Wolves á morgun

Maður er ekki hættur að fagna sigrinum frá því á laugardaginn og strax er maður dottinn ofan í upphitun fyrir næsta leik. Svona á þetta að vera. En af hverju getum við ekki bara fengið að spila eingöngu við stórlið? Nei, það er ekki hægt og við þurfum að mæta þessum minni spámönnum líka, spámönnum sem svo sannarlega tekst alltof oft að rífa mann hressilega niður á jörðina. Ég bara neita að trúa því að menn leyfi því að gerast enn og aftur annað kvöld, sjálfstraustið á bara að vera komið á svo rosalegt flug að við eigum bara ekki að geta misstigið okkur enn og aftur. En hversu dæmigert væri það nú samt?

Wolves liðið hefur alltaf verið lið sem ég vil hafa í efstu deild, þeir voru það þegar ég byrjaði að rembast við að horfa á enska boltann, og það er bara eitthvað rétt við það að þeir séu þar. Ég hef alltaf verið á þeirri skoðun, allt þar til að Mick McCarthy ákvað að hvíla 10 bestu menn sína þegar hann fór á Old Trafford. Stór lið eru með stóra hópa til að “rótera” leikmönnum sínum og halda þeim ferskum, litlu liðin hafa ekki jafn mikið efni á því sökum stærðar á hópum, en meira að segja liðin með stærstu hópana skipta ALDREI út sínum 10 bestu leikmönnum á milli tveggja deildarleikja. Eftir þetta hef ég ávallt vonast til að Mick McCarthy gangi sem allra allra verst með sín lið og á meðan hann er með Wolves, þá vona ég hreinlega að þeir falli.

Þetta er engu að síður erfitt lið við að eiga og Mick og félagar hans eiga sko ekkert eftir að hvíla menn gegn okkur eins og gegn erkifjendum okkar á sínum tíma. Neibbs, þeir eiga eftir að senda sitt sterkasta lið til leiks og þeir verða þrjóskari en allt og munu reyna að halda okkar mönnum í skefjum. Þeir sitja jú í næst neðsta sæti deildarinnar og vantar nauðsynlega að hala inn nokkur stig. Það sorglega í þessu öllu er að sjá að þeir hafa aðeins 18 stig á móti okkar 35, en engu að síður þá hafa þeir skorað jafn mörg mörk og okkar menn, eða 25 kvikindi. Stóri munurinn á liðunum hefur verið sá að þeir hafa fengið heil 40 mörk á sig í þessum 22 leikjum, en við aðeins 21. Þeir hafa sigrað heila 4 leiki, þar af komu tveir sigrar í fyrstu 2 leikjunum. Þeir hafa ekki náð sigri í 8 síðustu leikjum sínum, mikið lifandis skelfing væri flott ef það héldi eitthvað áfram. Þeir hafa þó náð jafntefli í 4 af þessum 8 leikjum.

Þeirra lang hættulegasti maður hefur verið Steven Fletcher, en hann hefur skorað heil 9 mörk í deildinni. En aðrir hættulegir menn sóknarlega séð eru Jarvis, Hammill og Doyle. Hennessey hefur verið öflugur í markinu hjá þeim, þrátt fyrir þennan aragrúa af mörkum sem hafa lekið inn, en annars þarf bara að keyra vel og hressilega á þessa vörn þeirra. Talað er um að staða Mick sé orðinn ansi tæp hjá Wolves, mikið væri nú fínt ef við myndum tryggja þeim nýjan stjóra með góðum stórsigri á morgun. Maður má nú láta sig dreyma ekki satt?

En að okkar mönnum. Engar nýjar meiðslafregnir frá Melwood, Spearing á að vera orðinn klár í slaginn að nýju og nokkrir leikmenn ættu að vera betur hvíldir núna, enda tóku þeir mis mikinn þátt í leiknum um helgina. Þetta verður síðasti leikur Luis Suárez í leikbanni, mikið hrikalega hef ég saknað hans svaðalega allan þennan tíma. Finnst hreinlega vera heil eilífð síðan ég sá hann síðast spila leik. Ég ætla að skella mér til Englands um næstu helgi og taka sérstaklega á móti honum. Það er því úr nánast fullum hóp að velja fyrir King Kenny. En hvernig mun hann stilla upp? Úff, ekki alveg einfalt mál, allavega náði hann að koma manni hrottalega á óvart á laugardaginn.

Ég reikna fastlega með að Glen Johnson komi aftur inn í hægri bakvörðinn á morgun, Skrtel og Agger í miðvörðunum og Enrique í vinstri bakk. Annað bara meikar alls ekkert sens. Dirk, Bellers og Gerrard spiluðu ekki allan leikinn á laugardaginn og reikna ég alveg eins með því að þeir komi inn í liðið. Ég væri algjörlega til í að sjá þá Henderson og Adam inni á miðsvæðinu, Gerrard fyrir framan þá og Bellers og Kuyt á köntunum. Það væri draumauppstillingin mín, með Carroll á toppnum. En það er eitthvað sem segir mér að Spearing verði í byrjunarliðinu og það er þá bara spurning á kostnað hvers? Helst hallast ég að því að Henderson verði þá settur út á hægri kant og Kuyt áfram á bekknum. En whatever, ég ætla bara að giska á draumauppstillinguna mína í þetta skiptið og vona að Dalglish sé á sama máli. Svo er það spurning um Downing, held að hann verði hvíldur á bekk, enda spilað mikið undanfarið.

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Enrique

Henderson – Adam
Kuyt – Gerrard – Bellamy
Carroll

Bekkurinn: Doni, Carra, Kelly, Spearing, Shelvey, Maxi og Downing

Þetta lið á svoleiðis að geta leikið sér að liði Wolves, en til þess að það megi verða, þá hreinlega verða menn að fara að reima á sig markaskóna, og síðast enn ekki síst, koma til leiks með réttu hugarfari. Komi menn með sama hangandi hausinn og gegn Stoke og Bolton, þá fáum við að sjá enn eina slíka hörmung. Komi menn til leiks með dass af greddu og ákveðni eins og í síðustu tveim leikjum, þá getum við algjörlega slátrað þessu Wolves liði. Púkarnir á öxlunum á mér eru nú að hnakkrífast um það hvernig ég eigi að spá fyrir um leikinn. Annar heldur því fram að þetta verði enn eitt strögglið, en við náum að merja 0-1 sigur, hinn er harður á því að sjálfstraustið sé svo gott núna að við tökum eitt stykki úlfahjörð til slátrunar. Ég fýla þann púka mun betur og ætla því ekki að hlusta á hinn í þetta skiptið. 0-4 og málið er dautt. Carroll, Bellamy, Gerrard og Adam með mörkin.

26 Comments

  1. Fín upphitun.  Eggert Gunnþór Jónsson gæti verið í byrjunarliði Wolves.  Draumur fyrir hann að spila gegn Liverpool, hélt með Liverpool þegar hann var yngri.

  2. Ég hef heyrt að þessi leikur á móti Tottenham, þegar Suarez snýr aftur, verði rosalegur!

  3. Ég sting upp á 7-liða ”heimsklassadeild” englands, Sjittý, manchester united, Liverpool, Arsenal, Tottenham, Chelsea og Newcastle… myndum pottþétt vinna þá deild !

  4. Ég held að Dalglish horfi á þennan sem mjög mikilvægan leik. Liðið hefur verið undir gífurlegri gagnrýni gegn litlum liðum svo hann mun örugglega gera allt sem í hans valdi stendur til að sanna það að liðið geti vel unnið þessi lið. Á sama tíma væri hann að róa aðeins þá stuðningsmenn sem horfa til þess að nauðsynlegt sé að kaupa leikmenn fyrir margar milljónir.

    En þessi leikur verður gífurlega mikilvægur. Ef við töpum stigum í þessum leik og Chelsea og Arsenal vinna sína leiki erum við dottnir leiðinlegt frá þeim liðum. Ég væri til í að gefa Bellamy frí í þessum leik sem og Gerrard. Agger eða Skrtel mættu einnig fá frí mín vegna. Það væri gaman að sjá menn eins og Shelvey og Kelly byrja þessa leiki sem og Carroll og Adam. Það væri draumur að sjá fleiri leikmenn frá akademíuni á bekknum jafnvel eins og Sterling, Ecclestone eða Coady.

     Ég ætla þó að giska á að þessi leikur fari jafntefli, allt verður vitlaust á spjallinu þar sem Dalglish verður úthrópur fyrir að versla ekki. Hann verður svo guð eftir að við sigrum Tottenham. Leikurinn fer 1-1. Kuyt skorar aftur og kórónar seinustu daga. 

    P.S. .. Það mætti hafa kennslu hvernig skal skrifa texta án þess að þetta komi allt í einni bunu! Ég þarf alltaf að gera edit og laga þetta.

  5. Þar sem þetta er á útivelli ætla ég að tippa á 0-1 fyrir okkar mönnum, og Carroll heldur áfram að bæta sig og skorar mark fyrir utan teig á 67min.

    Koma svo Rauðir! YNWA!

  6. Það hlýtur að vera smávegis eftir af hrollinum um daginn þegar Dalglish lét þá heyra það um daginn. Þ.a.l. vinna þeir þennan leik örugglega, en ekki endilega stórt.

  7. þið sáuð það fyrst hér að hann carroll eigi eftir að skora þrennu og hann bellamy 1 , leikurinn fer 4-1 fyrir okkur, hann vill sína sig aðeins meir hann carroll þvi súares er að fara eiga geðveika leiki bráðum og þannig þarf hann að sína sig og sanna.

  8. Sælir félagarGóð upphitun og bjartsýn spá.  Hitt er annað að ef okkar menn hafa burði til að koma tuðrunni snemma í markið gæti það þýtt að Úlfarnir þurfa að koma framar á völlinn.  Þá er möguleiki á að raða inn mörkum og laga markahlutfallið aðeins (mér finnst einsog ég hafi sagt þetta áður og þá fór nú ekki vel, Bolton hneykslið).En hvað um það þetta verður svona.  Og svo vil ég taka undir með Birki Erni með edit dæmið.  Fullkomlega óþolandi og ég er hættur því.Það er nú þannig YNWA

  9. erfitt að vera bjartsýnn.. erum með 1 stig í síðustu 2 leikjum á móti liðunum sem voru á botninum þá umferðina.. en vonum það besta.. :PKóngurinn tekur þetta..

  10. Ég held að þetta sé leikurinn sem við sjáum hvort skammirnar frá King Kenny höfðu eitthvað að segja. Ég lít ekki á leikmennirnir hafi svarað kallinu hans með því að skilja eftir Manchester-borg í rústum, þessir stóru leikir hafa ekki verið vandamálið hjá okkar mönnum.  
    Það er einmitt í þessum leikjum gegn “lakari” liðum sem ég lít á að leikmennirnir þurfi að sanna sig fyrir kónginum.   Þannig að það er eins gott fyrir þá að sýna hvort þeir séu þess verðugir að að vera í búningnum núna á morgun.
    Því vona ég að við tökum þennan leik af krafti frá byrjun og fáum loksins góðan og öruggan sigur..

  11. Tengist ekki leiknum en var að hugsa…

    Við erum búnir að leika alla hugsanlega leiki við Manchester City á þessari leiktíð… afhverju væri það ekki snilldar múv fyrir bæði lið að lána Tevez út leiktíðina ef City nær ekki að selja hann á morgun…

    Við djöflumst meira í andstæðingum City á toppi deildarinnar (Tottenham og United leikir á næstunni)

    Tevez þarf spilatíma til að sýna að hann sé ennþá einhvers virði þegar City selja hann í sumar.

    …kannski var einhver alvara í gríninu hans Dalglish eftir sigur í Carling þar sem Bellamy skoraði þegar hann sagði að Mancini ætti að hafa samband ef hann hefði fleiri leikmenn sem hann gæti hent í Liverpool…

    Annars eru þetta mjög ólíklegt og líklega ekki góð hugmynd að fá vandræðagemsa tímabundið í liðið sem þvælist svo bara fyrir í uppbyggingunni.

  12. Við vinnum 1-0 skyldusigur með marki frá Carroll.  Annars væri ég spenntur að sjá spánna frá Fóa sem spáði ManU leiknum 100% rétt 🙂

  13. Jæja vegna gríðarlega fjölda áskorana skal ég koma með spá 🙂 Ég spái 2-0. Carroll og Adam enda báðir tveir sjóðheitir 😉

  14. C/P: Jæja vegna gríðarlega fjölda áskorana skal ég koma með spá 🙂 Ég spái 2-0. Carroll og Adam enda báðir tveir sjóðheitir 😉

  15. Það er bara alls ekki nóg að pota inn einu marki.

    Liverpool er það óstöðugt lið í varnarleiknum að hornspyrna á síðustu 10 mínútum er bara stórhættulegt. Liverpool þ.e. þjálfarar og leikmenn verða að fara skilja það að til þess að fara ætla liggja til baka og klára leiki. Verður að vera 3ja eða a.m.k. 2ja marka forusta. Með eitt mark í plús er alltaf hætta á að missa leikinn í jafntefli eða eitthvað verra.

    Við verðum að fá leikmenn í glugganum. Það er enginn næginlega góður í yngri liðum Liverpool. Maður hefur séð nóg af leikjum á LFCTV til að vitna um það. Carroll og Henderson voru keyptir fyrir framtíðina og lofa mjög góðu. Henderson er að mínu viti í topp þremur af miðjumönnum hjá Liverpool. Okkur vantar kantmann og framherja og ég vil að dagurinn í dag verði nýttur til hins ýtrasta.

    Öll lið sem ætla sér eitthvað verða að hafa einn ólátabelg í sínum röðum. Bellamy er kandídat en hann getur ekki spilað næginlega marga leiki í röð. Mér finns tilllagan hjá Birki.is #17 algjörlega frábær og rökin sem henni fylgja kaupi ég 100%. Tevez er frábær knattspyrnumaður og þvílíkur baráttuhundur. Hann mundi hjálpa okkur mikið. Fá hann lánaðan og sjá svo til með framhaldið. Það er meira að segja hugsanlegt að hann einn og sér væri nóg fyrir okkur í augnablikinu.

    0-2 Carroll og Gerrard. Liverpool verður að fara hætta að gera sig að athlægji gegn liðunum á botninum.

  16. Carrol fór í klippingu í hádeginu og skorar 2 mörk í kvöld.  Gerrard fór í golf í morgun og skorar 1 mark.  Jarvis fór í FIFA í morgun og skorar 1 mark í kvöld.  Reina fór á kostum í rútunni og ver víti í kvöld.Sem sag, 3-1 fyrir Liverpool…

  17. Djöfull langar mig að við tökum þennan leik 0-2 eða 0-3… Held hinsvegar þar sem við áttum flotta leiki gegn Manch. liðunum.. að við töpum þessum leik 2-0 :(….. en mikið vona ég ekki…   

  18. Er það bara ég eða er Gerrard alveg hættur að spila í holunni?    

  19. Steingrímur – ég held að það sé bara þú sem ert hættur í holunni. En án gríns þá er það líklega þannig að um leið og við höfum einhvern einn hæfan til að vera afturliggjandi miðjumaður (t.d. Lucas) – þá opnast mögueiki á að nota Gerrard framar. Eins og er þá er lagt upp með að við séum með tvo miðjumenn sem sækja og verjast til skiptist – og Gerrard er einmittt mjög góður í því hlutverki. Hann á eftir að styrkjast í næstu leikjum.

Dalglish eyðileggur fjörið

Glugginn lokast – opinn þráður.