Liverpool – Man. City undanúrslit deildarbikars!

Eftir alltof langa bið er liðið okkar einu skrefi frá því að fara í úrslitaleik í keppni.

Mér telst til að það hafi verið vorið 2007 sem við slógum út Chelsea og fórum í úrslitaleik í Meistaradeildinni – fimm ár semsagt. Árið áður slógum við sama lið út í undanúrslitum og lékum vorið 2006 til úrslita um FA-bikarinn, það eru semsagt sex ár síðan við fórum í úrslitaleik í heimalandi liðsins okkar ástkæra.

Vissulega er hér á ferð “minnst mikilvægasta keppnin” á hverju ári, en eitt af því sem aldrei verður ofmetið er sigurhefð leikmanna og liða. Það er dásamleg tilfinning að ná árangri og standa með verðlaun í höndunum, tilfinning sem þú ert til í að leggja mikið á þig að ná aftur og upplifun sem styrkir tengsl þess leikmannahóps sem nær áfanganum saman. Las viðtal við mótormunninn Mourinho ekki alls fyrir löngu þar sem hann taldi sigur þeirra Chelseamanna á okkar drengjum í úrslitum þessarar keppni árið 2005 hafa verið lykil að öllum sigrum Chelsea síðan þá. Hann hafi þar náð að sanna fyrir leikmannahópnum sínum og stjórninni að hans hugsun væri nógu sterk til að vinna titil og þá staðreynd hafi hann yfirfært á leikmennina. Fyrst þeir unnu þessa keppni gætu þeir unnið allt.

Sú er kannski einmitt staðan okkar manna á þessu mómenti. Það getur enginn sagt að við höfum farið auðvelda leið (Exeter, Brighton, Stoke og Chelsea áður en hingað var komið) og ekki er verkefnið í undanúrslitum minna. Ef það er klárað hlýtur sjálfstraustið í brjóstum manna að vera orðið meira en áður. Þess vegna fullyrði ég það að leikur morgundagsins er sá mikilvægasti í vetur, og sá mikilvægasti á Anfield í ansi mörg ár.

Anfield er ekki alltaf vettvangur undanúrslitaleikja, en þegar sá leikvangur hýsir síðari undanúrslitaleik má búast við töluverðu fjöri. Það sama verður örugglega uppi á teningnum annað kvöld. Það er uppselt á leikinn og hugur aðdáendanna er að fylgja liðinu upp þá brekku sem framundan er, og ná að fara á Wembley í fyrsta sinn síðan árið 1996! Vissulega höfum við unnið titla í Englandi síðan, en úrslitaleikirnir voru þá í Cardiff og það er klárlega mikið hungur hjá öllum í tengslum við félagið að fylla “The Wembley Way” af alrauðum Scouserum og endurvekja þann völl sem “annað heimili rauðliðanna frá Liverpool”.

En það er sko alls ekki sjálfgefið að við förum þangað! Framundan er án vafa sterkasti leikmannahópur Englands í dag, ofurmannlega skipað lið Manchester City sem hefur ekki lagt það í vana sinn að tapa mörgum leikjum á ferðum sínum í vetur. Liðið hefur þó átt erfitt uppdráttar á Anfield í gegnum söguna, í síðustu 10 viðureignunum þar höfum við unnið 7 og gert 3 jafntefli, síðast í deildarleiknum í vetur þar sem leikar fóru 1-1 og Mancini var ansi glaður með þau úrslit á erfiðum útivelli að hans sögn.

Þegar kemur að því að finna út byrjunarlið okkar manna er ég á því að margt sé að brjótast um í kolli Kóngsins Dalglish. Síðasti leikur okkar manna var sá versti undir hans stjórn, en í raun held ég að erfitt sé að finna marga sterkari leikmenn utan byrjunarliðsins en hófu leik á Reebok. Þess vegna held ég að hann sé einmitt að velta fyrir sér hverjir það eru sem hafa reynslu af svona leikjum, og svo horfir hann pottþétt líka til fyrri leiksins á Etihad Stadium þegar hann raðar upp á blaðið. Ég er því eiginlega alveg blankó, en held samt að við sjáum hann stilla upp 4-5-1 með varnartengdu liði sem svo eigi að sækja þegar líður á leikinn. Ekki ólíkt því sem við sáum í fyrri leiknum.

Ég set þess vegna þetta lið upp, þó ég sé alls ekki að velja það sem ég myndi vilja sjá.

Reina

Kelly – Carragher – Agger – Johnson

Kuyt – Henderson – Gerrard – Downing

Bellamy

Carroll

Eftir svona ræðu eins og karlinn hélt um helgina ætlar hann eitthvað að færa til, ég held einhvernveginn að hann ætli Carra að sigla þetta á reynslunni og eftir erfiða innkomu Enrique á Etihad verði hann á bekk. Ég var samt búinn að setja hann líka inn, þá í kerfi með þrjá hafsenta og Skrtel líka inni og Kelly úti. En ég viðurkenni að ég átti mjög erfitt með að stilla þessu upp, en er þó handviss um að við sjáum einhverjar breytingar frá Bolton-leiknum, karlinn er ekki bara að gelta. Hann mun bíta!

Manchester City virðast ætla að sætta sig við leikbann sem Mario Balotelli var dæmdur í eftir leik þeirra um helgina, en þeir eiga ágætis leikmenn samt inni. Viðurkenni samt að vera sáttur við að vera laus við Balotelli. Vissulega “nöttaður” í hausnum, en verulega góður fótboltamaður sem við eigum erfitt með að “matcha upp”. Ætla aðeins að reyna að skjóta á þeirra lið í leiknum.

Hart

Richards – Savic – Lescott – Kolarov

Milner – Barry

Silva – Aguero – Nasri

Dzeko

Hörkuleikmannahópur sem erfitt verður að eiga við. Þó vissulega veikari en ef að Kompany og Balotelli væru með!

Ég hlakka gríðarlega til. Við erum með góð úrslit með okkur úr fyrri leiknum og Anfield verður vafalaust tólfti maðurinn. Hins vegar er áðurnefnd hefð og reynsla af svona leikjum meiri að þessu sinni hjá mótherjunum, aðeins Agger, Gerrard, Carra, Johnson og Reina hafa unnið sér sæti á Wembley í okkar leikmannahóp og við verðum að viðurkenna það að síðustu ár hafa fáir leikir af þessari stærðargráðu verið verkefni okkar drengja, ólíkt City-liðinu.

Þetta verður blóðug barátta fram á síðustu sekúndur held ég og það mun standa tæpt, en leikurinn fer 1-1 þar sem Captain Fantastic jafnar á 88.mínútu og Anfield skilar svo leiknum heim í höfn og við getum farið að hlakka til Wembleyferðar.

KOMA SVO!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

46 Comments

 1. Myndi vilja sjá Shelvey Byrja á kostnað Adam sem hefur verið agalegur síðustu 5-6 vikur
  Myndi vilja spila 4-2-3-1
   
                                                         Reina
  Kelly                     Skrtel                                      Agger                    Enrique
   
                                            Gerrard            Henderson
   
  Johnson                                         Shelvey                                 Downing
   
                                                      Bellamy
   
  AKKURU EKKI?
   
   

 2. Ég er til í liðið sem Fowler9 stillir upp.
  En annars er ég skíthræddur við þennan leik, Man City þurfa ekki að skora nema 1 mark og þá er all squre, getuleysi okkar manna fyrir framan markið er svo yfirþyrmandi að ég ætla að spá okkur tapi.

  0-2.

 3. @Fowler9 Henda Johnson í left back og Enrique útaf, Sterling inná kantinn og þá er þetta komið!

 4. Úff varð nú eiginlega bara stressaður á að lesa upphitunina! En góð var hún..

  Ég ætlaði að koma með liði sem ég væri til í, en sé að Fowler9 í commenti 1 kom með það..
  Akkurat svona vill ég liðið! Finnst Johnson búinn að vera slappur og alveg svaaakalega þungur eitthvað, og Kelly var flottur eins og alltaf á móti city í fyrri leiknum svo að.
  Svo vona ég nú ekki að Kenny taki út tvo bestu varnamenn okkar á tímabilinu bara því þeir áttu ekki góðan dag (eins og allir) á móti Bolton, er þá að tala um Skrtel og Enrique.
  Og svo auðvitað vona ég að Adam verði ekki í liðinu því hann hefur verið arfa slakur núna í já einhverja 6 leiki í röð, Shelvey á skilið sénsinn.

  Hef trú á þessu verkefni, þótt það sé svaaakalega erfitt. En leikurinn fer 1-1 eða city tekur þetta 0-1 og við vinnum í vítaspyrnukeppni!

  Koma svo, lets go to Wembley!  YNWA!

 5. Liðið æa að vera svona held ég :                                         ReinaKelly                      carracher    Agger                  Jonhson                                       HendersonKayt                                    Gerrard                                 Adam                                               Bellamy                                      Carroll                      thetta held ég              

 6. Er eg samt einn um thad ad grata Meireles? Eg myndi skipta a honum i Adam a hverjum degi.. eda bara ollum midjumonnnum keyptum i sumar

 7. Liðið getur ekkert á móti lakari andstæðingum og City er klárlega ekki svoleiðis lið lengur þannig að þetta verður öruggt 3-0. Mjög logical.

  Vill ekki sjá Carroll, Downing, Kuyt og Adam koma nálægt þessum leik.

 8. ég nenni bara ekki að commenta eitthvað um þá, vona bara að þeir vinni fyrir laununum sínum og  drullist til að vinna leikinn eða ná jafntefli í það minnsta.

 9. Ég held að klúbbinn vanti bikar umfram allt. Þá detta menn í gírinn.

 10. Ég græt sko Meireles. Hann fór vegna þess að nýjir eigendur Liverpool vildu ekki gefa honum þá launahækkun sem var munnlegt samkomulag um. Gott og vel, ég skil það vel. Það voru samt ömurleg skipti í alla staði að fá Adam í staðinn fyrir hann. Það meikar bara engan veginn sens að láta betri leikmann fara fyrir annan lélegri sem kostar minna.

  Ég ætla bara að vera fúll á móti hérna. Ég vil ekki sjá Adam, Carroll, Kuyt, Maxi eða Downing í liðinu á morgun. Reyndar má alveg bæta Skrtel og Johnson inn í þennan hóp. Eftir frammistöðuna undanfarið, og alveg sérstaklega eftir síðasta leik, þá mega þeir allir taka sér góða pásu frá aðalliðinu enda flestir þeirra ekki sýnt að þeir eigi nokkuð erindi í liðið.

  Þessi titill – svo ég haldi áfram að vera fúll á móti – skiptir engu máli. Jújú, alltaf ánægjulegt að vinna titla, en þetta er lítill Mjólkurbikar í keppni sem er afar lágt skrifuð af flestum. Það er ekki langt síðan að menn voru að senda kjúklingana í þessa keppni, nema auðvitað minni liðin sem höfðu mikinn metnað að vinna keppni þar sem stóru liðin voru eiginlega ekki með 🙂

  Þannig ég ætla bara að vera sáttur við leikinn á morgun, burtséð frá því hvernig hann fer, svo lengi sem Liverpool spilar töluvert mikið betur en gegn Bolton. Ég fer ekki fram á meira.

  Homer

 11. Loksins undanúrslitarleikur á Anfield!!! ég fæ gæsahúð þegar ég hugsa um fagnaðarlætin eftir sigurinn gegn chelsky árið 05&07….og hroll þegar ég hugsa um sjálfsmarkið hans riise 08…ughh, þetta eru leikir sem skapa sögu klúbbsins, vonandi fáum við eitthvað eftirminnilegt á morgun!!

 12. Það er bara að hafa trú á þeim eins og í Istanbul. Koma svo !!!!!!

 13. Til hamingju Aron Einar og Cardiff-menn, komnir á Wembley. Vonandi fær Aron að elta Stevie G þar.

  Annars flott upphitun. Ég er svona nokkuð sammála með byrjunarliðið, gæti þó séð Enrique og Skrtel byrja þótt þeir hafi verið slakir á laugardag (Agger og Johnson voru það svo sem líka).

  Ég er bara drullustressaður fyrir þennan leik. Undanúrslit á Anfield, ferð á Wembley og dolla í boði. Maður hefur saknað þessarar tilfinningar!

  Áfram Liverpool!

 14. Eg vona bara ad leikmenn Liverpool maeti i thennan leik.  Their aettu ad hafa hugsad sinn gang eftir “hormungina a reabock”.   Their leikmenn sem ekki maeta i thennan leik og leggja sig fram 120% fyrir klubbinn eiga bara ad fara eithvad annad.  Thad er eins med thennan leik og leikinn a moti bolton, eg vona thad besta, en ottast thad versta.  Er reyndar enn i sjokki eftir vidbjodinn a reabock. YNWA

 15. Reina

  Kelly – Skrtle – Carrah – Jose

  Agger – Hendo

  Johnson – Gerrard – Bellamy

  Carroll

 16. Ég var að horfa á Liverpool – ManCity á Anfield frá því á síðustu leiktíð, þið munið 3-0 sigurinn þar sem Carroll skoraði sín fyrstu mörk og Liverpool yfirspilaði City. Kannski var ástæðan að City voru yfirspilaðir sú að þeir voru ekki með hausinn í lagi og voru að hugsa um næsta leik sem var undanúrslitaleikurinn í FA Cup. Hver veit.

  Auðvitað mætir Liverpool í þennan leik. Og kemst áfram. Málið er að Bolton leikurinn er búinn. Leikmenn vita upp á sig skömmina enda búnir að fá þvílíka opinbera yfirhalningu hjá King Kenny, eitthvað sem aldrei hefur gerst áður á hans ferli sem stjóri.

  Ég vona að menn eins og Carroll, Downing og Henderson (sem mér finnst gríðarlega efnilegur – hann þarf bara smá spark í rassinn því hann er of passífur) byrji inn á. Ég væri líka til í að sjá Kelly inn á í stað Johnson.

  Hörkuleikur á morgun sem okkar menn taka, ekki spurning.

 17. Ég held að hann komi með þriggja hafsenta kerfi nema þá að Spearing byrji leikinn.  Henderson / Gerrard / Adam á miðjunni virkar ekki.  Fyrir þá sem trúa mér ekki kíkiði bara á leikinn um síðustu helgi.   Svo þurfa mennirnir að spila á eðlilegri getu.  

 18. Vona að Spearing byrji inn á væri líka til í að hafa Johnson vinstra megin og Kelly í hægri bak vona að Hendo fái að vera á miðjunni og vegna reynslunar fær Kuyt hægri væng.Að sjálsögðu verður Bellamy á vinstri væng með tvö mörk og Carrol með eitt.Gerrard verður á miðjunni með Henderson.Sem sagt 4-5-1
  Koma svo.

 19. Ég vona að hausinn sé kominn í lag og ætla trúa því að kongungurinn hafi vel danglað í sína leikmenn eftir Bolton. Þetta er leikur sem er gífurlega mikilvægur fyrir klúbbinn, stuðningsmenn og leikmenn! Þessi bikar er miklu meira frammrúðubikar fyrir City en fyrir okkur. Fyrir þeim er þetta bónus bikar þar sem deildin verður ávalt þeirra helsta markmið fyrst meistardeildina er ekki lengur til staðar. 

  Ég vil trúa því að það mæti allir trítil óðir í leikinn á morgunn.

  Ég vil sjá liðið í úrslitum! Það verður hreinlega að gerast! 

 20. Heyriði drengir, ekkert kjaftæði.

  BIKAR ER BIKAR!

  Við tökum þessa peningagráðugu sultur og SLÁTRUM ÞEIM.

 21. Sælir félagar
   
  Mér líst vel á uppstillingu HBrynjólfs 17# nema þar vil ég skipta stöðum Agger og Carra.  Í leiknum gegn City síðast þar sem Carra kom inn sem varnartengiliður þá átti City ekki breik og skapaði sér ekki eitt einasta færi eftir það.
   
  Það er nú þannig.
   
  YNWA

 22. Sammála Magga með Spearing, hafa hann inni með Adam og Gerrard fyrir framan og Carroll uppá topp(og hann á þá að vera uppá topp!)

  Allt tal um Agger á miðjunni finnst mér hálf kjánalegt, hversu margir ykkar sem vilja hann þar hafa séð hann spila þessa stöðu? 

  Reina
  Johnson, Skrtel, Agger, Enrique
  Spearing, Adam, Gerrard
  Downing, Carroll, Bellamy

 23. Ég ætla að trúa því að Bolton leikurinn hafi verið “the rock bottom” á þessu tímabili. Ég vona svo innilega að leikmennirnir geti nýtt sér þann ömurlega ósigur til einhvers góðs. Að þeir hafi áttað sig á því að svoleiðis frammistaða er Liverpool ekki sæmileg og því muni þeir taka sig á í framhaldinu.

  2-0 fyrir okkar mönnum í dag, Gerrard og Carroll með mörkin.

 24. Ég er eiginlega sammála Gunnari #25, nema að ég mundi vilja sjá Henderson þar frekar en Adam. 

  Ég er líka algjörlega sammála þér Gunnar með þetta tal um að Agger eigi að vera á miðjunni, en verð þá líka að benda á eitt. Haldið þið virkilega að eftir allann þennan tíma að G.Johnson sé allt í einu að fara að spila á hægri kantinum??? Hann spilaði ekki þar undir Rafa, ekki undir Roy og hefur ekki gert það undir Kenny. Er það ekki að verða morgunljóst að hans staða er hægri bakvörður? og þegar ég hugsa til baka þá held ég hreinlega að ég hafi aldrei séð hann spila sem miðjumann. 

  Áfram Liverpool

 25. Lucas meiddur, Spearing tæpur…..getur Carra kannski leyst þeirra hlutverk?Enrique er búinn að vera einn af okkar jafnbestu mönnum í vetur, glapræði að henda honum út núna.Adam á skilið að setjast á bekkinn, getum Shelvey tækifærið. Kannski kjánalegur samanburður, en sjáið hvernig Rúnar Kárason stóð sig í gær með handboltalandsliðinu! Ferskt blóð!YNWA.

 26. Hugsaði Agger inná miðju sem varnartengilið þar sem hann getur varist og er betur spilandi en Adam og Spearing til samans. Þá getur Gerrard fært sig framar þar sem Agger er í formi til að klára 90min+ og hjálpað Bellamy, Johnson og Carroll. Adam er bara 60min maður og varla það og Gerrard neyðist til að hjálpa honum allan leikinn. 

 27. Eru menn í alvöru að biðja um að Skrtel verði settur út úr liðinu út af einum lélegum leik. Hann er búinn að vera einn besti leikmaður Liverpool í vetur og leitt vörnina með baráttu…hefur bætt sig mikið frá síðasta ári. Liðið er búið að fá á sig næst fæst mörk í deildinni!Adam verður klárlega í liðinu sem aftasti miðjumaður ef litli riddarinn verður frá. Þessar hugmyndir um að Agger, Carra eða Johnson muni spila á miðjunni eru fráleitar.Leikurinn fer 0-0 og Skrtel verður maður leiksins þar sem hann pakkar Dzeko saman.

 28. Það er eitt sem menn virðast ekki alveg fatta. Ef þú ætlar að stilla Carrol uppá toppnum, þá verður að hafa vængmenn sem geta gefið fyrir. Ef Carrol á að vera í byrjunarliði þá verður Downing að vera á vinstri vængnum, og helst Bellamy á hægri vængnum. Það er alveg ljóst að Carrol fer ekki að blómstra fyrr en hann fær úr einhverju að moða.           ReinaJohnson             Skrtel                 agger              Enrique                                  Bellamy              Gerrard         Spearing             Downing                                                            Shelvey                                                                    Carrol

 29. Varðandi Carrol umræðuna finnst mér alveg þess virði að prufa að setja Gerrard á hægri kanntinn í 3-4 leiki til að kanna hvort hann hitti ekki pottþétt í höfuðið á Carrol í ca. öðrum hverjum leik ef hann er settur á kanntinn!  Allt í lagi að leyfa svo Bellamy að vera fyrir aftan Carrol að hirða boltana sem hrökkva ekki af Carrol og inn!Held að það væri alveg þess virði, fannst Gerrard einna bestur á sínum tíma þegar Rafa setti hann á kanntinn.

 30. Ef þessi leikur verður klúður þá vona ég að Steve Clarke taki við…afhverju ekki?

 31. helginn #35
  Afhverju? Hvað hefur hann afrekað sem knattspyrnustjóri til að verðskulda að taka við Liverpool?

 32. Við förum á Wembley og það er fyrir öllu. Mér er sama hverjir spila svo framarlega sem úrslitin duga okkur til að fara áfram.Hættum þessum væli og einstaka hausaplokki af mönnum eins og Adam og Carroll og styðjum frekar við liðið í blíðu og stríðu, ekki alltaf bara í blíðu eins og margir gera.Áfram Liverpool.

 33. Annars var eg ad lata mer detta i hug ad 
  Raheem Sterling aetti ad fa sjensinn i kvold. Kenny var mikid ad tala um ungu leikmenninna en their hafa litid fengid ad syna sig a thessu timabili

 34. 36

  hvad hefur downing gert til ad verdskulda ad spila fyrir liverpool, eda adam eda carroll og hvad hefur kenny gert a tessari öld til ad verdskulda ad stjorna liverpool

 35. liðið skv. lfc.tvThe Reds team in full is: Reina, Johnson, Enrique, Skrtel, Agger, Downing, Kuyt, Adam, Henderson, Gerrard, Bellamy. Subs: Doni, Kelly, Carroll, Maxi, Coates, Carragher, Shelvey.áfram liverpool

 36. eruð þið með linka til að horfa hjálp…áfram liverpool..2  0  bellamy og gerrard

 37. atli 39á ég ekki bara að hringja á vælubílinn fyrir þig… og hinar væluskjóðurnar

 38. @43 DoddiJr     Þú ert svaka internet töffari……En hvað er Kuyt að gera í liðinu?   En ég spái þessu jafntefli og við förum áfram 🙂

 39. töffari….hmmmm… ok… en ég hef allavega trú á málstaðinum… það er annað en þið…

Kop-gjör og opinn þráður.

Liðið gegn City