Liðið gegn Wolves

Fimm breytingar á byrjunarliðinu sem lagði United á laugardaginn, liðið er svona:

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Enrique

Spearing – Adam
Kuyt – Henderson – Bellamy
Carroll

Bekkur: Doni, Aurelio, Coates, Downing, Carra, Shelvey, Kelly.

Það er mikið álag á liðinu þessa dagana og því eðlilegt að það sé róterað aðeins. Gerrard er að ég held lítillega meiddur og því ekki í hóp í kvöld. Downing, Carra, Kelly og Maxi koma einnig úr liðinu.

Spearing líklega í holunni með Adam eða Henderson nálægt sér og Kuyt, Bellamy og Carroll frammi. Þetta gæti líka verið 4-4-2 með Henderson hægramegin og Bellamy á kantinum, vona ekki.

Koma svo.

Uppfært: Liðið hjá gestunum inniheldur Íslending og er svona
Hennessey; Foley, Johnson, Berra, Ward; Jonsson, Frimpong; Kightly, Edwards, Jarvis; Fletcher.

82 Comments

 1. Líst vel á þetta. Gerrard sýndi þreytumerki í síðasta leik og það verður að fara varlega með hann. Hefði hugsanlega viljað sjá Shelvey á kostnað Spearing.

 2. Þetta er fínt en svoldið margir varnarmenn á bekknum !  Er planið kannski að taka eitt mark og pakka svo í vörn ?  Vona ekki.

 3. Ég sé Shelvey koma inná í þessum leik, pottþétt.  Enginn sóknarmaður á bekknum ???  hvaða rugl er það ? Er ekki betra að hafa einhvern ferskann gutta á bekknum úr varaliðinu ?  Kannski bara ég, en mig langar mjög að fara að sjá Sterling og aðra ferska með aðalliðinu. YNWA

 4. Tel hæpið að Spearing verði í holunni – honum verður ætlað að halda sjó varnarlega – dýpsti miðjumaðurinn. Shelvey og Downing eru prýðilegir sóknarmenn þegar svo ber undir. Gæti endað 0-3.

 5. GERRARD ER EKKI HÓP HANN ER AÐ FARA TIL CHELSEA :O!! (hleypa smá spennu í þennan glugga)

 6. Það er kannski fúlt að sjá engan sóknarmann á bekknum en þetta er nú aðallega vegna þess að allir tiltækir sóknarmenn eru í byrjunarliðinu! Það er nú líka fínt. 

 7. Hef á tilfinningunni að þetta verði erfiður leikur. Okkar menn búnir að vera frábærir í síðustu 2 leikjum og slá út bæði manc-liðin úr báðum bikarkeppnunum, sem er æði.

  Spái jafntefli í kvöld (1-1) sem eru eitthvað svo “einsogþaðhefurveriðþettaseason” úrslit og kæmi mér ekki á óvart. Vonum samt það besta.

  Áfram LFC!

 8. Ég bara neita að trúa því að menn verði ekki mótiveraðir í kvöld eftir að hafa gert vel á móti Manchester liðunum.  Ætti að vera nóg til að kveikja í mönnum!  Vinna þessi andskotans lið fyrir neðan okkur.

 9. Afhverju þarf Charlie Adam að vera svona lélegur strákar?Að hugsa sér að við höfum náð að fara úr Alsono – Mascherano – Gerrard miðju niður í Adam – Spearing – Henderson … og það bara á 2 árum??

 10. @Johnny: Miðjan okkar undir venjulegum kringumstæðum er Lucas, Gerrard og Henderson/Adam. 

 11. Ég bara skil ekki að Dalglish loki í lás og segi bara að við þurfum ekki menn, þessi hópur nógu góður og hananú, okkur veitti ekki af sóknarmanni og vængmanni og jafnvel varnartengilið ! 

  Er Tottenham ekki með úrvalsmannskap, en þeir eru nú samt að reyna að bæta liðið – það er hægt að gera það á skynsaman eins og þeir hafa t.d. gert. 

  Nú er verið að bendla Milos Krasic við þá, leikmaður sem væri alveg snilld fyrir okkur að fá lánaðan ef það er í boði – við hefðum miklu meira að gera við hann en Tottenham, en nei – við þurfum ekki neitt – sennilega þurfa Tottenham menn hann frekar, jæja…….. við ætlum ekkert að kaupa / leigja og það er þá bara þannig.

 12. Jordan Henderson og Charlie Adam???? í alvörunni??  í hvaða deild er Liverpool?

 13. Er það bara ég sem sé að það eru bara búnar 43 mínútur?  Róið ykkur niður, leikurinn er ekki tapaður enn!

 14. STAT: Liverpool have averaged 12 shots for every goal scored; the worst ratio in the Premier League.

 15. Bellamy setur hann í byrjun seinni og þá opnast flóðgáttir…

 16. “Defoe has just landed in a helicopter on Stanley Park. I’ve just seen him get bundled into the back of a Ford Courteener.”

 17. Carroll vinnur alla bolta sem koma inn í teiginn og kemur þeim á hættusvæðið en þar er bara aldrei neinn Liverpoolmaður,hvílíkt slappir sem þeir eru Henderson og Kuyt að vera aldrei þarna þegar boltinn kemur.

 18. Fá Downing inn í seini. Menn verða að fylga eftir þessum boltum frá Carroll. Það vantar svo sárlega einn góðann striker í þetta lið okkar, einhvern sem lúrir í teignum.

 19. Hvílíkir snillingar, ég legg til að KK segi leikmönnum að þeir þrír fyrstu sem hann þarf að skipta útaf vegna lélegra vinn bragða verði settir í varaliðið til vors.  Adam svo skelfilegur að ég held að það sé betra að gefa hann heldur en hafann í liðinu.

 20. Ian Doyle
  Someone has handcuffed themselves to the goalpost at Goodison.

  Skemmtileg frétt!

 21. Nú þarf KK að skipta Adam út fyrir Shelvey. Adam meira að segja á gulu spjaldi, tifandi tímasprengja.Ekki gefa honum meira en 10 min í seinni please.

 22. JÁÁÁÁÁÁÁ CARROOLLLLLL!!!!!!

  og segiði svo að Adam eigi ekki að vera inná!

 23. Andy Carroll heldur upp á að hafa verið 1 ár hjá Liverpool með marki.  Vel gert og til hamingju með daginn Andy.

 24. Jæja, Adam með frábæra sendingu á Carroll sem skorar! Held að menn ættu að spara gífuryrðin hérna… 

 25. Maður á kannski bara að þegja.Adam með bullet á tréhestinn, hviss bæng.

 26. Guði sé lof!!!!!  Þetta var æði.. Carroll búinn að standa sig vel í síðustu leikjum þrátt fyrir að hafa ekki skorað fyrr en nú, fær skelfilega litla þjónustu oft á tíðum.

 27. Velkominn aftur Carroll! Og bara svo þið vitið það er Defoe kominn!

 28. Sweet Carroll 9
  Oh Oh Oh
  Scoring never looked so good
  So good So good So good
  Goals all the time
  Oh Oh Oh
  Just like Kenny said he would

 29. “The entire Wolves starting 11 is valued at £16.8 million, less than half what Liverpool paid for Carroll; what a waste of…oh he just scored!”

 30. Lífið er ljúft, vantar bara að Henderson setji eitt til að kóróna kvöldið.

 31. MAGNAÐ hvað eitt stykki mark getur gert fyrir sjálfstraust sóknarmanns… Carroll er bara eins og kóngur inni á vellinum

 32. Carroll var mög góður líka í fyrrihálfleik fékk bara enga andsk hjálp frá andlausum félögum sínum sem hafa vaknað í seinnihálfleik

 33. Adam bara kominn með 2 stoðsendingar í leiknum. Selja hann í hvelli takk!

 34. Adam greyið er bara ekki í Liverpool klassa, hann er bara kominn með tvær stoðsendingar í leiknum…

 35. Svona á þetta að vera Adam með aðra góða stoðsendingu og við fáum loksins öll þessi mörk í leik sem við erum búnir að þurfa að biðja um allt of lengi ! Sjálfstraustið að komast í gang og framherjanir að setj’ann ! Er byrjaður að fá vatn í munninn við tilhugsunina um að taka Tottenham í kennslustund !YNWA

 36. #17, #26, #39 og #42
  Hárrétt hjá ykkur Adam er ömurlegur og KK er í ruglinu að velja hann.
  Bara tvær stoðsendingar!!! Algjörlega óásættanlegt…
   
   

 37. Bellamy er kominn með jafnmörg mörk á þessu tímabili og hitt tímabilið sem hann lék með Liverpool, eins og rauðvín.

 38. Ekki missa ykkur yfir því að Adam eigi einn góðann leik þið sem hafið sennilega ekki séð allt tímabilið hjá honum. Hann hefur staðið sig mjög illa en er alltaf valin í liðið og þess vegna eru menn að gagnrýna hann.  Góður sigur hjá okkar mönnum og vonandi heldur þetta svona áfram.

 39. Nánast fullkominn kvöldstund,ef chelsea hefði sleppt því að skora þarna í blálokin.Andy Carrol átti skilið að skora miðað við þennan leik og manu leikinn vonandi eflir þetta sjálfstraustið hjá honum Well done lads!

Glugginn lokast – opinn þráður.

Wolves – Liverpool 0-3