Liðið gegn City

Áhugavert byrjunarlið Liverpool í dag og m.a. enginn Andy Carroll byrjunarliðinu. Við erum með þrjá á miðjunni sem vonandi gengur upp í kvöld þó ég búist við því að Kuyt, Gerrard og Downing spili framar en Henderson og Adam. Bellamy einn upp á topp sem segir mér að Dalglish ætlar að beita skyndisóknum, a.m.k. hafa einhvern hraða í fremstu víglínu.

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Enrique

Kuyt – Henderson – Adam – Downing
Gerrard

Bellamy

Bekkur Doni, Kelly, Carroll, Maxi, Coates, Carragher, Shelvey.

Margir þarna sem þurfa að taka orð Dalglish eftir síðasta leik til sín, geri þeir það í kvöld klárum við þennan leik.

Hérna má svo sjá þetta alveg staðfest:

72 Comments

  1. Staðfest núna. Kuyt og Downing inn fyrir Carroll og Maxi eftir ruglið á laugardag.

    Ég er DRULLUstressaður og væri það sama hverjir byrjuðu leikinn. Nú er bara að halda í sér andanum til kl. 22 í kvöld.

    Áfram Liverpool!

  2. Mikið vona ég að þetta sé rétt uppstilling. Ég óttast hinsvegar að Gerrard sé fyrir aftan Henderson, eins og oft áður, sem er klárlega síðra.

  3. Þetta á eftir að fara illa held ég.  Þetta var ekki að virka á móti Bolton og mun klárlega ekki virka á móti City.  Nasri, Silva og Dzreko eiga eftir að tæta okkar ágætu hafsenta í sundur því það er enginn varnarsinnaður tengiliður á skýrslu hjá LFC, Úff.  

  4. Grunar nú frekar að þetta sé 5 manna miðja með Stórleikja-Kuyt einn frammi.

  5. Hvernig stendur á að Adam fái endurnýjað traust eftir frammistöðu hans undanfarið ? Hann hefur leik eftir leik verið okkar lang slakasti leikmaður af mörgum slökum sem hægt er að velja á milli, en samt sem áður er hann undantekningalaust í byrjunarliði.

  6. Brjálaður yfir að danska stöðin mín er ekki að sýna þennan leik.

    Þó að ég sé með fullt af síðum sem senda þetta út á annan hátt í bookmarks þá er vandamálið að það fara alltaf fyrstu 15-20 mínúturnar í að finna “bestu gæðin”.

    Til að koma í veg fyrir helling af tenglum af síðum sem innihalda fleiri fleiri tengla hver þætti mér best ef einhver myndi senda inn beinan hlekk á “bestu gæðin” sem hann hefur fundið. Þá sparar maður sér sporin að leita í þessum frumskógi.

    Er annars bjartsýnn fyrir leiknum, en drullustressaður. Spái 1-1.

  7. Óli G Nr. 7 þetta er mjög einfalt, þú velur það stream sem er með hæðstu Kbps 😉

  8. Zabaleta, Kolarov, De Jong, Savic… Þetta er nú ekkert besta ManCity lið sem þeir hafa stillt upp þetta árið. Alveg hægt að vinna þetta drasl. Lýst vel á fyrstu 5 min, City ekki með nein svör…

  9. djöfull sé ekki leikinn hjá mér það á að sína barcelona real verð bara horfa á hann

  10. úff, Adam hefði verið krossfestur hér á síðunni ef það hefði verið dæmt víti þarna á hann

  11. Fjandinn. Það er djöfulegt að vera ekki búinn að skora úr þessum dauðafærum sem okkar menn hafa fengið.

    En okkar menn eru mun betri. Ég hef trú á þessu.

  12. Telja útivallarmörk meira en heimavallarmörk ef markatalan er jöfn?

  13. Dóri Stóri #9 … ef það væri bara svo auðvelt 🙂 … það er bara ekki alltaf að marka það auk þess sem það er ekki sýnilegt á öllum síðunum í linkalistunum. 

  14. Okkar menn betri í fyrri hálfleik. Mikil bæting frá síðasta leik. Með þessu áframhaldi förum við á Wembley.

  15. Jæja, þá byrjar ballið. Besti leikmaður City að koma inn á, á kostnað varnar. Verða athyglisverðar 45 mínútur.

  16. Þessi Joe Hart er ekki normal. Besti enski markmaðurinn síðan Ray.

  17. Þvílík sýning hjá Joe Hart!! Sjæs, hann er með allt nema vítin… =)

  18. Nú verður Liverpool að skora annars er þetta búið (eftir 120 mín).

  19. #20 útivallamörk gilda bara eftir framlengingu.  s.s. (2-2) myndi fara í framlengingu og þá verður Liverpool að skora til að komast áfram

  20. getur einhver svarað annað hvort Já eða Nei með vissu hvort útivallamörk gilda eða ekki. Er brjálaður hérna!

    hehe aðeins of seinn Arro, þ.e.a.s. ég.

  21. Útivallamörk gilda en einungis eftir 120 mín.
    Þannig að ef staðan verður svona eftir 90 þá verður framlengt…

  22. Þessi leikur endurspeglar tímabilið í hnotskurn. Fullt af færum, engin nýting, markvörður andstæðingana með stórleik. Andstæðingarnir með nánast fullkomna skotnýtingu. Vantar bara eitt stangarskot til þess að kóróna þetta………og í þessum töluðum orðum 2-2!!!!…þvílíkur leikur 🙂

  23. #39, útivallamark gildir eftir framlenginguna. Ef það er jafnt eftir venjulegan leiktíma fer leikurinn í framlengingu og ef það er jafnt eftir framlengingu þá gildir útivallarmarkið.

    Jösssss!

  24. Arro #48Ég tékkaði á honum hann var ekki að virka fyrir mig endalaust lagg, en ég hef góða reynslu af veetle, yfirleitt þegar ég finn stream frá þeim er það mjög gott..

  25. Arro,  búin að reyna þennan link nokkrum sinnum.,  Hann virkar ekki, fæ bara Temporarily unavailable,  try again in 5 minutes.

  26. Er Suarez í banni á laugadaginn líka á móti United? eða er þetta síðasti leikurinn hans í banni?

  27. #50, #51 … Skrítið , ég get horft á hann og það eru núna 14 að horfa í 880 kbps

  28. Til hamingju drengir, úrslitaleikur á Wembley í fyrsta sinn í 16 ár…

  29. Komnir á andskotans Wembley  flottur leikur hjá okkur og hættu nú alveg að snjóa Kjartan hvað Skrtel var fáránlega góður , fær alltof lítið hrós finnst mér , maður leiksins og ekki í fyrsta sinn , en sú  nafnbót endar oft á markaskorurum.

  30. Þessi leikur var alveg frábær skemmtun, ef eitthvað þá þóttu mér reyndar bæði Henderson og Enrique hrikalega óöruggir þegar þeir leituðu fram á við en vá hvað þetta Liverpool-lið barðist og barðist. Mig langar btw að sjá tölur yfir intercepted passes, þar voru okkar menn í essinu sínu. Til hamingju allir að vera að fara að sjá Liverpool í úrslitum á Wembley! Langþráð!YNWA!

  31. Ýmislegt hefur verið sagt um Dalglish og co á tímabilinu, og margt af því átt rétt á sér, en eftir þessa frammistöðu er tvennt orðið ljóst: Við erum á leið í úrslitaleik og Anfield er orðið vígi aftur.

  32. Frábær leikur hjá Liverpool og City hreinlega heppnir að sleppa með 2-2 þó svo að það breyti okkur engu máli.Fannst allir leikmenn Liverpool spila frábærlega og gaman að sjá Kuyt og Adam spila vel eftir erfiða leiki undanfarið.

  33. Bíð spenntur eftir leikskýrslunni þar sem að ég missti af seinni hálfleik!!!

  34. Áttum þetta skilið… Eins gott að Kenny ákvað að fá Bellamy til liðsins.Erum að stefna að einhverju í 3 keppnum. Gaman að vera púlari.

  35. WALK ON
    Til hamingju öll sömul,svo er bara að slá hitt liðið frá manchester kalt núna á laugardaginn.

  36. Er ég sá eini sem varð bara pirraður við að sjá Carroll koma inná og ekki einu sinni nenna að sprengja sig þessar 5 mín sem hann var inná?

Liverpool – Man. City undanúrslit deildarbikars!

Liverpool – Man City 2-2 (3-2)