Vel gert, Ian Ayre. Vel gert, Suarez.

    Vel gert, þið réttsýnu og frábæru stuðningsmenn sem hraunuðuð yfir mig sl. þriðjudag fyrir að voga mér að stinga upp á því að það væri sennilega betra að skilja Suarez eftir heima þessa helgina. Hann spilaði, við töpuðum samt, lékum ömurlega (sennilega mest vegna þess að athyglin var á öðru en knattspyrnunni) og allt fór til fjandans.

    Hate to say I told you so.

  57. KAR þú hefur rétt fyrir þér auðvitað en það hefði bara verið að láta undan og það sést vel að hvað sem liverpool hefði gert hefði litið illa út, pressan hefði séð til þess.

  58. Ég er kominn með ógeð á öllu þessu kjaftæði, þetta er ekki fótbolti heldur sandkassaleikur og barnalegt. Það á bara að setja þessa leikmenn saman við borð og láta þá biðjast afsökunar og klára þetta.

  59. Það þarf aðeins að segja Suarez að slaka á. Hann er orðinn mesti dýfarinn…

    Af því að Alex Fergusson sagði það?

    Alveg ótrúlegt hvað sá maður stjórnar umræðunni um boltann.

  60. Mikil íssala veldur aukinni nauðgunartíðni. Þekkt dæmi úr félagsvísindum. Álíka gáfulegt og að segja að fyrst Suarez byrjaði þá spilaði Liverpool illa. Það er akkúrat ekkert orsakasamhengi þarna á milli. Ég dreg það verulega í efa að Liverpool hefði spilað betur með Suarez á bekknum. Aðalástæðan fyrir slökum leik var að Spearing, Downing og Kuyt spiluðu illa og Gerrard og Suarez voru í strangri gæslu.

  61. Tilkynningin gat alveg eins hljómað svona: “Takk fyrir að taka alla sökina! Okkur dettur ekki í hug að biðjast afsökunar á framferði okkar leikmanna!

    Kveðja Ferguson [ritskoðað, ekkert skítkast! -KAR]

  62. Er Ayre að reyna að fæla Suarez burtu frá Liverpool? http://visir.is/suarez-blekkti-forradamenn-liverpool/article/2012120219752

    Hvaða bull er þetta, maðurinn er í fullum rétti að forðast að taka í ógeðslegar lúkur Evra. Það hefði í raun verið draumur af allir leikmenn Liverpool hefðu sleppt því að taka í höndina á honum.

    Ég ætla samt að spá því að Suarez fari frá Liverpool sumarið 2012 fyrst að stuðningurinn við hann er ekki meiri frá klúbbnum.

  63. Herregud! Ég hlakka til þess dags þegar leikurinn fer aftur fram inni á knattspyrnuvellinum. Þessi fjölmiðla- og dramasirkus allur er að verða skelfilegur.

  64. Ja hérna, bara eytt út ummælum fyrir að vera ósammála Kristjáni Atla 🙂 Þurfa allir að vera sammála?? YNWA

    Svar (Kristján Atli): Ég eyddi ummælunum þínum fyrir að vera arfavitlaus. Ég er ekkert pirraður út í ensku pressuna heldur viðbrögð Liverpool fyrir og eftir þennan leik. Það var engu líkara en þú hefðir ekki lesið ummælin frá mér. Það hafa tveir aðrir skrifað ummæli hérna og verið ósammála mér, þau ummæli fá að standa. Það er ekkert bannað að vera ósammála mér og óþarfi að halda slíku kjaftæði fram.

  65. Ég vonsvikinn út í bæði félög þar sem báðir stjórar höfðu tækifæri til að láta þetta leiðinda mál falla í skuggan á stórum fótboltaleik. Suarez hefði átt að taka í höndina á Evra (ég skil fullkomlega af hverju hann gerði það ekki) og Sörinn mátti sleppa þessari fáranlegu yfirlýsingu eftir leikinn. Hvar er betra tækifæri en að grafa stríðsöxina en í svona leik, en í staðinn blása báðir aðilar málið enn meira upp, mörgum mánuðum eftir að það byrjaði. Auðvitað er alltaf kalt á milli United og Liverpool, en ég er að tala um þetta ákveðna mál.

    Einhver sagði að ef svona mál kæmu upp annars staðar, á Ítalíu eða Spáni (sjáiði bara Lazio) hefði það aldrei fengið jafn mikla eftirmála og hype og raun bar vitni á Englandi.

  66. Ætla að prófa aftur og sjá hvort skoðun mín fær að halda sér óritskoðuð:

    Kristján Atli orðspor LFC er í fínu lagi, við skulum rifja þetta upp eftir hálft ár og dæma þá en ekki núna í miðju kófi.

    Þó að blaðafólk hjá breskum blöðum skrifi sitt álit án þess að hafa miklar eða nokkrar staðreyndir sínu máli til stuðnings, fyrir utan orð Ferguson, er óþarfi að taka það sem einhvern úrskurð í almennings áliti til lengri tíma litið. Hvað skrifuðu fjölmiðlar eftir um LFC eftir Hillsborough??

    Ég held og vona að Suaréz verði áfram leikmaður LFC eftir ár. SNWA!

  67. Eitt get ég sagt í þessu leiðinda máli sem er búið að pirra mig mikið,,,,það er að akkurat NÚNA finn ég hversu ótrúlega vænt mér þykir um Liverpool , þessi leiðindi pirra mig ótrúlega. Evra hefur margsinnis sýnt að hann er ótrúlegur Hálviti,,,, Suariz er frábær knattspyrnumaður enn hann er ótrúlegur Kjáni/ bjáni,hann hefur mikinn knattspyrnu þroska enn andlegi þroski hann er ekki mikill,ég er MJÖG hrifin af honum og alltaf kemur hann 100% til leiks,,, okkar frábæri klúbbur þarf að vinna í hans veikleikum og gera hann að betri/þroskaðri einstakling. Eitt væri gott við kop.is og það væri að aðrir en stuðningsmenn Liverpool væru ekki hér með skítkast ,,,,nóg er nú þegar við Púlara eru að tuða um slæmt gengi okkar (ég þar meðtalinn) manna.

  68. Ekki skil ég þetta hatur og heift út af fótboltaleikjum. Þó ég sé einlægur aðdáandi og stuðningsmaður Liverpool síðan 1963, á ég auðvelt með að sjá fegurð knattspyrnunnar hjá öðrum félögum. Og ég hef notið þess að horfa á Man Utd spila mörg undanfarin ár, þó mér finnist heppnin full oft taka sér stöðu með þeim. Ég man þá tíma þegar okkar lið réð lögum og lofum, ekki bara í Englandi, heldur líka í Evrópu. Og þó þeir hafi verið lang bestir, var lukkan oft á bandi okkar, og hvað unnum við marga leiki á síðustu stundu, nákvæmlega eins og Mutd. Ferguson er án vafa einn besti stjórnandi sögunnar, eins og okkar bestu stjórar, Shankley og co.
    Að kalla Ferguson og Evra skítseiði og álíka nöfnum, finnst mér allt of langt gengið. Ekki þekkjum við þessa menn persónulega. Og fótboltinn snýst í dag, því miður um svo margt fleira en fótbolta. Heiðarleikinn hefur vikið fyrir bellibrögðum til að ná í titla og peninga. Ég hef alltaf dáðst að þeim einkennum Liverpool að koma fram af heiðarleika og öllu því góðgerðarstarfi sem þrífst innan félagsins, og því var ég afar dapur í gær, þegar ég sá framkomu Suarez. Ég hafði vonast til að hann tæki í hönd Evra og helst að hann faðmaði hann. Það hefði verið í anda okkar félags. Ekki til að viðurkenna neina sök, heldur til að sína þann anda og viðhorf, sem Liverpool liðið gengur út á. Mér er meira annt um knattspyrnuna sem íþrótt heldur en Liverpool. Einnig Liverpool frekar en einstaka leikmenn. Mér finnst Dalglish hafa brugðist dómgreind með að láta Suarez spila þennan leik. Að lokum: Mér finnst hatur og knattspyrna ekki eiga neina samleið, en skil samt vel þá heitu upp að vissu marki. Þetta er jú bara leikur og á að vera skemmtun.

  69. Djöfull er verið að spila með ykkur alla. Ætla menn í alvörunni að taka við öllum fjölmiðlaáróðrinum eins og heilalausir apar. Skoðið raunveruleg sönnunargögn í málinu: Evra hefur engan til að styðja sínar fullyrðingar um það sem Suarez á að hafa sagt. Evra dró að sér hendina og horfði framhjá Suarez. Evra glottir eftir atvikið. Evra rænir að búa til vandræði eftir leikinn. Evra hefur sögu um að vera undirförull backstabber sem svikið hefur eigin þjóð. Haldiði að þetta allt séu einhverjar tilvilkanir. Ekki vera svona barnalegir. Vondu kallarnir eru ekki bara í bönkunum.

  70. Ef Evra væri að spila með Liverpool, hvað myndu þá þeir “fullorðnu segja”?. Ég hef með eigin augum oft séða Suarez tefla á tæpasta vað í framkomu. Þarf enga fjölmiðla eða aðra til að segja mér þetta.

  71. Það eru víst svartir sauðir í öllum hópum. Hvort sem það er liverpool Man utd eða einhver annar klúbbur. Það eina sem mér finnst pirrandi er hræsnin í Sir Alex Ferguson með þessi ummæli hans. um að Suarez sé “Disgrace”

  72. Og ef Suarez var saklalus, af hverju í ósköpunum var ekki áfríað. Ég tel að það hafi verið út af þessum gildum sem Liverpool byggir á, og málið snýst ekki lengur um það atvik, heldur hvernig við var brugðist í gær. Kynþáttamismunun er staðreynd í boltanum og þarna var kjörið tækifæri fyrir Liverpool að leggja lóð á vogaskálarnar svo eftir væri tekið.

  73. Svo má böl bæta að benda á eitthvað annað. Liverpool verður að taka á þessu máli á sínum forsendum, en ekki að benda á eitthvað sem önnur félög eða liðsmenn þeirra hafa gert sér og sínum til skammar. Ég er ekki að segja að Ferguson sé einhver engill. Síður en svo. Þetta mál snýst bara ekki um hann, heldur klúbbinn okkar frábæra og hans viðbrögð.

  74. Vona að nú sé komið málalinni, hreinlega nenni ekki að hlusta á þetta rugl lengur, Suarez biðst afsökunar og er maður af meiru evra gerir það ekki og er þvi bara sama aumingjans greyið og áður.
    Margir hafa sagt að einhver myndbönd skipti ekki máli því Suarez hafi ætlað að hunsa hann þetta er skritin hunsun með útrétta hönd, evra virðist aldrei ætla að taka í hendi Suarez þannig að það er greinilega tværhliðar á krónunni.
    Það að Suarez hagi sér líkt og heiðursmaður í leiknum og evra ekki, jæja Suarez maður af meiri ef að evra átti eftir snefil af virðingu hjá mér þá er það búið.
    Ég hef dáðst lengi af ferguson frábær tilsvör oft hjá honum og hroki sem hann hefur tvímælalaust efni á, en commentið hjá honum í gær fannst mér útfyrir allt þarna skaut hann bara yfir markið með vægast sagt heimskulegum ummælum

  75. Í ljós aðstæna þá leiði ég hugann að framtíð Suarez hjá klúbbnum. Ef klúbburinn sættir sig við að hraunað sé yfir hann (klúbbinn og Suarez) og hefur ekkert sér til varnar þá er það því miður ljóst í mínum huga að Suarez mun vera á förum. Ef klúbburinn þarf endalaust að bera á borð afsökunarbeiðnir varðandi einn leikmann þá hlítur eitthvað mikið að vera að! Ef menn hinsvegar í framhaldinu af öllu þessu drama um þessa helgi koma sínum skoðunum á framfæri, skoðunum sem verja leikmanninn þá lítur málið öðruvísi út. Mál Suarez á ekki að gufa upp til þess eins að man.utd. geti fagnað. Annað hvort verjum við okkar mann eða viðurkennum að aðrir en við hafi alltaf haft rétt fyrir sér. Ég vil hafa Suarez áfram, ekki spurning, en treystir klúbburinn sér til þess! Ég vil líka sjá að klúbburinn fari fram á afsökunarbeiðni frá Evra, ferguson og jafnvel Ferdinand. Þeir eiga ekki að geta afsakað sig með því að þeirra viðbrögð séu eingöngu vegna viðbragða Suarez. Ef Suarez er það lítilmenni sem þeir vilja meina að hann sé þá hljóta viðbrögð þeirra að koma þeim á sama bás. Vona svo að skýr skilaboð komi frá klúbbnum hvar þeir standa í þessu máli. YNWA

  76. Það er ekki einsog orðspor Liverpool hafi verið gott fyrir, Ayre átti bara strax að taka á þessu og láta Suarez biðjast afsökunar eftir að hafa tapað málinu gegn Evra fyrir mánuði síðan. Suarez fylgdi bara sinni sannfæringu og tók ekki í höndina á Evra, en auðvitað fékk hann mestu útferðina í fjölmiðlum afþví hann er útlendingur ólíkt Scholes og Roy Carroll þegar þeir tóku ekki í höndina á Vieira fyrir miklu minni sakir. Finnst þetta óttalegur píslarvottabragur hjá þér KAR, það er ekki einsog Suarez hafi fótbrotið einhvern. Hann var ekki tuðandi, vælandi eða með stæla í leiknum.

  77. Jæja. Núna eru afsökunaryfirlýsingar komnar út, Man Utd. búið að svara og þakka fyrir og málið ætti því að vera úr sögunni. Samt óttast maður það mjög mikið að slíkt sé ekki og maður verður með smá kvíðahnút í belg næst þegar þessi lið mætast.

    Eitt sem ég hef ekki séð hér koma fram, gæti þó verið í einhverju kommentinu, en það er það sem Dalglish reyndi að koma með inn í umræðu eftir leik í gær. Þessi leikur var spilaður í 95 mín og hann fór þannig að aðeins tvö gul spjöld fóru á loft, engar óþarflegar tækningar svo heiti getið og áhorfendur stóðu sig bara nokkuð vel. Sem sagt ágætur fótboltaleikur þótt við hefðum alls ekki sýnt okkar rétta andlit í þessum leik og tapað honum verðskuldað.

    Samt ætlar pressan að velta sér upp úr málum sem í raun skipta afskaplega litlu þegar öllu ætti að vera á botninn hvolft. Menn hafa jú áður neitað að taka í hönd andstæðings.

    En. Mál að linni. Over and out…

  78. Mér fannst ummæli rauðnefs í gær fáranleg. En ef Suarez hafur verið búinn að lofa að taka í hendina á Evruni og svikið það, þá sé ég þessi ummæli í öðru ljósi.
    Lítum öfugt á þetta. Ef einhver leikmaður hafi verið búinn að lofa Rauðnef einhverju td. að taka í hönd leikmanns, (eða að hætta að halda framhjá) og svikið það. Sá leikmaður hefði aldrei spilað meira fyrir hann. Það sýna dæmin. Semsagt, Ferguson hefði selt Surez fyrir að setja blett á Scum og að bregðast sér. Það er bara þannig.
    Burtséð frá hegðun Scum þá er Suarez búinn að haga sér eins og smákrakki síðan hann kom úr banni.

  79. Biðst afsökunar Kristján Atli ef ég braut reglur 🙂 Takk fyrir góða vefsíðu.

  80. Þetta er orðið ansi þreytt mál. Utd vann það og Liverpool tapaði.

  81. Vel skrifuð grein, ég er mjög sammála flestu.

    Þeir sem eins og þú Sigtryggur Bjarni haldið að Evra hafi unnið eitthvað mál þá er það langt í frá staðreyndin, það var nefnilega ekki mál. Þetta var einhliða ákvörðun FA sem viðurkennir skýrt í skýrslu að þeir hafi nákvæmlega engar sannanir. Orð gegn orði. Það hefði ekkert breyst við áfrýjun, það væru nefnilega sömu aðilar að taka nýja ákvörðun. Hugsanlega hefði Suarez fengið lengra bann.

    Vonandi fer þessu nú bara að ljúka svo Liverpool menn geti einbeitt sér að því sem skiptir máli, að ná bikar í hús.

  82. Fergusson er rauður í framan af hlátri núna allan daginn…. Hinir nýju eigendur Liverpool svoleiðis kolféllu á prófinu í sálfræðistríðinu við hann. Þessi vitleysa er tekin út fyrir allan þjófabálk. Er sammála þér Kristján Atli fyrir utan að auðvitað átti að láta Suarez spila en gera ekki sömu hörmungasvitleysuna og þegar var hætt við áfrýjun. Þeir eiga að standa með sínum manni…. nákvæmlega eins klúbbur hins falska og undirförula Evra stendur með sínum manni út í rauðan dauðann!!!! Fergusson er í því að taka Liverpool í nefið í sálfræðistríði. Djöfull er þetta pirrandi andskoti! 🙁

  83. Hverngi væri að ræða aðeins um vandræði Liverpool á vellinum. EIns og ég sé þetta, hafa undanfarin ár einkennst af því, að við erum alltaf með 3-5 farþega í liðinu. Menn sem eru ekki með karakter til að spila í stórum klúbbi eins og okkar. Slæm kaup hafa einkennt klúbbinn. Nú eru það Kuyt, Henderson og Downing. Spearing er of ungur og reynslulaus til að dæma hann úr leik og einnig Henderson. Downing virkar bara ekki, alla vega núna. Held hann hafi knattspyrnuhæfileika, en ekki karakter til að spila með svona topp liði. Sjáið hvað Redknapp er snjall. Af hverju reyndum við ekki við Van der Wart, Parker, Saha og fleir mætti nefna?. Allir með stóran karakter og vanir að spila með stórum liðum. Svo er Adam líka spuringamerki. Er hann nógu stór í okkar lið? Það er annað að vera stórstjarna í litlu liði en að standa sig með stóru liði. Og hvað með Rieira og Babbel? Komu báðir inn með þvílíkum krafti, sókndjarfir og óhræddir við að sprengja upp með einleik. Svo eftir nokkrar vikur var eins og væri búið að drepa þessa eiginleika niður í þeim. Held að Carroll eigi eftir að standa sig, og Walesverjinn er virkilega að standa sig. Það er ekki öllum gefið að standa sig hjá stórklúbbi.

  84. Meiri vitleysan, ég hef enga trú að það sé einhver einlægni á bakvið þessar afsökunarbeiðnir. Virka virkilega forced.
    Það sem hefði átt að gerast strax var að þetta mál færi aldrei til FA, gera þetta strax að lögreglumáli.

  85. Af hverju talar enginn um fyrstu 20 sek af leiknum, rétt eftir drama-“handshake”, þar sem Evra og Ferdinand ætluðu báðir sko aldeilis að strauja Suarez.

    Hefði þessar tæklingar hitt Suarez held ég að umræðan væri auðruvísi.

  86. Jæja, Guardian voru ekki lengi að snúa þessari afsökunarbeiðni uppí eitthvað neikvætt um Liverpool. Fyrirsögnin er núna:

    Suárez misled us over Evra handshake, say angry Liverpool

  87. Gleymdi líka að segja að Evra var ekki beint mikið að reyna að færa út hendina til að ná þessu ótrúlega dramatíska “handshake”.

  88. hvernig er hægt að koma með svona mörg barnaleg comment á svona góða síðu? þið stuðningsmenn liverpool eruð að missa ykkur yfir einum leik..mætti halda að lífið hefði bara stoppað í gær..ég veit vel að það eru margir united menn jafn barnalegir og þið..lítið sem ég get gert í því annað en að kvarta undan því..en bara svo þið vitið það, þá eru þið að láta svo mikinn svartann blett á þessa flottu síðu með þessum commentum,

    Ég skil vel að flestir hérna séu reiðir út í evra og united liðið sjálft, en ég hélt..og vonaði..að stuðningsmenn beggja liða væru betra en þetta..

  89. Haukur #95 get engan vegin verið sammála þér með Spearing OF UNGUR hvað meinarðu ? Hann er 23-24 ára og langt í frá í þeim klassa sem til þarf ef að við ætlum okkur eitthvað á komandi misserum, efast um að hann kæmist á bekkinn hjá Bolton hvað þá meira !!

    Óskiljanlegt að KK hafi ekki gert einhverjar ráðstafarnir í janúarglugganum til að fá einhvern inn í fjarveru Lucas Leiva. Spearing er bara djók sama hversu stórt LFC hjarta hann hefur, það bætir ekki þá staðreynd að hann er alls ekki nógu góður fyrir LFC, það hefði í það minnsta átt að reyna að fá einhver inn á láni.

  90. Sælir félagar

    Djöfull er ég orðinn þreyttur á þessari umræðu allri. Enda er hún nægjanlega leiðinleg til að drepa hross og það í tugatali.

    Ennþá leiðinlegra er þegar einhverjir scummarar og nallar og svoleiðis lið er að koma hér inn til að segja okkur Púllurum hvað við eigum að tala um og ef tölum bara um það sem þeir vilja tala um þá verði þeir vinir okkar. Þetta er klár “fergíska” og fullkomlega óboðlegt.

    Auðvitað tölum við púllarar um það sem okkur sýnist eins lengi og við viljum og með þeim hætti sem okkur líkar. Stuðningmenn annarra liða geta þar engu um breytt og eiga ekki að hafa nein áhrif á það. Svo einfalt er það.

    Ég hefi fullkomna fyrirlitningu á evra og finnst hann svo ómerkilegt fyrirbrigði að ég get ekki skrifað nafnið hans með stórum staf. Ég skil Suarez vel að vilja ekki taka í hönd þessa skrípimennis. En samt hefði það verið viturlegra og sýnt mikinn karakter.

    Hvað Ferguson varðar þá ber ég mikla virðingu fyrir honum sem knattspyrniustjóra en þar fyrir utan finnst mér hann frekar lítill kall og í besta falli ómerkilegur maður og frekar siðlaus í ummælum og framkomu.

    Þar með lýk ég þessu máli af minni hálfu. Hitt er annað að ef Púllarar vilja ræða þetta áfram á sinni spjallsíðu og úthúða þeim sem þeim finnst að eigi það skilið legg ég til að menn og konur geri það. Geri það eins lengi og mikið og þeir vilja eins oft og þeir vilja og með þeim hætti sem þeim líkar best. Til þess þarf EKKI leyfi frá stuðningsmönnum annarra liða.

    það er nú þannig.

    YNWA

  91. Fyrir mitt leyti bakka ég ekki með nokkurn skapaðan hlut sem ég hef sagt í þessu máli Suarez vs Evra. Mér finnst ótrúlegt að það sé hægt að gera svona stórmál út úr handarbandi milli manna sem augljóslega langar ekkert að taka í höndina á hvor öðrum og gera slíkt aldrei nema vera þröngvaðir til þess, sjálfur hefði ég gert það sama og Suarez.

    Ég skil þó afsökunarbeiðni og reiði Kenny Dalglish yfir þessu þar sem hann var búinn að tala um að Suarez myndi taka í höndina á Evra fyrir leik og þegar Suarez gerði þetta ekki leit Dalglish aðeins illa út. Á móti átti hann ekkert að vera lofa þessu fyrir leik.

    Suarez held ég að sé aðallega sorry yfir þessu gagnvart Dalglish, að hafa ekki gert það sem hann sagði honum að hann ætlaði að gera og gott og vel. Dalglish skuldar Sky svosem enga afsökunarbeiðni heldur enda fær hann aldrei slíka frá þeim.

    En Ian Ayre hefði að mínu mati átt að gróthalda kjafti eins og hann hefur gert hingað til í þessu máli. Þessi þvingaða afsökunarbeiðni og kjánahrolls PR starfsemi sannfæra mig ekki rassgat um að Suarez hafi gert nokkurn skapaðan hlut rangt með því að neita að taka í höndina á Evra fyrir leik og ég tek undir með Nr.94 að Liverpool er að gjörsamlega að falla í gildruna. Hvort sem það er Ayre eða eigendur félagsins.

    Ferguson segir að það eigi að reka Suarez úr landi fyrir að taka ekki í höndina á Evra og leikmenn liðsins tala á svipuðum nótum eftir leik. Þetta er sami leikur og Evra sýnir einhverja sorglegustu framkomu síðan Gary Neville spilaði fótbolta og það er bæði veikt og lélegt hjá stjórnendum Liverpool að minnast ekki einu orði á þeirra þátt í skrípaleiknum í gær. Þó ekki væri nema fara fram á afsökunarbeiðni þeim megin frá.

    Annars vona ég að fólk sé ekki að misskilja þessa afsöknuarbeiðni sem svo að félagið sé að skilja Suarez alveg eftir einann úti á gaddinum, ég hef ekki ennþá séð að viðhorf félagsins hafi breyst nokkurn skapaðan hlut gagnvart þessum “dómi” sem Suarez fékk. Eins er PR lið klúbbsins ekkert að standa sig betur núna heldur en þegar þetta mál kom upp upprunalega, því þeir sem segja að Liverpool hafi klúðrað PR málunum algjörlega gleyma alveg að taka það með í reikninginn að eini valkostuirnn annar var að taka undir allt sem FA og Evra héldu fram og biðjast afsöknuar, vilja margir að við hefðum bara gert það? Ekki ég. Ef eitthvað er finnst mér félagið núna vera meira að þóknast pressunni heldur en stuðningsmönnum félagsins.

    Félagið er með þessu flóði yfirlýsinga í dag að reyna draga einhverskonar línu í þessu leiðindamáli og loka því, vonandi tekst það en ég er ennþá með óbragð í munni og hef enga trú á að þessu sé alveg lokið. Myndi þó draga þessa línu sjálfur núna en mig grunar að þetta gæti komið upp í næsta podcasti.

  92. Sammála Babu hér að ofan. Þetta mál er orðið einn farsi, mál sem hefði verið hægt að taka á í upphafi og ganga frá. En þetta er búið að snúast í höndunum á mönnum, sérstaklega okkar mönnum. Því miður.

    Nú ætla ég ekki að kenna Ferguson um þetta mál, en hann hefur einstakt lag á að ýta á réttu hnappana. Segir fyrir leik að handaband Evra og Suarez skipti ekki máli en umturnast svo eftir leik. Að Suarez sé ekki þess verður að spila fyrir klúbb eins og Liverpool. Áður búinn að uppnefna hann sem dýfara og leikara eftir fyrsta leik og allur heimurinn tók hann á orðinu. Erfitt að eiga við svona karla eins og hann. Fyrir okkur Liverpool áðdáendur er þetta maður sem getur bara étið það sem úti frýs.

    Eitt skil ég ekki í þessu handabandaleik, afhverju, eftir að Evra var búinn að taka í höndina á níu leikmönnum og haldið hendinni uppi sömu hæð, að þá dregur hann höndina að sér áður en Surarez og hann ætla að heilsast?

    Ég hef það einhvern veginn það á tilfinningunni að breska pressan verði ekki ánægð fyrr en búið er að hrekja Suarez burt af Bretlandseyjum. Eins og Einar Örn bendir á að ofan að þá er tekið það versta úr yfirlýsingum Liverpool og þær feitletraðar. Og nú eru margir aðdáendur farnir að snúast gegn honum. Boðar ekki gott.

    Ég stend með Suarez og vona að hann verði Liverpool leikmaður um ókomin ár. Vissulega gerði hann mistök að heilsa ekki Evra (sérstaklega ef Dalglish var búinn að lofa því) en ég vona innilega að afsökunarbeiðnin verði tekin gild. Hjá öllum aðilum.

  93. Þið sem hatið Evra svona ægilega. Hvað vitið þið nema hann var að segja satt og er í raun fórnarlamb. Þið hafið ekki hugmynd, samt hatið þið hann. (gerðuð það áður en hann hagaði sér eins og rækja í gær). Sum commentin hérna sýna hvaða grunnhvatir liggja að baki hooliganisma.
    Suarez hefur nú ekki gert sig að trúverðugra vitni síðan hann kom úr banni.
    By the way. ég er Poolari

  94. Ian Ayre skeit gjörsamlega á sig. Man Utd héldu rétt á spilunum og létu Liverpool grafa sinn eigin skurð. Ég trúi ekki öðru en að stjórn Man Utd séu með vín við hönd hlægjandi sig máttlausa af okkur. Hélt Ayre virkilega að hlutirnir myndu batna eftir þessar afsökunarbeiðnir? Fjölmiðlar eiga núna eftir að koma og segja: “Suarez biður einungis Liverpool FC afsökunar á framferði sínu”. Ég er orðinn svolítið hræddur um að Suarez fari í sumar, ég skil hann reyndar mjög vel ef svo verður. Þetta tímabil hefur verið algjört klúður og kaupin enganveginn skilað sér fyrir utan Enrique. Kenny á auðvitað hrós skilið að hafa komist langt í Carling og FA, en erum við að fara fá leikmenn útá það?

  95. Mín lokaorð varðandi suarez. Með litlum staf. Ég mun segja mig úr Liverpool klúbbnum ef ekki verðu gert eitthvað róttækt gagnvart honum. Helst vil ég selja hann og fá alvöru Liverpool mann í hans stað. Varðandi Spearing, þá er hann ungur og alla vega reynslulaus í topp fótbolta, svo ekki er hægt að sakast við hann. Eða ætlar einhver að halda því fram að Pepe Reina sé vonlaus markvörður?? Samt gerir hann slík mistök á flestum tímabilum, að hann tapar heilu leikjunum fyrir okkur. Samt stend ég með honum 100 %. Allir gera sín mistök, og líka Gerrard. Hann hefur gert afgerandi mistök, sem hafa kostað mikið. Nei, fótbolti verður aldrei spilaður án mistaka. Sáuð þið núverandi Kóng Arsenal um daginn, þegar hann skaut fram hjá fyrir opnu marki???? En að standa með sínum mönnum fram í rauðan dauðan, þó augljóst sé að þeir séu sekir finnst mér rugl. Það sáu allir sem vildu sjá, að suarez rétti fram höndina í átt að Evra, en færði hana svo fram hjá honum að næsta manni. (Gee að mig minnir) Finish :):)

  96. Sælir piltar, ég kíki reglulega hérna inn, aðallega vegna þess að ég er fótboltafíkill og þetta er besta íslenska stuðningsmannasíðan. Umræðan hér líka yfirleitt málefnalegri en á manutd.is eða liverpool.is. En varðandi þetta Suarez- Evra dæmi, er þetta ekki komið gott? Mér finnst alveg gleymast hinir 20 leikmennirnir sem spiluðu þessa síðustu leiki. Sem voru frábærir og spennandi leikir. 2-1 fyrir heimaliðinu, og í báðum leikjum voru síðustu 10 mín háspenna-lífshætta. Risa lið með risa sögu, úr tveimur nágrannaborgum. Að tveir menn geti varpað skugga á leikinn sjálfan finnst mér skandall. Suarez er að mínu mati hálfviti, og ætti að vinna náið með sálfræðingum til að vera ekki liðinu sínu til skammar. Evra finnst mér engu betri, hann lætur eins og ofdekraður krakki sem grenjar þegar hann fær ekki það sem hann vill, og montar sig þegar hann vinnur. Að mínu mati ætti FA að setja fordæmi og dæma þessa gaura báða í 3 leikja bann, fyrir að vera enskum bolta til skammar. Kenny Dalglish var eins og bjáni í viðtalinu eftir leikinn, líka Alex Ferguson. KD átti bara að segja að Suarez hefði gert mistök. SAF átti bara að halda kj. En þegar ég les hérna inni að sumir stuðningsmenn Liverpool ætli að halda með City í vetur, þá get ég ekki orða bundist. Í fyrsta lagi ætti stuðningsmönnum að vera sama um önnur lið. Ef að liðið mitt getur ekki unnið City og þar með titilinn, fer ég ekki að halda með Chelsea eða öðrum liðum, bara svo að City vinni ekki. Í öðru lagi finnst mér City standa fyrir allt sem er rangt við fótboltann. Að einhver ríkur olíugæji geti komið og keypt titilinn í FM pælingum leiknum sínum, með því að setja af stað eitthverja mestu verðbólgu sem sést hefur í fótbolta, finnst mér vera skandall. jú vissulega hafa United menn eytt miklu í gegnum tíðina, en það hafa Liverpool menn gert líka. En bæði lið hafa unnið fyrir sínum peningum, á meðan City líkt og Chelsea, fengu ríkan sykurpabba. Þó að mörgum stuðningsmönnum okkar ástkæru liða finnist það næsta sem ég segi vera synd, þá þykir mér vænt um Liverpool. Það er ekkert lið sem ég elska jafn mikið að vinna, eins og ég hata að tapa fyrir því. Bæði þessi lið væru ekki það sama ef hitt liðið væri ekki til. Tölum þess vegna um leikina, og jörðum þetta Guiding light dæmi sem Suares- Evra málið er orðið. Eftir allt saman eru þetta bara milljónamæringar sem eru góðir í að sparka bolta, þeir eru ekki að bjarga mannslífum.

  97. Selja Suarez eins fljótt og hægt er, þetta er komið gott.
    Allt sem heitir “rígur” eða jafnvel “skemmtilegur rígur” á milli United og Liverpool aðdáenda er hér með búið hvað mig varðar. Hefur verið gaman hingað til en þetta er of langt gengið. Allt þetta mál frá upphafi til enda er eitt hrikalega stórt klúður, niðurlæging okkar Púlara er algjör. Efast um að ég hafi geð á að horfa á leik það sem eftir er tímabils.

  98. Þetta handabandsmál er blásið upp eins og allar litlu hliðarsápuóperurnar í þessu máli en það er það sem Ferguson vill, enda vill hann alls ekki að athyglin berist aftur að FA skýrslunni. Ferguson er klókur og beitir öllum brögðum sem ill manneskja myndi gera til að hylja sannleikann. Menn virðast komast upp með ýmislegt bera þeir titilinn “Sir”. Ég get ekki beðið eftir að þessi rotni skíthæll hætti.

    Fjölmiðlar eiga að skammast sín fyrir framgöngu sína í þessu máli. Menn (sérstaklega aumkunarverðir United aðdáendur) fást ekki til að tala um það sem raunverulega skiptir máli; trúverðugleiki FA skýrslunnar sem dæmdi Suárez sekan til að byrja með. Sú hrákasmíði var svo illa unnin að lygar alþingismanna hér heima eru þróaðar miðað við rökleysurnar og ósamræmið í skýrslunni. En… ekkert er fjallað um það. Ekki í einum fjölmiðli. Það eitt og sér er ótrúlegt og hljóta að vakna upp ýmis konar spurningar um hlutdrægni enskra fjölmiðla. Einn hér að ofan commentaði á Guardian og ég er fullkomlega sammála honum. Ég les flestallt í fréttum sem kemur frá Guardian og eru umfjallanir þar oftar en ekki mjög vandaðar. Þessi miðill hefur sýnt sitt rétta andlit í þessu tiltekna máli með svo einhliða áróðri að mér blöskrar. Og sem virtur fjölmiðill éta aðrir fjölmiðlar það upp eftir þeim.

    Mér sýnist á öllu eins, þegar allt kemur til alls, að Ferguson fái það sem hann vill. Að tilvonandi með betri leikmönnum heims fari frá Liverpool. Að mínu viti hefur það verið hans plan frá því hann laug til að byrja með (fyrsti maðurinn sem nefndi að negro hefði verið notað oftar en einu sinni, Evra hafði ekki haldið því fram áður).

    Virðing mín fyrir United sem knattspyrnufélagi er alveg horfin. Ég mun aldrei aftur geta hlustað á United mann án þess að efast um hvert einasta orð sem hann segir. Ég mun aldrei getað tekið mark á Ferguson aftur, sama hvað hann segir. Maðurinn er sturlaður hræsnari og lygari og veigrar sér ekki við skot undir beltisstað til að fá sínu framgengt.

    Dalglish hélt því farm stuttu eftir að niðurstöður skýrslunnar voru birtar að þar vantaði mikilvægar upplýsingar inn í og hann varði Suárez frá degi 1. Í viðtali stuttu eftir þetta lét hann út úr sér “Ef maður segir sannleikann getir maður bara lent í svo miklum vandræðum”. Þessi svo miklu vandræði hafa vonandi náð hámarki en það kæmi mér ekki á óvart ef lygamörðurinn héldi áfram með sálfræðiskot þar til Suárez er nánast hend á dyr.

    YNWA. Gefumst ekki upp gagnvart ofríki “Sir-sins” og ég vona svo sannarlega að þetta mál eigi eftir að enda fyrir dómstóla. Höldum áfram að láta í okkur heyra, drullan sem við höfum fengið yfir okkur fyrir að halda fram sakleysi Suárez er nóg til þess að við eigum að standa saman og ekki láta yfir okkur ganga.

    Annars mæli ég með þessum pósti hér, veit ekki hvort þetta hafi verið birt hér áður. Hér er farið í 13 punkta sem gera trúverðugleika FA skýrslunnar að engu. Hvernig væri að fara að henda athyglinni þangað aftur, um það snýst þetta mál raunverulega og ekkert annað. http://www.thetroublewithfootball.blogspot.com/2012/02/analysis-of-suarez-fa-via-crowdsourcing.html

  99. Ef við seljum Suarez og snúa baki við honum þá höfum við yfirgefið einkennisorðs félagins sem við þekkjull allir svo vel, ef YNWA verður dregið niður í svaðið líka með því að láta Suarez fara í sumar þá má alveg eins sturta restinni af sögu klúbbsins í klósettið. Við erum búnir að kyngja stoltinu og gefa út þessar yfirlýsingar, frekar vill ég að við reynum að kenna honum að hemja í sér skapið, batnandi manni er best að lifa!

  100. Ég skil ekki að sumir menn vilja virkilega selja Suarez. Hann gerði mistök með því að segjast ætla að taka í hendina á Evra og gerði það svo ekki. Hann átti ekki að ljúga að félaginu. Það finnst mér verst, en mér er skítsama um hvort Evra, Ferdinand eða Fergurson séu sárir yfir því.
    Suarez er búin að biðjast afsökunar og mér finnst að við ættum að halda áfram, því að hann er frábær leikmaður og við þurfum fleiri frábæra leikmenn.
    Ég veit ekki hvort að Liverpool menn sem vilja selja hann séu bara að segja það til að gera Ferguson til geðs eða út af einvherri skömm. En mér finnst brot Suarez við Liverpool vera það lítið að það eigi að fyrirgefa honum þetta og gleyma þessu máli.
    Ég meina það er í fréttum núna að City er búið að fyrirgefa Tevez fyrir að hafa neitað að spila fyrir félagið og neitað að mæta á æfingar. Sem mér finnst miklu meiri móðgun við félagið. Svo hefur nú Alex Ferguson fyrirgefðið mönnum fyrir heimskupör, eins og til dæmis Cantona. Þannig að ég held að allir ættu að gleyma þessu halda áfram og vona að Suarez verði leikmaður Liveprool allan sinn feril.

  101. Vá hvað ég er orðinn þreyttur á þessari vitleysu. Ég nenni ekki að eyða tíma í það að verja vitleysing eða að úthúða öðrum vitleysingi. Þannig getum við ekki bara einbeitt okkur að því að tala um það sem skptir máli FÓTBOLTA!!! held að allir geti verið sammála um það að þessir tveir leikmenn eru báðir vitleysingar sem er bara ekkert hægt að verja. Menn geta síðan rifist um hvor sé meiri vitleysingur en það þjónar bara engum tilgangi. Hættum þessari vitleysu og förum að tala um fótbolta.

  102. Ég held að flestir séu komnir með ógeð á þessu rugli öllu saman. Fótboltinn skiptir mestu.

    Hins vegar er búið að grafa svo mikið undan Liverpool félaginu fyrir engar aðrar sakir en að standa bak við leikmann sem er saklaus. Ég er hræddur um að orðspor okkar sé skaðað að einhverju leyti. Ég er enn hræddari um að ef við látum undan muni orðspor okkar skaðast enn meira. Það er bara til lose-lose situation þar sem við erum núna, þökk sé ódrengskap Ferguson og Evra. We’re in too deep, þar sem Dalglish sjálfur heldur áfram að verja Suárez.

    Að mínu viti getum við ekki hætt, við verðum að berjast fyrir réttlæti.

  103. Nú er bara að fjöldaframleiða Suarez boli fyrir okkur púlara! Sammála pistlinum í einu og öllu. Suarez er ungur og ógeðslega efnilegur en á margt ólært. Hann er í dag reynslunni ríkari. Ekkert meira um það að segja.

    Nú er bara að taka á næsta leik.

    /boggi

  104. Allir fjölmiðlar eru á móti Liverpool, nema Echo og einhver tomkins time.
    SAF stjórnar þessu öllu. Hann er handbendi hins illa. Við erum þeir góðu.
    —-
    Er ekki allt í lagi þið sem haldið þessu fram?. Þetta er djúp paranoja.

  105. (S)AF stjórnar ansi mörgu, það sést m.a. út frá því hvernig FA vann sína vinnu í þessu máli. Hins vegar hafa fjölmiðlar ekki nennt að kíkja aðeins undir yfirborðið á skýrslunni en ef slíkt er gert koma þvílíkar fásinnur í ljós að sjaldan hefur annað eins sést.

    Ég veit ekki hvað Sir titill færir manni mikla virðingu úti í Englandi en ég myndi telja að hún væri nokkur. Því er ekki fjallað illa um manninn í fjölmiðlum, allavega ofboðslega lítið, miðað við hvernig maðurinn hagar sér.

    Allt við málflutning FA um sekt Suárez er byggt á sandi. Personulega vona ég að þetta hætti en ef annað hvort Suárez eða Dalglish stigu fram og myndu biðjast afsökunar á þeim atburði sem gerðist á Anfield væri mér öllum lokið.

    (S)AF sigraði þetta sálfræðistríð með að beita fáránlegum brögðum, fyrir neðan allar hellur og til skammar fyrir ekki einungis United félagið heldur mannkynið.

  106. Nýjar fréttir ef SAF er orðinn vinur FA. Hann á oft í útistöðum við þá og hefur manna oftast fengið bann hjá þeim.
    Við fokkuðum þessu bara upp sjálfir. Svo einfalt er það.

  107. Trebbi: Þú telur sem sagt að Suárez hafi verið með kynþáttaníð og sé í raun og veru sekur?

  108. Nei, það kemur þessu máli ekkert við. Ég er reyndar farinn að efast um þennan mann. Greinilega ekki skærasta peran mv. hvað hann gerði um helgina.
    Ég var bara að tala um þessa paranoju sem menn hafa. Við á móti öllum hinum. Ef það er skrifað neikvætt um okkur þá eru það bara leigupennar SAF.

  109. Hann er auðvitað ansi bilaður. Aftur á móti er nánast hægt að lofa því að ef hann nær að haga sér, þá endar hann sem topp 5 leikmaður í heiminum innan 2-3 ára. Hann er virkilega það góður (kannski fyrir utan finishing hjá sér, en það kemur). Hverjar eru líkurnar á að hann nái að haga sér ef hann spilar áfram hjá Liverpool og er niðurlægður á hverjum einasta útivelli? Ég segi litlar.

    “Paranojan” á alveg rétt á sér að hluta til ef enginn fjölmiðill, já, enginn fjölmiðill, birtir með gagnrýnum hætti vafaatriðin sem voru til staðar í FA skýrslunni. Þetta segi ég meðal annars út af því að undir venjulegum kringumstæðum eru einmitt enskir fjölmiðlar gífurlega gagnrýnir á vinnu FA. Þegar rökleysur og ósamkvæmi birtast út um allt í umræddri skýrslu FA og engin viðbrögð verða hlýtur maður hreinlega að spyrja sig hvað sé að.

    Auðvitað er það samt ekkert svo að allir sem skrifa eitthvað á móti okkur séu leigupennar (S)AF. Ef einhverjir jafnvel. En bjöguð er fréttamennskan og það mestmegnis í eina áttina.

  110. Ég held að það þurfi enga paranoju til þess að ætla fjölmiðlum að skrifa utd í hag út af þessu Evra Suares rugli. Fjölmiðlar lifa á því að selja blöð og þetta mál allt er hreinasta gull fyrir þá. Því meira sem þeir geta gert úr þessu og hlutverki Suarez í þessu öllu saman, því lengur ná þeir að mjólka sína sögu.
    Það er erfitt ef ekki ómögulegt að ætla að stjórna bresku pressunni í svona málum. Það skiptir þá engu máli hvað stóð í skýrslunni, þeir fagna niðurstöðu FA vegna þess að það hentar þeim. Staðreyndir eru aukatriði og reglan er sannarlega sú hjá meira og minna öllum fjölmiðlum Bretlands að þær skulu ekki skemma góða sögu.

  111. He’s mad.

    There are players like that who cross the white line and suddenly, everything they think about anything is correct, and anyone who disagrees is an enemy. Cantona was like that, Di Canio, Keane. When the result is still up for grabs, it’s get the fuck out of my way so I can do what I want. Bellamy has a touch of it, so did Souness (except he was much smarter about it). Keane got himself banned for the European Cup final and still raged his way all over Juventus, and thought nothing of trying to do someone over a years old grudge, because fuck you. Anything to win, no matter the cost. Cantona was similar, the only thing that mattered was that he be allowed to do what he wanted, and Di Canio used to go fucking nuts when any decision went against him.

    Some time ago, I remember Suarez got a chance and blew it wide and before the ball had even hit the crowd, he was stamping and kicking the turf. Couldn’t care less who was watching, or how many unmarked teammates were hollering. He just had his little tantrum at himself. It’s funny to watch, and it’s thrilling too because everyone loves a guy like that on your team. See how our centre halves shepherded him off the pitch and blocked off all comers in the tunnel. Managers love a player like that, too, and it is almost unnecessary to point out mr ferguson’s hypocrisy about him when one considers that he bought Keane and Cantona and tried to buy Di Canio.

    It becomes ever more depressing but Gary Neville is by some distance the best football pundit out there. He said, of the pre match palaver, that it didn’t bother him at all. They don’t like each other. Nothing wrong with it, this is Liverpool and the Mancs, this is the real deal. You’re not supposed to like each other, get on with it. The sooner the chattering classes fess up and admit they fucking love guys like Suarez, the better. Everyone needs a villain

  112. Mér finnst fáránlegt að sjá stuðningsmenn Liverpool vera farna að bölva Suarez og jafnvel heimt að hann verði seldur. Enska pressan þrífst á svona skítafréttum og gerir því úlfalda úr mýflugu og bullið lepja menn upp.

    Þá er Alex Ferguson einnig búinn að gera það sér að leik að reyna að skemma feril Suarez á Englandi í viðtölum eftir síðustu tvo deildarleiki Liverpool og United. Hvað gerðist í deildarleiknum á undan þessum tvemur? Suarez gersamlega rústaði vörn United. Þegar liðið getur ekki höndlað hann á vellinum, þá leita þeir annara leiða og því miður hentar það pressunni mjög vel, enda er það þeirra starf að selja blöð (eltast við áhorf o.s.frv.). Og þetta er ekki vænisýki. Hvenær hefur nokkur annar stjóri í úrvalsdeildinni gert einn leikmann liðs andstæðingana að sínu aðalumræðuefni sínu að leik loknum, tvisvar í röð? Það sem algengast er að stjórar segi er: “Ég vil bara tala um mitt lið, ekki leikmenn annara liða”.

    Hættið að lesa þessa vitleysu án þess að einu sinni efast um hana.

  113. Mér finnst kominn tími á að fara að losa okkur við mannætuna (Suarez) og vesenið í kringum hann, því hann á ekkert eftir að breytast. Innkoman hjá honum í fyrsta leik eftir bann á móti Tottenham var til skammar þar sem hann augljóslega sparkaði í Scott Parker viljandi, þetta er bara hans eðli. Að mínu áliti er hegðun hans til skammar fyrir félagið og meira að segja styrktar aðilarnir eru að fá nóg af honum sem er ekki gott.
    Það sem mér hefur sýnst á myndunum af atvikinu með “handabandið” er að bæði Suarez og Evra séu tregir að taka í spaðann á hvorum öðrum, sem mér finnst hreinlega ekki skrítið, hegðun Evra er alls ekki til fyrirmyndar eftir leik þar sem han reynir að kasta olíu á eld og finnst mér að það ætti að taka á því.
    Enginn efast um að mannætan hefur hæfileika en hann hefur ekki sannfært mig í markaskorun, gengi Liverpool var ekkert verra meðan hann var í banni og því vill ég losna við hann og fá alvöru markaskorara í liðið.

    Okkar akkilesarhæll er að við erum með altof marga miðlungsleikmenn í liðinu (Downing, Henderson, Spearing og kuyt) svo dæmi sé tekið.

  114. Stærstu mistökin voru að vera með Suarez í byrjunarliðinu, ég sem poolara
    hefur ekki fundist hann ganga heill til skógar, því kom mér þetta atvik alls ekki á óvart. Suarez er frábær fótboltamaður kraftmikill og duglegur en hausinn verður að fara þroskast ef hann á að vera í Liverpool.
    -Að sjá og heyra í tyggjókóngur eftir leik er alveg óþolandi, drullar yfir Suarez fyrir að taka ekki í höndina á Evra, eru allir United menn svona blindir. Upprifjun atvikin t.d. með Cantona og Keane.
    Samkvæmt Tyggjó Ferge er þá í lagi að sparka í áhorfanda og eyðileggja ferilinn hjá mótherja. United menn skora á ykkur að fara opna augun ekki apa allt eftir Ferge einsog enska pressan.
    -Að sjá W.Rooney er að verða frekar pirrandi,má ekki vera brotið á United manni þá er hann strax mættur tuðandi í dómaranum. Frábær fótboltamaður en óheiðarleikinn gríðarlegur vankantur á honum, hefur lært eitthvað hjá AF.

  115. @stefstef: Suarez á það alveg skilið að njóta vafans í öllum tilvikum sem þú nefnir. Að hegðun hans í fyrsta leik eftir bann hafi verið fyrir neðan allar hellur tel ég einfaldlega vera bull. Allir vita sem einhverntímann hafa farið í bann að fyrsti leikur eftir bann er alltaf erfiður. Erfitt getur verið að finna taktinn og hlutirnir virðast bara einfaldlega ekki ganga upp. Eina sem ég sá var að Suarez var búin að ákveða að smella boltanum í sammarann en Scott Parker var einfaldlega á undan honum í boltann. Hver hefur ekki lent í því um ævina,.. án þess að það hafi eitthvað verið ætlunin?

    Það að styrktaraðilarnir séu eitthvað að kvarta geta þeir bara étið ofan í sig og hætt að skipta sér af málum sem kemur þeim einfaldlega ekki við. Getið þið ímyndað ykkur að Nóatún hlaupi upp til handa og fóta ef einhver Fylkismaður neitar að taka í höndina á mótherja í byrjun leiks? Come on!

    … og eitt skulum við hafa á hreinu,… engin skal halda því fram að Kuyt sé miðlungsleikmaður!

    … ég ætla ekki einu sinni að minnast á þessa handabandslönguvitleysu – því máli er lokið.

  116. @Borgþór Grétarsson: þegar hann sparkar í Scott Parker þá er það viljandi gert það er ljóst ef þú skoðar atvikið vel, hann veit allan tíman af honum við hliðina á sér annars er hann heimskari en ég hélt og hann sparkar í maga hæð á Parker leið og sá síðarnefndi skallar boltann….. vel tímasett spark????

    hér er linkur ef þú vilt skoða þetta betur 😉

    http://www.youtube.com/watch?v=9hxQhMKIe4I

    Ef ég væri styrktar aðili myndi ég skoða stöðuna klárlega miðað við framgöngu Suarez undanfarið sem er orðinn svartur blettur á félaginu, en það er álitamál hvers og eins auðvitað.

    En varðandi Kuyt þá er hann orðinn mjög hægur og með ömurlegar fyrirgjafir að mínu mati.

  117. @stefstef, Ég verð nú að vera sammála Borgþóri varðandi sparkið í Parker, Suarez ýtir Parker frá, horfir á boltann og sparkar svo í magann á Parker EFTIR að Parker skallar boltann í burtu, vel tímasett spark!

    hér er linkur ef þú vilt skoða þetta betur 😉

    http://www.youtube.com/watch?v=9hxQhMKIe4I

  118. Sælir Liverpool félagr, ég hef ekki komið hérna inn í nokkurn tíma þar sem ég er staddur á þeim stað á hnettinum þar sem net samband er ekki alltaf upp á marga fiska, ég ég komst hér inn til að lesa þessa grein hér að ofan og það er bara eitt hægt að segja um þessa grein…

    Orð í tíma töluð….

    Áfram LIVERPOOL… YNWA…

  119. Sælir. Ég er united maður og ég kem reglulega og les pistla hérna, ég hef þó aldrei commentað fyrr en núna. Ég bara verð að segja mína skoðun á þessu. Í fyrsta lagi þá vitum við alveg að Suarez er freeeekar mikill Douchebag. Hann kallaði Evra negra, tók smá Pepe á Scott Parker og reyndi ekkert að taka í höndina á Evra en honum til varnar reyndi Evra heldur ekkert að taka í höndina á honum. Þar með heilsuðust þeir ekki. Þar sem Evra er á við 13 ára stelpu í þroska, fer hann að gráta og verður sér og sínu félagi hressilega til skammar þegar þessi leikur klárast. Hvað varðar Ferguson, segi eg nu bara come on, auðvitað blæs hann þetta upp eins og hann getur í fjölmiðlum. Hann sagði ef ég man rétt að Liverpool ætti aldrei að leyfa Suarez að spila aftur. Sem mundi henta honum/okkur frekar vel, þar sem Suarez er skuggalega góður og liverpool er eitt af topp liðunum í deildinni. Hefði Danglish gert það sama? ég veit það ekki, ef ekki þá bara flott hjá honum að vera meira maður. En Þeir eiga samt eitt sameginlegt þeir standa með sínum mönnum. Danglish er búinn að verja Suarez frá því í byrjun, sem hefur örugglega verið erfitt þar sem hann hlítur nú að trúa að hann eigi allavega einhverja sök. Ferguson gerir það sama með sína menn. Hann setur bara frétta menn í bann ef þeir drulla yfir þá á einhvern hátt. Sem er kannski í grófari kantinum, en hann gerir það nú samt. Ég held að við ættum bara að hætta að tala um þetta þá deyr þetta loksinns.

  120. 133# “Ég held að við ættum bara að hætta að tala um þetta þá deyr þetta loksinns.”

    n.b. seinasta komment á undan þér við þennan þráð var 14. feb.

  121. Kiddi, hann kallaði Evra svaran, ekki negra….stór munur

Man U 2 – Liverpool 1

Opinn þráður