Liðið gegn United – Suarez byrjar inná

Fjórar breytingar frá síðasta leik þar sem helst ber að nefna að Luis Suarez byrjar inná í dag. Jose Enrique kemur inn í liðið á ný og Henderson kemur inn fyrir Adam. Downing kemur svo inn fyrir Bellamy.
Suarez og Kuyt saman í fremstu víglínu þar sem þeir verða líklega mjög hreyfanlegir. Set þetta upp sem 4-4-2 þó þetta sé nú líklega alveg jafn mikið 4-2-3-1/4-5-1. Leikkerfin eru aldrei alveg niðurnjörvuð þegar kemur að Dalglish.

Liðið er svona:

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Jose Enrique

Henderson – Spearing – Gerrard – Downing

Kuyt – Suarez

Bekkur: Doni, Carragher, Bellamy, Carroll, Adam, Shelvey, Kelly.

Þetta er stórleikur fyrir Jay Spearing en einn af byrjunarliðs mönnum United hefur spilað fleiri leiki í EPL heldur en Man City eins og það leggur sig, Ryan Giggs og hann var að semja um árs framlengingu.

Lið heimamanna er svona:

De Gea

Rafael – Ferdinand – Evans – Evra

Valencia – Carrick – Scholes – Giggs

Welbeck – Rooney

Ég ætla að vera bjartsýnn, segi 0-1 og það er bara einn sem kemur til greina sem markaskorari…á 87.mínútu og helst vafasamt mark, Luis Suarez.

14 Comments

 1. Mistök að hafa ekki Bellamy á vængnum fyrir Downing!!! Get ekki seð hvað Downing hefur gert til að eiga sætið skilið yfir Bellamy !! og ég get ekki skilið afhverju Downing er á bekknum þegar Carroll byrjar og er svo inná þegar Carroll er á bekknum ! þar sem hans mesti styrkur er fyrirgjafir ! hvað er í gangi?? Annars fínt lið ! en hefði viljað sjá 3 hlaupandi pressandi þyngdarlausa geðsjúklinga (Suarez,Ballamy,Kuyt) sjá um sóknarleikinn með Gerrard fyrir aftan !!!!!

 2. Ég skil ekki af hverju þú stillir þessu svona upp.
  Ég held að Kenny sé með Spearing sem djúpan og Gerrard með Hendo á miðjunni og svo eru þeir Kuyt og Downing á köntunum.

 3. Held að þú hafir rétt fyrir þér Ásmundur,  þetta er svona 4-2-3-1 kerfi sýnist mér, hann er klárlega ekki með 4.4.2  

 4. Flott lið og sterkur bekkur. Bellamy búin að spila mikið og hefur bara ekki fætur í svona spilamennsku. Mér finnst bara frábært að eiga bekk í dag þar sem t.d. Carroll og Bellamy eru. Það er í það minnsta af sem áður var þegar maður vonaði að engar skiptingar yrðu gerðar vegna gæða bekkjarsetumannanna.

 5. hefði vilja sjá Carrol og Bellamy inná.Suarez á bekknum. Hann á eftir að hlaupa og hlaupa skapa eitthvað. En samt ekkert meir. Jú hann fær gult spjald mjög fljóttEg var bjartsýn fyrir þennan leik en það minnkaði núna. En þetta verður spennandi leikurAfram Liverpool

 6. Hehe jæja fyrsta baráttan byrjuð, Suarez neitar að taka í hönd evra….. grunaði þetta reyndar en þetta er að byrja!!!

 7. úff…ég er kominn með hausverk af spennu…þvílík átök út úm allan völl…

 8. Leikskipulagði hjá Kóngnum er að ganga fullkomlega upp… staðan er 0-0 og við erum búnir að fá eitt og eitt ágætt færi og scum er lítið að búa sér til fyrir utan skallann hjá Scholes.Halda þessu fram á 60mín og þá hugsa um að setja Bellamy inn og jafnvel Adam líka.Annars eru flest alllir leikmenn okkar eitthvað daprir í bragði en Suarez vaknaði aðeins undir endann en hálf kjánalegt hjá honum að dúndra boltanum út að varamannaskýlinu þegar flautað var af.held við “stelum” þessum stigum í blálokin

 9. J Evans neitaði líka að taka í höndina á Suares … Ekki sé ég allt vitlaust yfir því???

 10. Apparently both teams were involved in scuffles in the tunnel when leaving the pitch. Reportedly, Evra attempted to confront Suarez, and Skrtel blocked his path, which led to a mass confrontation. Stewards and police involved.

The bloody mancs á morgun

Man U 2 – Liverpool 1