Byrjunarliðið komið

Það er komið að því.

Stríðsmenn dagsins hafa verið valdir:

Reina

Kelly – Skrtel – Carragher – Agger – Enrique

Downing – Henderson – Gerrard – Maxi

Carroll

Bekkur: Doni, Johnson, Coates, Kuyt, Adam, Shelvey, Bellamy.

Set þetta svona upp en tippa á 3-4-2-1 útfærslu þar sem Kelly og Enrique styðja Henderson og Gerrard með Downing og Maxi framar.

Þetta er óvænt uppstilling.

Unitedliðið er líka komið: de Gea, rafael, smalling, evans, evra, valencia, carrick, scholes, giggs, park, welbeck.

KOMA SVO!!!!!

57 Comments

  1. Ansi lélegt United-lið. Það er bara þannig, miðað við United. Okkar lið er skrýtið, hefði viljað hafa þetta 4-3-3 bara, með Shelvey á miðjunni eða bara Adam, Maxi og Downing á köntunum. En það á svosem eftir að koma í ljós hvernig þessu er stillt upp. Óttast að sóknarþunginn verði ekki nægur, vonum að ég hafi rangt fyrir mér! Spái 1-0, Gerrard skorar.

  2. Áhugavert lið, nokkrir óþreyttir fætur og naglarnir frá síðasta leik á bekknum. Hef ekkert út á þetta að setja og trúi því að þetta lið leiði okkur til sigurs. 

  3. Þetta verður sama skitan og á móti Stoke !  Enginn kraftur í þessum mönnum sóknarlega !  Ég er vonsvikinn með þessa uppstillingu og finnst eins og það sé verið að koma Carragher í liðið ! 

  4. Er Howard W virkilega að dæma þetta ? Hvernig stendur á þessu eiginlega ?

  5. Á Carra ekki bara að styðja við miðjuna….Ég skil þessa uppstillingu mæta vel, einhverjir verða að hvíla, það er skammt stórra högga á milli, mikilvægir leikir í deild framundan, vonum bara að þetta nægi….

  6. Með De Gea í markinu þá er um að gera að bomba nógu mikið á markið, hann mun gera mistök.Koooma svoooo!

  7. manutd.: de Gea, rafael, smalling, evans, evra, valencia, carrick, webb, scholes, giggs, park og welbeck – athyglisverð tólf manna uppstillingÉg spái markaleik, þori ekki að nefna tölur en það verða margar baulandi beljur á Anfield í dag. ÁFRAM LIVERPOOL! (úps – rak mig caps lock takkann)

  8. Það er nokkuð ljóst að Carra á að nota sem defencive miðjumaður. Og er þá ekki líklegt að okkar maður Gerrard verði rétt fyrir aftan Carrol. Gæti verið.

  9. Óskiljanlegt  liðsval eftir flottan leik á móti City. Ekki hægt að kenna leikjaálagi um.
    Vonum það besta. YNWA

  10. Af hverju getur hann ekki allavega haft sama leikskipulag og á móti City?

  11. Góður Agger!  Gaman að sjá hvað Suarez fagnaði geðveikt mikið 🙂

  12. og ég ætlaði að fara að kvarta yfir fjölda miðvarða í liðinu og þá skoraði einn.

  13. Af hverju í ANDSKOTANUM er Enrique svona hræddur við að fara í tæklingar. Óþolandi

  14. Einfaldlega lá í loftinu, það þýðir ekkert að liggja til baka í 70 mínútur. Þeir eru algjörlega að dominera miðjuna og bara leikinn í heild

  15. Ég er að verða bilaður á að horfa á þetta, afhverju í ósköpunum hangir Liverpool með 10 menn aftarlega á sínum vallarhelmingi og leyfir Man Utd að stjórna leiknum!!!! Hvaða andskotans minnimáttarkennd er að hrjá liðið, sáu þeir ekki uppstillinguna hjá Man Utd, langt síðan ég hef séð eins slakt byrjunarlið hjá þeim.Jæja Kenny segðu þínum mönnum að drullast fram og hápressa, það hefur gefist okkur langbest í vetur, með sama áframhaldi töpum við leiknum.

  16. Það er enginn sóknarþungi í þessum mannskap !  Gerrard er of aftarlega, Maxi úti á þekju þannig að sóknarþunginn á að koma frá Downing og  Carroll !  Ekki er það gæfulegt fyrir okkur.  Þess fyrir utan er Maxi of mikið inni á miðjunni og þar af leiðandi er  enginn vinstri kantur á móti Rafael !  Þetta lítur ekki vel út !

  17. Fyrri hálfleikur ekki alveg staðið undir væntingum. Liðið fellur alltof langt aftur í stað þess að pressa Man Utd liðið framar og skyndisóknirnar algjörlega bitlausar. Hefði viljað sjá svipaða nálgun á þennan leik eins og á móti Man City í vikunni og Man Utd fyrr í vetur.
    Vonandi að liðið nái að skerpa leik sinn í þeim seinni, annars er eg ansi hræddur um að þetta endi ekki vel eða þá í öðrum leik á Trafford

  18. Málið er að Carragher er vandamálið á miðjunni. Ef við setjum Adam inn þá fáum við meiri tækni og getu til þess að sækja á SLAKA miðju United manna. Carragher gerir ekkert fyrir okkur þarna.

  19. Skelfileg uppstilling hjá Kóngnum í dag, ef hann breytir ekki hálfleik þá klára united leikinn, það sannaði sig á móti stoke um daginn að 5 manna vörn virkar ekki! United búnir að vera miklu betri og þeir eru með skelfilegt byrjunarlið

  20. væri til í að sjá bellamy koma inná fyrir carra og láta henderson koma aðeins aftar í staðinn. Þurfum bellamy til að djöflast í þessum mönnum

  21. Slakið aðeins á þessum bölmóð drengir. Getum vissulega gert betur og það eru 45 mín eftir.

    Suarez á einn leik eftir af banninu.

  22. Fyrr hélt ég að ég lenti fyrir eldingu en að Carragher tæki miðju… var þetta einhver afmælisgjöf frá Kenny?

  23. Nú þýðir ekkert að bakka meira, ef við gerum það þá fer leikurinn bara fram inní vítateig Liverpool.  Það verður að fara að sækja og taka Carra útaf og setja Adam inná.  Úff hvað þetta verða annars erfiðar 40 mínútur.  Það vantar ALLA grimmd í menn núna, þeir bara sitja aftur og bíða,,,,,,,,,, eftir að utd skori annað :-(((

  24. Já þið hérna Englar Alheimsins. Aðeins að róa vængjasláttinn. Það eru enn 45mín eftir og Bellamy á leiðinni inná.

  25. úffff….þetta lítur ekki vel út. L’pool kemst hreinlega ekki fram yfir miðju. Man Utd hápressa og Liverpool á engin svör nema háa bolta á Carroll sem er einn á móti tveimur.

  26. Stendur þetta lið og fellur núorðið með Bellamy? Þetta lítur alls ekki vel út núna en Bellamy er að hita, allt á uppleið!

  27. Eins og það gekk vel að blokka Degea út í fyrri hálfleik þá skil ég ekki að því hafi verið hætt. En ætti Carroll ekki að vinna einn skalla í þessu hornum?

  28. Fói er með þetta í síðasta þræði
    Það er eitthvað sem segir mér að Agger skori í þessum leik. Þannig ég spái 2-1 fyrir Liverpool. Agger og Kuyt (kominn tími á mark frá þeim kauða)

  29. Burn in the ring of fire!

    We’r not racist. We only hate Mancs!

    Allt þetta á vel við í dag.

  30. Vil nota tækifærið og þakka United fyrir þátttökuna í enska bikarnum í ár.

  31. Stórkostlegt að slá út bæði toppliðin úr bikarkeppnunum!!! Hvernig fer þetta lið að því að tapa stigum gegn minni spámönnum!

  32. Var ekki einhver hérna sem spáði 2-1 fyrir liverpool og agger og kuyt með mörkin?Þetta er snilld 

Man Utd á morgun!

Liverpool 2 Man Utd 1