Könnun: Á Dalglish að nota Suarez um helgina?

Við sáum öll leikinn í gær. Luis Suarez kom loks aftur inn í liðið, lék síðasta hálftímann og minnti á sig. Hann lífgaði gífurlega upp á sóknarleik liðsins og var nokkrum sinnum nálægt því að skora. En það var ekki allt of sumt. Hann kom að mínu mati allt of ákafur inn í þennan leik, hefði átt að fá rautt spjald fyrir að sparka í Scott Parker í teignum og var næstum búinn að fá seinna gula spjaldið fyrir að fella Jake Livermore við hliðarlínuna nokkrum mínútum síðar.

Fyrir vikið sótti að mér einfaldri spurningu sem ég ætla að leggja fyrir ykkur. Suarez er gríðarlega mikilvægt vopn í sókninni en að sama skapi er ég nánast viss um að ef hann spilar gegn United á laugardag á eitthvað slæmt eftir að gerast, og hallast ég þá helst að því að hann fái rautt spjald hvort sem hann á það skilið eða ekki.

Spurningin er því einföld – já eða nei:

Á Dalglish að láta Suarez spila á Old Trafford um helgina?

 • Já. Hann er okkar besti maður og við verðum að taka sénsinn á honum. Við þörfnumst hans. (82%, 926 Atkvæði)
 • Nei. Hann er ekki í réttu hugarástandi til að þola níðið sem hann fær í þessum leik. (18%, 200 Atkvæði)

Fjöldi atkvæða: 1,126

Loading ... Loading ...

Þetta er opinn þráður. Endilega gerið grein fyrir atkvæði ykkar í ummælunum en annars megið þið ræða það sem ykkur sýnist.

112 Comments

 1. Sjálfur kaus ég nei. Suarez er gríðarlega mikilvægur og það er eiginlega fáránlegt að stinga upp á því að hvíla hann þegar hann er nýkominn inn eftir langt bann. EN … ég er að hugsa um leikina á eftir Old Trafford og ef hann lendir í einhverju rugli um helgina gæti orðið blóðugt að missa hann í 2-3 næstu leiki á eftir.

  Við unnum þá án hans fyrir rúmri viku. Við eigum að skilja hann eftir heima um næstu helgi og eiga hann inni fyrir leikina í kjölfarið.

 2. Maðurinn er atvinnumaður og hefur oft lent í því að það sé baulað á hann. Ég hef engar áhyggjur af honum. Menn eflast oft við baulið, sjá td það sem Rio Ferdinand sagði um helgina.

  Alltaf já. Við þurfum á honum að halda, með Bellamy þarna frammi.

 3. Úff, ég sagði já, en skil fullkomlega þá sem munu segja nei.Vil alltaf hafa hættulegasta mann okkar inná sem lengst, en er skíthræddur um að það gæti kostað okkur.

 4. Suarez á án efa eftir að heyra ýmislegt miður fallegt næstkomandi laugardag. Það er ljóst að man utd menn eru hræddir við hann (rooney og neville að nú síðast að skipta sé af því hvort hann átti að fá rautt á mótti tottenham).
  Ef honum verður ekki spilað er man utd batteríið að hafa betur. Hvað með næsta leik á móti þeim og þann næsta.

  Hrekkjusvínin á skólalóðinni eru líklegri til að halda áfram ef þau sjá að skítköstin séu að virka. Suarez er atvinnumaður, sem slíkur á hann að spila leikinn, haga sér vel og hjálpa Liverpool að vinna sigur á djöflinum.

 5. Ég kaus já.
   
  Ég spái því líka að Evra fái dæmt á sig víti og rautt spjald fyrir brot á Suarez og verði í kjölfarið dæmdur í 5 leikja bann fyrir hefnibrot. #nostradamus

 6. Að sjálfsögðu eigum við að nota hann,5 sagði allt sem segja þarf um þetta við megum ekki hopa man.und eru skíthræddir við hann.

 7. Ef að það er einn leikur á þessu tímabili sem Suarez á að spila þá er það þessi leikur gegn United og mikið vona ég nú og trúi að hann fari illa með þá líkt og hann hefur gert í þeim leikjum sem hann hefur mætt þeim hingað til.

  Það fór lítið fyrir því í umræðunni eftir leikinn fræga að hann var að pakka Evra saman í leiknum og leikinn þar áður rústaði hann United liðinu þrátt fyrir að það hafi verið Kuyt sem skoraði öll mörkin.

  Fyrirliði United kom honum í 8 leikja bann, ofan á það fékk hann einn leik til viðbótar í bann fyrir atvik sem var óbeint tengt hinu. Hann spilaði bara hálftíma í gær út af þessu banni svo að JÁ AUÐVITAÐ vill ég sjá hann spila hverja einustu mínútu gegn United af öllum liðum.

  Ég skil alveg hvað KAR er að fara og það er alltaf sé möguleiki að hann fái reisupassann, en það hlýtur að vera hættann í öllum leikjum og með sömu rökum væri Bellamy aldrei inná, svo eitthvað dæmi sé tekið.

 8. Að sjálfsögðu á hann að spila, án nokkurs vafa, sammála #5 og #8.

  No-brainer, Suarez byrjar og sér til þess að við tökum þrjú stig sem hjálpar okkur í baráttu um fjórða sætið og við skemmum fyrir Utd. í toppbarátunni.

  Ekki spurning, hann byrjar, finnst spurningin ekki einu sinni eðlileg ! 

  Sambærilegt væri að spyrja, eigum við þá nokkuð að láta Gerrard byrja, hann gæti meiðst.

 9. Á klárlega að spila þennan leik!
  Kóngurinn gefur honum nokkur vel valin orð um að hann þarf auðvitað að passa sig að fara ekki út í neina vitleysu og hann sjálfur er atvinnumaður og höndlar þetta alveg.

  Hann spilar alltaf mjög vel á móti manutd, og ég held að hann muni vera en þá betri núna til að þagga niður í þessum manutd mönnum og til að rústa evra í Fótbolta.

  En ég vill samt að ef hann er kominn með gult og virðist of æstur, að Dalglish taki hann þá útaf.En get ekki hugsað mér fleirri leiki án hans og hvað þá á móti þessu bévítans liði.
  Hann skorar eitt og leggur upp annað í þessum leik ef hann spilar, sjáið til!

  YNWA

 10. Það eru alveg góðar líkur á að það fari rautt spjald á loft í þessum leik. Þetta eru nú einu sinni erkióvinir númer 1, skárra væri það nú ef menn væru ekki tilbúnir í smá stríð. Við eigum ekkert að vefja okkar besta leikmann inn í bómull þegar við þurfum virkilega á honum að halda … það er ekki eins og hæfileikaríkir leikmenn séu beint flæðandi út um allar trissur hjá Liverpool! 🙂

  Svo má líka benda á að Evra – sennilega mest hataðasti maður hjá stuðningsmönnum Liverpool – spilaði með ManUtd á Anfield um daginn. Var púaður í drasl. Það fékk hann ekki til að gera neitt heimskulegt. Suarez á bara að læra af þessu asnalega banni sínu og hætta að gera heimskulega hluti. Halda kjafti og skora mörk. Ég fer ekki fram á meira.

  Homer

 11. Vona að hann komi inn fyrir Kuyt, annað verði óbreytt (fyrir utan að Enrique verður vonandi klár). Hinn möguleikinn er að hann komi inn fyrir Bellamy, verði hann ekki klár í slaginn. Annað skiptir ekki máli. 

 12. Ég vill sjá Suarez sóla 4 varnarmenn scum í drasl og setjann svo alveg einsog í hans fyrsta leik gegn scum!

 13. Djöfull er Suarez ruglaður náungi. Nýkominn úr 8 leikja banni og tekur cantonaspark í magann á Parker. Fáranlega góður í fótbolta samt. Ég veðja vinstra eistanu að þetta Parker atvik er ekki hans síðasta steikta múv hjá LFC. Sorrymemmig 

 14. Ég ætla að fá að geyma svarið mitt, sveiflast mikið í kollinum.

  Ég er sammála KAR með það að mér sýndist hans hugarástand í gær tæpt og við hefðum ekki getað kvartað yfir því ef að hann hefði fengið rautt spjald fyrir kviðsparkið, en gult var mat dómarans og ég var glaður með það.

  Þannig að sennilega er “NEI” skynsamt svar.

  Hins vegar er röddin á hinni öxlinni sem heimtar að fá að sjá hvað býr í kolli þessa drengs. Við keyptum hann í skugga ruglmáls sem hann fékk á sig í Hollandi og hann er að koma úr banni – 9 leikja banni – vegna tveggja ólíkra atvika.

  Jafn frábær leikmaður og hann er þá þurfum við að sjá hvort að karakter hans er á þann veg að hann ætlar stöðugt að vera í útistöðum og vanda. Ef svo er þá er ljóst að það þarf að endurskoða afstöðuna um það að hann sé lykilmaður hjá félaginu til framtíðar.

  Svo út frá því myndi ég segja “JÁ” því við þurfum að sjá að hann sé tilbúinn til að hafa kollinn til þess!

  Þannig ég bíð aðeins.

 15. Það vantar þriðja möguleikann í þessa könnun sem væri ” Nei – af því að ég er ekki stuðningsmaður Liverpool”

 16. Hef meiri áhyggjur af því hann meiðist á móti þessum skíthælum en hann fái rautt spjald. En auðvitað á hann að spila, sigurinn verður fyrir vikið sætati.

 17. @ 17Farðu þá eitthvað annað.

  Held að þú sért að misskilja Pétur (eða ég). En það skekkir smá þessa könnun ef stuðningsmenn annara liða eru að koma hingað og velja Nei.

  Ég á hreinlega bágt með að trúa því að það séu 20% stuðningsmanna LFC sem vilji að hann byrji á bekknum í leiknum gegn United.

 18. Suarez verður að gjöra svo vel að halda sig á mottunni í þessum leik. Fái hann td beint rautt er hann að fara missa af næstu umferð í FA Cup, úrslitaleiknum í Carling og heimaleiknum gegn Arsenal.

  Dýrt spaug?… ekkert smá!

  Ef þessi staða kæmi upp, sem ég er nú ekkert endilega að segja að muni gerast, er ég stórlega farinn að efast um þennan mann. Maður sem kallar yfir sig 12 leikja bann á einu tímabili á ekki að spila fyrir Liverpool.

 19. Mér finnst fráleitt að ætla að hvíla Suarez vegna þess að hann GÆTI fengið rautt á móti Manjú! Hann sýndi það með sparkinu í Parker í gær, að hann tekur kannski ekki alltaf bestu ákvarðanir í heimi en það er að mínu mati engin ástæða til að sleppa honum um næstu helgi.

 20. atvikið í gær var hættuspark og gult spjald, menn þurfa að hætta að blása upp svona hluti.. gjörsamlega fáránlegt 

 21. Það er ótrúlega heimskulegt að hvíla Suarez.

  Ástæðan væri að hann gæti hugsanlega fengið rautt því hann er blóheitur. Bull. Þá ætti að hvíla Gerrard og Carra í öllum Merseyside derby-um. Ef við hvílum hann erum við einungis að staðfesta það sem scummarar segja. Finnst að líkingin við hrekkjusvínin sem einhver kom með hér að ofan eiga vel við.

  Finnst fáránlegt að við séum í raun að tala um þetta eins og við höfum saknað hans…

 22. Við eigum alltaf að nota okkar sterkasta lið að mínu mati. Held að eitthvað baul ætti ekki að trufla Suarez, sérstaklega ekki á þessum velli. Kemur væntanlega aðeins rólegri til leiks á laugardag.Sniðugt hjá Kenny að nota hann sem varamann í gær og sjá hvernig hann kæmi inn á völlinn. Vissulega ákafur eftir leikjaþurð en pústaði ágætlega út þarna.Annars held ég að háttvirtur stjórnandi þessarar síðu sjái svolítið ofsjónum yfir þessu öllu. Spáði t.a.m. uppþotum í bikarleiknum um daginn.Verður maður ekki að trúa því að fólk komi til þess að horfa á leikinn og hagi sér samkvæmt því.

 23. Hann bara verður að fá að spila, klárt mál.Held að Bellamy gæti kennt honum hitt og þetta um að hemja skap sitt og að fara að nota það sér til framdráttar.

 24. heldur einhver að það sé tilviljun að rooney hafi verið að twitta þessu með að Suarez hafi átt að fá rautt í gær í ljósi þess að þeir mætast á laugardag

 25. Já hann á að spila, leyfum United mönnum að eyða orkunni í að hata hann,púa á hann í staðinn fyrir að styðja sitt lið, svo þegar hann skorar sigurmarkið á laugardaginn þá verður gaman að horfa framaní eldrauð United andlitin. Það verður ekkert gaman að horfa á þennan leik ef Suarez verður ekki með.

 26. Ég sagði Já, en ég er ekki sammála því að það stendur þarna að hann sé okkar besti maður.  Hann hefur ekki sýnt það að hann sé okkar besti maður, ef hann væri það væri hann með mun fleiri mörk skorðu og fleiri stoðsendingar.  Þannig ég segi já því hann er að fara rúlla Evra upp í þessum leik.  En hins vegar þá er hann eins og stendur ekki besti leikmaður Liverpool.

 27. Special
  night after I could play again with my teammates. A pitty we couldn’t
  get the 3 points. Now it’s time to add minutes little by little!Þetta sagði maðurinn eftir leik, get ekki séð að hann sé ekki í réttu hugarástandi. Jújú hann kom mjög ákafur til leiks í gær (eðlilega!) og þetta spark var bara óhapp sem hefði getað komið fyrir hvern sem er (sérstaklega ef sá aðili er ný kominn úr 8 leikja banni). Ef Suarez treystir sér til þá á hann að spila.

 28. Að mínum dómi á að leyfa Suarez að spila. Raunar væri mótsagnakennt hjá Kenny að tefla ekki Suarez fram enda sagði hann síðast í gær að 8 leikja bannið væri dauðans rugl. Suarez var að reyna aðeins of mikið í gær og var sjálfsagt fullæstur að láta til sín taka.

  Ég er ósammála því að hann hafi átt að fá rautt spjald fyrir kviðsparkið. Það var ekki ásetningur, eins og ég sá þetta, heldur frekar of mikið kapp að ná til.boltans Vitanlega byrja ManU menn að væla og hafa skoðun á atvikinu. Átti einhver von á öðru? Tilraunir til að setja pressu á Suarez fyrir leikinn eru rétt að hefjast. Ég skal veðja bjór um að sörinn kemur með skituna og stóra mykjudreifarann fyrr en síðar.

  Ef Suarez er skilinn eftir heima væri tilgangnum náð og ég sé Kenny ekki láta það eftir Ferguson. Nóg er sá gamli fretur búinn að kosta Suarez samt.Ég hef enga trú á að lætin á OT hafi nein sérstök áhrif á okkar mann. Sá sem hefur spilað manna afleitlegast eftir dóminn vonda finnst mér vera sjálfur Evra sem er frekar sjeikí þessa dagana. Karmað svíkur ekki – þú færð það sem þú átt skilið eftir undarlegum leiðum oft á tíðum.

  Ég hlakka eins og lítið barn hlakkar til jólanna eftir þessum leik. Ég er nokkuð viss um að leikmenn LFC, og þá sér í lagi Suarez, gera það líka. Það eru svona leikir þegar 95% vallargesta öskra ókvæðisorð að manni sem gefa lifinu gildi.

 29. Ekki spurning, auðvitað á hann að spila. Liðið er búið að vera nógu lengi án hans að það væri fáránlegt að taka hann úr liðinu bara af því þetta er scums. Ef eitthvað er ætti hann 100% að vera í liðinu af því þetta er einmitt scums.

  Þeir sem segja nei útfrá þeim forsendum að hann gæti misst stjórn á skapi sínu og verið frá 2-3 leiki er bara heimskulegur hugsunarháttur. Eigum við ekki að hvíla Reina því hann gæti fengið sólsting á skallann ef það skyldi vera gott veður og hann gleymdi derhúfu? Eða Agger því hann gæti meiðst í þessum leik? Eigum við ekki að cancela leiknum alfarið vegna þess að á laugardaginn er 11. feb og samkvæmt tímatali whappa-þjóðflokksins í nv-Afríku munu allir Suðuramerískir karlmenn ganga af göflunum og bíta í allt sem kjafti er næst bara á þessum degi á því herrans ári 2012?

 30. Kaus klárlega já. Suarez kom vissulega full ákafur inn í leikinn í gær en það kristallar í mínum huga hvað hann er í motiveraður leikmaður. Ætlar sér aldrei annað en sigur. Við þurfum á þessu hugarfari að halda. 

 31. Átti Suarez að fá rautt spjald???  …og var næstum búinn að fá annað gult? Vá hvað menn geta séð hlutina á mismunandi hátt.  Einu mennirnir sem ég hef heyrt segja þetta rautt spjald eru Man utd menn….ég ræddi þetta meira að segja í gær við starfandi dómara í efstu deild hér á landi og hann var 100% sammála um að þetta hafi aldrei átt að vera rautt spjald. Skil ekki hvernig þú færð þetta út…

 32. Réttlætið sigrar að lokum og ég hugsa að það eigi vel við næstu helgi, LFC munu taka þennan leik.

 33. …og já, AUÐVITAÐ á hann að spila, rökin eins og Kristján Atli eru algjörlega fráleidd af mínu mati…#5 súmmar þetta vel upp. Mér finnst ótrúlegt að menn séu farnir að lepja upp svona rugl um Suarez. Ég hef aldrei séð neitt slæmt í honum, hann er ákafur og vill vinna og menn vilja síðan loka þennan mann af??? Er ekki allt í lagi????

 34. Ég held að ef Dalglish og co geti hert skrúfurnar í hausnum á honum þá komi hann til með að byrja. Hann fær pottþétt mikið mótlæti og þá reyndir á hæfileika hans til að láta það ekki koma sér af sporinu. Ef það tekst, með hann, Bellamy, Carroll, Gerrard að ógleymdum brjálæðingunum í miðvarðarstöðunum þeim Agger og Skrtel þá verða þessir Muu menn flengdir fyrir framan sína áhorfendur. Hlakka til.

  Ég segi Já.

 35. Hann er einfaldlega mjög ákafur leikmaður sem gefur sig allan í leikinn eins og sést best á því hversu pirraður hann verður þegar hlutirnir ganga ekki upp hjá honum.Það er nákvæmlega ekkert sem gefur það til kynna að hann sé í einhverju andlegu ójafnvægi.Hann á 100% að spila þennan leik.

 36. Svosem valid sjónarmið að velta því fyrir sér hvort betra sé að halda honum frá þessari geðveiki sem verður vafalaust á laugardaginn.

  Fyrir mér er þó málið einfalt. Maðurinn er atvinnumaður í knattspyrnu og þiggur fyrir það há laun. Hann er besti sóknarmaður liðsins, nýkominn úr banni. Vandamál okkar liggur í því að skora mörk. Hann getur bara gjörað svo vel og stillt á stillingu á laugardaginn þó það verði baulað a hann. Evra gat það. Af hverju ætti Suarez ekki að gera það á Old Trafford?

  Hvað haldið þið að Suarez vilji gera? Horfa á leikinn í plasma heima hjá sér því honum er ekki treyst í leikinn vegna skapofsa hans? Nei, hann yrði brjálaður. Látum hann spila og hann mun spila vel. Geri hann einhverja vitleysu gerir hann bara einhverju vitleysu. Við verðum bara að taka þann slag. Þetta er bara prinsipp mál að hvíla ekki mann í svona leik.

  P.S. Hann er heppinn að eiga séns á að taka þátt í þessum leik. Ekkert annað en rautt spjald á hann í gær þegar hann bombaði í Parker. Kalt mat.

 37. já ég helt nú að suarez geti alveg spilað á móti united…en þarna með að rooney er að segja að hann suarez eigi að fá rautt og segja að þetta hafi verið fáranlegt hjá honum, en hvað um þegar rooney var að keppa með englendingum og sparkaði í mannin þegar hann var kominn framhjá honum og hann gerði það eiginlega bara úr einhverji heimskri reiði sem hann var kominn með. #Rooneyerfáviti

  þetta var nefnilega ekki rautt það sást alveg á viðbrögum suarez að hann ætlaði ekki að gera þetta hann stóð yfir honum lengi og sagði fyrirgefðu og plús reyfstaldrei við dómarann þegar hann fékk gula spjaldið sem flestir leikmenn gera alltaf.

 38. Ég sagði Nei, einfaldlega útafþví að ef ég væri stjórinn þá hefði ég ekki þor í að tefla honum fram.En mikið vona ég að Daglish sé ekki sami auminginn og ég, því Suarez er fæddur til að spila svona leiki, þó svo hann fengi rautt spjald.YNWA

 39. rooney hefur ekki efni á að seigja neinn skapaðann hlut um þetta mál,, ætti bara að hugsa um að passa rassgatið á sjálfum sér.. en það virðist sumir komast upp með ýmislegt..eins og td afhverju er ekki talað eins mikið um þetta hjá hornum hérna á videóinu.. hanner farinn að komast upp með alltof margt     http://www.youtube.com/watch?v=IjVU6Twg2lg

 40. Mikið rosalega vona ég að hann spili og held að það sé ekki spurning um að hann spili! Hann mun spila! Þetta var aldrei rautt spjald í gær, þetta var aldrei áætlunin hjá honum að fara taka eitthvað karatespark í Parker í gær nýkominn úr níuleikjabanni þetta var bara hreinn og beinn ákafi! Og ef það eru einhverjir sem ættu að hafa áhyggjur á laugardaginn þá eru það utd menn, því mér finnst miklu líklegra að það verði þeir sem verði í einhverskonar vandræðum eftir leikinn, annaðhvort áhorfendurnir með eitthvað rugl eða það séu utd menn eftir að fjúka af velli því Suarez er eftir að sóla þá endalaust uppúr skónum og þeir þola það illa greyin! Howard Webb er ekki í liði utd og mér skilst að hann sé ekki heldur á bekknum, þannig að þetta verður easy 😉

 41. Stinni: Þegar ég sá þetta í leiknum fannst mér gult spjald vera augljóst, þetta var óhapp og Suarez greinilega leiður. Þegar ég kíkti á þetta aftur er það ekki svo augljóst. Parker og Suarez eru búnir að vera að ýtast á rétt áður en boltinn kemur, og Suarez veit alveg af Parker, enda er hann beint fyrir framan hann. Suarez var auðvitað með augun á boltanum, en tekur samt áhættuna með að sparka í átt að honum, vitandi af manni fyrir framan sig (sést betur hér: 
  http://i43.tinypic.com/14bp2lx.gif). Að Suarez hafi ekki séð Parker gengur augljóslega ekki upp. Ég held að það hefði ekki verið hægt að mæla á móti rauðu spjaldi, hefði dómarinn ákveðið að gefa það. Þetta er háskaleikur, en samt á grensunni og alveg eftir mati dómarans hvoru megin það fellur. 

 42. Að sjálfsögðu á að stilla upp okkar besta manni í þessum leik en ekki hafa hann á bekknum að því að hann gæti hugsanlega fengið rautt spjald eða eitthvað álíka heimskulegt. 

 43. Hvernig lætur þessi mynd eitthvað líta verr út, þarna er barátta um boltann og Suarez slæmir hendinni í andlitið á Parker.Kúdos fyrir Parker að henda sér ekki niður, en strákar… Rólegir á Dramatíkinni.Það þarf ekki að blása allt upp.

  Gossip-Girl kynslóðin.

 44. Mér finnst þetta Suarez atvik lítur betur út í endursýningu. Hann ýtir Parker frá sér, með augunu á boltanum allan tímann, og heldur einfaldlega að hann hafi ýtt honum nógu langt til þess að hann nái ekki boltanum. Sér hann ekki eftir að hann ýtir honum og því í versta falli aukaspyrna og gult. 

 45. Þessi skepna ætti aldrei að spila fótbolta aftur, hann ætti að vera lokaður inni í rammgerðum klefa eins og Hannibal Lecter,  og nota bene, ég er ekki UTD maður.

 46. #47 Þetta er nú að verða algjör brandari! Aumingja Suarez, hann er að verða eins og fíll í postulínsbúð, hvernig sem hann snýr sér fer allt til fjandans.

 47. 51 Óskar! Þú ert ekki United maður, en sennilega býrð þú á sambýli greyið! Suarez á að spila, það er á hreinu og að halda því fram að þetta hafi verið rautt spjald er barnalegt. Það hefði aldrei verið minnst á þetta ef að hann hefði ekki verið að koma úr 9 leikja banni!

 48. Steini Þ. hvaða fordómar eru þetta í þér gagnvart fólki sem býr á sambýli, þú dæmir þig sjálfur með þessum ummælum

 49. Æjii, ég bara nenni þessu ekki lengur. Er ekki bara málið að selja hann og fá nýjan mann inn í sumar?

  Ég meina, við getum ekki varið hann endalaust, hann er potandi í augað á Parker og sparkandi í hann í sínum fyrsta leik eftir bann. Bann, sem hann fékk fyrir kynþáttaníð og að fokka á áhorfendur Fulham. (Þeir sungu kannski níðsöngva, en atvinnumaður á að vita betur). Fyrir utan það þá er hann búinn að vera að dýfa sér hægri, vinstri á öllum völlum Englands. Svo er hann líka leiðinda tuðari.

  Ekki misskilja mig, ég er grjótharður púlari og allt það. Ég er bara komin með nóg af veseni og leiðindamálum í kringum þennan mann.

 50. 51 er ekki að kaupa það aðþú sért ekki man pú maður í versta falli ertu tottari

 51. #55 Suarez er ekki kynþáttaníðingur þótt hann hafi fengið dóm fyrir kynþáttaníð. Sá dómur er í rauninni tómt rugl og leitt að heyra púlara éta upp ruglið í Ferguson og hans hyski. Það kostar klof að ríða rafti og Suarez er stríðsmaður. Þú vilt kannski fá Geir Haarde í senterinn?

  Fyrir utan að atvikið með Parker var augljóslega klárt slys og maður þarf ekki að vera doktor í kjarneðlisfræði til að átta sig á því.

  Fyrir minn hatt eru það leikmenn eins og Suarez, já og þótt mér sé illa við að nefna þann mann, Rooney o.fl af þv´taginu, sem gera þess íþrótt að því sem hún er. Ekki skátadrengir og afturbatapíkur.

 52. Hva´eretta mar. Svona lagað tíðkast í suður-ameríku. Hvernig á átti hann að vita að ekki má sparka að fullu afli eftir að búið er að skalla boltann.Hann á að spila

 53. Enginn maður er stærri en klúbburinn. Þessi gaur hefur verið til tómra vandræða, þrátt fyrir að vera frábær leikmaður, og þarf alvarlega að hugsa sinn gang. Það má líka alveg geta þess að þrátt fyrir að sem einstaklingur er þetta líklega okkar besti maður þá náði liðið fleiri stigum og skoraði fleiri mörk án hans en með hann inná. Það væri kannski ekkert endilega vitlaust að geyma hann um helgina. Ef hann á að spila þarf amk. að ræða alvarlega við hann, þessi heimskulega hegðun hans er bara virkilega að skaða ímynd klúbbsins hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Ímynd skiptir alveg hellings máli í þessum bransa, t.d. uppá að fá leikmenn eða afla liðinu nýrra stuðningsmanna. Step up your game mr. Suárez.

 54. Hann er ekkert barn. Hann mun taka bauli og öðru kjaftæði eins og karlmaður, jafnvel bara eflast. Ég bara hef áhyggjur af því að hann sé snargeðveikur. Þetta spark í Parker var algjörlega fáránlegt. Svo var hann einhvern veginn eins og naut í flagi þegar hann kom inn á. Ég held því miður að hann hafi verið dæmdur fyrir að segja hluti við Evra af ástæðu, ekki því hann er rasisti, heldur því hann er tilbúinn að ganga alltof langt stundum til að hafa yfirhöndina. Aldrei hægt að ganga of langt? Jah, þegar þú beitir hrottabrögðum og ljotu orðbragði þá veit ég ekki. 

 55. Mér finnst það eigi að spila hann. Það á að sýna United liðinu að þeir hafa ekki haft nano-agnaráhrif á það hvernig við lítum á hann sem leikmann eða hvort við treystum skapinu hans eða ekki.

 56. Getur ekki einhver bent Rooney á að ef að hann hefði fengið rautt spjald þá hefði FA verið í talsverðri klípu því þar á bæ er fordæmi fyrir því að sparka í aðra leikmenn en mótmæla/áfrýja svo banninu.

  Annars má Rooney fyrir mér kasta steinum úr glerhúsi, það er samt óskandi að hann fá einhver glerbrot í sig.

 57. Klarlega lata hann spila thennan leik.Mun aldrei luffa fyrir manjur hyskid i neinu og hvad tha i thessu faranlegu evruvæli.Hann vonandi spilar og setur 2stk i 1-2 sigri.Hversu ljuft verdur thad!? 🙂 

 58. Ég verð að segja að ég er fyrir miklum vonbrigðum með Liverpool stuðningsmenn, og þá sérstaklega greinahöfund fyrir að skrifa þessa grein/könnun og fá fólk til að hugsa á þennan hátt. Ég trúi ekki að menn séu í alvöru að flykkja sér á móti Suarez, hvað hefur hann gert til að verðskulda það? Menn tala um að hann sé klikkaður og annað slíkt, djöfull hljóta Ferguson og félagar að hlægja mikið af okkur núna…þeirra ráðabrugg er að takast 100% og það sorglega er að við erum svo vitlausir að við sjáum þetta ekki, erum farnir að taka útúr hæpuðu rugli um Suarez sem einhverjum sannleik. Einn maður hér á undan talaði um heimskulega hegðun, hvaða heimskulega hegðun? Ertu að tala um Evra málið þar sem allir sem kynnt sér hafa málið eru sammála um að Suarez sé fórnarlamb? Eða ertu að meina þetta Parker mál, sem meira að segja ísskápurinn minn sá að var óvart og hann sér ekki einu sinni á sjónvarpið….og þetta video sem er sett fram til að reyna hæpa upp eitthvað, guð minn góður, þeir eru í baráttu um boltan, Suarez reynir að búa sér til pláss og ætlar að klippa boltann. Hann sparkar í Parker, viðurkennir það strax, biður hann afsökunar, stendur yfir honum á meðan hann er að jafna sig og tekur gula spjaldinu eins og karlmaður, enda var þetta algjört óviljaverk. Örfáum andartökum síðar, þegar það er innkast sér maður hvar Suarez réttir Parker höndina og biðst aftur afsökunar….samt tala misvitrir “spekingar” hérna um að geyma hann útaf þessu “fólskulega” broti sem hefði átt að verðskulda rautt spjald…really??? Give me a fucking brake!  Það eru gríðarleg vonbrigði að sjá Liverpool menn snúast gegn Suarez….þetta er svona dæmi þar sem  maður er ekki reiður útaf framkomu ykkar, heldur er maður fyrir miklum vonbrigðum. Áfram Liverpool…..Suarez, you’ll never walk alone, þó sumir “stuðningsmenn” hafi snúið við þér bakinu.

 59. Auðvita á hann að spila ef hann er leikfær,líklega var hann allt of spenntur í fyrsta leik eftir bannið, ef hann ræður ekki við að spila um helgina þá kæmi það bara í ljós og þá vitum við hvaða mann hann hefur að geyma ,,,sem sagt þá kæmi sá galli hans í ljós og klúbburinn yrði að bregðast við í samræmi við það,,, en ég held nú samt að hann sé fullþroskaður karlmaður sem ætti að ráða við þessar aðstæður.

 60. Suares á að spila og átti að gera það frá fyrstu mínútu á móti tottenham.Game on:)

 61. Það má ekki gleyma því að ein ástæðan fyrir því að hann er svona frábær knattspyrnumaður er hans karater, hann er bestur eins og hann er með öllu sem því fylgir.  Gunnar Á #64 er með flott innlegg sem við ættum að hugsa um og margir okkar taka til sýn.

 62. Babu í #20 er alveg með þetta öfugt #18 – Ég var að sjálfsögðu að meina það að ég þekki t.d. nokkra man.utd menn sem eru reglulegir gestir á þessari síðu og þeir eru ekki að kjósa NEI af hugulsemi við Suarez og Liverpool. Þeir eru einfaldlega skíthræddir við að mæta honum og vilja ekki sjá hann inn á vellinum.Að sjálfsögðu kaus ég já, enda hefur maðurinn verið alveg nógu lengi frá þó við séum ekki að bæta við þetta fáránlega langa bann leikjum – þá hefðum við allt eins geta áfrýjað þessu og þar með hætt á þyngri refsingu.

 63. Er ekki viss um að hann þoli pressuna en það kemur þá í ljós í leiknum. Gífurlegt sálfræðistríð í gangi hjá m.u. núna síðast stjórinn sjálfir ef marka má .net. Vona að hann taki í hendina á Evra og klappi honum létt á kinnina í leiðinni það gæti dugað til að Evra færi á taugum. Reikna ekki með að m.u. aðdáendur bauli á hann því það er víst dónaskapur að þeirra mati 😉

 64. #64 Gunnar Á.
  Djöfull ætla ég að vona að Daglish sé líkari þér en mér, saman ber comment mitt hér að ofan #43

 65. #64 sammála þér Gunnar, þessi umræða átti aldrei að fara af stað og ég skil ekki að mönnum dettur í hug að setja þetta frá sér, sbr. komment mitt fyrr í dag. Suarez á að spila án nokkurs vafa, annað væri bara viðbótartap gegn Ferguson og félögum.

 66. Af hverju varð allt vitlaust hérna útaf þessu eina broti hjá Suarez?  Einhverjir segja að hann hafi orðið til rosalegra vandræða fyrir félagið á þessu ári sem hann hefur verið hjá Liverpool.  Hvaða vandræði eru það?  Er það þetta “kynþáttaníð”, eða þetta brot á Parker eða er það þegar hann reif í hárið á Rafael litla?

  Það má aðeins róa sig hérna.  Margir hverjir urðu alveg brjálaðir eftir þetta brot og vildu jafnvel að hann fengi rautt fyrir það og sumir vilja hann bara burt!

  Ég bara botna ekkert í svona mönnum, eiga Liverpool stuðningsmenn að vera svona? Vilja einn besta mann félagsins í burtu og byrja kannski að hata hann?

  Nei.

  Auðvitað má hann spila um helgina.  Ekkert að hugarástandinu hjá honum.

 67. Og Rooney er bara vitleysingur.  Hann er bara ennþá sár eftir rauða spjaldið sem hann fékk fyrir að negla einhvern leikmann viljandi niður.  Og svo segist hann ekki hafa fengið eitt spjald á tímabilinu.

  Asni.

  Þetta hjá Suarez var aldrei viljandi og gult spjald fyrir þetta hættuspark var laukréttur dómur eins og hoddij nr. 23 segir.

 68. Eigum við semsagt að loka augunum fyrir því að þessi leikmaður sé vandræðagemsi (þekkt stærð innan fótboltaheimsins sbr. Rooney, Adebayor, Nani, Cantona, Maradona o.m.fl.) vegna þess að hann spilar fyrir Liverpool? Að nefna kynþátt manns sem þú átt í riflildi við á vellinum, gefa stuðningsmönnum andstæðinga fingurinn á þeirra heimavelli og reyna að sparka í bolta sem er augljóslega skallabolti með mann fyrir framan þig er heimskuleg hegðun leikmanns á þessu leveli. Þegar hann kom til Liverpool hafði hann lent í slagsmálum í búningsklefa Ajax, bitið leikmann á vellinum (!) og fengið rautt í sínum fyrsta landsleik. Hann kemur inná í hálftíma eftir að hafa setið af sér tvöfalt bann (sem var auðvitað allt of þungt, við erum allir sammála um það) og hann brýtur tvisvar af sér og er stálheppinn að hanga inná að leik loknum (og þetta er sóknarmaður). Ajax voru tregir til að kaupa hann á sínum tíma vegna fjölda spjalda sem hann fékk fyrir vandræði og leikaraskap. Svo koma menn bara hingað og segja að þetta sé ekkert mál, þessar ásakanir séu bara áróður frá Ferguson.

  Þetta sýnir ekki góðan stuðning að mínu viti. Auðvitað hafa andstæðingar Liverpool nýtt sér fárið í kringum Suárez og mikið af þeirri gagnrýni sem hann hefur orðið fyrir er óvægin. En að halda því fram að þessi maður hafi ekki gert neitt til þess að eiga hana skilið er bara fáranlegt og ekki besta stuðningsmannahópi heims bjóðandi.

  Það sem við eigum að gera er að vona að hann hætti þessari vitleysu og fari að spila fótbolta því við vitum öll að hann hefur hæfileika til þess. Minna vesen, fleiri mörk.

 69. Ég mun standa við bakið á honum Suarez ljótt að sjá hvað sumir hérna eru að segja eins og að selja hann!! er ekki í lagi loksins(fyrir utan Bellamy) er einhver í þessu liði með hraða og frábæra bolta meðferð og sumir vilja selja hann viljið þið sem sagt bara hafa einhverja Dirk kuyt týppur í Þessu liði leikmenn sem bara kunna ekki að taka á móti boltanum…..

 70. Það hefur aldrei verið umræða um að láta Suarez fara fyrr en núna, kannski bara út af þessu broti sem var augljóslega óviljandi. Við erum flest sammála um að 8 leikja bannið var fáránlegt og einu vandræðin sem hann hefur sjálfur komið sér í er fokk-puttinn.

  En mér finnst bara svo fáránlegt að vilja selja hann og það er bara ekki rétt að hann hafi verið til ,,eilífra’’ vandræða hjá Liverpool.

 71. Þetta er SVO einfalt,þetta er einn mikilvægasti fótboltaleikur Liverpool á tímabilinu og Suarez er fótboltamaður sem unun er að horfa á og því á hann að spila þennan leik. Alveg makalaust hvað Manushited og pressan með sínu einelti haf náð að koma miklu rugli,væmni og kerlingartali inn í meira að segja huga stuðningsmanna Liverpool,einelti á ekki að líðast SUAREZ YNWA!

 72. Ég skil ekki alveg hvað menn eru samt að missa sig í því hvað fótbolta menn eru að gera og segja við hvorn annan..? Það er ekki eins og þessir menn séu að bjóða sig fram til forseta eða eitthvað þvíumlíkt

  Það er alveg vitað mál að margir (ef ekki flestir?) af þessum atvinnumönnum í fótbolta eru hálfgerðir asnar. Þar er Suarez alveg bókað með þeim meira áberandi. Hann gerir fullt af fáranlegum hlutum en það skiptir mig engu máli, svo fremi sem hann er ekki að drepa fólk eða nauðga börnum.

  Hann er ógeðslega góður í fótbolta og þess vegna er ég ánægður með að hann er í Liverpool. Og hvað með það þó að hann sparki í einn gaur ? Flestir sem eru að kommenta hérna inná hafa gert mun verri hluti í fótbolta. Terry, A. Cole, Rooney, Giggs, Ronaldo, Cantona og maaargir fleiri eru eiginlega bara algjörir skíthausar. En það ætti ekki að skipta okkur máli ef þeir eru að standa sig inná vellinum. Að því sögðu, þá vil ég endilega að Suarez hætti að vera fáviti og fari að skora fullt fullt af mörkum þannig fólk geti hætt að væla útaf honum og farið að dást af fótboltahæflileikum hans !

 73. Þetta átti engan veginn að koma í einum texta.. Mætti alveg laga þetta..

  Ooog ég kaus Já, ég vil sjá Suarez rústa meiðslahrjáðum Man Utd mönnum og skora nokkur mörk um helgina ! (og vonandi ekki að fá heimskulegt rautt spjald)

 74. Alvöru leikmenn þrífast á því að það sé baulað á þá. Það kemur þá bara í ljós hvort hann sé maður eða mús!

 75. Talandi um Rottur…
  Heyrði að Neville systirin þori ekki að lýsa fleiri leikjum á Anfeild ef ske kynni að kötturinn léti sjá sig aftur

 76. Suarez spilar, setur tvö og fiskar rautt á Evra, allt gamla torfið baulandi í 90 mín, meðan okkar menn syngja í stúkunni du, du, du, du, du…. Luis Suarez!

 77. Strákar hættið nú að tala útum rassgatið á ykkur. Ætliði virkilega að falla í þessa gildru frá Ferguson? Hann kom þessu 8 leikja banni á með að nota FA og fjölmiðla til að útmála Suarez sem vandræðagemsa. Ætlið þið að fara eftir handritinu hans og tala núna þannig um Suarez að hann finnur sig á endanum alienated frá aðdáendum og fer svo frá Anfield? 

  Við erum loksins komnir með virkilegan hraðan og teknískan leikmann sem Man Utd eru skíthræddir við. Þeir vita að þetta er hrá og hæfileikarík götutýpa eins og Rooney og Cantona sem meistaralið þurfa á að halda í stórleikjum og að búa til sigurviðhorf innan liðs á Englandi. Bully-týpa sem gefur öðrum í liðinu sjálfstraust og er óþolandi að spila á móti. Haldiði að það sé tilviljun að það sé Rooney sem “tveetar” um að Suarez eigi að fara í bann? It takes one to know one…

  Þetta er alveg eins og með hraðann sem sárvantar núna í Liverpool liðið. Þeir sem hlaupa hraðar ,búa til og skora meira, en meiðast líka oftar. Þeir sem eru mjög aggressive, tuddast og með hátt spennustig ,gengur betur í enska testósteron-fótboltanum, en lenda líka oftar í bönnum. Bara gangur lífsins. Við þurfum hærra spennustig og meiri hraða til að vera stöðugri og vinna heimaleiki og litlu liðin. Við verðum ekki Englandsmeistarar án leikmanna eins og Suarez. Punktur.

  Menn ættu miklu frekar að gagnrýna hvað Suarez er eigingjarn á boltann og nýtir færin sín illa reynandi oft of flókna hluti sem falla ekki að liðsheildinni og samherjum. Hann minnir mig í dag mikið á C.Ronaldo á 1-2.ári með Man Utd. Maður sér heimsklassa gæði og möguleikana en Dalglish þarf að aga hann til og móta liðshugsunina mun betur. Hæfileikar búa til mörk og glæsileg tilþrif en einfaldleiki og agi vinna titla. Suarez þarf að læra hvernig hann nýtist liðinu best, hvenær eigi að gefa stutt á samherja til að halda tempóinu gangandi til að ná yfirtölu og hvenær nota hæfileikana til að brjóta upp leiki á key-momentum og gera eitthvað afgerandi. Ef hann nær þessu jafnvægi í sínum leik verður hann óstöðvandi á Englandi, ekki fyrr.

  En þessi skoðanakönnun er vond tímaskekkja, sama hvað gerðist í Tottenham leiknum. (hugsanlega má líka skýra pirringinn þar með að Dalglish lét hann óskiljanlega ekki byrja leikinn) Að sjálfsögðu stendur maður með Suarez 100% og vill hann inná í 90mín á Old Trafford eftir þetta FA-hneyksli. Dalglish þarf núna að sýna smá föðurlega ákveðni og stýra Suarez í gegnum leikinn enda verður pottþétt reynt að veiða hann útaf með leikaraskap og æsingi. Þessi leikur verður fínn prófsteinn á hvort Suarez geti nýst liðinu almennilega í framtíðinni og hafi aga til að temja sitt suður-ameríska eðli til góðs fyrir Liverpool. Þessvegna á hann auðvitað að spila frá byrjun.  

 78. Sælir herramenn

  Ég verð nú bara að viðurkenna að ég varð fyrir miklum vonbrigðum með innkomuna hans Suarez í gær. Sparkið í Parker VAR viljaverk, það sér hver einasti heilvita maður.

  Reyndar er ég alltaf að verða meira og meira efins um Luis Suarez. Maðurinn er að henda sér niður um allan völl. Gefur áhorfendum fingurinn og kallar menn niðrandi heitum til að koma þeim úr jafnvægi.Svo er hann ekki einu sinni að skila liðinu neinu sem skiptir verulegu máli. 5 mörk í deild er allavega töluvert minna heldur en þessi stallur sem hann hefur verið settur á gefur vísbendingu um.

  Suarez er einmitt svona maður sem ég hef alltaf verið svo ánægður með að hafa EKKI í LFC.En ég veit svo sem að ég er í miklum minnihluta LFC aðdáenda…

  Kveðjur frá Akureyri

  p.s.

  Ég er ekki að fara að ræða atburði undafarina mánuða efnislega, þar er nóg af gert. (um að gera að lesa dóm F,A,). 

 79. Spila Suarez ef hann er klár andlega í þetta, annars ekki.Það væri magnað ef hann myndi skora, en það væri líka algjör bömmer ef hann fengi rautt spjald vegna þess að hann þolir ekki pressuna.Ætli það séu ekki bara tveir menn sem vita hvort hann er klár eða ekki, Suarez auðvitað og svo KK.

 80. Já sæll.

  Er ekki komin enn einu sinni upp umræða (#64) þar sem menn telja sig í rétti að stilla upp gæsalöppum í kringum stuðningsmenn, eru þá væntanlega að meina að þeir sjálfir séu “alvöru” en ekki þeir sem aðhyllast annarri skoðun en þeir.

  Svo það sé á hreinu þá eru núna þegar ég skrifa þetta um 865 manns búnir að taka þátt í þessari skoðanakönnun sem Kristján Atli setti inn og því fullkomlega ljóst að umræðan er þess efnis að við höfum á henni skoðun og á því fullan rétt á sér. Þar af hafa 19% svarað nei, sem enn frekar sýnir að við erum ekki öll sammála og það bara hlýtur að vera í lagi er það ekki?

  Það er líka grátbroslega hlægilegt að einhver reyni að halda því fram að við hér séum búnir að falla í einhverja Ferguson gildru, hvernig nokkrum dettur það í hug er bara ofvaxið mínum skilningi.

  Kristján Atli setur hér fram, að mínu mati fullkomlega eðlilegar, vangaveltur um það hvort Suarez er tilbúinn að mæta á Old Trafford við þær aðstæður sem hans bíða þar. Það útskýrir hann með því að vísa í hegðun Luis Suarez sjálfs í leiknum gegn Tottenham. Bara EKKERT Ferguson-legt við það. Er það ekki eðlilegt í ljósi þess að það sáu allir sem vildu að Suarez var afskaplega upptjúnaður í þeim leik og sýndi of lítið af því sem við viljum sjá frá honum – fótboltalega snilld. Við erum að taka umræðu um ástand þess leikmanns sem við viljum að stýri félaginu okkar inn í framtíðina, þó vissulega sé það umræðuvert hvort að við séum þar að “gleyma okkur í gleðinni” því hann hefur ekki náð þeim hæðum í leik sínum í vetur sem við reiknuðum með. Algerlega óháð Evra-málinu!

  En fyrst og fremst viðurkenni ég fúslega að það fer svakalega í mig þegar farið er í það að reyna að kljúfa stuðningsmenn Liverpool FC í flokka og hvað þá að ætla að raða þeim flokkum svo upp í gæðaröð út frá einhverjum gefnum staðreyndum. Ég er bara handviss um það að hér inn koma aðdáendur sem eru allir 100% dedikeraðir sínu liði, geri engum það til að eyða tíma í að kommenta sem eru það ekki. Aldrei hvarflar það að mér að einhver sé meiri eða minni stuðningsmaður, enda þá út frá hvaða mælikvarða?

  Þeir sem skilja ekki umræðuna geta þá bara sleppt því að vera með er það ekki? Þessi vetur hefur ekki verið einfaldur í stuðningi við liðið, af skrýtnum ástæðum að mörgu leyti. Það er sárt ef rétt að við séum tilbúin að “slást” hér innbyrðis og vera í einhverju togi um “meiri” og “minni” eitthvað hreint.

  Ég ætla allavega að lýsa því að slík umræða tekur meira á mig og slær fastar en öll möguleg skot á leikmenn, liðið eða þjálfarateymi. Vildi satt að segja að við sameinuðumst um að eyða svoleiðis umræðu af þessu spjallborði!

 81. Ég er ekki að skilja þessa skoðunarkönnun, afhverju á hann ekki að fá að spila? Suarez er snar ruglaður alveg sama hvort hann er að koma úr banni eða ekki. Skapið hans er hans helsti kostur og veikleiki eins og svo margra annarra góðra fótboltamanna. Menn muna kannski eftir örðum rugludalli sem heitir Cantona það efast enginn um hæfileika hans á vellinum og Ferguson hugsaði um að selja hann eftir karatesparkið en hætti við það og átti ekki eftir að sjá eftir þeirri ákvörðun. Annar leikmaður sem var lika kex ruglaður var Maradona. Rooney er síðan enn eitt dæmið um (leik)mann sem er ekki alveg með allar skrúfurnur réttar.Suarez er mest að lenda í veseni innan vallar af því að hann spilar með hjartanu og gefur sig alltaf 100% í leiki. Hann hatar að tapa og það eru einmitt þannig leikmenn sem maður vill hafa í Liverpool.

  Ég man ekki eftir því að Suarez hafi verið að sofa hjá konum liðsfélaga eða verið berjandi menn á börum, sofandi hjá vændiskonum á eftirlaunum eða eitthvað þaðan að verra. Þannig að það er kannski einhver vitglóra í hausnum á honum en keppnisskapið er bara svo ótrúlega mikið að hann á erfitt með að hemja sig á vellinum.

  Mér finnst líka lúmskt gaman að því að vera með leikmann í Liverpool sem aðdáendur annarra liða hata, ég tala nú ekki um ef það eru aðdáendur United þá er bara enn þá meira gaman þegar hann skorar sigurmarkið á Old Trafford fyrir framan 75.000 aðdáendur rækjusamloka.

  Já og ef það var ekki skýrt þá tók ég ekki þátt í könnuninn þar sem mér fannst þetta bara fáránleg spurning.

 82. Furðuleg umræða. Mér hefði aldrei dottið þessi möguleiki í hug, að sleppa því að láta Suarez spila gegn Manutd. Þvílík andskotans vitleysa. Ætlaði að skrifa nákvæmlega hvað mér finnst um þetta, en ummæli nr. 64 segja eiginlega allt sem ég var að hugsa. 100% sammála þeim. Hinsvegar langar mig til að tilnefna ummæli nr. 55 sem ein þau ömurlegustu sem nokkurntíman hafa birst inni á kop.is
   
  Undarlegur pistill frá Kristjáni Atla, eins og svo margir frá honum undanfarið.

 83. Auðvita á Suarez að spila.  Hvað er það sem allir í kringum ManUtd hræðast mest í heiminum i dag?

 84. Já. Nei. Ég veit ekki. Get ekki enn þá gert það upp fyrir mig hvort það væri “ráðlagast” í stöðunni að stilla honum upp í þessum leik, ég óska þess að hann spili og eigi stórleik en þar sem karakter hans er mjög blóheitur og leikur hans er mjög “intense” þá er alveg pottþétt að dómararinn mun reyna að róa hann niður snemma (jafnvel með spjaldi) og mótherjarnir eiga eftir að gera allt sem þeir geta til að kynda á neistann hjá honum.

  Hann er okkar besti sóknarmaður, og að mínu mati einn af hættulegustu sóknarmönnum Evrópu, svo hann styrkir lið Liverpool mjög mikið þegar hann er þarna. Suarez elskar að spila á móti Liverpool og í þessi tvö skipti sem hann hefur mætt þeim þá hefur hann oftar en ekki leikið sér að varnarmönnum þeirra og hann myndi eflaust gera það í þetta skipti líka.

  Núna fáum við vonandi að sjá úr hverju hann er gerður og hvernig hann mun taka á þessu öllu saman. Leikmenn og stuðningsmenn Man Utd munu reyna að koma honum úr jafnvægi, dómarinn mun pottþétt hafa annað augað á Suarez öllum stundum og það verður einblínt á hann allan leikinn. Eitthvað segir mér að við munum sjá það besta sem við höfum séð frá Suarez í treyju Liverpool í þessum leik en svo er eitthvað annað sem segir mér að það séu miklar líkur á að hann láti æsa sig upp í leiknum og fái rautt spjald.

  Verður maður ekki bara að koma með klisjuna “In Kenny we trust” og vonast til að hann geri þá ákvörðun sem hentar Suarez og liðinu sem best, hvort sem það er að nota hann eða ekki.

 85. Mér finnst hann ekki að byrja inná En það verður líklega ekki tekið af honum. Hann er ekki alveg í lagi Reyndar eru margir knatspyrnu menn ruglaðir.Þetta kynþáttniðs dæmi svo þegar hann beitt einhver á sínum tímasvo nuna þetta pot í augað og spark í magan. Hann er rosalega góður og allt það. En hann hefur hann skilað mikið af mörkum fyrir okkurhttp://www.lfchistory.net/Players/Player/Profile/1224
  samkvæmt þessari síðu eru þau 12 í öllum keppnum og spilað 35 leiki. Það er svona lala en gaman væri að sjá hvernig hann verður út þetta tímabil.En ef hann ætlar að vera með einhvað meira vesen og fá bönn og allt það. Þá veit ekki með að hafa hann áfram í liverpool. Það getur vel verið að það gerist ekkert svona meir. En ég get lofað ykkur því það verður eitthvað og hann á eftir að fá rauð spjöld. Nenni ekki að vera með leikmann sem er bara með tóm vesen. Best væri að hafa menn eins og titi camara og igor biscan aldrei vesen hehe

 86. Auðvitað á hann að byrja, ef það samræmist því skipulagi sem lagt verður upp fyrir leikinn. Menn þurfa að komast yfir þetta “suarez” mál á einhverjum tíma punkti og fara að hugsa um að spila fótbolta. Það eru ýmsir aðilar sem vilja að málið snúist um hann sem persónu en liðið á ekki að leyfa það. Ef hann getur ekki spilað þennan leik þá á hann ekkert heima á Englandi. Við frestum því að leysa vandamálið ef hann er ekki látinn spila.

 87. Tinni #93
  það er örugglega nóg af drengjum sem við getum sótt í vínardrengjakórinn

  en við þurfum að hafa einn svona klikkaðan geðsjúklingafhverju þola scumarar ekki Suarez? uuuuh líklega vegna þess að hann er ekki í liðinu þeirra.
  og hann er góður í fótbolta.

 88. Auðvitað á hann að spila,  þetta spark í Parker var einfaldlega út af því hann er ekki í leikæfingu.  Limirnir aðeins á undan hausnum að taka ákvarðanir.  Ef hann væri að koma úr meiðslum og hefði misst þessa leiki út af því, þá hefði hann væntanlega spilað 1 til 2 varaliðsleiki áður en hann byrjar inn á.  Sá ekki á honum í þessum leik að skapið væri eitthvað að trufla hann, bara aðeins of ákafur.  Vill nú reyndar líka taka ofan fyrir Parker eftir þetta, ekkert væl og vesen, tók þessu eins og maður og svo afsökunarbeiðni málið dautt.   

 89. Hann er stórbrotinn leikmaður en að mínu mati er það hreinlega ekki sanngjarnt að hann labbi inn í liðið, Kuyt hefur loksins spilar vel á tímabilinu, Bellamy hefur verið frábær, Andy Carroll er að öðlast sjálfstraust og er farin að líta vel út, leggja upp og skora.Hafa hann á bekknum og setja inn síðasta hálftímann ef við þurfum á honum að halda, láta hann svo byrja á Anfield gegn Brighton í FA Cup.

 90. Auðvita á Suárez að spila, hann er klárlega okkar besti
  maður, þetta s,park í Parker, er ekki til að gera veður útaf, Suárez var bara að
  horfa á boltann, hann er ekkert að fylgjast með hvort einhver er að þvælast
  fyrir.

  Á laugardaginn vona ég bara að hann Parkeri svo Evrunni.

 91. .
  Sælir bræður!
   
  Ég ætla ekkert að hafa fyrir því að skipta Liverpool stuðningsmönnum í einhverja flokka, eða hafa skoðun á því máli, en maður getur ekki varist því að hugsa hvert greinahöfundur er að fara með þessari könnun og þeim orðum sem á eftir fara.
  Afhverju í ósköpunum ætti Suarez ekki að spila þennan leik ?
    Maggi, þú segir að KAR hafi rökstutt sína skoðun varðandi það, mjög vel, en ég viðurkenni að ég er bara engu nær þrátt fyrir það. Með öðrum orðum, þá er ég algerlega ósammála þessu, að öllu leyti bara.  Ef mönnum fannst Suarez ekki vera með hausinn rétt skrúfaðan á í Tottenhamleiknum, og finnst að hann ætti ekki að spila gegn United af þeim sökum, á hann þá eitthvað frekar að spila næsta leik á eftir, eða næsta þar á eftir ?? Síðasti leikur sem hann spilaði verður alltaf Tottenham leikurinn sama hvaða leik hann spilar næst !
    Eða getur verið að það sé andstæðingurinn sem menn eru að spá í ?? Ef það er sú staðreynd að við séum að fara að spila gegn United sem spilar þarna inní, er þá ekki eðlilegt að menn spyrji hvort mænd fökkið hjá Ferguson (t.d orðin hans Rooney um rautt spjald í Tottenhamleiknum og svo fr), sé að spila þarna inní ?
  Sjálfum finnst mér fáránlegt að velta þeim möguleika fyrir sér að hvíla Suarez í þessum leik, og ef það verður gert, þá verð ég bara sjóðandi fúll með þá ákvörðun, vitandi það að Rauðnefur verður í skýjunum, japlandi eins og jórturdýr á hliðarlínunni.  Auðvitað vill Ferguson einna mest, ásamt Evra, að Suarez verði hvíldur, því báðir eru þeir skíthræddir við hann, og mega líka alveg vera það. Sálfræðistríðið fyrir þennan leik er löngu byrjað, og ég hef engan áhuga á því að tapa því fyrirfram og hvíla Suarez af því að einhver segir hann ekki tilbúinn í þennan leik.
  Ég er á því að Suarez hafi fæðst tilbúinn í þennan leik, og hann tók út þetta fáránlega bann, til þess að geta mætt í þennan leik, og ég gef engan afslátt af þessari skoðun minni.
   
  Að sjálfsögðu mega aðrir hafa sínar skoðanir á þessum málum, en ég er heldur ekki sammála þér Maggi að ca 20% Stuðningsmanna vilji ekki að hann spili þennan leik, og þar af leiðandi sýni það menn séu ekki sammála. Pistlahöfundur gengur á undan og lýsir sinni skoðun á málinu, og það er eðlilegt að það hafi áhrif á marga, þar sem KAR er réttilega maður sem taka má mark á (þó við séum ekki alltaf sammála). Það er eðlilegt að mörgum finnist KAR hitta naglann á höfuðið þarna. Mér finnst það þó ekki, og ég bara hreinlega gæti ekki verið meira ósammála þessu, með fullri virðingu fyrir hans skoðunum samt.
   
  Suarez spilar þennan leik, setur mark, og lætur Evra líta út eins bjána, og skúrkurinn verður aftur hetja, og allir fara glaðir í háttinn á laugardagskvöldið. !!
   
  Insjallah… Carl Berg
   

 92. Jæja þetta er opin þráður og margar margar skoðanir um þetta mál komnar fram en út í annað.Hér er athyglisverð grein sem ég rakst á thisisanfield. Hún fjallar um samanburð á miðjuteyminu 2008/2009 Gerrard, Alonso og Macherano og miðjuteyminu 2011/2012 Gerrard, Adam, Lucas og Spearing. Þetta er afar merkileg lesning og ýmislegt kemur óvart sem maður bjóst ekki við. Greinin heitir  From “the best midfield in the world” to Liverpool’s midfield 2012 og má finna hér: http://www.thisisanfield.com/2012/02/from-the-best-midfield-in-the-world-to-liverpools-midfielder-2012/

 93. Hjá Ajax spilaði Suarez 159 leiki, skoraði 111 mörk og átti 37 stoðsendingar. Hjá Liverpool er talan 35, 12 og 11, og hjá landsliðinu eru þetta 52 leikir og 26 mörk. Bara henda smá fótboltalegum rökum fyrir því afhverju Luis ætti að spila alla leiki fyrir Liverpool > 149 litlar ástæður síðustu 4 tímabil. Svo sjá menn náttúrulega alveg hvað hann er hrikalega góður – en það er tæknilega erfitt að sanna þá fullyrðingu svart á hvítu. Rökin gegn því að hann spili byggjast á ótta og hræðslu og jafnvel pólitík. Það eru svo sem líka sjónarmið. Svo eru einhverjir siðapostular á móti honum líka, þeim verður aldrei snúið, enda hafa þeir alltaf rétt fyrir sér. En það eru líka tilfinningaleg rök fyrir þvi að láta hann spila, ef menn taka þeim betur. Tilhugsunin um að Alex Ferguson, Wayne Rooney og stuðningsmenn Utd eigi beinan eða óbeinan þátt í að velja lið Liverpool hlýtur að vera óbærileg fyrir alla Púllara.

 94. Sem United maður þá get ég bara ekki verið sammála miklu sem að er skrifað hérna.United menn eru sko ekki hræddir við að fá Liverpool í heimsókn á Old Trafford, eða hræddir við mann sem getur varla skorað4 mörk í 20 deildarleikjum….bravó Suarez….ufff hvað við erum hræddir

 95. Nú VERÐUR Liverpool að vinna útaf ummælum Stefáns.  Það yrði geðveikt.

 96. Ekkert að þessari skoðanakönnun.  Bara fínt og mikið gaman að sjá líflegar umræður í kjölfarið.   Elskum bara friðinn og strjúkum kviðinn og göngum allir saman í súldinni jafnt sem slagveðri.   Ég er á því að Suarez eigi að spila.  YNWA

 97. Fói #102 

  Rétt er það, þetta er opinn þráður og í því langar mig að bjóða þér að hreinsa samviskuna hérna. Það er hávær umræða um mútur í boltanum og t.d. tóku þeir á þessu í útvarpsþætti .net í dag. 
  Hefur þú eitthvað til að létta af þér? Ég er ekki ennþá að kaupa það að þu hafir giskað á 100% rétt úrslit um daginn og alls ekki í ljósi þessarar umræðu 🙂 
 98. #104 Stefán: Heppilegt að talsmaður allra United manna skuli tjá sig hér á kop.is og fullyrða að “þið” séu ekkert hræddir við Suarez.  Það sést til dæmis vel á viðbrögðum Rooney og Neville. Já afhverju ættu þið að vera hræddir við Suarez?

  http://www.youtube.com/watch?v=WM4O4Da4sDI 

  alveg rétt. Þetta getur hann… 

 99. Ég skrifaði hérna fyrir rúmu ári síðan að ég vildi ekki sjá Suarez til Liverpool.  Og gaf upp ástæður, bíta mann og öll spjöldin og ókyrðin í kringum hann þegar hann var að spila í S-Ameríku.  

  Ég er á þeirri skoðun að hæfileikar hans sem knattspyrnumanns nái ekki að sprynga að fullu út á meðan hausinn á honum er svona tæpur.  Það sýnir sig til dæmis að í öllum stórleikjum sem við spiluðum á meðan hann var í banni (gegn utd og tvisvar gegn city) þá vegnaði okkur vel og það var ekkert DRAMA í gangi.  

  Ég skrifaði við leiksýrsluna Liverpool- Tottenham að hann hafi sennilega ekki fokið útaf fyrir sparkið Í parker af því að hann var búinn að vera inni á vellinum í 4 mín eftir langt bann.  Samúð frá dómara kom í veg fyrir að hann færi í vel verðskuldaða sturtu.  

  Mér finnst bara persónulega að Liverpool geti fundið mann sem er bæði góður í fótbolta en ekki að dífa sér, senda fingur, kalla menn surti, bíta, sparka og endalaust að draga neikvæða athyggli að klúbbnum.  Lönjgu eftir að Suarez verður farinn, verður hans ekki minnst fyrir marka, heldur vegna þess hvernig hann var!  

  Stan Collymore einhver?  

 100. Einhvernveginn væri ég meira til í að tala um getu manna sem spila fyrir Liv en það sem þeir gera utan boltans.  Ótrúlegt hvað þessi íþrótt hefur breyst á einhverjum 10-20 árum.  Meira spáð í hluti sem ekki tengjast beint boltanum.  Það er eins og umræddur leikmaður sé ekki alveg rétt innstilltur, virðist verað eitthvað hugarfarsvandamál.  Væri til í að fá Aldridge eða Rush aftur í framlínuna.

Liverpool – Tottenham 0-0

Capello segir af sér