Dalglish eyðileggur fjörið

Kenny Dalglish í viðtali við LFC.tv

There’ll be nothing happening here in the transfer window, in or out.

“There’s no need to ask any questions about transfers or speculation or anything else.”

Þetta verður ekki mikið skýrara. Þannig að Liverpool stuðningsmenn um allan heim munu geta unnið sína vinnu á morgun í stað þess að refresh-a þessa og aðrar síður á netinu á 15 sekúndna fresti.

33 Comments

 1. Já, þetta er frekar mikill mood killer ef satt skal segja, en miðað við hvernig við spiluðum í seinustu viku eru menn bara jákvæðir myndi ég halda.En, þó svo að okkar menn muni ekki kaupa neina mun refresh takkinn verða notaður mikið….YNWA – King Kenny we trust!

 2. Frekar súrt. En þetta segir okkur það að markaðurinn er frekar þunnur þessa dagana og leikmenn tregir við að fara frá sínum liðum sem eru í bullandi baráttu í sínum keppnum.

 3. Vandamál núverandi leikmannahóps er að miklu leyti mikill fjöldi nýrra leikmanna sem kunna ekki að spila almennilega saman og eru oft að spila kolvitlausa taktík. Nýjir leikmenn eru seint að fara að laga það. Við eigum alveg séns á að ná öðru hvoru Evrópusætinu (og vinna þessvegna báðar bikarkeppnirnar) ef að það kemst almennilegt skipulag á sóknarleikinn. Þessi hópur er að mínu mati alveg nógu sterkur ef honum er spilað rétt.

  Maður færi samt ekkert að grenja ef þetta væri blöff og við fengjum einhverja stjörnu á morgun.

 4. Já.  Þar kom það.

  Held að ég taki Dalglish alveg trúanlegan.  Hann veit alveg að við erum mörg að fylgjast með glugganum, sennilega öll, og það er ekki hans stíll að koma með svona “blöff” yfirlýsingar. Ég held að hann sé sammála okkur mörgum í því að það er ekki ástæða til að sækja fleiri fína eða góða leikmenn, heldur þurfum við innspýtingu afburðaleikmanna á þessum tímapunkti. 

  Þeir virðast ekki á lausu þessa stundina og þess vegna ætla menn að byggja á þeim hópi sem er í Liverpoolborg í dag. Er ekki glaður með að fá ekki afburðamenn, en var nú ekki spenntur yfir þeim nöfnum sem verið var að sveifla, eins og Jelavic og Defoe, hvað þá þegar var farið að spá í að við ætluðum að hefja sálfræðimeðferð fyrir Carlos Tevez.

  Við kannski sjáum til á morgun, en maður er rólegur yfir glugganum að þessu sinni. Það er leikur á morgun, liðið er væntanlega núna að gera sig ferðbúið til Wolverhampton og þess vegna held ég að ef eitthvað hefði átt að gerast hefði það hafist í dag.

  Við bara treystum á að við vinnum bikar / bikara í vetur, siglum hátt í deildinni og eigum möguleika í afburðaleikmenn næsta haust…

 5. Mikið er ég ánægður með þessa yfirlýsingu, og vona að hún standist.
  Ástæða: það eru engir bitar þarna úti sem fást fyrir skynsamlegt verð og myndu bæta liðið á einhvern stórkostlegan máta.

  Ef King Kenny tekst að mótivera liðið til að spila eins og þeir hafa gert í síðustu tveimur viðureignum við Man liðin, þá eigum við góðan séns á CL sæti í vor.
  Þá og aðeins þá, getum við freistað stóru bitana á markaðinum.

 6. Vonbrigði og aftur vonbrigði, þó svo að við séum að vinna þessi stóru lið þá eru það litlu liðin sem eru að stríða okkur og ástæðan er sú að við höfum ekki menn til þess að splúndra upp vörnum liða sem liggja til baka.
  En á móti stóru liðunum náum við oft að pota inn einu marki þar sem þau sækja á okkur. Ég hefði viljað sjá einn snöggan kantmann og einn góðan slúttara.
  Við þurfum ekki að horfa lengra en á leikinn á móti Bolton sem fór 3-1 fyrir Bolton eða leikinn þar á undan sem fór 0-0 á móti Stoke á heimavelli. Eða 1-1 leikurinn á móti Blackburn for crying out loud.

  Það hefði kannski verið dýrt að fá góða menn en hvað kostar það liðið ef við náum ekki 4 sætinu og þar af leiðandi CL á næsta tímabili.
  Við gátum fengið Suarez í janúar í fyrra og ég er viss um að það voru einhverjir góðir leikmenn sem hefðu geta fengist til okkar.

 7.  
  Er  búinn að vera lesa slúðrið á spáni og þar eru allir að tala um að macerrano sé að koma aftur í liverpool
   
  ef satt er þá er ég tilbúin í það og býð hann velkominn aftur

 8. Haraldur, ég held að það sé meira takandi mark á Kenny heldur en slúðursíðum frá Spáni.

 9. Mér finnst mjög ólíklegt að þetta sé satt, sérstaklega ef FSG hafa eitthvað vit á fótbolta. Með hópinn okkar í dag eru sirka 3,75% líkur á meistaradeildarsæti en með 2 leikmönnum í Suarez klassa sem kallar á 40-50 milljón punda fjárfestingu gætu meistaradeildarlíkurnar rokið í 75% svo lengi sem Chelsea og Arsenal taka því rólega. 

 10. Fyrst við eigum raunhæfan möguleika á að lyfta dollu á Wembley í vor, þá gæti ég skilið að eigendurnir vilji láta reyna á þennan hóp. Sérstaklega þegar Suarez kemur aftur.

 11. Ég bjóst nú svona alveg eins við þessu en var þó að vonast eftir a.m.k. varnarsinnuðum miðjumanni þar sem að Spearing er eini leikmaðurinn sem við erum með til takst í þá stöðu meðan Lucas er meiddur (ég veit að það er hægt að nota t.d. Gerrard eða Henderson í stöðuna en að mínu mati ættu þeir að nýtast betur ofar á vellinum).

 12. strákar, af hverju þurfum við varnarsinnaðan miðjumann, á móti hvaðaliðum erum við í vandræðum? við þurfum fleiri fótboltamenn. og Henderson er ekki í Liverpool klassa , hann er reyndar fínn án bolta, en við eigum nóg að slíkum leikmönnum, þurfum ekki fleiri svoleiðis…kuyt,adam,henderson,lucas,spearing, carracher, kelly, skrtel. þurfum að kaupa menn sem eru góðir meðbolta….litlu liðin eru fyrirlöngu búin að lesa okkur , einfalt leyfið þessum mönnum að hafa boltann, tvídekkið suarez, gerrard og bellamy

 13. Ánægður með þessa yfirlýsingu. Við eigum næga leikmenn sem við hafa hæfileikanna til að klára litlu liðin. Það að við séum að tapa fyrir litlu liðunum er ekki e-ð sem við lögum með því að kaupa 1-2 leikmenn í viðbót. Það þarf að verða hugarfars breyting á hjá leikmönnum og Kenny þarf að fara mótivera leikmennina rétt.

  Ég vil einnig nefna eitt sem mér finnst megin þorri stuðningsmanna gleyma. Við eigum frábæra akademíu sem á skilið að fá að banka upp á aðalliðið! Liðið hefur sett mikin pening í akademíuna og sú fjárfesting má fara sjást. Við vitum allir af þeim leikmönnum sem eru þar og ég er á þeirri skoðun að þessir leikmenn megi alveg fara fá meiri séns. Ef leikmenn eiga í vandræðum með að mótivera sig gegn litlu liðunum, setjum þá kjúklingana inná og gefum þeim sénsinn. Þeir eiga að hafa hungrið til að sanna sig fyrir Dalglish. Við höfum engu að tapa meðan leikmenn á borð við Kuyt, Maxi, Downing, Adam og fleiri eru hreinlega að drullauppá bak.

  Mjög góðar fréttir og ég er sáttur!

 14. Ja hérna get ekki sagt að ég sé ánægður……..hlakka til að sjá hvað þið skrifið hérna þegar við töpum fyrir “litlu” liðinum þá verða allir brjálaðir yfir að við skyldum ekki kaupa neitt…okkar vantar fleiri leikmenn sem geta eitthvað með boltann!

 15. Við þurfum nauðsynlega einhvern annan “creative” spilara, getum ekki bara treyst á Suarez (Bellamy og Gerrard þegar þeir eru í lagi). Þrátt fyrir góð úrslit á móti Manchester liðunum þá vorum ekki að skapa mikið og erum í vandræðum á móti liðum sem pakka í vörn. Vona bara að þetta sé vegna þess að þeir sem við vildum fengust ekki á þessum tíma frekar enn að eigendur treysti ekki á núverandi þjálfarateymi og ætla að bíða með að sjá árangurinn áður enn þeir veita meira fé í leikmannakaup.

 16. Ég get ekki skilið menn sem segja hér að t.d. Carrol og Henderson séu ekki i Liverpool klassa, þetta snýst ekkert um einn eða tvo leikmenn, heldur liðsheildina.  Þegar Liverpool var sem sigursælast þá var það einmitt liðsheildin sem vann leikina.    Ég held að það sé það sem KK sé að reyna að byggja á, ekki að vera með einhverja eina súperstjörnu.  Þetta er líka það sem fergie hefur gert hjá manutta, það er ekki eins og hann sé með 11 heimsklassa leikmenn.  Gott að Kenny er búin að gefa þetta út, þá geta menn farið að einbeita sér að fótboltanum.   YNWA

 17. Ætla ekki reyna halda því fram að ég sé sáttur með að liðið kaupi engann leikmann í þessum glugga. Mér finnst liðið mjög tæpt og ekki nógu líklegt til að ná þessu 4.sæti þó ég útiloki það ekki alveg.

  Sóknarleikurinn hefur verið vandamál og við megum alls ekki við neinum skakkaföllum hjá Suarez. Eins máttum við alls ekki við neinum skakkaföllum hjá Lucas og höfum að mínu mati ekki fyllt hans skarð nægjanlega vel, eðlilega svosem þar sem fá lið eiga leikmenn eins og Lucas á lager.

  Ætla samt ekkert að úthúða neinum, það var stór gluggi í janúar 2011 og það voru miklar mannabreytingar og eðlilega er liðið ennþá að slípast saman.

  Þessu gæti ég svo ekki verið mikið meira ósammála.

  Henderson er ekki í Liverpool klassa

  Hef trú á að þetta verði stórt nafn hjá Liverpool og lykilmaður á næstu árum.

 18. Þar fór meistaradeildarsætið! Það er engin hugarfarsbreyting að fara eiga sér stað núna á nokkrum vikum sem gerir það að verkum að leikmenn Liverpool geta farið að brjóta upp varnir liða sem liggja aftur. Liverpool er nú á dögum varnarlið þ.e. reynir að ná í stig með því að verjast og það eitt og sér útskýrir að stórum hluta til öll jafnteflin sem við gerum. Til að breyta þessari staðreynd þurfum við nýja leikmenn.  Okkur vantar leikmenn til að brjóta upp varnir og slútta færum. Það er ekki nóg að eiga Carroll einan upp á topp. Suarez er kantmaður og okkur vantar þá annan til að eiga Downing á bekknum. Bellamy getur ekki spilað marga leiki í röð og það sem við þurfum er stöðugleiki. Að reyna halda því fram að það séu ekki til betri leikmenn en Kuyt og Maxi á markaðinum er auðvitað bara vitleysa. Janúar er heldur ekkert verri tími til að koma með nýja leikmenn en í lok ágúst. Leikmenn gætu reyndar verið eitthvað dýrari en annað er það ekki. Kostirnir sem eru augljósastir vega þyngra að mínu mati og það er að hrista upp í mannskapnum með nýju blóði og samkeppni. Stóru liðin eru bara öll á hausnum, að undanskyldum Arsenal, og það held ég að skýri þessa deyfð hjá þeim. Janúar glugginn er pínu póker, ekki sýna hvort þú ætlir að styrkja þig, geyma það fram á síðustu stundu og vona ég það að það sé raunin hjá Liverpool. Liðið þarf svo rosalega styrkingu til að fara keppa um Titilinn að það má ekki sóa glugganum í ekki neitt.  Er einhver sem verður hissa á einhverri yfirdrullu á morgun og jafntefli eða tap lítur dagsins ljós á móti Úlfunum. Ekki ég og hvað segjir það manni um hópinn? Öll stangar- og sláarskotin hvað segja þau manni? Það er ekki nóg að þykjast spila eitthvað Pass and Move á fyrstu tveimur þriðjungum vallarins. Þegar síðasti þriðjungurinn er jafn steingeldur og tölur sanna, 7. sætið í deildinni og búnir að skora 25 mörk í 22 leikjum, 8 jafntefli og tapa 5 leikjum. Ég kemst alltaf að sömu niðurstöðu, við þurfum nýja leikmenn og það má ekki sóa glugganum.

 19. @10 hahaha hvurs lags reikningar eru þetta hjá þér ? 3.75 % uppí 75% með 2 nyjum leikmönnum. gaman að sjá formúlu fyrir þessu hjá þér

 20. Ég er ekki sáttur með þetta.  Við hefðum þurft að fá í það minsta einn á kantinn.  Ég held að það verði ekki langt í að við svekkjum okkur á tapi/jafntefli gegn einhverju af liðunum í neðri hluta deildarinar.   Finnst menn vera að ofmetnast aðeins of mikið í ljósi úrslita úr tveimur síðustu leikjum okkar.

 21. Höddi,hvernig fáum við góða liðsheild? á netinu ? nei með góðum einstaklingum, og carrol og henderson eru ekki Liverpool gæði, verða þeir gæði, kannski….þá skulum við kaupa þá, við þurfu gæði, NÚNA, ekki eftir 2 ár, þegar suarez pg pepe verða farnir eins og torres vegna vanefnda á CL sætiBabu, hvernig getur nefnt í sömu línunni, sóknarleikur og Lucas ? getutu talið upp fyrir mig hæfileika Henderson ? ég segi work rate, ekki spurning…eins og spearing, lucas, kuyt carra og kelly….þurfum við fleiri svoleiðis = NEI

 22. #19Það má ekki sóa glugganum í neitt segirðu, eigum við þá að fara að henda 30, 40 milljónum í bara einhverja menn, án þess að skoða þá eitthvað sérstaklega áður? Það gekk nú aldeilis vel í tilfelli Andy Carroll finnst þér ekki? Og síðan hvenær er Luis Suarez kantmaður??? Hef ekki séð hann spila þá stöðu síðan hann kom. Ég held að KK treysti á að Suarez komi dýrvitlaus aftur eftir bannið og verði vítamínsprautan sem liðið vantar fram á við. Og hvernig í ósköpunum dettur þér í hug að öll lið séu að fara á hausinn nema Arsenal. Er olían í Sádi-Arabíu uppurin??? Er Róman búinn að gefast upp á Chelski? Ég er ekki sáttur við gengið í deildinni í vetur en ég held að Suarez eigi eftir að reynast okkur betur en einhver nýr gæji sem þarf nokkrar vikur til að komast inn í hlutina hjá okkur. In Kenny I trust.

 23. Babu, hvernig getur nefnt í sömu línunni, sóknarleikur og Lucas ?

  Það er nú alveg grátlega einfalt, þegar við höfum ryksugu eins og Lucas sem skilar boltanum frábærlega frá sér að auki þá losar það svo rosalega um aðra leikmenn að sóknarleikurinn verður mikið betri. Hann er að covera fyrir bakverðina og hann er að gefa þeim miðjumönnum sem hann er með á miðjunni (t.d. Gerrard) frelsi til að láta betur til sín taka í sóknarleiknum.

  Það er einfeldni sem maður lærir strax eftir 6.flokk að halda að það gangi upp að hafa bara sóknarmenn í liðinu. Ég hélt að þeir snillingar sem kynnu ekki að meta Lucas væru komnir í dvala núna og trúi varla að einhverjir þeirra séu að rísa upp núna þegar við söknum hans svona hrikalega.

  Það sést vel á leik liðsins hvernig spilið hefur breyst eftir að við misstum Lucas, við erum ekki lengur að skapa þennan urmul af færum í hverjum leik og yfirspila alla andstæðinga liðsins. M.ö.o. þeim fjölgaði hratt lélegu leikjunum eftir að Lucas meiddist og við hættum að eiga miðjuna í öllum leikjum.

 24. Algjörlega sammála #13,, Liverpool vantar fleiri Fótboltamenn,,Babu Lucas skilar EKKI frábærlega boltanum frá sér,ert þú ekki að horfa á sama Liverpool liðið og ég,en Lucas er FRÁBÆR varnarsinnaður miðjumaður.

 25. Éli 25: Það ert greinilega þú sem ert ekki að horfa á sama Liverpool liðið og við hinir ef þú segir að Lucas sé ekki að skila boltanum vel frá sér áður en hann meiddist..

  Lestu þetta: 
  http://www.anfieldindex.com/4237/lucas-leiva-the-brazilian-against-the-world.html

  Þarna sérðu að hann er með 480 sendingar af 568 sem er 85%, 10 færi búin til eða lögð upp.
  Og svo fyrir utan hvað hann er með svakalega góða getu í að stöðva sóknir andstæðingsins sem gefur okkur líklega oftar tækifæri til að komast í sókn..
  Og já þetta var eftir 10 leiki á tímabilinu…

 26. babu…..viltu leikgreina Lucas fyrir migstttrar sendingar á fyrsta og öðrum fjórðungi =jáwork rate = jámörk= nei, kann ekki að skjóta á mark, né að skalla að marki ( þetta höfum við margoft séð, ég og þú)assist = neilangar sendingar = neicreative = neimaður á mann=neimanstu eftur Steve Mcmahon? hafði work rate ið hans Lucasar, var með assist og skoraði mörk….souness? þegar litlu liðin koma á Anfield og detta með 9 menn aftur fyrir miðju, þá meira að segja þú gætir verið með 86% accurate passes á Agger Carra og Pepe

 27. “Wolves boss Mick McCarthy has revealed Kenny Dalglish requested his side’s game withLiverpool be postponed by 24 hours due to the Reds’ potential business in the transfer window – but he refused. Click here for more.” – Tekið af skysports.com , ætli McCarthy hafi eyðinlagt gluggan fyrir okkur ? :/

  Það eina sem ég er hræddur um, er að möguleg góð kaup renni okkur úr greipum í þessum glugga. En við gætum að sama skapi verið að losna við léleg kaup…

  Finnst þeir sem hafa sig í það að lesa stafagrautinn sem Siguróli sullaði hingað inn eiga skilið klapp á bakið 🙂

 28. Siguróli. Einn besti leikmaður sem spilað hefur stöðu varnarsinnaðs miðjumanns skoraði ekki mörg mörk með þeim liðum sem hann lék þá stöðu með, en það er Claude Makalele.
  Lið Real Madrid hrundi eftir að hann var seldur og Chelsea tók stórum framförum þegar hann kom þangað. 
  Hlutverk Lucasar er ekki að skora mörk, og hefur aldrei verið.

 29. Þeir sem sjá ekki gæði Lucasar í sóknarleik Liverpool, hafa nánast ekki hundsvit á fótbolta…Lucas fór fyrir pressunni sem Liverpool setti á önnur lið og sú pressa gerði það að verkum að liðið vann boltann framar á vellinum. Sem síðan opnaði fyrir möguleikann á að skapa góð markatækifæri. Það gæti raunar ekki verið einfaldara. Lucas skapaði mikla hættu fyrir lið andstæðingana vegna þess að hann hafði náð tökum á tímasetningu tæklinga, náði að vinna bolta inná vallarhelming andstæðinganna og þannig gat LFC skipt leiftursnöggt úr vörn í sókn þegar mótherjinn var búinn að færa lið sitt ofar á völlinn.Að þessu sögðu, liggur ljóst hvers slags leikmann LFC þarf að kaupa, annan Lucas, mann sem vinnur boltann ofarlega á vellinum, kemur honum strax á hina skapandi leikmenn (lesist Suarez og Gerrard).  Hver sá leikmaður er, veit ég ekki, enda er ég ekki með tíu millur á mánuði við að finna leikmenn fyrir liðið. En ég veit hver er með þann launatékka…

 30. Ég er strax búinn að sjá orðróma um að það sé enn verið að vinna að leikmannakaupum. Held þó ekki niðri í mér andanum. Samt sem áður töluverð vonbrigði að kaupa ekki sóknarmann.

 31. Ef það gerist ekkert á morgun þá finnst mér eigendur liðsins ekki vera að standa sig í þeim efnum, það má vel vera að þeir haldi að þessi mannskapur sé nóg en það hefur alveg sýnt sig í vetur að við þurfum meiri hraða í liðið.Það tala margir um einhverja svkalega eyðslu hjá eigendum liðsins en það er bara ekki rétt.

  Þeir sem eru farnir af launaskrá og voru annaðhvort seldir eða lánaðir
  .Daniel Ayala Paul KoncheskySotirios KyrgiakosChristian PoulsenJoe ColeRaul MeirelesRyan BabelDavid NgogFernando TorresMilan Jovanovic 

  Þarna eru 10 manns farnir af launaskrá og við fengum 75-85 mp fyrir þá.Ég verð reyndar að hrósa þeim eða aðallega Comolli fyrir að losna við þessa leikmenn.
  Og inn komu svo 8 leikmenn sem juku gæði liðsins til muna
  Jose EnriqueSebastian CoatesCharlie AdamJordan HendersonStewart DowningAndy CarrollCraig BellamyLuis Suarez
  Þarna var verlsað fyrir um 105-110 mp  sem gera um 20-35 mp í eyðslu í 3 leikmannagluggum.Og ég verð að segja fyrir mitt leyti þá er það klárlega ekki nóg til þess að koma liðinu á þann stall sem það á að vera á.Ef við náum ekki þessu 4 sæti og að komast í CL næsta tímabil þá munum við ekki fá inn bestu bitana á markaðunm næsta sumar.              

  Edit: það er alveg ömurlegt hvernig þetta kemur alltaf út eftir þessar breytingar.

One Ping

 1. Pingback:

Brighton heima í 16 liða úrslitum

Wolves á morgun