Kop.is Podcast #13

Hér er þáttur númer þrettán af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 13.þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum sem fyrr og með mér að þessu sinni voru Einar Örn, SSteinn og Babú.

Í þessum þætti ræddum við meðal annars deildarbikarleikina gegn Man City, ferðina á Wembley fram undan, deildarleikina gegn Stoke og Bolton, slúðrið við lok janúargluggans, leik helgarinnar gegn Man Utd og eldamennsku Einars Arnar.

17 Comments

 1. Er það ekki rétt hjá mér að það var Steven Gerrard sem var að reyna verjast sendingunni í seinna markinu, ekki Glen Johnson? Það er eins og mig minni það allavega.

 2. @2 : Jú það var Gerrard.
  Annars fannst mér varnarvinnan hjá miðjumönnunum skelfileg í þessu marki, ekki skrítið að það opnist skotfæri fyrir De Jong þegar þeir hópast allir á Silva.
  Adam aðal skúrkurinn í þessu marki að mínu mati.
  En nóg af neikvæðni, flott podcast og glæsilegt að rauði herinn þrammi á Wembley á ný!
  Bláa hlið Manchester borgar fengið tímabundna lexíu, spurning hvernig fer fyrir þeirri rauðu um helgina ?
  Ekki nema 33 og hálf klukkustund í fyrsta flaut!
  We’re not racist, we only hate mancs! 😉

 3. Flottur þáttur strákar.  Ég held að leikurinn fari 1-1, en vona svo innilega að ég hafi rangt fyrir mér.  Ég ætla líka að vona að evran litla fái að heyra það ALLAN leikinn að hann sé lygari og óþverri, það kemur því ekkert við að hvaða litarhætti hann er.   Það er bara hans persóna og hann á að fá að heyra það. Hlakka annars ROSALEGA til þessa leiks.  Vona að við vinnum  örugglega og að leikmenn Liverpool haldi áfram með baráttuna sem þeir sýndu á móti shitty. YNWA

 4. Sælir piltar/stúlkur
  Smá mont hérna, ég er að fara á Liverpool vs Tottenham þann 6 feb.
  #SuarezComeback:)
  Var bara að  velta því fyrir mér, fara menn ennþá á The Park. fyrir leik til að upplifa mestu stemmninguna fyrir leik, eða er kominn einhver annar betri pöbb til að fara á fyrir leik.
   
  Takk fyrir

 5. Var úti í desember og Park er alltaf Park.Ef þú vilt syngja í þrjá tíma, hoppa og dansa þá ferðu þangað.

  Skora á þig að æfa dudududduruduru, dududududduruduru, dududududduruduru, Luis Suarez. 

  Það mun hljóma þennan daginn.Var að byrja að hlusta, missti því miður af spjallinu.  Þoli það ekki þegar lífið þvælist fyrir Liverpoolmálum!!!

 6. Kann einhver hollensku?

  Fréttamannafundur hjá Groningen kl 13.00 (14.00 staðartíma)

  http://groningen.dichtbij.nl/sport/nijland-belangrijk-nieuws-fc-groningen
  google translate

  FC Groningen has important news to report, witness this tweet from director Hans Nijland: “This afternoon at about14.00 hours important press release on our site.That means we now more than 4 hours can guess what that will be important news. Though it has fermentedlonger, especially on a transfer from David Texeira to Liverpool.This afternoon we’ll know. Of course we keep the site at 14:00 good eye.Meanwhile, Groningen is preparing itself for the cracker against FC Twente in Enschede Sunday at 2:30.

 7.  “er verið að grilla rækjur” – hahaha  – setning dagsins. Ég legg til að þegar Liverpool rústar Man U um helgina verður þetta fyrirsögnin á síðunni. Annars alltaf jafn gaman að hlusta á þessa þætti ykkar. Takk fyrir mig.

 8. Fowler#9, Ertu að fara með Úrval Útsýn?Ég og félagi minn erum að fara á sama leik, 3-7 feb!

 9. fcgroningen1 min@Richard_Buxton_ Texeira missed training the last two days. Officially due to illness, but was seen boarding a flight to Liverpool.Erum við að tala um að Texeira sé á leið til Liverpool? svo eru menn að tala um að það sé blaðamannafundur hjá Groningen kl. 13:00 í dag.Hér má sjá mörkin hans 2011/12 http://www.youtube.com/watch?v=P4JRFnOA5Us YNWA

 10. Liverpool Nederland @LiverpoolFC_NL Reply Retweet Favorite · Open@Richard_Buxton_ @fcgroningen Doubt there is any truth to that. This morning a different source reported he was at training today. #LFCAnnars er þetta bara twitter… 😉

 11. Fowler#9
  Við verðum 7 stráka hópur á Liverpool Tottenham líka, við verðum á Park í nokkra tíma fyrir leik.

 12. Biggi og Eiður E
   
  Já við erum 6 stráka hópur að fara á leikinn líka, en erum reyndar á eigin vegum, ekki með klúbbnum:( Förum út þann 3feb kl 8 með Icelandair, væri drullu gaman að hittast svona stráka hópar vel snemm á mánudeginum, og farra svo saman á PARK, nokkrir ÖLLARAR og syngja Suarez lagið og Were not racists, we only hate mancs…………
  Þetta verður svakalegt:)

 13. Sælir félagara Fínn þáttur og þó ekkert nýtt hafi í raun komið fram þá er alltaf ánægja að hlusta á vitiborið spjall um klúbbinn okkar.  Það hefur verið mikil vöntun á því eftir Evra sirkusinn og ég tek undir með Hödda B um að vonandi verður púað á þennan lítt aðlaðandi leikmann Muuuuuuuuuu þangað til hann fer að skæla.  Það gerir hann nefnilega svo vel.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 14. Fowler9
  Við verðum í london frá 3-6 feb og komum upp til liverpool á mánudeginum og förum beint í túr um völlinni og svo á Park fram að leik.

 15. Fowler#9, það hljómar vel,, Við eigum líka sama flug og þið.. Kl 8 3.feb með icelandair og svo heim frá london 7 feb.Endilega vertu í bandi á eidursneaky@visir.is

Liverpool – Man City 2-2 (3-2)

Man Utd á morgun!