Liverpool – Tottenham 0-0

Enn eitt jafnteflið á Anfield Road niðurstaða kvöldsins og það verður bara segjast eins og er að það eru bölvuð vonbrigði. Liverpool mönnum langaði mun meira að vinna þennan leik en sóknarleikurinn var stirður og jafntefli því á endanum líklega sanngjörn úrslit.

Góðu fréttirnar eru klárlega þær að Luis Suarez er mættur aftur og að hafa hann á bekknum í dag var gálgafrestur sem ég er ekkert of sáttur við að Dalglish hafi gefið gestunum í 65.mínútur. Hann hefur verið alveg nógu lengi frá.

Byrjunarliðið var annars svona:

Reina

Kelly – Skrtel – Agger – Johnson

Spearing – Adam
Kuyt – Gerrard – Bellamy
Carroll

Bekkur: Doni, Suarez, Henderson, Coates, Downing, Carragher, Aurelio.

Miklu skárri holning á liðinu m.v. liðið sem skíttapaði á White Hart Lane fyrr á þessu tímabili og núna voru það okkar menn sem réðu ferðinni lengstum og stjórnuðu leiknum. Jay Spearing var kannski ekkert frábær í leiknum en það var nauðsynlegt að hafa djúpann miðjumann á móti þessari miðju og raunar var hann mjög óheppinn að setja boltann ekki í markið í fyrri háflleik er skot hans fyrir utan teig fór rétt framhjá.

Reyndar átti Carroll fyrsta færi leiksins er hann virtist vera að komast í gegn á 5.mínútu en Michael Dawson náði að tækla boltann í horn á allra síðustu stundu, Carroll vantaði örlítið meiri snerpu þar til að annaðhvort sleppa í gegn eða fá víti.

Fyrri hálfleikur var samt svo hrútleiðinlegur og tíðindalaus að lítill köttur sem laumaði sér inn á völlinn fór að trenda á twitter í fyrri hálfleik og fékk twitter account sér til heiðurs á stundinni og var með yfir 6.000 fylgjendur síðast þegar ég vissi.

Seinni hálfleikur byrjaði á svipuðum nótum, Liverpool meira með boltann en Spurs alltaf ógnandi með eldfljóta leikmenn sína. Martin Kelly átti ágætt skot sem Fridel varði vel í horn á 55.mínútu en það fór ekkert skemmtilegt að gerast fyrr en á 65.mínútu er Luis Suarez kom LOKSINS LOKSINS inná og hann fór eins og skot í baráttuna og bætti sóknarleik okkar manna um svona 69%

Hann var reyndar búinn að næla sér í gult fimm mínútum eftir að hann kom inná fyrir agalega tilraun til að sparka í boltann, sparkaði þess í stað beint í Scott Parker og fékk réttilega spjald fyrir. Fínt bensín fyrir þá sem hata Liverpool og Suarez að tuða yfir en ekkert stórmál þannig.

Andy Carroll var ágætur í dag og fékk líklega besta færi Liverpool á 74.mínútu er hann tók góða fyrirgjöf frá Martin Kelly vel niður og var í úrvalsfæri en skotið var hörmulegt og truflaði Brad Fridel ekki mikið.

Tíu mínútum seinna var Bale rétt búinn að eyðileggja kvöldið alveg er hann slapp aleinn í gegnum vörn Liverpool en náði ekki að snúa á Pepe Reina sem bjargaði okkur frábærlega. Langbesta færi leiksins en annars hafði vörn Liverpool mjög góðar gætur á Bale og Adebayor í leiknum.

Luis Suarez var síðan rétt búinn að fullkomna endurkomu sína á 90.mínútu er hann virtst vera að ná að koma boltanum fyrir sig inni í teignum en fékk boltann í höndina og þar með aukaspyrnu á sig.

Liverpool menn voru mjög duglegir við að fá á sig sóknarbrot, nýta aukaspyrnur mjög illa og vera almennt illa staðsettir síðasta þriðjungi vallarins sem gerði þetta kvöld mjög pirrandi. Tottenham var þarna gjörsamlega til að taka þá og þeir voru mjög sáttir við stigið.

Liverpool er nú þegar búið að eyðileggja tímabilið með jafnteflum á heimavelli og þetta fer að verða lögreglumál ef heldur áfram sem horfir.

Liðið var að spila nokkuð vel heilt yfir þó mikið hafi verið um mistök, eins og búast má við gegn pressuliðum eins og Tottenham. Johnson leysti bakvarðarstöðuna gríðarlega vel varnarlega í dag en hann kom inn í vinstri bakvörðinn fyrir Jose Enrique sem er lítillega meiddur. Hann var engu að síður alls ekki nógu góður sóknarlega og margar sóknir enduðu á honum fannst mér. Kelly var svipaður hinumegin, fínn varnarlega en átti bara eina góða sendingu fyrir mark Tottenham hinumegin. Sömu sögu er að segja af Dirk Kuyt, hann var einn af okkar betri leikmönnum varnarlega en á móti var hann okkar versti leikmaður sóknarlega, m.ö.o. nokkuð eðlilegur leikur hjá honum og á köflum mjög pirrandi.

Miðjan var góð og t.d. spilar Charlie Adam betur þegar hann hefur djúpan miðjumann fyrir aftan sig, sama á við um Gerrard. Spearing var að leysa sitt hlutverk vel þrátt fyrir slatta af mistökum og feilsendingum en maður getur ekki annað en saknað Lucas rosalega í svona leikjum.

Craig Bellamy fannst mér sæmilegur en var löngu byrjaður að kalla á þessa skiptingu áður en hann fór útaf fyrir Downing og Andy Carroll var einnig ágætur. Manni finnst alltaf búa mikið meira í Carroll en hann er a.m.k. töluvert skárri þessa dagana heldur en hann var fyrr á þessu tímabili. Hann fékk annars allt of litla hjálp í fyrri hálfleik.

Maður leiksins hjá mér er engu að síður Martin Skrtel sem átti töluvert betri dag heldur en síðast þegar við mættum Spurs. Hann hefur verið gríðarlega góður undanfarið og er orðinn eitt öruggasta nafnið á leikskýrslu Liverpool.

Niðurstaða: Hundfúlt jafntefli og framundan er útileikur á Old Trafford, þrjú stig þar fara mjög langt með að bæta upp fyrir þessi úrslit. Notum Luis Suarez þar frá upphafi takk.

81 Comments

 1. Getum við ekki bara spilað á útivöllum það sem eftir er af þessu tímabili?

 2. Helvítis fokking fokk dauði og djöfull þvílíkur helvítis andskotans pirringur andskotinn!!!!111

 3. Sælir félagarÉg get ekki sagt að ég sé sáttur við þessi helvítis jafntefli á Anfield.  Og ekki þetta frekar en önnur.  Sóknartilburðir liðsins ömurlegir í nánast öllum tilvikum, fálmkenndur og ómarkviss.  Hræðslan við að tapa leiknum var miklu meiri en sigurviljinn.  Það er frekar dapurt að horfa uppá liðið sitt sína svo mikið karakterleysi að þora ekki að taka neina áhættu til að vinna þennan leik.  Því verður niðurstaðan enn eitt ömurlegt jafntefli á heimavelli.  Ég er búinn að fá meira en nóg af þessum vesaldómi liðsins á heimavelli.Það er nú þannig.

 4. Áður en allir byrja að drulla yfir liðið langar mig að minna á að markmiðið þetta tímabilið er meistaradeildarsæti en það eru jú ekki nema fjögur stig í það eins og staðan er núna. Þetta er work in process!

 5. Carroll,Agger,Skrtel,Johnson og Gerrard voru yfirburða menn. Þurfum að drulla þessum bolta inn í markið .YNWA

 6. Ég á nokkra vini og kunningja sem eru man.utd menn.  Aldrei nokkurntíman heyri ég þá kalla eftir höfðinu á Ferguson, aldrei heyri ég þá skíta yfir liðið jafnvel þótt að það tapi fyrir City.  

  Ég hef nú sjálfur alveg sett inn eitt eða tvö bitur komment hér, sérstaklega fyrr í vetur þegar töp og jafntefli voru málið.  Við vorum að spila við vel skipulagt lið Tottenham sem hefði getað stolið sigrinum (Reina kom í veg fyrir það) og jafntefli vel sættanlegt.  

  Það væri leyfilegt að missa sig ef þetta hefði verið Blacvkburn eða Wigan.  En það er kannski satt að það vantar sigurvilja í liðið og trú að það að getað breytt jafntefli í sigur.  

  Hef fulla trú á því að ef við náum öðrum bikarnum, þá verði næsta leiktíð betri, menn öðlast trú að að geta landað sigrum!

 7. 4 marka bæting frá fyrri leik liðana.. 🙂   ég tel það bara ágætis úrslit jafntefli gegn Tottenham……. Greinilegt að maðurinn á bak við velgengni þeirra er Scott Parker…… fokk hvað hann var út um allt … Annars voru flestir okkar menn að spila nokkuð vel.. 

 8. 0-0 jafntefli enn og aftur á Anfield.. getum reyndar huggað okkur við það að nú var andstæðingurinn af betri gerðinni..

  Agger að mínu mati maður leiksins úr rauðklæddum.
  Gareth Bale sást ekki í þessu leik og þegar hann komst í mynd stóð hann sig ekki eins og af honum er ætlast..

  Ágætis spilamenska og fín hápressa. Vantar bara þessa slútt sendigu og FINISH !!! hvenar ætla þessir menn að klína boltanum í netið !
  Kelly átti ágætisleik miðað við reynslu og aldur, átti það til að reyna eitthvað sem allir nema hann vissu að hann réði ekki við.
  Carrol átti að klára þessi dauðafæri sem hann fékk ! allvöru striker hefði smurt þessa í netið
  Dómarinn var einnig voðalega reynslulaus eitthvað og átti oft á tíðum dóma sem maður setur spurningamerki við, án þess að gagnrýna hans leik of mikið.

  Virðist einhvernmegin vera þannig að um leið og liðin rétt fyrir ofan okkur (Chel$ki – Arsenal) mistíga sig, þá gerum við það líka, náum aldrei að saxa almennilega á þessa forystu þeirra á okkur

  Nú verða okkar menn bara að flengja Manu á laugardaginn og þá eru allir hamingjusamir held ég (þeir sem skipta máli allavegana 😉

 9. Dapurlegt hvernig gekk í kvöld,sóknarleikur liðsins ekki góður og Kuyt lélegur allan leikinn,vantaði meiri sköpun í sóknarleiknum,,, þetta er einn lélagsti leikur Tottenham sem ég hef séð í vetur og þess vegna ömurlegt að við höfum ekki haft burði til að klára þennan leik,,,,, enn og aftur kemur í ljós hvað okkur vantar menn sem geta tekið menn á og skapað einkvað, ég tek undir að við erum meira hræddir að tapa enn að sækja til sigurs í leikjum sem við eigum að vera betri eða jafn goður fyrirfram.

 10. Veit einhver afhverju einn af Tottenham mönnum (númer 32 Assou-Ekotto) fékk að spila með loðhúfu á hausnum?

 11. Það verður að fara að redda Assou Ekotto rafvirkja. Greinilega eitthvað mikið að rafmagninu heima hjá honum.

 12. Án þess að vera hrauna yfir liðið, þá er eðlilegt að sprja hvort KD sé á réttri leið. Mér finnst t.d hópurinn vera frekar þunnskipaður. 11-13 leikmenn ok en svo er það ekki ógu gott þar fyrir utan. Það vantar a.m.k 4-6 klassa leikmenn. 

 13. Erfiður leikur gegn góðu og skipulögðu liði. Það verður að segjast að Modric og Parker eru flott team og bæta hvorn annan upp fullkomlega. Svo maður hrósi andstæðingnum.En okkar menn vil ég meina tóku eitt skref áfram.Það vantar reyndar algerlega hraða í kantana og skerpu í teignum. Við áttum engin alvöru opin færi fyrir vikið.En uppbygging var solid yfirleitt og litli naggurinn Spearing er bara þokkalega mikilvægur fyrir hina miðjumennina.Smá blod på tannen í teignum, vonandi að Suarez og fleiri negli þetta í restinni.Þá verðum við fínir í vor.YNWA

 14. Enn og aftur er vandamálið það sama. Fín pressa sem þeir settu á Spurs, fullt af possession en í mesta lagi 1-2 þokkaleg færi allan leikinn. Endalausar háar fyrirgjafir á hafsentapar Spurs og ekkert stutt spil og humyndir, lítið stutt spil og skot utan teigs. Aldrei líklegir í hornum og aukaspyrnur fjölmargar nýttust afar illa. Ég get ekki séð að annað út úr þessu en að það vantar gæði og sköpun á fremsta þriðjungi og meiri hraða í sóknarleikinn. Adam, Downing og Spearing og Henderson þótt hann hafi ekki verið með í dag eru ekki nógu góðir til að fleyta liðinu lengra svo ekki sé minnst á tréshestinn fremst. Var súr við Kenny að starta ekki Suarez í þessum leik… 

 15. Góð úrslit gegn góðu liði.    Ef liðið hefði spilað svona pressu og svona  hraðann bolta gegn “lakari liðum” á heimavelli sl mánuði hefðum við sennilega ekki verið að gera áttunda jafnteflið á heimavelli í kvöld á  þessari leiktíð.  Það er allt annar bragur yfir liðinu og við getum hlakkað til næstu leikja.  Þetta er allt að koma. Áfram LFC!!! 

 16. Já hérna hér, slakið á, jafntefli er ekki alltaf það sama og jafntefli.
  Það er í það minnsta ekki sama hvernig það kemur og gegn hverjum.

  Liverpool voru ekki að spila hugmyndasnauðir gegn Stoke í kvöld, heldur að þvinga eitt skemmtilegasta og besta lið deildarinnar til að pakka í vörn og þakka fyrir að komast í burtu með stig.

  Stórskemmtilegur bolti hjá okkar mönnum og ef ekki hefði verið fyrir frábæra takta hjá meistara Fridel og hinn óþolandi góða Scott Parker hefðu okkar menn klárlega tekið öll 3 stigin og það verðskuldað.

  Ég er stoltur af okkar mönnum og tippa á að Sir Alex sé byrjaður að skjálfa við tilhugsunina að þurfa að mæta Liverpool í þeim ham sem okkar menn hafa verið síðasta mánuðinn.

 17. Vantaði fullt af leikmönnum í Tottenham liðið og þeir vörðust sem var skynsamlegt af þeim vitandi að sóknarleikur er alveg bitlaus. Ekki hægt að kvarta yfir því að þeir hafi tekið Stoke á þetta, við gerum það sama á útivöllum gegn betri liðum.Þetta Tottenham lið er langt á undan okkur, leikmennirnir sem þeim vantaði í kvöld hafa skorað 19 mörk í deildinni í ár og samt geta þeir stillt upp sterku liði.

  Vil ekki Dalglish í burt en skil þó óþolinmæði margra gagnvart honum. Ekki hægt að bera það saman við Man Utd. stuðningsmenn gagnvart Ferguson enda ekki hægt þegar hann hefur gert þá að meisturum 12 sinnum og unnið alla titla sem hægt er að vinna með þeim og flesta oft.

  Það þarf eitthvað stórkostlegt samt að fara að breytast í sóknarleik okkar manna, mótherjar okkar eiga svo auðvelt með að verjast okkur og ná í stig enda fáránlega fyrirsjáanlegt og hægt spil og ekkert plan b.

  Skil vel lið sem mæta á Anfield að verjast eins og Tottenham í kvöld, fáránlegt að kvarta yfir því, lítum frekar í eigin barm. Þetta er getuleysi okkar og tilbreytingarlítill bolti okkar. Þurfum að taka fleiri sénsa og vera graðari!

 18. hélt að það væri bannað að tala ljótt hér. Kristján Atli verður í alla nótt að eyða þessum sora sem menn láta útúr sér. 

 19. Hafliði: Heldurðu að eitthvað lið skjálfi á beinum fyrir leik gegn liði sem hefur skorað 27 mörk í 24 leikjum? Seriously?

 20. Fínt samt að kaupa Adam í sumar þegar Parker var á lausu fyrir svipaðan pening á sama tíma (kaldhæðni).

 21. Flottur leikur og góðfúslega stillið ruglinu og neikvæðninni hóf. Þetta er næstum komið hjá okkur.

 22. Ég er nú ekki vanur að henda inn mörgum innleggjum hérna en ætla að leyfa mér það svona á mánudegi.

  Ég var frekar ánægður með Adam og vörn og miðju hjá okkur.  Það var sóknin sem var frekar slök, þá sérstaklega Kuyt og Carroll.  Þó finnst mér Carroll allur að vera að koma til.  

  Spurs voru án:  Lennon, Kaboul, Van Der Vaart, Defoe og auðvitað Harry sem var veðurteptur í London og voru alltaf að fara að spila upp á stig með bæði vængbrotið lið og án stjóra.  

  Og maður sá það að velgengni Tottenham er mjög mikið byggð á Parker, sem margir úti í Englandi vilja að leiði England í stað Terry núna.  Ótrúlega soild nonsence leikmaður þar á ferð og gaman (fyrir fótboltan) að sjá hann vera að blómstra.

  Þeir sem eru hérna og skrifa trekk í trekk:  við þurfum 3-6 heimsklassaleikmenn til að komast inn á topp 4, vaða í villu og svíma.  Það er ekki að fara að gerast, bæði kostar það of mikið (laun og verð) og er ekki ávísun á að Liverpool verði baráttuhæft.  Það sem Liverpool þarf og hefur hrjáð okkur lengi er að við erum ekki naskir á að finna ódýra óþekkta leikmenn sem blómstra.  Ég er núna að tala um leikmenn eins og Ox-Chamberlain, Hernandez, Ba, Gylfa Sigurðsson svo nokkrir séu nefndir sem gengu til liðs við sín félög fyrir frekar litlar upphæðir.Það er sogrlegt að hugsa til þess að allir þessir menn voru/eru ódýrari en Carroll.  Og hefðu kannski gagnast okkur betur.  En það eru alltaf þessi EF.  

  Vonum bara að LFC beri gæfu til þess að finna svona menn, í stað þess að standa í einhverju vonlausu kapphlaupi um Hazard og co, sem eru aldrei að fara að koma.

 23. #26 Magnús.Vantaði fullt af leikmönnum í Tottenham í kvöld? Þá vantaði slatta af varamönnum já, en hefðu allir verið heilir hjá þeim hefði verið gerð ein breyting á liðinu (Kranjar út, VDV inn).  Mögulega hefði Dawson dottið út en það er allt, þetta var þeirra sterkasta lið.

  Liverpool vann síðasta leik 3-0, þar á undan Manchester United 1-2 og þar á undan komust við í úrslit í deildarbikarnum.Núna gerum við jafntefli við sjóðheitt lið Tottenham sem “Parkeraði” (pun intended), rútunni bara og reyndu að tefja frá 70. mínútu.Ég er allavega frekar sáttur, þó ég hefði að sjálfsögðu viljað 3 stig.

 24. skynsamlegar og yfirvegaðar umræður hér. einn spursari hér var taugasrekktur allan seinni hálfleikinn. Þó var hann nokkuð viss um jzfnteflið allan tímann’

 25. Eru menn ekki að fíflast með að vilja KD burt? þessi maður er búinn að breyta hlutunum svo um munar. að heyra og sjá þetta er sorglegt en skýrist af einskonar skammtíma brjálaði í titla. þolinmæði og þetta er á réttri leið það sést YNWA

 26. @ Magnús.

  Ég var að tala um spilamennsku okkar manna síðasta mánuðinn, reyndu að lesa það sem er skrifað áður en þú byrjar að krítisera það ; )

  En ég skal rifja upp fyrir þér að Liverpool sló út bæði Man City og Man Utd og unnu Wolves 0-3, og hafa auk þess verið að spila af mikið meira sjálfstrausti en við höfum séð í vetur.

  Og já, ég “seriously” held að Sir Alex sé hreinlega ekkert spenntur fyrir því að mæta Liverpool þessa dagana.

  Þér auðvitað leyfilegt að sjá bara svart.

 27. Sky birti í kvöld töflu yfir Chance conversion rate í vetur og þar erum við í 20 sæti í deildinni með tæpa 9% nýtingu á færum. Manchester liðin efst með rúmlega 20% nýtingu.

  Við erum sem sagt það lið í deildinni sem nýtir færin sín verst !!!

 28. Óþolandi að horfa á þessa leiki, tempóið er eins og á elliheimili…Annars þá fannst mér að við hefðum átt að sleppa því að hafa Kuyt í starting11… Hefði frekar metið Henderson eða Lúí-Súí…

 29. Með gula spjaldið hans Suarez sagði frúin “hann var allavega hvítur maðurinn sem hann sparkaði í ” .. Það má þá kalla það lán í óláni…

 30. Siggi númer 32. Kaboul er orðinn miðvörður númer 1 eða 2 hjá Spurs á þessu tímabili og hefur staðið sig afar vel. Lennon hefði hann ekki verið í starting? VDV? Kjaftæði í þér! 

 31. Við skulum nú ekki vera með hroka gagnvart Stoke. Það munar nú ekki miklu á liðunum, við höfum skorað 5 mörkum fleiri. Spiluðum við ekk með einhverja 6 varnarmenn á móti City og 5 manna vörn á móti United. Og menn voru yfir sig ánægðir með að taktíkin heppnaðist. Og ekki reyna að segja að Carra hafi verið á miðjunni.

 32. Ég held ég hafi aldrei séð jafn marga tæknifeila á 95 mínútum hjá tveimur liðum. Nánast allir voru á vallarhelmingi Tottenham. En vörnin var mjög góð og sammála því að Skrtel var maður leiksins í kvöld.

  Ég hlakka til að sjá liðið sækja með Suarez, Bellamy, Carroll, Gerrard og Henderson til að ógna. Það ætti að felast ansi margir sóknarmöguleikar með þessa leikmenn í liðinu.

  Verst að við þurfum að bíða eftir Lucas til þess að losna við þessa “missaboltannhræðslu” hjá liðinu. En ég er tilbúinn að vera þolinmóður þangað til og uppskera með því að sjá þessa leikmenn blómstra.

 33. Siggi #32

  Heldur þú virkilega að kjúklingur eins og Jake Livermore sé hluti af besta liði Tottenham? Gaurinn er búinn að byrja inn á 4 leikjum í deildinni í vetur. Van der Vaart hefði komið inn fyrir Kranjcar, Sandro/Lennon fyrir Livermore og Kaboul fyrir Dawson.

 34. ok það vantaði menn í tottenham og líka 3 fastamenn í Liverpool   Lucas,Suares kom að vísu inná seint,og vinstri bavörðinn   Henrike  Liverpool átti sigur skilið  en svona er fótboltinn  þetta er að skella saman tökum 3 stig á laugardag

 35. #46Vantar menn í Liverpool!

  man.utd er búnir að vera án 8-14 leikmann megnið af vetrinum.  Ég hef ekki heyrt þá grenja yfir því.  

  Það er hluti af leiknum að menn meiðast, fá bönn.  

  Og jafnvel þótt að Lucas væri heill, þá er hans hlutverk ekki að skora mörk.  

  Og Suarez, hann kom inn á á 65 mín og náði sér næstum í rauttspjald þegar hann sparkaði í Parker.

 36. Henrike?

  Djöfull vissi ég að Arnar Björnsson væri að kommenta hérna á kop og mismæla sig jafnt í rituðu máli sem og töluðu 🙂

 37. Haraldur  þar er ég sammála þetta er það sem ég var að tala um það vantaði menn í bæði lið  tottenham  var að væla yfir því þess vegna svaraði ég ég var ekkert að tala um önnur lið  auðvitað vantar oft menn vegna meiðsla það er bara hluti af þessu enda er alveg með ólíkindum hvað hann fergi  nær út úr þessum lélegum mönnum sem hann hefur úr að moða þessa dagana

 38. Sammála Babu.
  Eftir leikinn fannst mér standa uppúr spurningin um af hverju Suarez fékk bara 25 mín. spilatíma í dag. Það hefur verið mikið álag á hinum framherjum Liverpool á meðan Suarez er búinn að vera í 8 leikja hvíld, því hefði ég talið tilvalið að hvíla Kuyt, Bellamy eða Carroll í þessum leik og gefa Suarez 90 mín. þó ekki væri nema til þess að koma honum í gang aftur. Úr því sem komið var þá hefði hann mátt koma inná strax í hálfleik, þar sem að sóknarleikurinn í fyrri hálfleik var þunglamalegur.
   
  Jafntefli á móti Tottenham eru ekki slæm úrslit en það sem ég held að sé að fara aðallega í taugarnar á mörgum er að þetta er enn eitt jafnteflið á heimavelli. Ekki minnkar pirringin getuleysi liðsins fyrir framan mark andstæðinganna og að liðið er lengstum betri aðilinn á vellinum.
   
  Nú er ekkert annað en að bíða eftir næsta stórleik sem er útileikur gegn litla bróðir í Manchester. E.t.v. hjálpar það til að það sé útileikur.

 39. # Toti

  Byrjunarlið Liverpool er ekki svo slæmt.  

  Það sem MÉR finnst að er að það vantar skapandi leikmenn og hraða í liðið.  

  Gerrard er kominn yfir sitt besta.  Hann er klárlega ekki sami leikmaður og hann var fyrir 2 árum.  Og hann er til dæmis ekki að verða fyrirliði Englands og jafnvel ekki að komast á bekkinn á EM í sumar, sem segir eitt og annað.  

  Suarez er skapandi en ég kann ekki að meta hann og hef ekki gert.  Ég man að ég kommentaði hér þegar hann var keyptur og var ekki hress með hann.  Jú hann hefur hraða og tækni en það kemur lítið út úr honum og svo finnst mér hann tæpur andlega, samanber sparkið í Parker í kvöld sem hefði getað kostað hann spjald, nýkominn úr 9 leikja banni.  

  Bellamy finnst mér reyndar traustur, hefur enn hraða og tækni og útsjónarsemi en þar með er helstu leynivopn LFC upp talin.  

  Þetta er ekki mikið til að byggja á, er það?

 40. 8 jafntefli af 12 á heimavelli er til háborinnar skammar. Þetta var líka enn eitt 0-0 jafnteflið þar sem við reynum af veikum mætti að stela sigrinum með háloftaspyrnusirkus í lokin.Leikurinn í kvöld minnti mig líka soldið á valdatíma Rafa Benitez. Eyddum rosalega mikilli orku í að núlla út hættulegustu leikmenn andstæðinganna og vorum svo hápressandi en hugmyndasnauðir frammá við treystandi á föst leikatriði og einstaklingsframtök. Verðum aldrei meistarar með svona spilamennsku, jafnvel þó við fáum 2-3 heimsklassa leikmenn í ákveðnar stöður.

  Áhyggjuefni að Dalglish var hæstánægður með spilamennskuna eftir leik. Endurtek fyrri orð mín hér um mistök þess að hafa ekki keypt Scott Parker í sumar. Hann er þrátt fyrir aldurinn dýnamískari og betri leikmaður fyrir enska boltann en Lucas Leiva, hvað þá Adam og Spearing. Okkur vantar leiðtoga á miðjuna sem elskar að meiðast og fara í návígi, linkar spil og hefur karakter til að stýra flæðinu hjá Liverpool og bæta leikmenn í kringum sig. 

  Já og það var undarlegt hjá Dalglish að byrja ekki með Suarez (sagði að slíkt hefði verið “unfair” í viðtali eftir leikinn. Hvað sem það þýðir.) Skil hugsunina að byrja með Kuyt á hægri kanti til að loka á Bale en Bellamy átti að byrja á bekknum og og skipta svo við Kuyt á 60.mín að mínu mati. Eða þá að hafa Suarez einan frammi og láta hann og Bellamy pressa og sækja hratt á mistæka varnarmenn Tottenham. Carroll hefur spilað ágætlega undanfarið en ekki það vel að það þurfti að verðlauna hann í þessum must-win leik.

  Við erum að renna út á tíma að ná 4.sætinu og getum ekki treyst á að vinna Chelsea og Arsenal á Anfield. Bara verðum að nýta tækifærin þegar þessi lið misstíga sig og gera allt til að ná sigrum. Það þýðir að setja hröðustu, teknískustu og bestu leikmennina inná til að skora mörk. Þetta var 10 sinn í vetur sem við förum með stöðuna 0-0 inní hálfleik og 30-45mín fara alltaf í að þukla á og kanna lið andstæðinganna eftir veikleikum. Minnir enn og aftur á tímabil Benitez. Voðalega gay þessi sóknarleikur okkar í ár.

 41. Sum commentin hér gefa til kynna að við höfum verið að tapa fyrir Bolton aftur. Var fínn leikur hjá okkar mönnum gegn einu skemmtilegasta liði deildarinnar. Hefði verið ljúft að vinna auðvitað. Ég nenni ekki að lesa meira af þessu. Lít við aftur eftir leikinn við scums

 42. vid holdum med liverpool, sigursælasta lid englands, erum bunir ad eyda fullt af peningun. Eigum vid ekki rétt a tvi ad fara fram a meira en 33,3% vinningshlutfall a heimavelli?

 43. Það er vissulega soldið spes að geta í alvörunni talað um að hafa spilað á erfiðum heimavelli þetta seasonið.

 44. Því miður missti ég af leiknum, en samt finnst mér alveg frábært að sjá hvernig KENNY svarar þessum fáránlegu spurningum fjölmiðlamanna eftir leikinn.  Kallinn er alveg með þetta á 120% hreinu.  Við eigum eftir að fyrirgefa strákunum þetta jafntefli ef þeir koma dýrvitlausir í næsta leik á rækjuleikvangi á laugardag og ná góðum úrslitum þar.   Við skulum bara vona að útivallarárangurinn verði betri eftir þann leik.   YNWA

 45. # 52 Haraldur, Gerrard komin yfir sitt besta ???  Ég vona það þín vegna að þú sért að grínast.  Maðurinn er ekki fyrr stigin upp úr löngum meiðslum og menn koma með svona komment um hann.   Spare us the BS man.  YNWA

 46. Momentið þegar Arnar Björnsson ruglaðist á Bellamy og Johnson var eitt það fyndnasta sem ég hef heyrt síðan Höddi Magg talaði um Tom Cruise og hversu margir héldu að hann væri geimvera 🙂 Svo sagði hann líka Sua þegar Saha var að koma innáYNWA

 47. Þessi jafntefli eru að verða þreytt, allir sammála um það. En það eru batamerki á liðinu þannig að það er engin ástæða til að örvænta. Aðeins 4 stig í fjórða sætið og ef við vinnum United um næstu helgi er ég bjartsýnn á að við náum því. Ef við aftur töpum þá hugsa ég að keppnin snúist um að reyna að enda í 5-7 sæti. Þetta er alger úrslitaleikur í mínum augum og crucial að vinna hann. 

 48. Suares átti nátturulega að byrja inná, annars nenni ég ekki að ræða þennan leiðinlega leik.

 49. Mér finnst ekki alveg rétt að bera þetta jafntefli saman við Stoke-jafnteflin, en jú, menn eru að sleppa of oft með 1 stig frá Anfield, hágir sem lágir.Svo fannst mér spennustigið á Suarez of hátt, sbr. sparkið í Scott Parker.  Hann kom inn með látum, en aðeins minni læti og smá meiri einbeiting hefði skilað sér betur.Og auðvitað heimta rauðnefirnir rautt á Suarez, vildu fá hann í bann svo þeir þurfi ekki að mæta honum á laugardag.

 50. http://www.skysports.com/video/inline/0,,16461_7492859,00.html

  Ég gæti ekki verið meira ósammála Dalglish.

  “The most important thing for us was the way the team played”

  Mér hefði verið slétt sama ef við hefðum verið lélegir en samt unnið…
  Það mikilvægasta er að ná í eins mörg stig og hægt er. Ekki hversu vel liðið spilar. Við erum ekki Wigan!

 51. og já, af því að menn hér hafa svo gaman að tölfræði:

  9% af marktækifærum hjá Liverpool verða að mörkum – lægsta hlutfallið í deildinni.

  En við vissum þetta svosem allir 🙂

 52. Magnað þegar að grátkórinn hér fyrir ofan fer af stað, mætti halda að við hefðum tapað stórt fyrir sterku liði Tottenham miðað við sum ummæli hér að ofan.En það er markt jákvætt sem má taka frá þessum leik. 
  – Reina hafði nánast ekkert að gera = solid vörn. 
  – Skrtel lang besti maður vallarins, btw.
  – Spearing flottur í varnartengiliðnum en þarf að vanda sendingar betur.
  – Carroll er að koma til allur, finnst hann meiri að segja orðin fljótari en hann var.
  – Suarez er kominn aftur, það er fagnaðarefni fyrir klúbbinn og uppá skemmtunina!
  – Gerrard er að taka 90 mínútur og að spila vel.

  Tottenham var án nokkra lykilmanna en okkar menn voru ekki með Lucas Leiva (hann er ekki að skora kannski en hann er duglegur og flottur í að dreifa spilinu) sem er alltaf fyrsti maður á blað hjá KD ef hann væri heill.

  Er samt sammála nokkrum hér að ofan með að spil liðsins hafði mjög lítið tempó. Sóknirnar voru ekki nægilega hraðar en ef við skoðum t.d bakverði Tottenham, Walker og Ekotto, það er ekki eins og að það sé einhver að fara að hlaupa þá tvo af sér nema þú heitir Speedy Gonzales!!
  Fyrir mig hefði Downing átt að byrja þennan leik og það á hægri kannti fyrir Kuyt. Með svona fljótann bakvörð á móti sér á Kuyt ekki mikla möguleika þar sem tæknin er ekki uppá marga fiska hjá kappanum.

  En, mitt mat er að þetta hafi verið ágætis leikur okkar manna og jákvæðir punktar fleiri en neikvæðir. 

  Skrtel maður leiksins, án efa!

  YNWA – King Kenny we trust!

 53. Ágætur leikur en svakalega pirrandi að klára þetta ekki.  Ég hef hins vegar áhyggjur af því að Suares hafi ekki lært neitt enda var þetta rautt spjald og ekkert annað.  Ef þið skoðið myndina inni á fotbolti.net ( http://www.fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=121200 ) þá sést þetta mjög greinilega.  Suares er allt oft góður í fótbolta til að til að vera að reyna að hitta boltann tveimur metrum áður en hann kemur til hans enda fannst mér strax og þetta gerðist að þetta væri rautt.Við þurfum svo sannarlega á kallinum og halda en hann verður bara að hætta þessu því annars verður hann komin í bann aftur mjög fljótlega.

 54. Fannst þetta fínn leikur, en miðjan óskipulögð og sóknarleikurinn afskaplega bitlaus. Ég set spurningamerki við það hversu mikið Spearing stjórnaði tempoinu í spili Liverpool, allavega í fyrri hálfleik. Þótt skotið hans hafi verið mjög flott þá fannst mér hann hafa of mikið að segja hvað varðar sóknarleikinn. Suarez var ágætur – ég var hræddur um að hann mundi verða of graður og tense í sínu spili, þ.e skjóta of snemma eða spila dáldið hugsanalaust eins og sumir heimsklassamenn hafa gert eftir fjarveru (t.d Sneidjer). En hann spilaði vel. Maður leiksins að mínu mati var Reina, leyfði Bale ekki að skora á sinni vakt.

 55. Það jákvæða sem ég tek út úr þessum leik er sú staðreynd að Scott Parker leit út í enda leiks eins og Carragher eftit 120 mínútur á móti AC í Istanbúl. Maðurinn var alveg búinn á því. Tottenham menn seldu sig 100% í varnarleikinn og þá er mjög erfitt að vinna lið sem er í toppbaráttunni.

 56. Horfði á leikinn í nótt, náði honum ekki í beinni. Hafði lesið kommentin hér áður og reiknaði með ömurlegri frammistöðu eftir ansi margar neikvæðar raddir, en stólaði auðvitað á að leikskýrsla Babu væri með þetta.

  Sem hún auðvita’ð var. Hef töluvert horft á Tottenham í vetur og því var afskaplega gott að sjá að við réðum við sóknarhugmyndir þeirra. Það er ekkert einfalt mál að gelda Bale og yfirkeyra Tottenham á þann hátt að þeir leggjast til baka og voru sýnilega mjög glaðir með stig. Alveg það sama og við sáum City og United gera í deildarleikjum á Anfield í vetur.

  Vissulega hundsvekkjandi að ná ekki að klína marki, það þekkjum við þó ágætlega og mér fannst bara leikur gærdagsins enn ein sönnun þess að okkur vantar enn gæði í sóknarleikinn, þar þurfum við 1 – 2 alvöru leikmenn sem skora sigurmörkin í svona leikjum.

  En við þurfum heldur ekki meira, varnarleikurinn er beinlínis frábær og uppbyggingin að sóknarþriðjungnum er afskaplega góð. Í gær voru í okkar liði Bellamy, Suarez, Carroll, Kuyt og Gerrard sem er ætlað að klára færi en þeir náðu því ekki í gær. Því miður, en ég leyfi mér að vera minna argur eftir þennan leik heldur en þegar smáliðin loka á okkur.

  Umræðan í gær var auðvitað um Suarez. Kenny tók “gamla skólann” á þetta í gær. Sóknarmennirnir voru búnir að standa sig afskaplega vel síðustu þrjá leikina, þá meina ég Bellamy, Kuyt og Carroll og það var alveg viðbúið að Suarez hafi verið með kollinn hátt uppskrúfaðan og þá er þetta nú oft leiðin. Verðlauna leikmennina fyrir sína frammistöðu hlýtur okkur sem höfum spilað fótbolta að vera eðlilegt og Suarez fékk alveg tímann til að skína.

  Hins vegar er sparkið hans í Parker ljótt í endursýningunni og kannski sýndi það okkur að stjórinn gerði rétt með að láta hann ekki byrja, eða hvað? Hann verður væntanlega með frá byrjun á Old Trafford, og þá er eins gott fyrir hann að vera tilbúinn í GRÍÐARLEGT mótlæti og þar vill ég að hann sýni heiminum hvernig taka skal á slíkum hlutum. Ummæli Shrek á Twitter og komment Dalglish auka bara enn á hasarinn.

  Svo vona ég innilega að hér séu menn nú svolítið að kynda bál þegar þeir eftir síðustu vikur tala um útbrunna leikmenn, vonlaust lið eða að þeir vilji fara út af þeirri stefnu sem nú er í gangi. Við erum að keppa á þrem vígstöðvum í febrúar, ég satt að segja man ekki hvenær það gerðist síðast – það er að mínu mati orðið þreytt að koma hingað inn eftir að liðið vinnur ekki og heyra þá talað um að enginn geti neitt, það þurfi að kaupa hálft lið og að stjórnendateymið geti ekki neitt. Benda á lausnir í ummælum myndi strax verða betra og þá helst ekki vísa í hvað við erum stórt lið. Við urðum síðast meistarar 1991 og unnum síðast titil 2006. Vonandi breytist þetta með titilinn í vetur, jafnvel tvo og þess vegna eigum við ekki að byrja að skjálfa þegar liðið vinnur ekki Tottenham, sem er jú að keppa um meistaratitil þetta árið.

  Neikvæða umræðan kristallast í því að mönnum finnst Gerrard eiga frekar lítið eftir og skilja ekki í því að við keyptum ekki Scott Parker í sumar. Steven Gerrard er fimm mánuðum eldri en Parker og hefur aldrei á sínum ferli náð að spila tímabil án meiðsla. Reykás-syndróm ef það er til nokkurs staðar.

  Auðvitað hefði verið frábært að taka þrjú stig þarna, en við höldum á Trafford og erum alveg í séns að ná í þrjú stig þar, sem myndi eins og Babu segir leiðrétta þennan leik, og sennilega fleiri.

 57. Ég er sammála því að við erum lið “in progress” enn það gengur bara full hægt finnst mér. Greinilegt að það átti að laga varnarleikinn og það hefur tekist. Erum bara full varnarsinnaðir á Anfield finnst mér. Við erum með 39 stig og ef við fáum 2 stil að meðaltali úr næstu 14 leikjum verðum við með 67 stig. Við vorum með 1.9xx stig á leik eftir að KD tók við í fyrra. Við verðum að komast í CL!

  Þetta eru stigin sem liðin hafa fengið síðustu ár í 4 sætinu:
  2011 – 68 – Arsenal
  2010 – 70 – Tottenham
  2009 – 72 – Arsenal
  2008 – 76 – Liverpool
  2007 – 68 – Arsenal
  2006 – 67 – Arsenal
  2005 – 61 – Everton (Við í 5 sæti með 58 stig enn fórum samt í CL)

  Jafnari deild enn oft áður svo við eigum ennþá möguleika. YNWA

 58. Ég er sammála fastapennum síðunnar að mestu leyti, Magga og Babu. En þó fannst mér að Dalglish hefði mátt taka Spearing útaf um svipað leyti og Suarez kom inná. Henderson, sem að mínu mati hefur stigið upp og átt verulega góða leiki, hefði verið fullkominn á þeim tímapunkti. Spearing hafði vissulega verið fínn í að halda Modric útúr leiknum en sendingar hans voru afleitar. Í fjögur skipti hafði hann tækifæri til að sprengja leikinn upp með einfaldri sendingu upp kantinn en sendi boltann beint á leikmann Spurs. Kannski var KD að hvíla Henderson fyrir átökin gegn United.Tottenham mætti til að verjast og það er erfitt að eiga við lið, af þeim gæðaflokki, þegar leiksskipulagði er þannig. Þeir drápu allt tempó í leiknum, notuðu allar aukasekúndur. Leikur Liverpool olli mér ekki neinum sérstökum vonbrigðum, þeir reyndu allan leikinn. Leikurinn í heild voru hins vegar vonbrigði kvöldsins; ég hafði gert mér vonir um hraðsoðna markasúpu.Suarez var mjög æstur, skiljanlega og langaði mikið að taka þátt. Hann var kannski heppinn að fá ekki rautt en hann var líka fljótur að biðjast afsökunar, strax eftir brotið og svo seinna útá vellinum.Ég óttast hins vegar það versta fyrir United-leikinn; pressan á honum verður gríðarleg og ef Premierleague væru Sameinuðu þjóðirnar þá yrðu bæði Evra og Suarez hvíldir. En menn ætla sér sigur og þetta verður brjálaður leikur. Og sögulegur.

 59. Ef við gefum okkur það að við þurfum 70 stig, sem er kanski ekki svo fjarri lagi.

  Þá þýðir þetta það að við þurfum að fá að meðaltali 2,2 stig úr hverjum leik af þeim 14 leikjum sem eftir eru í deildinni.

  Þá þarf nú spilamennska liðsins heldur betur að batna því að við höfum ekki fengið nema 1,625 stig úr leik í þeim 24 leikjum sem búnir eru á tímabilinu.

 60. Er engin á því að Bale hefði átt að fá rautt, þegar hann ýtti við Agger og var með leikaraskap rétt á undan því.. Er ekki gult fyrir leikaraskap og gult fyrir að hrinda leikmanni?

 61. Spurning hvort Anfield sé að verða óvinnandi vígi fyrir okkar menn….. Suarez var ótrúlega heppinn að fá ekki rauða spjladið.. ekki séns að hann hafi verið að reyna að ná í boltann..Ég spái því að hann fái rautt gegn Scum og 6 leikja bann fyrir að sparka Evra niður..

 62. #71 arni

  Þú hlýtur að vera að grínast að þetta sé að ganga full hægt? Við eyddum vissulega slatta pening til að koma okkur aftur á kortið en hvernig færðu það út að þetta sé að taka langan tíma? 

  Júní 2003 keypti Roman Chelsea. Hófst þá uppbygging á fullu en unnu þeir e-ð árið 2003-2004? Nei það gerðu þeir ekki. Þeir lentu þá í 2. sæti í deildinni en ekki er hægt að tala um neitt meira en það. Á þessum tíma voru þeir eina liðið með eigenda sem gat mokað pening í liðið enda keypti það þá leikmenn sem höfðu áhuga að koma. Einu og hálfu ári síðar eða seasonið 04-05 unnu þeir deildinna en fyrsti bikar þeirra var .. Guess? League Cup bikarinn sem Liverpool er einmitt í úrslitum núna. 

  Ágúst 2008 var City keypt af fjárfestum frá Abu Dhabi og hvað hafa þeir afrekað 4 árum seinna? Aðeins F.A Cup! Sjá hvar þeir eru í dag? Þeir eru efstir í deildinni og af mörgum taldir sigurstranglegastir að sigra deildina.

  Season 2009-2010 tók Real Madrid spending spree og keypti Ronaldo, Kaka, Alonso og Benzema. Síðan hafa þeir bætt við mönnum eins og Carvalho, Di Maria, Özil og Khedira. Síðan 2009 hafa þeir aðeins unnið bikarinn.

  Öll þessi lið sem nefnd eru hér fyrir ofan hafa eytt miklu meiri upphæðum í leikmenn en við getum ímyndað okkur að verði eytt í Liverpool. Segja má að við getum jafnað bikarfjölda og City og Madrid vinnum við Cardiff. Þetta tók tíma hjá Chelsea, þetta er að taka tíma fyrir City og Real en þetta er allt saman að skila sér þar. Við sem stuðningsmenn getum ekki ætlast til þess að einu ári sé liðið að dominate-a allt! Við erum komnir í úrslit í einum bikar og komnir í 16. liða úrslit í FA. Við eigum enn ágæta möguleika á meistardeildarsæti.

  Hvernig geta stuðningsmenn ætlast til meira? Já jafntefli á heimavelli hafa verið svekkjandi en shit happens!

  In the words of Bill Shankly:

  If you can’t support us when we draw or lose, don’t support us when we win! 

 63. #41 Garðar og #45 Sveinbjörn.

  Þið sýnið akkúrat fram á það sem ég er að segja.Það vantaði ekkert merkilega mikið í þetta Tottenham lið. Lennon, VDV og Kaboul. Svo menn á bekkinn. Finnst ykkur Talent – droppið frá Kaboul og í Dawson (sem var valinn maður leiksins) mikið?

  Mikilvægustu leikmenn Tottenham eru: Friedel, King, Modric, Parker, Bale og Adebayor. Þeir voru allir með.

  Liverpool vantaði Lucas (gríðarlegt talent-gap á milli hans og Spearing), Enrique (sem gerði það að verkum að hægri bakvörður spilaði þar) og Suarez kom inná á 65. mínútu.

  Það er alveg gríðarlega augljóst að það vantaði merkilegri og mikilvægari hluta af Liverpool liðinu heldur en þessu Tottenham liði, þess vegna er alger óþarfi að tala niður þesa frammistöðu á móti gríðarsterku Tottenham liði sem sá aldrei til sólar í þessum leik.

 64. Greinilegt að ManU fylgismenn skrifa hér ýmist undir réttum formerkjum eða fölsku flaggi… til dæmis Haraldur #52, aumkunarvert og barnalegt að geta ekki pissað í klósettið heima hjá sér bara. Ein leið til að laga þetta er að láta skrá sig með notendanafni og lykilorði fest við netfang. Hin er að krefjast þess að menn skrifi inn aðgangsorð í hvert sinn, til dæmis: 1) Kenny Kóngur er besti fótboltamaður allra tíma2) Gerrard er besti miðjumaður fyrr og síðar3) YNWA LFC Alltaf4) Súarez tekur Evra í nefiðVar annars bara nokkuð sáttur við leikinn, hefði mátt sækja meira fyrr líkt og á móti ManU og City undanfarið. 

 65. “Afhverju var Stoke að spila í Tottenham treyjum?”Ég veit ekki hvaða leik þú varst að horfa á en “Stoke” var frekar liðið í rauðu búningunum í gær. Skrtel hefði átt að fá tvö rauð spjöld á innan við 5 mínútum og svo er Charlie Adam að sanna sig sem eflaust einn versti tæklarinn í enska boltanum og víðar. Það var EKKERT jákvætt við leikinn í gær nema stigið sem við fengum. Liðið var algjörlega hugmyndasnautt og átti í basli með að tengja saman 2-3 sendingar á samherja. Það í raun sýnir ástandið á Anfield þegar við erum að ströggla á heimavelli við að ná stigi gegn Tottenham liði sem í vantaði 4-5 fastamenn. Það eiga eflaust margir eftir að væla og koma með barnaleg svör við þessu en þetta er bara staðreyndin sem við þurfum að búa við í dag sem Liverpool aðdáendur; allavega þangað til keyptir verða betri leikmenn. PS: Skrtel má nýta þessar tæklingar úr leiknum í gær á Rooney á Laugardaginn.

 66. Svo vil ég að Suarez fari að hegða sér eins og maður en sparkið sem hann gaf Parker í leiknum var fáránlegt.

 67. Við erum með allt of fáa matchwinnera í liðinu, þess vegna eru öll þessi jafntefli. Þeir sem maður getur treyst á að geri eitthvað af viti inn á vellinum eru Gerrard, Suarez, Bellamy og Kuyt og búið, jú kannski Maxi líka. Þarna eru 4 af 5 vel yfir þrítugt. Hinir gaurarnir í liðinu verða bara að fara herða sig. Ef Carroll sýnir ekki meira eftir áramót heldur en fyrir þá á bara að sparka honum aftur til Newcastle. Meiri draug hef ég ekki séð í framlínunni á Anfield síðan Eric Meijer. Munurinn er náttúrulega sá að Eric var ókeypis. Downing er heldur ekki betri kaup. Downing gerir ákkurat ekkert skemmtilegt inn á vellinum. Hann getur ekki skorað, hann getur ekki sólað, hann getur ekki gefið fyrirgjafir. Þetta er svona yfir meðallagi kantmaður, duglegur og fljótur og væri örugglega frábær í Bochum. Varnarlínan hefur reyndar verið að koma til og vel það. Ljóst að Clarke er gæðaaðstoðarþjálfari. Spurning um að fara gefa honum kannski stöðuhækkun, láta hann sjá um deildina og Kenny um bikarkeppnirnar. Ian Rush getur síðan tekið Evrópukeppnina. 

Liðið gegn Spurs

Könnun: Á Dalglish að nota Suarez um helgina?