Brighton heima í 16 liða úrslitum

Nú rétt í þessu var verið að draga í 5.umferð (16 liða úrslitum) FA-bikarsins og verður leikurinn leikinn helgina 18. – 19.febrúar.

Ótrúlegt en satt þá fengum við þriðja heimaleikinn í röð í þessari keppni, nú gegn Brighton, sem við slógum út úr Carling Cup í haust. Sérlega flott að fá Poyet til okkar eftir stuðning hans við Suarez!

“Stóru” nöfnin héldust í sundur í þessari umferð svo erfitt er að segja hver stórleikurinn er, það ætti að verða feykisterk lið í 8 liða hattinum.

Held við hljótum öll að vera sátt við þennan drátt, auðvitað með fullri virðingu fyrir Brighton!

21 Comments

  1. Það er varla hægt að vera að svekkja sig eitthvað yfir þessum drætti. Þeir eru sýnd veiði en ekki gefin og allt það en að vera á heimavelli í FA bikarnum gegn liði í deildinni fyrir neðan ætti nú að vera svona nokkuð “safe”.Spilar Liverpool þá ekki við tvö lið í Championship deildinni á uþb viku tímabili í febrúar?

  2. Flottur dráttur. Eins og staðan er í dag er maður smeykur við Chelsea, tottenham og Arsenal(en auðvita getur allt gerst í þessari keppni og við gætum tapað á móti Brighton, annað eins hefur gerst í þessari keppni). Við getum samt unnið alla á góðum degi , heima eða úti.
     
    p.s Arsenal 0 Aston Villa 2 í hálfleik.

  3. Það þarf nú að byrja á því að vinna Brighton áður en við förum að hafa áhyggjur af næsta leik í keppninni.

  4. Skil ekki að menn séu ánægðir með að fá heimaleik gegn liði á að teljast lakara. Það er einmitt helsti veikleiki liðsins á þessu tímabili.   Hefði viljað fá Chelsea á Stamford, þannig leiki vinnum við !!!

  5. Bjarni ég held að það geri sér allir grein fyrir að þessi leikur er ekki búinn og Brighton sýndi það nú vel í síðasta leik þessara liða að þeir geta spilað.

    En við vorum að fá heimaleik gegn liði í deild fyrir neðan okkur, daginn sem stuðningsmenn Liverpool mega a.m.k. ekki vera bjartsýnir fyrir þann leik þá fyrst fer ég nú að hafa áhyggjur.

    Eiga kannski allir að lýsa yfir óánægju með þetta? 

  6. Ef maður vill downloda kop.is podcöstum úr itunes í ipod, hvernig gerur maður þá fengið fyrsta, annan og þriðja þátt? Ég get bara fengið þætti 4-13…

  7. Það er búið að dæma United sigur þannig að þeir fara áfram í fimmtu umferð bikarsins þetta árið:
    http://twitpic.com/8dbmle/full

    Gat ekki annað en hlegið að þessu og setur hlutina í ansi skemmtilegt samhengi.

  8. Flottur dráttur og gríðarlega mikilvægt að komast sem lengst, helst alla leið. Er orðinn fáránlega þreyttur á þessari bikarþurrð!

  9. Held að linkurinn sem Lýður (nr.14) er að linka á sé besta háð sem komið hefur á þennan fáránlega dóm og súmmerar þetta mjög flott upp. 

  10. Joi (#13) spyr:

    Ef maður vill downloda kop.is podcöstum úr itunes í ipod, hvernig gerur
    maður þá fengið fyrsta, annan og þriðja þátt? Ég get bara fengið þætti
    4-13…

    Farðu í iTunes Store og leitaðu að ‘Kop.is Podcast’ og þá ættirðu að fá upp alla þættina.

  11. Þeir ætla greinilega ekki að gera allt sem þeir geta til að ná 4 sætinu.. því miður

  12. Kristján Atli nr. 18
    Nei, ég fæ bara þætti 4-13, ef ég downloda beint úr ipodinum.

Liverpool 2 Man Utd 1

Dalglish eyðileggur fjörið