The bloody mancs á morgun

Þá er komið að því, leikur gegn öðrum af erkifjendum okkar og það á útivelli. Það er nú reyndar ekki langt síðan að við spiluðum gegn þeim í FA bikarnum, sælla minninga, en sá leikur telur ekkert á morgun. Nú er það deildin og bæði lið VERÐA að næla sér í stigin 3. En það eru engin 6 stig í boði, heldur einungis 3. Hvað er hægt að segja nýtt svona fyrirfram um leiki þessara liða? Ekki fer ég í einhvern Babú ham og fer að koma með staðreyndir um borgina sem við spilum í, eða hvað þá þetta lið sem við leikum gegn. Held að ekki nokkur lifandis sála á þessari síðu hafi áhuga á einhverju slíku.

En leikurinn á morgun á að snúast um þessi 3 stig, hann á ekki að snúast um King Kenny vs. Ferguson, ekki um Suárez vs. Evra, heldur fyrst og síðast um fótboltann sem spilaður verður á vellinum. Það breytir því þó ekki að það er alltaf miklu meira sem býr undir þegar þessi lið mætast og líklegast hefur spennan á milli liðanna aldrei verið jafn mikil og núna. Menn voru hræddir um hvað myndi gerast utan vallar þegar þessi lið mættust á Anfield fyrir stuttu síðan, en það fór fram með miklum sóma fyrir utan einn hálvita úr röðum stuðningsmanna Liverpool og svo nokkur hundruð hálfvita hjá hinum sem sungu statt og stöðugt níðsöngva um Hillsborough slysið. Ég ætla rétt að vona það að okkar menn noti sömu taktík og á Anfield, þ.e. svari þeim ekki nema bara með því að styðja sitt lið. Ég trompast ef menn fara út í einhverja ömurlega Munich söngva.

Suárez getur verið nokkuð rólegur að því leiti að væntanlega verður ekki púað neitt á hann (jeræt) þar sem United menn fannst slíkt ákaflega óviðeigandi þegar það var gert með Evra á Anfield. Við sjáum þá væntanlega á morgun (eða öllu heldur heyrum) hvernig á að taka á móti leikmanni sem þú þolir ekki, ekki baulað (aftur jeræt). Annars vona ég svo sannarlega að King Kenny geri það sama og Ferguson gerði á Anfield, tefli Suárez fram í byrjunarliðinu og láti umræðu ekki trufla sig. Dalglish er reyndar búinn að segja að Suárez muni taka í hendina á Evra og öllum hinum leikmönnum mótherjana, þannig að þar gæti legið ansi stór vísbending um að hann ætli að láta kappann hefja leikinn.

Mótherjar okkar á morgun sitja sem fastast í öðru sæti deildarinnar og má segja að stóri munurinn á þeim og okkar liði hefur verið sá að þeir hafa náð að skora slatta af mörkum en við ekki. Þessi munur skiptir nefninlega slatta máli þegar kemur að fótbolta, ótrúlegt en satt og gerir það að verkum að þeir eru í öðru sætinu en við í því sjöunda. Mikið hefur verið rætt og ritað um hversu stór meiðslalistinn hjá þeim er, en Nota Bene, einn af þeim sem hefur verið talinn þar upp reglulega er hinn frækni Bebe og einhver að nafni Da Laet. Búast má fastlega við því að leikmenn eins og Smalling, Jones, Nani, Anderson og Cleverley verði tilbúnir fyrir leikinn. Það eru sem sagt fyrst og fremst þeir Fletcher og Vidic sem eru lykilmenn og verða ekki með, enda þeir væntanlega frá út tímabilið. ManYoo hafa því úr nánast öllum sínum hóp að moða.

Að mínu mati hefur Valencia (er það ekki borg á Spáni?) verið þeirra hættulegasti leikmaður undanfarið og því myndi ég telja mikilvægt að Enrique verði klár í slaginn. En að sjálfsögðu skiptir miklu máli að hemja Rooney í leiknum. Ég reikna með að okkar menn verði frekar djúpir á miðjunni til að koma í veg fyrir að mótherjar okkar geti notað hraða sinn, en hann er þeirra sterkasta vopn. Á móti kemur er vörnin og varnarhluti miðjunnar þeirra veikasti hlekkur og á hann ber að ráðast. Þar kemur Luis nokkur Suárez til með að verða algjör lykill að mínum dómi. Evans finnst mér hreinlega ekki vera góður fótboltamaður og Rio er kominn langt af léttasta skeiðinu. Stóra spurningin verður reyndar hvernig vörninni verður stillt upp hjá þeim, þ.e. hvort Smalling eða Jones komi inn í hana.

Síðustu fregnir herma að Enrique verði klár í slaginn og því bara Lucas fjarverandi og við því nánast með allan okkar hóp kláran fyrir leikinn. Ég vonast eftir hefðbundinni varnarlínu og að Johnson fari aftur í hægri bakvörðinn. En það er miðjusvæðið sem verður hausverkur að spá fyrir um. Steven Gerrard er allan tímann að fara að byrja þennan leik og vil ég sjá hann í holunni fyrir aftan Carroll. Já, Carroll, hann á að byrja þennan leik. Hann hefur verið að koma mjög sterkur inn í síðustu 3 leiki og nú þarf að hamra járnið á meðan það er heitt. Hann getur valdið svo miklum usla í vörnum andstæðinganna og skapað pláss fyrir menn eins og Suárez. Ég held einnig að Kuyt sé alltaf að fara að byrja þennan leik á hægri kantinum og því er það mitt mat að þetta sé fyrst og fremst spurning um það hvort Henderson eða Spearing byrji á miðsvæðinu með Adam. Ég ætla að giska á að Spearing verði látinn djöflast í Wayne Rooney alveg endalaust og verði þar af leiðandi í byrjunarliðinu. Þetta myndi þýða það að okkar besti maður undanfarið myndi byrja á bekknum. Ef ég væri persónulega að stilla upp liðinu fyrir leikinn, þá myndi ég stilla því svona upp:

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Enrique

Henderson – Adam
Suárez – Gerrard – Bellamy
Carroll

En ég held að King Kenny verði nú ekki svona djarfur á morgun, held að liðið verði einhvern veginn svona:

Reina

Johnson – Carra Skrtel – Agger – Enrique

Spearing – Adam
Kuyt – Gerrard – Suárez
Carroll

Bekkurinn: Doni, Kelly, Carragher, Henderson, Maxi, Downing og Bellamy

Auðvitað er það líka í stöðunni að byrja með Suárez frammi og Carroll á bekknum. Þar með myndi líklegast Downing detta inn frekar en Bellamy. En ég ætla allavega að giska á þetta svona. Ég held þetta verði hörku spennandi leikur og við þurfum að gefa gjörsamlega allt í þennan leik til að komast í burtu með stigin 3. Ég ætla að vera bara bjartsýnn á þetta, enda virðist okkur alltaf ganga vel í stóru leikjunum, og spá okkar mönnum fræknum útisigri, 1-2. Suárez mun gera allt vitlaust með marki og svo mun Gerrard skora hitt. Ekkert voðalega mikil áhætta í spám um markaskorara, en what the heck. Koma svo, fulla ferð, allt í botn.

Bring it on.

51 Comments

 1. flott upphitu en ég held að skrtel byrji en ekki Carra.

  en við vinnum þennan hel…..tis leik 2-1 eða 3-1 hvernig er annað hægt á móti liði sem hefur bæði gjaldmiðil og borg á spáni innanborðs

 2. Góð ágiskun með liðið nema Carra. Held að Skrtel verði þarna. Að einhverri ástæðu er ég pollrólegur yfir þessum leik.

 3. Dramatískur 2-1 Liverpool sigur þar sem Andy Carroll skorar sigurmarkið á 85 mínutu.Luis Suarez kemur okkur yfir í fyrri hálfleik.Let´s Go.

 4. ég ætla að vera bjartsýnn og segja að spearing komi með neglu fyrir utan teig og setjann….. suarez með hitt…. 2-0 fyrir LFC!!!!!

 5. Þessi leikur verður svaaakalegur! Vonandi verða leikmenn í sviðsljósinu frekar en stuðningsmenn, og það í að spila góðan fótbolta með auðvitað nokkrum hörku tæklingum.

  Ég ætla að vera djarfi gæjinn og tippa á 2-3 fyrir okkar mönnum! Gerrard skorar fyrstu 2 mörkin okkar, svo skorar einhver mancs sauður 2 og jafnar leikinn, svo kemur enginn annars en Luis Suarez og skorar sigurmarkið á 83min!

  YNWA!

 6. Carra byrjar aldrei, hann er löngu past his prime og stórhættulegur sem miðvörður.Við eigum eftir að spila fáránlega miklan varnarbolta held ég og treysta á föst leikatriði/skyndisóknir og liggja mjög aftarlega.Ég myndi hinsvegar frekar sjá sama attitude og fyrstu 10min gegn city um daginn þar sem að það var bara allt pressað í rot og endalausir sóknir, það yrði allaveganna mun skemmtilegri leikur.

 7. P.S getur einhver útskýrt fyrir mér afhverju ég fæ upp mobile site við að opna kop.is í chrome?

 8. Mig dreymir um sigur…langar alveg hrikalega mikið í sannfærandi sigur…á þrítugsafmæli á sunnudeginum og andskotinn hafi það að mig langar að síðasti dagur æsku minnar fari í að horfa á Liverpool vinna United!Spái drullufjörugum leik þar sem ekkert verður gefið eftir eða hundleiðingum þar sem varfærnin sé alls ráðandi. Held að það verði enginn millivegur…kv.Andri Freyr

 9. Sælir félagar

  Ég get ekki spáð neinu um þennan leik. Hann verður drulluerfiður og á köflum leiðinlegur af því að það verða svo margir Scumarar á vellinum.  Gerard mun þó setja eitt úr víti og Zuares annað eftir svakalegt sólo og Carroll eitt.  Hvort það dugir til sigurs veit ég ekki en vona það svo sannarlega.

  Það er nú þannig

  YNWA

 10. Ég ætla að spá 2-1 fyrir Liverpool.
  Það verður Suarez með fyrra markið eftir að hafa klobbað Evra seinna markið hjá
  okkur skorar svo Enrique/ Evra eftir að Enrique kemur brunandi upp kantinn
  gefur svo fasta sendingu fyrir sem Evra setur í eigið mark. 
  Ryan Giggs má svo minka muninn á 90+ mín af því að hann var að gera nýjan samning í dag.

 11. Ég er ekki alveg sammála með byrjunarliðið; ég held að Henderson fái inni í þessum leik á kostnað Spearing eða hugsanlega Adam. Henderson er hraðari en Adam og með meiri sendingagetu en Spearing plús að hann hvíldi gegn Tottenham…ég hallast síðan að því að Suarez byrji þennan leik… ég held að KK hafi hreðjarnar í það valið

 12. Ég ætla bara að reyna vera raunsær og búast við hinu versta, sem gerist alltaf þegar við mætum litlu liðunum, þá þarf ég ekki að koma eftir leik á morgun og heimta afsögn og rakka eigið lið niður sem gerist af og til hérna hjá “supporters”  síðunnar og liðsins…. YNWA!!

 13. Thad er svo skrifad i skyin ad vid vinnum 0-1 med marki fra Suarez i blalokin sem mun valda allt ad sadfalli! Fokkings norska lyklabord!

 14. Ég ætla að óska ykkur öllum Liverpool aðdáendum góðs gengis á morgun og megi betra liðið vinna! Red army will strike and the Devil will fall!YNWA

 15. Þetta með að Suarez taki í höndina á PE, er bara trick hjá KK til að utd leggji leikinn með það í huga að Luis byrji, en hann er aldrei að fara að byrja þennan leik held ég.

 16. Úrslit þessa leiks verða afdráttarlaus.  Stórsigur eða stórtap.Aldrei jafnt.Okkar menn vinna 0-3 og ólíklegasti maður LFC skorar fyrsta markið.Dreymdi fyrir þessu (vonandi rétt draumráðning) og lét það beint á lengjuna!YNWA

 17. Guð má vita hvað gerist ef Andy Carroll minn skorar sigurmarkið…

 18. ég ætla að vera bjartsín og spá 4-3 fyrrir okkar mönnum og suarez með 2 og svo skorar rooney 2 og jafnar og svo skorar valensia svo skorar carroll 1 og gerrard 1 koma svo ! 🙂

 19. Ég er nokkuð viss um að Henderson muni byrja leikinn í staðinn fyrir Adam. Hann hvíldi allan síðasta leik og á því eftir að koma dýrvitlaus í þennan leik og pressa á Evra. Síðan leggur hann upp eina mark leiksins.Þetta er leikur þar sem allt getur gerst. Suarez kemur eins og tívolíbomba inn í þennan leik!

 20. YOU NEVER WALK ALONE!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

 21. Úff! Maður er eins og lítið barn, með einhvern strýtinn fiðring í maganum sem leitar um allan líkaman. Ef okkar menn tapa verður næsta vika, eins og 21des þ.a.s það verður ekki svartara. Vinnum við sér maður engla fagna á himnum, norðurljós dansa, og karlinn í tunglinu verður ekki fyllri s.s allt miklu betra og bjartara.
  Alveg sama hverjir byrja, þetta er stríð og ég vill sjá menn berjast fyrir lífi sínu. Allt annað en tap eru fínt úrslit. Versta fyrir man utd er að King Kenny spilar ekki uppá jafntefli og aðsjálfsögðu tökum við 3stig heim með okkur. Suarez verður maður leiksins en held því miður að hann skori ekki. 1-3 lokatölur.

 22. 1-0 Rooney í fyrri hálfleik
  1-1 Skrtel í lok fyrri hálfleiks
  Suarez gult á 70-80 mínútu sem hefði hugsanlega átt að vera rautt.
  1-2 Suarez á 92 mínútu
  Fergie reynir að skipta Howard Webb inná en án árangurs.
  Leik lokið og allt kolcrazy.
  YNWA.

 23. Ætla að vera svartsýnn og spá 3-1 fyrir Man utd og að Gerrard skori mark okkar manna 

 24. Er ekki öll pressa á ManU? Eigum að baki jafntefli og útslátt úr bikar svo ef þeir tapa í dag er niðurlægingin fullkomin. Fyrir okkur yrði tap sárt en gætum ágætlega við unað varðandi heildar útkomu vetrarins. Með þessum orðum er ég samt ekki að draga úr sigurvilja okkar eða mikilvægi leiksins. Ætlum okkur góð útslit í dag enda keppnin um fjórða sætið gríðarlega mikilvæg og hvert stig telur.   

 25. Magnús #26..Þó The Sun birti viðtal við Suarez er ekki öruggt að þeir hafi tekið við hann viðtal….Þeir eru miklu líklegri til að taka eitthvað viðtal við Suarez og breyta því og skálda smá í viðbót svo blaðið seljist betur..Maður á algerlega að taka öllum þessum skítafjölmiðlum þarna úti með fyrirvara…Það virðist selja mjög vel að skrifa illa um Suarez..Annars leggst þessi leikur illa í mig…Alltaf þegar liðið á séns að nálgast liðin fyrir ofan það í deildinni, þá klikkar það.Held að þessi leikur tapist…..En maður auðvitað vonar að eitthvað fari að falla með liðinu í deildinni..

 26. Það er ágætis tími í sálfræði 103 að lesa ummælin hérna. Um heilaskaut manna svífa myndir af leikatriðum og menn vita ekki aðeins hverjir skora heldur nákvæmlega hvernig atburðarrásin atvikast. Gaman að því.

  Það eina sem ég veit hins vegar er að þetta verður sögulegt. Reikna má með að spennustig þjálfara, leikmanna og dómara verði mjög hátt. Þá verða áhorfendur í miklu stuði sem að mestu verður þó hlaðið neikvæðri afstöðu í garð LFC og þá sérílagi Suarez. 

  Það eru því líkur á að þetta verði leikur mistaka og stöðubaráttu. Leikmenn MU eru margir með mikla reynslu á meðan að okkar menn eru flestir ungir og ekki eins vanir að spila svona erfiða leiki andlega séð.

  Hitt er síðan forvitnilegt hvernig andrúmsloft af þessu tagi hefur áhrif á menn. Þar kunna aðstæður að skipast okkur í hag. Málið er að ef Kenny undirbýr liðið rétt gengur það inn á völlinn með allt að vinna en engu að tapa. LFC á móti heiminum. Á hinn bóginn rölta MU menn inn á völlinn með þá byrði á bakinu að verða að vinna “hið illa afl”.

  Það eykur mér bjartsýni að mér finnst margir leikmenn MU ekki höndla pressu vel. Er skemmst að minnast að þeir hafa klikkað í hausnum í hverjum stórleiknum á fætur öðrum. Muna menn þegar FC Basel skaut þeim léttilega úr CL sællar minningar?

  Allt verður þetta ótrúlega spennandi að upplifa á eftir. Liðið sem vinnur er liðið sem hefur hausinn í lagi. Draumastaða er að vera þéttir frá byrjun og pirra MU. Það verður stuttur í þeim þráðurinn og ef við bíðum þá út getur allt gerst.Ég ætla samt að vera raunsær og tel að líkurnar á MU sigri séu 55%, jafntefli 15% og á sigri LFC 30%.

 27. Ég spá því að Suarez lendi í einhverju bulli á móti Evra og fær rauða spjaldið og 4 leikja bann í kjölfarið.  Og að Scum taki þetta 4-0 …..en fokk hvað ég vona að ég hafi rangt fyrir mér.. 

 28. Erum að tala um að Downing, Adam og Carroll skora allir í dag í 3-3 jafntefli dramatík útí eitt eftir að við verðum einum færri eftir að Spearing/Suarez fá rautt!  

 29. En  einhver pælt í því að eftir leik gæti Evra komið fram med asakanir í gard suarez…… Og hann yrdi nu potttett sakfeldur fyrir tad…… hver myndi trua ordum suarez í tessum leik??  gæti verid i hefndarhug se eg blodin skrifa um……..

 30. Núna er spennan að verða all svakaleg. Langt síðan ég hef beðið jafn óþreyjufullur eftir því að liðið verði birt. Hvernig sem leikurinn fer þá vona ég að hanns verði minnst fyrir knattspyrnuna en ekki eitthvað annað. Var að velta fyrir mér hversu margir ljósmyndarar hafa bara eina dagskipun og það er að mynda allt sem Suarez gerir. Já strákurinn verður undir smásjánni í dag og ég vona og trúi að KD motiveri hann á réttan hátt. Hann á bara að brosa, segja ekki orð, pirra Evra og skora 2 mörk. Hef fulla trú á okkar mönnum í dag.

 31. Gleymdi að minnast á það að ef að illa fer þá ásakar Suarez bara Evra um einhvern níð og þá verður Evra væntanlega dæmdur í 8 leikja bann. KD getur líka gert það sama við ferguson 🙂

 32. Mistök að hafa ekki Bellamy á vængnum fyrir Downing!!! Get ekki seð hvað Downing hefur gert til að eiga sætið skilið yfir Bellamy !! og ég get ekki skilið afhverju Downing er á bekknum þegar Carroll byrjar og er svo inná þegar Carroll er á bekknum ! þar sem hans mesti styrkur er fyrirgjafir ! hvað er í gangi?? Annars fínt lið ! en hefði viljað sjá 3 hlaupandi pressandi þyngdarlausa geðsjúklinga (Suarez,Ballamy,Kuyt) sjá um sóknarleikinn með Gerrard fyrir aftan !!!!!

 33. Bellamy búin að spila mikið upp á síðkastið og hnén á honum þurfa eflaust hvíld. Samt fínt að hafa hann til taks síðasta hálftíman eða svo.

 34. Kallinn splæsir í alla miðlungsmennina í dag + Agger, Gerrard, SuarezLiverpool: Reina, Johnson, Skrtel, Agger, Enrique, Spearing, Gerrard, Henderson, Downing, Kuyt, Suarez.
  Subs: Doni, Carragher, Bellamy, Carroll, Adam, Shelvey, Kelly.

 35. 0
  0
  1
  43
  251
  Myndform ehf
  2
  1
  293
  14.0

  Normal
  0

  false
  false
  false

  EN-US
  JA
  X-NONE

  /* Style Definitions */
  table.MsoNormalTable
  {mso-style-name:”Table Normal”;
  mso-tstyle-rowband-size:0;
  mso-tstyle-colband-size:0;
  mso-style-noshow:yes;
  mso-style-priority:99;
  mso-style-parent:””;
  mso-padding-alt:0cm 5.4pt 0cm 5.4pt;
  mso-para-margin:0cm;
  mso-para-margin-bottom:.0001pt;
  mso-pagination:widow-orphan;
  font-size:12.0pt;
  font-family:Cambria;
  mso-ascii-font-family:Cambria;
  mso-ascii-theme-font:minor-latin;
  mso-hansi-font-family:Cambria;
  mso-hansi-theme-font:minor-latin;}

  Það er svartur dagur í sögu Man. Utd.  Hvar er Howard Webb núna? Hefur Man. Utd. tekist að múta allri dómarastéttinni af því
  þeir eru eigendur að FA? Rooney hvað? Verður Suarez gefið rautt? Fellur Evran?
  Tekur ESB upp krónuna þá? Um þetta og miklu meira færðu að vita í næsta þætti
  af “Soap”

 36. Vil benda mönnum á að þetta er ekki ég sem skrifa hérna skítköst um leikmenn.

Capello segir af sér

Liðið gegn United – Suarez byrjar inná