Glugginn lokast – opinn þráður.

Dalglish auðvitað eyðilagði fjör dagsins með ummælum sínum í gær en við hendum samt upp opnum þræði í tilefni dagsins.

Strax komu upp “samsæriskenningar” vegna ummæla kóngsins, þetta væri bara reykur sem væri verið að þyrla upp, ekki síst eftir að Mick McCarthy tjáði öllum að Wolves hefðu neitað LFC um að færa leik kvöldsins til. Liverpool hafði beðið um það til að eiga meiri tíma á síðasta degi gluggans.

En sjáum til hvernig dagurinn þróast, bætum hér inn ef eitthvað gerist hjá okkur en þráðurinn er opinn og fólk getur tjáð sig um gluggann og önnur lið að vild.

59 Comments

  1. Vonandi kemur eitthvað óvænt upp. Liverpool hefur lengi verið í vandræðum með að opna lið sem liggja mikið til baka, og því finnst mér vanta skapandi framliggjandi leikmann.

    Það er þó ljóst að það er ekki gríðarlega mikið á lausu núna, Texeira frá Gröningen var heitasta slúðrið og svo Tevez núna.

    Þetta kemur ekki alveg í veg fyrir að maður verði á F5 í dag…

  2. Held að það skipti litlu hvort Liverpool væri að spila í dag eða ekki ef við værum að fara að kaupa einhvern, Comolli getur bara séð um þau mál á meðan Dalglish er að stjórna leiknum. Held að aðal ástæða þess að óskað var eftir að færa leikinn sé svo það sé meira jafnvægi á milli leikja. Við vorum að spila síðast á laugardaginn og eigum svo næsta leik eftir leikinn í dag á mánudag.. Ég ætla amk ekki að búast við neinum viðskiptum í dag enda þurfum við ekki á því að halda. Sumarið er tíminn þar sem heimsklassaleikmenn eru lausir og myndi ég frekar vilja sjá peninga fara í þá leikmenn heldur en eitthverjar tilraunir núna.. 

  3. Við fengum allavega besta tilraunardýrið okkar í fyrra í þessum glugga svo að held að það sé ekki málið að enginn er laus í þessum glugga, allir hafa sitt verð.
    Svo er bara spurning um hvað stjórnin okkar er til í að henda út, og auðvitað hvað Dalglish vill.

    En mikið rosalega vona ég að við fáum allavega einn leikmann fyrir lok gluggans, þá helst framherja.
    Sterkasta slúðrið virðist þó vera að fá Teves á láni, því miður, I don’t like that guy.. En hann er svakalega góður og myndi klárlega gera gott fyrir okkur, þar að segja ef hann drepur ekki móralinn, sem betur fer er þó bara verið að tala um lán.
    Held samt að þetta væri ekki vitlaust move hjá city að lána okkur hann, erum búnir að spila alla leiki við þá og við eigum eftir að spila við liðin sem eru í baráttu við þá um 1.sætið (manutd og Tottenham).

    Er samt mest sár yfir að Cavani slúðrið er dautt og var því líklega bara algjör uppspuni, úff hann og Suarez saman frammi hefði verið draumur…

  4. Bellamy – Tevez – Suarez
    Ætti að koma liðinu upp í fjórða.

  5. ÓliPrik #3 .. Ég held að allar hurðir verða opnar í sumar með Cavani, held hann vilji amk klára þetta tímabil með Napoli, þeir eiga Chelsea í 16 liða úrslitum í Meistaradeildinni t.d. 

  6. Bellamy, Tevez, Suarez er sennilega einhver jafn geðveikasta framlína sem um getur. Væri alveg til í að fá Tevez á lánssamning eftir áramót. Hann gæti hjálpað okkar klúbbi mikið að ná í meistaradeildarsæti og hann yrði það stutt hjá okkur að við þyrftum ekki að hafa miklar áhyggjur af ruglinu í honum.

    Þetta er samt aldrei að fara gerast.

  7. Já hef reyndar fulla trú á að við munum reyna að versla hann í sumar, hann gaf líka út smá hint á þessu tímabili að hann vilji fara úr Napoli og konan hans einnig eftir að hún var rænd þar.

  8. Bellamy – Suarez – TevezMikið óskaplega held ég að það myndi sjóða uppúr bæði innan vallar sem utan.

  9. Ég get ekki trúað öðru en að Liverpool langi til að versla sér í janúar. Það þarf að styrkja liðið, á því leikur enginn vafi. Liðið ætlar ekkert að sætta sig við 4.-6. sæti á næstu árum og ætlar auðvitað að stefna á toppinn, því þarf að fá betri leikmenn inn í ákveðnar stöður og ég er alveg viss um að Liverpool myndi vilja kaupa í janúar.Ástæða þess að Liverpool mun líklegast ekki kaupa í þessum mánuði er að ég held sú að réttu leikmennirnir, þ.e.a.s. fyrstu valkostir liðsins séu hérnlega bara ekki í boði á þessum tímapunkti. Ég vil lifa í þeirri trú, alveg þar til ég get ómögulega séð fram á að það gangi upp, að Liverpool vilji berjast um stærstu og bestu bitana á leikmannamörkuðunum. Þessir bitar eru afar sjaldan í boði á þessum tímapunkti og ef þeir eru það þá kosta þeir yfirleitt töluvert meira en þeir myndu annars gera.Ef það er eitthvað sem maður hefur tekið frá því sem eigendurnir, Comolli og Dalglish hafa talað um í gegnum tíðina þá er það að Liverpool leitast ekki eftir því að fá sér “short term replacements” eða svona skyndilausnir einhverjar sem útskýrir kannski að miklu leyti af hverju ekkert hefur verið gert í janúar. Kostur númer eitt er ekki falur fyrr en í sumar svo félagið ákveður að bíða og reyna við hann þá í stað þess að fara á eftir leikmönnum sem eru neðar (í einhverjum tilfellum kannski mjög neðarlega) á óskalistanum.Ætti Liverpool ekki frekar bara að bíða til sumars og kaupa af alvöru heldur en að kaupa skyndilausn í janúar sem væri í raun kannski aðeins hugsaður með næstu 4-5 mánuði í huga? Ég hallast allavega frekar að því að bíða til sumars, nema þá ef það er frábær leikmaður á lausu núna þá má auðvitað stökkva á hann!

  10. Æi, er herra heimþrá málið? Væri kominn með allt og alla upp á móti sér á núll einni.

  11. Það eru nokkrir áhugaverðir kostir í stöðunni.
    Tevez á láni.
    Rodalega fer í dag, bara spurning hvert hann fer.
    Lucas Barrios er á leiðinni í Úrvalsdeildina í dag sennilegast.
    Djibril Cisse væri flottur kostur í hægri framherjastöðuna, hann fer í Ensku deildina í dag.
    Engin af þessum leikmönnum kostar meira en 7-10 mp nema Tevez sem yrði hvort eð er ekki keyptur.

  12. Fotbolti.net: 
    David Craig hjá SkySports segir að Liverpool komi til með að leggja fram tilboð í Demba Ba á næstu klukkutímum. Fróðlegt að sjá!

    Yrði svaka sterkt að stela honum á Newcastle!

  13. Óliprik – ef konan hans Cavani er óánægð í Napoli eftir að hafa verið rænd þar, þá er Liverpool borg líklega síðasti staðurinn sem þau flytja til.

  14. Liðið hefur sýnt að það getur ýmislegt. Vona í það minnsta að menn fari að hætta að skammast út í Henderson og gefi Carroll smá viðurkenningu. Ef það koma nýir leikmenn þá er það frábært. Það sem ég er ánægður með er að það virðist sem klúbburinn sé að reyna að ná í alvöruleikmenn ekki meðalmenn. Ég get vel hugsað mér að fá Mascherano!En leikurinn í kvöld mun taka á taugarnar. Verkefnið er að halda einbeitingunni gegn brjáluðum Úlfum.

  15. er það ekki frekar ólíklegt… er Spurs ekki frekar að losa sig við Pavlyuchenko?

  16. Væri skandall að fyrir Barcelona að kaupa Persie, maður sem er 29-30 ára og hentar ekki í hratt sendingaspil Barcelona, auk þess sem 83 m/p er töluvert mörgum tugum milljóna ofaukið fyrir RVP.

  17. Sælir félagar.Vona að okkar menn geri eitthvað í dag varðandi leikmannakaup þó að það sé frekar ólíklegt. Er ekki að sjá að Liverpool sé að berjast um 4 sætið miðað við hvernig þeir
    hafa verið að spila í deildinni að undanförnu en maður veit aldrei. Kannski að
    þessir bikarleikir komi okkur á rétta braut. Vitið þið um link sem er hægt að smella á til að sjá skysport í kvöld þannig að maður geti séð þetta beint?KV JMB

  18. @ Pétur F. 17: Þar sem Napoli er ein hættulegasta borg heims þannig að jú, hún ætti nú frekar að vilja búa í Liverpool 😉
    Hef aldrei orðið var við að Liverpool borg sé hættuleg eða konum leikmanna þar rænt.

    En annars held ég að Cavani sé alls ekki að koma í þessum glugga.. Þeir eru náttúrulega í CL og 16 liða úrslit eru að fara að byrja, efast um að hann fari þá á miðjutímabili.

  19. 24# Ég geri mér 100% grein fyrir því, var bara að segja mína skoðun á því EF þetta yrði einhverntímann að veruleika. Sé Persie ekki fyrir mér eiga annað eins tímabil og heldur ekki í öðru liði en Arsenal.

  20. Einfaldlega ekkert í gangi.  Twitter þegir, einhverjir að reyna að tala um Defoe, en það eru engir sem hafa hingað til verið með puttann á púlsinum.

    Á Melwood er verið að pakka í rútuna og þar virðast læknar og þjálfarar allir ætla með.  Allt bendir til dauflegs dags hjá LFC, bara eins og Kenny talaði um.

  21. Að hluta til er ég bara nokkuð sáttur við að það sé ekkert keypt í þessum janúarglugga. Það sýnir okkur bara að mönnum er alvara með að treysta núverandi hópi og að mönnum er alvara með að ætla bara að styrkja hópinn ef/þegar réttir menn eru til sölu. Engin panikk-kaup af því að liðið er nokkrum stigum frá 4. sæti heldur hugsa um heildarmyndina.Jú, ég hefði helst viljað sjá einn sóknarmann koma inn í janúar en fyrst sá rétti var greinilega ekki fáanlegur er ég alveg sáttur við að bíða fram í sumar. Vonandi verða menn þá líka rólegir þótt Meistaradeildarsætið náist ekki í vor því ég hef ekki trú á að núverandi hópur nái því markmiði. En ef eigendurnir og stjórar Liverpool FC eru reiðubúnir að bíða fram á sumarið með að gera liðið sitt enn samkepnishæfara get ég beðið líka.

  22. Voru mistök að kalla Jonjo Shelvey heim af láni? Hefði ekki alveg eins verið hægt að leyfa honum að vera þarna lengur þar sem hann er ekki að fá neinn spilatíma?

  23. Voðalega hlýtur blaðamönnum í UK finnast KK leiðinlegur 😉  hann er örugglega búin að eyðileggja alveg daginn fyrir þeim með því að koma með yfirlýsingu um að Liverpool ætli sér ekki að kaupa né selja leikmenn í þessum glugga.   Flott hjá kóngnum að skella þessu í andlitið á þessum slúðurmiðlum.   Allt sem gerist í sambandi við leikmannakaup er hvort sem er unnið að innan klúbbsins, ekki á slúðurmiðlum í UK.   Aðalatriðið í dag hjá LIVERPOOL er að vinna leikinn í kvöld ! ! !  YNWA

  24. Bara svona til gamans skoðaði ég ár aftur í tímann!
    http://www.kop.is/2011/01/31/06.38.54/

    Öllu meira að gerast þá og ekki nema tæp 1100 ummæli við þá færslu.

    Kannski ekki að undra að okkur finnist tíminn standa í stað núna og væntingarnar aðeins meiri en enginn nýr leikmaður 🙂

  25. Stuðulinn á að Defoe komi er býsna lár að mínu mati, tottenham að sigla Rodallega heim og þá held ég að þeir séu líklegri til að skrúfa aðeins verðið á Defoe niður. Defoe vill ólmur spila, Em í sumar og svona. Þetta virðist vera eina mögulega “stóra” transferið hjá Liverpool úr því sem komið er.

  26. Væri til í Defoe á niðursettu verði, finnst samt harla ólíklegt að Tottenham væru til í að selja okkur hann.

  27. Af hverju reynum við ekki að fá Hleb hann er free agent og mun hiklaust styrkja þetta lið..

  28. djöfull er þessi Dalglish leiðinlegur… að íta á F5 núna er eins og að fara á sixth sense í bio vitandi það, að bruce willis er dauður

  29. Rosalega langar manni í nýjan framherja, kantmann og miðjumann. En það er enginn að fara að koma í þessum glugga, það er alveg klárt mál

  30. auðvita myndi hleb styrkja liðið,   Belja mynd styrkja miðjun ef hún kæmi inn fyrir Adam

  31. Bellamy í byrjunarliðinu!

    Reina, Johnson, Agger, Skrtel, Enrique, Spearing, Adam, Henderson, Kuyt, Carroll, Bellamy
    Subs: Doni, Aurelio, Coates, Downing, Carragher, Shelvey, Kelly.

  32. Defoe ekki í leikmannahóp Tottenham, talið líklegt að eitthvað gerist í hans málum núna!

  33. Til ykkar sem eigið í vandræðum með textann, þ.e.a.s. þegar hann kemur fyrir þegar þið hafið ýtt á “post comment”. Virkar ekki að ýta tvisvar á enter?

Wolves á morgun

Liðið gegn Wolves